Tíminn - 21.01.1933, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1933, Blaðsíða 3
TIMINN 11 er til þess að vita, að svo miklu gagnlegu má til leiðar koma fyrir almenning, með því að ríkið fær kaupmannsgróðann. X. Kaupfélag Reykjavíkur. Anægjulegt er hve vel gengur með brauðgerð kaupfélagsins. Líka hin góðu og ódýru brauð þess svo vel að viðskiptin fara liraðvaxandi. Sérstak- lega hefir selzt mikið undanfama daga af hinni nýju brauðtegund, sem auglýst hefir verið. — Félagið ráðgerir að opna sölubúð með alls- konar nauðsynjavörur undir vorið. En nú panta félagsmenn aðeins einu sinni í mánuði.-Hefir þeim þannig tekizt að fá vörur að mun ódýrari. Væri ekki vanþörf á að milliliða- kostnaður minnkaði á ýmsum nauð- synjum manna, svo að þær lækkuðu í verði, t. d. mjólkin. Er hún seld í Rvík fyrir 40—42 ■ aura litrinn, en bændurnir fá aðeins um 20 aura eða jafnvel minna. En slíkt er hætt við að lagist aldrei nema neytendur og framleiðendur sjálfir lagi það með samvinnufélagsskap sín á milli. Jón porláksson lýsir fjárhag bæjarins. Hinn nýi borgarstjóri lýsti á bæjar- stjórnarfundi fjárreiðum bæjarins: „Aðkoman hjá mér er þannig", sagði J. p. „að bærinn er félaus, að skuld- ir bæjarins hafa aukizt á s. 1. ári um 250 þús. króna, að af bæjargjöldum eldri en 1932 eru útistandandi rúmar 600 þúsundir og af gjöldum 1932 eru ‘útistandandi 700 þúsundir króna“. Enginn rengir þennan vitnisburð um stjórn íhaldsins á fjármálum bæjar- ins, þvi að ekki mun J. p. hafa til- hneigingu til að segja hana verri en hún ,er. ----0---- Islandsvinur þó að íslendingnum, sem ferðast víða erlendis, finnist hann sjaldan verða var nokkurra, sem þekkja að ráði til hér hjá okkur, þá eigum við íslendingar samt hér og hvar góða vini. þessir einstaka menn, sem hafa gerzt vinir okkar hafa oftast orðið það vegna fornbókmennta okkar eða af kynningu við góða íslendinga. Sumir af dvöl sinni hér heima, hrifni af landi olckar o. s. frv. Ýmsir af þessum mönnum taka ástfóstri við allt sem má vérða til heiðurs og gagns Islandi og Islend- ingum. Á ferðalögum mínum hefi ég einstaka sinnum af tilviljun kynnst nokkurum þessara manna og þar á meðal norska blaðamanninum Per Björnson Soot, sem er einn af þeim er allt þetta hér að framan á við um. Hann er sivakandi um íslenzk málefni og fylgist prýðilega vel með öllu því * helzta hér heima. Er hann fréttaritari tveggja norskra stórblaða og hefir því sérstaklega góða aðstöðu til að birta fréttir og annað frá íslandi. Skrifar líka lipurt og skemmtilega ,eins og þeirra Björn- sons frænda er venja. svo fréttir hans og greinar eru oft endurprent- aðar í fjölda blaða víðsvegar um lönd. það mætti nú ætla, að við íslend- ingar værum slíkum mönnum sem P. B. S. þakklátir og vinveittir. En það undarlega er, að öðruhvoru nú í fleiri ár, eru ónota- og níðgreinar að birtast í Morgunblaðinu um þennan mann. Og hver er orsökin? Sú, að P. B. S. minnist einstaka sinnum hlýlega á Jónas Jónsson fyr- verandi ráðherra í erlendum blöð- um, hefir t. d. stundum minnst á að hann væri áhrifamaður í ísl. stjórnmálum, duglegur maður eða þ. h. En þetta þolir Mbl. ekki að sagt sé og rægir P. B. S. bæði hér heima og við blöð þau, sem hann er fréttaritari fyrir. Eru þetta ill laun og ómakleg af hálfu ísléndinga til þeirra manna, sem gera þeim gott og fórna tíma sinum og fjármunum til að auka þekkingu og hlýhuga til lands okk- ar og þjóðar. — Og þó að Jónasi Jónssyni sé veitt atliygli suður í þýzkalandi, austur í Svíþjóð eða hvar það er, sem duglegum stjórn- málamanni hér úti á íslandi, er meira en lítið óviðeigandi af Mbl., að láta bera svo mikið á afbrýðis- semi sinni, að ausa illmælgi ágæta ' vini okkar í útlöndum, sem vilja okkur allt liið bezta. V. G. ----O—— Vornámskeið verða haldin í húsmæðraskólanum á Hallormsstað á ltomanda vori. Kennsla fer fram í þessum greinum: 1. Vefnaði. 2. Fatasaumi og hannyrðum. 3. Matreiðslu. 4. Garðyrkju. Námsskeiðin eru öll hvort öðru óháð. Umsækjendur láti þess getið í hverju námsskeiðinu þeir vilji taka þátt. Námskeiðin byrja 14. maí og standa til 80. júní. Skólagjald kr. 10,00. — Matarfélag verður haft á námsskeiðinu. Nemendur hafi með sér rúmfatnað og handklæði. — Þeir nemendur, sem ætla að stunda garðyrkju, verða að hafa með sér sterk og skjólgóð föt. Umsóknir sendist sem fyrst til forstöðukonunnar: ' Sig-rún P. Blöndal Sími: Hallormsstað. Fréttir lilltini abirðir Eins og síðastliðið ár, verður innflutning'ur tilbúins áburðar, fyrir komandi vor, algerlega miðaður við pantanir. Búnaðarfélög, hreppsfélög, kaupfélög og kaupmenn, sem ætla að kaupa áburð, verða því að senda oss pantanir sínar sem allra fyrst og eigi síðar en fyrir 1. mars næstkomandi. Verð algengustu áburðartegunda er áætlað þannig, miðað við 100 kg., á höfnum kringum land. Kalksaltpétur I G kr. 19.50 Kalkammonsaltpétur I G — 22,60 Superfosfat 18°/0 — 8,00 Kali 40% — 17,80 Nitrophoska I G — 36,80 Ef hið áætlaða verð breytist til muna verður það auglýst gegnum útvarpið. NB Allir, sem panta áburð, eru beðnir að tilgreina greini- lega nafn, heimilisfang og hafnarstað. Reykjavík, 20. janúar 1933 pr. Áburðarsala ríkisins Samband ísS. samvinnufélaga Kaupfélag Reykjavíkur. Brauða- og kökugerð í Bankastræti 2. Kaupfélagsstjórar og kaupmenn, munið, að áður en þið gerið kaup á hörðu brauði (tvíbökum, kringlum og skonroki), að leita tilboða hjá kaupfélaginu. Þar fáið þið góðar vörur og gott verð. Reykvíkingar, hafið þið athugað, að kaupfélagsbrauðgerðin selur brauðavörur með lægsta verði borgarinnar, t. d. vínarbrauð og bollur á 10 aura stykkið. Kaupfélagsbrauðgerðin framleiðir ennfremur nýja brauðteg- und, sem heitir kjarnabrauð. Reynið það, kostar aðeins 30 aura stykkið, þyngd 0,5 kg. Sent um allan bæinn. Sími 4562. Til ksups og ábúðar í næstu fardögum er góð bújörð austanfjalls. Slægjur ágætar. Jörðin prýðilega hýst og liggur við þjóðveginn. Upplýsingar hjá Kristm Jónssyni vagnasmið Reykjavík. Útbreiðsla viðtækja á íslandi. Verkfræðingur Útvarpsins, Gunnlaug- ur Briem, skýrir frá, að um síð- astliðin áramót hafi verið 5418 út- varpsnotendur á Islandi, eða um 9.9% af íbúatölu landsins. Á sama tíma í fyrra var talan aðeins 4100, eða 3.7% af íbúunum. Útvarpsnot- endum hefir á árinu íjölgað um 1318 þrátt fyrir kreppuna. í kaupstöðum er notendatala að tiltölu við fólks- fjölda eins og hér segir: 1. Siglufjörður................7.9% 2. Reykjavík................... 7.5% 3. Ísafjörður................. 6.9% 4. Hafnarfjörður............... 6.3% 5. Vestmannacyjar.............. 5.0% 6. Neskaupstaður.............. 4.7% 7. Akureyri.................... 4.6% 8. Seyðisfjörður.............. 3.6% í sýslum landsins er notendatala að tiltölu við fólksfjölda, sem hér segir: 1. Mýrasýsla................... 6.8% 2. Borgarfjarðarsýsla.......... 6.5% 3. Vestur-Skaftafellssýsla.... 5.3% 4. Dalasýsla................... 5.2% 5. Árnessýsla.................. 4.8% 6. Strandasýsla................ 4.7% 7. Gullbr.- og Kjósarsýsla.. .. 4.5% 8. Vestur-Ilúnav.sýsla......... 4.1% 9. Austur-Húnav.sýsla, Snæf,- og Ilnappadalssýsla og Austur-Barðastr.sýsla .. .. 3.9% 10. Norður-ísafjarðarsýsla .. .. 3.4% 11. Vestur-ísafjarðarsýsla .. .. 3.3% 12. Suður-jiingeyjarsýsla .. .. 3.1% 13. Vestur-Barðastr.sýsla .. .. 3 % 14. Austur-Skaftafellssýsla.. .. 2.7% 15. Rangárvallasýsla............ 2.5% 10. Skagafjarðarsýsla og Suð- ur-Múlasýsla..................2.1% 17. Eyjafjarðarsýsla og Norð- ur-þingeyjarsýsla............ 1.8% 18. Norður-Múlasýsla............ 1.1% í kaupstöðum er útbreiðsla mest á Siglufirði, 7.9 af liundraði, en minnst á Seyðisfirði, 3.6 af hundraði. í sýslunum er Mýrasýsla hæst, með 6.8 af hundraði, en Norður-Múla- sýsla lægst, með 1.1 af hundraði. ])eir hreppar, sem hafa tiltölulega flesta útvarpsnotendur eru Borgar- neshreppur, með 11.9 af hundraði, Kjalarneshreppur með 11.8 af hundr- aði og Hrófbergshreppur með 10.3 af hundraði. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigurlaug Jónsdóttir frá Hofsós, til heimilis á Sjafnargötu 8, og Narfi þórðarson trésm. Nýlendu- götu 32. Fundur var haldinn í Félagi ungra Framsóknarmanna s. 1. mið- vikudag og stóðu umræður til kl. að ganga eitt um nóttina. Var þá um- ræðum frestað til kl. 8y2 næsta miðv.- dagskvöld þ. 25. þ. m. þegar fundi yar frestað voru 12 menn á mæl- endaskrá. Má því búast við fjörug- um umræðum næst. „Germania". í framhaldi af þyí, sem sagt var í síðasta blaði um félagið „Germania" skal tekið fram eftirfaranda: Félagið er samkvænit 1. gr. laga þess „íslenzkt félag til styrktar menningartengslum við þýzkaland og Austurríki". í lögun- um stendur ennfremur: „Félagið vill loitast við að ná þessu takmarki sínu með því að stuðla að því, að viðskipti þjóðverja, Austurrílds- manna og íslendinga í menningar- legu tilliti verði sem víðtækust. Skal það því kosta kapps um að auka þekkingu íslendinga á lifnaðarhátt- um, þjóðfélagsskipun, andlegri og HROSSHÁR -(aðeins gott taglhár) kaupir hæsta verði Burstagerðin Fjölnisveg 5. Reykjavík. Sími 4157 S í L D reykt, á 15 aura stykkið, söltuð á 10 aura stykkið. Úrvals harðfiskur. Riklingur og hákarl. PÁLL HALLBJÖRNS. (Von). — Sími 3448. vorkiegri menningu jtjóðverja og Austurríkismanna". „Félagið starfar með fyrirlestrum, samkomum og hókasafni". Félagsstjóm skipa fimm menn, þar af tveir þjóðverjar eða Austun'íkismenn, húsettir hér. — Árstiliag er 5 lcr. Félagar eru nú um 150. Finnur Jónsson listmálari hefir ný- lega haldið sýningu á ýmsum nýj- ustu myndum sinum o. fl. hér í Rvík. Er þessi gáfaði málari nú orð- inn einn aí vinsælustu listamönnum vorum. Á íslenzku sýningunni í Stokkhóhni og víðar vöktu sjávar- myndir hans sérstaka ,atliygli, enda fátítt hér, að málarar velji sér hafið að viðfangsefni. Frægasti litprentari á Norðurlöndum, Johannsen að nafni, í Oslo, hefir nú boðizt til að litprenta í 100 eintökum eina af fegurstu landslagsmyndum Finns, sem er eldgígur á Fjaliabaksvegi. Eftir því sem ummæli ýmsra þekktra erlendra málara og listvina bera vitni um, er Johannsen snillingur i að litprenta eftirlikingar af málverk- um. Gefst mönnum því tækifæri til að eignast tiltölulega óspillt islenzkt listaverk, með miklu vægari kjörum en venjul.ega, þar sem um frum- myndina sjálfa er að ræða frá hendi listamannsins. En á söfnum erlendis eru eftiriíkingar frægra mynda mjög viða, þíS- sem ekki eru tök á að ná í sjál-ft listaverkið, t. d. af verkum ýmsra hinna kunnustu málara á endurreisnartímanum. Bandaríkjaþingið (neðri málstofan) hefir nú nýlega samþykkt frumvarp þess efnis, að rikisstofnanir skuli eingöngu nota innlenda framleiðslu og megi ekki kaupa erlendar vörur. Væri ekki hægt að gera eitthvað í þessa átt, hér á landi? Grænlandsmálið er nú fyrir al- þjóðadómstólnum í Haag og búizt við úrslitum á áliðnum yetri. Bæði af Dana og Norðmanna hálfu er málið flutt með aðstoð erlendra sér- fræðinga í alþjóðarétti. Rússneska stjórnin hefir gert Jap- önum tilboð um að gerður verði samningur milli Rússlands og Japan um, að livorugt ríkið megi á annað ráðast. Japanska stjórnin hefir hafn- að þessari málaleitun, en stungið upp á því, að skipuð verði rússnesk- japönsk nefnd, sem geri út um iandam'æradeilur, sem verða kynnu milli Rússa og Japana í Asíu. Hefir rússneska stjórnin birt opinberlega bréfa- og skeytaviðskipti sín og jap- önsku stjórnarinnar um þetta efni. Áheit á Strandakirkju, afhent Tím- anum, frá N. N. kr. 10,00, frá G. G. ísafirði kr. 10,00 og gamalt og nýtt áheit frá E. og S. kr. 10,00. Prentvilla var í augl. Mattliíasar Ásgeirssonar garðyrkjumanns í síð- asta blaði Tímans. þar stóð að garð- yrkjunámsskeiðið væri frá 5. apríl til 15. júní, en átti að vera frá 15. apríl. Kðlaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: Kol. Reykjavík. Sími 1933. Jordin Sylrl-FjSrður í Lðni í Austur-Skaftafellssýslu er til sölu. Komið gæti til raála skifti á hús- eign í Reykjavík. Upplýsingar gefur Elís Jónsson Skildinganesi „Herkonungurinn". Mbl. lýsir Jóni þorl sem herkon- ungi. Hann hefir átt í einu stríði, stýrði „byltingunni" vorið 1931. En er á leið „skrílvikuna" fór lijartað að síga og kjarkurinn að bila. Sá herkonungurinn þann kost vænstan, að biðja Gunnar á Selalæk hjálpar og enda þannig styrjöldina. Sýndi Gunnar það, sem allir vissu, þótt al- mannadómurinn um Gunnar sé án efa réttur, að hann var samt fremri Jóni, bæði að brjóstviti, menntun og öilum manndómi, enda skar hann Jón niður úr hengingarólinni. En undarlegt er, að Mb). skuli hæða þennan smælingja með því að minna á hernað og konungdóm í sambandi við skrílvikuna og Jón þennan. X.+Y. ----o----- Fólk verður ánægðara þegar það borðar það sem ljúffengt er, og sér- staklcga þegar það veit að bætiefnin eru í því til að auka heilnæmið. Vinsældir Ellíi llorlais eru líka alltaf að aukast. H.f. Smjttrlílcisgerðin Vegkúsastig 5. Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.