Tíminn - 09.07.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.07.1932, Blaðsíða 2
112 TÍMINN Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri neyti en heima, ef fyrirkomulagið reynist vel. Við 6. Síðasta tillagan byggist á því, að einatt er hér talsvert af þurfamönnum, sem eru þurfamenn vegna þess að þeir hafa ekki alveg fullkominn vinnukraft, og fá því síður vinnu hér í bænum. Ýmsir eru og á fátækraframfæri vegna þess, að hér í bænum hafa þeir gjörzt óreglumenn o. s. frv. Margt af þessum mönnum, sem vill vinna en fær ekki vinnu, vill gjarnan komast í sveit og vinna þar að bú- skap. En sá er ágallinn á því, að þeir sem hér hafa lifað við örbyrgð um tíma komast ekki héðan. Til þess að búa þarf jarðnæði og áhöfn. Ýmsir leita sér þá eftir jarðnæðum, dýrum og meira og minna óhent- ugum og bærinn hefir þá stundum stutt þá til byrjunar. Flestum hefir tekizt illa vegna þess, hvernig til búskaparins hefir verið stofnað. Framtíðarbúskapurinn er þannig, að sveitaþorp munu myndast á bezt ræktanlegu svæðunum og kringum hverasvæðin. Reykjavík á að stofna þannig hverfi austanfjalls fyrir nokkuð af þurfamönnum sínum. það á að hreinsa út úr kjallaraholunum fjöi- skyldurnar, sem búa við vanheilsu, sumar eingöngu vegna þess, að þær búa í lélegum húsakynnum. þótt bygðir væru sæmilegir sveitabæir, mundi húsaleigan verða stórum lægri en sú leiga, sem bærinn greið- ir nú fyrir kjallarana og lélegu í- búðirnar. Llfsnauðsynjar, svo sem mjólk o. fl., er helmingi ódýrara austur í sveit en hér, upphitunin kostar ekkert, ef valið er hverastæði. þótt þurfamennimir gjörðu ekki neitt, væri miklu ódýrai-a að fram- færa þá þar en hér og umskiftin mundu verða þeim sjáifum og börft- um þeirra tii mikils ávinnings. En auk þess gæti fjölskyldan unn- ið þar að framleiðslu við garðrækt, kvikfjárrækt eða annað sem hent- ugra þykir. Við erum ekki í neinum vafa um það, að fjöldi þurfamanna mundi þannig vaxa upp í það, að sjá fyrir sér sjálfur. Við erum og viss um, að þeir þurfamenn yrðu æði margir, sem óskuðu að flytja héðan í slíkt sv.eitaþorp. Aðaibjörg Sigurðardóttir. Hermann Jónasson. Tillögum þessum hefir íhaldið tek- ið mjög fálega. Reyndar er íhald- inu Ijóst eins og öllum bæjarbúum að ein aðalástæðan til hinnar þungu útsvarsbyrði bæjarins er fátækra- framfærið. þessvegna tók ihaldið sig til í vetur og lækkaði matpeninga þurfamanna úr krónu á dag niður í 80 aura og þann veg vill íhaldið ná lækkun, sem verður mjög lítilshátt- ar, þar sem hún aðeins nær til mat- • peninganna, og með þessu er held- ur engin trygging fyrir því að þurfa- mennirnir fái nóg. Tillögur Framsóknarfulltrúanna eru hinsvegar þannig, að þær ná þar tvennu í senn: Að gera framfærið öruggara fyrir þurfamenn sjálfa, en ná um leið stórfelldri lækkun á fá- tækraframfærinu með bættu íyrir- komulagi og lækkun á húsaleigu og vöruokrinu, sem framkvæmt er A þurfamönnum og öðrum hér í bæn- um. þegar á þetta var minst, þegar átti að skerða húsaleiguna og verzl- unargróðann, var sem komið væri við hjartað í íhaldinu og sagði það þá til sín sem oftar, að íhaldsflokk- urinn er ekkert annað en hópur manna, sem hangir saman á því, að hann finnur sameiginlega hags- muni í því að vemda gegnum þykkt og þunnt rangfenginn gróða af húsa- leigu, verzlun eða á annan hátt. Ef íhaldið sér gróða sinn í hættu, verða hagsmunir bæjarfélagsins ætíð að víkja. ■ --O'— Dánarfregnlr. Nýlátinn er hér i bænum Björn Ólaiur Gíslason, fyrv. framkvæmdarstjóri Fiskveiðahluta- félagsins Kári. — Daví8 þorvaldsson rithöfundur lézt hér á Landsspítal- anum eftir all-íanga legu. — Hafði hann stundað nám við háskóla í París. Var Davíð liðlega þrítugur er hann lézt. Hann var Eyfirðingur að ætt. það hygg ég víst, að enginn sá atburður hafi orðið á Siglufirði síð- an snjóflóðið mikla vorið 1918, sem jafn djúp áhrif hafi haft á alla bæjarbúa og hið óvænta og skyndi- lega fráfall Guðmundar Skarphéð- inssonar skólastjóra. Ber til þess fleii'a en eitt. Fyrst sá óhugur, sem ætíð fylgir þeim sviplegu atburðum, er engin fullnægjandi skýring fæst á. Hann gengur heimanað frá sér kl. 10 um morgun þ. 29. júní, hress og í engu brugðið að því er heim- ilisfólki hans virtist. Ýmsir menn hitta hann á götum bæjarins og nokkrir hafa tal af horaim á mis- munandi tímum fram um hádegi, en svo allt. í einu er hann horfinn og engin ótvíræð merki þess lxægt að finna með hv.erjum atburðum það hafi orðið, þrátt fyi'ir mjög ít- arlega leit dag eftir dag. Ofui’lítil bending liggur reyndar fyrir um að liann hafi ætlað að mæla dýpi við bryggju og er þá eina sennilega til- gátan sú, að honum hafi skyndilega orðið illt og þá fallið í sjóinn. Verð- ur það því skiljanlegra, sem kunn- ugt vai’, að hann hafði í mörg ár kennt hjartaveilu og læknir lxafði varað hann við mikilli áreynslu og snöggi’i geðshræringu, en livorugt gat hann forðast sem skyldi, enda var hann að upplagi hinn mesti kappsmaður. Ég býst við, að enginn vanda- lausra hafi þekkt Guðmund Skarp- héðinsson betur en ég. Hann var 13 ára, þegar ég kom fyrst til Siglu- fjarðar og tók hér við skólastjóm haustið 1909. Var hann nemandi minn í 3 vetur, fyrst í bárnaskól- anum og svo í unglingaskólanum, og var jafnan tíður gestur á heirn- ili mínu, þangað til hann fór í kennaraskólann. Hann tók við skóla- stjóm af méi' haustið 1918 og höf- um við ætíð haft mikið saman að sælda síðan, þar eð ég hefi jafnan verið prófdómari við skólann óg lengst af s.etið í skólanefnd. Mun ég nú, er mig langar til að leggja lítið laufblað á hvíluiúmið hans ó- kunna, segja það eitt um hann, er ég veit sannast og hvei-gi lofa hann um of. . Mér er allra kæi’ast að minnast Guðmundar Skai'phéðinssonar á bemskuárunum. Litill var hann fremur og seinþroska fram eftir aldri, en sviphýr og síkvikur, fremstur í flokki í öllum leikjum, logandi af áhuga í tíniunum, ætíð boðinn og búinn til- að rétta hjálp- arhönd og með afbrigðum samvizku- samur við náiriiö. Skólasystkini' hans frá kennaraskólanum hafa boi'ið honum hið sama. Hafa þau einkum í'ómað hjálpfýsi hans. — Stærðfræðin var hans kærasta námsgrein og sú, er honum lét bezt. Til sannindamerkis um álit, það er hann naut fyrir stærðfræði, hefir ein skólasystir hans sagt mér spaugsyrði, er stærðfræðikennarinn lét eitt sinn falla í tíma. Hann hafði lagt óvenjulega þungt dæmi fyrir bekkinn, en segir svo: „þetta dæmi er nú annars allt of þungt fyrir ykkur, þið getið víst ekki reiknað það. Guð almáttugur kæm- ist varla út af því, en það kynni að vera að Guðmundur Skarpahéðins- son gæti það“. Að sögn skólasyst- kinanna lcomst sá vani á í kenn- araskólanum, að þeir sem áttu eitt- hvað örðugt með stærðfræðina, snéru sér jafnan til Guðmundar og var hann ætíð fús til að reikna með þeim, og varð það að síðustu svo tímafi’ekt, að hann varð að meira \ eða minna leyti að nota næturnar ! til lesturs fyrir sjálfan sig. Svo var samvizkusemi hans mikil, að hann 1 lagði ætíð mest á sig við þær náms- i greinir er honum voi'u örðugastar. Honum var aldrei sýnt um málfi’æði né að tala eða rita fagra íslenzku. Mun þar mestu hafa valdið mál- j spilling sú, er hann ólst upp við. Var um þær mundir fjöldi Noi'ð- ! manna hér, einkum á sumrin og blandaðist málið þá mjög. Fann Guðmundur sárt til þess og lagði kapp á að lagfæra. Á ég enn nokk- ur bréf, er hann ski'ifaði mér meðan 1 hann var í kennaraskólanum og seg- ir hann meðá annars í einu þeii’ra: „Vei’st þykir mér livað íslenzkan er mér allt af erfið. Skyldi ég alla æfi eiga að gjalda hrognamálsins, sem 1 ég vandist á að tala við Norðmenn- ina þegar ég var kraklii? Ég reyni samt af fremsta megni að laga þetta, og geri mér að reglu, að lesa nokkra kafla í Islendingasögunum á hverjum degi, t.il þess að læra af þeirn málið“. Vel mun Guðmundur hafa vei'ið metinn hjá kennurum sinum og gaf séra Magnús Helgason honum ágæt- ismeðmæli, er hann sótti hér um skólann. Var lionum og einkar hlýtt til allra kennai’a sinna, þó hann minntist þeh’ra tveggja, séra Magn- úsar Helgasonar skólastjóra og Jón- asar Jónssonar fyrv. dómsmálai'áð- herra með mestum kærleika og að- dáun. Minnist ég þess, að hann átti tal við mig alveg nýlega um Jónas Jónsson og sagði þá: „Hann er einn af þeim fáu mönnum, sem maður getur alltaf treyst". Áhugasamur var Guðmundur um að fyjgjast vel með og kynna sér nýjungar í skólamálum. Fór hann tvisvar utan í því skyni, í tyri’a skiptið til Sviþjóðar og dvaldist þar þá vetrai'Iangt og heimsótti ýmsa skóla, 1 síðara skiptið til þýzkalands. Guðmundur Skarphéðinsson ávann sér hvarvetna ti-aust strax á unga aldi-i fyrir dugnað og reglusemi, og hafði mikil áhrif á aði-a unga menn hér í bænum í því efni. 19 ára gam- ali stofnaði hann tóbaksbindindisfé- lag með möi’gum unglingum og börnum. Var hann alla tíð formaður þess. Stai’far það enn til hins mesta gagns, enda eru reykingar meðal bama hér næsta fátíðar. Ungmenna- félag stofnaði Guðmundur voi’ið sem hann útskrifaðist af . kennai’askólan- um. Starfaði það af miklu fjöi’i fyrst framan af, eða meðan hann veitti því forstöðu. Formensku hefir hann haft í ýmsum öðrum félögum: verkamannafél., sjúlcrasamlaginu og sldðafélaginu. Var hann ætíð hinn mesti áhugamaður um allar íþrótt- ir. Gekkst liann t. d. fyi'ir því, að fá hingað norskan skíðakennara, sem síðan hefir kennt á ýmsum stöðum hér á landi. Skólabörnin hvatti hann mjög til skíðagöngu og fór oft með þeim langar gönguferð- ir út úr bænum. Hans mesta yndi var að ferðast um fjöll og firnindi. Kvaðst hann ekki hvílast og hress- ast neinsstaðar jafnvel og í hreina, tæra fjallaloftinu. Er för þeii’ra Torvö skíðakennai-a og hans í fyrra- vetui', á sldðum suður yfir fjöll, all- fræg orðin. Strax frá æsku virtist það vera svo, að Guðmundur þætti sjálfkjöi*- inn til að stjóma við hvað sem hann fékkst: í leikjum, við vinnu og í félögum. Nítján ára gamall varð hann verkstjói’i á stórri síldarsölt- unarstöð (hjá O. Tynes). Var það þó æx-ið vandasamt, því þar vann jafn- an fjöldi fólks og verkunaraðferðir voru fjölbreyttari þar en víðast ann- arsstaðar. En verkstjórn hans og j góðri reglu var viðbrugðið. Komst svo mikið oi’ð á það, að ég vissi til að ýmsii' aðrir síldarsaltendur lögðu kapp á að fá hann til sín. Guðm. Skarphéðinsson hefir átt sæti í bæjarstjórn Siglufjarðar síð- an 1925 og verið í flestum þýðing- armestu nefndunum. Óhætt ep að fullyrða, að hann hafi verið einna vinsælastur maður í þessum bæ. Eru til þess margar orsakir: reglu- semi hans, háttprýði og félagslund, og þó einkum hjálpsemi hans og ósérhlífni. Var ósérhlífnin reyndar um of, því hann hlóð á sig störfum meira en heilsa hans leýfði, eða hugsanlegt var að noklcur maður gæti afkastað til lengdar sér að skaðlausu. Var þó fjöldinn allur af störfum hans þannig, að hann þá engin laun fyrir. Fjármálamaður var hann talinn góður, en minni munu þó tekjur hans hafa verið, en margur hélt, og var mér nokkuð kunnugt um, að hann innheimti lítt skuldir og var manna örlátastur við aðra, þó hann væri sparsamui' við sjálfan sig í öllum daglegum háttum. I-Iaustið 1926 giftist Guðmundur Skarphéðinsson Ebbu Flóventsdótt- ur, ágætri konu. Var heimilislíf þeirra og sambúð hin ástúðlegasta. þau eiga 3 efnilega drengi og er sá elzti ekki 5 ára fyr en í haust. í bænum ríkir nú almennur sárs- auki og söknuður. Hjá æskumönn- unum, sem flestir voru nemendur Guðmundar, hjá öllum hinum mörgu vinum, félögum og samverkamönn- um, hjá öllum, sem notið hafa góðs af hjálpfýsi hans og fórnarlund og þó einkum hjá vandamönnunum. Og allir atburðii’ í sambandi við þetta óvænta hvarf, eru svo sárir og átakanlegir, að það er eins og eitt- hvert eirðarleysi liafi gripið alla, enginn getur baldið kyrru fyrir, tæp- lega fest sig við vinnu, margir sofa lítið. En sárast er þó að koma á heimilið húsbóndalausa, til litlu drengjanna, sem óaflátanlega spyrja eftir pabba, og til konunnar ungu (hún er aðeins 25 ára).. Hún æðrast ekki og stilling hennar er aðdáan- leg, en allan daginn situr hún við sama gluggann og mænir út yfir fjörðinn, þar sem fjöldi báta er á sveimi og alltaf er verið að slæða eftir líki mannsins hennar. Guðrún Björnsdóttir, frá Kornsá. ----0---- Kjöttoiiurinn. Stuttu eftir síðustu áramót barst þáveranda stjórn sú orðsending frá norsku stjórninni, að hún segði upp kjöttollssamningnum svonefnda með þriggja mánaða fyrirvara. Kjöttollssamningurinn frá 1924 er í rauninni enginn samningur, held- ur aðeins samkomulag, bréflega staðfest. Verður því ekki að því fundið þótt því samkomulagi sé sagt upp með svo stuttum fyrirvara. Af hálfu fyrverandi stjórnar var lögð rík áherzla á að fá samninga tekna upp aftur, til viðunandi lausn- ar. Var Sveinn Björnsson sendiherra sendur til Oslóar til samninga. Mun liann liafa beitt allri sinni lægni til að leysa málið. Verður, að þessu sinni ekki vikið að einstökum atrið- um í þeim þætti málsins, en niður- staðan varð aðeins sú, að uppsagn- arfresturinn var lengdur til 1. júlí. Um það bil sem stjórnarskiptin urðu, var síðan borin fram af utan- rikismálanefnd og samþykkt ein- í’óma af sameinuðu Alþingi álykt- unin um uppsögn á verzlunarsamn- ingnum milli íslands og Noregs. Síðan hafa þau tíðindi gerzt, að þeir Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- herra og Jón Árnason framkvæmda- stjóri hafa verið i Osló undanfarna aaga til samningaumleitana. Eru nú fregnir komnar af þeirri bráðabirgðaniðurstöðu, sem orðin er. Samkomulag hefir ekki náðst um kjöttollinn og af íslands hálfu hefir verzlunar- og siglingasamningnum við Noreg verið sagt, upp. En hinsvegar hefir orðið sam- komulag um að samningum verði lialdið áfram og athuguð í heild viðskiptin ríkjanna í milli. Er gert ráð fyrir, að af Norð- manna hálfu komi hingað til samn- inga, tveir menn, með Lyru 25. þ. m., enda tilnefni íslenzka stjórnin jafnmarga menn til samninga á móti. Eru þeir væntanlegir heim laust fyrii' miðjan mánuðinn Ásgeir As- geirsson og Jón Ámason. — Á þessu stigi málsins verður að telja rjett að ræða það ekki ít- arlegar. En að sjálfsögðu mun Tím- inn fylgjast fastlega með rekstri þess. Er það vitanlega vilji allra fslend- inga að geta um allt átt hina beztu sambúð og viðskipti við frændurna fyrir austan hafið, en ekki þótti þetta hlý kveðja nú í kreppunni. En um viðskiptasamninga við Norðmenn stöndum við mjög vel að vígi íslendingar. Höfum við lengi keypt að mun meira af þeim. en þeir af okkur, en hitt er eigi siður alkunna, að margra hlunninda njóta þeir um atvinnurekstur sinn hér við land, en við engra slíkra í Noregi. Loks má á þaS mlnna, að Norð- menn hafa þegar hálft þetta ár notið þeirra hlunninda sem kjöt- tollssamningurinn veitir þeim og munu enn njóta þeirra meðan samn- ingsumleitun er uppi haldið, en bein afleiðing af því virðist sú, að a. m. k. þetta árið njótum við ís- lendingar einnig hlunninda samn- ingsins. Væntum við því hins bezta af komu norsku fulltrúanna. Tr. p. ----O----- Öfugmæli Morgunbl. I langloku Morgunbl. um Lands- reikningana 1930, er fjórði kaflinn aðfinnslur um það, að óinnheimt hafi verið af tekjum ríkissjóðs „rúm- lega 800.000 kr.“ Virðist blaðið leggja álierzlu á að þetta sé nú árangurinn af hinu aukna eftirliti með inn- lieimtum rikissjóðs, sem Framsókn- arstjórnin hafi stofnað til. Sé nú athugað hvað hin óinn- heimtu gjöld ríkissjóðs hafa nuniið miklu í hinum einstöku lögsagnar- umdæmum, þá hafa þau numið í árslok 1930 í: Reykjavík................... 426 077,60 Hafnarfirði.................. 162603,11 Mýra- og Borgarfj.s............ 1541,00 Snæf.ellsn,- og Hnappad.s. 141,50 Dalasýslu....................... 134,94 Bai'ðastrandarsýslu.......... 55 065,05 ísafjarðarsýslu og Isafjarð- arkaupstað................ 53 939,71 Strandasýslu.................... 380,00 Skagafjarðarsýslu............. 102,70 Siglufirði................. 30 226,73 Eyjafjarðarsýslu og Akur- eyri...................... 34 981,11 þingeyjarsýslum.................. 92,89 Neskaupstað................... 4 029,85 Suður-Múlasýslu.............. 12 425,39 Skaftafellssýslum............. 166,20 Vestmannaeyjum.............. 13185,55 Rangárvallasýslu.............. 470,53 Árnessýslu................. 1812,83 Samtals kr. 797 380,69 en ekki rúml. 800.000 kr. eins og Mbl. segir. Langsamlega mestur liluti af þess- um óinnheimtu gjöldum er tekju- og eignaskattur. Er það hvoru- tveggja, að skattur þessi er mestur í kaupstöðunum enda má svo að orði kveða að tæplega sé annars- staðar um óinnheimt gjöld að ræða, því að eftirstöðvarnar í sýslunum, þar sem ekki eru stærri kaupstaðir, eru svo óverulegar, eins og taflan að ofan sýnir, að þær eru varla teljandi. þó er ein undantekning. í Barðastrandarsýslu eru óinnheimt- ar 55069,05 kr. Er nálega öll þessi upphæð gamall arfur frá íhalds- stjórninni frá þeim tíma er E. J. sýslumaður sá þar um innheimtuna fyrir liennar hönd. Af öllum óinnheimtu gjöldunum eru 3/4 hlutar i Reykjavík og Hafn- arfii'ði. Nú mun það mála sannast, að orsökin til þess að tollstjóranum í Reykjavík og bæjarfógetanum í Hafnarfirði vannst ekki betur inn- heimtan, mun hvorki hylskni né ó- dugnaður, og því ill aðstaða hjá Mbl. að ásalta landsstjórnina í þessu efni. Enda bera landsreikningarnir með sér að af hinum ógreiddu gjöldum í Reykjavik í árslok 1930 hefir verið búið að innheimta í september 1931 mestan hlutann eða kr. 354 537,36. það er því með öllu ómögulegt að ásaka stjórnina fyrir það þótt erfið- lega gengi að innheimta gjöldin. — Orsakirnar eru tvær og hvorug viðráðanleg fyrir stjórnina. Fyrri orsökin er kreppan og hin erfiða sala á fiski í árslokin 1930, þar sem framt að því V3 af öllum ársfiskin- um var þá óseldur, og siðari ástæð- an er tregða og óvilji íhaldsins til þess að inna af hendi lögboðin gjöld. Er þvi vel farið að Mbl. viti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.