Tíminn - 12.12.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.12.1931, Blaðsíða 3
TIMINN 267 Umsóknír utn styrk til skálda og listatnanna (kr. 6000.00), sem veittur er á fjár- lögum ársins 1932, sendist Mennta- / málaráði Islands, til ritara þess, Austurstræti 1 (póstkólf 662). fyrir 15. jan. 1932. stafar, að þœr virðast hafa orðið samtaka um það eitt, að firra ein- staka ráðamenn tjóni á kostnað heildarinnar. — Þykir nú sýnt að ekki sé nama um tvennt að gera: Annaðtveggja hlífðarlausar neyðar- ráðstafanir löggjafarvaldsins í þess- um málum, ellegar að láta viðkom- andi aðila kaffœrast samkvæmt til- efnum og eigin tilverknaði í forœði öfganna. Snarfari. ---o---- Fréttir fólk út um allt land í útvarpi, og fann að þar var um lélega æsinga- ræðu að gera móti Guðm. biskupi góða, sem héðan af mun hálda öllu sínu fyrir Árna Pálssyni. þannig hefir þá háskólinn i tvö skifti farið með rétt sinr til að hafa áhrif á starfsmannavai. Langar þjóðina i meira af slíku? S. S. Hvert stefnir i atvinnumálunnm. Sennilegt má þykja að upp úr lieimskreppunni dragi til mikilla tíð- inda um breytingar á skipulagi i viðskiptum og atvinnuháttum. Skaða- bótaöfgarnar og styrjöld þjóðanna í fjármálum og tollamálum virðist vera í þann veginn að koma öllum þjóðum á kné. Mun annað tveggj^ verða, að þjóðirnar komi fyrir sig vitinu og taki upp bróðurlegri slcipti, ellegar að allsherjar hrun gengur yf- ir löndin og þar á eftir allslierjar- bylting í ölium efnum. — þykir af ýmsu mega ráða að margt í ríkjandi skipulagi sé að ganga til grafar. Jafnvel ilialdsmenn munu vera að tapa trúnni á óskeikulleik frjálsrar samkeppni og óbrigðula „forsjón" einstaklingsframtaksins. Mun skammt þess að bíða, að ailir hinir gætnari framtaksmenn sjái, að hlutaskiptin er hin eina réttláta og færa ieið út úr ógöngum þeim, sem stórútgerðin liefir ratað í, þar sem höfuðaðilar, útgerðarmenn og verkamenn, hafa skipast í tvær fjandmannasvcitir, Gagnkvæm, tilsvarandi ábyrgð og réttlát hlutaskipti er eina leiðin, tii þess að allir láti sér ant um atvinnu- vegina, tækin, sem þeir vinna með, skipin og allt, sem þar er innanborðs og árangur vinnunnar. þegar það er fengið rennur ný öld í sögu þess- arar og fleiri atvinnugreina. Snarfari. Biskup og íhaldið. Jón biskup Helgason er einn hinn æstasti „sjálfstæðismaður", sem tii er hér á landi. í götuóeyrðunum hér Skýrsla Gunnlaugs Briem. Hér með sendi ég umbeðna skýrslu um mistök þau, er urðu á lofthæð veljarasalsins í hinu nýja húsi lands- símans í Reykjavík, eins og ég veit bezt um gang málsins. þegar byrjað var á fyrstu frum- dráttum að nýja símahúsinu fyrir rúmu ári síðan, kom húsameistari ríkisins á skrifstofu landssímastjóra til að ræða um bygginguna. Auk hans voru landssimastjóri og undir- ritaður viðstaddir og ef til vill fleiri. Hvað snerti rúm það, er nýju bæjarsímatækin þyrftu, lágu fyrir nokkrar tölur úr tilboðslýsingu stöðvartækjanna, m. a. var þar nefnt, að í veljarasalnum þyrfti loft- hæðin að vera minnst 3,70 m. og í tengigrindarsal 3,30 m. („den fria höjden“), ennfremur styrkur gólfs 500 kg/m'2 o. fl. Voru þessar tölur þá ritaðar með blýanti á fyrstu frum- dráttarteikningu af húsinu. Eftir þessu lét húsameistari gera iyrstu reglulegu frumteikningu (des. 1929) af lnisinu. Á henni voru engir bitar teiknaðir og lofthæðir ekki skrifaðar í tölum. Nú sigldi húsameistari á fund firmans, er útvegaði símatækin til að ræða við það um rúmtilhögun húss- ins, að því leyti, er það snerti bæj- arsímatækin. Fám dögum eftir að liann kom úr siglingunni áfhenti landssímastjóri mér tvær teikningar, dagsettar af Ericsson í Stokkhólmi 20. febr. 1930, og sagði mér að húsa- meistari ríkisins hefði komið með þær úr siglingunni. Á teikningum þessum var tækjunum raðað niður og á annari þeirra voru skrifaðar nokkrar bendingar um glugga og ljósastæði í veljarasalnum og enn- íremur: „fri höjd 3800 mm. min.“, í vor, þegar íhaldið safnaði skríi sínum smnan á kvöldin, til að æpa kringum ráðherrabústaðinn, sázt biskup þar i hópnum og var fullur af „eldlegum" áhuga. Fyrir kósning- arnar hitti hann erlendan mann, sem var hér á ferð og bar sig illa. Sagði hann að öllu væri hér um- snúið. Sinn flokkur, „sjálfstæðið" elskaði Dani og kónginn og vildi þeim allt gott gera. En þrátt fyrir þetta væri sinn flokkur eiginlega i hálfgerðri ónáð, þar' sem aftur ýms- ir óvaldir Framsóknarsnáðar, sem í raun og veru hefðu frekar litlar mætur á Dönum og kónginum, virt- ust vera í hávegum hafðir, þar sem íhaldið ætti að eiga traustan griða- stað. Hafði biskup varpað mæðilega öndinni, er liann minntist á van- þakklæti Dana. X. J)ar sem öfgarnar ráða. þegar sildarútvegsmenn árið 1926 játuðu sig gersigraða af sínum eigin öfgum og hófleysi og báðu þingið um varnarráðstafanir gegn stjóm- leysinu, bugðist Alþingi að ráða bót á vandkvæðunum, með því að leggja ráðin í þessuin málum í hendur þeirra aðila, er þarna áttu sinna hagsmuna að gæta. Útgerðarmenn og verkamenn fengu fjóra af fimm mönnum er sátu í stjórn síldareinka- sölunnar. Og aðalframkvæmdastjór- inn var kjörinn úr hópi útgerðai'- manna. Hafði hann áunnið sér all- mikið traust fyrir opinber störf og verið sendur tii Suður-Ameríku í markaðsleit fyrir sjávarafurðir. Nú hefir reynslan sýnt, að mjög mikið skortir á, að fulltrúar þessara stétta liafi nægilegan þroska til þcss að leysa vanda málsins. Hefir í ráðstöf- unum annarsvegar sótt til fyrra hóf- leysis útgerðarmanna, hinsvegar tii hins alkunna ábyrgðarieysis verka- mannaforsprakkanna gagnvart öllum atvinnuvegum. Öfgarnar hafa mætzt En svo fjarri fer því, að þær hafi dregið úr hættunni, sem af þeim þ. v. s. 10 cm. hærri en áður hafði verið gefið upp í tilboðslýsingunni. Nú var dálitið breytt frá tilhögun þeirri, er áður var fyrir, þannig að tengigrindarsalur var fluttur á neðri hæð og ennfrcmur var breytt stað fyrir W. C. við enda tengigrindar- sals o. fl. smávegis, í samráði og með vitund húsameistara. í skeyti dags. 28. marz frá Elek- trisk Bureau er beðið um að fá teikningar sendar af rúmskipuninni, (því tengigrindarsalur hafði verið fluttur milli liæða). Bað ég þá 3. apríl 1930 slcrifstofu húsameistara að senda í skyndi eitt- hvert afrit af teikningum lmssins, og fékk ég þær samdægurs 1—1% klst. áður en skip fór út, og dróg inn á afritið breytingar þær á tengi- grindarsal, W. C. o. fl., er höfðu verið gerðar rétt áður í samráði við liúsameistara og tölur þær er áður höfðu verið gefnar upp um lofthæðir, og sendi í sama bréfi til Elektrisk Bureau fyrirspurn, vegna tilmæla frá inisameistara, um, hvort engin tök væru á að lækka lofthæðirnar í veljarasal og tengigrindarsal um 5—10 cm. Jiegar ekki var komið svar við lofthæðarspurningunni um miðjan apríl, og húsameistari kvað sér liggja mjög á að fá það, var simað út 15. apríl 1930 svoliljóðandi: „An- moder om telegrafisk Angivelse mini- mal Höjde under Bjælker Vælger- sal og Kobiingssal". Svarið kom 16. apríl svohijóðandi: „Referande tii eders brev tredje dennes talchöjden under balkarna i vælgersalen kan sænkas 5 centimeter". Var svarið samstundis símað af mér til liúsameistara sjálfs, og man ég eftir, að hann bað mig bíða Ásgeir Ásgeirsson fjármálaráðherra fór vestur á pinge-yri með Alexandr- ínu drottningu siðastliðinn þriðjudag iil þess að sitja þar landsmálafund með kjósendum sínum. Gísli Guðmundsson ritstjóri Tím- ans brá'sér vestur á Snæfeilsnes með Brúarfossi síðasti. miðvikudag. Afnám Sildareinkasölunnar. þann 9. þ. m. gaf atvinnumálaráðherra út bráðabirgðalög um skiptameðferð á búi Sildareinkasölu íslands. í grein- argerð ráðherra til konungs segir: að Síldareinkasala íslands hafi orðið fyrir svo miklum óhöppum og tapi á yfirstandándi ári, að hagur hennar standi nú þannig, að eigi sé annað fyrirsjáanlegt, en að bú hennar hlyti bráðlega að verða að takast til gjald- þrotaskipta, ef eigi væri önnur skip- un' gerð um meðferð hennar. Taldi hann og miklum erfiðleikum bundið að skipta búi Einkasölunnar með venjulegum gjaldþrotaskiptum, og bæri því brýna nauðsyn til þess að gefa út um þetta efni bráðabirgða- lög, samkv. 23. gr. stjórnarskrárinnar frá 18. maí 1920. Fyrsta grein bráða- birgðalaganna hijóðar svo: „Bú Síldareinkasölu íslands skal tekið til skiptameðferðar. Skiptin framkvæmir skilanefnd tveggja manna, sem at- vinnu- og samgöngumáiaráðherra skipar. Skilanefnd kemur í stað stjórnar Síldareinkasölunnar, og hefir samskonar vald og skyldur, að því leyti scm við á“. Aðrar greinar kveða svo á um skiptin: Síld, sem veidd ei eftir 15. nóvember, og sem er ekki þegar í vörzlum Einkasölunnar, er talin henni óviðkomandi. ])ó er út- flutningur þeirrar síldai' því aðeins lieimill, að hann komi ekki í bága við hagsmuni Einkasölunnar, og ráð- herra setur reglur um flokkun henn- ar, mat og merkingu. — í skilanefnd- ina voru skipaðir Svavar Guðmunds- son og Lárus Fjeldsted. Dánardægur. Stefán Egilsson 'múr- ari, faðir Sigvalda læknis Kaldalóns í Grindavík og þeirra bræðra, andað- ist á heimili sonar sins í Grindavík augnablik meðan hann næði í blað til að rita það á, og var honum jafn- framt nefnd talan (380 — 5 = 375 cm). í apríllok (29. apríl) kom bréf frá Elektrisk Bureau dags. 22. apríl, sem var svar við bréfi landssímans dags. 3. apríl, og fylgdi með því ljósmyndað endurrit af teikningu þeirri, er sent hafði verið út 3. apríl. Á þetta afrit var skrifað með bleki upplýsingai' um ýms göt, er gera þyrfti í gólfin. Og í bréfinu var auk þess, sem 5 cm. loítlækkunin var nefnd, iíka getið um breiddaraukn- ingu á tengigrindarsal, lofthæðar- breytingu yfir sltjalagangi. Var þetta strax símað til húsameistara, og kallað á St. Steinsen verkfræðing vegna járnaútbúnaðar kringum göt- in o. fl. Steinsen kom svo til mín, og sagði ég honum meðal annars, að ég væri búinn að sima liúsameistara um þessar upplýsingar í bréfinu og gæti hann fengið teikninguna. Steinsen taldi vissara að sýna húsameistara teikninguna, og félst ég á það, og tók hann að sér að fara með hana þangað, en ég ritaði með blýanti á teikninguna 375 hjá 380, sem fyrir var. Steinsen fór svo með teikning- una og sá ég ekki meira til hennar fyr en löngu síðar, er Steinsen kom með liana aftur. Steinsen hefir skýrt mér svo frá, að hann liafi farið með toikninguna á skrifstofu húsameist- ara og sýnt Einari Erlendssyni hana í fjarveru húsameistara, og bent á að einhverju þyrfti að breyta við lofthæðatölurnar. Er verið var að ljúka við loftið yfir veljarasal hitti ég Sigurð Flyg- enring, sem hefir á hendi daglegt eftirlit með húsinu fyrir húsameist- 30. nóv. síðastl. Hann var jarðsettur 6. þ. m. Vélbáturinn Bergþóra frá Seyðis- firði strándaði við Álfavíkurtanga síðastl. miðvikudag. Vélin biiaði og bátinn rak á klett, áður en seglum yrði komið við. Tveir menn voru í bátnum og björguðust þeir upp á klettana, en báturinn brotnaði og sökk litlu síðar. Síldveiði mikil hefir verið á Seyðis- firði undanfarnar vikur. Um miðja þessa viku var búið að salta þar hátt á 3. þúsund tunnur, en þá vai orðinn tunnuskortur. — Síldin er smá. Dettifoss laskast. Á leiðinni til Hull hreppti Dettifoss vestan stórviðri, og lcom þá að skipinu talsverður leki. Vörur munu þó ekki hafa skemmst. — pegar kom til Hull, þótti þurfa að endurnýja 22 plötur í botni skipsins og hlyzt af því 8—10 daga töf. Maður deyr af slysum. Síðastliðinn mánudag slóst vörpuvír á botnvörp- ungnum Maí á hásetann Ólaf Ás- mundsson og slasaði hann. Skipið var út af Vestfjörðum, er slys þetta vildi til, en brá þegar við og flutti manninn til ísafjarðar, en skömmu eftir að þangað kom andaðist liann. — Ólafur var úr Hafnarfirði, ókvænt- ur, 29 ára að aldri. Sjötugsafmæli átti nýlega bænda- öldungurinn Páll Jóhannesson á Landi í Öxarfirði. Heimsóttu liann þá 17 bændur af Hólsfjöllum og gáfu lionum vandaðan göngustaf, en Mar- gréti dóttur hans gáfu þeir víðtæki, einnig vandað. Jóhannes bóndi í Fagradal liafði þar orð fyrir mönn- um. Óseldur fiskur er nú meiri en nokkru sinni fyr. þann 1. þ. m. var hann 137.617 skp. miðað við fuil- verkaðan fisk, en það er 10 þús. skp. meira en á sama tíma í fyrra. — I neyzlulöndunum liggja auk þess miklar fiskbirgðir, t. d. 3000 smál. i Barcelona, en 1700 smál. á sama tíma 1 fyrra, og 2300 smál. í Bilbao, en 1850 smál. á sama tíma í fyrra. ísfisksmarkaður í Englandi hefir verið óvenju hagstæður undanfarna daga. Nýlega seldi Sindri fyrir 1570 steriingspund og Otur. fyrir 1246 sterl.pd. Reíabúum fjölgar nú óðum. í Eyjafirði eru þegar komin á fót fimm refabú og liið sjötta að komast upp. Stærst er búið á Munkaþverá. Jlar hafa verið flest 116 dýr. Annað er í Fífilgerði, stofnsett af bændum i Kaupangssveit, þriðja á Jiverá, fjórða á Leifsstöðum, fimnita í Kaupangi og sjötta á Arnarhóli, sem er nýbýli skammt frá Kaupangi. — Guðmund- ur Jónsson frá Ljárskógum í Dala- sýslu hefir leiðbeint Eyfirðingum i refaræktinni og lánast vel. ara, og spurði hann hvort lofthæð- irnar hefðu verið „kontrolleraðar", og kvað hann svo vera, en engar tölur voru þá nefndar. Daginn sem landssímastjóri sigldi síðast, var hann ásamt húsameist- ara og undirrituðum staddur úti i nýja húsinu. Virtist mér þá lofthæð- in í veljarasalnum heldur lág í sam- anburði við það, sem hún var ann- arsstaðar í liúsinu og liafði orð á þvi, var lofthæðin þá mæld á einum stað við norðurenda salsins og mæld- ist um 340 cm. þá mundi enginn við- staddur með vissu, hve há hún liefði átt að véra. Strax á eftir fór ég og atliugaði það, og sá þá að hún var um 35 cm. lægri en gert hafði verið ráð fyrir, og símaði ég strax í húsa- meistara og landssímastjóra og skýrði þeim frá því. Síðar var eftir símbeiðni dags. 8. des. 1930 frá Elektrisk Bureau mæld minnsta „fri“ lofthæð í veljarasal og mældist að vera 3.37,5 cm. eða 37,5 cm. undir því sem hún átti að vera. þess skal ennfremur getið, að hæð tengigrindarsals virðist um 20 cm. hærri en 3,3 m., sem hafði verið gefið upp að þyrfti, og' sem aldrei hefir verið breytt, frá því tilboðslýs- ingin kom. Við síðari athugun er ujiplýst, að frá skrifstofu húsameistara hafa landssímanum verið sendar teikn- ingar frá des. 1929 og frá maí 1930 til athugunar, en á engri þeirra er gefin upp hæðin undir bita. Á teikn- ingunum frá maí 1930 er gefin upp hæðin frá gólfi i veljarasal til næsta gólfs fyrir ofan 3,96 m., en ekki sýnd bitahæð. Teikning sú, sem vegna beiðni (vegna flutnings á tengigrindarsal) var send mér 3. apríl, og sem lá hjá Æskumenn á villigötum. ----- Nl. það er fullvíst að 1929 stóðu ekki nema tveir unglingar úr skólanum hér að hinu smekklausa frumhlaupi í Norðlingi á hendur einu gestrisn- asta heimili í Hornafirði, og nú standa litlu fleiri að árásunum á Sigurð skólameistara og frú hans. En þeir sýna lítið þrek, og vitund um slæman málstað, með því að fela sig á bak við misskilið hlutleysi bekkjarsystkina, sem í raun og veru finna, að verið er að gera skóla þeirra varanlega minnkun. Sú und- arlega meinloka sem kemur fram í árásum þeirra pilta, er tóku sér vald til að koma fram fyrir nem- endur Rvíkur menntaskóla bæði vorið 1929 og 1931, kemur af því, að þeir misskilja bæði aðstöðu sína i mannfélaginu og aðstöðu sína á þess- um námsferðum. Hinir óánægðu íhaldspiltar gera auðsýnilega ráð fyrir þvi að þeir séu höfðingjar, sem taki veizlur að fornum sið. Fólk það, sem þeir koma til eru að dómi þess- ara unglinga, eftir skrifum þeirra að dæma, þegnar, sem eiga að veita drottnum sínum þjónustu og veizlur. Ef þeim þykir veizlan góð og vel gengið um beina eins og hjá Tryggva bónda í Viðikeri, þá þykir sá bú- þegn hafa gert skyldu sína, en held- ur ekki meira. Um gagnkvæmni gest- risninnar myndi Tryggvi og börn hans fá vitneskju ef þau kæmu til Reykja- víkur og reyndu þegnskap hinna kröfuhörðu gesta og vandamanna þeirra. Vel getur verið að einhverjir þess- ara unglinga verða siðar höfðingjar í landinu sakir nýtilegra verka. En sú upphefð er ókomin. Enn eru þess- ir piltar, svo sem von er á, skjól- stæðingar vandamanna sinna og einkum þess þjóðfélags sem ver ár- lega nokkuð á annað hundrað þús. kr. til menntunar og siðbótar þeim, sem í skólann sækja. Enn lifa nem- endur þessa hins dýrasta skóla landsins alveg sérstaklega af náð hinna starfandi stétta í landinu, og geta ekki launað velgerð skattþegn- anna vel nema með því að sýna í verki, að þeir hafi verið svo mikillar fórnar maklegir. þegar ég undirbjó þetta ferðaskipu- lag menntaskólapilta úr Reykjavík og Akureyri, miðaði ég það við námfúsa æskumenn, sem hefðu þrek og manndóm til að geta sér til gagns farið námsferð um land sitt. Leið- angursmenn áttu að hafa allt með sér, sem þeir þurftu. þeir áttu ekki að þurfa að vera bónbjargamenn. þeir áttu ekki að fara að veizlum. þeir áttu að mannast af ferðalögum mér ca. 1 klst., hefir verið dags. 2. apríl á skrifstofu húsameistara (sést á ljósmynduðu afritinu) og mun hafa liaft töluna 3,51 m. undir bita, en mér var þá ekki gefinn neinn tími til að athuga tölur þær, er stóðu á teikningínni, og datt ekki annað í hug en hér væri um afrit af eldri teikningu að ræða, ég hripaði bara niður á hana skilrúma-breytingu á 1. sal og þær tölur, er áður höfðu verið ákveðnar með vitund húsameistara og skrifaði stutt bréf með. Af framanskráðu virðast hafa verið tvennskonar mistök í málinu, fyrst að á teikningum þeim er gerðar liöfðu verið, var gefið upp talan 3,51 m.? í stað 3,75 m., og þær teikning- ar hafa aldrei verið sendar landssím- anum til að kontrollera tölurnar og samþykkja þær. í öðru lagi hefir hæðin orðin enn lægri, sem sé 3.37,5 m. en ekki 3,51 m. Landssíminn hefir ekki fengið aðr- ar tölur uppgefnar frá Elektrisk Bureau eða Ericsson en 3,70 m. er stóðu í tilboðslýsingunni, og svo 5 cm. lækkunina. Eg hefi hinsvegar gengið út frá að liana bæri að reikna frá þeim 3,8 m., er liúsameistari haíði fengið með úr utanför sinni. Landssíminn hefir mér vitanlega aldrei gefið upp aðrar lofthæðir þarna en 3,70 m. — 3,80 m. — 3,75 m., en nefnt þær ítrekað bæði við húsa- meistara og St. Steinsen, er aðstoðaði hann við járnaútreikninga hússins og sennilega líka við aðra aðstoðarmenn hans, þó ég muni það ekki ákveðið. Ef til vill verður hægt að útvega ítarlegri upplýsingar síðar. Reykjavík, 7. febrúar 1931. G. Briem. -O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.