Tíminn - 20.05.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.05.1933, Blaðsíða 1
/ Kreppan og skattarnir. Alþingi hefir þessa dagana til úrlausnar kreppumál landbúnað- arins. Forystumenn í þeim mál- um eru og eiga að vera Fram- sóknarmenn. Grundvöllurinn, sem forystumenn flokksins hafa á að byggja eru rannsóknir bænda- nefndarinnar, og ályktanir Flokks- þings Framsóknarmanna nú í vor. Tillögur Flokksþingsins hafa að verulegu leyti verið bornar fram í frumvarpsformi. Bændur bíða með eftirvæntingu eftir lausn þessara mála, myndarlegri lausn á grundvelli flokksþingssam- þykktanna. Þegar talað er með almenniun orðum um nauðsyn á kreppuhjálp til bændanna taka ílestir sæmi- lega undii' að undanskildum nokkrum Morgunblaðsriturum, t. d. Garðari Gíslasyni stórkaupm. o. fl., en þegar til íramkvæmdanna kemur kveður nokkuð við annan tón hjá ýmsum. a Kreppumálin hafa ýmsar hliðar, þau eru meðal annars skattamál. Hjálpin til bænda krefur óhjákvæmilega nýj- ar skattaálögur. Kreppuhjálpin kemur aldrei að notum nema fyr- ir hendi verði töluvert af reiðu fé, m. a. til þess að létta vaxta- byrði manna o. fl. Eftir tillögimi þeim, sem fram eru komnar á ríkissjóður að láta líreppulána- sjóði í té það fé, sem Búnaðar- bankinn átti að standa ríkissjóði skil á næstu árin eða samtals um 2 milj. Auk þess er ákveðið gert ráð íyrir því, að ríkissjóður hljóti að leggja fram a. m. k. aðrar 2 miljónir í reiðu fé á næstu 5 árum, ef kreppuhjálpin eigi ekki að verða kák eitt (sbr. frumv. um kreppulánasjóð eins og það fyrst kom fram). Þetta fé verður að takast með sköttum. Það er með öllu óverjandi að skjóta þess- um byrðum á herðar næstu kyn- slóða með lántökum, og þá sér- staklega með tilliti til þess, að í landinu eru æði fjölmennar launa- og gróðamannastéttir, sem emi hafa sama og ekkert, og jafnvel ekkert haft af fjárhagsörðugleik- um að segja. Fjölmargir menn úti um byggðir þessa lands verða nú að spara við sig brýnustu lífs- nauðsynjar, hafa ekki einu sinni efni á því að kaupa sér nauð- synlegustu föt, og safna skuldum samt. Hvert einasta fjárbú í landinu hefir verið rekið með tapi, a. m. k. undanfarin 2 ár, og bændur orðið að skerða eignir sínar eða safna skuldum til þess að greiða útsvör sín og önnur gjöld til opinberra þarfa. Á sama tíma er í landinu fjöldi manna, sem hefir sömu tekjur og í góð- ærunum 1928 og 1929. Hvort er réttara að hækka skatta á þessum mönhum til hjálpar bændum eða taka til þess lán á lán ofan? Ef lán eru tekin nú til kreppu- hjálpar geta bændur átt von á því, að síðar verði þau sömu lán endurgreidd með tollum og skött- um frá þeim sjálfum. Bændurnir eiga kröfu á þær stéttir í land- inu, sem nú eru helzt aflögufær- ar. Sú krafa byggist á því, að við gengishækkun Jóns Þorláks- sonar græddu launamennimir, eignamennimir og kaupsýslu- mennirnir í landinu, en bændur töpuðu og aðrir framleiðendur. Skuldir bænda vom þá hækkaðar um ca. 60%, en afkomumöguleik- ar annara jukust. Bændur hafa einnig greitt sinn skerf af banka- töpum, en við fjársóun bankanna myndaðist aðstaða tii hálauna- töku fyrir margan þann, sem enn situr við iaunakjör íjársóunar- tímabilsins, og mai’gu' urðu á þeim tímum efnaðir, og ýmsir lítt að verðleikum. Af framangreind- um ástæðum eru kröfur bænda um skattaálögur sprottnar. Þær eru kröíur um endurgreiðslu en ekki styrk. Mun það margur mæla, sem kunnugur er högum og líískjörum íslenzkra bænda, að ekki sé kröfum þessum um skuldalúkningu fyr fram vísað en málavextir gera óumílýjanlegt. Kröfur bænda eru sanngjarnar, en ákveðnar í þessum efnum og af þeim getur eigi orðið slegið. Þær komu fram á Flokksþingi Framsóknarmanna, og liggja nú íyrir Alþingi, að tilhlutun for- sætisráðherra. Þessar kröfur koma fram í frumvarpi um við- bótar tekju- og eignarskatt. Tekjuskattsviðbót 40%—100% og eignarskattsviðbót 150 %. Margur spyr. Eru kröfur frum- varpsins ósanngjarnar? Því er hiklaust óhætt að svara neitandi. Því til stuðnings skal nefnt, að ef miðað er við útsvarsgreiðslur undanfarinna ára í Reykjavík, mundi maður með meðalfjöl- skyldu (konu og 3 börn og 5 þús. kr. laun) þurfa að greiða sam- kvæmt írumvarpinu kr. 12,00 eða samtals í skatt til ríkissjóðs kr. 42,00, með 8 þús. kr. laun kr. 58,50 eða samtals 175,50, með 10 þús. kr. laun 127,80 eða sam- tals 340,80, með 15. þús. kr. laun 449,60 eða samtals 1011,60, með 30 þús. kr. laun 2048,00 eða sam- tals 4096,00 með 100 þús. kr. tekjur 11.349,00 eða samtals 22. 698,00. Allir þeir, sem eigi eru blindað- ir af eiginhagsmunum hljóta að viðurkenna að álagningunni er mjög stillt í hóf þegar tekið er tillit til þeirra kjara, sem fjöldi landsfólksins verður að sætta sig við. I Mbl. hafa verið ýmsir út- reikningar um greiðslur manna samkv. frumvarpinu. Eru dæmi blaðsins öll miðuð við eignamenn, sem aðeins hafa vaxtatekjur og hafa því eigi almenna þýðingu. Slíkar tekjur eiga að réttu lagi að skattast þyngst á tímum eins og nú standa yfir. Gerir blaðið sér einkum tíðrætt um það, að maður, sem eigi Vz miljón muni eigi geta lagt neitt fyrir árið 1933 ef frumvarpið um viðbótar- skattinn verði samþykkt og or- sökina telur blaðið útsvarsgreiðsl- urnar. Það er fyllilega óhætt að segja blaðinu það, að frá sjónar- miði þeirra manna, sem ár eftir ár verða að taka af eignum sín- um og jafnvel skerða bústofn sinn fyrst eða auka skuldir, til þess að draga fram lífið og því næst til þess að greiða útsvör, og frá sjónarmiði allra réttsýnna manna, er það enginn glæpur, þótt skjólstæðingur Mbl. „hálf- miljónamæringurinn“, sem að- eins hefir vaxtatekjur, verði að láta sér það nægja árið 1933, að eign hans standi í stað. Á óvenjulega erfiðum tímum verður að grípa til óvenjulegra bráðabirgðaráðstafana. Þegar um það er að ræða, að bjarga öðrum aðalatvinnuvegi lands- manna, atvinnuvegi, sem fram- fleytir beinlínis 40—50 þús- undum af íbúum landsins, þegar um það. er að ræða, að létta ó- bærilega erfiðleika þeirrar stétt- ar, sem hefir með höndum marg- þættustu matvælaframleiðsluna í landinu, duga engar kákráðstaf- anir. Kröfurnar um skattaálagn- inguna eru sanngjarnar, fyllilega tímabærar og eiga- þjóðhagslega fullan rétt á sér. Farið gæti svo að lítið yrði úr eignum manna þegar tímar líða, ef annar aðal- atvinnuvegur landsmanna yrði lagður í rústir ■ og mikill hluti þjóðarinnar flosnaði upp frá at- vinnu sinni. Um kröfur þessar ber því að standa fast saman og fá þeim framgengt. ----o----- Kröpp eru kjör Eftir Sigurð Jónsson bónda á Arnarvatni. ------- Nl. II. þó samtök íáist um íx-amkvæmd þeixxa kieppuráðstafaiia, sem fyrir dyium standa, verður sú lausn ekki nema stundarfi'ó, ef þeir gjörendur sem mestu hafa vaidið um ófarnað hænda, fá að verka áfram öllu at- vinnulifi í landinu til tjóns og böiv- unar. þá agnúa viðskiptalífsins verð- ur að sniða af, sem allir framleið- endur eru búuir að reka sig á svo tilfinnanlega að veldur örkumluin. Ég vii taka eitt slikt atiiði til athug- unar. Allir sem með lánsfé starfa hér landi kreíjast vaxtaiækkunar. Kraían byggist á þeiri'i reynslu, eins og áður er sagt, að atvinnuvegirnir geta ekki s\arað þeim vöxtum af rekstursfé sinu, sem nú eru heimtaðir. Vegna liárra vaxta af bankalánum hafa samvinnufélög og kaupsýslumenn leiðst til að liæna að sér sparií'é al- þýðu með því að greiða jafnvel 6% innlánsvexti. það fé liefir samt orðiö þeim ódýrara starfsfé en bankalánin. r En atvinnulifið rís ekki undir slilc- um vaxtagreiðslum, og allur er þessi vaxtaspenningur runninn frá einm og sömu spillingarrót: óstjórn og töp um bankanna. þessi vaxtaþemba er búin að rugla algjörlega liugmyndir nútímamanna hér á landi um hveit sé eðlilegt lióf í þessum efnum. Fram undir lok síðustu aldar leit almenn- ingur á það sem viðskiptaknifni, jafnvel okur, ef talað var um meira en 4% vexti, af fé sem var í umíerð. Nú er öldin önnur. Svo virðist sem mörgum eignamönnum finnist ráðizt á heilög réttindi, ef ætlazt er til að vextir af innstæðufé þeirra færist niður úr 6%, að ekki sé talað um niðurfærslu frá því sem sparisjóðir hafa almennt greitt. Frumskilyrði fyrir, að hægt sé aö greiða vexti o.f sparifé, er að hægt sé að leggja það í fyrirtæki, sem svara a. m. k. til- svarandi nettóarði. þetta hafa at- vinnuvegir landsins ekki gjört um langt skeið. Grundvöll undir rétt- mæti vaxtatöku, slikrar sem verið hefir, vantaði. Afleiðingin sýnir sig nú. Og þetta ei* skiljanlegt, þegar jafnframt er litið á aðrar breytingar, sem, orðið liafa. Nú hefir hinn lífræni starfskráftur: maðurinn sjálfur og vinnan, íengið viðurkennt hlutfallslega meira gildi en áður, sem sést á hækkuðum vinnu- launum. Skal það ekki lastað. Verð- ur er varkamaðurinn launannn, kunni hann sér hóf. En um leið átti hlutur hins ólífræna starfsafls — pen- inganna — að verða lægri. Vextir þeirra átt.u að lækka; annars mundi atvinnulífinu ofboðið. Hér var farið öfugt að. Vextirnir einnig hækkaðir. Engar likur eru til að þetta breyt- ist aftur í það horf, sem áður var, þannig að vinnan verði látin bera minna úr býtum, svo að kapitalið megi njóta hærri vaxta. Enda er þess Skrifstofa Framsóknarílokksins Samkvæmt lögum um skipulag Framsóknarflokksins, samþykkt- um á Flokksþingi Framsóknarmanna 8. apríl 1933 (14. gr.), hefir mið- stjórnin opna skrifstofu, er annast dagleg störf í þágu flokksins. Skrifstofan er á Laugavegi 10, Reykjavík (í sama húsi og afgreiðsla Tímans). — Sími 2353 — Pósthólf 961. Skrifstofunefnd Framsóknarflokksins, kosin á fundi miðstjórnar 1. þ. m., hefir umsjón með rekstri skrifstofunnar. — Ritari mið- stjórnarinnar, eða maður í hans stað, verður daglega til viðtals á skrifstofunni. *■; Fregnir og tilkynningar, sem undirritaðar eru af formanni og ritai'a miðstjórnar eða sendar frá skrifstoíunni með undirskrift for- manns eða ritara, eru á ábyrgð miðstjómarinnar. Reykjavík, 20. maí 1933. F. h. miðstjórnar Framsóknarflokksins Sigurður Kristinsson Gísli Guðniundsson formaður ritari ekki óskandi. En nú þarf að fara aö ala þjóðina upp við annað sjónarmið um þetta efni. Hlutur kapitalsins á að lækka. Spariíjárvextir hér á landi eru lika mjög háir samanborið við nágrainialöndin. Um langt skeið hefir það verið mjög umþrætt mál, livað réttmætt væri um vaxtatöku af sparifé, og jafnvel verið gjört að stefnumáli að öll vaxtataka eigi að livería — hún sé óleyfiieg. Eins og margt annað i félags- og þjóðliagsmálum, hafa þær umræður lítið náð til okkar íslend- inga. En sé algjört niðurfall vaxta öfgastefna, er hitt víst, að vaxtataka hér á landi er nú á dögum orðin að meiri öfgurn. Hún er komin i þær öfgar, að iánsféð — höfuðstóllinn sjálfur, lieíir löngum reynzt ótryggur fyrir vikið, og enda tapazt með öltu. Fyrsta og sjálfsagðasta skylda þjóð- íélagsins gagnvart sparifé lands- manna er, að tryggja, svo sem unnt er, að það geti ekki tapazt í umferð. Til þess verður að fyrirbyggja, að vextir þess séu hærri en svo, að at- vinnuvegirnir séu færir að starfa með því. Samkvæmt því mættu vext- ir af sparifé nú i þessari kreppu engir vera, og eigendur þess mættu, samanborið við aðra, telja sig vel lialdna, ef þeir ættu höiuðstólinn raunverulega tryggan. Og þegar kreppunni linnir, mega vextir af sparifé ekki vera nema þóknun eða viðurkenning, t. d. 2%; meira hefir ckki að undanförnu mátt leggja á atvinnulífið, og mun ekki heldur verða framvegis. þetta mái á rikisvaldið að taka í sínar hendur, og lögákveða vextina. Er það sannarlega minni skerðing á persónulegum réttindum, en sumt annað, sem ríkisvaldið Ieyfir sér. þjóðin ber ekki þá tiltrú til bank- anna, að þeir hugsi fyrst um al- mennings hag og aðeins jafnframt um sinn eiginn. Vaxtaákvörðunarrétt- inum má ekki sleppa í þeirra hend- ur. þeir hafa ekki unnið til slikt trausts. þeim rétti á ríkisvaldið að halda hjá sér. Nú verður sjálfsagt sagt, að svo geypileg niðurfærsla vaxta muni bæði valda fjárflótta úr landi, og einnig muni þá margir heldur kjósa að geyma féð sjálfir, og hætta því ekki burt frá sér — spariféð muni hverfa úi' umferð. Ég má eigi i þetta sinn vera svo langorður, að ég fái rök- stutt allt það, sem ég varpa fram, eins ítarlega og þó er hægt að gjöra. En það eitt vil ég segja. Hvortveggja þetta má fyrirbyggja. Fjárflóttann með öflugri stjórn og eftirliti er- lendis með allri gjaldeyrisvörusölu landsmanna, og heimafyrir með eftir- liti með yfirfærslum bankanna. Og spariféð má knýja í umferð, með því að láta peningana fymast að öðrum kosti, ef þeir liggja óhreyfðir — og fyrnast hratt. Framh. á 2. síðu 2. dálki. lltan úr heimi. Frá stjórnarháttum þýzkra „þjóðernissinna“. Eftir að lítill minnihluti rúss- nesku þjóðarinnar, kommúnistar, höfðu hrifsað einræði þar í landi 1917, slegið eign sinni á það sem þeir vildu af fé einstakra manna, drepið eða hrakið úr landi stjórn- málaandstæðinga sína, þá sem nokkurs voru megnugir, byrjuðu oíbeldishneigðir flokkar á Ítalíu, Ungverjalandi og Þýzkalandi, að líkja eftir aðförum kommúnista í Rússlandi. Munurinn er í fram- kvæmdinni aðeins sá, að þar sem Bolsevikar þykjast nota ofbeldis- stjórn sína eingöngu til hags- muna fyrir iðjumögnin í landinu, þá hafa hinir vestrænu ofbeldis- flokkar ekki getað leynt því, að þeir eru viljalaus verkfæri auð- mag-nsins í löndunum og að tak- mark þeirra er að hjálpa iðju- lausu eða iðjulitlu fólki til að njóta meginhlutans af ágóða eríiðisvinnunnar í landinu. Það sem er sameiginlegt með rússnesku kommúnistunum og þýzku „þjóðernissiimunum“ er hin takmarkalausa kúgun og rétt- leysi er þeir beita við alla sem ekki fylgja skoðun þeirra. En munurinn er sá, að kommúnistar • segja nokkumveginn rétt frá stefnu sinni, að þeir telji sig vilja gera fátæklingana að yfir- stétt, þá sigla þjóðernissinnar undir fölsku flaggi. Þjónustu sína við auðmenn landsins dylja þeir undir háværum yfirlýsingum um, að þeir elski land og þjóð yfir alla hluti fram, og hafa guðs nafn sífellt á vörunum í sambandi við ofbeldisverk sín. Auðmennimir þýzku hafa lagt fram stórfé til blaða og kosninga til að brjóta niður lýðfrelsið í landinu, og þingstjómina. Einn fnikill styrktarmaður þeirra, fyr- verandi yfirmaður hjá Krupp, hefir haft undir sinni stjóm 1600 blöð, og lagt fram í pólitísku augnamiði 15—20 miljónir marka árlega til að koma á því ástandi sem nú er. Blöð þjóðemissinna prédilca annarsvegar ofbeldi og grimmd, en hinsvegar báru ræðu- menn þeirra guðsnafn sífellt á vörunum. Ræður leiðtoganna voru efnislansar æsingar og vígorð. Þeir lofuðu öllu því, sem þeir hugðu vinsælt. Atvinnulausum mönnum var heitið vianu. Nú eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.