Tíminn - 09.07.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.07.1932, Blaðsíða 4
114 TlMINM Deeríng rakstrarvélar með stífum tindum eru bestar. jJJJJJJl Tvær stærðir 6\ fets og 8 feta. Samband ísl. samvinnufélaga. Landbúnaðurinn og kreppan Fulltrúar bænda voru sl. vetur saman komnir á auka Búnaðar- þingi í Reykjavík til þéss sér- staklega að ræða vandamál land búnaðarins nú í kreppunni. Tilraun hafði verið gjörð til þess áður en Búnaðarþingið kom saman, að safna sem ailra ná- kvæmustum uppiýsingum um fjárhagslega afkomu, landbúnað- arins í hinum ýmsu héröðum landsins árið sem leið*). Eins og við mátti búast er lýs- ingin víðast hvar næsta dapurleg. Eitt af búnaðarsamböndunum ritar Búnaðarfélagi Islands á þessa leið: „Það borgar sig ekki að kaupa áburð. Það borgar sig ekki að kaupa síldarmjöl. Það borgar sig ekki að kaupa vinnu, aðeins búa að sínu“ ... Framkvæmdarstj. eins stærsta og myndarlegasta samvinnufé- lagsins í landinu tekur í sama strenginn: „Eins og verðlag er nú á af- urðum, þá borgar sig ekki fyrir bóndann að kaupa áburð. Það borgar sig ekki að kaupa kjarn- fóður. Það borgar sig ekki að kaupa vinnu. Það er tap á því öllu. Það er tap á rekstrinum, og bændur missa móðinn ... verði ekkert hægt að gjöra'. Það er verðfall afurðanna, hið mikla, ógurlega verðfall tveggja síðustu ára, sem þessu veldur. Einn af merkustu bændum Vesturlands, Jón H. Fjalldal á Melgraseyri við ísafjarðardjúp, sem fært hefir reikninga yfir bú- rekstur sinn í 20 ár, gefur glögga hugmynd um verðfallið. Haxm segir svo: „Ég get sýnt það með óhrekj- andi tölum, að verðfalhð á sauð- fjárafurðum einum er samanborið við árið 1929 allt að 70%. Árið 1929 slátraði ég 180 dilkum, og meðalverð þeirra var 30 kr. 1 haust slátraði ég einnig 180 dilk- um. Meðalverð þeirra er kr. 13— 14. 1929 fæ ég fyrir 180 dilka kr. 5400, en í haust fyrir sömu tölu aðeins kr. 2340. Mismunurinn er kr. 3030. Og mismunur á vorull nú og 1929 er kr. 450 á sama ullarmagni. Mismunur alls á verð- mæti framleiðslu á þessum tveim árum er hvað mitt bú snertir, kr. 3480“. Það er þetta skyndilega mikia verðfall afurðanna, sem gjörir það að verkum nú um stundar- sakir, að bændur neyðast til að draga úr kaupum á kjamfóðri og tilbúnum áburði, að kaupgjaldið, að dómi reyndra manna, þarf að *) Sig. Sigurðsson búnaðarmála- stjóri ritaði í því skyni á sl. hausti búnaðarsamböndum, bændaskólum og ýmsum einsökum mönnum víðs- vegar um landið og bar fram ýms- ar spumingar í þessu efni. pað sem hér er tilfært, er úr svömm, sem honum hafa borizt. Reykjavík. 8imi 240 (8 Ilnur). Simnefnl: Sláturfélag. Áakurður (á brauð) ávait fyrir- llggjondl: Hartgibjúgu (Spegep.) nr. 1, gtkl Do. — í, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Da mjó, Soönar Svina-rullupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-mllupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupyleur, Do. Hamborgarpylaur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. CerveJatpylsur. Vömr þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — aö dómi neytenda — sam- anburð viS samskonar srlandar. Verðskrár sendar, og pantanlr afgreiddar um allt land. lækka um þriðjung í sveitunum, að stöðva verður í bili allar þær framkvæmdir á jörðunum, sem mikil fjárútlát hafa í för með sér, og að fjöldi bænda berst nú í bökkum með að inna af hendi samningsbundnar greiðslur vaxta og afborgana. Þeir miklu og voveiflegu at- burðir, sem orðið hafa í viðskipta- lífi heimsins síðustu tvö árin, eru óviðráðanlegir íslenzkri bænda- stétt, það eru óvenjulegir at- burðir. Af þeim má engar álykt- anir draga um raunverulega af- komumöguleika íslenzks landbún- aðar. Bændastéttin var athafnasöm í góðærinu síðasta. Hún gjörði þá meira en nokkru sinni áður að því að undirbyggja framtíð land- búnaðarins. Þess á hún eigi að gjalda heldur njóta. Þjóðfélaginu ber skylda til að gjöra það, sem í þess valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir að að þung og óvænt áföll hindri bændastéttina í því að halda viðreisnarstarfinu áfram, þegar aftur rofar til. Ef til vill hefir íslenzki land- búnaðurinn aldrei staðið á alvar- legri tímamótum en nú. Viðskipta- styrjöldin hefir skollið yfir hina ungu framsókn sveitanna eins og vorhret yfir nýgrænkaða jörð. öll þau öfl, sem andvíg eru land- búnaðinum fá byr undir báða vængi, þegar svo stendur á. Spekúlantar malarinnar boða van- trúna á landið. Hjá andstæðingum landbúnað- arins hefir það komið fram oftar en einu sinni, að átök undanfar- inna ára myndu vera farin að beygja sveitafólkið. Sumir af máttarstólpum „Reykjavíkur- valdsins“ virðast álíta, að nú í erfiðleikunum sé hentugur tími til Með hinni gömlu, viðurkenndu og ágætu gseðavöru, Herkules þakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dorthetsminde" frá því 1896 — >. e í 80 ár — hafa nú verið þaktar 1 Danmörku og Islandi. margar milj. fermetra þaka. te Hlutafélagið lm Vita íÉittv Fæst alataðar á Islandi. Kalvebod sbrygge 2. að kúga bænduma til að láta af hendi aðstöðu sína til áhrifa á löggjöf landsins. En bændum landsins er það vel Ijóst — um það eru einróma raddir hvaðanæfa — að aldrei hefir þeim riðið meira á að standa saman um rétt sinn en einmitt nú á tímum þrenginganna. -----o---- Kaupgjald og skattar í skýrslu þeirri, sem stjóm Eim- skipafélags íslands gaf hluthöfum og umboðsmönnum þeirra á síðasta aðalfundi félagsins, er þess getið, að stjórnin hafi gert tilraun til að lækka laun starfsmanna félagsins um 12%% á síðastl. vetri, en eigi getað komið því fram, vegna and- stöðu starfsmannanna. Munu þó ýmsir af starfsmönnum E. f. hafa svo rífleg laun, að þeir hljóta að teljast aflögufærir, en hagur félags- ins eigi betri en svo, að full þörf er að draga úr rekstrarkostnaði þess. En það er víðar en hjá Eimskipa- félaginu, sem kaupið helzt óbreytt, þrátt fyrir fjárhagsörðugleika yfir- standandi tíma. Hjá bönkunum og ýmsum öðrum fyrirtækjum, sem hafa marga hátt launaða þjóna, mun engin launalækkun hafa átt sér stað. Verður þó að telja það mjög ósanngjarnt, að þeir menn, sem taka há starfslaun, goldin í pening- um, haldi þeim óskertum, á sama tíma sem bændur, sjómenn og aðrir, sem vinna að framleiðslu fyrir eigin reikning, verða fyrir stórkostlegum tekjumissi af völdum verðfallsins á framleiðslunni. því miður er ekki útlit fyrir að í nánustu framtíö takist að koma á TryggiH aðeins hjá íslensku fjelagl. Pósthólf: 718 Símnefni: Incuranoe BRUNATRY GGINGAR (hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 264 SJÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 642 Framkyæmdastjöri: Sími 309 Snúið yður til Sjóvátrygginéaljelags Islands h.f. Eimskipafjelagshúsinu, Reykjavík P.WJacobseti&Sðn Timburverzlun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annast pantanir. :: :: :: EIK OG EFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: Prentsm. A C T A er flutt á Laugaveg 1 (bverzk%i8i) Hrífurnar frá okkur eru með aluminiumtindum og alúminium- stýfuðum baus, einungis smíðaðar úr góðu efni og vandaðar að öll- um frágangi. Þær eru orðnar þekt- ar um alt land l'yrir gæði og nú eru þær miklu ódýrari en í fyrra. Höfum líka oi*f og oi'fefni , úr fyrsta flokks furu og eski. Trésmiðjan Fjölnir, Kirkjustræti 10 — Reykjavik. Sími 2336. launalækkun og því samræmi i launagreiðslum, sem þörf er á. Verð- ur því að leita annara úrræða til að ná nokkru af því fé, sem of hátt launaðir menn hafa nú til umráða. Á síðasta Aiþingi báru tveir Fram- sóknarmenn í efri deild þingsins, þeir Ingvar Pálmason og Páll Her- mannsson, fram frumvarp tii laga um viðbótarskatt af háum tekjum og miklum eignum. Var þar gert ráð fyrir, að lagður yrði sérstakur stighækkandi skattur á tekjur, sem næmu 2000 krónum eða þar yfir, 1 netto, að frádregnum persónufrá- drætti og opinberum gjöldum. petta frumvarp varð því miður eigi sam- þykkt. Mætti það verulegri andúð og mótmælum frá Sjálfstæðismönnum. Hafði Morgunhlaðið stór orð um skaðsemi þess, og taldi, að frumv&rp þetta, ef það yrði að lögum, myndi verða rothögg á atvinnuvegi lands- manna. En samhliða þessari kenn- ingu hélt Mgbl. því fram, vafalaust að miklu leyti með réttu, að mörg atvinnufyrirtæki hefðu verið rekin með tapi að undanförnu, og að hag- ur þeirra væri slæmur. því miður munu mjög fáir atvinnurekendur hafa grætt síðastliðið ár, og horga þau fyrirtæki þá vitanlega engan tekjuskatt. En það mun öllum hul- ið, öðrum en rökfræðingum Sjálf- stæðisflokksins, sem rita Mghl., hvernig hækkun á tekjuskatti getur SJálfs er höndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólins-baðlög. Kaupið HREINS vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsins. H.I. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1325. sligað þá, sem engar skattskyldar tekjur hafa. Og þótt sú hækkun á eignaskattinum, sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu, hefði verið lög- fest, væri eignaskatturinn hveríandi lítill útgjaldaliður. Vonandi er að þetta mál verði tek- ið til meðferðar á næsta Alþingi, og þá samþykktur viðbótarskattur á miklar tekjur, eigi minni en álcveð- ið var í frumvarpi því, sem hér li.efir verið minst á. Mun torvelt að finna réttlátari tekjustofn fyrir ríkið, eins og nú standa sakir. Skúli Guðmundsson. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.