Tíminn - 11.03.1933, Qupperneq 2
42
TÍMINN
sunnanlands til Seyðisíjarðar og til
baka sömu ieið eigi sjaldnar en einu
sinni í mánuði“.
Viðvikjandi kjöttollsmálinu og
samningum við Norðmenn, sem iagð-
ir hafa verið fyrir þingið nú i vik-
unni visast tii greinar Jóns Ámason-
ar liór i biaðinu í dag.
Jón þoriáksson og Jakob Möiier
llytja frv. um, að rikið ábyrgist
allt að 7 milj. króna íyrir Heykja-
vikurbse, tii virkjunar Efra Sogs-
ins. — Á þannig eftir frv. að binda
virkjunina og ábyrgðina við Eíra
Sogið, þó að raunsókn haíi sýnt, að
miklu ódýrara er að virkja Sogið á
öðrum stað.
ÍJergur Jónsson og Jónas þor-
bergsson tiytja írv. um bann við
okri.
Fimm þingmenu i ud. íiytja á-
skorun til ríkisstjórnarinnar um
innflutning karakulasauðfjár.
Magnús Torfason iiytur frv. um
fjölgun dýralœkna upp i fimin, og
er œtlast til, að einn þeirra'sé bú-
settur á Suðurlágfendinu.
Jón þoriáksson iiytur irv. um að
banna starísmönnum við stoínanir
rikis, bæjarfélaga og sveitarfélaga,
að taka við umboðslaunum fyrir
sölu á vörum, sem seldar eru stofn-
un þeirri, sem þeir starfa við. —
„Öðruvisi mér áður brá", og furðar
margan á siíku frumvarpi úr þeirri
átt!
Sveinn Ólafsson og Haraldur Guð-
mundsson flytja írv. um greiðslu
víxilskuida á Austfjörðum vegna
Sildareinkasölu íslands 1931.
Jónas Jónsson flytur frv. um eign-
arnámsheimiid á ábúðar- og erfða-
iesturótti á nokkrum býliun á Hval-
eyri við Hafnarfjörð, til afnota fyrir
Hafnarfjarðarkaupstað, tii garð-
ræktar.
Magnús Jónsson fiytur frv. um
afnám laga frá 1920 um heimild
fyrir landsstjórnina til að takmarka
eða banna innflutning á óþörfum
vamingi. En á þessum lögum er
byggð reglugerðin um innliutnings-
höit, sem gefin var út af fyrv. rík-
isstjórn 23. okt. 1931.
Steingr. Steinþórsson, Lárus Helga-
son og Guðbr. ísberg flytja áskorun
til ríkisstjórnarinnar um rýmkun á
innflutningsleyfi fyrir sauðfé.
Landbúnaðamefnd efri deildar
flytur frv. til ábúðarlaga, eins og
það var orðið eftir 3. umræðu í
neðri deild i fyrra. Er þetta fimmta
árið, sem þetta bráðnauðsynlega
mál biður afgreiðsiu á Alþingi.
Jónas Jónsson flytur frv. um
bygging og ábúð á jörðum, sem eru
almannaeign. Samkv. 1. gr. frv.
skulu „allar jarðir og hjáleigur,
sem eru eign ríkissjóðs eða kirkna
landsins — — næst þegar þær losna
úr ábúð, eða núverandi ábúandi
óskar þess, verða byggðar á erfða-
festu eftir lögum þessum. Undan-
skildar eru þó þær jarðir, sem þeg-
ar eru ákveðnar fyrir bústaði em-
bættismanna, eða til annarar opin-
berrar notkunar". — Afgjáld skal
vera 3% af fasteignamati landsins
og 2% af verði húsa. Leiguréttinn
erfi fyrst elzti sonur en að honum
frágengnum elzta dóttir, þá næst-
elzti sonur o. s. frv.
Tillaga um vantraust á núverandi
dómsmálaráðherra, sem Héðinn
Valdemarsson bar fram sl. mánu-
dag í sambandi við Reykjahlíðar-
kaupin hefir verið tvisvar til um-
ræðu i sameinuðu þingi, en um-
ræðum frestað .í bæði skiptin.
Áskorun tii stjórnarinnar (flutt
af Jónasi Jónssyni) um að leggja
niður ríkisféhirðisembættið og fela
störf hans Landsbankanum eins og
áður var hefir verið vísað frá („til
stjórnarinnar") í sameinuðu þingi,og
fór atkvæðagreiðsla fram með nafna-
kalli. Með niðurlagning embætisins
greiddu atkvæði: Bergur Jónsson,
Bjöm Kristjánsson, Haraldur Guð-
mundsson, Héðinn Valdimarsson,
Ingólfur Bjamarson, Ingvar Pálma-
son, Jón Baldvinsson, Jónas Jónsson,
Jónas þorbergsson, Steingrimur
Steinþórsson, Sveinbjöm Högnason,
Sveinn Ólafsson, Vilmundur Jónsson
og þorleifur Jónsson — alls 14. Fjar-
staddir vom fjórir: Einar Ámason,
Guðm. Ólafsson, Magnús Torfason og
Páll Hermannsson. Hinir 24 —
íhaldsmennimir allir og 9 Framsókn-
armenn — greiddu atkvæði með frá-
vísun tillögunnar.
Ritstjóri: Gísli GuSmundsson.
Mimisveg 8. Sími 4245.
Prentsmiðjan Acta.
A víðavanyi
„Ekki að skipta um menn
í bændastétt“.
Eysteinn Jónsson skattstjóri hefir
manna bezt í fám orðum gert grein
fyrir hinu réttmæta og eðlilega við-
liorfi þjóðfélagsins gagnvart núver-
andi erfiðleikum landbúnaðarins:
„það á ekki að skipta um menn í
bændastéttinni", sagði E. J. í út-
varpsumræðunum 3. þ. m. En það
er einmitt það, sem væri gert, ef
þjóðféiagið þverskallist við að
veita bændunum stuðning í vand-
ræðum þeirra nú af völdum hins
ófyrirsjáanlega og óvenjulega verð-
falls. Eí bændur almennt yrðu látn-
ir komast í þrot og hrekjast frá
búum sinuni, myndi bústofn þeirra
og jarðir lenda í annara höndum
og hvaða tryggingu hefir svo þjóð-
íélagið fyrir því, að hinir nýju
„eigendur" myndu sjá íslenzkum
landbúnaði betur borgið en þeir,
sem nú reka búskap? Vitanlega
enga. Árangurinn yrði aðeins sá,
að uppfiosnað fólk úr sveitunum
myndi hraðauka atvinnuleysishætt-
una i bæjunum, og eftir stuttan
tima yrði svo farið að gera ráð-
stafanir til að flytja fólkið út í
sveitirnar aftur, eins og talað er um
í vestur-íslenzku greininni, sem
birt var hér í blaðinu á dögunum.
— Aðstoð til bænda nú er því eng-
in ölmusa. það er skynsamleg og
þjóðhagslega óhjákvæmileg ráðstöf-
un, sem bændastéttin á kröfu til.
Og slík aðstoð má ekki verða neitt
handaliófskák. Hún á að vera
myndarleg og réttlát, ekki miðað
við, að einstakir menn geti grætt
á henni fé, heldur að húr^ veiti
þeim þúsundum manna, sem ennþá
halda tryggð við sveitimar mögu-
leilca til að afla sér sómasamlegs
lífsviðurværis og v.era skilamenn á-
fram eins og bændur hafa ávalt
verið og vilja vera.
Sjóðhneyksli
Magnúsar Guðmundssonar.
Við umræður um sjóðhneyksli
Magnúsar Guðmundssonar í samein-
uðu þingi í gær, sannaði J. J. að
tilræði M. G. við ellihéimilissjóðinn
hefði verið undirbúið frá því í sum-
ar. þá hefði Vigfús Einarsson komið
til hans, og beðið um umsögn hans
um jörðina í sambandi við væntan-
legt framboð á eigninni til Alþingis
eða bæjarstjórnar. Kom V .E. með
teksta, er hann hafði sjálfur skrifað,
og var með rithönd hans, að vita
hvort J. J. sæi sér fært að undirrita
umsögn þessa. Hafði J. J. bent skrif-
stofustjóranum góðlátlega á, að hon-
um myndi verða lítið gagn að með-
mælum, sem rituð væri með hans
eigin hönd! Breytti J. J. þá orðalagi
lítið eitt, en þóttist geta látið brð
V. E. standa að mestu, og var plagg-
ið siðan vélritað og undirskrifað. Nú
kom í ljós, að hér hafði verið um að
ræða launráð íhaldsins. M. G. hafði
sent skrifstofustjórann með uppkast
að meðmælum, eins og bezt gat hent-
að þeim félögum m. a. með því að
nefna, að þar mætti hafa gamal-
menni. Tilgangurinn auðsýnilega sá,
að reyna að binda J. J. fyrirfram til
að ráðast ekki á sjóðránið. En hann
kvaðst hafa verið því ákveðnari að
berjast á móti þessu hneyksli, þegar
hann vissi um það, og eyðileggja
liin sviksamlegu kaup þeirra félaga.
þar sem aðferð þeirrá var svo lævís.
Minnti J. J. Magnús á viðureign
þeirrá 1927 þegar M. G. var eigin-
iega búinn að ræna Thorkilli-sjóðn-
um lianda Oddfellowrcglunni, en J.
J. bjargaði sjóðnum, svo að hann er
enn óeyddur og starfar samkvæmt
tilgangi sínum. Jafnframt sannaði J.
J., að M. G. hefði lokið við sjóðrán
sitt, rétt áður en dómur féll í Behr-
ens-málinu, auðsýnilega til að enda
geíið lieit. M. G. væri orðinn marg-
saga í málinu; fyrst sagt H. V., að
kaupin væru fullger, síðar, að hér
væri um tilboð eitt að ræða. J. J.
íullyrti að sjóðrán M. G. væri for-
dæmt af öllum þingmönnum, og
utanþingsmönnum — nema einum.
það er íhaldinu til sóma að það af-
sakar ekki M. G. i þetta sinn. X.
Undarleg samþykkt.
Blaðasölupiltur, sem hefir bækistöð
sína á Lækjartorgi hefir skýrt veg-
farendum frá því fullum rómi, að
hætti erlendra blaðsala, hvert sé
aðalefni blaða þeirra, er hann selur
og hefir með þessu talsvert aukið
stórborgarbrag Reykjavíkur. Jón þor-
laksson bar fram þá tillögu á síð-
asta bæjarstjómarfundi, að pflti
þessum skyldi bannað að tala hátt
meðan hann starfar að blaðasölunni
á Lækjartorgi. Samþykktu flokks-
menn Jóns þessa tillögu. Er þetta
eina tillagan, sem Jón hefir borið
fram siðan hann varð borgarstjóri
og sem miðar að því að breyta bæj-
arbragnum. — Pilturinn, sem beittur
er þessum rangindum, heitir Jón
þorsteinsson. Er hann sagður and-
stæðingur nafna síns í stjórnmálun-
um og þess því getið til, að hér sé
um að ræða pólitíska ofsókn afhendi
Jóns þorlákssonar! A.
-----o----
Fiskmarkaðurinn
á Spáni
Eftir Helga P. Briem fiskifulltrúa
------------------- Frh.
FiskmatiS.
Menn kunna nú að segja sem svo
að þetta eigi matið að sjá um.
Siikt er misskilningur. þegar búið
er að verka fiskinn og ganga frá
honum mikið til, kemur matið til
skjalanna og aðskilur góðan fisk og
lélegan. Aðalþýðing þess er að það
gerir verzlun með óséðan fisk mögu-
lega, bæði innanlands og milli landa.
það lijálpar fiskútflytjanda í Reykja-
vík, sem ekki hefir séð fisk-sendingu,
tii að selja hana, því hann getur
síinað til viðskiptamanna suður við
Miðjarðarhaf, að hann hafi svo mik-
íð aí íyrsta flokks fiski og svo mikið
af annars flokks, og spurt, hvað þeir
vilji gefa fyrir hann. Kaupandinn
veit um hverskonar vöru er að ræða
af flokkuninni og getur keypt fisk-
inn, þótt hann sjái hann ekki fyr en
mörgum vikum seinna og ef til vill
aldrei. Hann getur aftur farið til
sinna \ iðskiptamanna og selt þeim
fyrsta flokks fisk frá íslandi, sem
þeir vita hvernig er og geta boðið í.
Matið gerir fiskverzlun mögulega i
því formi sem hún er nú.
Er það afar þýðingarmikið, sér-
staklcga fyrir smáframleiðendur úti
um land. Stóru framleiðendurnir eru
svo vei þekktir, að ef þeir flokkuðu
sína vöru sjálfir, gætu þeir fengið
það mat viðurkennt af viðskipta-
mönnum sínum. Smáframleiðandi
getur það ekki. Hans eina traust er
matið og ef hann hefði það ekki,
mundi hann eiga mjög erfitt með að
seija vörui' sínar nema í umboðssölu,
eða til manna, sem ferðast um til að
kaupa fisk. Á hann þá mjög illtmeð
að gæta réttar síns. Er það því allra
hagur, að matið sé vandað sem allra
bezt.
Að sjálísögðu geta matsmennirnir
cinnig kennt mönnum margt um
verkun, og gera það, en aöalatriöi er
það, að matið getur i sjálfu sér ekki
verið nema neikvætt. það getur sett
mikið af fiski í annan flokk og sýnt
mönnum þannig mjög áþreifanlega,
hver skaði er að því að verka ekki
vei. En það nær ekki nema til loka-
þáttar verkunarinnar.
Mér hefir dottið i hug, hvort ekki
væri reynandi að vekja áhuga fyrir
bættri fiskverkun, með því að Fiski-
félagið gengist fyrir sýníngum á
helztu verstöðvum og verðlaunaði
vel verkaðan fisk. þó verðlaunin
væru ef til vill ekki mikil, mundi
bæði heiðurinn og bættir sölumögu-
leikar vera mönnum hvöt, — en
meiri hvöt mundi það þó vera, að
meira af fiskinum færi í fyrsta flokk
cn áður. Mundi það verða gróði bæði
þjóðarinnar og einstaklingsins. Mest
yrði þó vert ef augu manna opnuð-
ust fyrir því, að það svarar kostnaði
að vanda framieiðsluna. þó ekki séu
gefnar stórar fúlgur á búfjársýning-
um, fyrir að eiga kjörgripi, hafa þær
samt vakið bændur til umhugsunar
um að það svarar kostnaði að vanda
valið á búfé sínu og þannig auðgað
þjóðina stórkostlega.
Ef álitið er að sýningar gerðu
gagn, má alltaf finna heppilegt fyrir-
komulag. Mætti hafa það svo, að
verðlaun væru veitt fyrir bezt verk-
; aða fisk í hverri verstöð, af þeim
þurkstig-um, sem þar eru vanaleg-
ust. Önnur verðlaun þyrftu að vera
fyrir bezta heildarafla skips á hverri
verstöð, er skiptust jafnt milli sjó-
manna og landmanna, sem unnið
hafa að verkun afla þess skips.
þyrftu þaú að miðast við hverja
vætt af afla, svo að togari fengi að
sínu leyti jafnt og smærri fleyta,
sem færri landmenn helði. Auk
Alríkisstefnan
Eftir Ingvar Sigurðsson.
„Mannkærleikurinn, ástin til alls mannkynsins,
veröa menn að skilja, að er mest virði og allt
annað, jafnVel vitsmunir, gáfur og dugnaður,
verður að lúta honum og fær því að eins gildi, að
það starfi í hans þjónustu og hans anda“.
(Bls. 116).
Bókin fæst í bókaverzlunum.
þessara verðlauna þyrftu að vera
fimm heiðursverðlaun, svo aö ein
fjellu til hvers yfirfiskimatsumdæm-
is, fyrir bezta fisk þess umdæmis.
þau þyrftu að vera svo veruleg, að
menn munaði eitthvað um.
Dómararnir yrðu að sjálfsögðu að
vera fiskimatsmenn á næstu ver-
stöðvum og yfii’fiskimatsmennirnir.
Virðist mér sem þeir fái í einu gott
tækifæri til eftirlits með fiskimats-
mönnum sínum, á hverjum stað, og
einnig tækifæri til að samræma álit
sitt og undirmanna sinna á matinu.
Á Norðfirði gætu dæmt með yfir-
iiskimatsmanninum austanlands
fiskimatsmenn t. d. frá Seyðisfirði,
Mjóafirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Á
Eskifirði kæmi maður frá Norðfirði,
eða Fáskrúðsfirði í stað þess, sem er
þaðan af staðnum o. s. frv. Hygg ég
að naumast gæti hjá þvi farið að
góðar aðferðir breiddust út, en slæm-
ar legðust niður, og að matið sam-
ræmdist við sýningar. Ef yfirfiski-
matsmenn frá öðrum umdæmum
gætu verið með i förinni og forseti
Fiskifélagsins, að minnsta kosti þar
sem samgöngur eru beztar, mundu
áhrif þeirra ná víðar og samrænm
matið i meira en einu umdæmi. Er
það og alvanalegt að dómneíndir séu
skipaðar allt að 15 mönnum og er
það kostur, að hafa sem flesta, svo
að álit margra manna komi í ljós.
Fengi Fiskifélagið, sem hefði yfir-
umsjónina, síðan skýrslu frá yfir-
fiskimatsmönnunum um það, hvern-
ig fiskurinn væri á hverjum stað.
þó að hún væri ekki birt fyr en að
útflutningi þess árs loknum, ellegar
alls ekki, ætti hún að vera til sýnis
fyrir útflytjendúr og aðra, er leituðu
að sérstökum eða sérstakri verkun.
Fengist með þessu yfirlit yfir hvern-
ig gæði fiskjarins væru, sem byggja
mœtti á verðskráningu, sem nú er
mikið til út í loftið. Einnig ætti hún
að geta aöstoðað til þess að tryggja
að fiskur farí á þann stað, sem hann
er heppilegur fyrir. Á þvi hafa verið
löluverð vandkvæði, enda erfitt um,
þegar fiskurinn er tekinn til útflutn-
ings eftir umsögn manna, sem ef til
vill ekki vita hvernig fiskurinn á að
vera handa þeim stað, sem hann er
ætlaður fyrir, enda þótt bæði yfir-
matsmaðurinn og kaupandinn viti
hvemig hann þyrfti að vera.
Kostnaðinn tel ég varla muni geta
orðið nema brot úr eyri fyrir hverja
krónu, sem bætt verkun mundi
auðga iandið, beint og óbeint, og
ekki nema örlítill hluti af því, sem
sjávarútvegurinn hefir goldið til þess
opinbera beint og óbeint. Ferðakostn-
aður verður aldrei mikill, enda þurfa
yfirmatsmenn að fara í eftirlitsferðir
livort sem er. Aðalkostnaðurinn verð-
ur þá verðlaunin. Viö skulum segja
að aðalverðlaunin verði svo há, að
menn muni eitthvað um þau og þau
nemi á öllu landinu 35—40 þús. kr.,
er skiptast milli þeirra nálægt 35
staða, sem flytja út fyrir meira en
100 þús. kr. á ári. Nemur þessi upp-
liæð þremur og hálfum til fjórum
íiurum á vætt, sem út er flutt. Mega
sýningamar gera lítið gagn, ef þnð
verður ekki fjögra aura virði á vætt.
Hér er því ekki verið að fara fram á
stóra hjálp, sem mörg ríki veita þó
, atvinnugreinum þeim, sem illa eru
staddar, en þó nauðsynlegar fyrir
þjóðina, heldur að nokkuð af því fé,
sem atvinnuvegurinn greiðir beint til
ríkisþarfa, sé notað honum til stuðn-
ings og hvatningar, en um leið til
beins hagnaðar fyrir landiö í heild.
það er heldur ekki svo sem því
eigi að fleygja í sjóinn. Allt rennur
það til landsmaima sjálíra, og
ef ég þekki nokkuð til afkomu sjó-
manna og útgerðarmanna síðustu tvö
árin, fer það naumast í óþarfa,
heldur til að létta lífsbaráttuna ör-
lítið fyrir mönnum, sem hafa sýnt
Mynda- og rammaverzlun
Islenzk málverk
Freyjugötu II. Sími 2105.
FR0
Alt til haven!
Velledenúe katalog erholdes
dA anmodnlng gratls tiUendl.
Herloíson’s Frohandel, Osio.
sig iramúrskai’andi verkmenn og
hirðumenn. Slíkir menn eru land-
stólpar og eiga allt gott skilið. Læt
ég þvi útrætt um þetta að sinni, en
vonast til að þeir menn, sem ekki
lízt á þetta ráð, bendi á annaö væn-
legra til að bæta verkun, svo að
framför komi i stað afturfara, og við
verðum ekki hraktir af okkar gömlu
mörkuðum fyrir eigin tilstilli. Nl,
------------------o-----
Bjarai Magnússon
Hinn 7. þ. m. andaöist á Land«-
spitalanum í Reykjavík eftir skanunn
legu, Bjarni Magnússon skrifstofu-
maður hjá Skipaútgerð ríkisins,
bróðir Guðbmnds Magnússonar, for-
stjóra.
Bjami var iæddur í Vestdal við
Seyðisíjörð, þann 10. ágúst árið
1891, en íluttist í bernsku að Fossi
við Seyðisfjörð, þar sem foreldrar
hans ræktuðu sér býli og ólst hann
þar upp með þeim.
Um tvitugt fluttist Bjami til
Reykjavíkur og dvaldi þar það sem
eítir var æfinnar. Fyrst (eftir að
hann kom til Reykjavíkur) vann
liann að ýmsum verzlunar- og skrif-
stofustörfum. Síðan var hann um
margra ára skeið fastur starfsmaður
í Landsbankanum. En síðustu tvö
árin vann hann á skriístofu ríkis-
skipanna.
Laust fyrir þrítugt gekk Bjarni að
eiga Helgu dóttur Hans Andersen
klæðskerameistara í Reykjavík og
var hjónaband þeirra hið ákjósanleg-
asta. Lifir hún mann sinn, ásamt
fjórum ungum börnum þeirra,
Alstaðar þótti Bjami heitinn ágæt-
ur starfsmaður og hvers manns hug-
ljúfi var hann í allri framkomu.
Sá, sem þetta ritar þekkti ekki
Bjarna heitinn, nema af samstarfí
hin seinustu árin. En það nægði til
að kynnast honum og þykja vænt
um hann, því að hann var síglaður
og einlægur eins og barn. E. t. v. var
barnsLjgurinn það sérkennilegasta í
fari Bjarna. En hann var líka lista-
maður. Aldrei hafði hann fengið
neina tilsögn í smíðum, en hann var
smekkvís og auðugur að hugmynd-
uhi, svo að allt lék í liöndum hans.
í fristundum sínum fékkst hann
jafnan mikið við smíðar og bjó til
ýmsa hina furðulegustu hluti, suma
alveg frumlega og það var engin
tilviljun, að hann skyldi hafa mesta
ánægju af að smíða bamaleikföng.
Hann hafði tekið bamssálina meö
sér til fullorðinsáranna og skildi
börnin svo vel. En til merkis um
fjölhæfni Bjama má geta þess, að í
islenzku vikunni s. 1. ár, þegar efnt
var tii samkeppni um sýningar í
búðargluggum, þá þótti sú bezt, er
hann sa um og hlaut 1. verðlaun.
Við samverkamenn, vinir og kunn-
ingjar Bjarna, kveðjum hann nú
með þakklæti fyrir vel unnin störí
og ánægjulegar samvemstundir. Við
geymum áfram minningu þessa
prúða og skemmtilega listamann*
með barnshjartað.
Guðjón F. Teitsson.