Tíminn - 23.12.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1932, Blaðsíða 2
220 TlMlN'W að lamast um langt skeið. — Hún verður að samstilla all góða krafta í átökin. Og hún má engu afli eyða til ónýtis, ef vel á að takast. En takist þjóðinni það, þá mun hún koma vitrari og þroskaðri, styrkari og höfði hærri úr þess- ari eldraun.Hún mun finna hvert afl Guð hefir lagt í brjóst kyn- stofnsins. Og hún mun sækja fram að nýju til stærri sigra með stælt sverð í hendi og stillt stál í hug. Með þá von í huga hefi ég viljað heilsa yður á þessu 14. af- mæli fullveldisins. Ég vil bera fram þá ósk til hvers þess manns, sem vill vera Islendingur, að hann gæti þessa! Þá mun þjóðin leysa þraut sína. Þá mun hún standast próf- ið vel Þorlákur Yiljálmsson Bjarnar bóndi á Rauðaiá. F. 10. des. 1881. D. 6. maí 1932. í dag er eitt ár liðið, síðan að nokkrir vinir og œttingjar þorláks Vilhjálmssonar Bjamar bónda á Rauðará heimsóttu hann í tilefni af 50 ára afmæli hans. Munu þá flestir þeirra hafa vonað, að eiga þess kost að heimsækja hann fleiri afmælis- daga, því þá virtist vera von um bata á sjúkdómi hans, en þessar vonir brugðust, þvi hann andaðist 6. maí síðastliðinn. — þorlákur var fæddur 10. desember 1881 í Kaupangi í Eyjafirði, sonur hjónanna Vil- hjálms bónda Bjarnarsonar, Hall- dórssonar prests í Laufási, og frú Sigriðar þorláksdóttur, Jónssonar prests á Skútustöðum. Hann fluttist til Reykjavikur innan við fermingar- aldur, með foreldrum sínum, og dvaldi hér síðan, nema eitt ár, sem hann var erlendis á búnaðarskóla. Eftir lát föður síns tók hann við búsforráðum hjá móður sinni og stýrði búi hennar með framúrskar- andi dugnaði, þar til hún lét af bú- skap og hann tók sjálfur við búinu. þann 15. júní 1919 kvæntist hann ungfrú Sigrúnu Sigurðardóttur, ætt- aðri úr Árnessýslu, og eignuðust þau 4 börn, tvo drengi og tvær stúlkur, öll mannvænleg. þorlákur var prýðilega vel gefinn maður og hafði staðgóða þekkingu á öllu er snerti hans aðalstarf, land- búnaðinn, og mikinn áhuga fyrir öllum atvinnumálum þjóðarinnar. Einn af vinum hans og ættingjum, Einar Helgason garðyrkjufræðingur, komst svo að orði um hann meðal annars, í minningarorðum: „Ég held að það sé óhætt að segja, að öllum sem kynntust honum, liafi þótt vænt um hann; hann var svo góður og prúður í allri umgengni, stilltur og glaðvær. Hávaðamaður varð hann aldrei“. Og ennfremur segir hann: „Vegna gáfna sinna og mannkosta hefði mátt telja það æskilegt, að hann hefði starfað meira út á við en hann gerði, en hann hafði sjálf- sagt enga löngun til þess. Heimilið var honum hugstæðast. þar leysti hann sitt starf af hendi“. þorlákur tók nokkum þátt í út- gerðarfélagsskap, en á þeim fyrir- tækjum varð liann fyrir miklu fjár- tjóni á síðustu árum, en hann bar það tjón sjálfur með þreki og still- ingu, og kepptist því meira við að rækta jörðina. Á rúmum 4 síðustu árunum, sem hann lifði, við meiri og minni vanheilsu, ræktaði hann tún úr óræktarmýrum, sem í sumar gaf af sér ca. 350 hesta af töðu. Með því að í kveðjuræðu, sem mágur hans, Árni Sigurðsson frí- kirkjuprestur, flutti við útför hans, er honum svo rétt og vel lýst, að ekki verður betur gjört, þá tilfæri ég kafla úr henni, með leyfi hlutað- eiganda: „þorlákur gerði sér að æfi- starfi eitt það verk, sem bezt og nyt- samast verður unnið til almennings- heilla og hagsældar, að klæða land- ið og græða. Hann hafði að erfðum þegið meðal annars ríkan áhuga á búnaði og jarðrækt og staðfast traust á gróðurmögn íslenzkrar moldar, ef henni er sómi sýndur. því varð hann ágætur búmaður og jarðyrkju- maður, stundaði búskap af miklu kappi og forsjá, og lét sér annt um að yrkja og auka þann reit, sem hann hafði tekið ástfóstri við. Ég hlýt að minnast í sambandi við störf hans öll, þeirra orða er heil. ritning geymir: „Sá þú sæði þínu að morgni og lát hendur þínar eigi hvílast að kvöldi". Hann var sjálfur ósérhlífinn og óþreytandi iðjumaður, meðan hann naut heilsu og krafta, gróðursetti, sáði og vökvaði, í stað- fastri trú á þann, sem vöxtinn gef- ur og gladdist af hjarta, er hann sá sæðið gróa og vaxa og jörðina bera ávöxt sinn. Hann gat því á sínum siðustu stundum horft út um giugg- ann á sjúkrastofu sinni, yfir heima- land sitt, með góðri og glaðri sam- vizku, því að hann lmfði gjört allt, sem í hans valdi stóð, ræktað og prýtt þennan reit, meðan dagur var, og veitt öllu hina beztu forstöðu og umsjón, jafnvel þegar hann sjálfur gat ekki lengur, vegna sjúkleikans, gengið að störfum með mönnum sínum. Áhuginn var brennandi fyrir öllu er að búnaði laut, öllum fram- förum og framkvæmdum í þeim efn- um, svo sem þeir vita bezt í þessu bygðarlagi, er ásamt honum hafa að þeim málum unnið í ýmsum félags- skap og samtökum. þegar ég hugsa um iíf og starf vors látna vinar, get ég ekki annað en fundið fagurt tákn í því, að dánardagur hans skyldi einmitt vera sá dagurinn á þessu sumri, er regnskúrir vökvuðu fyrst hina þurru og þyrstu jörð. það minnti svo mjög á hann og það starf, er hann stundaði alla æfi með dug og dáð og af brennandi áhuga, að hjálpa jörðinni til að gróa og bera ávöxt til gagns og gleði. — Vér minnumst með þakkarhug margra og góðra samverustunda. — þorlák- ur var maður ágætlega gefinn, hugs- aði skýrt og athugaði vel, það sem hann fékkst við, eða talaði um. En þó er ljúfast alls um það að hugsa, hversu eðlilegt honum var að ieggja gott til allra málaf þvk hann var bæði hreinn og hlýr í huga, orðvar og þýður í samvist, kynningu og samstarfi. Ég hefi ekki kynnst manni, sem mér hafi fundist fremur eiga skilið þá fögru mannlýsing is- lenzkrar tungu, að heita oóður drengar. Svo reyndi ég hann jafnan og þeir aðrir, sem ég þekki bezt af vinum hans. Og ég hefi fundið það hvar, sem hans er og heíir verið getið, að hann hefir verið vinsæll maður, sem nýtur viðurkenningar fyrir dug og drengskap. ... Kunn- ugt er hve sjúkdómsskeiðið varð langt og örðugt. En hinir nánustu vita einnig um þá karlmennsku og þolinmæði, sem þá sást í fögru ;>g björtu ljósi, um þá sívakandi um- hyggju og forsjá, sem hinn sjúki vinur veitti heimili sínu og ástvma- hóp, allt til hins síðasta. Hin síð- ustu augnablik gleymast aldrei, og allt það þrek og kjarkur, sem þá kom í ljós, þegar auðséð var, að um- skiptin miklu nálguðust. Vér erurn þess fullvísir, að þá var honum, auk hjúkrunar og aðhlynningar vina hans, einnig veitt hjálp frá ósýni- legum heimi guðs, og að hann sjálfur vissi fleiri vini sér nálæga en vér gátum séð“. Minningin um hinn látna, góða dreng, þorlák á Rauðará, mun lengi verða óbrotgjarn minnisvarði í huga og hjörtum vina hans og vanda- manna. 10. des. 1932. Einn af vinum hans. Esperanto Ef til vill eru margir ennþá meðal hinna dreifðu íslendinga, sem lítt þekkja til esperanto. En þar sem esperanto siglir nú hraðbyri um löndin, þykir hlíða að gefa dálítið yfirlit yfir sögu þess. Höfundur esperantos var L. L. Zamenhof. Hann var pólskur að ætt; fæddist í smábænum Bjalistoko, sem var í hinum rússneska hluta Pól- lands, 15. des. 1859. í Bjalistoko bjuggu Rússar, Pólverjar, þjóðverjar og Gyðingar. Á þeim tíma voru stöð- ugar óeirðir milli þessara þjóðflokka. Öll mál þeirra voru útkljáð með handafli, því annaö var ekki fyrir hendi. Hver talaði sína tungu og enginn skildi annan. þetta umhverfi skapaði hjó. Zamenhof hugsjón, sem síðar varð af esperantó. Hann sá þegar á unga aldri, að það voru hin- ar ýmsu tungur og erfiðleikar við að láta skilja. sig og skilja aðra, sem ollu þessu böli meðal mannanna. Hans cina mark og mið í lífinu var Hotel Borg óskar öllum þeim er þetta sjá gleðilegra jóla! Bækur verða einhver bezta jóla- gjöfin. Allar ísienzkar bækur og gott úrval af nýútkomn- um erlendum bókum, hentugum til jóiagjafa fæst hjá E. P.BRIEM Austurstr. 1. Simi 2726. A.V. það er betra að koma tímanlega, til þess að geta valið bækurnar í næði, meðan úrvalið er mest. L. L. Zamenhof. þessvegna að búa til mál, auðvelt og við ailra hæfi. Hann sá strax að það varð að vera þjóðemislaust. Engin þjóðtunga gat komið til mála, vegna þjóðernismetnaðar. þegar Zamenhof hafði aldur til fór hann til Varsjá og settist þar í menntaskóia. Stöðugt vann hann fyr- ir hugsjón sína með skólanám- inu. Eftir mikið erfiði og vinnu tólcst honum þó að búa til mála- kerfi. Með frábærum dugnaði og elju gat hann gert málið sem var ófull- komið í fyrstu, svo fullkomið, að hverskonar bækur um hvaða efni sem var mátti þýða á það. Fyrstu kennslubókina í þessu máli gaf hann út árið 1887, aðeins lítið kver, sem þó innihélt alla esperantó- málfræðiná, auk ýmsra smágreina. Með þessu byrjaði esperantóhreyfing- in. Fjöldi manna fóru að læra es- perantó og komu til liðs við Zamen- hof. í fyrstu vildu sumir gera smá- vægilegar breytingar á málinu, en þær raddir hurfu skjótt, er menn ferigu nánari kynni af því. Zamenhof, sem orðinn var augn- læknir, notaði hverja stund til þess, að þýða bækur á esperanto til þess að reyna nothæfi þess. — Hann komst brátt að raun um það, að á esperantó mátti þýða hverskonar bækur án minnstu eríiðleika. Hann gat þýtt hverja liugsun á esperanto, sem önnur mál gátu náð yfir. Með þessu var sannað, að esperanto var fullkomlega nothæft til þess að verða alþjóðlegt hjálparmál. Næsta skrefið var að útbreiða es- peranto meðal manna. það gekk bet- ur en við mátti búast. í þýzkalandi, Frakkiandi, Svíþjóð og Rússlandi fékk esperanto mikið fylgi og dug- lega brautryðjendur, og innan fárra ára haíði það náð til allra Evrópu- landanna, austur til Asíu og til Am- eriku. Fyrsta alþjóðaþing esperantista kom saman í Boulagne-sur-mer árið 1905. þar voru mættir fulltrúar frá 20 löndum. Eftir þetta fyrsta þing tók esper- antohreyfingin hröðum framförum, hraðar en nokkru sinni áður. — For- seti þessa þings vai' Zamenhof sjálf- ur. þar sá hann rætast sína bersku- hugsjón. Hann sá menn allavega lita frá ýmsum löndum koma saman í friði og sameiningu, en áður þekkti hann aðeins ófrið og sundrung milli þjóðflokkanna. þar var talað eitt mál, sem enginn átti erfitt með að skilja. þar var fullkomin eining andans. Árið eftir var alþjóðaþingið hald- ið í Genéve og þar mættu fulltrúar !'iá 30 löndum og var það svo haldið árlega til 1914, þá var það haldið í París og þar mættir fulltrúar frá 50 löndum. þannig óx esperanto stöðugt fylgi. það var víða farið að kenna það sem aukanámsgrein í skóium. Kn þá bmuzt út heimsófriðurinn, sem kom hart niðui' á esperanto, eins og öllum öðrum alþjóðahreyfingum. Á l'meðan á stríðinu stóð var þó haldið i alþjóðaþing i Ameriku. það var fyrst um 1920, sem haldið var alþjóðaþing ' esperantista i F.vrópu eftir stríðið. Aldrei höfðu viðskipti þjóðanna verið eins mikil eins og eftir stríðið. Menn sáu þá fljótt, að viðskipta- kerfi þjóðunna þarfnaðist hjálpar- máls. Miklir erfiðleikar stöfuðu af hinum ýmsu tungum og jafnvel tafði fyrir viðskiptum. • Einn stórkaupmað- ur í London sagði nýlega, að þegar hann fengi pantanir á ensku og frönsku, frá útlöndum, þá væri hann oft í vafa með að skilja til hlítar, það, sem í þeim stæði, en pantanir á esperanto væri hann aldrei í vafa með að skilja. Um 1920 reyndi eitt af stærstu verzlunarfyrirtækjum Parísar not- hæfni esperantos í verzlun milli landa og eftir þá reynslu mælti þaö eindregið með þvi, að þjóðirnar tækju það upp sem alþjóðaverzlunarmál. í Leipzig og Frankfurt voru jafnvel stofnaðar esperantiskar skrifstofur af kaupstefnum. þannig óx sífellt áhugi fyrir es- peranto í verzluninni. þá var einnig byrjað að útvarpa á esperanto frá ýmsum stöðum. Ýmsir vísindamenn tóku það líka í sína þjónustu. Nú fara fram esperantonámskeið í hinum ýmsu löndum og víða er það tekið upp sem námsgrein í skólum t. d. má nefna fjóra helztu verzlun- arskólana i París og 1930—31 var þaö kennt í 20 barnaskólum í Berlín og við háskólann í Liverpool, Genéve og tvo háskóla í Bandaríkjunum o. fl. o. fi. þetta eru aðeins örfá dæmi. Með mestum hraða breiðist esper- anto nú út í Svíþjóð, Hollandi, Jap- an, Tékkóslóvakíu og Rússlandi. það, sem mest hefir hjálpað út- breiðslu esperantos er hin fræga kennsluaðferð sem kennd er við Andreo Ce sem fann upp þessa að- | ferð. þar fer kennslan fram sem sam- ! tal milli kennara og nemenda; engar bækur notaðar. þannig lærist málið lifandi. Aðalbrautryðj endur esperantohreyf- ingarinnar hér á landi eru þorsteinn þorsteinsson hagstofustjóri, sem gaf út kennslubók i esperanto 1909. þor- bei'gur þói’ðarson, sem hofir árleg esperanto námskeið, þar sem hann kennir eftir hinni frægu Ce-aðferð, hér í Reykjavík. Ólafur þ. Kristjáns- son. Hann hefir kennt esperanto og ritað bók um ísland á því máli, og Jón Guðmundsson, sem nú er ritari esperantofélagsins í Reykjavík. Jóhannes Helgason frá Vík. Góðar fréttir. Tilkynningar um tvö nýstofnuð útgerðarsamvinnufélög voru í Lögbirtingabiaðinu í síðustu viku. Fjórar kennslubækur. Mig langar til að minnast sérstak- lega, og með miklu þakklæti þess, sem einhver athugulasti og athafna- mesti bóksali landsins, þorsteinn M. Jónsson á Akureyri hefir á fáum ár- um gert fyrir móðurmálsfræðsluna í landinu. Hann hefir gefið út fjór- ar bækur fyrir böm og unglinga, hverja annari gagnlegri. Vil ég þar fyrst telja íslenzka málfræði handa alþýðuskólum eftir Benedikt Björnsson skólastjóra á Húsavík. Er höf. kunnur fyrir þekk- ingu sína á íslenzkri málfræði, og fyrir óvenjulega kennarahæfileika. Ber bókin vott um hvorttveggja, enda mun hún á góðri leið með að verða almennt notuð í ungmenna- skólum landsins. Önnur bókin er réttritunarregiur íyrir börn og unglinga eftir Friðrik Hjartar, skólastjóra á Siglufirði. Er það aukin útgáfa frá hinni fyrstu, sem þeir unnu líka að með höf., Ben. Björnsson og Egill þorláksson, kennari á Húsavík. í þessu kveri eru geíin fjölmörg dæmi tii að hjálpa börnum og unglinguni við að nema stafsetningu móðurmálsins, og þar sem þaulreyndir kennarar hafa unn- ið að þessu, er alveg fullvíst, að íoreidrar gera börnum sinum mikinn greiða með því að láta þau hafa þessa bók með sér í skólann, til hjálpar í hinni erfiðu baráttu við að stafa og skrifa rétt. þriðja bókin er eftir Freystein Gunnarsson skólastjóra við Kennara- skólann. það eru ritreglur, mjög ná- kvæmar og ítarlegar, til að hjálpa nemendum til að beita rétt hinum lögskipuðu stafsetningarreglum. Fjórðabókin er lika eftir sama höf. það er mjög fullkomin stafsetning- arorðabók, þar sem fylgt er nýju réttrituninni. — Eru þessar tvær bækur einkar vandaðar, enda er höf. einn hinn slyngasti málfræðis- kennari, sem nú er uppi, og báðar eru bækurnar öldungis ómissandi við alla móðurmálskennslu þroskaðra barna og unglinga. Kennari. Jón Sveinsson: Eldeyjan í norðurhöfum. Jón Sveinsson prestur er kunnur hverju barni á íslandi af Nonnabók- um sínum. En jafnhliða því hefir hann orðið frægur maður erlendis fyrir þessar bækur og gert landi og þjóð stórgagn með þeim. Eru bækur hans ritaðar á stórmálunum tveim, ýmist þýzku eða frönsku, og jafnótt þýddar á mörg önnur mál. Mun Jón Sveinsson sá núlifandi íslendingur, sem á flesta lesendur víða um heim. Jóni Sveinssyni var boðið á þús- und ára hátíðina, svo sem í viður- kenhingarskyni fyrir þann mikla sóma sem hann hafði gert landi og þjóð. þáverandi forsætisráðherra, Tr. þ., ritaði Jóni boðsbréfið. þótti Jóni Sveinssyni það skemmtileg hending. þeir voru jafnaldrar, sr. Jón og þór- hallui’ heitinn biskup, og var báðum boðið til kaþólskra landa til náms. Stóð til að þórhallur færi líka, en ekki varð úr því. Vildi móðirin ekki sjá af syni sínum. Skyldu þar vegir þeirra. Varð annar biskup heima á ættjörð sinni, en hinn einhver á- hrifamesti talsmaður ættjarðar sinn- ai' erlendis. Sr. Jóni var mikill fögnuður að boðinu, hafði hann ekki komið til íslands síðan fyrir aldamót, en séð landið og þjóðina í biáma og hill- ingum fjai'lægðarinnar. Nú kom hann heim á hátíðlegri stund. Hann fór um landið þvert og endilangt og með ströndum fram á bátum, skipum, hestum, bílum og flugvélum. Allsstaðar þelcktu böru og unglingar hann, hvar sem hann fór, og hylltu höfund hinna vinsælu bóka. Allar dyr stóðu honum opnar. Og frá hon- um lagði yi og hlýju til landsins, þjóðarinnar og allra einstaklinga. Bók hans er bergmál af þessum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.