Tíminn - 04.03.1933, Page 1

Tíminn - 04.03.1933, Page 1
(öfaíbfeti 09 afgrciðslumaöur íimans tx íJaunDCÍg þorsteinsöóttlr, Ccefjargötu 6 a. JSeyfjaDÍf. JtKfgreibsía Cínrans er í €aífjar9ötu 6 a. (Dpin öa^iega fl. 9—6 Simi 2353 XVUL ársf. r Lögbók Islendinga Þessa dagana er skrifstofa Al- þingis að útbýta myndarlegri bók til allra þingmanna. Flestum, ef ekki öllum, þykir gjöfin góð. Þetta er hin nýja lögbók Islend- inga. I henni er talið að séu lög landsins, þau sem í gildi eru, öll- um þeim öldum, sem liðnar eru síðan landið hætti að vera lýð- veldi, fram að löggjöf Alþingis 1932. Bókin er tæpar 2000 blað- síður, en þó minni fyrirferðar en venjulegur skjalapartur þingtíð- indanna. öll lög landsins eru flokkuð eftir efni, búnaðarmál í einum kafla, verzlunarmál í öðr- um, réttarfar í hinum þriðja o. s. frv. Þrjár efnisskrár fylgja bókinni til hægðarauka fyrir les- endur. Auk þess eru nákvæmar tilvitnanir í önnur lög og reglu- gerðir, eftir því sem ástæða var til. Ein efnisskráin sýnir aldur lag- anna og er sú skrá afar fróðleg. Elstu lög í gildi eru kaflar úr kristnirétti Árna Þorlákssonar frá 1275. Síðan koma mörg lög úr Jónsbók frá 1281. En frá því um 1300 er geysimikil eyða í lög- gjöfina, þar til um 1600. Á þess- um öldum býr þjóðin við hina norskfæddu Jónsbók, og við rétt- arvenju Alþingisdómanna. Erlend áhrif ná þá lítið til löggjafarinn- ar. En með valdatöku Kristjáns fjórða, byrjar straumur danskrar löggjafar að flæða yfir landið, og er enn mikið í gildi af löggjöf 17. og 18. aldar. Það var höfuðtil- efni hinna þráleitu málaferla á þessum tíma, að sífeldir árekstr- ar voru á milli hins forna réttar- fars og lagaboða dönsku konung- anna. Með endurreisn Alþingis byrjar síðan þróun nýíslenzkrar löggjafar, og þó að þar sé margt í molum, er þar auðsæ hin mikla nýsköpun þjóðarandans, eftir að henni var sjálfrátt að skapa sín eigin lög. Menningarsjóður gefur út bók þessa, og geymir blýið í letrinu. Eftir nokkur ár á að vera hægt að endurprenta bókina með áorðnum löggjafarbreytingum, og má þá nota óbreytt mikið af letri því, sem nú var steypt. Gert er ráð fyrir, að jafnan þurfi að endurprenta lögbókina á tíu ára fresti, ef ekki með skemmri milli- bilum. Þessi nýja bók á að geta verið lögfræðilegur ráðunautur borgar- anna. I fjöimörgum tilfellum geta leikmenn fengið þar fullnaðar- vissu um hvað eru lög í landinu, án þess að borga þá vitneskju dýrum dómum. Bókin verður óhjákvæmileg handbók allra lög- fræðinga, dómara, þingmanna, málfærslumanna, hreppstjóra, oddvita, fjármála- og verzlunar- manna, og allra þeirra, sem stunda lögvísindi. Nú mun varla vera sá maður til í landinu, þeirra er reka við- skipti eða fást við opinber mál- efni, að hann vildi ekki gjarnan eiga þessa bók, svo sjálfsögð þykir hún nú. En svo var ekki þegar byrjað var að vinna við að fá hana samda og gefna út. Er það lærdómsríkt um það, að eng- in umbót fæst nema með baráttu. Ég lagði fyrir Alþingi 1929 frv. um að sett yrði sérstök nefnd til að vinna með Alþingi að löggjöf landsins. Skyldu í nefndinni vera tveir lögfræðir og einn málfróður maður. Nefnd þessi skyldi hjálpa til að samræma lög landsins um leið og þau mótist og myndist á Alþingi, fella þau í bálka, sníða af vankanta, gera þau stuttorð og glögg og gera lagamálið snjallt og- kjamyrt. Var í þessu efni vitnað í Svía. Þeir láta nokkra menn úr tveim æðstu dómstólum landsins vinna með stjórn og- þingi að lagasmíðinni. Þessi nefnd átti síðan að gefa út lög landsins á nokkurra ára fresti. Frv. var borið fram í neðri deild. Ihaldið réðst á móti því með hinni mestu grimmd, og lög- fræðingar þess, Sigurður Eggerz og Magnús Guðmundsson, mest. En í sama streng tóku Magnús dósent, Jón Auðunn, Ólafur Tliors og fleiri. Gerði íhalds- flokkurinn samþykkt um að allt liðið skyldi standa á móti frv. og reyna að granda því, annaðhvort með málþófi eða á annan hátt. Með frv. stóðu allir Framsóknar- menn í deildinni og þm. jafnaðar- manna. í efrideild fór á sömu leið. íhaldið tefldi fi'am Jóh. Jóh., Jóni Þorl. og Steinsen. Allt íhaldsfólkið stóð saman um að verja hina gömlu glundroðavinnu og menningarleysi við meðferð laganna. Málið gekk samt fram, en við síðustu umræðu skarst einn Framsóknarmaður í efrideild úr leik, og tjáði mér, að hann myndi drepa frv. með íhaldinu við þriðju umræðu, ef ekki yrði hætt við að skipa nefndina. Þótti mér betri hálfur skaði en allur. Miklu væri bjargað ef lögbókin kæmi út. Síðar gæti svo farið, að augu þingsins opnuðust fyrir nauðsyn þess að samræma og bæta lögin. Litlu síðar var samið við pró- fessor Ólaf Lárusson um að standa fyrir útgáfunni. Fékk hann fyrst ungan lögfræðing, Svein Ingvarsson, til að vinna að byrj unarstörfunum. Síðar hvarf Sveinn að öðrum störfum,og tóku þá við undirbúningnum tveir aðr- ir ungir menn, Gissur Bergsteins- son og Einar Guðmundsson. Unnu þeir síðan með prófessor Ólafi geysimikla og vandasama vinnu við útgáfuna, og eiga þeir allir mikla þökk skilið fyrir það starf. Nú leið og beið þar til haustið 1931. Þá var handritið að lög- bókinni tilbúið. En þá var komin kreppa og erfiðleikar fyrir ríkis- sjóð, og þótti fjármálaráðherra ekki fýsilegt að leggja fram að nýju fé úr ríkissjóði. Myndi út- gáfan. þá hafa stansað og allur hinn mikli undirbúningur orðið að engu, orðið gagnslaus, ef ekki hefðu verið til tvö ný þjóðfyrir- tæki, sem nú hlupu undir bagg- ann og björguðu útgáfunni. En það var ríkisprentsmiðjan Guten- berg, sem tók að sér prentunina með lægsta sannvirði, og Menn- ingarsjóður, sem tók að sér aðal- þungann af útgáfunni. Nú er hin glæsilega útgáfa fullger. Hún hefir marga góða kosti, en einn galla. Hún er of dýr, og verður ekki úr því bætt, nema með því að ríkið leggi að þessu sinni nokkurn styrk í hana, til að gera öllum almenningi Reykjavík, 4. marz 1933, 10. blað. Landbúnaðurinn 1932. Eftir Metúsalem Stefánsson búnaðarmálastj. Tún og garðar. Af túnunum. eru 16% eða nærri Vt partur ógirt. Engin sýsla hefir al- girt túnin sín, en ekki eru þó nema 2 tún ógirt í Gullbringusýslu, 4 í Kjós- arsýslu og 9 í Borgarfjarðarsýslu. En flest eru ógirtu túnin hlutfalls- lega í Skagafjarðarsýslu (39,4%), Yesfur-ísafjarðarsýslu (32,1%) og Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (30,5%). Og alls eru ógirtu túnin 964, en 146 jarðir eru tnldar tún- lausar. þessar upptalningar eru leið- ar aflestrar, en þær gefa ýmsar myndir af meimingarástandinu í sýslum landsins, eins og það var, þegar undirmatið fór fram, og býst ég við að mönnum þyki fróðlegt að bera það saman. Allar prósenttölur eru vitanlega hlutfallstölur. Af ITisteignabókinni rná telja sam- an stærð túnanna — þótt túnstærð van-ti reyndar á nokkrum jörðum — og stærð matjurtagarða og gera sam- anburð annarsvegar á túnstærð og töðufalli og hinsvegar á stærð garða og uppskeru matjurta. Jrá má og finna út, að 1093 jarðir eða 19,2% hafa engan matjurtagarð og í þessu tilliti eru það Strandasýsla, er ekki nær því að hafa garð á öðrum hverj- um bæ (43,6%) — og Norður-ísa- fjarðarsýsla og Skagafjarðarsýsla með 41,3% og 39,2% garðlausar jarð- ir — sem eru mest aftur úr. Hins- kleift að eignast lög landsins, þau sem nú gilda. Saga lögbókarinnar er saga tillra umbótamála hér á landi. Framfaramennirnir verða að sækja á, sjá fram i tímann, skynja hvers þjóðin þarf með. Á móti er hið blinda, trega íhald. Því betra mál, því meiri and- staða. I flokki íhaldsins eru flest- ir lögfræðingar landsins. Frá engum þeim manni kom minnsti stuðningur við að koma frum- varpinu fram. Allir lagamenn í- haldsins á þingi sýndu, að þeir voru í góðu samræmi við þá stétt, sem notar lögvísindin til að skapa lífsstöður við að innheimta skuld- ir, og gera samninga eins og þann, sem frestaði gjaldþroti Behrens. Hin nýja lögbók á að skapa nýtt tímabil í lagagerð þjóðarinn- ar. Hún sýnir öllum almenningi hvað eru lög í landinu. Hún sýnir á hvaða stigi lagasmíð landsins er. Saga málsins sýnir menning- arleysi þess tímabils, þar sem menn eins og S .E., Jón Þorl., Jóh. Jóh. og M. Guðm. hafa tal- ið sig þess umkomna að vera leið- togar þjóðarinnar í lagagerð. Hin unga kynslóð í landinu á að taka við þ.essari byrjun, sem gerð hefir verið. Hún á að krefj- ast þess að spöruð verði óþörf út- gjöld við Alþingi, en laganefnd látin starfa. Unga kynslóðin á að hafa þann metnað að vilja, að hér sé íslenzk lagagerð, heil- steypt, heilbrigð og málhrein, að löggjöf landsins verði aftur jafn sjálfstæð og fullkomin og jarn- vel mótuð við þarfir landsins eins og hún var á gullöld Islendinga. Það þarf að má af lagagerð landsins merkin um kúgunarlög- gjöf Dana á 17. og 18. öld, og þau merki, sem sú eymd og áþján hefir sett á andlegt líf alls þorrans af hinum hugsjóna- snauðu brautryðjendum ísleazkra lagamanna. J. J. vegar eru matjurtagarðar á hverjum bæ í Skaítafellssýslunum og heita má að svo sé einnig i Vestur-Barða- strandarsýslu og Rangárvallasýslu. Um orsakir þessa mikla munar verð- ur ekki ijölyit hér, en eflaust ,eru það ræktunarskilyrðin annarsvegar, sem draga sumar sýslur svo mjög niður i þcssu efni, en hinsvegar sam- gönguörðugleikar, sem knýja aðrar iram. Enn sýnir hókin heyskap allan eins og hann er talinn i meðalári og áliöín þá er jörðin teist bera, og inætti út frá þessu gera fróðlegan samanburð á einstökum jörðum og sveitum og sýslum svo og saman- burð á túnstæi'ð og' töðufalli — ef nokkui' gœti sagt hvað töðuhestur er. Vitanlega eru túnin misjöfn að gæð- um, en fauslegur samanburður á túnstærð og töðuhestatölu gefur þó í skyn, að „töðuhestarnir" séu e. t. v. ennþá misjafnari að stærð. Emi sýnir bókin lilöðurúm, i hestatali, á liverjum bæ og svo vitanlega rnats- verð lands og bygginga. Matsverðið. 1 svcitum Jandsins — utan kaup- staðanna átta — er skattskylt lands- verð samtals kr. 305.713,00, en skatt- skylt liúsaverð kr. 38224700 og skatt- skyldar íasteignir sveitanna þá alls ki'. 68.796,000. Af þessari matsupphæð eru „aðr- ar skattskyldar eignir", þ. e. a. s. lönd og lóðir, byggingar m. m. í kauptúnum og sjávarþorpum sam- tals kr. 22094800, þar af er landverð kr. 3.600.700, en til húsa er talið kr. 18.494.100. þegar þetta er dregið frá heildarmati skattskyldra fasteigna utan kaupstaðanna, þá verður mats- verð skattskyldra eigna i sjálfum sveitunum.................... kr. 46.701,200 og af þessu er landverð — 26.970,600 ,en húsaverð....................— 19.730,600 JJetta eru þá þær fasteignir, sem tilheyra landbúnaðinum, eftir því sem næst verður komizt, og honum ber að greiða skatta og skyldur af — og svara vöxtum af. í íasteignabókinni frá 1922 er landverð í sveitum ’tal- ið.................... kr. 20.400,300 en húsaverð.............. — 11.717,800 eða skattskyldar fast- eignir alls .......... kr. 32.118,100 Auk þessa eru „umbætur síðustu ára“ þó metnar lcr. 1.502,800. Séu allar taldar tilheyrandi sveitunum, þá hefir fasteignamat í sveitum landsins 1922 verið samtals krónur 33.600,900 eða ríflega 13 milj. krón- um lægra en nú. Séu „umbætur síð- ustu ára“ i matinu frá 1922 taldar með landverðinu þá, þá hefir land- verðið nú hækkað um nál. 5 milj- ónir króna, en húsaverðið um nál. 8 miljónir, frá því sem þá var. Nú liefir þessi hækkun vitanlega ekki öll komið á við nýja fasteignamat- ið, því að millimöt á einstökum eignum liafa farið fram í millitíð- iilni, en miðað við matið frá 1922 þurfa bændur landsins að greiða skatt af 13 miljón króna hærri upp- hæð nú en þá. þessi skatthækkun nOmur um kr. 200,000 á ári og er lítil hjálp í núverandi „kreppu". Á það treysti ég mér engan dóm að leggja hvort þessi hækkun mats- verðsins í sveitum landsins gefur smækkaða, stækkaða eða rétta mynd af raunverulegum vexti Verðmæt- anna, en hún sýnir þó óneitanlega það, sem raunar allir vita, að bæiidur hafa, þessi árin, látið hend- ur standa fram úr ermum til fram- kvæmda betúr en nokkru sinni áður. Samtímis þessu hafa hlaðist Framh. á 2. síðu. Utan ár heimi. Frakkar neita að greiða stríðs- skuldimar. Einn merkilegasti atburður á stjórnmálasviði stórþjóðanna, á liðna árinu, skeði fyrir áramótin, þegar meirihluti franska þings- ins samþykkti (með 402 atkv. gegn 187), að greiða ekki af- borganir af ófriðarskuldum sín- um til Bandaríkjanna, og sem námu 20 milj. dollara. Upphæðin er ekki ýkja stór í samanburði við það, sem Englendingar greiddu og voru 96 milj. dollara, og þegar tekið er tillit til hve auðugt. Frakkland. er, það er nú langauðugasta ríkið í Evrópu. Gullforði þess er talinn 78 milj- arðar gullfranka, sem vandlega er gætt, að skerða ekki. Um 80 milj. fr. hafa Frakkar nýlega á- kveðið að nota til þess að styrkja landvarnir sínar og flota. Herriot for’sætisráðherra barð- ist fyrir því, að Frakkar greiddu skuldir sínar eins og hinar þjóð- irnar, en fékk því ekki komið til leiðar og féll á því. Hann benti á lrve hættulegt það væri, að ganga nú á móti þeirri stefnu, sem Frakkar hefðu altaf fylgt eftir stríðið, að halda sér fast við „helgi“ friðarsamninganna. Jafn- aðarmenn héldu því aftur sér- staklega fram, að Frakkai’ hefðu með eftirgjöf á stríðsskuldum Þjóðverja, samkvæmt Hoovers- sanmingunum, gefið Þjóðverjum eftir; og hversvegna ættu þeir þá ekki eins að gefa sjálfum sér eftir. Einnig var því haldið fram í þinginu, að franska þjóðin gæti aldrei skilið það, að henni beri meiri skylda til þess að greiða Bandaríkjunum fyrir þær 2 naöj- ónir tonna af stáli, sem rýðgar niður á gömlu vígvöllunum í Frakklandi, heldur en Banda- ríkjamönnum að borga þá kransa, sem Frakkar hafa lagt á leiði amerískra hermanna í Cham- pagne. Ástæðurnar til þess, að Frakk- ar vilja ekki greiða stríðsskuld- irnar, eru þær, að þeir vænta ekki frekari skaðabótagreiðslna frá Þjóðverjum, og finnst ekki að þeim beri nein skylda til þess að standa í skilum við sína lánar- drottna, þar sem Þjóðverjar þurfi ekki að standa í skilum við þá. Auk þessa benda Frakk- ar á, að ef þeir greiði allar stríðsskuldirnar til Ameríku, sem eru 3,4 miljarðar dollara, mundi árangurinn af þessari gullsöfnun í Ameríku verða sá, að kaupget- an í Evrópu minnkaði, verðfall- ið yrði ennþá meira og kreppan magnaðist. Það merkilegasta við þessa samþykkt þingsins er, að Frakk- ar, sem allra mest hafa haldið fram „helgi“ Versaillesamning- anna, skuli nú hafa þverbrotið gegn anda friðarsamninganna og grundvallarreglum. Um leið og þeir neita að greiða afborganir af sínum samningsbundnu ófriðar- skuldum, viðurkenna þeir rétt- leysi sitt til þess að krefjast frek- ari skaðabótagreiðslu frá Þjóð- verjum. Uppfrá þessu verður sjálfsagt ekki annað hægt en að draga strik yfir allar stríðsskuldirnar, og þegar það er gert, má gera sér vonir um, að yfirstandandi kreppa muni eitthvað láta sig. Gl. R.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.