Tíminn - 03.06.1933, Qupperneq 2
92
TlMINN
leggja" letingja og eyöslukindur
kauptúnanna sem líívörð um brask-
aravaldið í iandinu íinna, að j>eir
>uría að geta sigrað og eyðilagt
samvinnuíélögin og skipuiag Fram-
sóknaiílokksins, eí þeir eiga að geta
náð arðinum aí vinnu þjóðarinnar í
sínar hendur. En meiri menn en
frímerkjasalinn og Gísli frá Steinnesi
hafa orðið að snúa með litinn orð-
stýr heim til herbúða eftir árangurs-
iausa sókn gegn samvinnunni á ís-
iandil
Enn um samkeppni.
í smágrein í Tímanum 6. mai þ.
á. vakti ég athygli á einu máli, sem
yfirstandandi Alþingi hefir til með-
ferðar. Nefnist það: „Frumvarp til
laga til vamar óréttmœtum verzl-
unarháttum" og er flutt eftir beiðni
Verzlunarráðs íslands. Tók ég, tii
athugunar 14. grein frumvarpsins,
sem ég tel mjög varhugaverða. í
tilefni af þessu flytur Morgunblað-
ið reiðilestur síðastl. sunnudag.
Hefdur blaðið því fram, að ég tali
með „kaldri óskammfeilni gegn betri
vitund", og fleira er þar af svipuðu
góðgœti, eins og menn eiga að
venjast hjá því blaði, einkum í
helgidagaútgáfum þess.
þó að ég geri ráð fyrir, að flest-
ir hafi skilið grein mína rétt, aðrir
en ritstjórar Mbl., vil óg enn fara
nokkrum orðum um málið. í hxnni
umrœddu frumvarpsgrein segir svo:
„Nú hefir framleiðandi eða helld-
sali sett á vörutegund, eða upp-
runalegar umbúðir hennar, ákveðið
smásöiuverð, og er þá — svo fremi
tilgreint verð ekki veitir útsölu-
manni ágóða, er fer fram úr 25%
af innkaupsverði — bannað að selja
vöruna eða bjóða fram í smásölu við
lægra verði, o. s. frv.“
það er augljóst, að ef þetta verð-
ur að lögum, þá geta framleiðendur
og heildsalar ákveðið smásöluverð á
þeim vörum, er þeir selja, sem veiti
smásöluverzlunum 25% ágóða, og
getur þá enginn kaupmaður selt
þær vttrur fyrlr lægra verS, þó aB
hann vildi gera sig ánægðan með
tninni álagningu. Ég tel slíkt laga-
ákvæði alveg óhæft, og því ritaði ég
greinina í Tímann 6. maí, tll þess
að vara við þessu atriði frumvarps-
ins.
Mbl. telur, að umrædd frumvarps
grein miði að því, „að vemda neyt-
endur gegn óhóflegri álagningu".
þetta er rangt hjá blaðinu. Álagning
sem veitir smásala 25% ágóða, getur
í mörgum tilfellum talizt óhófleg, en
auk' þess má benda á, að í frum-
varpsgreininni er hvergi bannað að
selja vörur við hærra verði heldur
en framleiðendur eða heildsalar á-
kveða, þar er aðeins bannað að
selja við lægra verði. Hór er því um
að ræða heimild til að ákveða lág-
marksverð á vttrum en ekkl há-
marksverð.
þó að hér hafi aðeins verið rœtt
um 14. greinina, þá er ýmislegt fleira
í frumvarpinu, sem kemur ein-
kennilega fyrir sjónir. Svo er t. d.
um heiti þess. Samkvæmt þingskj.
nr. 463, er það „Frumvarp til laga
til vamar óréttmætum verzlunar-
háttum". Af þessari fyrirsögn er ekki \
hægt að draga aðra ályktun en þá,
að tilgangur frumvarpsins sé að
vernda óréttmæta verzlunarhætti. En
af yngri þingskjölum sézt, að Al-
þingi hefir gert Verzlunarráðinu
þann grikk, að breyta nafni frum-
varpsins, svo að nú heitir þaðr
„Frumvarp til laga um vamir gegn
óréttmætum verzlunarháttum". þessi
nýja fyrirsögn gefur allt annað til
kynna um tilgang frumvarpsins en
hin upphaflega.
Eins og ég gat um í fyrri grei i
minni, em kaupsýslumennimir í
Reykjavfk og aðrir Sjálfstæðismenn
sifellt að lofa frjálsu samkeppnina.
En nú hafa þessir sömu menn sam-
ið frumvarp, sem, ef það verður
einhverntíma að lögum, er stórt spor
í þá átt, að útiloka samkeppni
verzlana um vttruveið. Af þessu
hljóta menn að draga þá ályktun,
að skraf Sjálfstæðismanna um að
þeir séu fylgjandi frjálsri samkeppni
í verzlun og viðskiptum,. sé að
miklu leyti blekking.
Af ritsmíð Mbl. verður það helzt
ráðið, að ritstjórana skorti tilfinnan-
lega skilning á þessu frumvarpi, sem
flokksbræður þeirra hafa samið og
borið fram á Alþingi.
30. maí 1933.
Skúli Guðmuudssou.
Útreikningar J. Þ. og skattafrumvarpið
Eidamót
■
xhaldsmenn hafa gert sér mjög far um að sýna með útreikning-
um, að ef frumvarpið, sem fyrir liggur um viðbótar tekju- og eigna-
skatt yrði samþykkt, þá yrði skattgreiðslur manna þannig, að oft næmu
þær öllum tekjum manna og stundum meiru en því. Nú síðast hefir
Jón Þorláksson komið fram með nokkur línurit á Alþingi, sem eiga að
sýna þetta.
Allir þessir útreikningar eru villandi og til þess fram komnir að
flækja rnálið. Þeir eru allir byggðir á röngum forsendum og hafa því
ekkert gildi. Ástæðan til þessa er sú, að í öllum dæmunum er miðað við
tekjur manna eftir skattaframtölum, þ. e. eftir að skattur og útsvar
ársins á undan hefur verið dregið frá, og eru því í öllum dæmunum
tveggja ára skattar og útsvör dregin frá eins árs tekjum. Þegar reikna
á hve miklum tekjum menn hafa úr að spila eftir skattaálagningu, þá
verður að draga skattana frá þeim tekjum, sem þeir eru miðaðir við,
og þá auðvitað ekki aftur þegar þeir eru greiddir. Þess vegna verða
dæmin að leggjast þannig niður að draga álagða skatta frá tekjum
ársins eins og þær eru áður enn skattar ársins á undan eru
dregnir frá.
Þetta verður best skýrt meö dæmi af manni með fastar tekjur, og
skal hér framanritað sannað með einu slíku,:
Tekjur án skatt- Nettó-tekjur að frádr. Skattar lagðir á
frádrags greiddum sköttum framangr. tekj.1
1. ár 25 þús. 20 þÚ8. 4 þús.
2. — 25 — 21 — 4,2 -
3. — 25 — 20,8 — 4,15 —
4. — 25 — 20,85 — 4,15 —
100 þús. samt. tekj. Samt. sk. 1 4 ár 16,500 þús.
Jón Þorláksson mundi 4. árið reikna þannig, að maðurinn hefði
16.700 kr. af tekjurn sínum það ár (20.850 -1- 4150) afgangs skött-
•um, en það er rangt. Hann hefir úr að spila 20.850 kr. af tekjum
þesaa árs. Sanna má ennfremur að reikningsaðferð J. Þ. er röng með
því að gera sér ljóst, að samkv. hans reikningsaðferð ætti þessi mað-
ur að hafa sem hér segir afgangs sköttum:
1. ár 16.000 (20,000 -í- 4,000)
2. — 16.800 (21.000 — 4.200)
3. — 16.650 (20.800 4.150)
4. — 16.700 (20.850 -f- 4.150)
eða samtals 66.150.
Raunverulega hefði maðurinn hinsvegar afgangs sköttum svo sem
að ofan er sýnt 100 þús. kr. 16.500 i skatta eða á kr. 88.500 í
stað kr. 66.150. Mismunurinn kemur fram vegna þess að skattarnir
eru tvitaldir til frádráttar eftir aðferð Jóns Þorlákssonar og annara
íhaldsmanna, og eru því allir þeirra útreikningar út í hött.
J. Þ. mundi samkv. sinni aðferð telja þennan mann hafa greitt í
skatta 38.850 kr. af 82.650 kr. tekjum (þ.e. af samanl. tekjum hans
að frádregnum sköttum,) eða um 40,9°/0 af tekjum, en raunverulega
hefir hann greitt 16.500 kr. af 100 þús. kr. tekjum eða 16,6°/0.
Þá 8kal sýnt hér hváð skatt- og útsvarsgreiðslur nokkurra manna
hér í Reykjavík mundu nema ef frumvaipið yrði samþykkt, og er þá
miðað við það sem rauuverulega er, en nöfn auðvitað ekki nefnd.
Dæmi þessi eru hiu sömu og Ásg. Ásgeirsson ráðherra kom fram með
í efri-deild Alþingis undir umræðum þar, og eru þau frá skattstjóran-
um ÍRvik.Dæmin eru þannig valin að þau gefa alhliða yfirlit um það
hvernig skattgreiðslur verða samkv. frumvarpinu hjá stóreigna- og
hátekjumönnum.
Tekjur8) Eign Skattur alls Útsvar Samtal8 °/0 af tekjum
9.720 171.700 1321.10 3.030 4351.10 44.8
3.659 69.100 297.20 685 982.20 26.8
19.272 259.700 3124.20 6.155 9279.20 48.2
27.340 344.300 5079.00 9.545 14624.00 53 5
82.192 543.500 20012.00 29.900 49912.00 61.5
27.129 60.600 3934.60 3.765 7699.60 28.4
27.656 8.400 2818.80 3.050 5868.80 . 21.2
Mun fara um blekkingartilraunir J. Þ. í þessu efni álíka og kosn-
ingabombu hans 1930 um fjárhag ríkisins, sem var hrundið svo gjörsam-
lega að enginn flokksmanna hans bar við að taka upp málstað hans.
*) Tölurnar áætlaðar. Dæmið aðeins til þess að skýra hvernig
reikna ber.
2) Tekjur áður en skattur og útsvar greitt á árinu, sem við er
miðað,, er dregið frá.
Til kaupenda Tímans
Gjalddagi þessa árgangs blaðsins
er nú kominn. því er ekki að leyna,
að mikill misbrestur er á skilsemi
manna í garð blaðsins. Er það nokk-
ur vorkunn mörgum nú í kreppunni
og vandræðunum, en allvíða er
skeytingarleysi um að kenna. Sönn-
un þess er, að t. d. í einstaka fátæk-
um sveitum, er hver maður skuld-
laus við blaðið, þó að það sé lesið
á öllum heimilum þar.
Afkoma manna og skuldir líka á-
þekkar, þótt þeir greiði tæpa 20
aura á viku lyrir blað, sem berst
fyrir alhliða umbótum fyrir þeirra
hönd á þjóðmúlasviðinu.
Að Tímanum standa engir auð-
bringar útlendir eða innlendir. Hann
lifir á greiðslu skilvísra lesenda
sinna. Og munið það, hinir mörgu
lesendur lians, að ef þið borgið
blaðið skilvíslega, fáið þið fjölbreytt-
ura og betra blaö. «
Sendið einhverja greiðslu sem
allra íyrst, þó að þið getið ekki
borgað alla slculd ykkar í einu.
------------------o-----
Samningsmann úr brezku samn-
ingunum eru nú nýkomnir heim,
þeir Jón Árnason, Magnús Sigurðs-
son og Stefán þorvarðsson.
íbaldið og bændur.
Ihaldið á einn bónda á þingi, inn-
an um stórkaupmennina og aðra
þjóna þeirrar stéttar. það er Otte-
sen. Ilann hefir sýnt flokki sínum
mikið langlundargeð. Hann heíir
fyrirgefið meðhald flokksins með
drykkjuskap, iðjuleysi, hóflausri
oyðslu og tildri, krossasýki flokks-
bræðra sinna. I stuttu máli: Hann
hefir reynt að loka augunum fyrir
að samherjar háns brytu öðrum frem-
ur allar þær reglur, sem hann taldi
mikils virði að halda. En nú er þol
inmæði Péturs komin út á yztu tak-
mörk. Sem bóndi vill hann hlynna
að innlendri framleiðslu, að notað
sé innlent fóður fremur en erlent
kraftfóður, að kartöflur séu fremur
ræktaðar hér á landi handa íslend-
ingum, heldur en lcaupa þessa vöru
fyrir 300 þús. kr. frá öðrum þjóðum.
En flokksbræður hans í Ed., brodd-
borgararnir þar hugsa ekki um bænd-
urna. þeir hafa alveg sérstaklega
skapraunað sínum eigin bónda, með
því að halda verndarhendi yfir er-
lendu fóðri. Skyldu íhaldsbændur út
um Jand sjá hve grunn er ást íhalds-
íns á framförum sveitanna?
Fiskimatsmenn af öllu landinu eru
nú á sameiginlegum íundi hér í
bænum með Helga Briem fiskifull-
trúa á Spáni og Kristjéni Bergssyni
íormanni Fiskifélags íslands.
Arið 1921 stofnuðu kennarar og
nemendur aiþýðuskólans á Eiðum
með sér félagsskap, sem þeir nefndu
Eiðasamband. Hefir samband þetta
á hverju ári síðan haft mót á Eið-
um i byrjun júlimánaðar. Á mót-
um þessum bafa vinir og bekkjar-
systkin hittzt, riíjað upp gamlar end-
urmiuningar, rætt ýmiskonar mál, er
orðið gátu skólanum til heilla og
hrundið sumum þeirra í fram-
kvæmd.
Mótin hafa verið misjafnlega vei
sótt, enda hafa ill veður stundum
orðið tii hindrunar. En í sumar
mætti Eiðamótið fyrir engan mun
verða iamennt, og eru sérstakar á-
stæður til þess:
Mörgum á Austurlandi mun kunn-
ugt, að Eiðaskóli á 50 ára starfsaí-
mæli í sumar. þó stendur sérstak-
lega á um þetta afmæli. Tvenns-
konar skólar hafa verið starfræktir
á Eiðum þessi 50 ár: fyrst búnaðar-
skóii um háifan fjórða tug ára, en
síðan aiþýðuskóli. Árið 1933 er þvi
í rauninni ekkert merkisár búnaðar-
skólans sérstaklega og ekki beldur
ulþýðtftkólaus, sem þar starfar nú.
En það er merkisár Eiðaskólans,
sem menntastofnunar Austuilands,
bæði fyr og siðar. Hefði því verið
vel við eigandi, að minnast þessa
merkisárs með veglegum hátíða-
liöldum að Eiðum.
En nú er stjórn Eiðasambandsins
kunnugt, að engin von er sérstakra
hátiðahalda í tilefni af 50 ára af-
mæli Eiðaskóla, og þessvegna leikur
henni hugur á því, að mótið í sum-
ai mætti verða fjölmennara og veg-
legi’a en það hefir áður v,erið og að
á þessu móti yrði afmælis skólans
minnst að nokkuru. Fyrir því beinir
stjórnin þeirri ósk til allra Eiða-
manna, eldri og yngri, kennara og
nemanda frá tið búnaðarskólans og
alþýðuskólans, að þeir fjölmenni til
móts aö Eiðum 8. júlí næstkomandi.
Má vera, að menn gætu þá í sam-
einingu með samþykktum og sam-
tokum, unnið elztu menntastofnun
Austurlands eitthvað til þarfa.
Eiðamótið er ákveðið 8. og 9. júli
n. k. Er ætlazt til þess, að fulltrú-
ar Múlasýslna og Eiðamenn mæti
fyrri daginn, en seinni daginn eru
allir velkomnir til mótsins.
Að lokum skal þess getið, aö eng-
inn má gera sér von um íburðar-
mikið hátíðahald, því til þess skortir
stjórn Eiðasambandsins bæði fé -og
föng. Samkoman 8. og 9. júlí verður
fyrst og fremst Eiðamót, en ekki af-
mælisveizla.
Stjórn Elðasambandsins.
----o----
r
A vióavanyi.
Stjóm kreppulónasjóðs.
Stjórn Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga lagði til á fundi í vetur,
að 5 manna stjórn stýrði Kreppu-
lánasjóði, þar á meðal einn frá Bún-
aðarbanka, annar fró Sambandinu,
þriðji frá Landsbankanum. Var ber-
sýnilegt, að hafa varð samráð við
þær stofnanir, sem í einu eru þjóð
legar, og verða að leggja mikið af
mörkum, ef gagn á að verða að
þessum ráðstöfunum. Flokksþing
Framsóknarmanna endurtók þessa
kröfu, og lagði til að hver stofnun
I borgaði sínum manni. Landsbankirm
gerði skilyrðislausa kröfu til að hafa
'mann í stjórn sjóðsins, bæði skrif
lega og á fundi með nefnd í þinginu.
En þetta ætlar að ráðast öðruvísi.
Ottesen kom með kröfu um að Bún-
aðarbankinn einn stýrði sjóðnum
(og gæfi eftir af eignum Sambands-
ins og Landsbankans). Sú tillaga var
felld með 14 atkv. gegn 11. Já sögðu:
M, J. docent, Ól. Thors, Ottesen, ís
berg, Jóhann Jósefsson, Jón Auðunn.
M. Guðm, Jón Ólafsson. Auk þess
þrír Framsóknarflokksmenn: Bern-
harð, Hannes og Lárus. — Næst kom
Steingr. Steinþórsson með till. um
að Búnaðarbankinn, Sambandið og
Landsbaiikinn hefðu hver sinn mann
og þingið tilnefndi tvo: Hún var
felld með 14 atkv. gegn 10. Já sögðu:
Bergur, Björn, Ingólfur, Jónas þorb.,
sr. Sveinbjörn, Sveinn og Steingrím-
ur, og jafnaðarmennirnir þrír: Hnr-
aldur, Héðinn og Vilmundur. En nei
sögðu allir íhaldsmenn í deildinni,
sem viðstaddir voru og þeir voru 8,
og sex Framsóknarfl.menn: Bern-
harð, Halldór, Hannes, Jörundur,
Lárus og Ásgeir.Hjó sátu: Tr. þ. og
B. Ásgeirsson. — þetta er eitt af
íyrstu tilíellunum, þar sem nokkur
hiuti FTamsóknarfiokksins heiir unn-
ið með ihaldinu óskiptu á móti
réttiátri kröfu Sambandsins og
Landsbankans um að fá tækifæri
til að vinna gagn bændastétt lands-
ins. pað ætti helzt að vera í sein-
asta skiptið iíka. Samvinnumeim um
alit land hijóta að gera þá kröfu til
alira iuiltrúa sinna, að þeir haldi
sér írá samstarfi við þann fiokk, sem
heiir Gísla í Ási og Gísla úr fjár-
málaráðuneytinu við „pólitískt
heimatrúboð" undir verndarvæng
allra íbaldsblaðanna. Mólefnalega er
þessi ráðstöimi mjög vafasamt gagn
íyrir bændur landsins, og mun vikið
að því síðar.
„Frelsið" nýja.
Sú saga gengur um bæinn, að í-
haldið ætli að skilja mjög skemmti-
iega við „byggðavaldið", með því að
lauma stjórnarskránni i gegn — án
kosninga! Sumir iorkólfar íhaldsins
vilja að sem flestir af núverandi
þingmönnum verði kosnir gagnsókn-
arlaust. þetta mun m. a. koma 3ér
vel fyrir Ólaf Thors, sem veit að
kjósendur hans hafa nú orðið býsna
lítið traust á honum, og þessi ró-
lega kosning gæti komið fleirum vel.
En þ.etta er ekki tilgangur stjómar-
skrárinnar. Tvær kosningar eiga að
ganga um hverja breytingu á stjórn-
arskránni. petta fyrirmæii er til
að verja borgara landsins gegn því,
að með leynd sé komið á bættuleg-
um breytingum á stjórnarlögum
landsins. Ef þingmenn, sem breyttu
stjórnarskrá í þýðingarmiklum at-
riðum, ef til vill mjög gagnstætt því
sem kjósendur hafa búist við, semja
svo um í kyrþey, að ná endurkosn-
íngu gagnsóknarlaust, þá brjóta
þeir anda stjórnarskrárinnar og sýna
kjósendum freklega ósanngimi. —
Mælt er að Ólafur Thors hafi viljað
setja inn í stjórnarskrána ákvæði
um það, að núverandi þingmenn
.skyldu halda umboðum sínum ein
tvö kjörtímabill Mikill er þroskinn
og óstin á lýðræðinu! X.
íhaldið og skattamir.
Svo sem kunnugt er, flutti Á. Á.
forsætisráðherra frv. seint á þingi
um nokkra hækkun ó eigna- og
tekjuskatti, vegna dýrtíðarráðstafaná
þeirra, sem verður að gera. íhaldið
í bænum ætlaði að ærast, og er
frv. þetta og frv. um hómarkslaun
uokkurra manna valdandi um það,
að sumir efnamenn landsins leggja
nú fram gjafir til að koma upp ó-
aldarliði í þéttbýli landsins. Telja
þeir þetta lið eiga að vera til að
liræða þing og stjórn frá að leggja
skatta á háar tekjur. í þýzkalandi
komu efnamennirnir sér upp flokks-
her úr atvinnuleysingjum, gáfu þeim
að éta, en hafa þá til hermdarverka.
— þau mistök urðu á meðferð tekju-
skattsins, að hann beið lengi í neðri
deild eftir þriðju umræðu, sem var
óþarft, þar sem Framsóknarflokkur-
inn er í meirahluta í deildinni. þeg-
ar til efri deildar kom, var hðið að
þinglausnum. Ihaldið byrjaði þó að
tefja mólið með þvi að neita um
afbrigði. Vonast eftir að þingmönn-
um leiðist þófið, sumir fari heim og
stjórnin slíti þingi áður en tekju-
skatturinn er samþykktur. Og þó á
þessi skattur aðeins að gilda eitt ór!
En efnamenn íhaldsins vilja ekki
einu sinni fórna af gróða sínum eitt
ár, þegar almenningur á við óvenju-
legt verðfall að búa.
pjóðrækni.
Enginn efi er á að til eru margir
menn, sem þykir vænt um þjóð sína
og land, en sú kennd er oft notuð
sem skrumauglýsing. Og þeir sem
mest gala um íslenzkt þjóðerni eru
oftast allra óþjóðlegustu mennirnir.
þcir ferðast með útlendum skipum
í stað íslenzkra, hafa útlenda menn
i þjónustu sinni þó að jafngóða ís-
lenzka vanti atvinnu. peir skreyta
sig með útlendum nöfnum, því þeim
finnst fínna að nafn sitt endi á
„sen", „an“ eða oinhverju þ. h.,
heldur en að kalla sig son eða áótt
ur föður síns að fornnorrænum sið.
Og málgögn þessara manna eins og
Mbl. birta heilar blaðsíður með lofi
um útlend skipafélög, sem keppa við
okkur íslendinga um siglingar við
okkar eigið land, — þegar það gefur
út sérstakt hátíðablað vegna „ís-
lenzku vikunnar“. — Svo koma
nazistarnir, sem er aðallega lakari
liluti ihaldsins, og „hrista" íslenzka
fánann yfir sér sjálfum og öllu því
óþjóðlegasta, sem þrífst ó þessu
landi. Kári.