Tíminn - 23.12.1932, Blaðsíða 1
©Jaíbfeti
09 afijreiðslumaður Cimans «T
Sannpei® þorsteinsðóttir,
Ca'fjargötu 6 a. HevfjaDÍf.
C i m a n s er f Cœf jarg,ötu 6 a.
(öpin ða^Iega fL 9—6
Simi 2353
X VI. árs.
Reykjavík, 23. desember 1932.
60. blað.
Ræða
flutt 1. desember af sr. Þorsteini Briem ráðherra
Hér í Reykjavík hafa stúdent-
ar gengist fyrir minningu full-
veldisdagsins. Er forganga stúd-
enta um hað efni orðin svo föst
venja, að hér í borg er 1. desern-
ber eigi síður helgaður áhugamál-
um stúdenta en minningu full-
veldisins.
Hér í höfuðstaðnum kemur oss
því að jafnaði ungur stúdent í
hug, þegar minnzt er á fullveldis-
v daginn. Þetta kemur a. m. k. að
því leyti vel heim, að þjóð vor
stóð einmitt sjálf í sporum ungs
stúdents hinn 1. desember 1918.
Það er bjartur tímadagur í lífi
flestra langskólamanna, er þeir
standa með nýju stúdentahúfum-
ar á skólatröppunum og fagna
hinu „akademiska“ frelsi, sem
svo er kallað.
Hverjum gömlum stúdent hlýn-
ar um hjartarætur, þegar hann
sér þennan ung'a hóp kveðja
menntaskólann og leggja með
æskufjöri og björtum vonum út í
lífíð, og þá venjulega til náms í
æðri skólum.
Hver gamall stúdent minnist
þá sín sjálfs. Hve honum fannst
þá mikið um sigurinn, eigi sízt ef
prófið hafði verið glæsilegt. Hve
hann var þá hjartanlega glaður
að hafa nú yfirstigið allar þraut-
ir, allt frá því er hann grét sem
smásveinn yfir latneskum mál-
fræðibeygingum, sem hann varð
að læra áður en hann fengi inn-
göngu í skólann, og þangað til
seinustu nóttina, sem hann vakti
við að lesa upp hið síðasta í
sjálfu stúdentsprófinu. Þá blasti
loks veröldin við honum víð og
björt. Þá hugði hann margt að
vinna. Þá ætlaði hann að láta í
mörgu til sín taka, er honum
gæfist færi á.
í þessum sporum hefir hver
stúdent verið. 0g í þessum spor-
um var hin íslenzka þjóð, þegar
lýst var yfir fullveldi landsins
hinn 1. des. 1918. Þann dag mátti
þjóð vor minnast margra þrauta,
er hún hugði að fullu yfirstignar.
Hún mátti minnast margra hörm-
unga, sem yfir hana höfðu dun-
ið, en hún hafði þó lifað af. Hún
mátti minnast hinnar löngu bar-
áttu, er hún hafði orðið að heyja,
til þess að öðlast frelsi sitt. Og
hún mátti minnast þess kapps og
áræðis, þess þols og dugnaðar, og
þeirrar miklu sjálfsafneitunar og
staðfestu, sem margir látnir syn-
ir landsins höfðu sýnt, áður en sá
sigur varð unninn.
Þann dag þóttist þjóðin hafa
leyst af hendi glæsilegt próf. Hún
hafði siglt fari sínu heilu gegnum
brimboða ófriðaráranna. Hún
hafði gert sjálfstæða samninga,
sem lögráða maður, við stórveldi.
Hún hafði siglt sínum eigin skip-
um milli heimsálfna. Og hún átti
þá hátt á 8. miljón inni í erlend-
um bönkum. Ýmsir landsmenn
töldu því, að þjóðin hefði átt
heimtingu á betra skírteini en
sambandslögunum 1918. — Þeir
bentu þar á nokkra „minusa",
sem væru ósamboðnar þjóðinni.
En þegar vér tölum um þá ágalla,
sem eru á sambandslögunum, þá
kemur mér í huga stúdentvottorð
mín sjálfs.
Ég minnist þess, að þegar ég
fékk það í hendur, fannst mér
minnstu skipta um allan megin
hluta þess. Þar voru einkunnir,
sem mér þá voru kunnar, en hefi
nú að nokkru gleymt. Hinsvegar
stóð í niðurlagi þess setning, sem
ég festi í huga, en það voru þessi
orð: „Hefir hann því náð þeirri
þekkingu og þroska, sem nauö-
synlegur er til þess að geta
stundað nám í æðri skóla“. Og
hvað sem líður einstökum ágöll-
um á því réttindaskírteini, sem
vér fengum með sambandslögun-
um, þá hefir það skírteini þó veitt
oss landsmönnum þau réttindi, i
sem mér þóttu mestu verð í stúd-
entsskírteini mínu: réttinn til
þess að geta stundað nám í æðri j
skóla.
Þjóðin hafði öldum saman far- j
ið á mis við „myndugrarétt“ sinn. !
Hún hafði síðan verið „hálfmynd-
ug“ um nokkra tugi ára. Loks 1918
varð hún fullveðja. Og þá fyrst
fyrir einum fjórtán árum fékk
hún aftur rétt til þess að ganga í
þann skóla lífsins, sem fullráða
mönnum er ætlaður.
Það er eðlilegt að vér, nú á
fullveldisdeginum, íhugum hvern-
ig oss landsmönnum hefir sókzt
námið í þessum æðri skóla, sem
vér höfum haft námsrétt í þessi
14 ár.
Verður mér þá, eins og göml-
um stúdentum, fyrst að líta á
björtu hliðarnar, þegar horft er
til námsáranna.
Tel ég þar til þær hliðar, er
sýna starfshug og áræði í fram-
kvæmdalífi landsins.
Verður mér þá fyrst að líta á
samgöngumálin:
Á fyrstu 44 árunum eftir að
vér fengum fjárforræði voru
gerðar 59 brýr lengri en 10
metra, og lagði landssjóður til
brúargerðanna 860 þús. kr. sam-
tals. Voru margar þeirra úr
timbri og því ýmist fyrndar eða
fallnar nú.
En síðan 1918 höfum vér gert
150 brýr lengri en 10 'metra, og
hefir ríkissjóðurinn varið til
þeirra á 4 miljón kr. Þar af hafa
11 verið gerðar nú í ár og hafa
þær kostað um 205 þúsundir. En
til stærstu brúnna nú í ár hafa
héröðin sjálf boðið lánsfé, 155 þús.
alls.
Frá því vér fengum fjárfor-
ræði 1874 og fram til þess er vér
fengum fullveldið 1918 hafði
landssjóður varið til vegagerða
og viðhalds 23/4 miljónum kr.
alls. En árið 1919—1932 hefir
ríkissjóður varið til veganna á
10. miljón (9.070.000) samtals.
Þar af á þessu ári um 630 þús.
kr.
Til þess að reisa vita varði
landssjóður rúmri 1/2 milón alls
fram til 1918. En síðan hefir rík-
ið reist nýja vita fyrir 1.700.0u-0
kr. samtals.
Til þess að sigla eftir vitunum
hefir þjöðin síðan 1918 flutt inn
166 skip og báta, er hafa kost-
að 30 miljónir og hálfri betur,
svo að allmjög mundi nú Jónasi
gamla Hallgrímssyni þykja allt
breytt orðið frá því er hann kvað
skopvísuna.
Langmestur hluti þessa skipa-
flota hefir verið notaður til þess
að afla lífsbjargar og auðæfa úr
djúpi hafsins, en stærstu skipin
og dýrustu til þess að bæta sam-
göngur eða verja landhelgisrétt
vom. öll hafa skip þessi verið
knúin vélaafli og getum vér því
sagt, að allvel hafi rætzt spádóm-
ur Hannesar Hafsteins í alda-
mótakvæðinu.
Náskyld samgöngubótunum eru i
símamálin. Einnig þar hafa verið i
stigin drjúg spor áleiðis. Síðan
1918 hefir verið varið til nýrra
síma og símstöðva og loftskeyta-
stöðva 7l/2 miljón kr. samtals.
Hæst fer þar árið 1931. Þá er
varið til síma og símstöðva fast
að 2 miljónum. En þar af gekk
mikill hluti til hinnar nýju sím-
stöðvar í Reykjavík, til nýs línu-
kerfis hér um borgina og fyvir
vélar í sjálfvirku stöðina, sem
fullgerð hefir verið á þessu ári
og opnuð til afnota nú í dag.
Ef litið er lengra en á nýjustu
afrek vélmenningarinnar hér í
borginni, þá er mér ljúfast að
líta þangað sem bóndinn hefir
staðið með jarðyrkjuverkfærin í
höndum.
Árið 1918 áttu margir bændur
ekki aðgöngu að öðrum verkfær-
um til jarðabóta, en spaða og
reku og handkvísl. Síðan hefir
allmjög um skipast, þó að margt
bresti á.
Vér sjáum það allglöggt,
hverju véltæknin fær áorkað við
• sjávarsíðuna, er vér berum sam-
an skriðmikið gufuskip og venju-
legan árabát. En nokkuð í áttina
til hins sama má einnig sjá all-
víða til landsins.
Árið 1919, fyrsta árið eftir að
vér fengurn fullveldið voru unnin
að jarðabótum hér á landi 78
þúsund dagsverk. En á árinu í
fyrra, sem er síðasta árið, sem
skýrslur eru til um, vor„u mæld
í landinu 774 þúsund jarðabóta-
dagsverk. Óvíst er, hvort miklu
færri mannshendur hafa unnið að
því að bæta jarðirnar 1919 en síð-
astliðið ár. En afrekið hefir tí-
faldazt eigi að síður. Og er það
vafalaust að miklu þakka nýjum
vélum og verkfærum og bættum
vinnuaðferðum.
Síðan 1918 hafa alls verið unn-
in að jarðabótum 4)4 miljón
dagsverka. Ef hvert dagsverk
væri nú metið ái 5 kr. sem mörg-
um mun þykja alllágt, og þótt frá
séu dregnar þær 33/4 milj., sem
varið hefir verið á þessum árum
til jarðabótastyrks og til búnað-
arfélaga úr ríkissjóði, þá hefir
bændastétt íslands varið 17J/2
miljón til þess að bæta ábýli sín
síðan vér fengum fullveldið. Og
illa mega þeir, sem á eftir koma,
halda á arfinum, ef þessi verk
verða ekki einhverjum óbornum
góð gjöf.
Jafnhliða þessu hafa samvinnu-
félög bænda á þessum árum reist
ný slátur- og frystihús fyrir IV2
miljón og mjólkurbú, með til-
styrk ríkissjóðs, fyrir 1.350.000
kr. samtals.
Um húsagerð landsmanna að
öðru leyti á þessum árum eru eigi
til neinar eiginlegar fullnaðar-
skýrslur. Samkv. fasteignamati
hefir verð húsa hækkað um fullar
82 miljónir. En samkv. verzlunar-
skýrslunum hafa á þessum 14 ár-
um verið fluttar inn í landið vör-
ur til húsagerðar fyrir sem næst
75 miljónir króna, ef miðað er
við innkaupsverð erlendis, að við-
bættu flutningsgjaldi. Þar við
bætist svo verzlunarálagning og
annar innlendur verzlunarkostn-
aður og flutningar, innlent efni
og vinnulaun, þar til húsin eru
fullgerð. Þótt þessir síðartöldu
liðir sé mjög mismunandi eftir því
hvar er á landinu, þá mun mega
gera ráð fyrir að erl. efni til húsa-
gerðar nemi með innkaupsvei’ði
vart meiru en 3/5 af verði húsanna
fullgerðra, að meðaltali. Eftir því
hafa landsmenn þá reist sér ný
hús og endurbætt gömul, fyrir a.
m. k. 125 miljónir kr. síðan 1918.
Langmestur hluti þessara nýju
húsa er úr steinsteypu og því til
frambúðar, — þó að sum þeirra
kunni að hafa verið fullmjög við
vöxt.
Af þessum dæmum, sem nú
hafa verið talin úr framkvæmda-
lífi landsmanna, má a. m. k.
marka að ekki hafa landsmenn
verið latir, og ekki hefir þá brost-
ið áræðið né framkvæmdaviljann
þessi 14 ár síðan vér urðum full-
veðja. Það mætti sjálfsagt segja
um oss ýmislegt annað.
Ef ég vík aftur að líkingunni
um stúdentinn, þá hefir þjóðin
líkzt stúdent, sem hefir stundað
af kappi ýmsar þarflegar náms-
greinir, en hlaupið yfir ýmislegt,
sem nema þurfti jafnframt.
Vér höfum verið eins og stúd-
ent, sem hefir lesið vel í si»rect-
um, en stundað þess í milli full-
mikið gleðskapinn, eytt miklu í
óþarfa og lítt sézt fyrir um fé.
Ég skal ekki á þessari stundu
lesa upp syndaregistur þjóðarinn-
ar úr verzlunarskýrslunum, þar
sem vér sjáum óþarfakaupin.
Þegar ég lít á óþarfainnkaupin,
sem eru langmest árin fyrir
kreppurnar 1921 og fyrir þá
kreppu, sem nú stendur yfir, þá
kemur mér í hug saga um ísraels-
menn í eyðimörkinni, er þeir voru
á leið til fyrirheitna landsins. —
Eitt sinn er þeir höfðu fátt til
matar, urðu á vegi þeirra mikil
ógrynni lynghænsa, sem þeir gátu
tekið með höndunum einum. En
þessi lynghænsasteik varð þeim
óholl, svo þeir‘ sýktust. Og þá
sem dóu af lynghænsaátinu
greftruðu Israelsmenn í gröf, er
þeir nefndu: Græðgigröf.
Kreppan, sem kom hingað 1921
og aftur enn þyngri nú 10 árum
síðar, hefir vitanlega hvorttveggi
að mestu leyti verið afleiðing af
því ástandi, sem ríkti í viðskipta-
lífi umheimsins. En þessar krepp-
ur báðar hafa þó orðið oss eigi
lítið erfiðari fyrir þá skuld, að
vér höfðum eigi sjálfir gætt hófs
í lynghænsaátinu, þ. e. a. s. um
notkun á óhófsvörum á góðu ár-
unum, og því fallið sjálfir í
Græðgigröf.
Vér höfum nú stundað nám í
æðri skóla þessi 14 ár, síðan vér
urðum fullveðja. Og þó að á fátt
hafi verið drepið hér, þá má oss
ljóst vera, að þótt vér höfum í
ýmsum greinum sótt námið af
kappi, þá hefir heildamámið eigi
að síður orðið það, sem á skóla-
máli er kallað „götótt“.
Margur hefir slampast götóttur
í gegn um stúdentspróf, en þ. e
allt erfiðara þegar komið er að
sjálfu embættisprófiuu. Þá dugir
ekki að eiga ólærðar svo og svo
margar bækur eða blaðsíður í
námsefninu, þó að finna megi
annað skemmtilegra lesmál.
Það eru ekki ánægjulegir dagar
hjá stúdent, sem kominn er fast
að prófi, að eiga svo og svo mik-
ið óunnið, en eiga þó einkis úr-
kosta um að fresta prófinu.
En þá hefir þó margur stúdent
tekið sig á. Hann hefir lesið 17
stundir í sólarhring. Hann hefir
neitað sér um hverja gleðistund
og hann hefir kært sig kollóttan,
þótt hann léttist um 1 eða 2
pund á viku. — Með þessu befir
hann haft það af, og fagnað sigri
að lokum, þótt hann tæki nærri
sér.
Þjóðin öll er nú í sporum stúd-
ents, sem kominn er að prófi.
Hún fékk stúdentsskírteini, er
veitti henni réttindi til þess að
stunda nám í æðri skóla 1918.
En nú, að 14 árum liðnum, er
hún komin að embættispróíinu.
Og embættisprófið er kreppan,
sem nú þjakar þjóðinni! Hingað
til hefir námið verið svo götótt,
að þjóðin má öll horfa með ugg og
ótta fram til þessa prófs. Hún
á einkis úrkosta um að fresta
prófinu. En heiður hennar og
sjálfstæði er í veði, ef hún ekki
stenzt prófið. Og því verður hún,
eins og götóttur stúdent, sem þó
er einhver dugur í, — að taka sig
á.
Af innflutningsskýrslunum er
sýnilegt, að þjóðin hefir þegar
tekið sig allmikið á um notkun
margs, sem áður þótti sjálfsagt.
Þó hefir þetta hvergi komið
greinilegar í ljós en hjá bænda-
stéttinni, einkum í þeim hiutum
landsins, sem verðfall afurðanna
kom þyngst niður á, þegar í
fyrra. Vér verðum fleiri að taka
oss þá menn til fyrirmyndav. Vér
verðum að muna, að hver eyrir,
sem fer út úr landinu er horfinn,
— en liver eyrir, sem sparaður
er til kaupa á ei'lendum varningi
er græddur.
Og vér verðum að muna annað!
Vér verðum að muna, að tveir
stúdentar, sem komnir eru að
embættisprófi, þeir eyða ekki öll-
um dögum 1 karp og rifrildi. Þeir
spara sér kraftana til þess, sem
þeim ríður meira á. Þeir hugsa
a. m. k. sem svo, að það sé næg-
ur tími, þegar prófþrautin sé af-
staðin, að hittast þá í fjöru. Hið
sama verður þjóðin að gera nú!
Hún verður að einbeita öllum
kröftum að markinu, — því
marki að leysa prófþrautina með
sigri og sæmd.
Oss má ekki fallast hugur, þótt
erfiðleikarnir steðji að úr öllum
áttum. Vér minnumst þess, að
áðui' hafa erfiðleikar steðjað að
þjóðinni, en hún hefir staðið þá
af sér og sigrað þá. Hví skyldi
ekki sami þróttur búa í þjóð vorri
enn, ef vér fengjum einbeitt
kröftunum allir í eitt átak. Vér
verðum að minnast þess, að vér
erum nú að nokkru leyti eins
stödd og maður í lífsháska. Og
sá maðuv, sem svo er staddur,
hann verður að hugsa um það
eitt, að bjarga lífinu. Honum má
í engu fatast. Hann má ekki vera
of djarfur, en hann má ekki held-
ur gefast upp og örvænta. Hann
verður að horfast öruggur í augu
við háskann. Og hann verður að
einbeita huganum að því, sem
mest ríður á. Hann verður að
samstilla alla krafta sína í átök-
in og hann má ekki eyða afli sínu
í neitt sem ekki er nauðsynlegt,
eins og þá stendur á.
Þannig þarf þjóð vor nú að
fara að, ef hún á að standast
þetta embættispróf sitt, og ef
framtíðarvonir hennar eiga ekki