Tíminn - 07.01.1933, Blaðsíða 3
TlMINN
3
Umsóknir
um stypk H1 skálda og
lisíamanna, sem veiHup
ep á fjáplögum ápsins
1933 (kp. 5000,00) sendisf
Menntamálapáði íslands á
skpifstofu pitapa þess,
Rusfupstpæfi 1, hép í bæ,
fypip 1. febpúap 1933.
Aluminíumhrifur og hrífuhausar
verða aðeins búnir til eftir pöntunura. pið, sera viljið eignast þessi
áhöld fyrir jiæsta sumar, ættuð að gera pantanir sem fyrst. Snúið yður
til kaupfélags, kaupmanns eða beint til þess, sem býr þær til. það er
IÐJA, Akureyri (Sveinbjörn Jónsson).
Tilkynniug-
Hórmeð tilkynnist heiðruðum viðslciptavinum, að ég hefi selt verzlun
mína Vaðnes, þeim Erlendi Péturssyni fulltrúa og Ólafi Nielsen verzlun-
armanni, og reka þeir verzlunina undir sama nafni.
Um leið og ég þakka mínum mörgu viðskiptavinum fyrir viðskiptin,
vænti ég þess, að þeir sýni hinum nýju eigendum sömu velvild og traust
(jg þeir hafa sýnt mér.
Virðingarfyllst,
Viggo Þorsteinsson.
Samkvæmt ofanrituðu erum við undirritaðir orðnir eigendur verzlun-
arinnar Vaðnes, og munum vér kappkosta, að verzlunin hafi alltaf vand-
aðar og góðar vörur eins og að undarförnu. Enn fremur sjá um af
fremstá megni, að verzlunin sé ætíð birg af öllum þeim vörutegundum
er heyra til matvöruverzlun.
Vonum við að njóta áframhaldandi viðskipta hinna mörgu við-
skiptavina verzlunarinnar.
Jafnframt tilkynnist hér með að hr. Hjörtur Hansson umboðssali, er
verzlunarstjóri verzlunarinar og hefir prókúru umboð fyrir hana.
Með vinsemd og virðingu,
Erlendur Pétursson. Ólafur Nielsen.
Hvað kosta blððin?
Eftir þvi sem kunnugir telja kost-
ar Mbl. þjóðarbúið (be.inlínis) 200
þús. kr. árlega, Vísir 150 þús., Al-
þýðublaðið 100 þús. og Tíminn 35—
40 þús. — þessi tvö bæjarblöð íhalds-
ins kosta þessvegna ca. 350 þús. kr.
eða tífalt meira en Tíminn. Lang-
samlega mestur kostnaðurinn við
þessi blöð leggst á fólk sem ekki hirðir
um að styðja íhaldsstefnuna. — Aug-
lýsingakostnaðurinn tekst af al-
mennri neyslu í landinu. Kaupend-
ur Tímans eru beðnir að athuga það,
að hinn litli kostnaður við Tímann
þarf að gjaldast skilvíslega á ári
hverju, líka á kreppuárum.
—..o---
s
A Yíðavangí.
Búnaöarmálastjórastaðan.
Umsækjendur um búnaðarmála-
stjórastöðuna voru fimm: Ámi G.
Eylands, ráðunautur. Guðmundur
Jónsson, kennari, Hvanneyri. Gunnar
Árnason, landbúnaðarkandidat. Metú-
salem Stefánsson, búnaðarmálastjóri
og Sigurður Sigurðsson, búnaðar-
málastjóri. — Meiri hluti stjórnarinn-
ar, Tryggvi þórhallsson og Bjarni
Ásgeirsson, ákváðu að núverandi
búnaðarmálastjórar yrðu settir fyrst
um sinn frá næsta nýári, með sömu
starfsskiptingu og launakjörum og
verið hefir og önnur ákvörðun ekki
tekin að sinni. Minni hluti stjómar-
innar, þ. Magnús þorláksson, lagði
hinsvegai- til, að staðan yrði nú veitt.
Nýi borgarstjórinm
Borgarstjórakosning fór fram í
bæjarstjórn Reykjavíkur 30. des si.
Jón þorláksson, sem ekki hafði sótt
um stöðuna, var kjörinn með at-
kvæðum ihaldsfulltrúanna átta. Hin-
ir sjö bæjarfulltrúarnir greiddu Sig-
urði Jónassyni forstjóra atkvæði sitt.
Mó fullyrða, að mjög margir hafi
haft traust á Sigurði í þessa stöðu,
þar sem hann er alviðurkenndur
hæfileika- og dugnaðarmaður og hef-
ir lagt sig fram allra manna mest
til að gera Sogsvirkjunina mögulega
á ódýrara hátt en óður var ætlað.
— En sumir segja nú, að vel fari á
því, eins og yfirleitt er farið með
mál höfuðstaðarins, að heildsölu-
verzlanirnar, sem mestan hagnað-
inn hafa af því, að bærinn er til,
skiptist á um að fara með borgar-
stjómina! Áður lagði Helgi Magnús-
son & Co. til borgarstjórann, en nú
Jón þorláksson & Norðmann! „Mátt-
arstólpar" framleiðslunnar hafa
hvort eð er ekkert við það að at-
huga, þó að heildsalar og fasteigna-
braskarar haldi við dýrtiðinni í bæn-
um, á sama tíma, sem framleiðslu-
tækjunum fækkar og vinna fer
þverrandi hjá öllum almenningi.
J. p. og kaupfélögiu.
MbJ. hefir stundum látið eins og
það væri hlynnt því, að létt yrði
undir skuldabyrðina með bændum.
En auðsætt mál er það, að fé sem til
þess þarf, verður að taka einhvers-
staðar. þjóðfélagið í heild verður að
leggja það fram. Að tala um hjálp í
þessu efni, án þess að gera sér
grein fyrir, hvaðan hún geti komið
og eigi að koma, er ábyrgðarleysi
og barnaskapur. Nú þvertekur Mbl.
fyrir það, að neitt af þessari hjálp
megi koma frá eyðslustéttum bæj-
anna. En hverjir geta létt undir með
öðrum, ef ekki þeir, sem hafa efni
á eyðslulifi? — Nú hefir hinn nýi
borgarstj óri Reykj avíkuríhaldsins,
stórkaupmaðurinn Jón þorláksson,
tekið til máls um þetta efni í nýárs-
boðskap sínum í Morgunblaðinu. J.
þ. segir, að þeir, sem hafi lánað,
eigi að gefa eftir skuldirnar. Flestir
munu skilja, hvert miðað er með
þessum orðum. Kaupfélögin, sem
hafa útvegað bændum nauðsynja-
vörur að láni í erfiðleikum eða létt
undir með framkvæmdir, eiga að
gefa eftir. þau eiga ekki að fá skuld-
ir sinar greiddar og fara á höfuðið.
— þá myndi rísa upp á ný gullöld
„Verzlunarólagsins" og Bjöms Krist-
jánssonar. — Séu orð íhaldsborgar-
stjórans í Reykjavík rétt skilin á
þessa leið, sem allt bendir til, mega
þau heita í meira lagi köld nýárs-
kveðja til samvinnumannanna í
sveitum landsins. En það sannast á
þeim Mbl.-mönnum, að ekki þýðir að
leyna úlfshórunum.
AfritiS.
þegar lögreglustjórinn í Reykjavík
kvað upp dóminn í máli M. G. og
lét þeim blöðum, sem þess höfðu
óskað, í té afrit af dómnum, ætlaði
Mbl. að ganga af göflunum og taldi
þetta óviðeigandi af dómaranum. En
viti menn! Tæpum þrem stundar-
fjórðungum eftir að hæstaréttardóm-
urinn i sama máli var upp kveðinn,
var búið að senda afrit af þeim
dómi til blaðanna! þannig hefir
hæstiréttur gert s.ig sekan um ná-
kvæmlega sömu ósvinnu(!) og lög-
reglustjórinn — að hafa afritið til-
búið fyrirfram. Sannleikurimi er sá,
að bæði lögreglustjórinn og hæsti-
réttur hafa í þessu tilfelli gert alveg
rétt. — þá hefir Mbl. nú í síðustu
skrifum sínum fárast mjög um það,
að Tíminn hafi fengið aðgang að
réttarprófunum, til þess að geta
skrifað um málið eftir frumheimild-
um. En þeir, sem viðstaddir voru
málafærsluna i hæstarétti, sáu ekki
betur en að Jón Kjartansson rit-
stjóri Morgunblaðsins þá þeg-
ar hefði afrit af prófunum fyrir
framan sig i réttarsalnum. — Og
núna í vikunni hafa birzt í Mbl.
greinar um málið, þar sem tekið
er upp úr prófunum, enda skiljan-
iegt, þar sem einn af hæstaréttar-
dómurunum hefir ritað greinarnár
(nafnlausar). — En framkoma Mbl.
er eðlileg. Slæmur málstaður verður
að þrífast á slæmum rökum!
Kommúmsminn á íhaldsheimilunum.
Mbl. segir nýlega frá því að stúd-
entaefni í Menntaskólanum hafi sam-
þykkt tillögu í anda lcommúnista.
Ekkert skal um það fullyrt, hvort
þetta er rétt. En ef svo er verður
það að teljast ný sönnun fyrir hinu
nána sambandi, sem ér á milli
íhalds og kommúnista, því að það er
alkunnugt að í menntaskólanum eru
nálega allir unglingarnir úr íhalds-
heimilunum. Fróðlegt væri að
nokkrir leiðtogar íhaldsins, sem afi-
að hafa kommúnismanum liðsauka
á lieimilum sínum vildu í Mbl. gera
grein fyrir afstöðu þeirra til bolsé-
vismans. Má hér nefna nokkra af
þessum velgerðarmönnum byltingar-
stefnunnar: þorleif H. Bjamason,
Guðmund sýslumann í Borgarnesi,
Jónas héraðslækni og Hólfdán prest
á Sauðárkrók, að ógleymdum bless-
uðum Sigurði mínum á Veðramóti.
þá er helzt svo að sjá sem hver
einasti nemandi í skóla Helga Her-
manns sé æstur kommúnisti. P. S.
Ný heiðursfylking.
Hæstiréttur hefir fengið marga
vaska menn til að rita um ágæti
sitt í ilialdsblöðin. Eru þessir
fremstir: Garðar þorsteinsson, Jó-
hannes Jóhannesson, Einar Amórs-
son og Magnús Stormsritstjóri. Hafa
þeir eldri dulið nöfn sín, en Garð-
ar og Magnús gengið fram fyrir
skjöldinn. Nú bætist í hópinn mik-
ill kappi, Guðmundur Benediktsson,
fyrrum ritstjóri að hinu sjálfdauða
blaði Sig. Eggerz, og ritar sá í Vísi.
Virðist þarna vera ný „heiðursfylk-
ing“ á uppsiglingu.
Hvað gera lýðfrjálsu löndin?
í Ameríku og Sviss kýs fólkið
dómara sína eins og aðra trúnaðar-
menn og hefir gert það öldum sam-
an og gefizt vel. Sú tilhögun er
sprottin af frelsisþró borgaranna í
lýðstjórnarlöndunum. Einn frægur
íslendingur, Guðmundur Grímsson,
er þannig nýendurkosinn með 30
þús. atkv. í hæstarétt í sínu ríki, en
í því eru 600 þús. 'íbúar. Sennilega
liggur þarna fordæmi, sem Alþingi
getur stuðst við, þegar það -tekur
fimmtardómsfrumvarpið næst til
meðferðar. Almenningi ætti að vera
ljúft að endui'kjósa Pál Einarsson
og Eggert Briem nokkrum sinnum,
að ógleymdum Einari Arnórssyni.
það hlyti að vera ánægjulegt fyrir
þessa menn að finna aðdáun borg-
aranna endurspeglast í vel heppn-
aðri endurkosningu, þar sem fólkið
veitti þeim trúnað sinn.
Gfestur Ingjaldsson.
„Stórþvotturinn“.
Eitt af íhaldsblöðunum hérna í
Rvík liefir birt stóra skopmynd af
1-iiðurstöðu Behrensmálsins. Réttvís-
in er þar stórskorin konumynd, með
andlitsmóti dómsforsetans. Hún hefir
kastað frá sér sverðinu og metaskál-
unum út í horn eins og hlutum,
sem eklci þarf að nota. Sjálf hefir
hún bundið fyrir augu og eru það
Hvað geta Islendingar gert til
að létta kreppunni af?
Margt, en fátt fremur .en að
nota alltaf íslenzkar vörur þegar
hægt er, og að ferðast alltaf og
flytja allt með íslenzkum skipum.
einu menjar frá gömlum hugmynd-
um um réttvísina. í stórum bala á
miðju gólfi liggur M. G. og er býsna
óhreinn. Allt um kring eru efni og
áhöld til að ná af grómteknum
óhreinindum. þar eru baukar með
persil, wim, rinso, sápa frá Hreins-
verksmiðju, vikur, benzín frá Shell
(mjög vel við eigandil), chlor og
og fjöldi annara efna, sem notuð
eru í samskonar skyni. Réttvisinni
býður auðsjóanlega við hlutverkinu
og er fýluleg í yfirbragði og tekur
sem lauslegast í hárið, til að koma
ekki of nálægt viðfangsefninu. Er
auðséð, að þessum virðulega kven-
manni er skipað að standa í þessum
leiðinlega stórþvotti, en að þrátt
fyrir öll hjólpartækin og dugnaðinn
er Magnús jafn óhreinn og fyr. —
þessi mynd sýnir innstu skoðun í-
haldsmanna um M. G. — þeir, sem
að myndinni standa, vita að engir
heíðu keypt blaðið, ef M. G. og
Behrens hefðu verið sýndir eins og
forkláraðir englar í hví-tum hjúp. Al-
mannadómurinn hefir haft sín áhrif
á þessum stað sem öðrum. B. P.
Helgi Tómasson og almennings-
álitið.
Hvar sem fréttist.er sama fordæm-
ingin á íhaldsflokknum í sambandi
yið Ilelga Tómasson. Dæmi um þetta
er tillaga, sem samþykkt var á
ílokksfundi Framsóknannanna í liér-
aði fyrir norðan skömmu fyrir jól:
„Fundurinn vítir liarðlega þær
gjörðir dómsmálaráðherra að setja
Helga Tómasson i læknisemhættið á
Kleppi, þar sem honum var áður
réttilega vikið frá starfi sem óhæf-
um, enda þótti hann heldur ekki
hæfur til sama starfs í öðru landi.
Krefst fundurinn þess, að Helga Tóm-
assyni verði þegar vikið úr embætt-
inu aftur“.
jictta virðist vera dómur heiðar-
legra borgara um land allt..
„Jafnir fyrir lögunum“.
Blað socialista á ísafirði vill halda
því fram, að J. J. hafi farið í mann-
greinarálit um framfylgd laga eitt-
livað svipað og eftirmenn hans. Skut-
ull telur sig geta nefnt eitt dæmi.
Soeialista hafi verið rænt í Kefla-
vík og engin eftirmál orðið, og jafn-
gildi það þvi, er íhaldið rændi
Ilannibal i Bolungavík og Socialist-
ar Sveini Benediktssyni á Siglufirði.
Timinn hefir aflað sér upplýsinga
um, að þessi árás Skutuls á J. J. er
alveg rakalaus. Hann fól sýslu-
manninum í Keflavik að rannsaka
nauðungarflutning Axels, og þegar
sýslumaður sendi skýrslu um frum-
rannsókn sína, lagði stjórnarráðið
fyrir hann, að rannsaka enn ítarleg-
ar málið, áður en það gengi til
dórns. Sömuleiðis rannsakaði lög-
reglustjórinn í Rvík allar kærur
Iíeflvíkinga ó hendur leiðtogum-socia-
lista í Rvík. En þegar íhaldið tók
við dómsmálunum, stakk það þess-
um málum öllum undir stól, eins
íslandsbankamálinu, síldarmálinu,
Knútsmálinu o. fl. — Skutull hefir
gert Framsóknarfl. greiða með því að
reyna að finna dæmi um yfirhilm-
ingu lögbrota hjá fyrverandi stjóm.
Munurinn á réttarfarinu sézt glögg-
legar við það.
ísafold og pósthúsið.
Nýlega kom að sögn sendimaður
frá ritstjórum Morgunbl. niður á
pósthús og fór hann þess á leit við
póstmenn, að þeir veittu „ísafold"
móttöku eftir lokunartíma pósthúss-
ins, en póstmenn munu hafa færst
undan því, þar eð vinnudagur þeirra
er að jafnaði nógu langur og þó
einkurn er jólapóstar fara eins og
hér stóð á, morguninn eftir. Var
blaðið að sögn ekki tilbúið fyr en á
miðnætti og urðu því póstmenn að
veita því móttöku þá, sökum þess að
póstmálastjóri óskaði fastlega eftir
því, vegna Jóns Kjartanssonar rit-
stjóra tengdasonar síns. Urðu því
póstmenn að vinna við sundurlesn-
ingu blaðsins fram á nótt. Morgun-
blaðið lilýtur því að verða krafið
greiðslu á þeirri upphæð er pósthús-
ið hefir hér greitt að ástæðulausu
fyrir eftirvinnu til póstmannanna.
Nema Morgunbl. ætlist kannske til
þess að pósthúsið borgi.
Dánardægur
Á gamlársdag s. 1. andaðist Guð-
mundur Bjarnarson að heimili sínu
í þórhöfn í Færeyjum. Hann var
gamall maður, á áttræðisaldri, ætt-
aður frá Haga í Aðaldal, en fluttist
ungur austur í Múlasýslu, en þaðan
til Færeyja og gekk að eiga færeyska
konu, Malvínu að nafni. Eiga þau
nokkur mannvænleg börn, uppkom-
in. — Um skeið var Guðmundur lög-
regluþjónn í þórshöfn, en stundaði
síðan daglaunavinnu, þar til í fyrra-
vetur, að hann veiktist af sjúkdómi
þeim, er dró hann til bana. Hann var
meðalmaður á vöxt, en orðlagður
kraftamaður, og heyrði ég tekið til
dugnaðar þess og seiglu, er hann
sýndi til hins síðasta. Jafnan talaði
Guðmundur islenzku, við hvem sem
liann átti, og blandaði hana furðu
litið færeysku, svo sem löndum hætt-
ir þó mjög til, þeim er langdvalir
liafa í eyjunum. Enda las hann alltaf
mikið íslenzkar bækur og blöð og
fylgdist vel með því, sem gerðist hér
heima. Aldrei varð ég var við mik-
inn áhuga á færeyskum stjórnmálum
hjá honum, én í íslenzkum stjóm-
málum var hann logandi heitur
Framsóknarmaður.
Guðmundur heitinn bjóst við dauða
sínum, er ég heimsótti hann síðast,
í ágúst s. 1. Bað hann mig þá bera
kunningjum „heima“ kveðju sína og
geta láts síns í „Tímanum“. Er hvort
tveggja gert hér með.
Aðalsteinn Sigmundsson.
----o----
Framsóknarfélag Reykjavíkur held-
ur fund í Sambandshúsinu á mánu-
dagskvöldið kemur, og hefst hann kl.
8 síðdegis — en ekki kl. 8y2 eins og
venjulegt er. Jónas Jónsson hefur
umræður um skuldamál bænda.
Hjúskapur. Á gamlársdag s. 1. voru
gefin saman í hjónaband af lög-
manni ungfrú Níelsina Ósk Daníels-
dóttir og Sigurður M. Wíum, loft-
skeytamaður.
„í tröllahöndum", æfintýri fyrir
börn og unglinga, eftir Óskar Kjart-
ansson, hefir „Tímanum" nýlega bor-
Bændur, sem kynnu að vilja lána
ár og vötn til lax- og silungsveiða
næsta sumar ættu sem fyrst að snúa
séi' til Ferðaskrifstofu íslands í
Reykjavík.
Sigurþór verða alltaf ánægðir.
Sendið nákvæmt mál, og við
sendum gegn póstkröfu
um land allt.
Leví’s fötin farg bezt.
Frækinn margnr í þeim sést.
Sýnishornasafn þar flest.
Sanng-jarnt verð ag gæði mest.
Kirkjujörðin Sævarendi í Loðmund-
arfirði er laus til óbúðar í næstu
fardögum. Umsóknir, skriflegar, séu
komnar til mín fyrir 1. marz n. k.
Stefán Baldvinsson.
FERÐAMENN
sem koma til Rvíkur, fá her-
bergi og rúm með lækkuðu
verði á Hverfisgötu 32.
Koiaverzlun
SIGURÐAR ÓLAFSSONAR
Símn.: Kol. Reykjavík. Sími 1933.
Kaupið íslenzkar vörur!
Styðjið innlendan iðnað!
Ferðist alltaf með íslenzkum skipum!
Gefið íslenzka bók, farbréf með is-
lenzku skipi, íslenzka húsmuni, ís-
lenzkt málverk eða einhvem góðan
hlut unninn af íslenzkum höndum
í tækifærisgjöf.
izt. það er vel við hæfi barna,
skemmtilega skrifað og prentað með
skíru letri.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Mímisveg 8. Sími 4245.
Prentsmiðjan Acta.