Tíminn - 03.05.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.05.1932, Blaðsíða 3
TÍMINN 69 Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund í Sambandshúsinu miðvikudaginn 4. þ. m. (ann- að kvöld) kl. 81/* síðdegis. Guðbrandur Magnússon forstjóri hefur umræður um lam- vmnumálm í Beykjavlk. Félagsstjórnin Stúdentaglíman verður háð, sunnud. 22. maí kl. 10. f. h., í húsi íþróttafólags Reykjavíkur. Öllum stúdentum er heimil þátttaka í glímunni. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram, fyrir 20. maí, við einhvern úr stjórn Iþróttafélags stúdenta. (allt að 100 þús. sterlingspunda) fyrir Landsbanka íslands. Greinargerð frv. fylgir svohljóð- andi ályktun samþykkt á fundi í stjórn Landsbankans, samkv. tillögu frá formanni bankaráðsins, Jóni Árnasyni: „þar sem í ráði mun vera, að rík- isstjórnin leiti heimildar Alþingís um ábyrgð á allt að £100000.00 bráða- birgðaláni handa Landsbanka ís- iands eða Landsbanka íslands og ríkissjóði, samkvæmt vilyrði um lánveitingu frá Barclay’s Banlc, Ltd., þá lýsir bankastjórn Lands- bankans yfir því, að þó hún skoðj þessa lánsheimild réttmæta trygg- ingarráðstöfun, þá ætlist hún ekki til þess að Landsbankinn noti neitt af þessu lánsfé, og lœtur þá skoðun jafn framt í ljósi, að allar nýjar bráðabirgðalántökur á yfirstandandi tíma séu stórhættulegar og til þeirra megi ekki grípa, nema einhverjir óf yrirsj áanl egir atburðir geri það óhjákvæmilegt”. Eftirlit með láusfé. Jónas þorbergsson flytur þingsá- lyktunartillögu svohljóðandi: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi frum- varp til laga um meðferð lánsfjár og starfsfjár bæjarfélaga, stofnana og atvinnufyrirtækja, þar sem ríkis- sjóður á hagsmuna sinna að gæta og þar sem stofnanir eða fyrirtæki eru rekin að meirá eða minna leyti á ábyrgð ríkisins. Löggjöf þessi skal miða til þess: 1) Að færa launagreiðslur bæjar- félaga og stofnana, þar sem ríkis- sjóður hefir hagsmuna að gæta, til samræmis við launagreiðslur fyrir hliðstæð störf við stofnanir ríkisins og til hæfis fjárhagslegri getu þjóö- arinnar. 2) Að setja skilyrði fyrir lánveit- ingum úr bönkum, er ríkissjóður á- byrgist, og skulu skilyrðin miða til þess: a. Að koma til leiðar hagkvæmara og kostnaðarminna skipulagi í stjórn útgerðar og verzlunar í land- inu. b. Að koma til leiðar hlutaskipt- um í útgerð, þar sem því verður við komið”. Bann við okurvöxtum. Bergur Jónsson og Jónas þor- bergsson flytja frv. um bann við okri. Samkv. því mega vextir af fasteignaveðslánum ekki vera liærri en útlánsvextir Landsbankans og af öðrum lánum elcki vera meira en 2% hærri, að meðtöldum afföllum. Frv. fylgir svofelld greinargerð: „Frumv. þetta er flutt fyrir til- betur fer, að verða bændum æ ljós- ari og ljósari. En því miður vitum við fátt fyllilega ákveðið um hve langt er hægt að - komast á þessu sviði. pó mun mega fullyrða eftir einstökum dæmum, sem þekkt eru, að hér sé um miklu meiri mögu- leika að ræða en bændur gera sér ennþá grein fyrir. Til skamms tíma hefir það þótt vel sæmilegur, jafn- vel ágætur heyskapur, þegar 200 hestar hafa fengist eftir karlmann og kvenmann yfir sumarið og í mörgum sveitum fæst mun minna en það. En til eru dæmi sem sýna allt að því þreföld afköst á við þetta eða hátt á 6. hundrað hesta yfir sumarið. það væri mjög nauð- synlegt og fróðlegt verk, að afla talna og rannsaka hve langt verður lcomizt í því að gera fóðuröflunina ódýra og mikilvirka, þegar sótt er á vélfært ræktað land, vélar notaðar og bezta tækni og fyrirhyggja við heyskapinn. það er ólík aðstaða, og mikils um vert fyrir afkomu bú- anna, hvort „parið“ heyjar 150 hesta samanlagt af töðu og útheyi á 10 vikum, eða það heyjar t. d. 400 hesta af töðu á 8 vikum. í raun og veru er það ekkert annað en rök- réttar reynslutölur er sýna kostnað- armuninn á því að afla fóðursins á ræktuðu i og óræktuðu landi, þýfðu og sléttu o. s. frv., sem tjáir að leggja til grundvallar við allar rækt- unarumbætur. það er því merkilegt hvert fálæti héfir átt sér stað um þessa hluti, og að það skuli þykja fært að komast af án glöggrar vitn- eskju á þessu sviði. Samhliða þvi að afköstin aukast og kostnaðurinn minkar við notkun heyvinnuvélanna, vaxa stórum möguleikarnir til þess að fá góða nýtingu. í þessu sem öðru er véla- mæli lögreglustjórans í Reykjavík. Ástæðurnar til þess eru þær, sem flestum landsmönnum er kunnugt um, að okurháir vextir af peningum fara óðum í vöxt manna á meðal. þess eru nú á seini árum mýmörg dæmi, að þeir, sem eru í kröggum, eru svo ofurseldir okrurunum, aö þeir verða að greiða á annað hundr- að í ársvexti. Að teknir séu 6 af hundraði og 30—50 af hundraði í af- föll af skuldabréfum með tryggu veði í festeign, er orðið talsvert al- gengt nú upp á síðkastið. Ollum mun nú vera ljóst, hve stórkostleg áhrif þetta okur hefir í þjóðlífinu. þeir, sem okurlánin taka, eru næstum alltaf í neyð. þeir von- ast flestir að geta bjargað sér úr neyðinni og örðugleikunum með láni, þótt óhagstætt sé, en revnsla flestra eða næstum allra mun eðli- lega verða sú, að lánið bjargar þeim ekki, heldur þvert á móti. k■ stæðan er ofur eðlileg, eða sem sagt sú, að engir atvinnuvegir í landinu, hvort sem er verzlun, leiga á húseignum eða annað, er svo arð- vænlegt, að hún gefi svipaðan arð og okrarinn heimtar, og þess vegna hlýtur niðurstaða lántakandans ein- att að verða sívaxandi tap. En áður en lántakandinn gefur upp á bátinn til fulls, reynir hann þó að ná sér niðri á viðskiptamönnum sínum og vinna þar upp hina háu vexti með hærri húsaleigu, háu vöruverði o. s. frv. Okurvextirnir hafa því stór- kostleg áhrif í þá átt að liækka verðlagið í landinu og gera það ó- heilbrigt. Fyrir þá einstaklinga, sem neyð- ast til að taka peninga að láni með okurvöxtum, er það næstum alltaf viss eyðilegging, og fyrir þjóðfélag- ið veldur það tjóni af ástæðum, sem að framan er greint. Sá eini, sem græðir, er okrarinn. þau peningalán, sem tekin cru með hærri ársvöxtum en 10%, virð ist því fullkomin ástæða til fyrir þjóðfélagið að banna, því eftir að vextir eru orðnir hærri, geta þau lán alls ekki talizt til þeirrar heil- brigðu geningaverzlunar, sem þjóð- félagið getur viðurkennt sem eðli- lega og réttmæta. Að framfylgja þessum lögum mun mega telja tiltölulega auðvelt." Ýmislegt. Menntamálanefnd neðri deildar flytur svohljóðandi tillögu um menntaskólann í Rvík: „Neðri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að breyta reglu- gerð Hins almenna menntaskóla í Reykjavík í samræmi við yfirlýstan vilja allra þingflokka í efri deild Alþingis á þingunum 1929 og 1930, notkunin nátvinnuð túnbótunum og nýræktinni. Eins og ég drap á áðan gera vélarnar og ræktunin fært að sækja heyskapinn með stórum tök- um þegar vel viðrar og slaka held- ur á sókninni í óþurkum. Menn þekkja orðið almennt not- hæfi sláttuvélanna og þýðingu til þessara hluta. þó er fullvist, að enn er árlega handslegið mikið af landi, sem vel mætti slá með vélum, sér- staldega ef bændur sæju sér fært að búa svo að því að það sprytti betur en nú á sér stað. Notliæfi rakstrarvélanna cr ó- kunnara almenningi, og er miklu meira en menif gera sér grein fyrir. Nothæfi þeirra er ekki einungis bundið við verkasparnaðinn og vinnuflýtinn, gildi þeirra verður einnig að miðast mjög mikið við það, hve mjög þær greiða fyrir því að verja hálfþurkað hey hrakningi og skemmdum. Með aukinni út- breiðslu og notkun rakstrarvélanna á það að verða sjaldgæft, að hálf- þurt hey sé látið rigna flatt, vélarn- ar gera kleift að garða það í stór- garða eða sæta undir votviðri. Hversu mikið skortir á að menn hafi ennþá sóð sér fært að nota sér þann vinnusparnað og hagræði, sem rakstrarvélarnar veita, sést bezt á því, að sumarið 1930 er talið að hafi verið í Árnes—Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslu 319 sláttuvélar eða 27,5 vélar á hverja 100 búendur, en ekki nema 27 rakstrarvélar eða 2,3 rakstrarvélar á hverja 100 bú- endur. Tölurnar sýna, að rakstrar- vélar mega heita ekkert notaðar móts við sláttuvélarnar. Má þó telja fullvist að notkun rákstrarvéla verði við komið, að sé réttmæt á fleiri jörðum í þessum sýslum en sem svarar tölu sláttuvélanna. þó með þeirri breytingu, að fram- vegis verði, auk fjögurra ára lær- dómsdeildar, starfrækt tveggja ára gagnfræðadeild með óskiptum bekkjum". Haraldur Guðmundsson, Halldór Stefánsson og Jón Ólafsson flytja frv. um heimild fyrir ríkisstjómina til að leyfa erlendum manni eða fé- lagi að reisa og starfrækja síldar- bræðsluverksmiðju á Seyðisfirði. Allsherjarnefnd efri deildar flytur frv. um að heimila ríkisstjórninni að selja Búnaðarfélagi íslands kirkjujörðina Mið-Sámsstaði í Wjótshlíð fyrir 4 þús. kr. Fjárhagsnefnd efri deildar flytur frv. um Jöfnunarsjóð. Haraldur Guðmundson, Ingvar Pálmason og Pétur Ottesen flytja tillögu um ráðstafanir gegn áfengis- bruggun og öðrum áfengislagabrot- um. -----O---- Frá Laugarvatni. Á vetrarskólanum voru um 130 nemendur. Lauk kennslu síðast í marz. þá hófst íþróttanámsskeið fyr- ir karla og konur og stóð í mánuð. Nemendur voru um 30. Aðalkennari var Björn Jakobsson, auk þ ess kenndi Ólafur Sveinsson útiíþróttir nokkuð af tímanum. Nemendur lögðu stund á leikfimi, róður, sund, tennis, margskonar útiíþróttir. Byrj- að var að kenna skilmingar, sem mun vera ný íþrótt hér á landi. Með byrjun maí hefst húsmæðra- námsskeið og stendur í sex vikur. Hægt er að taka 36 nemendur og hafa fleiri sótt um en rúm er fyrir við kennsluna. í byrjun júní heist húsmæðranámsskeið og á að standa i 10 daga. Ungfrú Kristín þorvalds- dóttir verður aðalkennari við þau námsskeið. Seinnihluta maí og nokkuð fram í júní stýrir þórður Kristleifsson námsskeiði fyrir söng- kennara og söngfólk. Auk þess eru líkur til að Ragnar Ásgeirsson stýri þar garðyrkjunámsskeiði í vor. Ný- lega hefir samist um milli stjórnar Laugarvatnsskóla og Búnaðarfélags íslands, að Ragnar flytji þangað austur, 'og starfræki þar gróðrarstöð og starfi að garðyrkjukennslu. Sam- hliða því mun hann þó halda uppi nokkurri fyrirlestrakennslu úti um land að vetrinum, eins og hingað til. Einar Einarsson kaupmaður í Grindavík varð sex- tugur að aldri 16. apríl s. 1. Hann hefir verið óvenjulegur brautryðj- andi í sinu héraði. Munu hér nefnd nokkur þau dæmi, sem gestir veita helzt eftirtekt þeir er til Grindavík- ur koma. Einar beitti sér fyrir því Sama ár var engin snúningsvél notuð í þessum sýslum, en um þær gildir hið sama og um rakstrarvél- arnar, þótt ekki sé i jafn ríkum mæli. þær geta verið til mikils verkaléttis og notkun þeira styður drjúgum að góðri nýtingu eins og allt sem flýtir fyrir við heyþurkun- ina og gerir hana auðveldari. þótt það skorti því miður skýrsl- ui' um heyvinnuvélaeign bænda annarsstaðar á landinu en á Suður- landsundirlendinu, má vafalaust gera ráð fyrir að hún sé hlutfalls- lega ekki meiri annarsstaðar. Sam- íara aukinni og bættri ræktun er því aukin notkun heyvinnuvéla mjög álitlegt úrræði ti) þess að auka afköst þeirra sem að heyönnum vinna, og getur stuðlað mjög mikið að því, að tryggja góða nýtingu heyjanna frá því sem nú er. Um- bætur í þessa átt, viðleitni og leikni í því að íiafa vélanna sem mest og drýgst not, mun smáfærast í auk- ana á næstu árum, svo miklu muni fyrir bændastéttina. það er í allu staði eðlilegt, að hingað til hafa bændur ekki notað til muna aðrar heyvinuvélar en sláttuvélar. það hefir staðið nokkuð á því að fá rakstrar- og snúningsvélar, er væru þeim jafn nothæfar. Nú er ráðin á- gæt bót á þvi um rakstrarvélamar. Notliæfi þeirra rakstrarvéla, sem nú eru fáanlegar, er orðið það mik- ið, að útbreiðsla þeirra er jafn sjálf- sögð eins og sláttuvélanna. Um snúningsvélarnar má segja, að enn séu þær ekki eins álitlegar, en þó svo, að notlcun þeirra sé fyllilega réttmæt víða, og að þeim muni fljótt fjölga, er hafi þeirra góð not. Vafalaust stendur gerð þeirra og val líka enn til bóta. Samhliða heyvinnuvélunum og að lagður var akvegur þvert yfir Reykjanesskaga frá Amarstapa að Grindavík, mest yfir hraun, sem áð- ur var illfært um. Komst á sam- komulag í þorpinu með hans forsjá að hlutur væri tekinn af hverjum bát í veginn, unz hann yrði fui- ger. Meðan veglaust var fra Grinda- vík til Reykjavíkur tók sú ferð tvo daga, en nú tvo klukkutíma. A sama hátt er nú verið að k’oma upp vandaðri steinbryggju fyrir báta Grindvíkinga. Taka bifreiðar nú afl- ann við bátshlið, en áður varð að bera fiskkippurnar úr flæðarmáli yf- ir liraungrýtið í lendingunni. Á sama hátt hefir Einar kaupmaður verið í fararbroddi um samtökin til að koma upp læknissetri í Grinda- vík, án styrks frá ríkinu og stutt kvenfélagið til að koma upp hinu á- gæta og vandaða samkomuhúsi. Auk þess hefir Einar vafalaust verið mikill styrktarmaður sonar síns, sem komið hefir á stofn hinú stærsta og blómlegasta hænsnabúi á landinu. Ef allir þeir, sem verzla með fisk og salt við sjómennina í Gullbringusýslu, hefðu lagt sig jafn- mikið i framkróka til að efla fé- lagslega heill sýslubúa, þá myndi margt vera betur búið í haginn fyrir almenning suður þar heldur en raun ber vitni um. En því meiri á- stæða er til að þakka þeim manni, sem mikil og gagnleg verk hefir unnið héraði sínu, eins og Einar kaupmaður í Grindavík. ----O----- Fuglinn í fjörunni, annað bindi að skáldsögu Halldórs Kiljan Lax- ness: „þú vínviður hreini”, er ný- komið út, að tillilutun menntamála- ráðsins og á kostnað þess. Höf. hef- nothæfi þeirra, er ástæða til að minnast á heyskúffurnar sem fjöldi bænda nota sér til mikils verka- sparnaðar, og sem á sumu landi greiða mjög mikið fyrir góðri nýt- ingu. í sumum landshlutum eru þetta allcunn verkfæri en í öðrum eins og t. d. víðast á Suðurlandi, eru þær nær ókunar og ekki notað- ar, þótt ef til vill sé hvergi meiri á- stæða til að nota þær en einmitt í sumum sveitum sunnanlands. Hér er möguleiki sem óafsakanlegt er að nota ekki, því kostnaðurinn við að koma sér upp heyskúffu er svo hverfandi lítill, að enginn þarf að setja hann fyrir sig. priðja úrræðið, sem hugsanlegt er eru umbætur á aðferðinni við venju- lega heyþurkun, þ. e. a. s. þá þurk- un, þar sem treyst er á vind og sól, en það er og kunnugt, að er sú heyverkunaraðferðin, sem lieita má einráð hér á landi og í felstum löndum. Vinnuaðferðirnar við þessa þurkun geta þó verið mjög mismun- andi, allt frá því að láta þorna i ljánni án þess að lireyfa heyið frá því að það er slegið og þangað til því er rakað saman fullþurru, og til þess að þurka það á hesjum eins og t. d. Norðmenn og Svíar gera mjög mikið að. Vind- og sólþurkun liefir hér á landi ætið verið þannig framkvæmd að lieyið liefir verið sem næst full- þurkað flatt á jörðinni og svo venjulega látið jafna sig og full- þorna í minni eða stærri sætum, áður en það er flutt í hlöðu eða sett saman. Sennilega eru möguleik- ar fyrir hendi til þess að bæta þessu aðferð. í sambandi við rakstrarvél- arnar var bent á það hversu notkun þeirra gerði miklu auðveldara um vik að raka saman hálfþuru heyi ir lesið nokkra kafla úr bók þessari í útvarpið í vetur. það er margra mál, að sumar aðalpersónur sög- unnar beri talsverðan keim nokk- urra manna í Rvík, sem talsvert eru þekktir nú sem stendur. Mun það ekki draga úr útbreiðslu bókar- innar. Útkoma þessa blaðs hefir dregizt talsvert, vegna flutninga prentsmiðj- unnar, og eru kaupendur beðnir vel- virðingar á því. Næsta blað kemur út á venjulegum tíma. Prentsmiðjan Acta er flutt á Laugaveg 1 (sbr. augl.). Framsóknarfélag Rvíkur heldur fund annað kvöld. (Sbr. augl.). Til Strandarkirkju hafa Tímanum verið afhent tvö áheit, samt. 120 kr. Vorskóli vérður starfræktur við Austurbæjarskólann í Reykjavík frá hvítasunnu til júníloka næstkom- andi. þar verða tekin til kennslu börn frá fjögra ára aldri til þrettán ára, þrjár stundir daglega, og verð ur kennt bæði úti og inni. Aðal- kennarí vorskólans verður Jón Sig- urðsson, yfirkennari Austurbæjar- skóla, en hann hefir hvað eftir ann- að kynnt sér skólastarfsemi erlend- is, einkum smábarnakennslu. Með honum kenna nokkrir valdir kenn- arar við vorskólann. Útlit er fyrir, að bæjarbúar ætli að meta skóla- starfsemi þessa að verðleikum, því að umsóknir drífur að skólanum. — Við Austurbæjarskólann verður og framhaldsnámsskeið, þar sem unglingar verða búnir undir inn- tökupróf í menntaskóla og gagn- fræðaskóla. Sigurður Thorlacius skólastjóri liefir aðalkennslu ó námsskeiðinu. og forðast að það rigni flatt. þetta er mjög mikilsvert atriði, því sá tvíverknaður sem af því leiðir að smásæta eða stórgarða hálfþurkað hey, fæst margborgaður í minna efnatapi og meiri heygæðum. þetta er svo alkunnugt, að ekki þarf um það að ræða. Ástæðan til þess að bændur hafa ekki breytt vel eftir því sem bezt er talið í þessum greinum, hefir. aðallega verið vönt- un á liraðvirkri aðferð og tækjum til að ná heyinu saman. Nú eru þau fengin með rakstrarvélunum. Um leið á heyverkunin að batna aö þessu leyti. Einstöku menn hafa verið að reyna hesjuþurkun. Ég tel mjög ó- líklegt að hún komi að neinu al- mennu liði hér ó landi við þurkun venjulegs heys. Ber aðallega þrent til þess. Sú aðferð krefst æðimikils aðkeypts efnis, sem gengur fremur fljótt úr sér, efniskostnaður við hesjunina þvi tilfinnanlegur. Okkar töðugresi er yfirleitt stuttvaxið og tollir þvi illa í hesjum, kemur það sér mjög illa, því þriðja vandkvæðið á notkun þeirra er hve venjulega er vindasamt um sláttinn eins og á öðrum ái'stímum, er því mjög hætt við að liey vilji fjúka úr hesjunum og þær aflagast, en það er því hætt- ora við þessu sem grasið er styttra og liggur ver í hesjunum. Eigi að síður er ekki vonlaust um að hesju- þurkun geti orðið að liði við þurlc un grænfóðurs og grófs sáðgresis. í sumum hinum votviðrasamai i fylkjum Bandaríkjanna er notuð sú aðferð við heyþurkun er ég tel rétt að lýsa nokkuð nánar, ag hvetja til að verði reynd hér sem fyrst. Að- ferðin er í stuttu móli þessi: Eftir að taðan er slegin, er grasið lótið liggja óhreyft í múgunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.