Tíminn - 21.01.1933, Blaðsíða 1
©jaíbfcri
og afgrci6slumaí>ur Ciraans ef
Hannreig £>orstcins&ótjJr,
Cœfjargötu 6 a. .RcYfjoöti.
^.fgtclbsía
Ciraans cc i €œf jarijötu 6 a.
©pin &a$lcga>fL 9—6
Stlði 2S53
XVIL árg.
Reykjavík, 21. janúar 1933.
3. blað.
Atta þúsundirnar
Skuldir bænda
Jónas Jónsson alþm. hefir eins
og kunnugt er, ritað um það hér
í blaðinu, að hann hefði í hyggju
að bera fram á næsta Alþingi
frumvarp um hátekjuskatt til
bráðabirgða, sem á að koma í veg
fyrir, að árstekjur einstaks
manns geti farið fram úr 8 þús.
krónum, á meðan ekki rætist
fram úr yfirstandandi örðugleik-
um þjóðarinnar.
Á því virðist ekki vera neinn
efi, að þessi tillaga J. J. sé í fullu
samræmi við hugsunarhátt og
álit almennings, ekki sízt í sveit-
unum, eins og nú standa sakir.
Á bændafundinum í Kjósarsýslu
var t. d. samþykkt alveg sam-
hljóða tillaga, og hvarvetna er
krafan um hámarkslaun nú að
verða háværari og háværari. Al-
menningi, sem verður að neita
sér um öll þægindi og jafnvel
sumt af lífsnauðsynjum, finnst
það - nokkuð hart, að einstökum
mönnum skuli haldast það uppi
jafnframt að hafa svo að segja
ótakmörkuð fjárráð. I venjuleg-
um árum -getur hið vinnanda fólk
leyft sér umburðarlyndi í þessum
efnum. En 'á meðan kreppan er
sem hörðust, er það alveg sjálf-
sagt mál, að allir taki á sig ein-
livern hluta af byrðinni. Það er
rýttlæti, sem ómögulegt er að
mæla á móti.
En nú er komið hljóð úr horni.
Það er rödd Reykjavíkuríhalds-
ins. Mótmælin eru hafin í Morg-
unblaðinu, málgagni stórkaup-
mannanna, húsabraskaranna og
stórútgérðarmannanna í Reykja-
vík.
0g viti menn! Mbl. segir það
skýrt og skorinort (15. þ. m.), að
svo framarlega sem einstakir
menn megi ekki fá meira en 8
þús. kr. laiín á meðan verið .er
að létta sárustu neyð almennings,
sé „beinlínis stefnt að kollvörpun
núveranda þjóðskipulags“*).
Þetta eru eftirtektarverð um-
mæli, þegar þau koma fram í
málgagni annars stærsta stjórn-
málaflokksins á Alþingi.
Er það í raun og veru alvara
Mbl. og íhaldsflokksins í heild,
að „núveranda þjóðskipulag" sé
í því fólgið fyrst og fremst, að
einstökum mönnumi haldizt uppi
að hafa meira en 8 þús. kr. árs-
telcjur á sama tíma, sem þúsund-
ir fjölskylda hafa ekki nema
nokkur hundruð?
Sem betur fer er þetta rangt
hjá Mbl. „Þjóðskipulagið“ stend-
ur jafnrétt fyrir því, þó að þeim,
sem máttinn hafa mestan, sé
gjört að skyldu að taka á sitt
bak einhvern hluta- af byrðum
kreppunnar.
Það er auðvitað líka rangt hjá
Mbl., að méð skatti þeim, sem
hér er um að ræða, sé verið að
taka af mönnum „eignir“ þeirra.
Hér er um það eitt að ræða, að
lækka allra hæstu árstekjurnar,
og það eingöngu til bráðabirgða.
Samansafnaðar eignir frá fyrri
árum hafa menn í friði alveg eins
þó að þessi hátekjuskattur verði
samþykktur.
Mbl. segir, að það sé „athug-
andi“, hvort ekki mætti lækka
eitthvað hæstu launin hjá starfs-
*) Feitletrað í Mbl. sjálfu.
mönnum ríkisins. „Athugandi" er
það! Lengra nær sparnaðarhug-
urinn ekki í þetta sinn! En rit-
stjórar Mbl. gætu sem sé hugsað
sér, að þjóðskipulaginu væri ekki
með öllu kollvarpað, þó að ríkið
hætti ein þrjú ár eða svo að
borga starfsmönnum sínum meira
en 8 þús. kr. í árslaun!
En það eru aðrir menn, sem
Mbl. alveg sérstaklega ber fyrir
brjósti.
Það eru launamenn einstak-
lingsfyrirtækjanna, sem margir
hverjir hafa miklu hærri laun en
starfsmenn ríkisins. Og það eru
gróðamennirnir úr Mbl.-liðinu,
sem með engu móti vilja — og
ekki heldur nú í erfiðleikunum —
gefa eyrisvirði eftir af því fé,
sem þeir á venjulegum tímum
reikna sjálfum sér af framleiðslu
þjóðarinnar.
Mbl. veit — og allir kunnugir
vita — að hæstu launin í þjón-
ustu ríkisins, eru einmitt orðin
til fyrir áhrif frá einstaklings-
rekstrinum og bönkunum, og að
það er svo að segja alveg ókleift
fyrir ríkið að lækka nokkuð laun
hjá sínum hæstlaunuðu mönnum,
á meðan þeir til samanburðar
geta bent á þau geisiháu laun,
sem greidd eru af öðrum en rík-
inu, og sem ómögulegt er að ráða
við af hálfu hins opinbera nema
með hátekjuskatti. — Og þau
háu laun, sem ákveðin eru hjá
embættismönnum samkv. launa-
lögunum er heldur ekki hægt að
lækka nema með skatti.
Mbl. spáir því, að slíkur há-
tekjuskattui’, sem hér ræðir um,
myndi ekki gefa miklar tekjur í
ríkissjóð, því að ýmsir myndu
lækka laun sín sjálfkrafa, ef
taka ætti af þeim kúfinn. En at-
: vinnufyrirtæki þau, sem þessir
menn vinna við, myndu þá vænt-
anlega standa sig betur. Og munu
þá flestir verða sammála, að
betra sé, að þetta fjármagn
renni til styrktar atvinnuvegun-
um en í vasa einstakra manna,
sem verja því á vafasaman hátt.
Hæstu launagreiðslurnar al-
mennt, hjá ríki og einstaklingum,
er ómögulegt að takmarka nema
með því að fara skattaleiðina.
Sama er vitanlega að segja um
gróða. Um það niunu allir sann-
færast við nánari umhugsun. Og
undirtektir Mbl. ættu raunar að
vera almenningi nægileg sönnun
í því efni.
----o-----
Úrræði Reykj avikuríhaldsins
í skuldamálum hændanna eru nú
þessa dagana að koma í ljós nokkuð
greinilega í dagblöðum íhaldsins hér
í bænum. Jón þorláksson, hinn nýi
borgarstjóri, segir, að bændumir
(kaupfélögin) eigi að gefa sjálfum
sér eftir skuldirnar. það var nýárs-
gjöf lians til bændanna og framlag
til hins . „politíska samstprfs"! Visir
segir að sjóðir kaupfélaganna eigi að
fara í skuldagjöf og það sem á
vanti, eigi kaupfélögin (þ. e. bænd-
urnir sjálfir) að lána bændunum, og
sé ekki til inikils mælst! Svona er
alvaran í herbúðunum þeim! Og samt
álita þessir menn sjálfa sig sérstak-
lega girnilega til samstarfs fyrir
bændastéttina og samvinnumennina
í landinu!
Grein í Tímanum í gær gefur
mér tilefni til að bæta nokkrum
orðum við það, sem þar er sagt
og áður hefir verið ritað urn
skuldamál bænda.
Engum dettur í hug að neita
því, að skuldir bænda eru miklar.
Hve miklar þær eru, er ekki full-
upplýst enn, en innan við 35 mil-
jónir eru þær ekki. En þó þær
séu svona háar, þá er mjög langt
frá því að „mikill meiri hluti af
bændum landsins séu gjaldþrota
menn“ eins og sumir, sem um
þau mál hafa verið að skrifa,
hafa viljað halda fram.
Mörgum þykja þetta miklar
skuldir, og ýmsir af bæjarbúum
álasa bændum fyrir þessa skulda-
söfnun. Það er af mörgum taiið,
að þessar skuldir séu til orðnar á
síðasta áratug. Svo er vitanlega
ekki nema að nokkru leyti —
kannske mestu leyti — það er
órannsakað mál. Að hinu leytinu
er það vitanlegt að skuldir gomlu
selstöðuverzlananna, sem hættar
eru að starfa hér á landi, en sem
selt hafa skuldirnar til innheimtu
fyrir lítinn hluta af nafnverði,
eru margar hverjar eldri. Hve
heilbrigt það er, að láta afskrift-
irnar koma fram á buddum þeirra
málafærslumanna, sem skuldirnar
hafa keypt, munu flestir geta séð,
og væri þess full þörf að undir
þann leka væri sett, að menn
kaupi skuldir á 10—30 % af nafn-
verði, en innheimti þær svo að
fullu.
Sú afskrift kemur ekki niður
á réttum stað, og léttir ekki und-
ir með framleiðslunni.
En þó nokkur hluti skuldanna
sé gamall, og stafi meðal annars
frá því er menn voru að sperrast
við að kaupa jarðirnar, þá er
enginn efi að mikill hluti þeirra
hefir myndast síðan 1920 eða á
síðasta áratugnum.
Þetta er ekki undarlegt, þegar
þess er gætt, hvað bændastéttin
hefir framkvæmt þessi ár.
f jarðabætur hefir hún lagt um
15 miljónir króna af ágóða bú-
skaparins og lánsfé.
Á liðugum 1000 jörðum hafa
vérið byggð nýtízku hús úr steini
eða tibmri.
266 býli hafa verið raflýst.
Á um 1900 bæjum hefir vatn
verið leitt 1 bæ og fénaðarhús.
Miðstöðvarhitun hefir verið kom-
ið fyrir á kringum 500 bæjum.
Fénaðarhús hafa verið byggð
að meira eða minna leyti upp úr
steini á fullum 1500 bæjum.
Til mikils hluta af þessum
framkvæmdum hafa verið tekin
lán.
Þau eru tekin, og þegar bænd-
urnir hafa tekið þau, hafa þeir
miðað möguleika sína til að
standa í skilum við það verð á
vörum þeirra, sem þá var. Þetta
er eðlilegt, og fyrir það er engum
álasandi.
En svo kemur verðfallið. 1931
fæst mikið á fjórðu miljón króna
minna fyrir þær sauðfjárafurðir,
sem bændurnir gátu selt úr búi
sínu en 1929. Og 1932 minnkar
þetta enn. Þá fæst töluvert á
fimmtu miljón króna minna fyrir
sauðfjárafurðirnar, sem bændurn-
ir hafa að selja en 1929*).Þaðer
*) Á árinu 1930 var líka verðfall.
það mun því láta nærri, sem gizk-
því ekki lítið sem aðstaðan hefir
breyzt. Það eru ekki litlar skuld-
ir, sem vaxta má með 4 milj.
Bændur hefðu leikið sér að standa
í skilum með allar sínar skuldir,
hefði verðfallið ekki komið, þegar
burt séð er frá einstaka mönnum.
Þar, sem bændur á síðasta ári
fá á fimmtu miljón minna fyrir
sauðfjárafurðir sínar en 1929, er
ekki að undra þó mörgum veiti
erfitt að standa í skilum. En
það er ekkert, sem betur sýnir
vilja bændanna til að standa í
skilum, þrautseigju þeirra og
dæmafáan dugnað en það, að
þrátt fyrir þetta verðfall, þá
segja mér þær lánsstofnanir, sem
mest hafa með lán bænda að
gera, að þeir hafi sem heild stað-
ið sæmilega í skilum í haust, og
]?að munu ekki vera mikið meiri
lán í vanskilum hjá þeim en sum-
um öðrum stéttum, sem í ár hafa
margfalt betri afstöðu til að
standa í skilum en bændurnir.
Skyldi vera að hún væri ekki
hærri, upphæðin sem þar er ekki
staðið í fullum skilum af.
15. jan. 1933.
Páll Zóphóníasson.
---o--
Kreppan
og
bændnrnir
Iíftir Friðjón Jónsson bónda
Hofstöðum í Mýrasýslu.
I.
það hefir verið furðu“ liljótt yfir
bændastétt landsins um þau vand-
ræði, sem þeir eiga við að etja, yf-
irleitt um alta afkomu. Sýnir það,
betur en allt annað — það æðruleysi,
sem þeim er í blóð borið, að þeir
æðrast lítt, þó á bjáti og ömurlegt
sé um þeirra framtíð. — þó liafa
nokkrir fundir verið haldnir til að
ræða þessi mál. Nú fyrir skömmu
(10. des.) boðaði ég undirritaður, á-
samt Guðbrandi Sigurðssyni bónda
á Ilrafnkellsstöðum í Hraunlireppi
til umræðufundar fyrir þessa tvo
hreppa, Hraunhrepp og Álftanes-
hrepp. Umræðuefnið var fjárhags-
vandræði bænda og horfur um fram-
tiðarafkomu. Var fundur þessi vel
sóttur, og mætti þar meðal annara
þingmaður okkar Mýramanna, Bjarni
Ásgeirsson. Á fundinum komu fram
og voru samþykktar eftirfarandi til-
lögur:
1. „Fundurinn álítur nauðsyn að
kosin sé þriggja manna nefnd í
hverri sveit af kosningabærum
mönnum, til þess að gera yfirlit yfir
greiðslumöguleika manna, og aðstoða
þá i samningum við skuldheimtu-
menn og skilanefnd sýslunnar og láti
uppi álit sitt um livað þeim sé unnt
að greiða:
a. af tekjum sínum, án þess að
bústofn þcirra skerðist um of.
b. með þvi að ríkið kaupi af þeim
jarðimar gegn fasteignamatsverði og
tryggi scljendum lifstiðarábúð með
eriðafestu og afgjaldi er nemi einu
ærverði fyrir hv.ei’t þúsund í land-
vcrði, en þriðjungi lægra af húsa-
verði, og að þeir fái að vinna af
. sér afgjaldið með jarðabótum.
c. hve mikinn hluta skuldanna sé
nauðsyn að fella niður".
2. „Fundurinn skorar á stjórn og
þing, að breyta nauðasanmingalög-
unum með tilliti til bænda og greiða
fyrir því með framlagi úr ríkissjóði,
að var á í síðasta blaði, að verð-
fallið á þessum þrem árum væri til
jafnaðar nál. 4 milj. á ári, miðað við
árið 1929. Rltstj.
Utan úr heimi.
Styrjaldir og vígbúnaður.
Á tveim stöðum í heiminum a.
m. k. hafa staðið blóðugir bar-
dagar nú undanfarna mánuði.
Kínverjar og Japanar eigast enn
við út af Manchúríu, og er sú
styrjöld nú búin að standa með
litlum hvíldum á annað ár. Báru
Japanar þar raunar um eitt
skeið aígerlega hærra hlut og
gerðu Manchúríu, sem er einn
byggilegasti hluti hins víðáttu-
mikla Kínaveldis, að sjálfstæðu
ríki undir japönsku eftirliti. Ilafa
Kínverjar þrásinnis leitað aðstoð-
ar Þjóðabandalagsins út af þess-
um yfirgangi, og sendi bandalag-
ið nefnd austur til rannsóknar.
Gekk álit nefndarinnar mjög móti
Japönum, en þrátt fyrir það hef-
ir bandalagið enn ekkert aðhafst.
En oft hefir verið talið, að Jap-
önum og Rússum myndi lenda
saman í Kína út af málum þess-
um, enda kommúnistahreyfingin
talsvert útbreidd í Kína nú orð-
ið. Enn hefir þó eigi dregið til
þeirra tíðinda. — Hin styrjöldin,
sem minna þykir um vert, hefir
staðið í Suður-Ameríku, milli
tveggja smáríkja þar, Bolivíu og
Paruguay, og veitir ýmsum betur.
Á fundum Þjóðabandalagsins
er afvopnun þjóðanna nú tíðasta
málið á dagskrá, án þess að til
úrslita dragi. Þykir mörgum sem
þar. fari fram skrípaleikur einn.
Eru nú Þjóðverjar að rísa úr rot-
inu eftir hinn mikla ósigur í
heimsstyrjöldinni og heimta, að
vígbúnaður verði nú tafarlaust
takmarkaður, svo að um muni,
ella muni nú Þýzkaland taka að
vígbúast til jafns við önnur ríki
og að engu hafa takmarkanir
friðarsamninganna á landher og
flota Þýzkalands. Og sjálfur
Lloyd George, sem (fyrir hönd
Breta) var einn af þeim fjórum
stórmennum (the big four), sem
gerðu friðarsamninginn, hefir nú
opinberlega í blöðum tekið í
strenginn með Þjóðverjum í
þessu efni. — Hinir þrír, sem
samninginn gerðu, voru Wilson
forseti og Clemenzceau þáv. for-
sætisráðherra Frakka, sem nú
eru báðir dánir, og ítalski for-
sætisráðherrann þáverandi, Or-
lando, sem enn er á lífi.
í hinu fræga enska tímariti,
Rewiew of Rewiews, birtist á
síðastliðnu sumri mjög eftii’tekt-
arverð grein um afvopnunarmál-
in, og er hún byggð m. a. á ýms-
um rannsóknum Þjóðabandalag’S-
ins. Greinin fjallar um það, sem
þar er nefnt „alþjóða-leyndar-
málið“ (the international secret),
sem sé það, að auðfélög í ýmsum
löndum, privat fyrirtæki, sem
eigi allar aðal vopnaverksmiðj-
urnar, vinni á bak við tjöldin,
beri mútur á blöð og stjórnmála-
ínenn, gefi jafnvel sjálfar út
Framh. á 4. síðu.
að þeim veitist auðveldara að ná
slíkum samningum".
3. „Fundurinn álítur ólijákvæmi-
legt að hækka að mun skatta af há-
um tekjum, til þess að standast
straum af þeim ráðstöfunum, sem
nauðsynlegar ei'u tii jbargar í nú-
verandi kreppu".
4. „Fundurinn skorar á stjórn og
þing að gjöra ráðstafanir til að
innláns- og útlánsvextir lækki veru-
lega frá því sem nú er og að vextir
<y