Tíminn - 10.09.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.09.1932, Blaðsíða 2
148 ¦~vn TlMINN J)að er næstum furðulegt, hversu mikilli útbreiðslu útvarpið heíir náð í sveitunum á skömmum tima. I einni sýslu, sem hefir tœplega 1700 íbúa, eru um 90 viðtæki. Fæstir, sem komizt hafa yfir tæki, mega hugsa til að missa það aftur. Veður- fregnirnar hafa í mörgum tilfellum fjárhagslega þýðingu, sérstaklega í óþurkatíð á sumrin, og eins til að koma í veg fyrir tjón af fjárskaða- veðrum á v.etuma. Og fréttirnar gleypa menn í sig í strjálbýlinu eins og svaladrykk í sólarhita. Ég þekki einn norðlenzkan bónda um sextugs aldur, sem fékk viðtæki í fyrra. þessi bóndi hefir gengið á beitarhús í 20 ár og gjörir enn. Alltaf segist hann flýta sér heim af hús- unum á kvöldin, og venjulega ná heim áður en útvarpið byrjar, þó að snjór sé og þung færðin. Daglegu fréttirnar frá Alþingi gefa mönnum óviðjafnanlegt tækifæri til að fylgj- 'ast með i stjórnmálunum. Og þegar pólitískar umræður eru í útvarpinu, safnast fólk iðulega saman af mörg- um bæjum utan um eitt útvarps- tæki. En útvarpið er dýrt fyrir þá, sem ekki hafa rafstóðvar. Viðhald á raf- hlöðum hefir mikinn. kostnað og svo mikla erfiðleika í för með sér, að ótrúlegt er fyrir Reykjavíkurbúa. Jónas þorbergsson flutti í fyrra í þinginu tillögu um 65 þús. kr. styrk, sem átti að skiptast niður á þau tæki, sem ekki hafa straum frá rafstöðv- "um. En þingið sá sér ekki fært að verða við þeirri beiðni. En hvað sem því líður, þá er það mesta fasinna að ætla að láta útvarpið bera sig fjárhagslega fremur en skólafræðslu eða kristnihald þjóðkirkjunnar. Eitt er það, sem manni dettur oft í hug á ferðalagi um heiðarnar og öiæfin norðan lands og austan. Hvers virði eru þessi miklu landflæmi, meira og minna grösug, sem þar liggja að míklu leyti ónotuð og fáir menn sjá nema á haustin í fjall- göngum? það er nokkurnveginn víst, að ef sauðfjárbúskapurinn á að bera sig í framtíðinni á nútímavísu, þá verður að fjölga bústofninum að miklum mun samfara því sem heyj- anna verður aflað á ræktuðu landi eingöngu. þegar fénu fjölgar svo að um munar, uppgötva menn fyrir al- vöru verðmæti beitilandsins. Sum- staðar á víðlendum heiðum sér mað- ur nú kind og kind á stangli, þar sem vera mættu stórar hjarðir um hásumarið. Víða eru nú að koma afréttargirðingar til að halda fé frá heimalöndum um sumartímann og geyma þau til beitar haust og vor. En hver veit, nema heiðalöndin verði einhverntíma verðmæt, a hlið- stæðan hátt og fossarnir, sem engum datt í hug á sínum tíma, að hefðu praktiska þýðingu? það er ógætilegt, að þau skuli svo víða vera ,einstakra manna eign sem nú er, þar sem þau eiga að sjálfsögðu að vera und- antekningarlaust eign sveitarfélag- anna, sem afréttirnar nota. Menn sja það oft á tíðum ekki fyr en löngu eftir á, hvað almennings- eignin er mikils virði með viturlegri meðferð. Nú er liðinn aldarfjórðung- ur síðan byrjað var að selja þjóðjarð- irnar. Bændurnir, sem upphaflega keyptu þær, eru nú óðum að kom- ast á efri ár og sumir fallnir í val- inn. JJeirra not af jörðunum eru bú- in. Aðrir taka við og bera byrðarnar. Ég veit um eina kirkjujörð, sem 1911 eða þar um bil va'r sald fyrir 3500 kr. Fyrir tveim árum var hún aftur seld, þá fyrir 18 þúsundir. Lítið byggt og ekkert ræktað á tímabilinu. þessi jarðarsala er alls ekki ósann- gjarnari en almennt gjörist. En nýi eigandinn sem er einhver mesti dugnaðar og atorkumaður í sveit- inn, vel á miðjum aldri, þarf að hafa sig allan við til að standa í skilum og hr.ekkur tæpast til. pað er hart, eins og Jón heitinn í Múla sagði, að margir góðir menn skuli þurfa að verja helmingnum af æfi sinni til að borga verðlausa mold- ina, samtímis því sem bankatöp stór- spekulantanna eru færð yfir á bændastéttina í óbærilega háum vöxtum. G. G. Skipaútgerð ríkisins og stóru hluthafavnir í Eimskipafélaginu. Hjónaband. Ungfrú Anna Guð- mundsdóttir frá Syðra Lóni á Langa- nesi og Eiríkur þorsteinsson kaup- félagsstjóri á JJingeyri. Dr. Páll E .Ólason hefir verið sett- ur skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu. Síðan Skipaútgerð ríkisins var stofnuð um "áramótin 1929 og 1930 hefir Morgunblaðið og fylgiblöð þess ekki linnt látum að rægja og ófrægja þessa stofnun og um skeið hafa þessi sömu blöð með næstum reglu- legu millibili birt greinar um það hvað allur rekstur þessa fyrirtækis sé rándýr og að sjálfsagt sé að leggja stofnunina niður og fela Eimskipa- félaginu útgerðarstjórn og rekstur strandferðaskipanna. Að því er rekstur og útgerðarstjóm varðskipanna snertir og annara skipa og báta, sem útgerðarskrifstofa ríkis- ins hefir séð um, hefir Mbl. ekki komið fram með ákveðnar tillögur. En sennilegt er að blaðið ætlist til að þessi skip verði höfð einhversstað- ar á hrakólum eins og áður var. Athugavert er það við skrif Mbl. um þetta mál, að svo á að heita, að Þau séu eingöngu sprottin af ein- skærri umhyggju fyrir þjóðinni í heild. En við nánari athugun sést, hvar fiskur liggur undir steini. Morgunblaðið þrástagast á því, hvað hin sjálfstæða útgerð ríkisskip- anna sé rándýr. Hinsvegar hefir blaðið aldrei skrif- að eitt orð um það, að útgerð Eim- skipafélagsins sé dýr, eða að þar sé neitt, s.em breytingar þurfti við. Verð- ur að skilja þetta svo, að Mbl. skoði allan rekstur og íyrirkornulag Eim- skipafélagsins óaðfinnanlegt, því að ekki er hugsanlegt að blaðið álíti sér óheimilt að gera athugasemdir og tillögur um rekstur þess, ef nauð- syn bæri til. Enda skrifar Mbl. jafn- an á þá leið, að Eimskipafélagið sé eign alþjóðar og liggur því opið við að skrifa um það eins og útgerð ríkisskipanna. Skal nú beiit á hvaða heilindi Mbl. hefir sýnt þjóðinni með skrifum sínum um þessi tvö fyrir- tæki. A þeim tíma sem Eimskipafélagið annaðist útgerðarstjórn Esju, voru því greiddar fyrir útgerðarstjórnina kr. 34.000,00 á ári, en þegar Skipa- útgerðin tók tii starfa, gat hún gert þetta fyrir hér um bil helmingi iægri upphæð. þá gerði Skipaútgerðin þá nýbreytni á um rekstur skipanna að taka í sínar hendur allt fæðishald og veitingar um borð, og hefir síðan sparast við þetta á Esju um 10—12 þús. krónur á ári. Skal hér aðeins bent á þessi tvö atriði um rekstur Esju, af því að um þau á ekki að vera hægt að deila og ekki er kunnugt aö neinn rekstur hafl. orðið dýrari hjá Skipaútgerð- inni en var hjá Eimskipafélaginu. Mbl. hefir haldið því fram, að Skipaútgerðin hafi yerið stofnuð sem pólitískur bitlingur fyrir Pálma Loítsson. Veit almenningur hversu fráleitt þetta er. Pálmi hefir nú a. m. k. þriðjungi lægri laun heldur en hann myndi hafa haft með þvi að vera kyr sem skipstjóri hjá Eim- skipafélaginu. Og sem framkvæmda- stjóri lætur hann sér nægja þrisvar sinnum lægri laun heldur en starfs- bróðir hans hjá Eimskipafélaginu. Ymsir aðrir starfsmenn á skrifstofu Skipaútgerðarinnar hafa um helm- ingi lægra kaup en starfsbræður þeirra hjá Eimskipaíélaginu. Eimskipafélagið hefir frá upphafi verið álitið einhver sterkasti þáttur- inn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, enda var það stofnað með fjárfram- lögum frá mönnum af öllum stéttum jafnt í sveitum lands og í kaupstöð- um. Setti það sérstakan svip á fé- lagið, að menn lögðu fram féð til al- menningsheilla, meira en til þess að hirða af því arð persónulega. Á stríðsárunum gekk rekstur Eím- skipafélagsins mjög vel og var þá um nokkurra ára skeið útbýtt 10% arði til hluthafanna. Varð þetta til þess að ýmsir harðsnúnir peninga- og kaupsýslumenn þóttu sjá að þarna væri hægt að græða peninga og tóku nú að sölsa undir sig það af hlutabréfum, sem hægt var að fá. Gekk þetta jafnvel svo langt, að maður var gerður út til Vesturheims til að kaupa upp hlutabréf aí Vest- ur-íslendingum. Var þá stofnað í Rvík hlutafélagið „Fáfnir" til bréfa- kaupa. Voru þeir Eggert Claessen og Jón porláksson framarlega í þeim félagsskap, eftir því sem E. Cl. hefir sjálfur játað. Árangurinn af þessu varð svo sá, að allverulegur partur af hlutafénu er kominn í fárra manna hendur, sem flestir eru hér í Reykjavík og mæta með atkvæða- magn sitt á aðalfundum félagsins og ráða þar lögum og lofum. Eiga sumir þessara manna þá forsögu að almenningur í landinu mun ekki trúa þoim til að stjórna þessu ein- bverju þýðingarmesta fyrirtæki sínu til almannaheilla. Nú um margra ára skeið hefir Eimskipafélagið haft erfiða fiárhags- afkomu, þrátt fyrir það, þó að jafnan hafi verið hið bezta að því búið af 'hálfu hins opinbera. Hefir félagið ávalt frá þvi árið 1924 notið algerðs skattfrelsis og útsvar hefir það held- ur ekki þurft að greiða, nema 5% af netto arði, þegar um hann hefir verið að ræða. pá hefir ríkissjóður beinlínis lagt félaginu til stórfé sem árlegan rekstrarstyrk*) og gengið 1 ábyrgðir fyrir það, sem nema um hálfri mil- jón króna. prátt fyrir allt þetta eru nú miklar líkur til að ríkið verði að hlaupa enn frekar undir bakka með félaginu en áður hefir verið gert, því að engum fslending mun koma til hugar að láta félagið kom- ast í þrot. Vaknar þá spurningin: Á ríkið framvegis eins og að undan- förnu að gefa hluthöfunum, sem nú teljast eigendur félagsins og stjórna því, allt það fé og öll þau fríðindi, sem félagið kann að þurfa til þess í framtíðinni, að komast yfir erfið tímabil, eða á ríkið að setja þau skilyrði fyrir styrkveitingum sínum að þær verði skoðaðar sem forgangs- hlutafé? Enginn vafi er á því að hið fyr- nefnda er draumur. þeirra manna, sem á veltiárum stríðsins keyptu upp hlutabréf Eimskipafélagsins i fjár- gróðaskyni og raða nú mestu í fé- laginu. Og það eru þessir menn, sem undanfarið hafa skrifað hinar rætnu árásargreinar á hina sjálfstæðu út- gerð ríkisskipanna. Öllum má vera ljóst hvert stefnt er með þessum árásum. Spekulantar þessir hafa undanfarið lítinn arð séð af pening- um þeim, sem lagðir voru út til að gefa 10—20%. Og óþolinmæði þeirra er orðin mikil. Á seinasta vetri fengu þeir byr undir báða vængi um það, að hægt mundi að komast svo rösk- lega í ríkissjóðirín að fjáraflaáætlan- ir þeirra myndu heppnast. Fyrir þinginu lá skýrsla frá 3ja manna nefnd, sem falið hefði verið að rann- saka tap Eimskipafélagsins af sigl- ingum á aðrar hafnir en 6—8 aðal- hafnir á ströndinni. Skýrslan náði yfir árin 1929 og 1930 og komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að tap félagsins á siglingum hefði 4 þessum 2 árum numið rösklega 1% miljón króna. Upphæð þessi mun hluta- fjárspekulöntunum hafa þótt girni- leg til skipta og talið sjálfsagt að ríkissjóður greiddi hana, þar sem þeir (Eimskipafélagið) hefðu á að- eins þessum tveim árum fói'nað allri þessari geysilegu fjárhæð til heilla almennings í landinu. Nú kom það í ljós við athugun málsins á Alþingi og við saman- burð á kostnaði ríkisins af strand- ferðum með sínum eigin skipum, að ef framangreind skýrsla var á rök- um byggð, kostuðu strandferðir Eim- skipafélagsins 4—5 sinnum meira heldur en ríkisskipanna. Er þetta miðað við það, að á undanförnum árum hefir hver viðkoma ríkisskip- anna á höfn að meðaltali kostað frá 250—300 kr. reksturshalla, en eftir skýrslunni virðist sami reksturshalli hjá skipum Eimskipafélagsins hafa numið frá 1350—1650 kr. Taldi Alþingi að ekki gæti komið til mála að styrkja Eimskipafél. til strandferða á þessum grundvelli. En samt varð þetta til þess, vegna hinn- ar erfiðu fjárhagsafkomu félagsins, að styrkurinn til þess var hækkað- ur úr 145 þús. kr. upp í 250 þús. krónur. Hlutafjárspekulöntum Eimskipa- félagsins mun hafa mislíkað það, að Alþingi ekki heimilaði þegar í stað að útborga handa þeim til skifta þá V/z millj. króna, sem þeir töldu sig eiga inni eftir skýrsl- unni og munu hafa álitið, að ósig- ur sinn stafaði af því, að ríkið hefði sína eigin útgerðarstofnun og væri þeim þes'svegna ekki eins háð eins og nauðsynlegt væri, til þess að þeir gætu pressað af því þá pen- inga sem þá lysti. Soinasta Alþingi hækkaði fjár- veitinguna til Eimskipafélagsins um nærri helming. En engin stefnu- breyting varð í .þinginu um það, að ríkið, þrátt fyrir þessa stórlega auknu fjárveitingu, áskildi sér meiri íhlutunarrétt um stjórn félagsins og rekstur en að undanförnu. Stóru hluthafana í Eimskipafélag- inu dreymir bjarta drauma um það, að bráðum muni renna upp sá tími, að hlutafélagið Fáfnir geti útbýtt stórum arði. Skipaútgerð ríkisins virðist seinasti þröskuldurinn á veg- inum. Morgunblaðið gengur dyggi- lega erinda þessara manna, enda •eru sumir þeirra jafnframt meðal stærstu hlutafjéreigenda í blaðinu sjalfu. En íslenzka þjóðin er nú að vakna til meðvitundar um það hvað hér er að gerast. Og hún mun ekki aft- ur afhenda Eimskipafélaginu útgerð ríkisskipanna meðan andi stóru hlut- hafanna sveimar yfir stjórn þess. þeirra manna, sem á sinum tíma stofnuðu hlutafélagið Fáfni til þess að kaupa upp hlutabréf félagsins í fjárgróðaskyni þeirra manna, sem i vinnudeilunni í ársbyrjun 1929 ætl- uðu að leggja félagið á höggstokk- inn fyrir stífni um 11 þús. kr. kaup- greiðslu. Og loks þeirra manna, sem mcð prívatflutningaskipum sínum hafa jafnan verið hinir skæðustu keppinautar þess félags, sem þeir hafa tekið að sér og sumpart verið trúað fyrir að vernda og verja. Er rnönnum enn í fersku minni, þegar þeir. Hallgr. Benedíktsson og Jón þoiiáksson, báðir í stjórn Eimskipa- félagsins árið 1928, auglýstu í Ham- horg eftir smávöru í prívat leigu- skip sitt og buðu flutninginn fyrir miklu lægra en Eimskipafélagið, til þess að ná í vörur frá Goðafoss, sem hlóð í Hamborg á sama tíma. íslenzka þjóðin mun aldrei telja eftir sér að halda Eimskipafélaginu uppi, en jafnframt verður iiim að krefjast þess, að fyrir það Té og þau fríðindi, sem hún veitir félaginu á hinum erfiðustu tímum, komi það að hún öðlist rétt til að hafa fullkomin yfirráð yfir stjórn þess og rekstri. Verður þetta auðveldlega gert með því að fé það, sem ríkið leggur fé- laginu, komi inn í það sem forgangs- hlutafé og hverfur þá* vald hinna dutlungafullu fjárplógsmanna eðli- iega af sjálfu sér. J>egar svo er kom- ið virðist ekkert lengur því til fyrir- stöðu að sameina útgerð Eimskipa- félags- og ríkisskipanna. X. Nautgriparækíar- félögin Starfsemi þeirra árið 1931. *) Alls nema framlög ríkisins til Eimskipafélagsins um 2 miljónum króna. Árið 1931 hefir nautgriparæktarfó- lögunum fjöigað um 9, og urðu á árinu 72. Bændum í félögunum hefir fjölgað um 127, og eru í félögunum um ára- mót 1725 bændur, eða nálægt fjórða hverjum bónda. Bændumir í félögunum attu 6161 kú, og hefir því kúnum sem skýrsl- ur eru haldnar yfir, fjölgað um 368. Af þeim 6161 kú, sem í félögunum er, eru 4437 fullorðnar og fullhraust- ar, og hafa mjólkað allt árið, en hin- ar eru sumpart kvígur að fyrsta og öðrum kálfi, og sumpart kýr, sem ekki hefir verið haldin skýrsla um nema hluta úr árinu, eða kýr, sem eitthvað hefir hlekkst við, og því ekki sýnt fulla nyt. Fullmjólkandi kýrnar í félögun- um mjólkuðu alls 11690421 kg. eða að meðaltali 2645 kg. og er það 17 kg. meira en í fyrra. Fitan má heita sú sama eða 3,70%. Allar kýrnar í félögunum mjólk-# uðu 15059590 kg. eða að meðaltali* hver 2444 kg. Fullorðnu kýrnar sem kallaðar eru fullmjólkandi, átu að meðaltali 2166 kg. af töðu, 521 kg. af útheyi, 226 kg. af hafragrasi og votheyi og sem svarar 240 töðukilogrömmum af fóð- urbæti. Heildar átið á meðalkúnni er því um 15 kg. tóðueininga'r meira en í fyrra. Arðurinn af meðal kúnni fullorðnu er því um 1,50 kr. meiri árið 1931 heldur en 1930, þegar verð mjólkur og fóðurs er reiknað eins fyrir bæði árin. Af eftirfarandi samanburði á hin- um einstöku kúm sézt hvernig nyt- hæðin hefir breyzt síðastliðin 3 ár. Eftir nythæð flokkast fullmjólk- andi kýr nautgriparæktarfélaganna þannig, reiknað í hlutfallstölum: Árið Arið Árið Mjólkuðu 1929 1930 1931 Undir 1500 kg..... 0,93 0,92 0,56% Hilli 1500 og 2000.. 10,96 8,44 7,91% Milli 2000 og 2500.. 36,44 32,71 31,46% Milli 2500 og 3000.. 32,94 35,92 34,23% Milli 3000 og 3500.. 14,28 16,17 18,39% Milli 3500 og 4000.. 3,78 4,49 5,84% Yfir 4000...... 0,65 1,32 1,62% Af þessu sézt glöggt hvert stefnir, kúnum í nytlægri flokkunum fækk- ar hlutfallslega, en hinum fjölgar aftur sem meir mjólka og betri arð gefa. Á árinu 1932 hafa bæzt við all- mörg ný félög, en þó vantar enn mjög mikið til þess að allir bændur larídsins haldi skýrslur um sínar kýr, og enn meira til þess að þeir vinni að settu gefnu marki í naut- griparæktinni. Að vísu vilja allir eiga sem arðsamastar og beztar kýr, en margir vilja eignast þær án þess að þurfa neitt á sig að leggja til þess. Innan nautgriparæktarfélaganna eru nú mörg góð naut, og einstaka sem eru orðin það gömul að undan þeim eru að koma upp kýr, sem virðast ætla aS verða ágætar. Má vænta þess, að þær á næstu árum hækki að mun nythæð og arðsemi kúnna í sumum félögunum, en að s.jálfsögðu gætir þess ekki mikið á meðalnythæð meðallandskýrinnar, meðan framförin er ekki almenn, og mcðan við bætast árlega ný félög, sem eru neðan við meðaltölur eldri i'élaganna og því lækka heildarmeð- altalið. Væntanlega gefst tækifæri til þess síðar að benda bændum á ákveðin dæmi, bæði .fré' félögum og einstaka bændum, sem sýna framförina inn- an þrengri takmarka en alls lands- ins. 6. sept. 1932. 'Páll Zóphóniasson. Á vfðavantít Iunflutnings- og gjaldeyrisnefnd hefir verið skipuð af ríkisstjórn- inni, og inniiutningsnefnd sú, sem bingað til hefir starfað, þai' með lögð niður. pessari nýju nefnd er ætlað tvennskonar hlutverk: Að hafa hömlur á innflutningi óþarfa varnings samkv. gildandi reglugjörð og að skamta erlendan gjaldeyri til vörukaupa, en það hafa bankarnir hingað til sjálfir annast. í nefndinni eru: L. Kaaber bankastjóri (fomiað- ur) af hálfu Landsbankans, Jón Baldvinsson bankastjóri af hálfu Út- vegsbankans, Svafar Guðmundsson bankaráðsformaður og Björn Ólafs- son stórkaupmaður tilnefndir af rík- isstjórninni. J>essari tilhögun kvað hafa verið komið á til hagræðis fyr- ir þá, sem sækja þurfa um inn- flutningsleyfi og gjaldeyri og áður varð að gjöra i tvennu lagi. — En þess vill Tíminn vænta af hinni nýju nefnd, að á engan hátt verði slakað til frá þeim innflutningshomlum, sem verið.hafa, enda mun það vera samhuga krafa almennings, úti um land, s.em nú verður að þola mikla sjálfsafneitun, að ekki sé sóað til lítt nauðsynlegra vörukaupa þeim gjaldeyri, sem til fellst, jafnvel þótt eitthvað kunni að rýmka til um gjaldeyrinn nú í bili. Hræsni IfforgunblaSsins í umræðum um launagréiðslur- við ýmsar ríkisstofnanir heldur áfram, þótt í varnaraðstöðu sé. Óheilindin koma fram meðal annars í því, að ekkert er minnst á hæstlaunuðu störfin, svo sem bankastjóra, sem hafa allt að 24 þús. króna árslaun- um, og heldur ekki er minnst á ýmsa aðra starfsmenn banka, sem hafa ýmsir hærri laun en forstjórar ríkisstofnana þeirra sem blaðið ger- ir að umtalsefni. pá er hitt alkunna a8 hin háu laun sem ríkið borgar, eru afleiðing af því hvað einkafyrir- tæki borga starfsmönnum sínum há laun. Talið er að Kveldúlfur borgi fimm framkvæmdastjórUm 30 þús.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.