Tíminn - 06.05.1933, Qupperneq 2

Tíminn - 06.05.1933, Qupperneq 2
76 TIMINN Frá oppboði í London 12. og 13. des. 1932. (Verðið í norskum kr.). Flokkar: , A B C D E I. og beztu II. Ágæt góð meðal lóleg slæm II. III. IV. Svartir og extra dökkir: Hœsta verð 206,95 211,75 178,05 158,80 110,70 Meðalverð 198^5 173,25 152,25 119,75 110,70 í4 silfur: Hæsta verð 356,15 317,65 279,15 240,65 149,20 Meðalverð 301,05 239,10 221,75 179,40 129,95 1/2 silfur: Hæsta verð 635,25 442,75 332,05 259,90 231,00 137,15 79,40 14,45 Meðalverð 419,65 293,35 243,10 192,50 168,45 104,90 62,75 13,50 % silfur: Hœsta verð 731,50 548,65 375,40 259,90 149,20 Meðalverð 354,60 293,95 238,70 197,10 139,55 Extra ljós silfur: Hœsta verð 385,00 413,90 298,40 250,25 Meðalverð 340,35 250,25 194,80 175,95 Fró . uppboði — í London — 28. um, en hór fylgir einnig meðalverð sept. 1932. (Hér er aðeins sýnt hæsta frá uppboði i m&rz 1932 og janúar verð og meðalverð i norskum krón- s. á.: Hámarksverð Meðalverð 1932 1 norsk. kr. kr. 28. sept. marz janúar Ljós silfur: .. 328,00 210,00 123,00 110,00 % silfur: .. 387,00 204,00 139,00 145,00 ya silfur: .. .. 755,00 241,00 133,00 138,00 %, silíur: .. 243,00 175,00 111,00 98,00 Svört og dökk silfur: .. 278,00 136,00 93,00 64,00 Binu máli, og sýna þa6 að enn eru Norðmenn ekki búnir að ná því marki, sem þeir keppa að og lýst hefir verið að nokkru hér að framan — því marki að kynbæta svo refa- stoín sinn, að verðlausu skinnin hverfi úr sögunni. því auðvitað mega þau "skinn teljast verðlaus sem seld eru*á 13—14 kr. og jafn dýrt að ala upp slíka ómaga og þá reíi, sem borga fóðrið sitt með 5—600 kr. skinnum. það er þessi reynsla Norðmanna, sem ég óttast að endurtaki sig hér, þar sem öll starfsemi í þessa átt or óskipulögð og drifin áfram eftir byrj- uninni að dæma, með sama ákafan- um og fmm kom bæði í Noregi og Ameriku á frumstigi refaræktarinn- ar þar. Annars stöndum við íslend- ingar vel að vígi, ef við höfum for- sjá til þess, þvi reynsla annara á þessu sviði er svo skýr, að hægt er aö sigla hjá óhöppunum, ef athyglin er vakandi. Sú reynsla hefir sýnt það, að þessi atvinna hefir tvær hlið- ar, og í góðra manna höndum er hœgt að útiloka lakari hliðina algjör- lega, — þá hlið, sem er örugg til þess að íæra hverjum manni stórtjón, sem verður fyrir barðinu á henni. það verður þvi nú undir eins að fyrirbyggja eftir því sem unnt er, að einstaklingar, margir eða fáir, spilli henni. Getur þar komið tvennt til greina, í fyrsta lagi vanþekklng, sem á vissan hátt er eðlileg, þar sem menn þekkja lítið til þessa máls og hyggja, að það sem heitir silfurrefur, sé undir öllum kringumstæðum ör- ugg fjáruppspretta — og í öðru lagi óráSvendni sem er mjög þægilegt að koma að í kaupum og sölu silfurrefa, til þeirra manna, sem fáfróðir eru i þessu efni, en það er að vonum mikill þorri landsmanna. Helzt þyríti nú þegar að láta sér- fróðan mann, eða menn, rannsaka hvert refabú hér á landi, svo sem gert er í Noregi, og að fenginni laga- heimild, skrásetja dýrin og ílokka þau til lífs eða dráps eftir því sem við ætti i hverjum staö og hlutlaus- ar ástæður segðu til um. Jafnhliða þessum ráðstöfunum verður enn- fremur að fyrirbyggja að fleiri léleg dýr, en nú kunna að vera komin inn í landið, fái hér inngöngu. því þrátt fyrir eftirlitið meðal Norðmanna eru þeir lægnir á að koma lélegum reía- tegundum á framfæri með ýmiskon- ar kostakjörum, svo sem lítilfjörlegri greiðslu við afhendingu dýranna (c. verð skinnanna fyrirfram, eftirstöðv- arnar í bakhöndinni sem hreinn ágóði?) Hér heima mun svo ekki standa á „spekulöntum" til að ganga á milli með tælandi gróðamyndir til að sýna væntanlegum kaupendum. þetta er hættulegt, þvi langflestir kaupendur og sumir milliliðir einnig, eru gjörsamlega þekkingarsnauðir í þessari grein. En þó er ótalinn stór ágalli við það, ef „spekulantar'" nota sér fram- boð lélegra refa: þótt verðið sé lágt i Noregi frá fyrstu hendi, bætist við það 1. ílutningskostnaður, 2. gengis- munur, 3. 15% tollur og 4. milliliða- gjald ákveðið ai þeim sjálfum. Kaupverð refa í Noregi verður því að vera mjög lágt, ef það á aö verða samkeppnisíært, við þau innlendu refabú, sem þegar eru risin upp. Með öðrum orðum: til þess aö Norðmenn séu samkeppnisfærir á ís- ienzkum markaði, geta ekki komið til greina nema léieg dýr, ef miðað er við það verðlag, sem var á ís- lenzkum silfurrefum á síöastl. hausti. þess væri því full þörf að land- stjórnin bannaðí innflutning á öðrum refum en þeim, er fengið haía verð- laun, eða eru af verðmætu verð- launakyni. Til þess að íramfylgja þeirri skipun yrði að ákveða eina höfn — Reykjavík — sem dýrin væru einungis send til, þar yrði svo að vera hæfur maður til að rannsaka vottorð þau, er dýrunum fylgja og bera þau saman við eymamerki dýr- anna og gera þau dýr afturreka, sem ekki hafa fullnægjandi vottorð. (Ann- ars væri heppilegast fyrir landið i heild og refaræktina, að ekki væri leyfður innflutningur á öðrum refum en kynbótarefum. Er nú þegar orðið svo mikið af silfurrefum að senni- lega er hægt að íullnægja brýnustu fjölgunarþörfinni 1 ár, og því betur sem lengur liður. Sýnist a. m. k. eng- in þörf á því, að fleygja miklum peningum út úr landinu til fjölgun- ar óvöldum refum — og frekar þörf á þvi að útrýma þeim, er þegar kunna að vera komnir inn í landið). Nl. Framsóknarfélag’ Rvíknr heldur fund í Sambandshúsinu mánudaginn 8i þ. m. kl. 8*4 síðdegis. Gísli Guðmundsson ritstjóri hefur umræður um ofbeldisstefnurn- ar og vemdun lýðræðisins. Deildastjórar eru sérstaklega beðnir að mæta til viðtals kl. 8. Félagar sýni skírteini við innganginn. Félagsstjómin. Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu miðvikud. 10. þ. m. kl. 8V2 síðd. 1. Umræður um þingmál. 2. Eosinn einn maður í félagsstjóm. Félagar sýni skírteini við innganginn. Félagsstjóminu r A víðavanýL Oarðar Gíslason birti fyrir skömmu síðan í Mbl. hinn árlega reiðilestur sinn um sam- vinnufélögin og Framsóknarflokkinn. Er samsetningur þessi hvorki betri né verri en venjulegt er um ritsmið- ir þessa höfundar, og munu þeir fáir, sem taka skrif Garðars alvar- lega nú orðið. Eru skapsmunir Garðars og rökfærsla svo sem títt er um ógreinda menn, sem beðið hafa lægra hlut í baráttu fyrir slæmum málstað. — Seilist hann nú svo langt að hælast um hinn illræmda liæstaréttardóm í máli sínu við Tryggva þórhallsson, og mun réttar- farspostulum ihaldsins lítill greiði ger með því að rifja slíkt upp nú. — þá þykist Garðar hafa fundið það upp, að landsverzlun stríðsáranna eigi sök á yfirstandandi kreppu hér á landi, og þá væntanlega alheims- kreppunni um leiðl En erfitt mun aukvisa þessum að kasta skugga á starf þeirra látnu merkismanna, er því fyrirtæki veittu forstöðu. — Garðar telur sjálfsagt, að samvinnu- menn feli honum trúnaðarstörf í viðskiptum og er reiður yfir því að þeir skuli telja málum sínum með öðrum hætti betur borgið. En hvem- ig stendur -á því að stéttarbræður Garðars og flokksbræður hans í stjómmálum láta hann ekki hafa nóg að gera? því fela heildsalarnir hér í Rvík honum ekki verzlunar- rekstur fyrir sig? Garðar langar í vegtyllur og viröingarstöður, en flokksmenn hans virðast ekki treysta honum. Hann langar á þing, en hef- ir ekki komizt þangað. Ekki heldur í bæjarstjórn. þeir hröktu hann úr stjórn Eimskipafélagsins. Hann var ekki kosinn í innflutningsnefnd. Hann var ekki kosinn i bankaráð Útvegsbankans. Hann var ekki af flokksmönnúm sínum tilnefndur til að vinna að viðskiptasamningum við Norðmenn eða Englendinga. Flokks- menn hans virðast ekki hafa trú á honum til nokkurs skapaðs hlutar. Og svo á það að vera einhver goðgá, að samvinnumenn ekki geta notað þennan ofsóknarmann sinn til trún- aðarstarfa. — þá grobbar aGrðar mjög af þvi, að hann hafi getað selt ull sl. ár fyrir viðunandi verð. Sé það rétt, sem Tíminn hefir frétt, að hann hafi borgað bændum hvíta ull með 60 aurum pr. kg., þá er Garðar nægjusamur, a. m. k. fyrir bændurna. Fjáratjórn siðaata kjörtímabils. Sumár menn segja að fjármála- stjórn M. Kr., Tr. þ. og E. Á. hafi ‘verið of stórtæk, fyrir land og þjóð. þeir telja úr framfarir sveitanna: vegi, síma, brýr, að bylta við túniun, að gera skóla fyrir æskuna, stór og falleg leikfimishús, glæsilegar raf- stöðvar, útvarp fyrir hinar dreifðu hyggðir, síldarverksmiðju á Sigiu- firði til að standa undir útvegi landsmanna. Og svo bera menn þess- ar framfarir samon við eyðslu í- haldsins, skrauthýsin 1 Rvík fyrir 80 —150 þús. kr. á fjölskyldu, óhófslífið i bæjunum, þar sem tugir miljóna hafa eyðst á undaníarandi árum i gálausu sukki. — Mbl. segir að skuldir landsmanna allra séu um 80 milj. krT utanlands. Af því eyddi í- haldið frá 1916—1927 á ríkis ábyrgð 26 milj. kr. í embættislið sitt, ís- landsbanka og skrauthýsi í Rvík. -*- Fjármálaráðherrar Framsóknar, M. Kr., E. Á. og Tr. þ., sem nú er ráðist á fyrir of mikinn framfara- hug, tóku 12 miljónir að láni, eftir beinum fyrirmælum allra flokka og allra þingmanna. Var þetta tekið í óþarfa? Átta miljónir fóru í bank- ana þrjá, beint í atvinnulífið. Á að telja eftir féð í Búnaðarbankann? Áttu bændur landsins alls ekki að liafa aðgang að fé? Átti að brigða loforð Jóns þorl. og stjómar hans um 3 milj. stofnfé handa þjóöbank- anum? Átti að brigða loforð Alþing- is um fjárstuðning við Útvegsbank- ann, sem átti svo marga vini á Al- þingi? Átti að svíkja samning Jóns Magnússonar um að Landsspítalinn yrði fullgerður 1930? Átti að hafa síldarbræðsluna eingöngu í hönd- um innlendra og erlendra braskara? Enga útvarpsstöð að gera? — þjóðin svarar þessari lífsskoðun neitandi. Rangæingar og Skaftfellingar heimta framfarir og brúa stórár sínar. Aust- íirðingar eetla að safna 100 þús. kr. Innilegt þakklætl vottnm vlð fiUnm þeim, er sýndu okknr samúð og hluttekningu við fráfaU okkar elskaða sonar og bróðnr Magnúsar Tómas- sonar, sem drukknaði i Grindavík 7. apríl síðastUðlnn. Efri Gegnishólum. Tómas Guðmundsson. Steinunn Magnúsdóttir. þuríður G. Tómasdóttir. í sumarveg til að tengja fjórðung sinn með bílvegi við hina lands- hlutana. Framfarir síðustu ára eru ekki dauðar. þjóðin vakir og starfar Eftirtektarverð fræðsla er það hjá Garðari Gíslasyni, að „60 hæstu skattgreiðendur bæjarins“ (þ. e. Rvíkur) séu „sjálfstæðismenn". Hitt getur Tíminn ekki fallizt á, að það sé nein goðgá að kalla skatt- svikara „óknyttafólk". Frá sjónar- miði ríkissjóðsins a. m. k. eru skatt- svik „óknytti" af versta tagi. TÍl- hæfulaust er það hjá Garðari, að steinolíueinkasalan hafi orsakað ullar- og gærutoll í Ameríku. íslend- ingar sluppu einmitt við ullar- og gærutollinn í Ameríku, og það þó að svo illa tækist til að sendimaður í- haldsstjórnarinnar, sem s.emja átti um tollinn, kæmist ekki nema tii Kaupmannahafnar. Garðar og Spánarviuln. G. G. segir, að Áfengisverzlun rík- isins hafi gengið framhjá viðskipt- um við ísl. heildsala sem hafi haft fjölbreytileg erlend áfengissambönd. Situr það sýnilega í honum enn, að Áfengisverzlunin hætti að kaupa af lionum og leitaði beinna viðskipta, þegar forstjóraskiptin urðu. — En meðal annara orða: Hvernig gátu kaupmenn hér haft fjölbreytileg er- lend viðskiptasambönd, þegar áfeng- isverzlunin var stofnuð og búið var að vera bann hér á lundi nærri heil- an áratug? Er Garðar að bera það á séttarbræður sína, að þeir hafi hald- rið uppi „viðskiptum" allan þennan tíma? „Fjölbreytt viðskiptasambönd"' haldast þó væntanlega því aðeins, að einhver viðskipti eigi sér stað! Skattaukinn á hátekjur. Hér skulu nefnd nokkur dæmi um það hvernig skattaukinn samkv. frv. Framsóknarmanna kæmi niður, og er þá miðað við útsvarsfrádrátt eins og verið hefir í Reykjavík undan- farin ár og allsstaðar við 5 manna fjölskyldu: Af 100000 kr. tekjum yrði viðbótar- greiðslan 11.349, eða alls tekjusk. til líkissjóðs 22.698. Af 30000 kr. tekjum yrði viðbótar- greiðslan 2.048, eða alls tekjusk. til rikissjóös 4.096. Af 15000 kr. tekjum yrði viðbótar- gieiðslan 449.60, eða alls tekjusk. til ríkissjóðs 1011.60. Af 10000 kr. tekjum yrði viðbótar- greiðslan 127.80, eða alls tekjusk. til ilkissjóðs 340.80. Aí 5000 kr. tekjum yrði viðbótar- greiðslan 12.00, eða alls tekjusk. til rikissjóðs 42.00. það skal tekið fram, að hér er miðað við tekjur manna áður en greiddir skattar eru dregnir frá, og má því skýra dæmin þannig, að mað- ur með 10 þús. kr. laun og 5 manna fjölsk. myndi þurfa að greiða 127.80 í viðbótarskatt samkv. frumvarpinu, miðað við útsvarsfrádrátt í Reykja- vík og maður með 15 þús. kr. laun kr. 449.60 0. s. frv. þjóðleikhúsið. þjóðleikhússnefndin og Guðjón Samúelsson húsameistari sýndu þingmönnum og blaðamönnum þjóð- leikhúsið um morguninn 1. maí. Húsið er nú fullsteypt og verður ein- hver stærsta og vandaðasta bygging hér á landi. í sumar verða látnir í það gluggar og veggir húðaðir utan. En þá er byggingarféð þrotið í bili, því að ríkissjóður fær að láni tekjur sjóðsins í harðærinu. þegar húsið er fullbúið rúmar það 800 gesti. þrjú til fjögur kvöld í viku ætti að geta ver- ið þar kvikmyndasýning, og verið mikil tekjulind fyrir bygginguna, þó að verð sætanna væri sett niöur um helming. — Margt er prýðilegt í gerð leikhússins og verður hér rninnst aðeins á tvennt. Steinhvelf- ing er yfir áhorfendasalnum og kem- ur ljósið fram í breiða tungu eftir miðju loftinu, en til hliðar er skeifumynduð hvelfing, steypt sem stuðlaberg. Er það í einu frumlegt og forkunnar fagurt. Hefir stuðla- bergsloft aldrei verið steypt í nokk- urt hús áður. Hin nýjungin er í sambandi við húðun hússins. Hefir húsameistari fundið íslenzkt efni, sem er í einu ákaflega fallegt og sparar mikla peninga er til lengdar lætur. Húsameistari lætur mylja og blanda saman í húðun hússins lirafntinnu, kvarz, silfurbergi og stundum basalti og gabbró. Verða húsin með þessu móti einkennilega fögur, og má þar koma við mikl- um breýtileik. þessi hús þarf aldrei að mála. Hrafntinnan í leikhúsið verður líklega tekin í Hekluhrauni og munu Landmenn annast það. Svo litið þarf af hverri þessari steinteg- und, að kostnaðurinn er hverfandi lítill. — Um leið og húsameistari skýrði frá þessari nýjung barst talið að öðrum stórfelldum spamaði, sem liann gerir nú tilraunir með. það er að hafa þurkað og pressað torf, gegn- drepa af karbólin í stað korks innan á steinveggi, þessi nýjung á að geta sparað landsmönnum árlega 100—150 þús. kr. í borgun til útlanda fyrir hyggingarefni, sem hægt er að fá í landinu sjálfu. Leiðinlegur misskiluingur hefir komið fram í Mbl. og víðar, að samvinnumenn úti í sveitum væru ánægðir með M. G. og Ól. Th. í landsstjórninni. það er öðru nær. Allsstaðar er óánægja með þessa menn og samstarfið við ihaldið. M. a. kom þetta glöggt fram á flokks- þinginu, þar sem nálega enginn full- trúi vildi mæla bót samstarfi við í- haldið. í flokksfélögum samvinnu- manna hefir nálega alstaöar verið samþykkt að sambýlið við ihaldið væri megnasta neyðarúrræði, og ætti að vara sem allrastyzt. Vísir sagði alveg nýverið, að bændur á Hóraði væru dauðfegnir að tekið væri af þeim þingvaldið! Hvaða Héraðsbúar skrifa Vísi þetta? Tveir útleudlr flokkar. Kommúnistar og svartliðar auglýsa sig nú allmikið. Broslegt er athæfi þeirra. Báðir pródika ofbeldi, upp- reist, rán og gripdeildir, svo að ekki sé fleira nefnt. Auk þess hafa svart- liðar reynt að gylla sig með þvl, að þeir væru þjóðræknir. En þeir eru jafn óþjóðrœknir og kommúnistar. Stefna þeirra er útlend. í flokki þeirra eru margir útlendingar. þeir hafa útlent merki og fána, starfa fyrir útlent fé og eftir útlendum fyrirmælum. Öll starfsemi kommún- ista og svartliða er óþjóðleg, og verður aldrei nógsamlega fordæmd af þeim mönnum, sem vilja að hór sé siðað mannfélag, einstaklingar frjálsir og þjóðin frjáls. Öfugmæli MbL Skipulagslög Framsóknarflokksins, sem samþykkt voru á flokksþing- inu, eru mikill þyrair í augum Mbl. Tíminn getur raunar ekki séð, að Mbl. komi neitt við, hvaða regl- ur Framsóknarmenn setja sér um starfshætti innan flokksins. í öðru lagi .er rétt að benda blaðinu á það, að tilvitnanir þess í skipulags- iögin eru allar rangar, sem sýnilega stafar af því, að heimild sú er blað- ið hefir komizt yfir, vitanlega ó- frjálst, eru alls ekki sklpulagslögin sjálf, en sennilega einhver af til- lögum þeim, sem flokksþingið hafði til meðferðar, en ekki voru sam- þykktar! Er leiðinlegt að þessi mis- grip skyldu henda Mbl.-ritstjórana, úr þvi að þeir gerðust fingralangir á annað borð. Óskiljanleg eru þau öfugmæli Mbl., að samkv. skipulags- lögunum eigi „fáir menn að hafa einræðisvald yfir hugum(I) allra flokksmanna". í skipulagslögunum er þvert á móti gengið út frá því, að þeir „fáu menn“, sem fara með um- boð flokksins, séu skyldir til að taka tillit til vilja meirahluta flokks- mannanna. ' þegar stjórnendur eru skyldir að hlíta vilja almennings, heitir það lýðræði á venjulegu máli. En á Mbl. máli heitir það einræði! En einræðið skapar líka „samstarfs- möguleika“(!) segir Mbl. Hver skil- urT

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.