Tíminn - 07.01.1933, Page 2
2
TlMINN
Framsóknarfóiag Reykjavíkur
heldur fund í Sambandshúsinu mánud. 9. þ. m. kl. 8 síðdegis.
Jónas Jónsson alþm. hefur mræður um skuldamál bænda.
Félögum, sem hafa skírteini síðasta starfsárs, verða afhent
ný skírteini við innganginn.
Félagsstjómin.
Jörðin Fornu Sandar
í vestur Eyjafjallahreppi er laus til kaups eða ábúðar í
komandi fardögum. Búslóð gæti fylgt. Semjið við eiganda
og ábúanda jarðarinnar.
' Guniiar Sigurðsson
bæjarfógeti á Akureyri. Var hann
þar i fremur litlu áliti sem dómari.
Sýnishorn af þeim afdrifum, sem
dómar hans fengu í Landsyfirréttin-
um, er m. a. að finna í prentuðu
dómasafni þess réttar, IX. bindi, bls.
840.
Skal þá vikið að Einari Arnórs-
syni, sem er nýliði í réttinum —
með dómaraprófi og skipunarbréfi
frá Magnúsi Guðmundsssyni —. Um
þennan mann verður ekki sagt —
því miður — að hann sé þjóðinni
með öllu ókunnur. Pólitískur ferill
hans — sem þingmanns, og ráðherra
aí náð konungsvaldsins árið 1915 —
hefir oft verið rakinn í íslenzkum
biöðum. En sem lögfræðingur hefir
hann verið hafður á orði, bæði inn-
an lands og utan — fyrir óráðvendni
í meðferð heimilda. Má í því efni t
d. benda á ummæli hins merka
manns, Björns Ólsens, fyrsta rektors
háskólans, sem hafði orð á því á
prenti, hversu þ.essi eiginleiki væri
ríkur hjá E. A. Á seinni árum hefir
E. A. hvað eftir annað orðið uppvís
að því sama, t .d. í deilunum inn
þingrofið 1931, þar sem prófessor í
lögum við Hafnarháskóla, varð að
bera sig upp undan því opinberlega
í einu stærsta blaði Norðurlanda, að
E. A. hefði falsað tilvitnun úr ritum
hans. Og nú nýlega hefir E. A. skrif-
að grein í „Nordisk Tidskrift for
international Ret“, norrænt lögfræð-
ingarit, með rangri tilvitnun í prent-
uð lög sér til mikillar hneisu og orð-
ið að biðja afsökunar á, eftir að aðrir
höfðu bent á villuna.
Maður með slíka eiginleika hefir
nú þótt sérstaklega til þess fallinn
að taka sæti í stofnun, sem þjóðinni
á að vera ,,heilög“(!) og ekki á að
mega gagnrýna opinberlega, eftir því
sem sumir menn hafa haldið fram
hingað til!
•
III.
það er ekkert undarlegt, þó að upp
af þeim dómstóli, sem svo var til
stofnað og svo mönnum skipaður,
sem greint er hér að framan, hafi
sprottið „kynlegir kvistir" í íslenzku
réttarfari.
það mun ekki verða rakið nánar
hér, þó ef til vill vinnist tími til
þess síðar, að dómar réttarins fyr
og siðar eru margir hverjir mjög illa
gerðir og óvandlega og vafasamir
frá lögfræðilegu sjónarmiði.
En nokkur stærstu réttarhneyksliu,
þau sem þjóðkunn eru, skulu þó
stuttlega nefnd.
það vakti almenna undrun og
óhug, þegar Björn Kristjánsson á sín-
um tíma var í hæstarétti aigerlega
sýknaður af skaðabótakröfu Sam-
bands ísl. samvinnufélaga, fyrir það
óheyrilega níð um atvinnurekstur
Sambandsins og kaupfélaganna, sem
B. Kr. hafði látið dreifa út um landið
og meira að segja þýða á erlent
mál, sem ekki gat verið gert í öðrum
tilgangi en að eyðileggja lánstraust
Sambandsins hjá erlendum lánar-
drottnum.
Hitt vakti þó enn meiri óhug og
almenna tilfinningu fyrir öryggis-
ieysi réttarfarsins, þegar Tryggvi
þórhallsson örstuttu síðar af þessum
sama rétti, var dæmdur í 5000 kr.
skaðabætur fyrir smávægileg um-
mæli um kaupmennsku Garðai-s
Gíslasonar*). Um það mál sagði Pét-
ur Magnússon, sem þá var mála-
fræslumaður Tr. þ., að ef hann ekki
ynni málið fyrir hönd Tr. þ., myndi
hann ekki flytja mál oftar fyrir rétti,
sem að hans áliti kvæði upp svo
bersýnilega rangan dóm. það virðist
raunar hafa komið í ljós, að rétt-
lætistilfinning P. M. 1 þetta sinn hafi
ekki verið mjög varanlegs eðlis. En
eftirtektarverð er hún eigi að siður.
Um bæjarfógetamálið, sem er tals-
vert yngra en þessi tvö og því flest-
um enn minnisstætt þarf ékki að
fjölyrða.
Og nú loks með hinum tvímæla-
laust ranga og hneykslanlega dómi í
máli Magnúsar Guðmundssonar er
enn vegið í hinn sama knérunn.
IV.
Baráttan við úrelt og ranglátt
dómsvald er ekkert einsdæmi hér á
landi.
f öllum menningarlöndum hefir
*) Mörgum mætti þykja það fróð-
legt að vita, að það var einmitt nú-
verandi hæstaréttardómari, Einar
Arnórsson, sem samdi undirréttar-
dóminn í máli Tr. þ., og dæmdi þar
Garðari 25 þús. kr. skaðabætur, sem
hæstiréttur þó neyddist til aö lækka.
slík barátta veriö háð, sem einn af
mörgum þáttum hinnar almennu
baráttu fyrir umbótum hins nýja
tíma og jafnrétti í þjóðfélögunum.
Mun eitthvað úr þeirri baráttu ann-
ara þjóða verða rifjað upp hér í
blaðinu innan skamms.
Ef til vill er það trú þeirra manna,
sem nú eru handhafar hins æðsta
dómsvalds, að barátta undanfarinna
ára fyrir umbótum á hæstarétti, sé
varanlega niðurfallin vegna þeirra
atburða, sem á Alþingi gerðust fyr-
ir tæpu ári síðan.
En sú trú er oftrú. því að allur
almenningur í landinu veit nú,
hvers vænta má af æðsta dómstóli
landsins. Fámennur lögfræðingahóp-
ur og nokkrir ofstækisfullir 'flokks-
foringjar geta ekki til lengdar stað-
ið gegn þessum umbótum, því aS
baráttan um hæstarétt, er barátta
þjóðarinnar fyrir réttlæti.
Sú barátta verður ekki látin niður
falla og getur aldrei endað nema á
einn veg.
----o---
Neyðarvörn
Einars Arnórssonar og M. 6.
þegar hin ítarlega og rökstudda
gagnrýni á hæstaréttardómnum 1
máli Magnúsar Guðmundssonar birt-
ist liér í blaðinu, sló miklum óhug á
Mbl.-liðið hér i bænum. Samábyrgð-
armenn M. G. munu alls ekki hafa
búist við, að vinna yrði lögð í að
gagnrýna þetta lineykslanlega verk
liæstaréttar lið fyrir lið og leggja
rökin í einstökum atriðum á borðið,
þannig, að hverjum manni yrði auð-
skilið. En þegai- málið var tekið fyr-
ir á þennan hátt, var erfitt að halda
því fram, að um „ofsókn á hæsta-
rétt“ væri að ræða eins og Mbl. er
vant að segja, ef einhver hefir vogað
að finna að gerðum þeirrar stofn-
unar.
Mbl.-liðið mun í fyrstu hafa hugs-
að sér að láta málið niður falla af
því að svo erfitt var um svörin. Lét
blaðið þetta þá á sér skilja. En þeg-
ar frá leið, höfðu Mbl. ritstjóramir
livergi frið fyrir sínum eigin flokks-
mönnum, sem neituðu að trúa áfram
á óskeikulleik iiæstaréttar, ef gagn-
rýni Tímans yrði látið ósvarað. þess-
vegna hefir Mbl. nú neyðst til að
byrja á nýjum skrifum um málið
eftir áramótin. Eru skrif þessi samin
í félagi af Einari Arnórssyni og M.
G. sjálfum, sem fremur lítið hefir að
gjöra i stjórnarráðinu, síðan hann
kom þangað aftur eftir „þvottinn11
i hæstarétti.
þessi „svör“ frá þeim E. A. og M.
G. eru fáskrúðug og auðhrakin og
þarf ekki að eyða til þess miklu
máli.
„Svörum" þessum skulu nú stutt-
lega gerð skil, og í tvennu lagi. Fyrst
skulu nefnd nokkur atriði, sem
greinarhöf. hafa algjörlega gefizt
upp við a8 svara. í öðru lagi skal
drepið á það, hvaða atriðum er reynt
að svara og hvers virði þau svör eru.
Algerð uppgjöf.
Tíminn sannaði, að hæstiréttur
segði það ósatt í forsendunum, að
M. G. hefði ekki vitað um sendingar-
kostnað á vörunum til Akureyrar,
þar sem þetta var einmitt fram tek-
ið í samningum, sem M. G. gerði
sjálfur.
Tíminn sannaði, að það væri rangt
í hæstaréttardómnum, að ekki væri
upplýst, livenær Behrens hefði kom-
ið til M. G. sem málafærslumanns
eftir áramótin 1930. Um þetta atriði
lágu beinlínis fyrir játningar frá
Behrens og M. G. sjálfum.
Timinn sannaði, að hæstiréttur
segði það ósatt, að M. G. hefði ekki
reynt að koma í veg fyrir, að geng-
ið væri að Behrens eftir áramótin
1930, enda lá einnig fyrir í réttar-
prófunum játning bæði frá Behrens
og M. G. um þetta atriði.
Tíminn sannaði, að farið var með
I
rangt mál i forsendunum, þar sem ;
sagt er, að ekkert sé upplýst um |
það í réttarprófunum, á hvern hátt
Behrens hafi varið fé því, sem hann j
tók út úr sparisjóðsbókinni. Um
þetta liggur einmitt fyrir i réttar-
prófunum ótvíræð játning frá Be- j
hrens sjálfum.
Tíminn sýndi fram á, að hæsti-
réttur taldi ranglega til eignar hjá
Behrens innanstokksmuni, sem veð-
settir voru fyrir upphæð, sem ekki
var talin skuldamegin.
Tíminn benti á, að lífsábyrgðar-
skirteini kr. 3400,00, var ranglega
talið eignamegin í efnahagsreikn-
ingnum, því að það var veösett fyrir
viðskiptamannavíxlum og gekk upp í
greiðslu þeirra.
Engu þessara atriða er gerð hin
minnsta tilraun til að svara i Morg-
unblaðinu*), heldur gengið framhjá
þeim alveg þegjandi, enda voru þau
ásamt öðru sem haldið var fram hér
i blaðinu viðvíkjandi hæstaréttar-
dómnum, óhrekjanlega sönnuð með
tilfærðum tilvitnunum úr réttar-
prófunum eða staðreyndum sem
upplýstar eru.
„Svörin“. 1
þau atriði, sem reynt er að svara
í Mbl. eru viðvíkjandi:
Framburði N. Manschers,
Skyldmennaskuldunum,
Staðliæfingum hinna ákærðu, sem
hæstiréttur tók til greina,
Verðmæti húseignarinnar nr. 14
við Lindargötu.
í Mbl. er birt upp úr réttarprófun-
um ummæli N. Manschers í réttar-
haldi 1. okt. sl. — um leíð og hann
var ákærður, og mætti í réttinum á-
samt Magnúsi Guðmundssyni. En
þar stendur svo:
„N. Manscher tekur nú fram, að
ummreli sín á bls. 31 og 32 í próf-
unum, þar sem hann kvaðst hafa
lagt á móti þvi, að eignayíirfærslan**
ætti sér stað, eigi við hinar fyrstu
kröfur Tofte, en eftir að samninga-
umlcitanirnar héldu áfram, kveðst
hann eiginlega eklci hafa skipt sér
af þessu eða verið talað um þetta
við liann, en hann kveðst telja, eins
og frá samningnum var gengið að
lokum, hafi hann ekki skaðað hina
lánardrottnána. En hvort hann hafi
látið þá skoðun í ljós, kveðst hann
ckki muna“.
í fyrsta lagi verður að sjálfsögðu
að fara mjög varlega i það, að leyfa
mönnum að taka aftur, eftir að þeir
eru ákærðir, það sem þeir hafa upp-
lýst áður með samhljóða fram-
burði viö aðra. þessvegna bar að
taka meira tillit til samhljóða framb.
Manschers og Behrens, þar sem þeir
voru samprófaðir, lieldur en um-
mæla Manschers, eftir að hann var
ákærður — ef þau kæmu í bága
við fyrra framburðinn. En svo er í
raun og veru alls ekki. Ummæli
Manschers 1. okt. eru aðeins álit,
sem hann Þá lætur í ljós, en ekki
álit, sem hann segist hafa látið í
ljós, þegar samningurinn var gerður,
Annars er ekki gott að ímynda sér
bvernig „fyrstu" samningatilboð Tofte
hafa litið út, ef þau hafa verið enn-
þá verri en samningurinn 7. nóv.,
sem svifti Behrens næstum öllu verð-
mæti, sem hann hafði undir hönd-
um.
En í prófunum liggur fyrir, og
hefir verið liirtur áður hér í blað-
inu 20. des., samprófaður framburð-
ur þeirra Belirens og Manschers um
það, hvaða álit Manscher á sinum
líma lét í ljós á eignayfirfærsl-
unni. þar sem hann m. a. „kveðst
ekki vita, hvað hafi komið Magnúsi
til að gjöra slika samninga*) fyrir
hönd Behrens". En Behrens fyrir sitt
leyti kveður „Manscher hafa hvað
eftir annað sagt, að þetta mætti
hann ekki gera vegna skuldheimtu-
mannanna" o. s. frv. Og i lok fram-
burðarins: „Manscher telur þennan
framburð réttan, kveðst aldrei hafa
mælt með því, að þessi eignayfir-
færsla ætti sér stað, hvorki við Be-
hrens, Tofte né nokkum annan“.
þá kemur að ættingjaskuldunum.
í Mbl. segir m. a., að ekki þurfi að
taka tillit til ættingjaskuldanna af
því, að þær hafi ekki verið stofnað-
ar Behrens „til falls". Eins og skuldir
yfirleitt séu stofnaðar mönnum „til
falls"! Röksemdagáfa eins og fram
kemur í þessari grein Mbl. er vissu-
lega sjaldgæfur eiginleiki!
það eina, sem hæstaréttardómarinn
raunverulega færir fram því til
styrktar, að heimilt hafi verið uð
sleppa ættingjaskuldunum er að sækj-
andinn í málinu, hr. Lárus Fjeldsted,
hafi ekki lagt áherzlu á, að þetta at-
riði yrði tekið til greina. En hið
sanna er, að málafærslumaðurinn
taldi skyldmennaslculdirnar engu
máli skipta til eða frá fyrir niður-
stöðu málsins, vegna þess að Behrens
*) þessi upptalning atriða, sem lát-
ið er ósvarað í Mbl., er þó enganveg-
inn tæmandi eins og sjá má við
samanburð.
**) Letrarb. Tímána.
hefði 7. nóv. bersýnilega skuldað 18
þúsundir umfram eignir þó skyld-
mennaskuldirnar væra ekki taldar og
gjaldþrot hans því þá bersýnilega
yfirvofandi. Og í framhaldi af þessu
endaði harfn ræðu sína á þessum
eftirtektarverðu orðum: „Ef þetta get-
ur talizt löglegt, er óhætt að hætta öll-
um rannsóknum á gjaldþrota menn“.
Eins og kunnugt er, tóku dómararn-
ii' staðhæfingar frá hinum ákærðu,
þar á meðal skilaboð, sem þeir sendu
með málafærslumönnum sínum í
réttinn, til greina og byggðu á þeim
í dómnum.
Híéstiréttur tekur t. d. til greina
þær staðhæfingar hinna ákærðu
sjálfra, að Behrens hafi haft „ýms
góð verzlunarsambönd önnur en
Hoepner", að hann „hafi haft í
hyggju að setja upp arðberandi at-
vinnurekstur", hafi „gert sér von-
ir um------að hann gæti unnið sig
upp“, og hjá M. G. er það tekið trú-
anlegt, að Behrens hafi sagt honum,
að skuldirnar væru tryggari en
venjulegar verzlunarskuldir, þó Beh-
rens sjálfur hafi raunar neitað fyrir
rétti, að hafa tekið nokkuð fram um
það við M. G.
þessar staðhæfingar eru allar tekn-
ar trúanlegar. þessvegna var útlitið
gott, gjaldþrotið ekki yfirvofandi og
eignayfirfærslan 7. nóv. þar af leið-
andi ekki refsiverð!
En nokkrum línum síðar í forsend-
unum verða svo dómaramir að við-
urkenna sannleikann:
„Vonir ákærða framannefndar rætt-
ust ekki“!
En hversvegna rættist ekkert af
„vonunum"? Vitanlega af því að
„vonirnar'* voru fyrirsjáanlega á
engu byggðar, enda sjálfsagt um
engar „vonir“ að ræða. En staðhæf-
ingarnar um þessar „vonir“, sem
aldrei voru til, ná tilgangi sínum í
sýknun hinna ákærðu.
það virðist eftir þessu hafa verið
stór yfirsjón hjá hinum ákærðu, að
þeir skyldu ekki blátt áfram stað-
hæfa, að Behrens hefði aldrei skuld-
að neitt og aldrei orðið gjaldþrota og
að eignayfirfærslan til Hoepners
hefði aldrei farið fram!
Vörn hæstaréttardómarans fyrir
þvi að hafa metið húseignina við
Lindargötu 14 á 60 þús., þó að fast-
eigna væri aðeins 28800 og eignin
seld fyrir rúml. 53 þús. er þó einna
bágbornust. Hæstaréttardómarinn rök-
ræðir á þessa leið: „Ef það er sak-
næmt að selja yfir fasteignamats-
verði, þá hlýtur lögreglustjórinn
sjálfur að vera sakamaður(!)“. Hvar
hefir því verið haldið fram, að það
væri saknæmt að selja eignir yfir
fasteignamatsverði? Hitt er aftur á
móti athugavert, ef gjaldþrota maður
fœrir eign miklu hærra verði en
nokkrar líkur eru til, að hún seljist,
og það var það, sem um var talað
í Tímanum í sambandi við Lindar-
götu 14. Til raka(!) eins og þeirra,
sem hæstaréttardómarinn þarna not-
ar, grípur enginn skynbær maður
fyr en i algerðu rökþroti.
Grein Guðm. Benediktssonar í Vísi
er eins og við er að búast enn
ómerkilegri en grein E. A. og M. G. í
Mbl. Grein þessi byggist svo að segja
eingöngu á því, sem ósatt er í hæsta-
réttardómnum, og þannig kemst höf.
sem eðlilegt er, að þeirri niðurstööu,
að undirréttardómarinn hafi farið
með rangt mál! Maður með slíkri
röksemdagáfu hlýtur að hafa góð
skilyrði til að komast sjálfur í hæsta-
rétt — með dómaraprófi — þegar
fram líða stundir.
-----o-----
Enn um afstððu bænda
tll beina skattanna.
Sig. Björnsson á Veðramóti skrifar
greinarstúf i Mbl. um daginn, sem
hann telur svar við grein minni í
Tímanum 24. nóv. s. 1. um afstöðu
bænda til beinna skatta, og rituð var
í tilefni af tilraunum Sig. til þess að
telja bændum trú um aðþeim væri yfir-
leitt baggar bundnir með hækkuðum
tekju- og eignarskatti. í grein minni
var sýnt fram á að tekju- og eigna-
skattahækkunin kemur langmest
fram á hátekjumönnum kaupstað-
anna, en því nær ekkert niður á bænd-
um, og er slíkt að vonum, þar sem
bændur eru yfirleitt með tekjulægstu
mönnum í landinu. þessvcgna væri
sjálfsagt fyrir bændur og yfirleitt
alla, sem við þröng kjör eiga að búa
að fylgja því fast fram, að skattauki
sá, sem nauðsynlegur reynist, sé
lagður á hátekjur og stóreignir, en
ekki á þurftartekjur almennings sem
tollur á nauðsynlegum varningi.
í grein S. B., sem á að teljast svar
við þessu, gerir hann enga tilraun
til þess að mæla á móti efni greinar
minnar, en segir i þess stað, að ég
hafi haldið því fram, að hann „sé
að reyna að villa bændum sýn með
því að tala um, að á þeim hvíli
skattar og tollar, er þurfi að létta
af þeim“. Út af þessu leggur Sigurð-
ur síðan. þessi ummæli hafði ég
hinsvegar aldrei i grein minni, og
er því svar hans út í hött. Hinsvegar
sagði ég í grein minni að S. B. væri
visvitandi að reyna að villa bændum
sýn með því að kalla frumvarp um
hækkaðan tekju- og eignarskatt
„frumvarp um skattaukann á bænd-
uma“ og að tala um að tekju- og
eignarskattsaukinn væri „skrúfaður*1
út úr bændum yfirleitt og upplýsti
ég það um leið til dæmis til þess að
gefa mönnum hugmynd um ástæður
bænda almennt, að skattaukinn væri
„skriifaður** út úr Sigurði einum í
hans hreppi.
Ég álít, að tollum eigi að létta af
nauðsynjavörum og hækka í staðinn
beina skatta á hátekjum og stóreign-
um, og væri það tvímælalaust rétt-
látasta stefnan í skattamálum og sú
happasælasta fyrir bændur og aðra
lágtekjumenn og mundi hjálpa til
þess að jafna nokkuð þann mismun,
sem er á kjörum manna. Hefir mér
af þessum ástæðum aldrei dottið í
hug að víta þá, sem haldið hafa því
fram að létta þurfi tolla á nauðsynja
vörum heldur þvert á móti haldið
því eindregið sjálfur fram að slikt
væri nauðsynlegt.
Sigurður á Veðramóti þykist í
þessari svargrein sinni vilja láta
létta tolla á bændum. En enginn
maður trúir slíku á meðan hann
fylgir íhaldsflokknum að málum og
bölsótast á móti auknum álögum á
hátekjumenn landsins.
í grein sinni er S. B. að fræða
mig á því að opinber gjöld hans séu á
þessu ári nálega 500 kr. það kemur
ekkert þessu máli við hvað S. B.
borgar í útsvar í sveit sinni (út-
svarið er sýnilega mestur hluti upp-
hæðarinnar) og er því þessi fróðleik-
ur, sem hann hann miðlar mér einsk-
is virði.
Að endingu vil ég aðeins taka það
fram, að höfuðatriðið er, að bændur
krefjist þess af fulltrúum sínum á
Alþingi, að nauðsynlegir skattaukar
séu nú teknir af þeim „sem standa
upp úr svaðinu", en eigi lagðir á þá,
sem varla geta séð sér og sínum far-
borða.
Eystelnn Jónsson.
----O.....