Tíminn - 24.11.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.11.1932, Blaðsíða 2
198 TlMINN sýn. Hann ritai- hinura lánardrottn- unum og játar að Behrens geti ekki borgað þeim nema lítið brot af skuld- um. Hann játar þá hið stórkostlega gjaldþrot Behrens, en hann segir þeim ekki frá, að liann hafi fyrir fáum mánuðum aðstoðað Tofte við að draga tugi þúsunda úr búinu handa einum lánardrottni. En jafnvel þetta boð M. G. er blekking. það hjálpar aðeins til að koma samningunum við Tofte yfir hœttuna að vera riftað innan 6 mán- aða. En gagnvart hinum sviknu verða það stórsvik. þeir fá allir til samans eina rit- vél. Ef heitorð Mbl. og M. G. um að Hæstiréttur skuli sýkna hann af þessu framferði eru veruleiki, þá fer öryggi eignarréttarins í landinu að verða lítið. þess vegna er það, að allir sem eiga fé hjá öðrum, horfa með kvíða fram á veginn, ef sú yrði framkvæmd réttarfarsins hér á landi, að meginþorri allra lánardrottna yrði algerlega réttlaus gagnvart skuldu- nautum sínum, í hvert skifti sem einhver málafærslumaður úr íhald- inu yrði fenginn til að gera þá teg- und af samningum um eigna-„yfir- færzlu“, sem kunn er úr gjaldþroti Behrens. Dómur almennings er í þessu máli svo þungur og sterkur og almenn- ur, af því að menn finna fyrst og fremst til óskiftrar óbeitar á fram- komu Mag'núsar, og í öðru lagi, að ajlir, sem eitthvað eiga hjá öðrum, sjá sína sæng upp reidda ef Hæsti- réttur sór ástæðu til að löghelga, þó ekki van’i nema um nokkurra ára bil, viðskiftasiðgæði Behrens gjald- þrotsins. Ef svo færi, hlyti að hefjast í landinu hörð barátta móti gjaldþrota- sviksemi yfirleitt. Allir þcir, sem kynnu að unua réttarfari eins og það tíðkast í Norðurálfunni, utan Balkanskagans, og allir þeir, sem eiga fjármuni að verja, hlytu að sameinast í kröfunni um það, að Behrensgjaldþrotið verði það síðasta, þar sem einn lánardrott- inn fær allt, en hinir ekkert. Léleg vörn. Svo sem fram kemur í dómnum yfir M. G. ver hann sig með þyí að skuldirnar við skyldmenni og bankafirma eitt í K.höfn iiafi ekki þúrft að taka til greina og að H. Tofte hafi f. h. h.f. Carl Hoepfner gefið Behrens eftir kr. 6000,00, Hafi því Behrens átt fyrir skulduin og hin mikla eignayfirfærzla 7. nóv. 1929 ekki verið refsiverð. þessa vörn kveður Garðar þorsteins- son, verjandi M. G., algjörlega niður og hrekur þannig M. G. úr sínu eina vígi. G. þ. gengur, sem rétt er, út frá að kr. 6000.00 eftirgjöfin hafi raun- verulega ekki átt sér stað og skuid- irnar við bankafirmað og skyldmenn- in hafi orðið að taka til greina, auk þess sem auðsætt hafi verið að eign- irnar stóðu ekki raunverulega í því verði, sem þær voru færðar. Kemst G. p. þannig að þeirri niðurstöðu, að C. Behrens hafi vantað 30—40% til að eiga fyrir skuldum er eignayfir- færzlan fór fram. Morgunblaðið reynir nú aftur að krafsa í bakkann og rífa niður það sem G. p. hafði sagt og halda fram varnaraðstöðu M. G. þetta, hefir blaðið reynt að gera með fjórum staðhæfingum: 1. að gjaldþrot C. Behrens hafi orðið svo löngu eftir 7. nóv. 1929, að það hafi sannanlega ekki verið yfirvofandi 7. nóv. — En blaðið breiðir jafnframt yfir það, sem sann- að er með bréfi M. G. sjálfs, inn- færðu i dóminn, að það var hann sjálfur sem með samningatilraun frestaði gjaldþroti er það ætlaði að skella á, þegar eftir áramótin 1929. 2. Blaðið reynir að halda því fram, að skuldirnar við bankafirmað og skyldmennin hafi ekki átt að taka til greina — 7. nóv. En því er hins- vegar sleppt, að M. G. taldi þessar skuldir um vorið er hann vildi semja við hina skuldheimtumennina, sbr. bréf hans sjálfs. 3. Blaðið reynir að halda því fram, að efnahagur C. Behrens hafi batn- að við eignayfirfærzluna 7. nóv. Blaðið viðurkennir nú að móti kr. 6000.00 (eftirgjöfinni) og 480 kr. hafi C. Behrens verið reilcnað til skuld- ar á móti rúmlega 7040 kr. En blað- ið segir, sem rétt er, að C. Behrens hafi skuldað h.f. C. Hoepfner d. kr. 5000 minna en búizt var við, og AUGLÝSINGAR t T I M A N U M hafa meiri áhrif en í öðrum blöðum, af því Tíminn er lang útbreidd- asta blað landsins og flytur vanalega ekki meira af auglýsingum en svo, að allir sem sjá Tímann iesa auglýsing- ---— arnar líka. - ranglega að ekki hafi þurft að reikna með kr. 5500 skuldabréfi C. Behrens til h.f. C. Hoepfner. þetta er hvort- tveggja vísvitandi blekking, því þótt C. Behrens skuldaði h.f. C. Hoepfner þessari upphæð minna, þá skuldaði hann öðrum sömu upphæð meira (aukaútsvar og til vátryggingarfé- lags), svo sem líka segir í dómnum, og fyrir kr. 5500.00 lét II. Tofte C. Behrens gefa sér skuldabréf um leið og eignayfirfærzlan fór fram, svo það : var æði langt frá því að sú upphæð \ væri eftirgefin. það mun fæstum dyljast, að um óverjaiuli mál er að ræða þegar þau einu „rökin“, sem fram koma til vai'nar, eru alveg fullkomin ósann- indi og blekkingar. — Menn taki eftir því, að þetta er það eina, sem ffam hefir komið til varnar. Enda munu ýmsir aðstandendur Mbl. sjá það nú, að blaðinu hefði verið sæmra að láta mál þotta kyrrt liggja en að ráðast á dómarann með brigslyrðum og of- stopa. Aðalaíriðin(!) að dóini Morgunblaðsins. það er ekki ófróðlegt að athuga, hvað það er, sem Mbl. finnst skipta mestu máli til að skera úr um það, hvort M. G. sé sekur eða saklaus af ákæru réttvísinnar. Hér skulu nefnd .nokkur, atriði, sem blaðinu hefir orð- ið tíðræddast um undanfarua daga: 1. Að dómurinn hafi verið afritað- ui' og blöðum leyft að birta afritið. 2. Að skjöl, sem bir't eru í dómn- um, hafi verið þýdd úr dönsku á ís- lenzku (af eiðsvörnum skjalaþýð- anda). 3. Að Hermann Jónasson lögreglu- stjóri sé einn af fimm meðlimum bæjarráðsins i Reykjavík, sem ekki er vitanlegt, að hafi haft neitt með mál M. G. að gjöra. 4. Að H. J. sé í ríkisskattanefnd og í stjórn landssmiðjunnar. 5. Að H. J. hafi átt „liúseignir" í Reykjavík og þessar „húseignir" sé hann búinn að selja (sem raunar er alveg lilhæfulaust; því að H. ,J. hefir aldrei átt neinar „húscignir" til að seljal). 6. Að II. J. hafi á s. I. sumri látið byggja hús við Laufásveg' og búi nú í þessu húsi (sattl). 7. Að II. J. hafi fengið leigða mýri „suður með sjó“ ,og að útlit sé fyrir, pð búskápur muni bera sig betur á þcssari mýri, en nú eru dæmi til bæði þar og annarsstaðar! Sknldamð.1 bænda Dæmi þau, sem nefnd eru hér að framan, ættu að sýna, hversu glöggt auga Mbl. hefir fyrir . því, hvað þýðingu hafi í dómsmálum(!), og liversu mikið blaðið muni hafa af i'ökum til að bera fram M. G. til varnar. Menn geta reynt að gera sér í hug- arlund, livaða þýðingu það myndi hafa í rökræðum um dóminn i þessu gjaldþrotamáli, þó að Tíminn t. d. gæfi skýrslu um jarðeignir Magnús- ar Guðmundssonar á Snæfellsnesi(!), eða eitthvað annað, sem álíka mikið kemur við því, sem hér er um að ræða! ----o----- „Sporln hræða". Síðan Garðar þorsteinsson gerði hina alkunnu skissu í varnargrein- inni fyrir M. G. í Mbl., hefir enginn af lögfræðingum íhaldsins fengizt til að skrifa um málið nema M. G. sjálf- ur, vitanlega nafnlaust, en að því er sumir álíta, með aðstoð Jóhannesar fyrv. bæjarfógeta. Kvað Garðar hafa iðrast mjög eftir frumhlaupi sínu, og M. G. sárnað stórlega, sem von cr, því að G. þ. var vorkunnarlaust að láta málið í friði, alveg eins og Mbl. hefði líka getað gjört M. G. mikinn greiða með því að þegja um málið og forðast þannig opinberar umræð- ur. Annars er grein sú, sem birtist i Mbl. í gær, alls ekki svara verð, þar sem hún er lítið annað en skætingur um dómarann og þau atriði, sem þar minnst á og nokkru máli skipta, marghrakin áður hér í blaðinu. Krcppan hefir komið enn harðar niður á landbúnaðinum, heldur en öðrum atvinnuvcgum hér á landi. Bændum og ölíum, sem til þekkja í sveit er ljóst, að gera verður al- sérstakar bjargarráðstafanir nú' i vet- ur, vegna verðfallsins á aðalfram- leiðsluvörum bænda. Um þetta getur vafalaust orðið samkomulag. En hvernig sem bjarg- ráðin verða, koma þau frá þjóðfélag- inu. Til að hjálpa þarf landið fé, hvort heklur sem hjálpin kemur að nokkuð miklu leyti fram í sérstakri lækkun vaxta, eða í sambandi við nauðasamninga eða á annan hátt. Ég hefi verið á nokkrum Fram- sóknarfundum nú nýverið, þar sem þessi mál hafa verið rædd. Mér hefir ' irzt gott samkomulagmeðal greindra og gætinna manna um fjögur atriði: 1. Að leggja nú í vetur skatta á miklar tekjur, þannig að um næstu 2—3 ár yrði engum manni leyft að hafa til persónulegra.r eyðslu, nema það sem hæfilegt mætti telja i harð- æri. Sömuleiðis að skatta eyðslu eins og kvikmyndasýningar, kaffihúsalíf o. s. frv. þessa nýju skatta ætti að hafa t.il að létta vöxtum, og að ein- hverju leyti skuldum af bændastétt iandsins. 2. Að þingið gefi Landsbankanum íullt vald (il að ráða innláns og út- lansvöxtum í öðrum bönkum og sparisjóðum, koma innlánsvöxtum niður í 3% og lækka útlánsvexti í samræmi við það. 3. A.ð hætta að taka útleiui eyðslu- ián, sem kreppuráðstöfun, eins og gert var 1921 vegna íslandsbanka. 4. Að Alþingi legg-i fyrir bankana að selja ekki nýjum eigendum um mestu 5 ár, þær jarðir, er þeir kunna að taka nú i kreppunni, vegna greiðsluvanskila. Ég nefni þessi ati'iði sem dæmi um þau úrræði, sem ég liefi orðið var við að fram hafi komið hjá sam- vinnubændum landsins í hinum miklu vandræðum. J. J. Kvedia Kæru Súgfirðingar! Innilegar þakkir vottum við hjónin ykkur öllum, bæði fyrir stórgjafir og margháttaða vin- semd auðsýnda okkur í sambandi við burtför okkar úr Súgandafirði nú í haust. Vottum við þakkir bæði íþrótta- félaginu „Stefni“, kvenfélaginu „Ársól“ og öllum, ungum og gömlum, er heiðruðu okkur með dýrmætum gjöfum og hlýjum kveðjuorðum, er báru vott um mjög mikla vinsemd og vinarhug i okkar garð. Heill og blessun fylgi ykkur jafnan og störfum ykkar. Þóra og Friðrik Hjartar. ----o----- Aíritin af dórnnum. Mbl. ei' nú hætt að lialda fram þeim ósannindum, að M. G. hafi ekki íengið afrit af dómnum, enda var frá þvi skýrt liér i blaðinu, að af- ritið hel'ði vei'ið sent til hans nokkr- um mínútum eftir að dómur var upp kveðinn. Nú scgir Mbl., að Tíminn hafi ícngið sitt afrit á undan Magn- úsi. En blaðið er búið að gleyma því, að það hefir sjálft áður sagt, að þet.ta afrit hafi ekki verið komið til Tímans fyr en eftir hálfa klukku- sttind! Hver verður næsta útgáfa blaðsins af sannleikanum um þetta aukaatriði? það, sem vitanlega skiptir má-li i þes.su sambandi er, að Tíminn birti ekki dóminn fyr en daginn eftir að komin var út svæsin árás á lögreglustjórann með einni stærstu fyrirsögn, sem sézt hefir í Mbl. Ilinsvegar hafði það auðvitað verið óverjandi að láta Mbl. beia út ósannindi um dóminn í marga daga án þéss að það rétta kæmi í ljfs. Og af þvi að ritstjóra Tímans er kunn framkoma Mbl. í slíkuin til ellum áður, þótti honum ekki ástæí ulaust að trvggja sér afritið í tíma til að hafa við ' hendina, ef á þy/'íti að halda. — Annars má skýra 'rá því úr því að Mbl. er að fárast yfi ■ þessu, að þegar hæstaréttardómurinr í máli Jóhannesar bæjarfógeta var kveðinn upp á sínum tíma virtust v ira til í Kaffikæiisue Ma V Aknreyrl framleiðir kaffíbæti í stöngum og kaífí- bætisduft, sem selt er í smápökkum. — Kaííibætir þessi hefír náð ótrúlegum vin- sældum og útbreiðsiu á þeím skamma tíma, sem líðínn er síðan hann kom á markaðínn, enda eingöngu búinn til úr beztu hráefnum. Fæst hjá öllum kaupfélögum landsins og mörgum kaupmönnum. Samband ísl, samvineuíél. Ný béfa, Alríkísstefnan eftii? Ingvar Sigurðsson Fæst í bökaverzlunum >\k0 A Sv/a Sjáffs er hollust Kaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekld dýrarí. Reykj.'ivík. Sími 249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á hrauð) ávalt fyrir- hggjandí: Hangibjúgu (Spegép.) nr. 1, giid Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sn itð a- H a n g i b j ú gu. gi I d, Dn mjó, Soðnar Sví na-.iulhipy Isu r, Do. Kálfa-n: ílupylsur, Dn. Sauðn-mllupylstir, Do. Mosaikpylsur, Do Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, í)o. Skinkupvlsur, Do. Hamborearpylsur, í> o. Kjfttpylsur, Do. I.ifrnrpylsur, Do. Lyonpvlsur, Do. Cervelntpyisur. Vönir þcssar eru nllar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- , ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sfiridar, og pantanir afgreiddar um allt land. réttinum nóg afrit af honum, og fékk Timinn, eftir ósk, eitt af þeim, rétt eftir að dómurinn var upp kveðinn. 1 Tímanum datt vitanlega ekki í hug að hneykslast á þcssu, þó að hann hinsvegar teldi dóminn harla athuga- verðan. Er það og vitanlega fremur lofsvért en lasts og ætti beinlínis að krefjast þess, að dómstólar geti sem fljótast látið i té afrit af dómum, scm eftirtekt og umtal hafa vakið til að koma í veg fyrir missagnir og ósannindi, sem stafað geta af mis- skilningi. Ritstjóri: Gísll Guðnraudsson. Mímisvfg 8. Sími 1245. Prentsmlðjsn Acta. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápo, raksápu. þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skosvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagmáburð, fægi- lötr og kreólins-baðlög. Kanptð HREINS vörur. þær eru löngu þjóðkunnar og fást. í flestnm verzlunum landsins. Hi. Hreínn SkúIaBrötn. Iteykja'fk. Sími 1325. FERÐAMENN som koma til Rvíkur, fá her- borgi og rúm með lækkuðu vcrði á Ilverfisgötti 82. SKRIFSTOFA í'R AMSÓKN ARFLGKKSINS er á Amtmaniisstig 4 (niðri). Símí 1121.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.