Tíminn - 15.04.1933, Síða 1
©íaíbfetl
og afgrciðslumaöur Cfmans «f
Sanitpcig þorsteinsöóttjt,
Ccefjargötu 6 a. jSeYfjasif.
jiXfgteibsía
Cimans er t Cœfjanjötu 6 a.
©pin ödglega fl. 9—6
Síiöi 2353
XVn. árg.
Reykjavík, 15. apríl 1933.
18. blað.
Tillögur Framsóknarflokksins
í kreppumálum landbúnaðarins
Flokksþing Framsóknarflokksins telur nauðsynlegt að bændum
sé gert léttara að standa strauni af skuldum sínum með því að gera:
I.
1. Öll lán landbúnaðarins, sem tryggð eru með fasteignaveði
hrepps- eða sýsluábyrgð, afborgunarlaus næstu fimm ár, en greiðslu-
tími þeirra sé síðan lengdur um helming, þannig að 10 ára lán verði
að 20 ára lánum, 15 ára að 30 ára 0. s. frv.
Vextir af öllum sömu lánum séu ekki hærri en 3% fyrstu 5 árin,
en 4% úr því.
2. Að bændur, sem ekki geta staðið strauin af þeim skuldum, sem
ekki eru tryggðar með fasteignaveði, geti fengið styrk og lán úr
Kreppulánasjóði til að ná hagfelldum samningum við lánardrottna
sína, svo þeir geti stundað búrekstur á heilbrigðum grundvelli. Lán úr
Kreppulánasjóði séu afborgunarlaus fyrstu 5 árin, en greiðist síðan
með 1/2% afborgun árlega. Vextir séu ekki hærri en 3%.
II.
Til að standa straum af kostnaði þeim, er leiðir af tveim fyrstu
tillögum flokksþingsins leggur það til:
1. Að stofnaður sé Kreppulánasjóður til lánveitinga og styrktar
þeim bændum, sem ekki geta rekið bú sín á heilbrigðum grundvelli
vegna skulda. Tekjur sjóðsins séu þessar:
a. Ríkissjóður gefi út 7 miljónir kr. í ríkisskuldabréfum.
b. Árlegar vaxtagreiðslur Búnaðarbanka íslands af innstæðum
og lánum ríkissjóðs næstu 8 ár.
c. Framlag úr ríkissjóði næstu 5 ár, sem nemi eigi minna en 3
miljónum króna, og sé þessa fjár aflað með hækkun á tekjuskatti og
eignaskatti, veitingaskatti, hækkun á skemmtanaskatti, tekjum af
happdrætti og hækkun á verðtolli af óþarfa vörum og vörum, sem
hægt er að framleiða í landinu.
2. Yfirstjórn Iíreppulánasjóðs skal skipuð 5 mönnum. Sé einn
tilnefndur af Landsbanka Islands, einn af Búnaðarbanka íslands, einn
af Sambandi ísl. samvinnufélaga, einn af Búnaðarfélgi íslands og einn
aí’ f jármálaráðherra og er sá formaður nefndarinnar. — Hlutaðeigandi
stofnanir borgi þóknun til nefndarmanna hver að sínum hlut, en ríkið
formanni.
3. Á því tímabili, sem afborgunarfrestur lána er gefinn sam-
kvæmt 1. og 2. tillögu, rannsaki ríkisstjórnin rækilega, hvort ekki
sé mögulegt að innleysa öll tryggingabréf fyrir föstum lánum, og gefa
í þeirra stað út önnur, sem ávaxtast með 3 '/2 %—4%.
III.
1. Að Alþingi samþykki frumvarp það, sem nú liggur fyrir þing-
inu, um að niður falli útflutningsgjald á landbúnaðarafurðum.
2. Að Alþingi samþykki frumvarp til laga um tilbúning og verzl-
un með smjörlíki o. fl., sem nú liggur fyrir n. d. Alþingis og að
ríkisstjórnin láti þá þegar koma til framkvæmda blöndun á íslenzku
smjöri í smjörlíki inníluttu og framleiddu hér á landi, og sé smjör-
magnið aukið upp í allt að 15%, svo fljótt sem smjörframleiðsla lands-
iris leyfir.
3. Að Alþingi geri ráðstafanir til að hindra innflutning þeirr-a
landbúnaðarvara, sem auðvelt er að framleiða í landinu, s. s. alls-
konar kjötvara, smjörs, niðursoðinnar mjólkur og osta. Ennfremur
á jarðeplum og eggjum, vissa tíma árs. Jafnframt séu sett lagaákvæði,
er fyrirbyggi óeðlilega hátt verð á þessum vörum.
4. Að Alþingi veiti samvinnufélögum bænda ríflegan styrk til að
koma upp rjómabúum, þar sem góð skilyrði eru fyrir hendi.
5. Að ríkissjóður gða kreppusjóður greiði næstu 3—4 ár afborg-
anir og vexti af lánum þeim er samvinnufélög bænda hafa fengið tií
frystihúsabygginga og frystivélakaupa.
6. Að Alþingi hlutist til um það, áð Búnaðarfélag fslands út-
vegi bændum þeim, er þess óska, útsæðiskartöflur með sanngjörnu
verði og veiti til þess nauðsynlegan fjárstyrk. Ennfremur að sett
verði lög um mat á kartöflum í samræmi við lög um mat á heyi.
7. Að alþingi geri ráðstafanir til víðtækari rannsókna og fram-
kvæmda á innflutningi erlendra sauðfjárkjrnja til hreinræktunar og
blöndunar og ennfremur um innflutning nautgripa af holdakynjum.
8. Að Alþingi samþykki frv. til laga um útflutning á kjöti, sem
atvinnumálaráðherra hefir látið undirbúa og hefir í hyggju að fá
flutt á Alþingi, og að í sömu lög verði einnig sett heimild fyrir ríkis-
stjórnina til að gera ráðstafanir um skipulag á kjötsölu innanlands,
ásamt verðjöfnun og takmörkun á kjötframleiðslu, ef nauðsyn krefur,
að fengnum tillögum Santbands ísl. samvinnufélaga og Búnaðarfélags
Islands.
9. Að Alþingi veiti fjárstyrk félagi („Isl. vikan“), sem gengst
fyrir því, að hvetja landsmenn til aukinnar notkunar á íslenzkum
framleiðsluvörum, enda geri félagið atvinnumálaráðherra árlega grein
fyrir framkvæmdum sínum.
10. Að Alþingi leggi Verkfærakaupasjóði nægilegt fé, til þess að
hann geti, auk þess starfssviðs, er hann hefir áður haft, styrkt bændur
til kaupa á tóvinnuvélum til heimilisiðnar, s. s. spunavélum, prjóna-
vélum, vefstólum og ennfremur heyvinnuvélum.
11. Að Alþingi setji lög, að undangengnum nægilegum undir-
búningi, sem geri ríkissjóði skylt að kaupa jarðir við matsverði af
þeirn bændum, sem þess óska og taldir eru þurfandi fyrir þann létti,
sem slíkar sölur hafa í för með sér. Bændurnir fái erfðafestuábúð
á jörðum þessum, enda sé að jafnaði tyggt, að þeir noti ábúðarrétt-
inn um ákveðið árabil. Andvirði jarðanna greiði ríkissjóður með
skuldabréfum, sem lánardrottnum sé skylt að taka sem greiðslu upp
í skuldir.
(Þannig samþykkt á Flokksþingi Framsóknarmanna 10. april
1933).
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■be
Formaður Framsðknarflokksins
Á miðstjórnarfundi 11. þ. m. var Sigurður Kristinsson forstjóri
kjörinn formaður Framsóknarflokksins. Hafði hann áður á flokks-
þinginu fengið flest atkvæði við kosningu í miðstjórnina. — Enda
mun hann nú njóta almennara trausts og vinsælda í Framsóknar-
flokknum en nokkur maður annar. — Sigurður er fæddur 2. júlí 1880.
Árið 1906 byrjaði hann starf sitt í þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga.
1918 varð hann framkvæmdarstjóri félagsins, er Hallgrímur bróði'r
hans hvarf þaðan. 1923 varð hann forstjóri Sambands ísl. samvinnu-
félaga. Á flokksþinginu 1931 var hann kjörinn í framkvæmdaráð
Framsóknarflokksins. Fyrir þrábeiðni flokksmanna sinna tók hann
við atvinnumálaráðherraembættinu eftir þingrofið sama vor og gegndi
því til 22. ágúst um sumarið.
Skipulag
Framsóknarflokksins
Eitt af merkustu störfum
Flokksþings Framsóknarmanna
var að semja og samþykkja lög
um „skipulag Framsóknarflokks-
ins“. Eru þar settar ítarlegar
réglur um starfsháttu og stjórn
flokksins framvegis.
Lög þessi hafa nú verið prent-
uð og var þeim útbýtt meðal
fulltrúa á flokksþinginu síðasta
daginn, sem þingið stóð. Enn-
fremur munu þau verða send
stjórnum flokksfélaganna um
land allt. Hér skulu þó upptekin
flokksmönnum almennt til at-
hugunar og til að leiðrétta vill-
andi frásagnir andstæðingablað-
anna, nokkur meginákvæði skipu-
lagslaganna.
Samkvæmt 1. gr. laganna eiga
sæti á flokksþingi Framsóknar-
manna „kjörnir fulltrúar flokks-
félaga, sem viðurkennd eru af
flokksþinginu 1933 og síðar af
miðstjórn flokksins. Ennfremur
alþingismenn flokksins, miðstjórn
og ráðherrar“.
Samkvæmt 9. grein ákveður
flokksþing „stefnuskrá flokksins,
kýs miðstjóm hans og hefir
æðsta vald í öllum málefnum
hans, eftir því sem nánar er fyrir
mælt í lögum þessum“.
í 10. gr. segir: „Á hverju
flokksþingi skal kosin miðstjórn
Framsóknarflokksins, er fer með
umboð flokksþings milli flokks-
þinga. Ákvörðunum flokksþings
má miðstjórn þó ekki breyta“.
í miðstjórninni eiga jafnaðar-
lega sæti 25 menn (Þó eru sér-
ákvæði um aðalfund). 15 þess-
ara manna eru kosnir sérstaklega
og skal búsetu þeirra vera þannig
háttað, að þeir geti sótt fundi í
Rvík fyrirvaralítið*). En 10 af
miðstjórnarmönnunum eru kosnir
þannig, að fyrst eru kjömir 20
menn, einn í kjördæmi, og má
enginn þeirra vera búsettur í
Rvík. Þessir 20 menn skiptast á
um að vera aðalmenn og vara-
menn, 10 í senn árlangt, og ræð-
ur hlutkesti, hverjir fyrstir verða :
aðalmenn. Á aðalfundi miðstjórn- !
ar, árlega, eiga þó þessir 20 menn
allir sæti og atkvæðisrétt sem
aðalmenn væru. Er aðalfundur
því skipaður 35 mönnum en aðrir
íundir 25.
Til þess að gera miðstjómar-
mönnum, sem dreifðir eru um
land allt, auðveldara að sækja
fundi, skal á aðalfundi ákveða
fasta fundardaga, einu sinni 1
hverjum mánuði fyrirfram fyrir
hvert starfsár.
I 14. gr. segir svo: „Aðalfund-
ur kýs formann, ritara og gjald-
kera og varamenn þeirra. For-
maður miðstjómar er formaður
Framsóknarflokksins. Formaður
og ritari gefa út eftir ákvörðun
miðstjórnar allar opinberar yfir-
lýsingar, er flokkinn varða í
heild. Miðstjórn hefir opna skrif-
stofu, er annast dagleg störf í
þágu flokksins“.
Með samþykkt þessara skipu-
lagslaga hefir Framsóknarflokk-
urinn nú tekið upp hið fullkomn-
asta lýðræðisfyrirkomulag í
starfsháttum, sem þekkst hefir
í nokkrum stjórnmálaflokki hér
á landi.
Hingað til hafa miðstjórnir
flokkanna verið fámennar og
eingöngu búsettar í Reykjavík.
Slíkt fyrirkomulag hindi’ar mjög
þátttöku og áhrif flokksmann-
anna í heild á gerðir flokkanna,
og getur oft og einatt Ieitt af
sér stjórnleysi og glundroða,
jafnframt því sem „framtaki"
einstakra ráðríkra flokksmanna
er þá meir gefið undir fótinn en
heppilegt er, þar sem almenning-
ur á að íhuga málin og ráða þeim
til lykta. Hefir þetta komið
greinilegast fram í íhaldsflokkn-
um, þar sem t. d. frambjóðendur
við kosningar yfirleitt hafa verið
ákveðnir af nokkrum mönnrnn í
Reykjavík, án þess að nokkur tii-
raun hafi verið gerð til prófkosn-
ingar í héröðunum.
í einu atriði má þó segja, að
skorti á fullkominn lýðræðis-
grundvöll í skipulagslögunum.
Miðstjórnin getur ekki gert mál
að flokksmálum á Alþingi nema
meirihluti þingmanna flokksins
samþykki. Þingmenn flokksins
eru að þessu leyti nokkru rétt-
hærri en aðrir, sem í þjónustu
flokksins eru. En þó að hér sé
ekki farið að alveg eins og tíðk-
ast í skyldum flokkum erlendis,
t. d. Frjálslyndá flokknum í Eng-
landi, er ekki ástæða til að ætla,
að það komi að sök í flokki sam-
vinnumanna hér.
Flokksþing Framsóknarmanna
hefir með samþykkt þessara
skipulagslaga unnið ómetanlegt
afrek í pólitískri þroskasögu
landsins.
Þess mun verða lengi minnst
um þá fulltrúa flokksþingsins úr
öllum landsins byggðum, að þar
hafi frjálslyndir menn og víð-
sýnir að verki verið — sannir
lýðræðismenn og samvinnumenn.
Það er verðugt svar við glam-
uryrðum andstæðingablaðanna
, um upplausn innan Framsóknar-
flokksins, að flokksþingið skuli
nú hafa styrkt stjórn flokksins
og samstarfsmöguleika betur en
nokkru sinni hefir áður verið.
----o —
*) Sama gildir um varamenn
þeirra 15 að tölu.