Tíminn - 31.12.1932, Side 2

Tíminn - 31.12.1932, Side 2
224 TííffMf Kaupið íslcnzkar vörur! Styðjið innlendan iðnað! Perðist alltaf með íslenzkum skipum! Geíið íslenzka bók, farbréf með ís- lenzku skipi, íslenzka húsmuni, ís- lenzkt málverk eða einhvern góðan hlut unninn af íslenzkum höndum í nýársgjöf. ... um óreglu ... vanrækslu, eða hirðuleysi". Ólafur Thors „ætlazt til“ nð rannsólcnardómarinn sanni þetta, hvernig sem málavextir eru. Og þaö sem búið er af rannsókninni bendir í þá átt, að Garðar geri sér fulla grein fyrir, til hvers var „ætlazt" af hun dadagaráðherranum! „Hæstaréttarréttlæti" er nýtt orð, sem orðið er algengt. og munntamt í Reykjavík núna fyrir áramótin. „Hæstaréttarréttlæti" heit- ir það t. d., þegar sumir menn þurfa að bíða 2—3 ár eftir að dómstólamir úrskurði mál þeirra, en aðrir fá „hraðsýknun" á 6 vikum. „Hæsta- réttarréttlæti" heitir það líka, ef sýknudómur er byggður á eigln íramburði hinna ákærðu. það er líka kallað „hæstaréttarréttlæti" ef sak- bomingur skipar sjálfur mann til að dæma í máli sínu. Slík hlunnindi hafa ekki þekkzt hér á landi fyr en a þessu ári. pá er það enn ein teg- und af „hæstaréttarréttlæti", ef dóm- ari fær að dæma um sín eigin vex-k. Og þegar skapstyggir málafærslu- menn eru látnir flytja pólitiskar skammaræður um fjarstadda and- stæðinga, frammi fyrir opinberum dómstóli — þá er það lika „liæsta- réttarréttlæti". — Almenningur í landinu sker úr því á næstu árum, hvort orðið á að fá ennþá fjölbreytt- ari þýðingu. „Rannsóknardómarinn“ á Kleppi. Eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu, skipaði Ólafur Thoi’S Garðar porsteinsson lögfræðing og íyrv. húsbónda Magnúsar Guðmunds- sonar með „konunglegri umboðsskrá" til að rannsaka „óreglu" Lárusar Jónssonar fyrv. yfirlæknis. Fyrstu samfundir L. J. og „rannsóknardóm- arans“, eftir að „umboðsskráin" var gefin út, vom sem hér segir, eftir frásögn viðstaddra manna. — Rann- sóknardómarinn kom á - þorláks- messu inn á aðalveitingahúsið hér í bænum áberandi ölvaður. Var Lár- us Jónsson læknir staddur þar meðal fleiri manna. Óð rannsóknardómar- inn þá að Lárusi með valdsmanns- svip og spyr með þjósti miklum: „Hvenær á ég að fara að rannsaka þig, Lárus minn“. En læknirinn svaraði með hægð: „Ég er tilbúinn, hvenær sem kynni að „renna af“ rannsóknardómaranum". — þrátt fyr- ir þetta atvik hefir Ólafi Thors þótt sæmandi að láta Garðar þorsteins- son halda áfram rannsókninni út af „drykkjuskap“ Lárusar! „Til aS styrkja hæstarétt“. íhaldið segist hafa gei-t Magnús að dómsmálaráðherra aítur til að styrkja hæstarétt. Með því átti að reyna að fá almenning til að trúa því að ekkert væri bogið við sýknu- dóminn — Magnús vœri í rauninni ekki sekur. — En almenningur hefir ekki viljað styrkjast í trúnni. í stað þess að dvelja í gráa húsinu viö Skóiavöx-ðustíg, — situr Magnús að vísu i hvíta húsinu við Lækjartorg, — en einmana og yfirgefinn sem fangi íhaldsins, og vafasamt er það hvort honum Hður þar betur en þótt hann væri á hinum staðnum. — Fyr- ir viku síðan gáfu hlutaðeigendur út þá skipun í Mbl., að greinum Tím- ans um Magnúsardóminn yrði ekki svarað; en daginn eftir var Magnús gei'ður að ráðherra „til að styrkja hæstarétt. En þetta hefir ekki dug- að, andúðin hefir vaxið, því almenn- ingur, sem las hæstaréttardóminn, finnur, að hann er vonlaust vamar- skjal — forsendumar sakfelling — niðurstaðan sýknun. — það mistókst að skapa „styrkleikann“ og „trúna“ með því að birta dóminn, gera Magn- ús að ráðherra og segja. Nú sitja þeir uppi i stjórnarráði í góðu næði Einar og Magnús til að búa til nýja „naglasúpu“ úr forsendum hæstarétt- ardómsins og birta þetta jafnóðum j Morgunblaðinu. — þeir munu nú fá að reyna það innan skamms, Ein- ar og Magnús, að þessi siðasta þrautatilraun þeirra „til að styrkja hæstarétt" hefði líka verið betur ógerð — frá þeirra sjónarmiði. XXX Jðrnsieypa Járn & stál ~ I Eldsmfði í Málmsteypa ,, Teak & Eik H arðir Gluggar Túrbinur Skápar Modelsmiði LANDSSMIÐJAN, Reykjavík. Símnefnis Landsmlðjan. Sfimar 1680 & 4800. Tré Jám Tné Ketlismfði Rennlsmiði Jám Jám M.oiun Jám „Huudadaga* rádherrann“ Á aðfangadag jóla bui'tkallaðist eftir nokkuð mai’gra daga fráveru úr StjórnaiTáðinu, hundadagaráð- herra íslands, Ólafur Thors. Ólafur hefir hlotið þetta kenningar- nafn af því liann „ríkti“ álíka lengi og Jörundur hundadagakonungur. En að öði’u leyti er enginn saman- burður hugsanlegur, því að Jörundur er í fremstu röð moðal konunga, en Ólafur lélegastur meðal ráðherra. Saga Ólafs er ekki viðburðarík. í menntaskólanum mun hann hafa verið bekkjarlalli yfirléitt, féll eins oft og hægt var, útski’ifaðist með lé- legi’i einkun og var þá að sögn sam- vistaimanna sinna, hvorki læs né skrifandi, svo að heitið gæti því nafni. Vandamenn Ólafs gáfust nú upp við að reyna að kenna honum til bókar. Eini hæfileikinn, sem bar á hjá honum var gort, glamur og há- vært málæði. En álitið að hann myndi liafa orðið mjög þokkalegur þriðja flokks æsingamaður fyrir stefnu kommúnista, ef hann hefði fengið lítið að borða, og ekki haft fyrirvinnu. En af því að hann fékk í ríkulegum mælf mat og drykk, fyrir atbeina annara, þá hafa kommúnistar enn sem komið er tap- að af þessum prýðilega liðsauka, sem þeir ættu skilið að fá. Ólafur hefir setið nokkur ár á þingi, en þar liggur ekkert eftir liann, nema nokkrar glamurræður rnóti einkasölu á síld og saltfiski. — Helztu atburðir í opinberu lífi hans, þegar hann sagði við þjórsárbrú 1922: Við togaraeigendur erum aflaklærn- ar. Frá okkur koma peningamir til að rækta þessar sléttur! í Borgar- nesi 1928 lýsti hann stefnu sinni í hóísemismálum svona: Fullur í gær, fullur í dag og fullur á morgun. Á Hvammstanga byrjaði hann að af- klæða sig á opinberum fundi, og var kominn vel á veg, þegar íhaldsmenn vörnuðu frekari aðgerðum. í Kefla- vík segja gamlir fylgismenn hans við hann á opinberum fundum, að hann sem lifi á saltfiski, megi ekki heyra saltfisk nefndan. Á fundum pína útvegsmenn Ólaf svo út af saltfisk- verzlun, að í fyrra fór hann þrisvar úr og í ferðafrakkann, en nú fyrir jólin fór hann í frakkann tveim tím- um áður en fundi var slitið, til að vera viðbúinn að geta komizt út i bílinn og heim, án þess að þurfa að standa ítarlega fyrir skýrslu um gerðir sínar gagnvart Keflvíkingum, í stjórnarsessi gerði Ólafur tvennt: Að gefa út bráðabirgðalög um einka- sölu á fiski og að ráða Helga Tómas- son á Klepp. Gegn fyrra atriðinu hafði Ólafur barizt fyr og síðar með öllu því grunnfæra málæði, sem hon- SJáffs er hðndin hollust Kaupið ixmlenda framleiðslu þegar hún er jðfn erlendri og eklci dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grsens&pu, stanga- sápu, hands&pu, raknápu, þvotta- efni (Hreins hvitt), kerti nlla- konar, skósvertu, akóyuiu, leður- feiti, gólfáburð, vagn&buxð, tegi- lög og kreólins-baðlög. KaupiS H R EIN S vðrur, þser eru löngu þjóðkunnar og fént I ílestum verzlunum landnins. H.f. Hreinn Sbúíagötn. Reykjavfk. Sími 4825. um er gefið. Fyrirtæki hans, Kveld- úlfur, var af forstjórunum talið stærsta fisksölufirma í heimi! Og til- vera Kveldúlfs byggðist á frjálsri samkeppni. En á þessum fáu vikum, sem hundadagaráðherrann „ríkti" át hann ofan í sig allar kenningar um ágæti frjálsrar samkeppni og lagði sig auðmjúkur í duftið fyrir fótum Jóns Baldvinssonar og Haraldar, sem flutt hafa það frv. á þingi, sem hann bað konung nú að gefa lög um. Ólafi var svo brátt um að hæða og spotta kaupmennskuna, starf sitt, bræðra sinna og föður síns og allra fisk- kaupmanna, að hann gat ekki þolað við fáeinar vikur og borið fram frv. á þingi um einkasölu á saltfiski. Nei, svo aum var samkeppnin, svo vesöl var starfsemi hans og annara fiskkaupmanna, að hann varð að fá bráðabirðalög strax. Með öðru móti gat hann ekki nógu fljótt sýnt socialismanum hæfilega auðmýkt. Um innsetninguna á Klepp þarf fátt að tala. Danska heilbrigðis- stjórnin hafði fyrir sitt leyti lýst því yfir, að H. T. gaiti elcki verið í þjónusts þess ríkis. Allur almenning- ur hér á landi hafði lýst yfir hinu Klæðaverksmiðjan G e f j u n Akureyri framleiðir allskonar tóvörur úr ull, svo sem: Karlmannafataefni, Yfirfrakkaefni, Kjólaefni, Drengjafataefni, Rennilásastakka, Sportbuxur, Ullarteppi, Band og lopa Á Akureyri og í Reykjavílc hefir verksmiðjan saumastofur. Þar eru fatnaðir saumaðir eftir máli sérlega ódýrt. Vörur klæðaverksmiðjunnar GEFJUN hafa fyrir löngu hlotið al- menningslof, enda vinnur verksmiðjan eingöngu úr norðlenzkri ull. Gefjunarvörur eru góðar, smekklegar og ódýrar. Athugið bláa cheviotið, er verksmiðjan framleiðir, áður en þér festið kaup á fatnaði annarsstaðar og að þér getið fengið klæðskera- saumaða vetrarfrakka fyrir 90—95 krónur Útsala og saumastofa I REYKJAVÍK Á AKUREYRI Laugaveg 33. Sími 2838 hjá Kaupfél. Eyfirðinga FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 82. sama. Og nú berast að hvaðanæva yfirlýsingar, þar sem þessi athöfn Ql.afs er fordæmt með öllu. það sýn- ist einsætt, að það verði hörð og hlífðarlaus krafa borgaranna á ís- landi, að læknir, sem gefur út yfir- iýsingar um að heilbrigðir menn séu veikir, hvort sem þær athafnir lækn- isins spretta af heimsku, vanmennt- un, eða öðrum ástæðum, geti ekki verið í þjónustu ríkisins. Eftir Keflavikurfundinn kom Ói. Th. ekki i stjórnarráðið og veltist síðan úr völdunum með þeirri eftir- tektarverðu yfirlýsingu, að hann fynndi vanmátt sinn — þegar hann liti á ágæti Magnúsar Guðmundsson- ar, sem væri sér svo óendanlega miklu fremri til að gæta iaga og í-éttar í landinu. Ói. Th. hefir sýnt, að hann getur ekki verið fiskkaupmaður, eklci fulltrúi Keflvíkinga, ekki útvegs- eða lieilbrigðismálaráðherra, ekki for- ltólfur samkeppnisstefnunnar. En hvað um að hann gerðist nú kom- múnisti — ef þeir þá vildu taka við honum héðan. af? Sagax. Reykja.vík. Sími 1249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. Áskuröur (á brauð) ávalt fyrir- . liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. —- 2, mjó Sauða-Hangtbjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svtna-rullupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. . Satiða-rullupylsur, Do. Mosftikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Oo. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vðrur þessnr eru allar búnrir til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við s&mskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. Ritstjóri: Gisll GnBmnndsson. Mímisveg 8. Simi 4346. Prontsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.