Tíminn - 24.11.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.11.1932, Blaðsíða 1
©jalbfetí 09 afgrci&slumaður í í m a n 3 íf Hannneia, þorsteinsöóttir, €a>fjaraötu 6 a. KeyfjaDÍf. ^rCfgreiböía íi :n a n s er í Sœfjaraötu 6 a. (Dpin baa,lea.a fl. 9—6 Sími 2353 XVI. árg. Reykjavík, 24. nóvember 1932. ¦'ljjfl 1 1 54. blað. Afsfala bænda tif besnna skatta og bréf Sigurðar á Veðramóti tii Morgunbl. Sig. Á. Björnsson bóndi á Veðramóti hefir skrifað Mbl. bréf, sem birt er í blaðinu þ. 20. þ. m. 1 bréfinu er sagt m. a. að Fram- sókarfl. og jafnaðarmenn elti uppi með „bandvitlausum álögum þá, er standa eitthvað upp úr svaðinu" og að þetta lýsi sér meðal annars í því frumvarpi, sem flutt hafi verið um skattauka „á bændurna" „og svo frá síðasta þingi 25% skattviðaukann, sem nú er verið að skrúfa okkur bændurna til að borga". Með þessu hyggst Sigurður að sannfæra bændastéttina um það, að hættulegasta og óréttlátasta skattamálastefnan fyrir bændur sé álagning beinna skatta, t. d. tekju- og eignarskatts, og að með hækkun þeirra sé verið að skattleggja bændur yfirleitt. Þetta hlýtur Sigurður á Veðra- móti að gera á móti betri vitund. Munu menn sannfærast um það með því að athuga eftirfarandi staðreyndir. Verður eigi annað sagt en 'að Sigurður sé í þessu máli „einfaldur í sinni þjónustu" við flokksbræður sína í kaupstöð- unum, hálaunamenn og kaupmenn og aðra, sem tekju- og eignar- skattsviðbótin hittir. Frumvarp það, sem Sigurður nefnir „frumvarpið um skattauk- ann á bændurna" er sýnilega frumvarp um viðbótar tekju- og eignarskatt, sem flutt vár af 2 Framsóknarmönnum á sumar- þingi 1931. Samkv. því frumvarpi átti enginn gjaldandi að greiða skatt, sem hafði undir 4700 kr. hreinar tekjur eða undir 30 þús. kr. eign skuldlausa. Og ef um mann með meðalf jölskyldu var að ræða (3 börn og konu) þá bar að greiða af minnst 6900 kr. tekjum. Hvað heldur Sigurður, að margir bændur hefðu þurft að greiða skatt samkvæmt þessu frumvarpi, sem hann kallar „um skattaukann á bændurna"? Það mun vandfundinn sá bóndi, sem hefir af búskap einum haft jlíkar tekjur. Aðeins nokkrir efn- uðustu bændurnir hefðu þurft að greiða fáar krónur í viðbótar- eignaskatt samkv. frumvarpinu. . Allir, sem. þekkja til um af- komu bænda vita það, að þeir hafa langflestir svo litlar hrein- ar tekjur haft árið 1931 að þeir greiða engan tekjuskatt fyrir það ár hvað þá heldur aukaskatt sam- kv. lögunum frá síðasta þingi. Samkv. skattskrá Skarðshrepps fyrir 1931, sem legið hefir frammi almenningi til sýnis, og hefir því eigi inni að halda nein leyndar- mál fremur en aðrar skattskrár, er Sig. á Veðramóti eini maðurinn í þeim hreppi, sem greiða á við- bótarskattinn í ár og það nokkrar krónur. Sést bezt á því hver hæfa er í tali Sigurðar um að bændur séu almennt „skrúfaðir" til að greiða skattaukann. En hverjir eru það þá, sem greiða eiga viðbótarskattinn að- allega? Það eru hálauna og há- tekjumennirnir. Einn kaupmaður í Reykjavík á að greiða í viðbót- arskatt rétt um 3500 kr. af gróða sínum, og ýmsir hálaunamenn í Ýmsar MUgleiðingar um dóminn Reykjavík um 500—1000 kr. hver, menn, sem hafa yfir 20 þús. kr. í tekjur á ári. Þetta eru menn- irnir, sem „standa upp úr svað- inu", og greiða skatt þann, sem Sigurður á Veðramóti er að reyna að telja bændum trú um að á þá sé lagður. Ummælum Sigurðar á Veðra- móti um skattamálin og bændur og tilraunum hans til þess að slá ryki í augu bænda í þeim efn- um, hefði ég eigi svarað ef þau hefðu eigi verið einkennandi fyr- ir málflutning þeirra manna, sem halda því fram, að bændur eigi samleið með íhaldsflokknum í skattamálum og öðrum fjárhags- málum. Það er vitanlegt, að aðstaða stétta til þjóðmála fer og á að fara mjög eftir efnahagsaðstöðu þeirra í þjóðfélaginu. Ef raunin er eigi sú, þá kemur það oftast af því, að mönnum hefir verið villt sýn. Sigurður á Veðramóti er að reyna að villa bændunum sýn. En það mun eigi takast. Bændur vita það, að þeir eru yfir- leitt með allra tekjulægstu mönn- um þessa lands, og að þeir mega allra sízt við því, að þeir tekju- aukar, sem nauðsynlegir eru rík- issjóði séu lagðir á sem tollar á nauðsynjavörur. Bændum er það einnig kunnugt, að í landinu eru æði margir menn, sem háf a tí- og þrítugfaldar tekjur, og þar yfir, á við meðal bændur, og að þessa menn snertir kreppan ekki neitt, „þeir standa upp úr svaðinu". Þeir halda uppi eyðslulífi í land- inu. Af þessari vitneskju bænd- anna um ósamræmið í tekjum manna í landinu og kjörum hljóta að spretta kröfur frá þeim um það, að auknum þörfunl ríkissjóðs ins á þessum tíma sé fullnægt með því að jafna þetta ósamræmi þ. e. með ríflegum viðbótar tekju- og eignaskatti á hærri tekjur og eignir og með því að skattleggja þá eyðslu, sem á sér stað í land- inu umfram eðlilegar þarfir. Bændum mun það einnig ljóst, að vegna þess að íhaldsflokkur- inn er fyrst og fremst flokkur þeirra, sem betri hafa efnahags- aðstöðuna í landinu, þá mun hann standa fast á móti öllum kröf- um þeirra um verulega álagningu skatta á hærri tekjur og eignir. En bændur verða að krefjast þess af fulltr;um sínuiri á Alþingi, að þeir láti slíka andstöðu ekkert á sig bíta og komi málinu fram. Eysteinn Jónsson. „pað, sem vofir yfir". Mbl. segir í gær (í grein, sem sýni- lega er eftir M. G.), að „þó að honum (þ. e. lögreglustjóranum í Reykja- vik) yrði vikið úr embœtti, þá er það ekki annað en það, sem vofir yfir hverjum embœttismanni"*)(!). Æski- legt væri vegna embættismanna landsins yfirleitt, að greinarhöf. Mbl. gefi frekari skýringu á því, hvað í þessum ummælum á að felast. Á að skilja þetta svo, að allir embættis- menn landsins hafi unnið til brott- rekstrar? Eða á kannske að skilja þetta sem bendingu um stjómar- stefnu hins nýja dómsmálaráðherra gagnvart starfsmönnum landsins, et þeir verða honum ekki þóknanlegir? Dómur almennings. Erlendir kviðdómar pað fyrirkomulag á dómstólum er kviðdómur nefnist, er nú notað um næstum alla Evrópu nema hér á Is- landi. Valdir eru úr hópi alls almennings 12 menn (verkamenn, bændur, sjó- menn, kaupmenn, smiðir o. s. frv.), og hlusta þeir á vitnaleiðslu í mál- imum, síðan er lesin upp fyrir þess- um dómendum lagagreinin, sem sak- borningurinn er kærður fyrir brot gegn, en og siðan víkja dómenurnir úr réttinum og bera saman ráð.sitt um stund. Koma svo i réttinn aftur og segi'r þ;í formaður þessara dómenda hvort sakborningurinn sé sýkn eða sekur. — Ef kviðdómurinn dæmir sakborning sekan, þá tiltekur lögfræðislegur dóm stóll hve mikil refsingin eigi að vera -- annað ekki. II. Hversvegna heíir þetta verið gert? Hversvegna nota nú flcstar þjóðir kviðdóm í stærri refsimálum líkt og Englendingar hafa gert um ald- ir og við gerðum í fornöld? pað er vegna þess, að þjóðirnar eru þeirrar skoðunai', að bezta réttarfarið sé það, sem er í samræmi við réttlætis- Ulfinningar fólksins sjtufs. JJess- vegna eru valdir fulltrúar frá al- menningi sjálfum til þess að segja uin hver sé saklaus og hver sé sek- ur. í kviðdóminum eiga að koma 1 'rani raddir almenningsálitsins. .. f þessuni dómum er talið meira ör- yggi en í dómum stofulærðu „júr- istanna", sem túlki lögin meira eða minna i ósamræmi við lífió sjálft. Mál M. G. héfir nú verið lagt fyr- ir almenning í þessu landi með ó- venjulega ítaiiegum og skýrum dóms- forsendum og birtingu lagagreinanna s'jálfra, Hver einstaklingur sem les dóminn og lagagreinarnar hefir því sömu aðstöðu og kviðdómandi meðal almennings erlendis. M. G. hefir svo sem landskunnugt er lýst þvi yfir, að hann eigi vísan sýknudóm í Hæstarétti og hinu sama hefir Mbl. lýst yfir. — pað er ekki undarlegt þótt þessi yfirlýsing veki mikla athygli um allt landið, þess- vegna er eins og á stendur mikil ástæða fyrir allan almenning í landinu að fylgjast. með þessu máli og dæma í því sjálfur, eins og almenningur raunverulega gerir í kviðdómunum erlendis. III. pcgar almenningur dæmir í þessu máli, verður hann að hafa hugfast hvaða verðmæti og hagsmuni verið er að vernda meö ákvæðum 263. gr. hegningarlaganna. Greinin segir að refsað skuli fyrir það með fangelsi ef skuldari sem hlýtur að sja gjald- þrot sitt yfirvofandi, mismunar skuldheimtumönnum sínum, þannig að hann notar það sem hann hefir • úndir höndum til þess að greiða sumum skuldheimtumönnum sínum fremur en öðrum. — petta er gert vegna almennrar tiltrúar i þjóðfé- laginu, þar sem fjöldi manna fer með lánsfé frá öðrum. — það er gert til þess að bankar, stofnanir og einstaklingar, sem lána fé, vörur eða önnur verðmæti, geti treyst því að skuldarinn, eftir að hann sér að hann á ekki fyrir skuldum og hlýtur að verða gjaldþrota, geti ekki- é laun greitt sumum skuldheimtumönnum allt eða næstum allt, en skilið sum- um eftir sama og ekkert upp í skuldir þeirra. — Ef slík mismunun væri ekki r&fsiverð, vœri líka tiltrúin í þjóðfélaginu veikt og öll lánsviðskifti sem þjóðfélagið hvílir nú á að miklu leyti gerð torveld eða næsta ómögu- leg. Með ákvæðum 263. gr. hegning- arlaganna er þjóðfélagið því að vernda eitt af fjöreggjum sínum. IV. Lesandinn setji sig nú í spor þeirra sem áttu hjá C. Behrens. Málið ligg- ur þannig fyrir, að einn af skuld- heimtumönnum C. Behrens hefir endurskoðanda til þess að fylgjast með gjaldgetu hans. — pessi endur- skoðandi aðvarar skuldareigandann, h.f. C. Hoepfner. Hann sendir hrað- j boða hingað, H. Tofte, til að tryggja j skuldina. C. Behrens spyr M. G. hvort þetta sé„,sér óhætt. M. G. ráð- leggur það og hjálpar til þess að þessi eini skuldheimtumaður fær á laun mestan hluta eignanna — og lianjQ sér um frestun á gjaldþroti C. Behrens þangað til ekki er hægt að rifta eignayfirfærzlunni og C. Behrens á eina ritvél handa öllum öðrum skuldhcimtumönnum sinum. Mundi þér, lesari góður, hafg, fund- ist þetta heiðarleg aðferð gagnvart þér el' þú liefðir átt nokkur þúsund hjá C. Behrens? — Ef 263. gr. hegn- ingaiiaganna nær ekki til svona at- hœfis, til livaða gagns er hún þá? El' sýkna á þá sem þetta gera, hyerja á þá að dæma fyrir brot á ¦m. gv.i Slvcr einasti maður ætti með al- úð ;tö liugsa um þetta mál og gefa gauni. V. það er fróðlegt að sjá hvei'nig Hæstiréttur hefir hingað til skilið og dæmt eftir 263. gr. þegar í hlut liafa átt minniháttar menn. Um þetta liefir birzt i Tímanum 12. þ. m. dóm- ur Hæstaréttar sjálfs frá 5. febrúar þ. á. í gjaldþrotamali smákaupmanns iiis N. N. j'ar stendur, eftir þvi sem upplýst i-i' í iorsendum undirréttar og Hæsta íéttardóms, þannig á: 1. Um áramótin 1929, segir í dómn- um, að samkvæmt efnahagsreikningi hafi „skuldii' umfram eignir verið orðnar króiiur 2664,85". 2. þar segir ennfremur að þessum smákaupmanni hafi mátt vera það Ijóst, að gjaldþrot var yfirvofandi, „sérstalclega með það fyrir augum, að aðaleignir hans auk vörubirgða, voru útista'ndandi skuldir, er ákærð- ur mátti vita, að voru ótryggar og vafasamar". 3. þessi smákaupmaður er svo dæmdur í fangelsi samkvæmt 263. gr. hegningarlaganna fyrir að greiða sumum skuldheimtumönnum sínum á árinu, þar á meðal einum kr. 7000, með þvi að selja vörur lágu verði. . pessi maður fekk tveggja mán- aða fangelsi og hefir þegar úttekið þá refsingu. 1. I raáli C. Behrens og M. G. eru skuldir umfram eignir kr. 25.768.61, 2. par ei*u og „aðaleignir hans auk vörubirgða útistandandi skuld- ir, er ákærður (þ. e. í þessu máli C. B. og M. G.) matti vita að voru ótryggar og vafasamar". 3. Ákærðir C. B. og M. G. greiða einum manni um 50 þús. kr. en fresta svo gjaldþrotinu unz aðrir fá eina ritvél. Er hugsanlegt, að nokkur dómstóll geti dæmt N. N. í tveggja mánaða fangelsi, en sýknað Behrens og M. G.? Viðskiptaöryggið. Sjaldan hefir hér á landi verið dæmdur dómur, sem vakið hefir jafn mikla eftirtekt og dómurinn um Behrens og M. G. Ihaldsmenn hafa gert allt sitt til að eyða málinu. Dómarinn hafði ekki starfsfrið við meðferð málsins né eftir á. Hann hefir gert skyldu sína, túlkað lögin alveg eins þó að ráð- herra ætti í hlut eins og hinn um- komulausi Behrens, sem öllum i- haldsmönnum er sama um. Ihaldið hefir ofsótt dómarann meira en dæmi eru til í siðuðu landi, nema þar sem auðhiingir Banda- ríkjanna eða glæpafélög á Balkan eru að verja kappa sína. pað er vitað, að reynt var fyrirfram að ógna dómaranum af mönnum, sem fylgja málstað íhaldsins. Magnús sjálfur ritaði hótunargrein í Mbl. og réðist þar með ósvifnum dylgjum á dómarann, og lét eins og hann hefði þá þegar einhverja tryggingu frá Hæstarétti, löngu áður en málið kom þangað og löngu áður en nokkur dómaranna vissi um málavöxtu, nema frá þeim ákærðu sjálfum. Fyr- irframloforð M. G. og íhaldsblaðanna eru móðgun við Hæstarétt. Mál Behrens og M. Guðm. bregð- ur ljósi yfir allt réttaröryggi í land- inu. Áður er sýnt fram á hversu hin sviksamlegu gjaldþrot koma nú i stað sauðaþjóínaðarmálanna. Með bættum efnahag og meiri menningu er sauðaþjófnaður orðinn fremur sjaldgæfur glæpur. En fjársvik i sám- bandi við gjaldþrot og sviksemi um lánsmál fer í vöxt Fyr á öldum gat þjóðfélagið ekki staðið nema sauðaþjófum væri hald- ið í skefjum. Nú getur ekkert þjóð- íélag staðizt, ef hin sviksamlegu gjaldþrot eru lögleyfð, þó ekki væri nema íyrir „beztu menn" í einum stjórnmálaflokki. Og hér er ekki um að villast málavextina. Behrens er gjaldþrota er hann byrjar verzlunina. Hann tap- ar á hverju ári. Einn lánardrottinn hefir leynilegar njósnir um fjárhags- vandræðin. þessi lánardrottinn sendir með leynd skuldkröfumann og heimt- ar að fa úr hinu óskifta, raunveru- lega gjaldþrota búi allt sitt. Endur- skoðandinn, sem þekkir málið bezt, ræður frá því. Hann veit að slikt verk varðar við lög — að hegningin fyrir slíkt verk er fangelsi. M. Guðm. fer aðra leið. Hann lok- ar augunum fyrir hættunni fyrir lög- brotinu og fyrir lögboðinni hegningu. Ef til vill treystir hann á vernd flokks síns, og það er raunar líklegt. En aumt er það mannfélag, þar sem slík mal eru gerð að flokks- máli. En hugsum okkur aðstöðu hinna inannanna, sem áttu fé hjá Behrens. Ef Tofte náði sínu úr óskiftu búi, þá urðu hinir afskiftir. Er réttur þeirra tryggður með ráðlagi M. G.? Víst ekki. peir fengu ekki neitt — nema eina ritvél. Ef slík yrði aðstaða mikils hluta lánardrottna í landinu, að einn iirifsaði til sín hlut allra, þá yrðu hinir afskiftu lánardrottnar eins sett- ir og bændur í hinum miklu þjófa- sveitum voru áður fyr. þeir misstu sauði sína til óhlutvandra manna. Nú gætu menn tapað þúsundum og tugum þúsunda við eitt sviksamlegt gjaldþrot, eins og það sem hér ræð- ir um. M. G. ráðleggur manni, sem var margfaldlega gjaldþrota, að láta einn lánardrottinn draga með leynd sitt fé úr þrotabúinu. En þessu mátti rifta innan 6 mánaða, ef hinir lánar- drottnarnir hefðu vitað hið sanna. En M. G. hjálpar til að villa þeim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.