Tíminn - 31.12.1932, Blaðsíða 1
©jaíbferi
09 afgrci&slumaður Cimans tt
Kannueig þorsteins&ótfjr,
CacfjaiQötu 6 a. íleYfjaoíf.
^fgtei&sía
C f :u a n s er i Cajf jarsötu 6 a.
©pin óaglega fl. 9—6
Súfti 2353
XVI. árg.
Reykjavík, 31. desember 1932.
Feimni eða kjarknr
Harðæri í verzlun gengur yfir
landið. Leiðtogar útvegs 0 g
kaupmennsku hafa tapað stórfé
og sett eyðslubyrði sína á þjóð-
ina. Yfir þrjátíu miljónir króna
hafa fallið ’ á tvo banka og þar
með á þjóðarheildina. Iitinn hlut
af þessu, þrjár miljónir af enska
láninu 1921 lagði Alþingi beint á
herðar gjaldenda. Vextir og af-
borgun af þessum tíunda hlut
af eyðsluskuldum broddborgar-
anna í kaupstöðunum, eru um
350 þús. krónur á ári, sem bænd-
ur og búalið taka þátt í að borga
með tollum á neyzluvörur.
Hitt er þó meira sem bank-
arnir reyna að láta endurgreiða
með háum vöxtum fyrir fé það
er þeir lána út. Nýlega hefir
það verið talið saman, að eitt
einasta kaupfélag hafi síðan um
1920 borgað 150 þús. kr. í ó-
réttmæta vexti til bankanna upp
í töp eyðslustéttanna í bæjunum.
Þegar harðast þrengdi að fór
verkamannastétt bæjanna líka að
krefjast aðstoðar frá þjóðfélag-
inu. Sú hjálp hefir verið veitt í
tvo vetur. Hún er mikil, en þó
er neyðin í kaupstöðum og kaup-
túnum enn meiri. Skorturinn er
búinn að opna dyr á þúsund
heimilum viimandi manna í sjó-
þorpum og kaupstöðum.
En samt eiga bændurnir erfið-
ast. Þeir hafa borið þungu vext-
ina og skattana. Jón Þorláksson
hækkaði árin 1925—26 hverja
500 króna skuld upp í 800 krón-
ur, og þar við situr. Með lítilli
veltu sveitaheimilanna er það
þung byrði, sem gengishækkun
Jóns Þorlákssonar, vextirnir upp
í bankatöpin og skattarnir í
bankatöpin, leggja á herðar
samvinnumanna í sveitum.
íhaldið hefir reynt að nota sér
þessa erfiðleika bændanna. Ihald-
ið veit, að kaupfélögin hafa út-
vegað meginþorra sveitamanna
nauðsynjavörumar, og að vegna
þess eru margir bændur í skuld
við kaupfélögin. Ihaldið hugsaði
sér gott til glóðarinnar, að pré-
dika bændum, að skuldirnar
skyldu vera gefnar eftir, þ. e.
bændur áttu að láta sín eigin fé-
lög gefa félagsmönnunum upp
skuldir. Kaupmenn og útgerðar-
menn létu bankana gefa sér eft-
ir, og aðra menn, bændur, sjó-
menn og verkamenn, borga sín
töp.
Sú kenning íhaldsins, að félög
bændanna, sem hafa sannvirðis-
verzlun að hlutverld, eigi að
gefa fé í hallæri, er fjarstæða.
Félögin, sem hafa tryggt fólkinu
góða og réttláta verzlun, eiga sízt
af öllu að tapa. Ihaldið ætlaði
að reyna að leysa kaupfélögin
upp með því að vilja láta þau
gefa almenningi nauðsynjavör-
una. 1 stað félaganna átti svo að
koma gamla verzlunarkúgunin.
Þá ætluðu eigendur samkeppnis-
blaðanna að gera sér glaðan dag.
Og íhaldið ætlaði að gera
meira. Það vildi, að bændurnir
kæmu feimnir og bljúgir upp að
náðarborðinu. Þeir áttu að tína
upp molana af borðum eyðslu-
stéttanna í bæjunum.
Ef bændastéttin hlýddi þessum
ráðum, ef hún brygðist sínura
eigin samtökum, ef hún kæmi
bljúg og auðmjúk til spekulanta
íhaldsins og segði: Kreppan
þrengir að okkur. Við höfum
unnið mikið. Við höfum sparað
allt sem hægt er. Viljið þið lækka
háu launin ykkar um stund, viljið
þið hætta að drekka dýr vín og
reykja dýra vindla, viljið þið
hætta um stund að lifa lífi, sem
er of dýrt fyrir okkar fátæku
þjóð, þá myndu fulltrúar fjár-
eyðslumanna horfa með fullkom-
inni' lítilsvirðingu á bændurna,
sem væru svona heimskir, að í-
mynda sér, að þeir færu að
spara, til að létta með því byrð-
ar almennings.
Samvinnumenn landsins eiga
að hafa allt annað ráð. Þeir eiga
ekki að setja upp neinn feimnis-
svip. Ekki biðja um mola. Þeir
eiga að heimta réttlæti og fylgja
því fram í verki, með fullkominni
hörku og kjarki, bæði inn á við
gagnvart eigin mönnum og út á
við gagnvart öðrum. Með því eina
móti geta samvinnumenn landsins
borið réttan hlut frá borði.
Tíminn hefir áður bent á frum-
skilyrðið í skuldamálum sveit-
anna. Það á ekki að skipta um
bændastétt. Það þýðir sama og
að segja, að það á ekki að þola,
að duglegir og reglusamir bænd-
ur séu flæmdir frá jörðum sínum.
Einu undantekningar, þar sem
ætti að leyfa bændaskipti í sveit,
í sambandi við kreppuskuldir, er
þar sem bóndinn hefir sett sig í
vandræði með drykkjuskap, braski
eða óhófseyðslu. En bóndinn, sem
hefir lent í skuldum við að bæta
sína jörð á að vera friðhelgur —
þó að kreppa sé.
I öðru lagi á að virða skuldirn-
ar, sem stafa af nauðsynjavöru-
verzlun. Þær eiga að vera rétt-
hæstar af öllum veðlausum skuld-
um. Þessvegna eiga kaupfélögin
ekki að gefa eftir, eins og Isafold
segir. Þessvegna eiga einstakir
félagsmenn að sýna sínum eigin
félögum trúnað. Þeir eiga ekki að
bregðast sjálfum sér og framtíð
sinni.
í þriðja lagi á þjóðfélagið allt,
að taka á sitt bak nokkuð af
skuldaþunganum, sem hvílir á
hinni iðjusömu athafnastétt svelt-
anna. Alþingi 1930 tók á skatt-
þegnana í einu 3 miljónir af töp-
um svikara og svindlara í íslands-
banka. Meira réttlæti er nú að
taka á landið allt nokkrar miljón-
ir til að rétta við hag þúsunda af
eljumönnum sveitanna, lækka á
þann hátt nokkuð af veðskuldum
og nokkuð af nauðsynjavöru-
skuldum. Þar kemur uppbótin til
samvinnubændanna fyrir þá 30
aura, sem J. Þorl. lagði ofan á
hvern 50-eyring, þar væri bætt
fyrir háu vextina, þar væri bætt
fyrir skattana, sem hafa gengið
til að bæta hrun eyðslustéttanna.
Þar kæmi jafnvægi móti því, sem
atorkufólk bæjanna fær nú til að
standast kreppuna.
En til að þjóðfélagið geti hjálp-
að, þarf fé. Það fé þarf að fá
með sköttum. En skatta er ekki
hægt að fá nema af óhófs og
eyðslulífinu.
Þá er komið að fjórða og síð-
asta lið í þessari einföldu sparn-
aðardagskrá. Féð í viðreisnina
verður að taka af eyðslustéttum
bæjanna, með sköttum. Það verð-
ur að taka kúfinn ofan af háu
laununum og háu tekjunum. Það
verður að skatta „skrauthýsin",
sem eru ofviða fyrir fátæka þjóð.
Það verður að skatta dýru lóð-
irnar, uppsprengdu húsaleiguna.
Það mætti jafnvel skatta háu inn-
stæðuvextina í bönkum og spari-
sjóðum.
Barátta næstu ára verður
um það hverjir eigi að bera byrð-
ar kreppunnar, hvort hin dýra og
margmenna eyðslustétt á að lifa
sama óhófslífinu eins og undan-
farin 18 ár, eða hvort samvinnu-
menn og fátæka fólkið í bæjun-
um tekur höndum saman, og stýf-
ir kúfinn ofan af stóreyðslu bæj-
anna og lætur það fé ganga til
að jafna metin.
En hvar sem á er litið, þurfa
samvinnumenn að sýna kjark,
festu og hörku í aðgerðum sínum.
Með því eina móti geta þeir
bjargað framtíð landsins.
J. J.
Minning'
Vel er aö fauskar fúnir klofni
felli þeir ei hinn nýja skóg,
en liér féll grein af góðum stofni,
grisjaði dauði meir en nóg. S.S.
þessi vísuorð koinu fyrst af öllu í
liuga minn er mér var sagt lát
konu þeirrar," er nú skai minnst.
29. nóvemher síðastliðinn andaðist
frú Guðný Kristleifsdóttir að heim-
ili sínu, Stóra-Kroppi í Borgarfirði.
Hún var dóttir hinna kunnu sæmd-
arhjóna, Kristleifs þorsteinssonar frá
Húsafelli og síðari konu lians, Snjá-
fríðar Pétursdóttur frá Grund í
Skorradal, og eru ættir þeirra beggja
alkunnar og mjög fjölmennar hér í
Borgarfirði og víðar, en verða ekki
raktar hér.
Guðný Kristleifsdóttir var fædd að
Stóra-Kroppi 14. mai árið 1900. Var
liún því aðeins fullra 32 ára er hún
lézt. Allan aldur sinn ól hún í for-
eldrahúsum á Stóra-Kroppi, að frá-
teknum 2 vetrum, er liún dvaldi í
kvennaskóla Reykjavíkur.
30. apríl 1927 giftist Guðný eftirlif-
andi manni sínum, Birni Jakobs-
syni frá Varmalæk, og voru þau
þremenningar að frændsemi. Eigi
varð þeim barna auðið.
það mun vart ofmælt að með
Guðnýju sé til moldar hnigin ein af
lieztu og hugljúfustu dætrum þessa
fagra héraðs. Hún var mjög vel gef-
ín kona að öllu leyti, en þó bar það
af, hve hún var ljóðelsk og iisthneigð
og hafði mjög næma fegurðartilfinn-
ingu. En sú taug, sem traustast batt
hana vinum og vandamönnum og
öllum, sem kynni höfðu af henni,
var ástríki hennar og innileg glað-
værð. það gat enginn kynnst Guð-
nýju, án þess að taka eftir þvi hvað
hún var óvenjulega rík á því sviði.
Að vísu 'var uppeldi hennar eins
og sólríkt vor. Hún var yngsta barn
góðra foreldra, uppáhald eldri syst-
kina og heimilisbragurinn hlýr og
glaðvær. Ailt þetta gerði sitt til þess,
að glæða allt hið bezta og göfgasta
í skapgerð hinnar ungu meyjar. En
það féll líka í góða jörð. Ég býst
við að fáar dætur hafi launað ást
og umhyggju foreldra sinna fegur né
betur en hún. Manni sínum var hún
sú gjöf, sem hann fær aldrei full-
þakkað. Systkinum sínum var hún
adíð sama elskaða systirin, sem ætíð
vildi gleðja þau á allan hátt.
Guðný var því gæfubarn í raun
og sannleika. En engin rós er án
þyrna. Nálægt 23 ára aldri tók að
bera á heilsubresti þeim, er þjáði
hana æ siðan og lagði hana að lok-
61. blað.
um í gröfina. á unga aldri. Mátti
vist svo heita að aldrei tæki hún á
heilli sér um nærfellt 10 ára skeið,
og oft var hún svo þjáð, að tvísýnt
þótti um líf hennar.
Sjúkleik sinn bar hún með þeirrl
liugprýði, sem öllum verður ógleym-
anleg, er til þekktu. Aldrei var hún
svoþjáð, að ekki liefði hún til bros og
blíðuorð til hughreystingar ástvin-
um sínum, og glatt og hlýtt viðmót
handa öllum.
]iað mátti því segja, að þetta
þunga mótlæti leiddi skýrast í ljós
mannkosti hennar og andlegan
þroska. það er að vonum ekki hægt
að benda á nein stórvirki, sem eftir
hana liggja í efnisheiminum, til þess
vantaði krafta likamans. En það þarf
mikið sálarþrek tii þess að ganga
lirosndi mteð gleðiorð á vörum, frá
öllum þeim verkefnum og áhuga-
máhun, sem lífið réttir æskumannin-
um, ganga glöð til móts við sjúkdóm
og hnignun á vori lífsins. En þetta
gerði Guðný og sannaði þau orð
skáldsins, að „það sem er ágætast
þroskast og fyrst — þarf ekki ár-
anha með“.
það var innileg óks Guðnýjar, að
hún fengi að lifa sem iengst, þrátt
fyrir vanheilsu sína, og óskin varð
aö von, því „svo mæla börn sem
vilja“.
I-Iið sviplega frá fall hennar kom
þvi öllum á óvart þrátt fyrir allt.
Guðný var jörðuð að Stóra-Kroppi
12. desember að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Hún var lögð til hinnztu
hvíldar í skrúðgarði heimilisins, en
það var óefað sá reitur, er hún unni
mest. og þar hafði hún lagt fram
krafta sýna, oft meira en heilsan
leyfði til þess að fegra hann á allan
liátt, enda ber hann henni fagurt
vitni. Jarðarförin fór fram með þeim
liljóðláta hátíðleik sem sorgin ein
getur skapað, ,en einnig með hinni
alkunnu risnu þessa góða heimilis.
Vinirnir sitja nú eftir hnípnir og
hljóðir. Missirinn er mikill og treg-
inn sár, en það er gott að minnast
slíkrar konu.
14. des. 1932.
S. B.
*
A viðavanýi.
Vísir og Húnvetningar.
Blaðið „Vísir" hefir um nokkur
undanfarin missiri gert sitt til að
spilla fyrir bændastétt landsins, sam-
tökum bænda og öllu þvi starfi, sem
miðar til hagsbóta sveitunum. Eitt
seinasta dæmið er það, að ritstjór-
inn, Páll Steingrímsson, var milli
jóla og nýárs að gleðjast yfir því, að
til lítils myndi vera fyrir J. J., að
tala um nýtt landnám og þéttbýli
i sveitum. Sagði Vísir, að sveita-
skólarnir væru auðir, og eins myndi
íara með samvinnubyggðirnar. Ekki
var sagan sannsögulega rituð, því að
í þeim tveim ungmennaskólum,
Laugavatni og Reykholti, sem í-
lialdið hefir mest spilt fyrir, eru nú
framundir 200 nemendur samtals i
vetur, þrátt fyrir þau harðindi, sem
dynja yfir sveitirnar. Virðast mega
una við vinsældir samvinnubygð-
anna ef þær verða ekki minni en
þessara ofsóttu skólaheimila. — Eitt
af því, sem Páll Steingrímsson hefir
mánuðum saman verið að fræða
kaupmannastétt bæjarins um, er
það, að J. J. væri eins og héraðs-
skólarnir og landnánnð i sveitunum,
mjög horfinn trausti samherja sinna
í sveitunum. Páll er Húnvetningur,
þó að góðir menn þar vilji litt kann-
ast við piltinn og hefir hann talið
sig vita hug samvinnumanna í
Húnaþingi og margsinnis flutt þeim
þakkarávörp fyrir það að þeir væru
eins og brasklýður landsins móti
þessum þingmanni. Svo er að sjá,
sem samvinnumönnum í Húnaþingi
hafi þótt rétt að venja ritstjóra Vísis
af því að leggja þeim orð í munn.
A flokksfundi Framsóknarmanna 1
Austur-Húnavatnssýslu, sem haldinn
var á Blönduósi skömmu fyrir jólin,
var liorin upp og samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum (tveir
sátu hjá) eftirfarandi tillaga: „Fund-
urinn vill votta Jónasi Jónssyni fyr-
verandi dómsmálaráðherra fyllstu
þakkir sínar fyrir starf hans í þarfir
þjóðarinnar, fyr og síðar“. — J. J.
hefir oft tekið fram, hve mikið
hann eigi að þakka Mbl. traust og
samhug góðra manna um land allt.
Senniloga verður hann að fara að
láta þessa viðurkenningu ná til
Vísis, því að þetta þakklæti Hún-
vetninga, mun beinlínis mega rekja
til þess, að leiðandi samvinnumenn
vilja ekki láta Pál Steingrímsson
liafa orð fyrir þeim.
„Sakleysi" M. Guðmundssonar.
Alstaðar þar sem til fréttist vekur
dómurinn um M. G. megna undrun.
Borgarar landsins vita að gjaldþrota-
maður á að gefa sig upp, og að ef
hann lætur suma skuldunauta fá
greiðslu en aðra ekki, þá varðar
það fangelsisvist. Sömuleiðis. að
þung hegning liggur við að livetja
aðra til að framlcvæma þesskonar
gjaldþrot. Nú vita borgararnir, að
Behréns var gjaldþrota frá byrjun,
að hann tapaði ár frá ári, að Tofte
hótaði honum tugthúsi fyrir fjár-
reiðurnar, að M. Guðm. kom þá og
hjálpaði Tofte til að fá allt sitt, að
hinir lánardrottnai’nir vissu ekki
hvað fram fór, að Behrens eyddi öllu
því sem Tofte ekki fékk nema einni
ritvél, að M. Guðm. lijálpaði til að
hinir lánardrottnarnir gengju ekki
að meðah' riftunarfresturinn stóð. Ilér
eru allir írumþættir hins óleyfilega
gjaldþrots. Sjálft gjaldþrotið, einn
kröfuhafi fær allt, hinir ekkert. Hér
kemur lögfræðingur, sem stýrir at-
höfnum gjaldþrotamannsins út í ó-
íæruna. Samt segja dómararnir: Be-
lirens og M. G. eru sýknir saka.
Gjaldþrotið kom og það er mikið.
En þesir tveir menn sáu það ekki,
vissu ekkert hvað fram fór. þess
vegna eru þeir hvítir eins og ný-
fallin mjöll. B. B.
Hundadaga-réttvísin.
Tveim döguni áðru en Ólafur var
látinn fara úr stjórnarráðinu, fyrir-
skipaði hann m. a. rannsókn út af
starfrækslu Lárusar Jónssonar fyrv.
læknis á Nýja-Kleppi. „Tilkynning
frá dómsmálaráðuneytinu", sem Ólaf-
ur sendi fréttastofunni um þá ráð-
stöfun, hljóðar á þessa leið: „Vegna
ummæla í tylaðinu Timinn, og að
gefnu tilefni í bréfum frá landlækni,
hefir I dag verið fyrirskipuð rann-
sókn á starfi Lárusar læknis Jóns-
sonar á nýja spítalanum ú Kleppi.
Hefir hæstaréttarmálaflutningsmaður
Garðar þorsteinsson með konunglegri
umboðsskrá verið skipaður til þess
að rannsaka starf læknisins á spit-
alanum, aðbúnað sjúklinga þar*) og
ástand allt. Er til þess ætlazt, að
upplýsingar iáist að íullu um óreglu
læknisins, vanrækslu eða hirðuleysl,
frá því fyrst er honum var falið
starfið sem yfirlæknir og þangað til
honum í þessum mánuði var vikið
frá þvi“. — Margt er skritið i þessu
skjali. Lögfræðingurinn á t. d. að
rannsaka „aðbúnað sjúklinga“(l),
rétt eins og Garðar þorsteinsson haíi
sérstaklega vit á því, hvernig eigi að
búa að geðveikum mönnum! í öðru
lagi er „til þess ætlazt" að aflað sé
upplýsinga um „óreglu læknisins,
vanrækslu og hirðuleysi". Til þess
sýnist aftur á móti ekki vera „ætl-
azt“ að rannsóknardómarinn reyni
neitt til að afla sér upplýsinga um,
að hve miklu leyti læknirinn kunni
að liafa verið reglusamur, skyldu-
rækinn eða hirðusamur. Rannsóknar-
dómaranum er beinlínis fyrirskipað
að sjá svo um, að „upplýsingar fáist
’) Leturbr. gerðar hér.