Tíminn - 10.09.1932, Blaðsíða 4
150
TlMINN
Auélýsiné
Þeir innflytjendur, sem þurfa að sækja um innflutnings-
leyfi fyrir vörum, eru hér með áminntir um að sækja jafn-
framt um valutaleyfi fyrir andvirði varanna, þannig að
hægt verði að svara hvoru tveggja samtímis. Skulu slíkar
umsóknir, fyrst um sinn, sendar til skrifstofu vorrar i gamla
Landsímahúsinu við Pósthússtræti.
Aðrar umsóknir um valutaleyfi skuiu eins og áður
sendar til Gjaldeyrisskrifstofunnar í Landsbankahúsinu.
Eyðublöð undir umsóknir fást á skrifstofum vorum á
ofannefndum stöðum.
InnflutningS' og gjaldeyrisnefnd.
Dmsóknir
um námsstyrk samkvæmt ákvörð-
un Menntamálaráðs, (kr. 8000) sem
veittar eru á fjárlögum ársins
1933 sendist Menntamálaráði ís-
lands á skrifstofu ritara þess
Austurstræti 1 í Reykjavík fyrir
5. október 1932.
Styrkinn má veita lconum, sem
körlum, til hvers þess náms, er
Menntamálaráð telur nauðsyn að
styrkja.
ið iim andrúmsloftið siðan — blær
hljóðrar sorgar. par sem almanna-
raustin fékk næði til að tala „ein
við sjálfa sig“ og minnast hins látna.
Guðmundur Jtorleifsson var mað-
ur, sem gott er að minnast. Hann
var þeim hæfileikum og starfskost-
um búinn, sem engir gleyma, þeirra,
sem þekktu vel. Hann var prýðisvel
gefinn maður, djúpvitur og skáld-
mæltur, fljótur að skilja og næmur
fyrir sönnu og réttu en var um
leið ákaflega fastur fyrir, einarður,
hreinn og liispurslaus. Hann var
umburðarlyndur, mildur og trúði á
hið góða með mönnunum en jafn-
framt var hann strangur, aðhalds-
samur og aðgætinn og komu þessir
kostir allir mjög skýrt fram í for-
stjórastarfinu. Var það mjög glöggt
hversu hann >ar sameinaði þessa
tvo þætti og farsældi starf sitt með
því.
Hann tók við stjórn kaupfélags
Dýrfirðinga fyrjr 8 árum. Kom brátt
i ljós, í starfi þessu, að hann var
prýðilegum starfskostum búinn,
skyldurækinn og trúmennskan frá-
bær. Hefir kaupfélagið eflst mikið
þau árin, sem hann v.aitti því for-
stöðu og er það mjög að þakka því
hve hann var prýðilega reglusamur
og trúr í starfi sínu. Er það einróma
álit alls almennings, að hann hafi
leyst af hendi starf sitt sem kaup-
félagsstjóri svo vel, sem bezt verður
á kosið. Hlaut hann margskonar
viðurkenningu fyrir það, þ. á m.
þegar stjóm félagsins heiðraði hann
og heimili hans með vegiegri gjöf
síðastliðinn vetur. Var hann starfs-
maður með afbrigðum og eljumaður
að hverju verki. Við kaupfélagið
vann hann margan dag fram á nótt.
Og eftir að hann lagðist leguna
hinztu, vann hann í rúminu og lét
undirmann sirm færa sér heim verk-
efni. þegar ég kvaddi hann, daginn
sem hann fór með Brúarfossi —
hinzta daginn, sem honum auðnað-
ist að lifa hér meðal samborgara
sinna, var hann að starfa að verð-
lagningu o. fl. ráðstöfunum. Slíkt
starfsþrek er aðdáanlegt á milli
kvalakasta,en þó aðeins ein myndin,
af mörgum, er sýna hvílíkur starfs-
maður hann var.
þótt Guðmundur heitinn helgaði
kaupfélaginu mikla og góða starfs-
krafta, lét hann þó til sín taka nyt-
söm máiefni, öll þau er til heilla
horfa. þannig var hann í stjórn
slysavamasveitar Dýrafjarðar og
unni mjög þvi göfuga málefni.
Hann var _ ákveðinn og einarður
templar, meðlimur st. „Fortúna" nr.
75 á þingeyri, og hafði helgað regl-
unni 28 • ára látlaust, gott starf. Á
hann mikinn þátt í því, sem áunnizt
hefir í bindindismálinu i þessu hér-
aði. Á sama hátt var hann eindreg-
inn kirkju- og kristindómsvinur,
sótti vel kirkju og studdi málefni
hennar prýðilega.
Að Guðmundi látnum cr þvi á
mörgum sviðum skarö fyrir skildi,
enda er hans mjög saknað, einkum
af vinum og samstarfsmönnum, er
þekktu hann bezt. Mátti glöggt finna,
að hann var í orðsins bezta skilningi
góður maður, hvers manns hugljúfi,
enda vinsæll mjög. Hann var yfir-
lætislaus og barst lítið á og lcitaði
lítt síns eigin, enda fús til að fórna
kröftum sínum og spyrja ekki um
launin. Nutu þess góð málefni, en
þó einkum samvinnufélagsskapurinn,
sem var honum mikið áhugamál og
hjartfólgið. — Fyrir honum var
samvinnan hin fagra liugsjón um
bróðurlega lijálpsemi og samstarf
mannanna hver við annan til efling-
ar þroska þeirra og til fullkomnunar
því samfélagi þeirra ,sem hlutverkið
mikla er að keppa að. Ilann trúði
því fast á sigur hins góða og leit
með mildi og umburðarlyndi á
mennina, viðleitni þeirra, misstig og
baráttu — af því að liann sá ætíð
fyrst það, sem bezt er i fari þeirra.
Svo gjöra ætíð göfugir menn. Og af
þéssum ástæðum var Guðmundur
fyrst og fremst trúr maður, trúr í
vináttu, trúr í starfi. Sem slíks
manns verður hans minnst v.el og
lengi. Trúmennska hans verður /in-
um hans fegursti minningugim-
steinninn.
Guðmundur þorleifsson var af
bændafólki kominn, fæddur í Sval-
vogum 20. okt. 1876. Foreldrar hans
hétu Jónína ' Torfadóttir og þorleifur
Jónsson. Missti hann móður sína
ungur og ólst upp með föður sinum
á ýmsum bæjum hér í sveitinni.
Voru þeir feðgar nánir rnjög og unn-
ust ætíð heitt. Guðmundur atundaði j
lengi sjómennsku, en hóf verziunar-
störf fyrst um fertugt og starfaði þá
fyrst við verzlun Sigmundar Jóns-
sonar á þingeyri. Nægði honum það
sem undirbúningur ábyrgðarmikils
starfs og sýnir það, hve hann var
prýðilega vel gefinn maður, næmur
og hæfileikarikur. Ástundunin var
mikil og hneigðin til sjálfstarfs, enda
neytti hann vel þeirra hæfileika og
auðnaðist að enda æfi sína krýndur
meira starfssigri og heiðri en víða
finnast dæmi um.
Hann kvæntist 8. febrúar árið 1907
Magnfríði Benjamínsdóttur frá
Stekkjádal , í Rauðasandshreppi,
ágætiskonu, er stutt .hefir mann sinn
prýðilega i starfi og lífsbaráttu.
Eignuðust þau eina dóttur, Jónínu
að nafni, uppkomna, heima, og ólu
upp fósturdóttur eina, Helenu að
nafni. Er nú mikill harmur kveðinn
þeim við svo sviplegt fráfall góðs
húsföður og ástvinar. En guðstrú og
gcfö minning verða þeim bölvabæt-
urnar beztu.
Jarðarför Guðmundar fór fram 15. *
Eggert á Hólmi vill kaupa-
unga og góða snemmbæra kú.
Óskilaliestup
hjá Dýraverndunarfélagi íslands.
Tungu. Hvítgrár. Mark: sýlt og
tveir bitar aftan vinstra.
SJálfs er KSndin
hollust
Kaupiö innlenda framleiðslu
þegar hún er jöfn erlendri og
ekki dýrari.
framleiöir:
Kristalsápu, grænsápu, stanga-
sópu, handsápu, raksápu, þvotta-
efni (Hreins hvltt), kerti alls-
konar, skósvertu, skógulu, leður-
feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi-
lög og kreólins-baðlög.
Kaupið HREINS vörur, þœr
éru löngu þjóðkunnar og fást í
flestum verzlunum landsins.
Hi. Hreinn
Skúlagötu. Reykjavík.
Sími 1325.
AS%
Reykjavík. áími 249 (3 línur).
Símnefni: Sláturíélag.
Áskurður (á brauð) ávalt fyrir-
liggjandi:
Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild
Do. — 2, —
Do. — 2, mjó
Sauða-Hangibjúgu, gild,
Do. mjó,
Soðnar Svina-rullupylsur,
Do. Kálfa-rullupylsur,
Do. Sauða-rullupylsur,
Do. Mosaikpylsur,
Do. Malacoffpylsur,
Do. Mortadelpylsur,
Do. Skinkupylsur,
Do. Hamborgarpylsur,
Do. Kjötpylsur,
Do. Lifrarpylsur,
Do. Lyonpylsur,
Do. Cervelatpylsur.
Vörur þessar eru allar búnar
til á eigin vinnustofu, og stand-
ast — að dómi neytenda — sam-
anburð við samskonar erlendar.
Verðskrár sendar, og pantanir
afgreiddar um allt land.
þ. m. að viðstöddu óvanalegu fjöl-
menni. Kom skýrt í ijós hve hann
var almennt tregaður og hans sakn-
að. Auk sóknarpresta töluðu þeir
bræður, prófasturinn, síra Sigtrygg-
ur Guðlaugsson og Krislinn Guð
laugsson, bóndi á Núpi, formaður
kaupfélagsins. Sungin voru í kirkj-
unni erfiljóð eftir Sigurð Fr. Ein-
arsson á þingeyri og Kristján Sig.
Kristjánsson, gamlan Dýrfirðing, nú
dýravörð Landsbankans í Ileykjavík.
Söngfélagið nýja á þingeyri, þrestir,
söng við húskveðju, en blandaður kór
i kirkjunni. Yfir athöfninni hvíldi
hátíðleikur og helgi, sem bar vott
um að samborgarar voru áð kveðja
hinnstu jarðneskri kveðju einn sinna
beztu og mætustu samferðamanna á
lífsleiðinni.
Guð blessi minningu hans og gefi
honum góðan starfsdag á æðra og
fegurra lífssviði.
20. júlí 1932.
Sigurður Gíslason.
við Búnaðarfélag Island. er laus frá 1. jan. n. k.
Byrjunarlaun 4500 krónur á ári auk dýrtíðaruppbótar
eins og ríkið borgar. Hækka launin á 3ja ára fresti um
500 krónur upp í 6000 kr.
Umsóknir skulu komnar fyrir 15. des. næstkomandi til
formanns félagsstjórnarinnar, Tryggva Þórhallssonar banka-
stjóra.
HAVNEM0LLEN
KAUPMANHAHOFN
mœlir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITL
Meiri vörugœði ófáanleg
S.X.S. slclftir eixjLg-öixgru. v.L 3 öldáC’La.r
Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzli num.
^ Tryggld aðeins hjá islensktt fjelagi.
Pósthólf:
718
Símnefni:
Incuranee
BRUNATRY GGINGAR
(hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 254
SJÓVATRYGGINGAR
(skip', vörur, annar flutningur q.fi.). Sími 542
Framkvæmdastjóri: Sími 309
Snúið yður til
3 Sjóvátryggíngafjelags Islands h.f.
Eimskipafjelagshúsinu, Reykjavík
IESZa.\xpfélagsstj örar I
Munið eftir því að haldbest og smjörilíkast er
„Smára“ - smjörlíkí
Sendíð því pantanir yðar til:
H.í. Smj örlikíséerðin, Reykjavík.
)# A!ií með fslensknm skipuin!
SKRIFSTOFA
FIl AM8ÓKN ARFLOKKSIN S
er á Amtmannsstíg 4 (niðri).
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Mímisveg 8. Sími 1246.
Prentsmiðjan Acta.