Tíminn - 18.03.1933, Qupperneq 1

Tíminn - 18.03.1933, Qupperneq 1
(ðialbfeti og afgrciöslutna&ur Cimans tt Hannpetíj þ o r s t et nsöóltir, Ctrfjargöiu 6 a. &cyfjoDÍ2. XVII. ixg. Reykjavík, 18. ntarz 1933. ^\fgteif>sía C i rn a n s cr í Cœfjargðtu 6 a. <Dpin öd$lc$a fL 9—6 Simi 2353 Réttlæti eða bænarskráP Fyr á öldum var það háttur íslenzkra bænda, að senda bænar- skrár til Alþingis, ef þeir vildu fá nauðsynjamálum sínum fram- gengt. Undir þessar bænarskrár rituðu menn oft hundruðum sam- an úr mörgum héruðum. Og þeg- ar mest lá við var bænarskráin send alla leið til konungsins úti í Kaupmannahöfn. Bændur þeirra tíma þekktu ekki réttindi eða kröfur. Bæna- skráin var bóndans réttur. Ef eld- gos eða hafís hafði herjað ein- stök héröð, komu hinir biðjandi bændur til yfirvaldanna á Þing- velli, Bessastöðum eða í Kaup- mannahöfn. Ef okur einokunar- innar keyrði fram úr hófi, ef sveitafólkinu íslenzka var ætlað að nærast á möðkuðu mjöli, ef hinir dönsku valdsmenn fóru fram með frekustu lítilsvirðingu við alþýðuna — þá mátti íslenzki bóndinn biöja yfirvöldin um, að þeim allra mildilegast mætti þóknast, að haga þessu á annan veg. Það voru hans mannréttindi. En einnig eftir að einveldið og einokunin var úr sögunni, sveimaði andi bænaskránna yfir vötnum sjálfstæðisins og hinnar frjálsu verzlunar. Kaupmenn og embættismenn sameinuðust um það að líta niður á bændastétt- ina. Bændurnir, „hinn sauðsvarti almúgi“ áttu ekki að seilast til mannaforráða. Þeir áttu að líta á smæð sína og hlíta forsjá hinna heldri manna. Við lestur presta-, biskupa- og sýslumannaæfa átti alþýðan að læra og skilja sögu landsins. Bændaæfir hafði enginn ritað! En tímarnir breyttust smátt og smátt. Bændumir stofnuðu kaupfélögin. Þeir hrundu af sér kúgun kaupmannanna. Samtökin stækkuðu, og nú ná þau um land- ið allt. Bændurnir ráða nú sjálf- ir verzlun sinni. Munurinn er horfinn á mannréttindunum fyr- ir framan og innan búðarborðið. Á sama hátt og bændurnir vörpuðu af sér oki kaupmann- anna í viðskiptum, brutu þeir á bak aftur alveldi embættis- mannanna á Alþingi. Fet fyrir fet þokaði þeirri baráttu áfram, þótt hægt færi. Árið 1917 settist fyrsti bónd- inn í ráðherrasæti á Islandi. Það var Sigurður heitinn í Ystafelli, fyrsti Framsóknarmaðurinn á Alþingi. Það ár voru tímamót í mannréttindabaráttu íslenzku bændastéttarinnar. Alþýðan í sveitum hefir lært margt í þeirri baráttu. Hún hefir lært, að manndómur er göfugri en auðmýkt, að réttlæti er dýr- mætara en friður og að sigur er betri en bænheyrsla. Nú eru þrengingar í íslenzk- um landbúnaði. Hvorki veldur þeim þrengingum einokun, hafís eða eldgos í þetta sinn. Alheims- kreppan veldur. Oddvitar Reykjavíkuríhaldsins eru þeirrar trúar, að nú séu þeir upp runnir í annað sinn, hinír „góðu, gömlu tímar“ bænar- skránna úr sveitum landsins. Það er þeirra von íhaldsmann- anna, að bændur muni nú koma krjúpandi til Alþingis — til minnahlutans þar —, biðjandi ásjár hina voldugu, lítilþægir og friðelskandi, mænandi vonar- augum á molana af hinum stóru borðum höfuðsta'ðarins, leysandi í auðmýkt pólitíska skóþvengi reykvískra braskara og svarinna fjandmanna samvinnufélaganna. En 1 þetta sinn munu bændur landsins engar bænarskrár bera fram eins og í fyrri daga. Nú biðja bændurnir ekki um gjafir. Þeir heimta réttlæti. Bændastéttin var á sínum tíma sett hjá, þegar miljónum af er- lendu veltufé var veitt inn í landið á ábyrgð allrar þjóðai’inn- ar. í það sinn gleymdist bænda- stéttin. Hún varð að bíða í 20 ár. Hún fékk sínar framkvæmdir, möguleikana til nýtízku atvinnu- rekstrar síðast í góðærinu, og nú fær hún kreppuárin til að greiða fyrstu vextina og afborganimar með verðlausum afurðum. Þetta er ekki réttlæti. Bændastéttin hefir gert skyldu sína í þjóðfélaginu. Hún hefir lagt fram alla vinnuorku sína og hvergi hlífst við. Hún hefir verið skilvís. Hún hefir verið sparsöm. Hún hefir haldið framleiðslu sinni í fullum gangi, einnig í erfiðleikunum. Bændumir geta ekki bundið skip eða vikið fólki úr vinnu til að minnka reksturs- kostnaðinn, því að verkamennim- ir eru þeir sjálfir. Allt, sem í þeirra valdi stóð, hafa þeir á sig lagt, til að láta ekki sinn hlut eftir liggja. En verðfall landbún- aðarafurðanna, sem er ekki sam- bærilegt við neitt annað — hefir verið þeim óviðráðanlegt. Sú aðstoð, sem þjóðfélagið nú á að veita bændastéttinni, er engin ölmusa. Hún er ekki í þágu bændastéttarinnar einnar, heldur þjóðfélagsins alls. Krafan um þá aðstoð er svo réttlát, að á móti henni verður aldrei staðið til lengdar. Bændastéttin þarf ekki að reka neina afsláttarpólitík eða ganga að neinum neyðarkostum til að koma slíkri kröfu fram. Hún þarf engin smánarboð að þiggja. Ennþá er hún fjölmenn- asta stétt landsins. Ennþá geta fulltrúar hennar á Alþingi sett hnefann í borðið, ef vilji og manndómur er til. Máttinn á hún sjálf og þau ráð, sem duga. G. G. -----o---- Látinn er í gær Sigurpáll Jónsson bóndi í Klifshaga í Norður-þing- eyjarsýslu. Sigurpáll var á bezta aldri, gagnfræðingur frá Akureyrar- skóla, prýðilega gefinn, dugnaðar- maður og drengur góður. Bókmenntadeilur. Guðmundur Frið- jónsson á Sandi flutti á sunnudag- inn var erindi í Nýja Bíó í Reykja- vík. Nefndist erindið: „Nesja- mennska og stigamennska" og var svar við greininni „Nesjamennska", er sr. Sigurður Einarsson reit í Ið- unni á sl. ári. En þá Guðmund og sr. Sigurð greinir mjög á um stefnur í bókmenntum. Sr. Sigurður hefir nú auglýst, að hann muni á sunnudag- inn kemur flytja erindi, sem nefnist: „þegar dauðir rísa upp“, og verði þar tekin til athugunar rit Guð- mundar Friðjónssonar. — Eiga deil- ur þessar og viðureign fulla athygli slcilið þeirra manna, sem áhuga hafa á bókmenntum og gaum vilja gefa að lífsskoðunum og smeklc misaldra manna og kynslóða. — Munu verða ijölskipaðir bekkir hjá sr. Sigurði, því liann er oi’ðsnjall maður. Eosningar a þessu ári? Bréf frá stjóm Varðarfélagsins. Stjórn íhaldsfélagsins Varðar í Reykjavík hefir nýlega ritað all eftirtektarvert bréf, sem sent hefir verið ýrnsum mönnum hér í bænum. Bréfið virðist aðallega vera ritað í ?eim tilgangi að ná saman fé í flokkssjóð ihaldsmanna, þó þar sé á fleira minnst. það mun því ein- göngu hafa verið ætlað flokksmönn- um. En ýms þessara bréfa sýnast bafa verið send mönnum, sem litla samúð liafa með íhaldsflokknum, og beíir Tíminn fengið eitt þeirra að láni. Bréfið hljóðar svo: „I.andsmálafélagið „Vörður“ Reykjavík, sími 2339. Reykjavik í marzmán. 1933. Ileiöraði flokksbróðir! Eins og hverjum manni má ljóst \era, harðnar flokkabaráttan með hverju ári, eftir því sem flokkarnir verða betur skipulagðir og komast í fastari skorður. Flokksstarfsemi kost- ar mikið fé. Alþýðuflokkurinn tekur 1—2 kr. af vikukaupi verkamanna. Vér þelckjum dæmi þess, að Fram- sóknarflokkurinn tekur 5 kr. á mán- uði af manni með 250 kr. kaup. Sjálfstæðisflokkurinn einn hefir aldrei farið fram á fjárframlög frá sjálfstæðismönnum almennt. Féð til starfsemi ffokksins hefir hingað til eingöngu komið frá nokkram — í sjálfu sér örfáum — mönnum inn- an flokksins* 1). Nú er svo komið, að starfsemi flokksins þarf að eflast mikið frá því, sem er, ef hann á að geta haldið aðstöðu sinni og aukið starfsemi sína eins og þarf, til þess að hafa nokkra von um, að geta beitt áhrif- um sínum eins og hægt er og nauð- synlegt, ,til þess að hann nái þeirri aðstöðu, sem honum ber samkv. stærð sinni og kjósendafjölda. Enn má nefna, að væntanlega fara fram almennar þingkosningar á þessu ári2) og bæjarstjórnarkosningar í byrjun næsta árs, svo að flokknum er jiprf á allmiklu' fé til starfseminn- ar á þessu ári fram yfir það, sem venjulega er þörf, þó ekki sé tekið tiilit til nauðsynarinnar á meiri al- mennri starfsemi. Af þessum ástæðum hefir stjórn Varðarfélagsins ákveðið áð reyna al- rnenna fjársöfnun meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins í þeirri von, að menn sjái og viðurkenni þörfina og bregðist vel við þessari málaleitun. Vitanlega er erfitt að áætla, hvað hver og einn er fús að greiða eða getur greitt. Höfum vér þar áætlað nokkuð eftir efnum og ástæðum, og vonum vér, að enginn þykkist við, en virði oss á hægri veg og komi sér saman við sendimann vorn, — ef honum þykir upphæðin of há — um hversu rnikið og hvenær honum er lmgkvæmt að greiða fjárstyrkinn. Yður höfurn vér áætlað kr. 20,00. Virðingarfyllst. Stjórn Varðarfélagsins”. pað, sem langmesta athygli hlýtur að vekja i bréfi þessu, er yfirlýsing félagsstjórnarinnar um, að væntan- lega fari fram „almennar þingkosn- ingar á þessu ári“. Bendir þessi yf- irlýsing sterklega í sömu átt og greinar Mbl. og ummæli J. p. og M. .1. á Alþingi — að íhaldsflokkur- inn ætli að knýja kjördæmamálið fram á þessu þingi, hvað sem það kostar. Er full ástæða til að taka þessa yfirlýsingu félagsstjórnarinn- ar alvai-lega, þar sem hún er sér- staklega stíluð til flokksmanna, og ’) Sbr. „frá þeim stærstu" í bréfi Einars á Hvalnesi, sællar minningar. Ritstj. ") Leturbr. gerðar hór. að kunnugt er ennfremur, að í Varðarfélaginu eru svo að segja allir helztu áhrifamennirnir í í- haldsflokknum, þ. á m. Jón þor- láksson, Jakob Möller, Ólafur Thors, Magnús Jónsson, Jón Ólafsson og Pétur Halldórsson og ennfremur nú- verandi fulltrúi íhaldsflokksins í samsteypustjórninni, Magnús Guð- mundsson. ----u----- 100 þúsund króna samningurinn Ihaldsblöðin fræddu lesendur sína á því fyrir nokkrum mánuðum, að mör hofði á s. 1. vori verið gefinn -- eða minnsta kosti seldur fyrir gjafverð — stór hluti Garðalands á Álftanesi. En síðau þetta var borið til baka liefir því livað eftir annað verið haldið fram, að leigusamningurinn um land þetta sé mér svo hagstæður — og ríkinu þá að sama skapi óhag- stæður — að ég muni geta selt leigu- réttinn fyrir 100 þúsund krónur! pessu hefir verið fremur fáu svar- nð ekki þótt þess vert. — En fyrirhafnarminnsta svarið og rétt vegna ókunnugra er að biðja Tím- ann að birta samninginn í heild, og geri ég það hérmeð. Samningurimi. „Dóms- og kirkjumálaráðherrann Gerir kunnugt: Að með bréfi þeSsu er herra lögreglustjóra Her- manni Jónassyni, Amtmannsstíg 4 í Reykjavík, leigð á erfðafestu til ræktunar og byggingar nýbýlis land- spilda sú, sem lýst er í tölulið 1 hér á eftir, með eftirgreindum nánari skilmálum. 1. Iiin leigða landspilda er 26,6 hektarar að flatarmáli samkvæmt uppdrætti Búnaðarfélags Islands, dagsettum 10. maí 1932. Takmarkast að norðan af Arnarnesvog, að aust- an ræðu-r Arnarneslækur mörlcum uð Hafnarfjarðarvegi, að sunnan Ilafnarfjarðarvegur að Iiraunsholts- læk og að vestan Hraunsholtslækur til sjávar. 2. Landið er leigt á erfðafestu til ræktunar og byggingar nýbýlis. Leigutaki öðlast því aðeins rétt til að reisa eitt íbúðarhús á landinu og nauðsynleg útihús vegna bú- reksturs sins og ræktunar. 3. Leigutaki skal hafa girt leigu- landið gripheldri girðingu áður en 1 — eitt — ár er liðið frá þvi hon- um er afhent landið og reisa á því íbúðarhús innan tveggja ára frá dagsetningu þessa erfðafestubréfs. EUa fellur erfðafestubréfið úr gildi og landið aftur til ríkisins án endur- gjalds. 4. Á hverju ári skal leigutaki rækta til túns eigi minna en V12 hluta af landinu, þannig að landið sé full- ræktað á næstu 12 árum eftir að út- mæling fór fram. Sé þessu skilyrði ekki fullnægt á tilsettum tíma, hefir leigutaki fvrirgert rétti sínum á lundinu; þó getur umboðsmaður með samþykki dórns- og kirkjumálaráðu- neytisins gefið allt að 3ja ára frest til þess að skilyrðum verði fullnægt, cf sérstakar ástæður eru fyrir hendi, er mæla með þvi. 5. Ef girðingum er ekki við haldið eða leigulandið gengur úr sér að rækt, svo til auðnar horfi, hvort- tveggja eftir mati óvilhallra manna, fellur landið aftur tii ríkissjóðs án endurgjalds, þó að óskertum rétti þeirra, er veð kunna að eiga í rétt- inum yfir landinu, en rikisstjórnin hefir forkaupsrétt að mannvirkjum þeim, er kunna að vera á landinu, önnur en ræktunarumbætur, eftir mati þar til kvaddra manna. 6. pau ár, sem leigutaka eru ætluð til að rækta landið, greiðir hann í leigu 5,00 kr. — fimm krónur — fyrir TJían íirheimi. Þýzkaland. Þann 11. nóvember 1918 end- aði heimsstyrjöldin. Þýzkaland var sigrað. Kl. 5 um morguninn voru vopnahlésskilmálamir und- irritaðir. Þýzka herflotann á sjó og- í lofti átti að framselja þann dag. En einn af hinum yngstu, en jafnframt einn af hinum kunnustu flugmönnum Þjóðvérja neitaði að láta af hendi flugvél sína. Hann stýrði flugvélinni burt frá vígstöðvunum og heim- leiðis. Og þegar búið var að semja friðinn undi hann ekki lengur í Þýzkalandi og settist að í Sviþjóð um nokkurra ára skeið. Þessi maður var Hermann Göring, mest umtalaði og harð- snúnasti ráðherrann í stjóm Hitlers nú. Hann var þá 25 ára gamall. Tveim mánuðum eftir vopna- hléið, þann 11. febr. 1919, var Friedrich Ebert kjörinn ríkis- forseti Þýzkalands. Hann var uppliaflega söðlasmiður. Það var liann og flokksmenn hans, hinir hægfara jafnaðarmenn, sem framkvæmdu byltinguna í Þýzka- landi, og -urðu þá langstærsti flokkurinn. Það voru þeir, sem stóðu- við stýrið, meðan þyngstu lönnungar ófriðaráranna dundu yfir Þýzkaland, Kapps-uppreisn- in, sem hreif með sér sjálfa höfuðborgina, (stjómin varð að flýja þaðan), hernám Ruhrhér- aðsins, gengishrunið mikla 1923 o. m. fl. I 6 ár var Ebert forseti Þýzka- lands. Hann dó í febrúar 1925. Úrslit hinnar nýju forsetakosn- ingar hafa reynst mikill fyrir- boði. Yfirforingi þýzka styrjald- arhersins var kallaður fram á hinn pólitíska vettvang og sett- ur í forsetastólinn. Jafnaðarmennirnir fóru þó enn með völdin þangað til 1930. Þá er mjög tekið að rýma fylgi þeirra. Kommúnistaflokkurinn er þá farinn að ryðja sér til rúms og Nazistar, flokkur Hitlers, i hröðum vexti. Katólski miðflokk- urinn tekur forystuna og Briin- ing verður kanzlari, en Hermann Miiller fór frá. Svo koma forsetakosningarnar síðla vetrar 1932, fyrir h. u. b. ári síðan. Nazistaforinginn Hitl- er er þá aðal keppinautur Hind- enburgs. Byltingahættan er þá frá tveim hliðum, frá kommún- istum og Nazistum. Allir and- stæðingar byltingarinnar samein- ast um Hindenburg, hinn háaldr- aða og virðulega mann, hálfní- ræðan. Með atkvæðum jafnaðar- manna og miðflokksins sigrast hann á Hitler. En fyrsta verk forsetans er að stj aka stuðningsmönnum sín- Framh. á 4. síðu. hvern liektara, en að þeim tíma liðnum 15,00 — fimmtátt krónur — fyrir hvern ha. Ársgjaldið greiðist i fardögum ár hvert til hreppstjór- ans í Garðahreppi, í fyrsta sinn í fardögum 1932, og er tryggt með for- gangsrétti i eigninni á undan öðrum veðsluildum. Verði afgjaldið ekki greitt umboðsmanni i tæka tíð, má taka það lögtaki samkvæmt lögum 16. des. 1885. 7. Hvenær sem ríkið telur sig þarfnast eriðafestulanðsins til notk unar undir opinber mannvirki rík

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.