Tíminn - 28.05.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.05.1932, Blaðsíða 1
©)aíb£eti 09 afgrci&slumafcur Címans et KaiinDeÍQ porsteinsðóttir, Ccrfjargötu 6 a. JSeyfjaDÍf. Wr 'W <W 'W ^ 2^fgteiböía C í m a n s cr i Casfjargðtu 6 a. ®pin ðagiegorfL 9—6 Sírili 2333 XVI. árg. Reykjavík, 28. maí 1932. 22. blað. Brél forsætisráðherra til Alþíngís Lesið npp af forsetum þingdeildanna á fundum í gær. Þar sem ég get ekki sjálfur sótt þingfundi þessa dagana, vildi ég biðja hæstvirta forseta að lesa af minni hálfu í byrjun þingfundar í dag eftirfarandi: Tilkynning frá forsætisráðherra: Síðastliðinn föstudag, þá er verðtollsfrumvarpið, önnur nauðsyn- leg skattafrumvörp og sparnaðarfrumvarpið voru á dagskrá efri deildaiyvar því yfir lýst afdráttarlaust af formanni Sjálfst-æðisflokks- ins, að þingmenn flokksins í deildinni mundu greiða atkvæði móti þessum frumvörpum, nema því að eins, að fyrir lægi sú lausn á kjör- dæmaskipunarmálinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn teldi við unandi Hann lýsti því ennfremur yfir, að aðstaða flokksins yrði hin sama gagnvart fjárlagafrumvarpinu fyrir komandi ár. Þingmaður Alþýðu- fiokksins í efri deild lýsti því og yfir afdráttarlaust, að hann mundi greiða atkvæði gegn nefndum frumvörpum og fjárlögunum. Þar eð Sjálfstæðismenn og Jafnaðarmenn til sarnans ráða yfir réttum helm- ingi atkvæða í efri deild, lá það þannig fyrir að þessu sinni, að skatta- frumvörpin og sparnaðarfrumvarpið yrðu felld, ef til atkvæðagreiðslu kæmi. Frestaði þá forseti atkv.gr,>samkvæmt ósk minni. Síðan hafa verið gerðar mjög ítarlegar tilraunir til þess að fá þá lausn á kjördæmamálinu, sem flokkarnir gætu orðið ásáttir um. Af hálfu beggja aðila hefir komið fram vilji um að leysa málið. Eigi að síður hafa samningatilraunir ekki borið fullnægjandi árangur og ég tel fullreynt, að lausn málsins fáist ekki við mína. forystu. Liggur það því fyrir, að núverandi stjórn er þess ómáttug að fá þá afgreiðslu mála á Alþingi, sem gerir henni mögulegt að reka þjóðarbúið, eins og þörfin krefur nú. Eru nú tveir kostir fyrir hendi: Annar er sá að láta hart mæta hörðu. Láta fram koma í verki það, sem nú liggja fyrir yfirlýsingar um. Skattafrumvörpin, sem nauðsynleg eru til rekstrar þjóðarbúsins, sparnaðarfrumvarpið og fjárlögin, yrðu þá felld með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðismanna og Jafnaðarmanna í efri deild. Því næst yrði borin fram tillaga um þingrof og stofnað til nýrra kosninga þegar. Þennan kostinn mun ég ekki taka. Ber til þess margt, en eink- um það þrennt, sem nú skal talið: 1. Ég tel, að íslenzku þjóðinni stafaði af því mikil hætta út á við, einkum nú, ef frá henni bærust nú þær fregnir, að felld hefðu verið í þinglokin nauðsynleg skattafrumvörp, sparnaðar- ráðstafanir og fjárlög. Ég hygg, að slík auglýsing um sundr- ung meðal íslendinga á hinum allra alvarlegustu tímum, mundi hafa í för með sér mikinn álitshnekki fyrir þjóð vora. Um viðskipti ríkissjóðs í öðrum löndum, peningastofnananna og fyrirtækja einstaklinga og félaga, hygg ég, að slík tíðindi af Islandi gætu, eins og nú á stendur, haft mjög alvarleg áhrif. 2. Þá er annars meiri þörf nú en að kasta þjóðinni út í harð- snúna baráttu inn á við um hið allra viðkvæmasta mál — væri þess nokkur kostur, að fá hinu heldur til vegar komið, að sameina þjóðina til varnar gegn hinni ægilegu kreppu. 3. Loks má geta þess, að ég tel það með öllu fyrirfram vitað, að eftir nýjar kosningar væri aðstaðan á Alþingi öldungis hin sama og nú er um aðalatriðið. Framsóknarflokkurinn getur ekki unnið svo mikið á við kosningarnar, að hann geti náð meiri hluta í efri deild, eins og háttað er kosningu til hennar. Jafnvíst er hitt, að Sjálfstæðisílokkurinn og Jafnaðarmanna- flokkurinn geta ekki unnið svo mikið á við kosningar nú, að þeir geti komið fram vilja sínum í kjördæmaskipunarmálinu gegn vilja Framsóknarflokksins. Nýjar kosningar nú mundu því engan veginn nálægja lausn vandamálanna. Eftir að þjóðin hefði beðið mikið tjón og álitshnekki út á við, og hörð og illvíg barátta farið fram innanlands, stæðum við alþingismenn fyrirsjáanlega aftur í hinum sömu sporum um að leysa mál alþjóðar. Ég varð því að telja það gagmstætt þörf þjóðarheildarinnar, að láta nú hart mæta hörðu og ganga til nýrra kosninga án lausnar á k j ördæmamálinu. Þar sem ég hinsvegar tel, að líkur geti verið til, að fengizt gæti til annar, sem gæti náð samkomulagi um einhverja þá lausn málanna, sem gerði mögulegt það samstarf á Alþingi, sem nauðsynlegt er, til þess að geta reltið þjóðarbúið á þessum erfiðu tímum og varið og stutt atvinnulífið í landinu, eftir því sem föng eru frekast til — þá tel ég mér skylt að víkja sæti úr því embætti, sem ég nú hef gegnt um hríð, til þess að til þrautar yrði reynt, undir forystu ann- ars, að fá þá lausn fjármálanna, sem alþjóðarheill krefst. Þess vegna hefi ég tekið upp hinn kostinn, með einróma sam- þykki Framsóknarflokksins. Ég hefi símað konungi lausnarbeiðni fyr- ir mig og ráðuneytið, og vænti svars um hæl við þeirri beiðni. Um leið og ég tilkynni þingheimi þetta, vil ég beina þeirri á- skorun til okkar allra þingmanna, að við berum nú gæfu til, hvað sem líður því, sem virðast hagsmunir einstakra flokka í bili, að snúast til eins samþykkis um þær ráðstafanir, sem þjóðarheildin nú ekki getur án verið. Til þess vil ég leggja fram' mína krafta, eftir því sem þeir hrökkva til. Tryggvi Þórhallsson (sign.). Banatilræði íhaldsins við þjóðskipulagið i- 1 Alþingi hefir nú setið í 104 daga. Almenningur um land allt er orðinn óþolinmóður, sem von er, yfir slíkri þrásetu og eftir- væntingarfullur um afdrif þeirra mála, sem úrlausnar bíða. Að- þrengd alþýða til sjávar og sveita gjörist langeygð eftir úr- ræðum, sem taki af sárustu brodda kreppuvandræðanna. Hún bíður með óþreyju heimkomu fulltrúa sinna á Alþingi, til þess að fá af þeim fregnir um við- horf þjóðfélagsins út á við og inn á við í hinum ýmsu vanda- málum. En hvað veldur þá því, að svo treglega hefir gengið um þing- störfin og að svo mjög hefir lengst seta þingsins, sem raun er á? Almenningur á kröfu til að vita, hvernig á þeim óhæfilega drætti stendur og að ljóst séu fram lögð og skýrt til hlítar þau miklu áhyggjuefni, sem að hönd- um hafa borið, og sá vandi, sem á þjóðinni hvílir um löggjafar- málin eins og sakir standa.Margt af því, sem nú verður talið, er- að vísu kunnugt áður í einstök- um atriðum, en yfirlit um þessi mál í einu lagi, mætti þó verða til skilningsauka á þeim atburð- um, sem orðið hafa. l II. Framsóknarflokkurinn fer með meirahluta atkvæða á Alþingi og ber þar af leiðandi þingræðis- lega ábyrgð á stjórn landsins. Meirihlutinn er til orðinn í fullu samræmi við gildandi stjórn- skipunarlög landsins. Um það þarf ekki að deila, að þótt á- greiningur kunni að vera um þau lög, þá ber að hlýða þeim eins og öðrum lögum, meðan þau eru í gildi. En eins og nú háttar, vill svo til, að meirihlutinn á Alþingi getur ekki út af fyrir sig ráðið úrslitum mála á þinginu. Skipt- ing þingsins í deildir og regl- urnar um skipun deildanna hafa það í för með sér, að minnihluti þingsins getur fengið aðstöðu til að stöðva öll mál í efri deild. Þessa aðstöðu hefir minnihlut- inn nú. Andstæðingar Framsókn- arflokksins geta með jöfnum at- kvæðum (7 gegn 7) lrindrað framgang mála, sem hafa yfir- gnæfanda meirahluta í fjölmenn- ari deildinni og einnig méira- hluta í báðum deildum saman- lagt. Eins og nú háttar, eru tvær tegundir mála, sem óhjákvæmi- lega verða að fá afgreiðslu á hverju Aiþingi. Séu þessi mál ekki afgreidd á þinginu er ekki hægt að stjórna landinu. Fyrra og meira atriðið eru fjárlögin. Séu fjárlög ekki sam- þykkt, hefir stjómin ekki vald til að láta fram fara neinar út- borganir úr ríkissjóði. Öll ríkis- starfsemin verður þá að leggjast niður. Þá er ekki hægt að greiða starfsmönnum ríkisins laun. Þá er ekki hægt að framfylgja lög- um eða yfirleitt inna af hendi neinar af skyldum þjóðfélagsins gagnvart borgurunum. Ef engin fjárlög eru til, er þjóðskipulagið í raun og veru afnumið um stundarsakir og þjóðfélagið leyst upp. Hitt atriðið eru tekjur ríkis- ins. Tekjulöggjöfinni er nú þann- ig háttað, að allverulegur hluti teknanna er innheimtur eftir lög- um, sem aðeins gilda frá ári til árs. Ástæðan til þess, að þessir tekjustofnar hafa ekki verið var- anlega lögfestir, mun vera sú, að staðið hefir til árum saman, að gjöra heildarskipun um, á hvern hátt ríkissjóður skuli fá tekjur sínar. Hallast í því máli ýmsir að óbeinum sköttum en aðrir að beinum sköttum að meira eða minna leyti. Séu þeir tekjustofnar, sem hér er um að ræða, ekki fram- lengdir frá ári til árs eða aðrir settir í staðinn, geta tekjurnar á engan hátt hrokkið fyrir gjöld- unum. Stjórnin getur þá ekki farið eftir fyrirmælum fjárlag- anna. III. Það hefir' jafnan verið þegj- andi samkomulag milli flokkanna að afgreiða fjárlögin frá þing- inu, hvað sem öðrum ágreinings- málum hefir liðið. Fulltrúar flokkanna starfa að jafnaði sam- an í fjárveitinganefndum þings- ins og skila sameiginlegum nefndarálitum. Vitanlega grein- ir oft á milli flokka um einstak- ar fjárveitingar, en samþykkt fjárlaganna í heild er þrátt fyrir það talin sjálfsagt mál, af því að allir vita, hvað við liggur. Því ber þó eigi að neita, að vel má hugsa sér svo róttækan á- greining um einstök atriði fjár- lagafrumv. sjálfs, að þingflokkur sjái sér ekki fært að leyfa þeim að ganga fram með því að sam- þykkja fjárlögin. Slík dæmi eru og til frá þingum annara þjóða. I Danmörku voru t. d. felld fjárlög vorið 1929. En það var af því, að flokkana greindi á um mikilsvert atriði í fjárlögun- um sjálfum — gjöldin til hers og flota. Fjárlögin voru felld í fjölmennari deildinni — Fólks- þinginu — með meirahluta at- kvæða, en ekki neitunarvaldi minnahluta. Stjórnin rauf þingið og beið ósigur í kosningunum. Hinn nýi þingmeirihluti afgreiddi ný fjárlög og tók á sig ábyrgð- ina. Eins og áður er fram tekið, haf a st j órnarandstöðuf lokk- arnir, íhaldsmenn og jafnaðar- menn, nú á þinginu, beitt neit- nnarvaldi sínu í efri deild, til þess að hindra afgreiðslu ' f j ár- laganna. Formenn beggja flokk- anna hafa gefið opinberar yfir- lýsingar þessu viðvíkjandi. Að öðru leyti er aðstaða þess- ara tveggja flokka nokkuð mis- jöfn. Jafnaðarmenn hafa lýst yf- ir því, að þeir felldu fjárlögin vegna þess að þeir teldu frum- varpið eins og það nú er, ekki vera svo úr garði gjört, að þeir geti fellt sig við það. Sérstaklega Forsætisráðherra, Tryggvi Þórhallsson, hefir verið rúmfastur síðara hluta vikunnar. Kenndi hann sjúkleika þess, ei hann hefir verið haldinn ai stundum áður nú síðustu árin, en leið þó vel eftir atvikum er blaðið fór í prentun í dag. Lausnarbeiðni fyrir ráðuneytið var símuð konungi í gær. Ei nánari grein gjörð þeirrar lausp arbeiðni í tilkynningu forsætis ráðherra, sem lesin var á Alþingi í gær og birtist hér í blaðinu í dag. hafa þeir krafizt þess, að meira fé væri ætlað til verklegra fram- kvæmda og atvinnubóta, en rík- isstjórnin sá sér fært að leggja til eins og fjárhagsafkoma þjóð- arinnar nú er. I öðru lagi neita þeir að ganga inn á framleng- ingu verðtolls og gengisviðauka, af því að flokkurinn sé slíkri tekj úöflunaraðf erð raunveru- lega mótfallinn. Er sú aðstaða að vísu hæpin, þar sem jafnað- armannaflokkurinn hefir áður á Júngum greitt atkvæði með þess- um sömu tekjulögum. En það ber að viðurkenna, að þó að af- staða jafnaðarmanna sé í mesta máta óbilgjörn og beri vott um litla ábyrgðartilfinningu, þá sé hún ekki allskostar fordæmanleg og a. m. k. ekki beinn fjand- skapur við þjóðfélagið, þar sem ágreiningur er um málið sjálft, sem um er að ræða. En um afstöðu íhaldsflokksins og meðferð hans á neitunarvald- inu, stendur sérstaklega á. Fram- koma þess flokks er algjörlega fordæmalaus í þingsögu ísknds og yfirleitt þeirra þjóðfélaga, sem tekið hafa upp friðsamlega lausn opinberra mála. Neitun íhaldsflokksins byggist ekki á því, að ágreiningur sé frá hans hendi um sjálf fjárlög- in í neinum verulegum atriðum. Fjárveitinganefndir beggja deilda, sem skipaðar eru full- trúum Framsóknarflokksins og íhaldsmanna, hafa að þessu sinni eins og endranær afgreitt fjár- lagafrumvarpið sameiginlega og án ágreinings. Um tekjulöggjöf- ina, verðtollinn og gengisviðauk- ann, er það að segja, að hún er á engan hátt í ósamræmi við stefnu íhaldsflokksins og meira að segja orðin til meðan sá flokkur var við völd, og fyrir til- mæli og atbeina núveranda for- manns íhaldsflokksins. Þetta er það fordæmalausa og óverjanlega í framkomu íhalds- flokksins nú á þinginu. Flokkur- inn er samþykkur bæði fjárlög- unum og framlengingu tekjulög- gjafarinnar. Þrátt fyrir það svífist hann þess ekki, að beita neitunarvaldi sínu í fámennari deildinni, til að banna löglega samþykkt þessara mála, sem hann sjálfur er samþykkur! Ástæðan, sem formaður íhalds- flokksins hefir fært fram fyrir þessu dæmalausa atferli, er sú, að ekki hafi fengizt sú afgreiðsla á kjördæmamálinu, sem hann óskar eftir. Flokkurinn hefir þar ineð gjört það alþjóð opinbert, að hann neiti að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni (eins og þingmönnum er boðið í stjórnar- Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.