Tíminn - 08.04.1933, Page 2

Tíminn - 08.04.1933, Page 2
64 TfXINK inni, sem gerzt hefir, því þetta kem- ur oss mjög við sökum samnings vors frá 2. desember 1931 um björg- unarstarfsemi við íslandsstrendur. Ef ÆGIR heíir verið tekinn frá störfum, megum vér þá gera ráð íyrir, að skipið verði bráðlega látið taka til starfa aftur, svo að það geti sinnt björgunarstörfum þar sem á þax-f að halda, eða hafa verið gerð- ar i'áðstafanir til þess að útbúa ann- að vax-ðskip með nauðsynlegum köf- unartækjum, dælum o. s. frv., svo að björgunarstárísemin bíði eigi hnekki við það, að ÆGI var kippt burt, hvort sem svo er um stundarsakir eða öðruvisiV Viðvíkjandi skipherra (Einari) Einarssyni, leyíi ég mér virðingar- fyllst að vekja alvarlega athygli yðar á þeim björgunum, sem þessi skipstjórnarmaður hefir af hendi innt, og að honum hefir lánast aö bjarga skipum vorum þar sem við hina mestu erfiðleika hefir verið að etja og vér mundum meta það mjög mikils ef þér gætuð fulivissað oss um að vér munum eiga kost á að- stoð einmitt hans i náinni framtíð. Yður er það án efa kunnugt, að vér þekkjum þennan skiplierra mjög vel og verðum að viðurkenna, aö ixann er ákaílega dugandi og af- kastamikill yfirmaður. Sannleikui- inn er sá, að hann er einn hinn allra bezti þeirra er vér höfum nokkru sinni komizt í kynni við til björgunarstarfsemi. Hann er alger- lega ódeigur, mjög fær yfirmaður og hefir fulla stjórn á mönnum sín- um. það er víst um það, að hann kann verk sitt og vinnur það vel. Félagssamband vort mundi þess vegna að sjálfsögðu helzt kjósa, að í þessu efni yrði engin breyting gerð, því svo gæti farið, að hvers- konar breyting á skipstjórninni hefði alvarlegar afleiðingar íyrir liags- muni vora. Vér biðjum yður að gera svo vel og láta oss vita, hverjar fyrirætlan- ir yðar eru, og með tilliti til þess, að þér hafið að undanförnu látið oss svo ágæta aðstoð i té, væntum vér þess, að sneytt verði hjá þeim breytingum, sem ekki eru óumflýj- anlegar. Vér þökkum yður fyrir vin- samlega athugun málsins og bíðum þess að hafa þá ánægju að heyra frá yður. Virðingarfyllst, (undirritað) J. Smith, ritari. þýtt eftir enska frumritinu. Snæbjörn Jónsson, skjalaþýðai-i og dómtúlkur í ensku. Litlu eftir að M. Guðm. hafði fengið þessa aðvörun um það hvernig þeir menn, sem E. M. E. hafði unnið að björgun fyrir erlend- is, litu á störf lians við björgun skipa og manna, fengu ensku vá- tryggingarfélögin viðbótarreynslu um björgunarstarfsemina eins og hún er nú rekin. Tvö ensk skip strönd- uðu með litlu millibili við Melrakka- sléttu. Aðstaðan var ekki verri en það, að stjómin lét Óðinn og Ægi vera við tilx-aunir að draga skipin út nálega þrjá'r vikur. Ægir tekur Belgaum. í bláu bókinni, bls. 222, er útdrátt- ur úr dagbók þórs frá 20. marz 1924 undirritaður af yfirmönnum skips- ins, Jóhanni Jónssyni og Fr. Ólafs- syni. Höfðu þeir þá um morguninn staðið tvo islenzka togara að veið- um í iandhelgi fram af þykkvabæ. Öðru skipinu stýrði Aðalsteinn nokk- ur Pálsson. Bæði skipin voru sann- anlega sek, en íhaldsstjórnin féll frá ákæru. Aðalsteinn var aftur í landhelgi rneð skipið Beigaum, við Öndverð- arnes 17. marz 1930. Ægir tók skipið þar. Skipstjóri viðurkenndi í fyrstu iirot sitt, en taldi að um hlerasekt væi’i að ræða. En er hann hafði náð saman við framkvæmdastjóra skipsins, og þá frændur' sína, Pál skólastjóra Halldórsson, son lians, Níels Dungal og málfærslumann þeirra, Guðm. Ólafsson, breytti skip- stjóri framburði sínuin og þrætti. En öll gögn eru á móti honum. Fyrst mælingar Ægis, þá mælingar yfir- manna á togaranum, eins og þeir sýndu þær á korti. þá var nýr fisk- ur í vöipu skipsins, og tveir bátar frá Sandi hafa sannað, að skipið var að veiðum langt inni í landhelgi í'étt áður en Ægir kom. þá hefir nefnd mælingafróðra manna gert nýjar staðarákvarðanir, sem styrkja málstaðinn gegn Aðalsteini. Fyrir rétti urðu 2 af vitnum skipstjóra tví- saga og þótti ekki'rétt að leyfa þeim eið. Síðar neitaði stýrimaður af Belgaum að eiðfesta framburð sinn. — Undirréttardómui' féll 19. marz 1930. Aðalsteinn Pálsson var dæmd- ur í 13,500 kr. sekt og allur afli upptækur. Síðan eru þrjú ár liðin. Málið cr alltaf hjá hæstai'étti, og dómur er ekki kominn enn. Hve mörg ár á enn að biða, getur enginn spáð um. Eiríkur Kristófersson og Belgaum. Vegna kreppunnar var björgunar- skipinu þór lagt í höfn að endaðri vertíð við Vestmannaeyjar vorið 1932. Skipstjórinn, Eiríkur Kristófersson, er þá atvinnulaus um tíma. Litlu síðar tekur íhaldið við yfirstjórn land- helgismóla. Eigendum brotlegra voiðiskipa þótti nú fýsilegra en áð- ur að sækja að E. M. E. og fá hann landsettan. Seint í júlí í sumai’ óskar Guðm. Óiaísson, verjandi Belgaum, að mega leiða E. Kr. sem vitni í málinu, og lætur sem breytt hafi verið skips- iiók á Ægi, til óhægðar sakborningi. Atti hér að vera fundið efni til að sýkna Aðalstein, sakfeila E. M. E. og skapa aðstöðu fyrir nýjan yfirmann ó Ægi. Af skýrslum og margendurtekn- um skýringum skipstjóra og stýri- manna á Ægi í skjölum málsins til undirdóms og hæstaréttar, kom það fiam, að yfirstýrimaður á Ægi hafði annaðhvort litið skakkt á armbands- úr sitt við mælingu þegar Belgaum var tekinn, eða misritað tímann í skýrslu sinni, svo að munaði 8 mín- útum. Vélardagbókin sýndi hina íéttu klukku 11.48, en handrit þórð- ar þorsteinssonar 11.40. Öll frum- skjöl málsins til dómstólanna sögðu hreinlega frá þessu ósamræmi. Engu var þar leynt og engu reynt að leyna. Klnkkan i vélarúminu var vita- skuld hin rétta, en bæði undirrétt- ur og hæstiréttur byggja ó þessum tírhaákvörðunum, eftir því sem þeinx þýkja maleíiii til, og ekki meira. Stýrimaður só sem átti armbands- úrið, sem ekki bar saman við skips- klukkuna, færði frumskýrslu sína inn í dagbók skipsins, og þá auð- vitað, eins og liann vissi þá réttast. Bókin er siðan vikulega undirrituð af skipstjóra. Liggur dagbókin ann- ai's frammi i stjórnklefa skipsins og ei' til sameiginlegra afnota fyrir alla yfirménn skipsins. Og Eiríkur Ki'istó- férsson var um stund yfirstýrimaður á skipinu um þetta leyti. Fyrir réttinum reyndi Eii-íkur að leiða rök að því, að klukkuskekkj- an hefði verið leiðrétt í dagbókinni, þáhnig að röngu hefði verið breytt í í'étt (40 mín. í 48 mín; hinni röngu tölu armbandsúrsins í hina réttu tölu vélarklukkunnar). það virðist fullsannað, að einhver ’héfir geit þessa leiðréttingu í dag- hókinni. Bókin hefir verið í höndum marg’ra manna, og enn veit enginn hver gert hefir leiðréttinguna. En liitt vita allir, að þessi bókfæslu leið- rétting héfir enga þýðingu til sekt- ar eða sýknu fyrir Belgaum. Stýri- maður færir skýrslu sína inn í dag- liókina eftir að hann og skipstjóri gofa skýrslur til dómarans. Dagbók- in er aldi'ei lögð fi'am, sem sönnun- argagn í rétti. Hún er afrit fyrir skipið, af buirtsendri frumheimild til dómstólanna. Málinu er nú snúið við. Aðstand- endur Belgaums eru orðnir kærend- ur í stað þess að vera brotlegir sjálfir. Og maðurinn, sem hefir lagt í sölui' líf og heilsu árum saman við gæzlu ög björgun, maðurinn, sem i hefir ekkert til sparað, að vera trúr ! og ötull starfsmaður þjóðar sinnar, i i'ann er settur ó bekk sakamanna, fyi'ir að einhver hefir leiðrétt ranga j tölu í rétta 1 afriti af skýrslu, sem ekki hefir meiri þýðingu fyrir mál- stað Belgaums heldur en neðanmáls- saga i Mbl. Við rekstui' þessa máls í sumar var lagt fram skeyti til skipaútgerð- ar ríkisins, sern hljóðar þannig: „Hr. Eiríkur Kristófersson hefir nýlega í símtali sagt mér að nú- verandi loftskeytamanni ó Ægi hafi verið sagt upp ,treysti ég þvi, að ég íái þó stöðu, enda þykist ég standa lienni næstur. Verði Eiríkur Kristó- fersson á nefndu skipi, er þetta út- kljáð af hans hálfu. Brynjólfur Kjartansson." E. K. er aðalvitnið. Málfærslumað- iir Belgaums er kærandinn. Dóms- mólaráðherra togaraeiganda er hinn opinbe'ri ákærandi. Og vitnið E. Kr. er „fyrir sitt leyti“ farinn að ráða starfsmenn á Ægi! „Gott ei' þegar slík æfintýri ger- ast með þjóð vorri“! Landhelgisvörn E. M. £. E. M. E. hóf nýtt tímabil í sögu landhelgisgæzlu 1926 er hann hafði yfirstjóm þórs. Aðferð hans var í því fólgin, að vera sífelt að leita, dag og nótt, að liggja í leyni út i hafi eða inni ó símalausum víkum, hæfilega mikið til að hverfa úr augsýn veiðiskipa, en vera annars sífellt ó ferli, og gera alstaðar ó- tryggt fyrir veiðiþjófunum. Var Ægir úthúinn með hentugum dýptai'mæli og kom það E. M. E. vel er hann leitaði i landhelginni um nætur. Un'ni hann sér sjaldan hvíldar og gerði miklar kröfur til yfii’manna skipsins um vinnu eins og til sín. íhaldið hafði tekið upp þann ósið að láta gæzluskipin sífellt vera að senda loftskeyti til stjórnarráðsins, svo sem ti lað sýna veiðiskipum með miðunartækjum hvar varðskip- ið var. E. M. E. reyndi að síma eins lítið og hægt var, og átti það mikinn þátt i að halda leyndum ferðum Ægis. Hafði gæzla E. M. E. tvöföld áhrif. Togarar voru tæplega í landhelgi við þann hluta strandar þar sem þeir áttu hans von. Auk þess streymdi sektarfé i í-íkissjóð sökum árvekni hans og dugnaðar. Ef E. M. E. hefði haldið áfram ó- hindraður af landsstjórninni, að gæta strandar með Ægi, myndu landhelgisbrot hafa horfið að mestu liér við land. Skipatökur pórs á einum mánuði 1926. Einar M. Einarsson skipstjóri. Dagur Niinier N a f n Heiniilisfang Nafn skipsljóra Sektar uppliæð Isl. kr. 22. marz S.O. 17 Neptun Altona Jakob Fock 12250.00 27. — P.G. 139 Tyi’ Geestemiindé Friedrick Popall 12250.00 27. H.H. 153 Hans Pickenpack Hamburg 'Willielm Reeh 12250.00 28. - BoL-Rosé Féeamp Placide Wanssy 4000.00 30. — R. O. 91 Grongo Rom Anton Andrijsiak 12250 00 2. april H.C. 41 Richard C. Kromann Cuxhaven Otto Boguchowski lÁmlnntir cf 2. - R. O. 91 Grongo Rom Anton Andrijsink idómaianum 18. - H.C. 147 St. Paui Cuxhaven Reinmer Lakeborg 12250.00 18. — O. N. 91 Delma Nordenham Heinrick Liiers 12250.00 18. - O.N. 71 Aller Jiirgen Oltmann 12250.00 18. - P.G. 153 Lappland Kiel Robert Engeis 12250.00 21. - R. O. 96 Sardella Rom Johann Fuhrmann 12250.00 Sektir si\mtals 114250 00 Samt. 12 skip á einum mánuði, þar af 10 sektuð. Fiailavegur ---- Niðurl. Um þennan tjallaveg hefir verið skrifað í blöðin og rætt um hann ó lundsmólafundum en litið hefir orð- ið ágengt í því máii enn sem kom- ið er, nema ef nýbúið er að talca þessa íjallaleið upp í vegalög, sem ég hefi heyrt sagt en veit þó ekki móð vissu. það eru til tvær stefn- ux úm Norðurlandsveginn að austan. Sú íyrri er sem hér hefir verið lýst, en iiin er, að vegurinn liggi um hyggðir, Jökulsárhlíð í Múla eða Hellisheiði um Vopnafjörð og Langa- nessströnd. Slikt á því miður langt i land. En á þessu svæði ættu strándfei'ðii' að koma að beztu liði, þótt byggðirnar mæli mikið með sér að vegur sé lagður eftir þeim. En eitthvað verður að horfa í kostnaðarhliðina, þvi byggðavegurinn verður aldrei samkeppnisfær við fjallaleiðina, £ó byggðin sé lítil sem þar mælir með. þar er annar aðili sem talar móli sínu og sem vill fó máli sínu framgengt, það er nótt- úran, og hún mun vera nokkuð þung á metaskálunum þegar verið er að ræða um samgöngur á landi. Nú kemui' eitt atriði, sem er mjög þýðingannikið í þessu móli og sem margui' vill um vita, hvað muni vera hægt að nota þennan veg lengi á árinu? í viðtali við Jón í Möðrudal lýsti liann fjöllum svo, að í flestöll- um vetrum væri snjólétt, tiltakan- lega fljótt tæki snjó upp á vorin og til þess munu vera mjög senni- legar orsakir, þar sem þessi jarðveg- ur er eingöngu eða að mestu sand- jörð, sem hitnar mjög fljótt er út á liðúr er sólar nýtur. þar að auki þornar sandur mjög fljótt, svo að öll- um likindum verður þessi vegurekki seiima fær en aðrir fjallvegir lands- ins, þótt langt uppi í landi liggi. þar að auki má geta þess, að eftir að fjöllin eru orðin þurr á vorin, blotna þau aldrei svo að vaðí í þeim. Jarðlagið er þannig, að eftir að þau þonia er snjóa leysir af þeim, verð- ur jarðvegurinn eins og steinn. það er sem sagt móhellukenndur jarð- vegur, að minnsta kosti efstu lögin, og mun harðna ennþá betur er um- ferðin eykst eftir honum. Ég býst nú við því, að einhverjum mundi verða að spyrja: Hvaða gagn liafa Austfirðingar af þessum fjalla- vegi? Okkur Austfii'ðingum ber vist öllum saman um það, að við sé- um í þeim fjórðungi landsins, sem sé mest einangi'aður. Og margir hafa sagt, að það stæði miklu nær að gera Austfirðingafjórðung að sjálf- stæðu riki, heldur en Reykjavík. Úr þessari einangrun mundi fjallaveg- urinn bæta að stórum mun. það má jafnframt benda á ýms atriði í sambandi við fjallaveginn, svo sem póstsamgöngur á bílum og ýms ferðalög fyTir landsmenn sjólfa og útlendinga, þar sem mönnum gæfist kostur á að skyggnast inn í hina austfirzku náttúru. þar að auki er citlhvert veigamesta atriðið í at- vinnulifi hverrar þjóðar bættarsam- göngur og það mun ekki eiga sízt við þetta land, þar sem strjálbýlið og einangrunin er svo tilfinnanleg, Ég hefi nú stiklað hér á helztu atriðúnum, sem mestu máli vai'ða, þótt mikið mætti meii’a um málið skrifa. Og væri því æskilegt að fleiri skrifuðu um málið. Ef okkur Austfirðingum er þetta áhugamál, sem ég dreg engan efa á, að minnsta kosti fjöldanum, þá megum við ekki leggja allar árar í bát og gei'a ekkert fyrir málið. Nei. það megum við ekki. Við vei'ðum að halda mólinu vakandi á einhvem hátt, til dæmis nieð því að senda ó- skorun til þingsins um að fram- kvæma verkið. það er eftirtektarvert hvað Rang- æingar hafa mikinn áhuga í sín- um samgöngumálum, en þar fylgir hugur máli. jiótt örðugleikar séu hjó þjóðinni sjólfri, þá mun henni að mestu bera saman um það, að verklegar fram- kvæmdir megi ekki fella niður, því afleiðingar þess munu koma frara áður en langt um líður. Vitanlega er þetta séi’stætt mál. En það er þetta, sem við Austfirðingar verð- um að hafa vakandi auga með að við séum ekki hafðir að „olboga- barni" á verklega sviðinu, og þar á ég séi'staklega við vegakerfið. Egilsstöðum 10. febr. 1933. Pétur Jónsson. ----o----- Sauðfjárkynbætur Eins og inenn muna, þó var á sum- arþinginu 1931 leyfðúr innflutningur á ensku sauðfé, til sláturfjórbóta hér ó landi. Með lagafyrinnælum þess- um, er mönnum gefinn lcostur á, eft- ir nokkur ár, að fá enska hrúta til einblendingsræktunar, þ. e. til að ala undan þcim dilka til slótrunai’, en ekki til lífs. þar sem kynblöndun nieð ensku og íslenzku sauðfé er til h ngdar lætur, er álitin liættuleg hin- um innlenda fjárstofni. Eiigiim getum skal að því leitt hér, hvei-n hag bændnr almennt hafa af cinblendingsrækt þessari, en væntan- lega verður hún þó til bóta, að minnsta kosti um kjötsölu i Eng- landi. Og að sjálfsögðu ber að þakka Alþingi viðleitni þessa, að þeim scm trú hafa á einblendingsrækt gefst nú kostur á að reyna hana. Jafnhliða liinni fyrii'huguðu ein- blcndingsrækt, hvílir að sjálfsögðu sú sarna skylda og áður ó bændum, að kynbæta ljárstofna sína, enda mun á þessu hausti lögð nokkur di'ög að því, að koma upp sauðfjár- ræktarbúum. þó ekki sé nema allt gott um þessa ráðabreytni að segja, getur samt sem áður verið um ýmsar aðrar leið- ir að ræða, sem jafnhagnýtan árang- ui geta gefið i sauðfjárrækt okkar, og tillit ber þvi að taka tii og fara samtimis ef aðrar ástæður leyía, Vil ég leyia mér að benda á eina slika leið, seni bæði getur verið hagkvæm og kostnaðarlitii fyrir bændur, um leið og notin að skapi geta verið mikil. En leiö þessi er sú, að halda hrúta- eða sauðíjársýningar annað- livert ói’ íramvegis. Eins og menn vita, þá eru nú liaidnar hrútasýiiiiigar 4. hvert ár, í hverjum landsfjórðung. Ern hrútar þá flokkaðir eítir aldri- þroska og þyngd, síðan verðlaunaðir eða dæind- ir ónothæfir, eftir atgerfi hvers um sig. Jafnframt þessu flytur svo róðu- nauturinn erindi um tilgang sýning- anna og sauðijárrækt yfirleitt. Að ílestra óliti eru sýiiingarnar góðai- og árangur þeirra ávalt nokkur. Kostur væri þaö þó, ef jafnframt væri hægt að koma ó sýningum á ám og lömbum, þannig, að hver bóndi, kæmi með nokkrar æi', t. d. iinim þær beztu að lians áliti, og íáðunauturinn segði lionum síðan ágæti þeirra og galla. Væru lömb jafnframt sýnd, ættu þau helzt að vera undan ám þessum, svo að hægt væri að gera sér hugmynd um, hve erfanlegir eiginleikar þeirra væru. -4 þennan liátt íengi róðunauturinn tækifæri til aö kynnast skoðun og þekking bænda á óm sinurn, og gæti þá meira en áður sundurliðað leið- beiningar sínar, sem yrðu þá urn leið meira við hæfi hvers bónda um sig, og leiddu til þess, að menn almennt íæru að gefa skyldleikaræktinni meiri gaum jbu áður. En hún mun sennilega verða árangursíyllst víðast hvar. A þennan hátt kæmust bændur smátt og smátt á rekspöl með að fá sérstakan stofn valinn af lieimafé sínu, sem ekki er gróður- og gjafa- breytingum átthagaskiptanna undir- oipið. En nokkuð víða bendir reynsla undanfarinna ára einmitt á það, að þá gott fé sé keypt að örðu hvoru, þá vill það íljótt rýrna og ganga úr sér og þvi ágóði oft minni en gera mætti ráð fyrir. Gæti í ýmsum til- fellum orðið svipaður árangur þó um fé fró sauðíjárræktarbúi væri að rœða, enda mun trú manna á hald- gæðuin aðkeyptra fjárstofna almennt fara rýrnandi og því spursmól um eftirspurn eftir fé frá búunum, en einmitt á slíkri eftirspurn iilýtur starfræksla þeirra að byggjast. Við það, að sauðfjársýningarnar yrðu í framtíðinni annaðhvert ár, og svipuð tilsögun liöfð og liér hefir ver- ið drepið á að framan, rnundi róðu- nautunum gefast meiri kostui' ó en 'óður, að hai'a áhrif á val bænda á undaneldisfé sínu og gildir þetta þó sér í lagi um hrúta, en einmitt á þvi sviði eru allt of margir reikulir og öákveðnir. Ekki geng ég þess dulinn, að af þessu mundi stafa nokkur kostnaður, þar sem sennilega þyrfti að bæta við einum starfsmanni við Búnaðarfélag íslands, þó ætti það ekki að fæla menn frá að gera hér um tillögur, ef vera mætti að ráðamenn búnaðar- mála okkar tækju þetta til athugun- ar i náinni framtíð. Með aukinni og bættri túnrækt, sem nú hin síðari ór hefir vaxið svo iiröðum skrefum, verður nauðsyn hinna góðu búfjárstofna meiri. Rýi't sauðfé og nytlágar kýr má telja eld í búi þess bónda, sem liefir mögu- leika á þvi, vegna góðs túns eða engja, að gefa mikið og gott hey skepnum sínum. Með hverfandi rán- yrkju á jörðunum, bæði hvað úti- gang búpenings snertir og heyfeng, verður nauðsyn góðra einstaklinga í búfónu meiri. Lífsstarf hvers góðs bónda verður þvi aðallega falið í þessu tvennu: meiri og fljótteknari heyfengur en áður, — betri búfjár- kyn. Alexander Guðmundsson frá Grund. Fyrír vorið ættu menn að auglýsa í næstu blöðum Tímans. Eins og kunnugt er, kemur Tímlnn inn ó fleiri heimili í sveitum og kaup- túnum um land aUt, en nokkurt annað blað. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Mímisveg 8. Sími 4245. Prentsiniöjan Acta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.