Tíminn - 14.01.1933, Page 1

Tíminn - 14.01.1933, Page 1
©faíbferi 09 afijrei&sluma&ur Cimans er Hannpet$ þorsteinsöóttir, Ccrfjargötu 6 a. .K«Yfjamf. jAfgteiböía C i m a n s er i £œfjargötu 6 a. (Dpin ÖUQlega fL 9—6 Simi 2353 XVII. árg. Reykjavík, 14. janúar 1933. 2. blað. Kreppuráðstafanir 1. Eftir því, sem næst verður komizt, er ísleiyzka bændastéttin búin að tapa rúmlega 4 miljónum króna á verðfalli sauðfjárafurð- anna einna saman á árunum 1930 —1932*). Það þarf engan að undra, þótt svo gífurlegt tap hafi haft nokkuð alvarlegar afleiðing- ar. Og ekki verður bændum al- mennt með nokkurri sanngirni ámælt fyrir það, þó að þeir hafi ekki séð þetta gífurlega verðhrun fyrir, enda ekki sjáanlegt, að af þeirra hálfu hefði verið hægt að hindra, að þetta mikla tap kæmi þungt niður. Það er hvorki ráðleysi né óskilamennska, sem veldur því, þó að bændum nú veitist ofurefli að standa íyllilega straum af þeim skuldbindingum, sem á þá hafa hlaðizt, bæði fyrir og eftir hina síðustu viðskiptaörðugleika. Sízt er þetta að undra, þegar þess er gætt, að allar elztu skuldirnar eru nú í raun og veru þriðjungi hærri en þær voru í upphafi, vegna hinnar óheillavænlegu gengishækkunar fyrir sjö árum. Bollaleggingar sumra Reykja- vikurblaðanna um það, að skuldir bænda nú séu saina eðlis og hinar margumtöluðu 33-miljóna eftir- gjafir bankanna fyrir nokkrum árum, eru á litlum rökum byggð- ar. Skuldir bændastéttarinnar eru ekki stofnaðar í gáleysi eða vegna óhófs, heldur vegna óhjá- kvæmilegra framkvæmda og kaupa á brýnustu lífsnauðsynj- um. Bændur almennt eru engir prettamenn. Þeir hafa alltaf ætl- áð sér að borga hvern einasta eyri til baka, og sýnt til þess ítrustu viðleitni. Enda getur hver maður sagt sér það sjálfur, að hagur bændastéttarinnar hefði staðið öðruvísi ef hún hefði haft þær fjórar miljónir — og miklu meira þó — í handbærum gjald- eyri, sem verðfallið hefir sópað burt úr búunum. En nú er svo komið, að þjóð- félagið getur ekki látið þrenging- ar bændanna afskiptalausar. Bændur eiga alveg sama rétt og verkamenn kaupstaðanna, sem líkt stendur á um, að þeim sé rétt hjálparhönd. Því að einnig hjá bændunum hefir atvinnan brugðizt. Og kröfur bændanna eru með fullri forsjá gerðar og í hóf stillt. Almenn uppgjöf skulda, að meira eða minna leyti, er fjarri hugsun- arhætti íslenzkra bænda. Það, sem bændur svo að segja allir langsamlega helzt myndu kjósa, er að þeim væri veitt aðstaða til að standa að fullu í skilum með þann höfuðstól, sem inni stendur hjá landbúnaðinum. n. En þegar á það er litið, að fjöldi sveitaheimila víðsvegar um landið, hefir nú ekki úr að spila nema 5—600 kr. — og jafnvel minna — til að borga með allar aðkeyptar lífsnauðsynjar, og hinsvegar það, að vænn hópur .*) Tala þessi er byggð á athugún- um Páls Zophoniassonar ráðunauts Búnaðarfélagsins í búfjárrœkt, sem nú á jafnframt sæti í ríkisskatta- nefndinni. manna hér í _ höfuðstaðnum, og íleiri kaupstöðum, hefir 10—20 þús. kr. úr að spila — og ein- staka menn miklu meira — verð- ur því ekki neitað, að þrenging- ar kreppunnar komi nokkuð ójafnt niður á landsins börnum. Jónas Jónsson alþm. hefir hér í blaðinu fyrir nokkru síðan skýrt ii'á því, að hann heföi í hyggju að bera fram á næsta Alþingi írumvarp um, að einstakir menn, sem hafa yfir 8000 kr. hreinar árstekjur, verði á meðan þreng- ingarnar eru mestar, skyldaðir til að iáta af hendi það, sem þar er fram yfir, til opinberra þarfa, og að því fé, sem næðist inn í ríkis- sjóðinn á þann hátt, verði notað til að létta undir með þeim, sem harðast verða úti af völdum kreppunnar. Erlendis virðist þessi grein J. J. Iiafa valúð athygli, og m. a. verið um hana ritað í eitt af stærstu blöðum Norðurlanda. Á bændafundinum í Kjósarsýslu, sem sagt er frá á öðrum stað hér í blaðinu, liefir tillaga, einmitt um þetta efni, verið samþykkt einum rómi. Og eftir því, sem fréttist víðsvegar að af landinu, sýnist þessi uppástunga hafa mælzt vel íyrir. Það liggur í augum uppi, að ekkert þýðir að vera með bolla- leggingar um aðstoð til bænda í eríiðleikunum, ef engin fyrir- hyggja er um það, hvaðan eigi að taka peninga til slíkra ráð- stafana. Og tæplega mun sú til- laga þykja mikið þjóðráð, sem fram er komin frá hinum nýja borgarstjóra Reykjavíkur, að bændurnir sjálfir (kaupfélögin) eigi að gefa sjálfum sér eftir skuldirnar! Af hinum fræga landvinninga- manni, Alexander mikla, er það sagt, þegar hann var á ferð með lið sitt um eyðimerkur Vestur- Asíu í brennandi sólarhita, að sveinn nokkur hafi komið til kon- ungsins með lítinn sopa af drykkjarvatni, sem hann hafði fundið í hestfari, og viljað gefa honum. En Alexander kvaðst eigi vilja drekka, meðan herinn allur þjáðist af þorsta — og hellti niður svaladi-ykknum. Þetta sjónarmið er hið réttláta sjónarmið þjóðfélagsins, hið eina drengilega, gagnvart einstakling- um og stéttum, á tímum þreng- inganna. m. Hér birtist, á öðrum stað í blaðinu, fundargerð frá nýaf- stöðnum fundi bænda í Kjósar- sýslu, sem haldinn var 7. þ. m. á Klébergi á Kjalarnesi. í tillög- um þessa fundar kemur allgreini- lega fram álit og úrræði bænda í því héraði viðvíkjandi lausn landbúnaðarörðugleikanna. Eru þetta fyrstu tillögumar, sem koma frá almennum bænda- fundi viðvíkjandi lausn þessa al- varlega máls. Er þeim fyrir þá orsök alveg sérstaklega gaumur gefandi. Þau úrræði, sem sérstaklega er bent á, eru eins og sjá má í fund- argerðinni, vaxtalækkun, lenging lánstíma á föstum lánum, breyt- ing lausra skulda í föst lán og opinber aðstoð við nauðasamn- inga fyrir þá, sem verst eru staddir. Eftirtektarvert er það, að til- laga um lækkun krónunnar er felld á fundinum með yfirgnæf- anda meirahluta. Enda munu menn, eftir því sem blaðið hefir frétt, almennt hafa verið þeirrar skoðunar, að gengislækkun, eins og' nú standa sakir, kæmi mest- megnis öðrum en bændast’ttinni til góða, og þá sér í lagi stór- útgerðarfélögum í Reykjavík, sem mikið hafa í sínum vörzlum af veltufé bankanna. Það er eigi óeðlilegt að ætla, sem og virðist hafa komið fram á fundinum, að mörgum bændum myndi það verulegur styrkur, ef losað væri eitthvað af því fjár- magni, sem þeir nú eiga bundið í dýrum jörðum, ef framtíðarábúð frá því opinbera með viðráðan- legum kjörum, jafnframt væri tryggð. Það skynsamlegasta í þessu efni væri vafalaust, að heimila ríkinu að kaupa af bænd- um þær jarðir, sem þeir kynnu að óska eftir að selja, og þá með þeim skilyrðum, að bóndinn sæti á jörðinni áfram og börn hans með erfðafestu. Mætti auðveld- lega koma greiðslu slílvra jarða i'yj'ir á hagkvæ^man hátt fyrir ríkið en forða þeim bændum, sem svo stendur á fyrir, frá því að selja jarðirnar í hendur einstakra manna, sem „spekulera“ í verð- hækkun á betri tímum. Dtanúrheimi. Um stjórnarfar nokkurra ríkja. Þann 8. nóv. s. 1. fór fram forsetakjör og þingkosningar í Bandaríkjunum. Tveir flokkar hafa þar barizt um völdin lengst af, Republikanar, sem vilja tak- marka sem mest sjálfsákvörðun- arrétt einstakra landa innan rík- isins og fylgja hátollastefnu og Demokratar, sem vinna að sjálf- stæði hinna einstöku landa og eru fremur andvígir tollunum. Yfirleitt munu hinir frjálslyndari menn fylla Demókrataflokkinn, þótt nokkuð skipti þar í tvö hom. Úr þeirra flokki var Wilson for- seti, hugsjóna- og fræðimaðui-- inn, sem átti upptökin að stofn- un Þjóðabandalagsins. Hann lézt skömmu eftir heimsófriðinn, og varð að horfa upp á raunalegan endi á starfi sínu, þar sem í hans hluta féll að bera að verulegu leyti ábyrgðina á hinum ógæfu- legu friðarsamningum, en Banda- ríkin fengust ekki til að ganga í Þjóðabandalagið. Og eftir lát Wilsons tóku andstæðingar hans völdin í landinu, og hefir forset- inn og þingmeirihlutinn síðan verið í höndum Republikana þangað til nú. En við kosningarnar núna í nóvember gjörsigruðu Demokrat- ar. Republikanimi Hoover, núver- andi forseti, fékk ekki nema um þriðjung atkvæða. Roosevelt land- stjóri í New York ríki, frændi hins fræga fyrveranda forseta með sama nafni var kjörinn. Hinn nýkjörni forseti er maður nokkuð við aldur og lífsreyndur m. a. af baráttu við langvarandi heilsubilun. Er því treyst af mörgum, að hann muni einnig reynast þrautseigur við lausn þeirra viðfangsefna, sem bíða hans með forsetatigninni, í marz- mánuði í vetur. í Frakklandi hafa nú á fám mánuðum orðið tvenn stjórnar- skipti. Eftir kosningamar í haust tóku frjálslyndir menn við stjórn. Forsætisráðherra þeirra var Herriot borgarstjóri í Lyon. Hann er fjölmenntaður maður og mælskur með afbrigðum og svo víðförull um land sitt, að sagt er, að hann sofi í járnbrautar- lest fimm nætur í viku hverri. Rétt eftir þessi stjórnarskipti komst á alþjóðasamkomulag um að fella niður skaðabótagreiðslur Þjóðverja að mestu leyti. En í því máli höfðu Frakkar jafnan áður verið harðastir í horn að taka. En nú fyrir stuttu síðan fékk Iierriot vantraust í þing- inu, af því að hann vildi, að Frakkar stæðu í skilum með af- borgun af skuldum til Bandaríkj- anna. Núverandi forsætisráðherra Framh. á 4. síðu. fyrir óeðlilega verðhækkun jarðar". — Samþykkt með 11 atkv. gegn 2. Tillaga frá Jónasi Björnssyni: „Fundurinn skorar á næsta Al- þingi að létta sköttum af atvinnu- vegum þjóðarinnar svo sem mögu- legt er, en ná inn því fé, sem ríkið þarf á annan hátt, og má í því sam- liandi henda á eftirfarandi: a. Hátekjuskatt, svo háan, að eng- inn hafi hærri laun nettó en kr. 8000,00. b. Skennntanaskatt, mjög liækk- aðan. ---0--- Bændafundur í Kjósarsýsiu Ályktanir um skuldamálin Ar 1933, hinn 7. janúar, var hald- iim almennur bændafundur á Iílé- bergi á Kjalarnesi, tii þess að ræða um slculda- og viðskiftamál bænda. Fundinn sóttu menn úr öllum sveit- urn Ivjósarsýslu og af Álftanesi. Fundarboðendur voru: Ólafur Bjarna- son, Iíolbeinn Högnason, þ. Magnús þorláksson, Jónas Björnsson og Björn Birnir. Ólafur Bjarnason í Brautarholti setti fundinn og nefndi til fundar- stjóra Kolbein Högnason í Kollafirði. Tók hann þá við fundarstjórn og til- nefndi sem fundarslyifara Ellert Egg- ertsson á Meðalfelii. Störf fundarins voru sem hér segir: Ólafur Bjarnason lióf umræður. Rakti hann fyrst í stórum dráttum áslæðurnar til skuldasöfnunar bænda, s. s. stórum auknar liúsa- og jarða- bætur á síðustu árum, en á sömu árum stórkostlegt verðfall á afurðum bænda. Síðan kom hann að við- reisnarstarfinu, sem nú yrSi að hefja á þessu sviði, taldi hann upp nokkr- ar leiðir, sem bent hefði verið á til björgunar út úr þessum ógöngum, en stefna frummælenda og annara fundarboðenda kemur skýrast fram í tillögum þeim, sem lagðar voru fyrir fundinn. Allmargir fundarmenn tóku til máls og komu ýmsar skoð- anir fram. Tilíögur fundarboðenda eru svo- liljóðandi: „Fundur bænda í Kjósarsýslu sam- þykkir að skora á Alþingi og ríkis- stjórn að lilutast til um: 1. Að samþykkja nú þegar alhliða löggjöf um sölu búnaðarafurða, með liliðsjón af löggjöf Norðmanna um sama efni. 2. Að öll þau lán, sem tryggð eru ineð íasteignaveði og ábyrgð lireppsfélaga séu lengd í 60 ára lán, er greiðist með jöfnum afborg- unum árlega og 3% vöxtum. 3. Að víxilskuldum sé breytt í sjálf- skuldarábyrgðarlán, sem greiðist á 25—3(\ árum, með jöfnum afborg- unum árlega og vexti 2 y2—3%. Fyrstu 5 árin skulu lánin vera afborgunarlaus. 4. Að ósamningsbundnar skuldir (verzlunarskuldir o. fl.) séu gerð- ar upp og viss afborgun sé greidd árlega. Sé þessi afborgun miðuð við gjaldþol hlutaðeigenda að dómi skilanefndar, sem skipuð er sam- kvæmt „lögum um gjaldfrest bænda". Samningstíminn má eigi vera skemmri en 10 ár (og vaxta- laust). 5. Að breyta lögum um skilanefndir í samræmi við undanfarnar tillög- ur, og réttur til að komast undir þau verði: a. að eigninni liafi verið og sé vel við haldið, i). að atvinnurekstur ldutaðeiganda lia.fi verið rekinn á heilbrigðum grundvelli liin síðari ár. 6. Að gjöra þær breytingar á nauða- sanmingalögunum, að þau nái bet- ur til bænda, og greiða fyrir því með styrk úr rikissjóði að þeim veitist auðveldara að ná slikum samningum". Allar þessar tillögur voru sam- þykktar i einu hljóði. Ennfremur var þessi tillaga frá fundarboðendum: „Fundurinn lítur svo á, að á slík- um þrengingatímum, sem nú standa yfii', sé það sjálfsögð skylda allra, að gæta hins ítrasta. spai'naðar á öllum sviðum. Telur fundurinn nauðsyn- legt, að rikisstjórn og Alþingi hafi forgöngu í þessum efnum, og skorar þvi á ríkissjómina að leggja fyrir næsta Alþingi víðtækar sparnaðai'- tiilögur, er hnígi að því að spara svo sem hægt er á ríkisbúskapnum. Fyrst og fremst með því að fækka starfsmönnum og embættismönnum ríkisins, samræma laun þeirra, sem nauðsyn er að hafa, og lækka eftir því sem fært þykir“. Tiilagan var samþykkt í einu hljóði. Svohljóðandi tillaga kom fram frá Sigurjóni Péturssyni: „Fundurinn skorar á Alþingi og rikissjórn að samþykkja nú þegar á næsta þingi lög um vinnufrið ein- staklinga í landinu og sjá um, að hver maður fái rétt til þess að vinna liverja löglega vinnu, er hann óskar, óhindrað af óviðkomandi mönnum". Samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum gegn 1. Tillaga frá sama: „Fundurinn skorar á ríkissjómina að gangast fyrir læklcun á gengi ís- lenzkrar myntar i réttu hlutfalli við framleiðslukostnaðinn í landinu, eða í kr. 30,00 fyrir pund sterling". Um þessa tillögu urðu miklar umræður; að þeim loknum var hún felld með 20 atkvæðum gegn 2. Tillaga frá Gesti Andréssyni: „Að hefja nú þegar undirbúning undir löggjöf um að ríkið kaupi all- ar jarðir í landinu og veiti þær aftur í erfðaábúð með sanngjörnu afgjaldi cða samþylckja aðra þá í löggjöf, er komið geti í veg fyrir óeðlilega verð- hækkun jarðar". — Felld með 20 at- kvæðum gegn 6. Tillaga frá B. Birnir: „Að hefja nú þegar undirbúning undir löggjöf um erfðaábúð og óðals- rétt ,eða annað er komið geti í veg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.