Tíminn - 08.10.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.10.1932, Blaðsíða 2
TlMINN 168 þórður á Kleppi, Halldór Hansen, Guðm. Bjömson, Guðm. Thoroddsen, Jón Hjaltalín, dr. Gunnlaugur Claes- sen. í stuttu máli: Landlæknir, öll læknadeildin og nokkrir aðrir reynd- ir læknar leyfa M. G. árið 1926, að láta barnafjölskyldu flytja inn í spítalann — telja það hættulaust. En vorið 1932 lætur sami M. G. nokkra íhaldsdáta út í bæ gera að engu gerðir sínar 1926 og öll vísindi læknadeildar. Flótti Jakobs Möllers. Öllum landslýð er nú kunnug hin háðulega meðferð íhaldsmanna á Sig. Eggerz. þeir lokka hann inn í flokk sinn, lofa honum ráðherratign, eyði- leggja fylgi hans í Dölum, og leita svo allra bragða, lika hinna lægstu og lúalegustu, til að fella hann frá kosningu í Reykjavík. En einn ve- sælasti þátturinn í hrakningum Sig- urðar er framkoma vina hans, Vísisritstjóranna Jakobs og Páls Steingrímssonar. þeir gátu bjargað honum með því að styðja hann opin- berlega og með áhrifum blaðsins. En báðir flúðu af hólmi. Jakob fór austur og norður um land og til Akureyrar. En hann þorði ekki að vera þar, sem næðist í síma, held- ur flúði út í Grímsey — auðvitað til að endurskoða bankana þar — meðan verið var að krossfesta Sig- urð í Reykjavík. Páll Steingrímsson vildi ekki vera eftirbátur Jakobs um drengskap og gat þess í blaði sínu alveg ótilneyddur nema til að þjóna sínum innra manni, að Sig. Eggerz hafi fengið 39 atkvæði í íhaldsfélag- inu. Mbl. on Jón í Stóradal. Mbl. er dögum oftar mcð væmið lof um Jón í Stóradal, og heldur því fram og telur lionum til ágætis, að hann hafi stundum vcrið með íhald- inu móti umbótamálum Framsóknar. Og eftir að Jón kom af þingi í vor, létu Hafsteinn á Gunnsteinsstöðum og þorsteinn kaupmaður í ljósi við Framsóknaraienn, að Jón væri að verða þeim svo geðþekkur að þeir hygðust vel geta kosið liann til þings. En öll þessi ummæli um Jón virðist vera sviksemi ein og tálbeita. íhaldinu í Húnaþingi gafst tækifæri í vor til að sýna Jóni í Stóradal sóma. Rétt um sama leyti og Mbl. byrjaði að hæla Jóni sem mest, átti að kjósa fulltrúa á Búnaðarþing í Húnaþingi. Jón í Dal var í kjöri fyr- ir Framsókn en, frændi hans Jón á Akri fyrir íhaldið. Nú gat íhaldið sýnt að það vildi standa við lof sitt um Jón í Stóradal, með því að kjósa hann. En því var ekki að heilsa. íhaldið beitti öllu afli til að fella hann og tókst það. — Og þó var enginn val'i á að Jón á Akri var miklu siður fær til að gegna þessari stöðu en Jón í Dal. — En þett'a dæmi sýnir að fleirum verður hált á svelli við vinmæli íiialdsins heldur en brosandi píslarvottum. Norðlendingur. íhaldið og Austurland. íhaldið hefir sérstaklega löngum til að gera lífsbaráttu Austfirðinga erf- iða. Allir vita að íhaldsmenn ráða Einmskipafélaginu, og ár eftir ár hefir þetta félag vanrækt Austur- land, svo að nú má sá fjórðungur heita samgöngulaus. íhaldið barðist á móti kaupi á nýju strandferðaskipi með kælirúmi. En vitað var að það skip var fyrst og fremst keypt vegna þeirra héraða, þar sem landsam- J göngur voru erfiðar, en sæmilegar j hafnir. — Nú i haust batt M. G. strandferðaskipið við hafnargarðinn einmitt þegar það átti fyrir höndum ferð til Austurlands og þingm. Aust- firðinga höfðu allir (nema Haraldur) greitt atkvæði með þungum sköttum til samgangnanna. Ekki er betra um andlengu hliðina. Ráðherrar ihalds- ilokksins sviku i mörg ár að byggja Eiðaskóla og létu sandinn fjúka út í túnið. Og þegar Framsókn tók mál-- ið upp var fyrst felld með öllum at- kv. íhaldsins i Nd. tillaga um 60 þús. kr. i byggingu á Eiðum. En það ár fékk Jón þorl. miljónir fram yfir áætlun í ríkissjóð, svo að ekki var fátækt um að kenna. pá myndaði J. J. samtök í þinginu um að bjarga Eiðum, og við 3. umræðu fjárlaganna í Nd. tókst öllum andstæðingum íhaldsins að koma í gegn 56 þús. kr. fjárveitingu til Eiða og fyrir bað var byggt. Allir íhaldsmenn í deild- inni greiddu atkvæði móti Eiðabygg- ingunni nema einn auðnuleysingi úr þeirra hóp, sem var svo settur, að af kosningaástæðum varð hann að vera með. En hinir, setn ekki áttu þing- sæta að gæta sýndu vilja flokksins. Síðar tókst J. J. að fá einhvem glæsilegasta og mest eftirsótta menntamann landsins sem skóla- stjóra að Eiðum. En ekki er vitað að ihaldið hafi gert neitt fyr eða síð- ar nema til að draga þann skóla niður. — Ekki tók betra við þeg- ar J. J. hreyfði fyrst þeirri tillögu að undirbúa húsmæðraskóla á Hall- ormsstað, þá reis allt íhaldið í Ed. »PP og enginn var óþarfari málinu en kvenmaður íhaldsins. Meðan íhaldið gat, hindraði það skólabygg- mgu á Hallormsstað. En á siðasta kjörtímabili var reistur þar hinn glæsilegi husmæðraskóli, eingöngu fjuii forustu og áhuga Framsóknar- manna. Nú dást allir að því að hafa skóia þar og á sumrin streymir fólk hvaðanæva af Austfjörðum til að dvelja þar. Hallormsstaður er á góð- um vegi með að verða fyrir Aust- fiiði það, sem þingvellir eru fyrir Reykjavík. Ekki sá íhaldið það fyrir. En þegar Austfirðingar koma saman á fund til að ræða áhugamál sín, fá þeir þá kveðju frá Reykjavíkuríhald- inu að „livergi á landinu eigi heil- brigð skynsemi eins erfitt uppdráttar og á Austurlandi . Kuiinuyur. Einn öðrum meiri. Nýlega spurði ritstj. Mbi. að því, hversvegna þyrlti að hafa útvarps- stjóra, úr því að annað starfsfólk ynni á skrifstofum útvarpsins, að fréttasöfnun, á viðgerðarstofu, að verkfræðilegum störfum og í útvarps- sal. í Mbl. í dag ritar eitt af gáfna- ljósum blaðsins speki, sem yfirstíg- ur sjálfa ritstjórana. Maður sá undr- ast það, að hann liefir séð viðtæki á viðgerðarstofu útvarpsins, sem tek- ur til viðgerðar biluð tæki víðsvegar að af landinu. Og liann undrast það, að hann hefir séð viðtæki í heild- söluverzlun ríkisins með slík tæki. Sýnilega telur þessi maður að út- varp eigi að reka án viðtækja og þá vitanlega óþarft að gera við biluð tæki. — Að þessu gáfnafari athug- uðu, er sízt að furða, þó þessi sami maður hneykslist á því, að gengið sé eftir þeim gjöldum, sem rekstur útvarpsins hvílir á að nálega öllu leyti. „Sýkt stjórnarfar'1. „þegar fram kemur opinberlega þung ákæra á hendur embættis- manni rikisins, þá á þjóðin heimt- ing á að fá að vita hið sanna í málinu. Sé þagað um málið og ekk- ert aðhafst, sýnir það spillt og sýkt stjórnarfar, sem þjóðin getur ekki búið við“. — þannig farast Mbl. orð 25. f. m. Tilefnið er það, að Valtýr þykist hafa séð útvarpsstjórann aka í bíl á götum Rvíkur og elur í brjósti nagandi grunsemdir, að út- varpið kunni ef til vill að kosta þennan bæjarakstur að einhverju ieyti. Hvernig iýst mönnum á þessa siðferðispré'dikun þessa tilefnis í dólkum biaðsins, sem varði atkvæða- falsarana í Hnífsdal eftir ítrasta megni allt að dyrum hæstaréttar, sem hefir gert hverskonar afbrota- menn að séi'stöku ástfóstri sínu, sem styður hinar hneykslanlegu yf- irhylmingar Magnúsar Guðmunds- sonar í íslandsbankamálinu og máli borgarstjórans í Reykjavík og sem er málgagn þess „æðsta varðar laga og réttar", sem er nú yfirheyrður þessa dagana fyrir „meinta" þátt- töku í fjársvikamáli. — Mbl. ætti að forðast að bera sér sannmæli í munn. þau hljóta ávalt að verða sár snoppungur á i’itstjóra þess, sem liafa fyrir löngu gengið á mála hjá spillingaröflum þjóðfélagsins. Áhorfandi. -----e------ Frá Spáni. Yfirmaður tollmálanna á Spáni hefir í viðtalí við United Press skýrt frá því, að viðskipti Spánverja og annara þjóða séu mikið að aukast. Á undanförnum mánuðum hefir verið um mikinn viðskiptabata að ræða, segir hann, bæði að því er snertir útflutning á spánvei-skum afurðum og innflutn- ing á afurðum annara ianda. Ut- flutningur á ávöxtum hefir verið óvenjulega mikill. Innflutningur á afurðum, s.em Spánverjar verða að kaupa frá öðrum þjóðum, hafa auk- izt. t. d. hveitiinnflutningur frá Argentínu. Sömuleiðis innflutningur á vélum og hráefnum. — Toll- tekjurnar á fyrsta fjórðungi yfir- standanda árs voru miklu meiri en á sama tím.a í fyrra og miklu meiri en ráð hafði verið gert fyrir í fyr- fram gerðum áætlunum. Innlend Amerískar líftryggingastofnun Jarðeplatkóflur og jarðeplagref Margt þurfum vér að sækja til annara þjóða. Auðsuppsprettur landsins eru fáar. Hagsmunastarf- 'semi vor miðar því aðallega að því að hagnýta sem bezt vor eigin nátt- úrugæði, fiskimiðin, landrýmið og frjósemi jarðvegarins, til þess að geta miðlað öðrum þjóðum af þess- um auðæfum og endurgoldið það sem vér þurfum til þeirra að sækja. Eigi að síður getur það oft verið álitamál, hvort vér ættum ekki að keppa að því, að verða sjálfum oss nógir að einu eða öðru leyti. Ef vér lítum til baka til liðinna ára, munum vér fljótt komast að raun uyn, að oss hefir á allmörgum svið- um tekizt að stofna og starfrækja innlend fyrirtæki sem eru fær um að standast samkeppni við erlendar stofnanir af sömu tegund. Og má tvímælalaust telja það þjóðlmgsleg- an ávinning. þess gerist ekki þörf að nefna dæmi þessu til stuðnings, þar sem þessir landvinningar á sviði atvinnulífs vors munu vera flestum í fersku minni. En eigum vér ekki enn ónumin lönd í þessum skilningi, sækjum vér ekki ennþá til erlendra þjóða ýmis- logt, sem vér .erum sjálfir færir um að afla? þeirri spurningu svara ég hiklaust jótandi. Breytingar þær, sem liafa orðið á atvinnuháttum vorum hinn síðasta mannsaldur hafa stöðugt skapað ný verksvið og munu halda áfram að gera það írmvegís. Á öllum sviðum þar sem möguleikar eru fyrir oss að stand- ast erlenda samkepjmi, verðum vér að beita kröftum vorum og atorku, ef vér viljum ekki verða fjárhags- lega ósjálfbjarga. Hér skal aðeins bent á eitt slíkt svið, en það er starfræksla inn- lendra frjálsra líftrygginga. Hér starfa nú allmargar erlendar líf- tryggingarstofnanir, sumar með góð- um árangri. því skyldi þá eigi mega takast að stofna til innlendrar líf- tryggingarstarfsemi? Er nokkur á- stæða til að ætla, að vér kysum fremur að leita til erlendra iíftrygg- ingarfélaga, ef vér ættum völ á að tryggja oss hjá innlendri trygging- Hverg’i betra urval af allskonar handverktærum, Samband ísl. samvinnufélaga Tryggið aflelns hjá. islensku fjelagi Pósthólf Símnefni Incurance BRUNATRYGGINQAR (hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 254 SJÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 542 Framkvæmdastjðri: Sími 3011 Snúið yður til Sjóvátryggingafjelags Islands h.f, Eimskipafjelagshúsinu, Reykjavík P.WJacobsen&Sön Timburverzíun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bíeði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annast pantanir. :: :: :: EIK OG EFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: AVMEM0LLEN mælir með sínu alviðurkennda RtJGMJÖLI og HVEITI. Meírí vöriigæðí ófáanleg S.X.S. slciftir elxa.g-öxLg-u. "v l 5 o.'kilcui.r Seljum og mörgum öðrum íslenzkum ver-,li num. arstofnun? Nei, siður en svo. Miklu fremur hygg ég, að vænta megi að meginþorri þeirra manna, er kaupir sér nýjar líftryggingar myndu snúa sér til innlendu stofnunarinnar, ef siík stofnun væri fyrir hendi, en þá væri framtíð þeiri'ar stofnunar vel borgið, því svo algengt er það nú orðið hér að tryggja líf sitt, það sýnir oss reynsla hinna erlendu líf- tryggingarfélaga, sem starfa hér á landi. En þetta mál hefir aðra hlið, sem vafðar þjóðina í heild sinni. Af starfsemi líftryggingarstofnana leiðir söfnun mikilla sjóða, sem verja má til útlána. þetta verður augljóst, ef ■menn athuga', að það líður að jafn- aði langur tími frá því, að iðgjöldin fyrir ákveðna líftryggingu innborg- ast og þar til tryggingarupphæðin fyrir sömu tryggingu kemur til út- borgunar. Líftryggingarfélögin verða því að leggja mikinn hluta iðgjald- anna i sjóði, og hafa þau því árlega til umráða allmikið fé, er þau geta lánað út aftur til fjárragslegra ör- uggra stofnana. Líftryggingarstofn- anir líkjast að þessu leyti sparisjóð- um, sem geyma og ávaxta sparifé þjóðarinnar, og þarf vonandi ekki að skýra það fyrir mönnum hve mik- ið óhagræði það er fyrir atvinnulíf vort að vér látum erlendar stofnanir ráðstafa þessum spariskildingum vorum. Hér nægir því að benda á, að yfirfærsla iðgjaldanna eykur oftirspurn eftir erlendum gjaldeyri, þannig, að viðskiftajöfnuður vor við útlönd verður óhagstæðari en ella mundi, en rýrir aftur á móti hand- bært fé til útláns innanlands, en skortur á slíku fé heldur við háuin vöxtum á útlánsfé innanlands, jafn- framt þvi sem vér greiðum háa vexti af erlendu lánsfé. Hin erlendu líftryggingarfélög sem hér reka iíftryggingarstarfsemi geta auðvitað, ef þau sjá sér hag í því, á- vaxtað þetta sparifé vort innanlands og gera það ef til vill að einliverju leyti, þótt meiri lílcur virðist vera til þess að það sé ávaxtað erlendis, þar sem fjármálastjórn þessara stofnana hefir aðsetur sitt. það leiðir auðvitað af sjálfu sér, að allur hagnaður af líftryggingar- starfsemi hér á landi lendir í vösum útlendinga á meðan þannig er á- statt, auk þess sem vér greiðum nokkurn hluta af stjórnarkostnaði þessara erlendu stofnana og veitum á þann hátt útlendingum atvinnu við störf, sem .vér erum sjálfir færir um að leysa af hendi. Af framanskráðu verður það aug- ljóst mál, að oss ber að vinna kapp- samlega að því að gera líftrygging- arstarfsemina innlenda. Tilgangurinn með grein þessari er ekki einungis sá, að gera grein fyrir þessum afleiðingaríku mistökum í atvinnulífi voru, sem uauðsyn ber til að allir taki afstöðu til, heldur milclu fremur hinn, að sameina þá krafta, sem hafa vilja og mátt til þess að vinna að því að koma á fót innlendri líftryggingarstofnun. Enginn, sem hefir áliuga á þessu máli, má draga sig í hlé. Árni Björnsson. -----0----- . .Úr borgunum til sveitanua. Hér í blaðinu var skýrt frá því fyrir nokkru, að í Bandaríkjunum flytti fólk nú sem óðast úr borgunum í sveitirnar. Samskonar fréttir bcrast nú frá þýzkalandi. Hafa skýrslur um fólksflutninga þar í landi nýlega verið birtar. Af 27 borgun, sem hafa yfir 200 þús. íbúa, voru aðeins 5, scm ekki höfðu minnkandi íbúatölu síðastliðið ár. „Brezka safnið“ og blöðin. Fyrir allöngu sáu menn fram á, að vegan þrengsla yrði að gera ein hverjar ráðstafanir til þess að bæta úr þrengslunum í bókasafni „Brezlca safnsins". Bóka-, tímarita- og frétta- blaðaoign safnsins jókst ár frá ári. Varð loks eigi hjá því komist að gera víðtækar ráðstafanir til þess að bæta úr vandræðunum og var það gert með því að reisa nýtt stórhýsi fyrir fréttablaðasafn „Brezka safns- ins“. Hús þetta er fullsmíðað fyrir ikömmu og var nýlega opnað til afnota. Var húsið reist í norðurjaðri Lundúnaborgar. þar eru nú til af- nota .eintök af öllum fréttablöðum, sem gefin hafa verið út á Bretlands- eyjum, nýlendunum, og ýmsum öðr- um löndum, allt frá árinu 1800. Bind- in eru alls 275 þús. og hillurnar, sem bindin standa á, eru alls 14 miiur enskar á lengd, en bindin vega sam- tals 20 þús. smálestir. Nægilegt rými er í húsinu fyrir þau fréttablöð, sem við bætast á næstu 50 Arum. Spánska þjóðþingið samþykkti 9. f. m. nýja landbúnaðarlöggjöf, þar sem m. a. er gjört ráð fyrir að skipta landseignum aðalsmanna í smájarð- ir. Með hinni nýju löggjöf greiddu atkvæði 318 þingmenn, eft 19 á móti. 1500 nýir stúdentar voru skrásettir til náms við háskólann í Osló og 150 við vélfræðiháskólann í þránd- heimi 1. þ. m. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.