Tíminn - 03.06.1933, Side 3
TÍMINN
98
Tryggið aðeins hj4 ialenskn fjelagl.
Pósthólf:
718
Símnefni:
Incurance
BRUNATRY OGINGAR
(hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 1700
SJÓVATRYGGINGAR
(skip, yörur, annar flutningur o.fl.). 8ími 1700
FramkTæmdastjðri: Síml 1700
Snúið yður til
Sjóvátryggingafjelags Islands h.f.
EimskipafjelagBhúsinu, Reykjavík
Kvennaskólinn í Reykjavík
Starfsár skólans er frá 1. okt. til 14. maí, og starfar hann í 4
deildum. Inntökuskilyrði til 1. bekkjar eru: að umsækjandi hafi lokið
fullnaðarprófl úr’ 7. eða 8. bekk barnaskóla Reykjavíkur eða hafi ann-
an álíka undirbúning. Umsóknum fylgi bólu- og heilbrigðisvottorð og
skírteini um fullnaðarpróf.
Allar umsóknir séu skriflegar og sendist sem fyrst til forstöðu-
konu skólans. Námsmeyjar, sem sækja um heimavist, láti þess getið um
leið og þær sækja um skólavist.
Húsmæðradeild skóians starfar í tveim námsskeiðum eins og að
undanförnu og hefst hið fyrra 1. október. Umsóknnm um húsmæðra-
deild fylgi helmingur skólagjalds, kr. 25.00.
Ingibjörg H. Bjarnasou.
Húsmæðraskólinn á Hallormsstað.
Námstíminn er 2 vetur: Yngri deildar frá veturnóttum til apríl-
loka, eldri deildar frá 20. sept. til aprilloka.
Aðalnámsgreinar yngri deildar eru: íslenzka, reikningur, náttúru-
fræði, eitt norðurlandamál, fatasaumur, vefnaður, þvottur og ræsting,
en eldri deildar: Matreiðsla og almenn eldhússtörf, matarfræði, íslenzka,
hannyrðir og vélprjón.
Fyrirlestrar sameiginlegir fyrir báðar deildir.
Inntökuskilyrði eru: Aldurstakmark 18 ár, fullnaðarpróf samkv.
fræðslulögunum, heilbrigðisvottorð og ábyrgð fyrir skilvísri greiðslu
skólakostnaðar.
Inntöku í eldri deild geta og fengið stúlkur, sem hafa stundað
nám 1 vetur á alþýðuskóla eða iiafa aðra menntun jafngóða.
Skólinn leggur nemöndum: Kennslu, húsnæði, rúmstæði með dýn-
um, ljós og hita, gegn 100 kr. skólagjaldi hvort ár.
Nemendur og kennarar hafa matarfélag. — Kostnaður við fæði
og þjónustu yar síðastliðinn vetur kr. 1.28 á dag.
Skólagjald og helmingur dvalarkostnaðar greiðist 1. nóv., en hinn
helmingurinn 1. febrúar. •
Umsóknir sendist undirritaðri fyrir lok ágústmánaðar.
Hallormsstað 12. maí 1933.
Sigrún F. Blöndal.
Bændaskólinn á Hyanneyri
er nú vafalaust bezti og ódýrasti skóli landsins fyrir bændur og bænda-
efni. Náms- og dvalarkostnaður allur s.l. vetur í 6‘/2 raánuð aðeins
300 kr. Verklega námið er fjölbreytt og til þess vandað. Stendur yfir
9 vikur vor og haust. Námsstyrkur 3 kr. á dag. Kennsla og æfing við
öll venjuleg jarðyrkju- og garðyrkjustörf. Verkfæraval mikið og gott
notað við kennsluna. Um heyskapartfmann fá nemendur oft atvinnu
hjá skólastjóra. Venjulegt kaup. Bezta kreppuráðstöfunin nú og fram-
vegis er mikil og góð sérmenntun. Biðjið um nýútkomna skólaskýrslu.
Sækið og sendið umsóknir fyrir miðjan sept n. k. til
Skólastjórans á Hvanneyri.
Eiðamótið J93B
verður haldið að Eiðum, 8. og 9. júlí. Til þess er ætlast,
að fulltrúar Mulasýslna og Eiðamenn - nemendur og kenn-
arar frá tíð búnaðarskólans og alþýðuskólans -• mæti fyrri
daginn og ræði þá meðal annars um útgáfu minningarrits
um Eiðaskóla. - Seinni daginn eru allir velkomnir.
Veitingar verða seldar á staðnum.
Stjórn Eiðasambandsins.
Kaupfélag Reykjavíkur.
í sölubúðinni í Bankastræti 2 er fjölbreytt úrval af
matvörum, nýlenduvörurn og hreinlætisvörum. — Allt
sent heim. Selt gegn staðgreiðslu. Símar 1245 og 4S62
Allar upplýsingar um inntökuskilyrði og starfsemi fé-
lagsins yfirleitt gefur framkvæmdastjórinn. Sími 1247
Reynið viðskiptin og gerist félagar.
Munið brauðgerð félagsins, Bankastræti 2. Sími 4562,
sem selur brauð með lægsta verði bæjarins þar á meðal
hið bætiefnaríka kjarnabrauð. — Sendir heim.
Afgreiðsla Timans
er flutt á Laugaveg 10 (uppi).
— Sími sami og áður: 2353. —
Skrífstofa miðstjómar Framsókn-
arflokksins er í sama húsi.
Notið LOMBERGS IJós- og Htnasmn
lllmur.
6X 9 cm. á kr. 1,20
6V2XH — á — 1,50.
Myndavélar, stórt og fjölbreytt úr-
val. Verð frá 15 kr.
Sportvöruhús Reykjavikur,
Reykjavík.
Fréttir
Kaupiélagsbúð opnuð. Kaupfélag
Reykjavíkur, sem starfað hefir sem
pöntunaríélag með góðum árangri
1 Uí lft annað ár, hfefir nú opnað búð
1 liinu nýreista, snotra verzlunarhúsi
sinu við Bankastiíui. Rekur félagið
þar verzlun með matvörur, nýiendu-
vörur og hverskonar hreinlætisvorur.
Verðlag mun sein næst algengu
vöruverði hér í bænum, en arði sið-
an úthlutað í. árslok, eftir því sem
ei'ni standa til. Inngöngueyrir í fé-
lagið er 10 kr., en auk þess leggja
félagsmenn fram 100 króna stofnfé
• og er sú fjárhæð séreign félags-
manns, sem félagið greiðir vexti af.
pá ábyrgjast félagsmenn hver um
sig 300 krónur gagnvart félaginu.
Má félagið teljast mjög vel grund-
vallað með þessum hætti, þar eð
það hefir sett sér og bundið með lög-
um sínum þann verzlunarmáta, að
láta hönd selja hendi. Vilji félags-
menn eða aðrir viðskiptamenn hafa
reikningsvið3kipti með mánaðarupp-
gerð, verða þeir að leggja inn fé
fyrirfram. — þá hefir félagið ákveð-
ið að utanfélagsmenn, sem skipti eiga
við félagið, eigi þess kost, að verða
þátttakendur í arði gegn því, að arð-
urinn sé lagður í stofnsjóð og geta
menn á þann hátt létt undir með
sjálfum sér um inngöngu í félagið.
Er félag þetta að skipulagi öllu snið-
ið eftir því sem bezt hefir gefizt um
samskonar samvinnufélög í borguin
erlendis, þótt það hafi ekki þótt eiga
við um staðhætti í sveitum, hvorki
hér á landi né heldur erlendis. I
stjóm félagsins eru Eysteinn Jóns-
son skattstjóri (formaður), Theodór
Lindal hæstaréttarmálflutningsmaður,
Pálmi Hannesson rektor, Hannes
Jónsson dýralæknir og Ámi Bene-
diktsson bókari. Framkvæmdarstjór-
inn er Helgi Lárusson frá Kirkjubæj-
aiklaustri.
Kjötbirgðir — kjötieysi. Alþbl. seg-
ir nýlega að svo báglega sé ástatt
um skipulagiö í kjötsölu bænda, að
saltkjöt sé ófáanlegt í Reykjavík
fyrir rauðagull, en flytur þó auglýs-
ingu um saltkjöt til sölu í Reykja-
vík í sama blaðinu. Samtímis full-
yrðir það, að þúsundir kjöttunua
liggi óseljanlegar í Noregi, þótt þar
sé allt islenzkt saltkjöt selt, og það
fyr en venja er. Bændum mun lítill
óhagur í því, þótt kjötbirgðir fyrra
árs seljist það tímanlega, að ekki
spilli verði nýrrar framleiðslu.
Stúlka hrapar. pað slys víldí til á
HeUissandi 26. f. m. að ung stúlka,
Jóhanna Magnúsdóttir, hrapaði fram
af Keflavíkurbjargi.
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR
Bankastræti 2, simi 4562.
Bezt og ódýrast branð og köknr
í Reykjavík. — Hart brauð adt
— í heildsölu út um land. —
Mynda- oj£ rammaverzlun
Islenzk málverk
Freyjugötu 11. Sími 2105.
Kolaverzlnn
SIGURÐAR ÓLAT8SONAR
Sinm.: KoL Rsykjavík. Simi lltt.
Dómur í máii Björns Gíslasonar og
Hansínu Ingu Pétursdóttur var kveð-
inn upp í hæstarétti 29. f. m. — Var
Björn dæmdur í 12 mánaða betrunar-
húsvinnu, en hún í tveggja mánaða
fangelsi við venjulegt fangaviður-
væri. — Bæði voru og svift leyfi til
að stjórna verzlun, eða atvinnufyrir-
tæki, hún í tvö ár, en hann æfilangt.
— Hann var dæmdur fyrir brot gegn
ákvæðum 253., 254., 255., 259., 262. og
264. greinar hegningarlaganna, en
hún fyrir brot gegn ákvæðum 255.,
259. og 264. greinar sömu laga. —
Hin dómfelldu voru dæmd til að
greiða verjanda sínum fyrir hæsta-
rétti, Eggert Claessen hrmflm. kr.
700,00 og sækjanda málsins, Theodor
Líndal hrmfl., kl. 700,00. Ennfremur
voru dómfelld dæmd til að greiða
undirréttardómaranum, sem þau
höfðu látið stefna til ábyrgðar kr.
200,00 i málskostnað. Prófin í máli
þessu munu þau lengstu, er nokkurn-
tíma hafa komið fyrir hæstarétL —
Munnleg sókn og vörn í málinu stóð
í þrjá daga fyrir hæstarétti, en síðan
var málið sótt og varið skriflega.
Ný bryggja í Grindavik. Grindvík-
ingar láta skammt liða milh stórra
átaka um bryggjumál sín. Hafa þeir
nú nýlega fullgert mjög myndarlega
steinbryggju fram af verzlunarlóð-
inni. Bátarnir afferma við hana, og
bílarnir taka fiskinn þar, en áður
var hann borinn með miklum erfið-
leikum yfir stórgrýtisurð upp að
fiskihúsum.
Sjódrukknanir. 17. maí síðastl.
höfðu 50 menn farið í sjóinn hér við
land síðan um áramót. Hefir seinastd
vertíð verið ein mesta mannskaða-
vertíð, sem verið hefir um langan
tíma.
Fiskafli. í nýútkomnum Ægi segir
aö fiskafli á öllu landinu hafi verið
orðinn 49,7 milj. kg. 15. mai síðast.l.
frá því á áramótum. Er það 9,6 milj.
kg. meira, en á sama tíma í fyrra.
Gjalddagi Tímans var 1. júní.
Eöm og stjórnmáladeilur. Tíminn
hofir fengið að vita frá formanni
stéttarfélags barnaltennara í Reykja-
vík, að ekki sé starfandi nefnd
barnakennara hér í bænum, sem
vinni gegn ótímabærum stjómmála-
deilum meðal barna. Er frá þessu
skýrt út af ummælum, sem birtust
í síðasta blaði um þetta efni. Hafði
blaðið heimild sína frá foreldrum sem
ekki munu hafa vitað betur.
Hvanneyrarskóli. Skýrsla yfir 2
síðustu 'starfsár skólans er nýkomin.
Vorið 1931 luku 20 nemendur þaðan
burtfararprófi, en aðeins 12 seinna
árið. Fyrri veturinn voru þar 28 nem-
endur, en 26 seinni veturinn. Verk-
legt nám var stundað við skólann
1 bæði vor og haust, bæði árin. 1931
HúsnælTiisskrifstofa
Reykjavíkur
annast:
atvitinuráðningar karlmanna,
fasteignasðln og útvegun og leign
húsnæðis. Opið 10—12 og 1—4.
Sími 2845. — Pósthólf 356.
SJálfs er bðndin
hollust
Kaupið innluadtt fmmkHWN
þegar hún «r jöfn ttrkoudri og
ekki dýrari.
framleiCir:
Krifltalsápu, grsenaápa, rtanga-
sápu, handsópo, rakaápu, þvotta-
efni (Hreins hvítt), kerti aDs-
konar, skósvertu, skúgnln, leðnr-
feiti, gólfáburð, vagnfiburð, fsagi-
lög og kreóMn-baölög.
Kaupið H R EIN S vörur, þanr
eru löngu þjóökunnar og fáust i
flestum versÍTmmn landins.
H.f. Hreínn
Skúlagötn. Reykjavfk.
Stmi 4MS6.
Reykjavík. Sími 1249 (3 línur).
Símnefni: Sláturíélag.
Áskurður (á brauð) ávalt fyrir-
líggjandi:
Salami-pylaur.
Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild
Do. — 2, —
Do. — 2, mjó
SauÖa-Hangibjúgu, gild
Do. mjó,
Soðnar Svína-rullupylsur,
Do. Kálfa-rullupylsur,
Do. Sauöa-rullupylsur,
Do. Mosaikpylsur,
Do. Malacoffpylsur,
Do. Mortadelpylsur,
Do. Skinkupylsur,
Do. Hamborgarpylsur,
Do. Kjötpylsur,
Do. Lifrarpylsur,
Do. Lyonpylsur,
Do. Cervelatpylsur.
Vörur þessar eru allar búnar
til á eigin vinnustofu, og stand-
ast — að dómi neytenda — sam-
anburð við samskonar erlendar.
Verðskrár sendar, og pantanir
afgreiddar um allt land.
var tala verknema 12 og 10 hlutfalls-
lega, en 1932 voru þeir 15 og 13.
Seinna árið var dagsverkatalan sam-
anlögð 756, en 343 fyrra árið. Hey-
fengurinn á Ilvanneyri varð fyrra
sumarið 1300 töðuhestar og 2500
hestar af útliey. Seinna sumarið var
itöðufengurinn 2500 hestar og útheyið
3000 hestar. Kartöfluuppskeran varð
haustið 1931 45 tn., en haustið 1932
25 tn. Rófuuppskeran var svipuð
bæði árin um! 200 tn. — Sú nýbreytm
var tekin upp i sambandi við verk-
lega námið að verkamenn fóru í
iiokkurra daga ferð og skoðuðu stór-
búin hér sunnanlands.
pjóðaratkvæði um bannið. Á mánu-
daginn var samþykkt þingsályktun-
artillaga í sameinuðu þingi, þess
efnis að þjóðaratkvæðagreiðsla fari
fram um bannlögin á þessu ári. Var
tillagan flutt af allsherjartiefnd neðrl
deildar. Viðaukatillaga frá Bergi
.lónssyni og Steingr. Steinþórssynl
var samþykkt um það, að 21 árs
gamlir menn hefðu atkvæðisrétt. For-
sætisráðherra gaf þá yfirlýsingu, að
stjórnin myndi sjá um, að atkvæða-
greiðslan færi fram í haust.
Misprontast hafði i trúlofunarfregn
í síðasta blaði Gísli Loftsson, en átti
að vera Bjami Loftsson.
Húsnæðisskrifstofa Reykjavíkur hef-
ir nú um skejð starfað að því að
útvega og leigja fyrir menn húsnæði
hér i hænum. Nú er hún að færa út
kvíarnar og bæta við starfsemi sína
atvinnuráðningum karlmanna og
íasteignasölu. Aftur á móti hefir
Vinnumiðstöð kvenna atvinnuráðn-
ingar fyrir kvenfólk eins og áður
hefir verið.
Ritaukaskrá Landsbókasafnsíns fyr-
ir 1932 er nýkomin. Safnið hefir auk-
izt á árinu uin 2520 bindi, og er öll
bókaeign þess talin nú 131 þús. bindi
og 8291 handrit.
Gjalddagi Tímans var 1. Júní.