Tíminn - 27.05.1933, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1933, Blaðsíða 3
TÍMINN 8ð Stálljáirnir (norsku) frá Brusletto eru komnir. Þrjár lengdir. — Lækkað verð. Samband isl. samvínnufélaga. ■ Húsg'ag'navinnustofa ■ Áma J. Ámasonar, Skólastræti 1B Reykjavík, sími 4423, smíðar alls- konar húsgögn, svo sem í borðstofu- og svefnherbergi, úr furu, birki, mahogni og satini. — Skrifstofuhúsgögn af öllum gerðum. Aöeins unnið úr vel þurru efni. Áherzla lögð á fyrsta flokks vinnu. Vörur sendar út um allt land. Fréttir Skýrsla um starfsemi Landsbank- ans árið 1932 er nýkomin út. Skuld bankans við erlenda banka hefir á árinu lækkað úr 6,3 milj. kr. niður i 3,7 milj. eða um 2,6 milj. á árinu. Meðal seðlaumferð ársins er 3% minni en árið 1931. Innlendir víxlar hafa lækkað um 4,2 milj. Innstæðufé í hlaupareikningi hefir hækkað um 0,4 milj. og innstæðufó í sparisjóði og gegn viðtökuskírteinum um 1,9 milj. Úr 10. flokki veðdeildarinnar hafa á árinu verið veitt lán að upphæð kr. 1308800,00 (115 lán). — AUs hafa nú verið veitt úr veðdeildinni frá því að hún tók til starfa 20. júlí 1900 og til síðustu ársloka 6711 lán, að upphæð samtals kr. 32 miljónir 956 þús. og 600. Útistandandi veð- deildarlán voru víð siðustu áramót 3872 og eftirstöðvar þeirra samtals kr. 22.696.555,74. Flest eru lánin í 1. ilokki (árin 1900—1906) 1427 að upp- hæð samtals kr. 2.652.800,00. Hæst er upphæðin i 4. flokki (árin 1014— 1926) kr. 4.995.500. — Frá 1. okt. 1926 til 7. okt. 1927 eru lánaðar út 6 mil- jónir (5. og 6. flokkur) og veitt alls 788 lán. — Margskonar íróðleik ann- an um þjóðarhagi er að finna í þess- ari skýrslu Landsbankans. Samninyurinn um viðskipti milli Breta og íslendinga er í aðalatriðum þessi: Flytja má til Bretlands og seija þar sem nemur meðaltali inn- ílutnings áranna 1929—31, að frá- dregnu 10%. Verðtollurinn á fiski 10% helzt, en frekari tollar verða eigi lagðir á. Um kjötinnflutninginn loíar brezka stjórnin, að íslendingar skuli eigi sæta verri kjörum en nein önnui- þjóð. En frekari ákvörðun um hann vilja Bretar ekki taka fyr en síðar i sumar, að ákveðið hefir ver- ið um kjötflutning frá nýlendum til Bretlands. — Verðtollur á nokkrum brezkum vörum skal lækkaður hér úr 15% niður í 10% og um nokkrar aðrar vörutegundir ákveðið, að tollur á þeim megi ekki hækka. — 77% af kolum, sem notuð eru hér á landi, verður að kaupa frá Bretlandi. — Samningurinn gildir fyrst um sinn til þriggja ára. Deiluatriði út af samningnum skal útkljá * fyrir al- þjóóðadómstóli, ef annarhvor aðili óskar. Alþingi hefir nú samþykkt ábyrgð fyrir Seyðisfjörð til að koma upp síldarbræðslu. Til mála gat komið að bræðslan yrði á Norðfirði, en hitt verður þó úr. Tilgangurinn er að iryggja með þessu sildveiði við Austurland, og eiga bátar frá öllum fjörðunum vitanlega að eiga jafnan aðgang að þessu fyrirtæki. Um 1560 biireiðar voru samtals í landinu í júlí 1932. Hjónaefni. 17. þ. m. opinberuðu trúlofun sina ungfrú Elín Jónas- dóttir frá Eyvindarholti undir Eyja- fjöllum, Freyjugötu 46 og Sigurberg- ur Frímannsson, Fíflholtum i Hraun- hreppi, Mýrasýslu. Kristinn Stefánsson skólastjóri í Reykholti ætlar i sumar að dvelja viðsvegar á Norðurlöndum við að kynna sér skólamál. Fjársöfnun meðal Austflrðinga og vina Austurlands, til að hjálpa til að koma á sem fyrst akfærum vegi frá Grímsstöðum á Fjöllum um Möðru- dal og Jökuldal, gengur mjög vel. Má telja fullvíst, að því verki verði lokið eftir tvö sumur. Röskir sjómenn. Fyrra sunnudag lögðu 2 menn af stað á trillubát frá Vestm.eyjum og var förinni heitið norður að ' Langanesi. Komu þeir þangað á miðvikudag og hafði geng- ið ferðin vel. Má telja för þessa hina rösklegustu. Formaðurinn heitir Mar- ino Ólason (ekki Maríus eins og stóð í Mbl.). Hann á heima á J>órs- höfn, en var með bát sinn í Eyjum í vetur, og aflaði sá bátur mest allra trillubáta á vertíðinni. Prestskosning fór fram i Húsavik 7. þ. m. Kjörfundur var fásóttur og því eigi lögmætur. Sr. Friðrik A. Friðriksson prestur í Vesturheimi iilaut 200 atkvæði, en sr. Lárus Arn- órsson i Miklabæ 46 atkv. Fleiri sóttu ekki um brauðið. porkell Teitsson, hinn ötuli fjall- vegafari kom í dag ásamt konu sinni Júlíönu o. fl. á bíl sinum frá Borgarnesi. Kveður hann veginn orðinn ágætan til Borgarfjarðar og alla leið vestur í Saurbæ í Dölum og til Stykkishólms, en ófæran á Holta- vörðuheiði ennþá vegna 3ja skafla og einstaka smá-aurkafla. En Holta- vörðuheiðin muni verða góð íyrir biia eftir mánaðamótin. Rgils saga Skallagrimssonar, i út- gáfu Fornritafélagsins, kom út á mánudaginn var. Er þetta fyrsta bindið, sem út kemur af þessari út- gáfu, en Alþingi hefir ,eins og kunn- ugt er, veitt til hennar styrk á fjár- lögum. Sigurður Nordal hefir séð um útgáfu þessa bindis og ritað inn- gang um 100 bls. að lengd. Neðan- máls eru orða- og efnisskýringar margskonar. Sömuleiðis eru myndir og kort af sögustöðum og héröðum. Siíka útgáfu sem þessa hafa íslend- ingar aldrei eignast af fornritunum, og mun hún verða kærkomin öllum lesíúsum mönnum. H. í. Kyeldúlfur hefir lagt íram verulegan hluta aí útgáíukostnaði Egils sögu, sem gjöf. Er það gott verk, en hitt miður við- kumianlegt, að láta nafn hlutafélags- ins standa á titilblaðinul Sr. Jónas Á. Sigurðsson forseti þjóðræknfsfélags Vestur-íslendinga er látinn. Hann var um sjötugsaldur. Var einn af þeim, sem hingað komu á Alþingishátiðina 1930. Símon bóndi í Vatnskoti í þing- vaiiasveit íami í vetur upp einfalda aðferð til að hlaða rafgeyma með ódýrri vindmyllu og gaíst aðferð hans vel fyrir útvarpsnotendur í sveitinni. Hann hefir nú í vor byrj- að að flytja silung lifandi til Rvíkur, 60 iun. leið. Lætur Símon bílvélina stöðugt dæla lofti inn i vatnsgeym- inu til silunganna meðím hann er a leiðinni og fær allt að því helm- ingi liærra verð fyrir silunginn held- ur en ella myndi. Kjarval málar ValhölL Kjarval er einn af þeim íslenzku listamönn- um, sem málað hafa mörg og fögur málverk á þingvöllum. Nýlega hefir. liann málað mynd af Valhöll, Al- mannagjá og Súlum i baksýn og er sú mynd i veitingasalnum á þing- vöiium. Er málverk þetta án efa eitt hið glæsiiegasta listaverk sem gert hefir verið hér á landi, og ættu all- ir þeir, sem til þingvalla koma, að lita um leið inn í Valhöll til að sannfærast um það hvað íslenzku listamennirnir eru að gera fyrir land sitt. Tveir af merkustu rithöfundum landsins, Halldór Kiljan Laxness og Kristmann Guðmundsson, dvelja nú á Laugarvatni og vinna að því að rita þar næstu skáldverk sín. — Kristmann er nýkominn heim frá Noregi eftir margra ára útivist. Héð- an fór liann umkomulaus ungling- ur, en er nú frægur um öll Norður- lönd og víðar fyrir rit sin, sem skrif uð eru á norska tungu, en um ís- lenzk efni. Cfistihús á Hreðavatni. Svo sem kunnugt er þykir jörðin Hreðavatn i Norðurárdal einn f.egursti staður á landinu. Bærinn liggur i skjóli fyrir norðanátt. Fyrir neðan túnið er stöðuvatn, og ásarnir í kring klædd- ir skógi. Veiði er i þrem vötnum í landareigninni og mikil stangaveiði i Norðurá. Hreðavatn er að verða einn af vinsælustu sumargististööum sunnanlands. Eru þar húsakynni góð' og aðbúð hin bezta. En nú í sumar ætla þeir feðgar þar og Vigfús Guðmundsson i Borgamesi að byggja nýjan veitingaskála við. þjóðveginn hjá Hreðavatni, vegna langferða- manna. Má búast við að þá vaxi enn til muna gestakoma á staðinn. Nazistar og bömln. Síðan Gísli Sigurbjörnsson byrjaði að prédika of- beldiskenningar þýzku nazistanna hér á landi, hefir framkoma bama í Reykjavík stórum spillst. Hafa börn- in tekið upp hið hroðalega orðbragð og ruddaskap, sem leiðtogamir hafa i daglegri orðræðu. Stendur for- eldrum og kennurum stuggur af þessari siðspillingu. Starfar nefnd frá lcennurum bæjarins að því að verja börnin fyrir kommúnistum og nazistum. Bruggari var tekinn í Vestmanna- eyjum nú nýlega, Hallgrimur nokk- ur frá Felli í Mýrdal, og sat hann i gæzluvarðhaldi. FyrVerandi skrif- stofumaður hjá Linnet, og forkólfur nazistanna í Eyjum, safnaði liði, braut upp fangelsið og sleppti brugg- aranum út. Hvað gerir dómsmála- ráðuneytið nú? Lætur það slíka framkomu viðgangast án hegningar. Norsku ungmennafólögiu hafa nú sent um 800 trjáplöntur að Reykholti, til að prýða kring um væntanlegan minnisvarða Snorra Sturlusonar. Friðrik þorvaldsson, formaður ung- mennasambands Borgarfjarðar beitir sér fyrir því að ungmennafélagar ígímtmi Tíminn kostar 10 kr. árgangurinn- Gjalddagi 1. júní. Afgreiðsla og inu- heimta á Laugavegi 10, Reykjavík. Sími 2363. g:óðursetji þessar plöntur og haldi síðan verndarhendi yfir trjárœktinni i Reykholti. íslenzkt einangrunareíni til húsa- gerðar. Fyrir skömmu var þess getið í þessu blaði i sambandi við hið nýja þjóðleikhús, að húsameistari rikisins, Guðjón Samúelsson, væri að gera tilraumr með þurkað og press- að torf gegnvættu af karbólin, í stað korks innan á steinsteypuveggi og mundi það valda stórfelldum sparnaði. Nú hefir blaðinu borizt vitneskja uip það, að byggingameist- ari Jóhann Fr. Kristjánsson hefir áð- ur gert tilraunir með torf og notað til liúsagerðar. T. d. sýndi hann á iðnsýningunni, sem hér var haldin í fyi'iasumar, m. a. níu sýnishorn aí torfi, sem með var farið sitt með liverju móti, mismunandi press- að og sumt tjöruborið. Reiknaðist Jóhanni, að væri sú aðferð tekin al- ínennt upp hér á landi, að nota torf til einangrunar i stað koi'ks og alls- konar þiljuefnis, hefði landinu spai'- ast i erlendum gjaldeyri árið 1929 500 þús. kr. — Búnaðarþingið veitti Jóhanni á þessu ári 300 kr. til áfram- haldandi tilrauna. Á iðnsýningimni i fyrrasumar sýni Jóhann ennfremur steypusteina- mót, sem. hann fann upp árið 1923 og notað hefir verið við skólana á Laugum og Laugarvatni. Má i þeim steypa marga steina i senn, ýmist þykka eða þunna, hola eða einfalda. Sjálfsagt er mikill sparnaður að því að steypa steina, sé það verk unnið á hentugum tíma og steypumót eru að öllu leyti spöruð. Telst Jóhanni svo til, að gengið hafi i súginn af mótatimbri, miðað við innflutning 1929, hálf milj. — Jóhann fór þess á leit við Búnaðarþingið í vetur, að það gengist fyrir námskéiðum í steinagerð og steinahleðslu. Búnaðai'- þingið vísaði málinu til Búnaðai- bankans, þar eð hann hefði betri að- stöðu til að halda slík námskeið. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Guðnln Jónsdóttir frá Fagurey á Breiðafirði og Gísli Loftsson frá Steinsholti í Eystri- Hrepp. íbúum sveitanna í Bandaríkjunum hefir fjölgað um 2 miljónir siðan 1930. — Siðan 1910 hafa íbúar sveit- anna þar í Iandi aldrei verið eins margir og nú. Fólksstraumurinn er að snúast við. Rússar kváðu vera að selja Japön- um hluta sinn i Mansjúríubrautinni, en Kinverjar mótmæla og þykjast eiga forkaupsrétt. Gyðingaofsóknimar. því er haldið fram af ýmsum að meðferð Gyðinga í þýzkalandi komi í bága við ákvæði þjóðabandalagsins um minnihluta- þjóðerni og rétt þeirra, og beri þjóða- bandalaginu að taka mál þetta til atr hugunar. Hugenberg. Hann er foringi í flokki þýzkra þjóðernissinna (ekki Nazista), en sá flþkkur gerði bandalag við Nazista um stjórnarmyndun og Hugenberg er sjálfur atvinnu- og verzlunarmálaráðherra. Hann hefir því mikið vald innan ráðuneytisins, en ýmsir hafa spáð, að til sundur- þykkju myndi draga með honum og Nazistum, er til lengdar léti. Hugen- ! berg er stórauðugur og talinn einn slyngasti fjánnálamaður þýzkalands. Fylgismenn hans segja, að hann viti alla atburði löngu fyrirfram. En ætíð hefir hann sem stjórnmálamaður ver- ið i stjórnarandstöðu þangað til nú. Fyrir stríð var hann andstæðingur Vilhjálms keisara en síðan lýðveldis- stjórnanna. Skömmu fyrir strið varð hann forstjóri hinna miklu þýzku Kruppsverksmiðja, sem smíðuðu hin- ar ægilegu fallbyssur þjóðverja, sem mest orð fór af. Siðan varð hann formaður í félagsskap þýzkra námu- eigenda og hefir verið til þessa, en þau samtök eru geisivoldug og ráða yfir feikna auðmagni. Hugenberg er nðalmaður í hinu mikla þýzka kvik- myndafélagi „Ufa“, og 1600 blöð hefir liann í sinni þjónustu víðsvegar um landið. En almenningshylli hefir hann aldrei notið. Aðalsmennirnir, sem ráða yfir hinum stóru jarðeign- um i Prússlandi, telja hann hins- vegar sína aðal stoð og styttu, þótt eigi sé hann sjálfur aðalsmaður. Útvarpið. Fá menningartæki hafa náð jafnfljótri útbreiðslu sem út- varpið, og liggja til þess margar ástæður. þrátt fyrir kreppu og fjár- liagsvandræði nú seinustu árin fer notkun þess vaxandi hlutfallslega, lx)rið saman við árin þar á undan. Frá því á miðju ári 1931 fram á mitt árið 1932, hefir tala útvarpsnotenda i 26 Evrópulöndum, sem skýrslur eru frá, aukizt uiu 2,5 milj. eða 16%. Mest var aukningin í Sviss, um 64% og þarnæst i Englandi um 26%. í Damnörku, Póllandi og Ungverja- iandi var aukningin minni en næsta ár á undan og er landbúnaðarkrepp- unni kennt um. Alls voru talin á miðju árinu 1932 38,5 milj. útvarps- tækja í notkun. Ef gert er ráð fyrir 4 hlustendum á hvert .tæki, verða alls 150 milj. útvarpshlustenda í heiminum, eða 14% af ibúum jarðar- innar. Danmörk hefir flesta útvarps- notendur eða 146 af hverju 1000. Næst koma Bandarikin með 131 og Stóra-Bretiand með 104 Nazistar í Austurriki. í sambandi við hátíðahöld, sem fóru fram fyrir skemmstu í Austurríki, reyndu naz- istar að koma á óeirðum, en tilraun- ir þeirra mistókust. Eftir því, sem seinast hefir fréttst, hefir á þriðja þúsund þeirra verið handteknir þ. á m. 100 þjóðverjar, sem mun eiga að vísa úr landi. Skýra austurrísk blöð frá þvi, að valdhafamir þar hafi í hyggju að gera útlæga alla þá, sem eru í árásarliði nazista og banna merki þeirra. Norræn samvinna. 1918 stofnuðu samvinnuheildsölumar á Norðurlönd- um með sérsamband, Nordisk An- delsforbund, sem annast skyldi inn- kaup á vörum handa þeim, eftir þvi, sem við yrði komið. Eru heildsölurn- ar fimm í sambandinu: 1 frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð og 2 frá Finn- landi. Aðsetur sitt hefir það í Kaup- mannahöfn. Aðallega hefir það enn sem komið er, fengizt við innkaup á nýlenduvörum, og sparað heildsöl- unum við það drjúgan skilding, því milliliðirnir við verzlun þeirra vara eru óvenju margir. — Nýlega hefir N. A. haldið aðalfund sinn á þessu ári. Umsetning þess á síðastliðnu ári var 29,2 milj. kr. og er það 1,2 milj. kr. meira en árið þar á undan. Mestu viðskiptin við það hefir sænska heild- salan. N. A. er einn fyrsti vísirinn til alþjóðalegra verzlunarsamtaka samvinnumanna og spáir það sem af er góðu um framtíðina. ---O---- Vidvörun. Ég hefi orðið þess var, síðastliðna tvo daga, sem ég hefi verið hér í Reykjavík, að börn og hálfþroskaðir unglingar taka talsverðan þátt i tjtjórnmáladeilum — einkum þó deil- um milli kommúnista og nazista. Ég hefi líka orðið var við sögur ■um það, að menn sem framarlega standa í þessum flokkum, lokki börnin með sælgætisgjöfum, til fylg- is við sig og sitt málefni. Ég veit ekki hvort þessar söguv eru sannar, eða hversu mikil brögð eru að þessu, — en deilur barnanna liefi ég heyrt og séð. — En ef svo er, — ef einhver fótur er fyrir þess- um umgetnu sögum, þá lýsir slíkt atliæfi vítaverðu ábyrgðarleysi. Hversu hjartanlega, sem menn eru sannfærðir um ágæti þeirrar stjóm- málastefnu, sem þeim er hugþekk- ust, hver sem hún er, og hversu miklu sem þeir vilja fóma fyrir hana, þá ættu allir góðir og gætnir menn að forðast eins og heitan eld- inn, að draga böm og unglinga inn Kennarastaða við barnaskólann á Akranesi er laus 1. okt. Umsóknarfrestur til 15. Ágúst. Viðkomandi þarf að geta kennt söng og leikfimi. Skólanefndin. Ko laverzlnn SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Siinn.: Kol. Reyktavik. Sinl 16M. Reykjavik. Simi 1249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. Askurður (á brauð) Avalt fyrir- liggjandi: Snlami-pylsur. Ilangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — Do. — Sauða-IInngibjúgu, gild Do. mjó, Soðnar Svina-rnllupylsur, Do. Kál f a-rul lupy lsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Moi'tadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Ilamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. l.ifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar eru ailar búnar til á cigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anlmrð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. á þá braut, að deila um stjórnmál. það er sannarlega nóg af deilum meþal fullorðnu mannanna, þó blessuð börnin séu hlmtlaus. þó ég hafi enga löngun til að blanda mér inn í bæjarmál Reyk- víkinga, vil ég samt beina þeim til- mælum til allra þeirra manna í bænum, sem umgangast börn og unglinga, að reyna af fremsta megni að konm í veg fyrir þá spillingu, sem hér hefir verið drepið á. 8. maí 1933. Sigurjén Kristjánsson frá Krumshólum. -----o----- Nazistamir íslenzku, Gísli frímerkjasali, son- ur Sigurbjörns Gislasonar og Guð- rúnar alþingiskonu og Gísli Bjarna- son frá Steinnesi hafa nú veriÖ á ferð fyrir norðan og vestan, til að reyna að framkvæma heimatrúboð fyrir íhaldið. Er margt spaugilegt um ferð þeirra. Frá Akureyri höfðu þeir sent langt skeyti með botnlaus- um óhróðri um norðlenzku kaupfé- lögin, til Mbl. Var þar ennfremur með miklu yfirlætisleysi(!) skipun til þingmanna íhaldsins um að afgreiða ekki sum þingmál fyr en þeir kæmu í bæinn! Ekki óeðlilegt áframhald af kröfunni um að Jón Ámason og Svafar Guðmundsson væru reknir úr stjórn bankanna, af því þeir væru samvinnumenn. Mbl. og Vísir neit- uðu að birta skeytið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.