Tíminn - 28.06.1933, Side 4
110
TIMINN
Framh. af 1. síðu.
hefir m. a. verið „glósað“ um
„stolinn fisk“ í Skipaútgerðinni
o. s. frv. En svo kynlega bregður
við, að Mbl. hefir alveg forðast að
gera grein fyrir þeim hluta end-
urskoðunarinnar, sem um þetta
efni fjallar. Þegar nánar er að
gætt, er það engin furða, því að
nú er það upplýst í málinu, að
í þessu atriði er „endurskoðand-
inn“ sekur um stórfellda fölsun
staðreynda, sem opinberlega skip-
aður endurskoðandi myndi vera
iátinn sæta Jwngri fangelsisrefs-
ingu fyrir, í hverju því landi,
sem ekki hefði dómsmálaráð-
herra á borð við Magnús Guð-
mundsson. Og þótt almenningur
við nánari kynni af „endurskoð-
uninni" og fortíð Lúðvíks C.
Magnússonar (sem lítilsháttar er
drepið á á öðrum stað hér í blað-
inu), sjái sjálfsagt ekki ástæðu
til að taka endurskoðun hans al-
varlega, þá er þess að gæta, að
hann eigi að síður hlýtur að bera
sömu refsiábyrgð og hver annar
opinberlega skipaður endurskoð-
andi, því að því sem hann stað-
hæfir í endurskoðuninni, bar
honum sem slíkum að vera reiðu-
búinn að staðfesta með eiði, ef
krafizt væri.
En nú skal hér gert opinbert
fyrir alþjóð, hvernig þessi skýrsla
er, sem „endurskoðandinn" hefir
gefið ráðuneyti Magnúsar Guð-
mundssonar undir eiðstilboð og
Mbl. notað sem undirstöðu hinna
viðbjóðslegustu árása án minnstu
saka.
Skiptipokamir.
í skýrslu Lúðvíks C. Magnús-
sonar „endurskoðanda“ segir:
„Nú aflaði „þór“ samkv. framan-
greindu 117 skiptipoka af fiski, og
með því að í einum skiptipoka 33
möskva á lengd er talinn vera fisk-
ur, er samsvarar 4 skippundum af
þurrum fiski, ætti aflinn úr skipinu
1932, miðað við skiptipoka 32
möskva á lengd, að hafa orðið af
þurfiski 453 skippund".
Og ennfremur: „Og þar sem ann-
ars ekki er getið, í leiðarbókunum,
verður litið svo á, að skiptipokam-
ir hafi verið fullir af fiski“.
Menn taki eftir tilhneiging-
unni, sem í þessari síðustu rök-
semdaleiðslu felst hjá „endur-
skoðandanum"!: Af því að ekk-
ert er tekið fram um það 1 leið-
arbók skipsins, hvort skiptipok-
amir voru fullir eða ekki fullir,
þá verður litið svo á, að þeir
hafi verið fullir!
En þetta eru þó smámunir í
samanburði við það, senr nú skal
greint.
Með því að tilgreina skipti-
pokafjöldann og þungann í hverj-
um skiptipoka, ætlaði endurskoð-
andinn að sanna hvorki meira né
minna en það, að Skipaútgerðin
eða forstjóri hennar hefði stolið
hér um bil öðrum hverjum fiski,
sem aflaðist á Þór árið 1932, því
að seldur fiskur úr „Þór“ hafði
ekki numið nema ca. 250 skpd.
það ár. Menn taki eftir því, að
„endurskoðandinn“ notar orðalag-
ið „er talinn vera fiskur, er sam-
svarar 4 skippundum o. s. frv.“,
rétt eins og þetta sé alviðurkennd
staðreynd, sem óhætt sé að
byggja á ákæru um að forstjóri
opinberrar stofnunar hafi stolið
200 skippundum af fiski úr sjálfs
sín hendi. Hitt myndi þó kannske
sumum sýnast merkilegra, að ráð-
herrann skyldi ekki hrökkva ó-
notalega við út af þessari skýrslu
og flýta sér að gera ráðstafanir.
En það er nú öðru nær, því að M.
G. hefir ekki einu sinni gert sér
það ómak, að heimta skriflega
greinargerð um þetta efni frá
hr. Pálma Loftssyni.
Vottorð togaraskipstjóranna,
Jóns Högnasonar og Kolbeins
Sigurðssonar.
Hinsvegar byrjuðu íhaldsmenn
í Rvik, sem virtust frá upphafi
fylgjast prýðilega með endur-
skoðuninni, þegar í stað á dylgj-
um um „fiskstuldinn“ í Skipa-
útgerð ríkisins. Þegar hr. Pálma
Loftssyni barst þessi orðrómur
til eyrna, þótti honum hart að
búa undir slíku, þar sem þetta
var fram borið af endurskoð-
anda, sem yfirmaður hans hafði
skipað, og P. L. hafði ekki einu
sinni af ráðherra verið krafinn
um skrifleg svör við þessum á-
burði. P. L. leitaði því sjálfur
sönnunargagna fyrir því, að með
fals væri farið hjá „endurskoð-
andanum", enda voru þau gögn
auðfengin. Sneri hann sér þá
fyrst til tveggja þekktra togara-
skipstjóra, og bað þá gera athug-
un um fiskafjölda í skiptipokum.
Gáfu þeir um það eftirfarandi
vottorð:
„Eítir ósk þinni hefi ég látið fara
fram talningu á fiski úr skiptipok-
um. Ég lét telja tvisvar. Fyrra
skiptið taldist úr pokanum 390 fisk-
ar og síðara skiptið 315 fiskar.
Fyrri pokinn var eins fullur og
liann getur frekast orðið, en sá
seinni linfullur.
Fiskurinn var þorskur upp og of-
an að stærð.
Ég hygg að meðaltal, eins og pok-
ar eru venjulegast, muni vera 320--
330 fiskar.
þessir pokar mínir voru 35 möskv-
ar á lengd og 80 möskvar á breidd.
Hiðill eins og á venjulegum enskum
pokum. Pokinn var orðinn talsvert
teygður, — búið að nota hann hálfa
veiðiför. Á meðan pokamir eru nýir
og lítið teygðir, höfum við þá alltaf
35 möskva, en þegar þeir fara að
togna, minnkum við þá ofan í 30,
það er færum þannig skiptigjörðina
til á pokunufn.
Með beztu kveðju.
Reykjavík, 11. apríl '33.
(Sign.) Jón Högnason."
„Samkvæmt beiðni þinni hefi ég
undirritaður talið fisk úr tveimur
pokum af venjulegri gerð, sem sé
80 möskva niður í 60* 1) og kom talan
út sem liér segir.
Stroffupoki reyndist að hafa inni
398 fiska og skiptipoki 300, fiskur-
inn var af Selvogsgrunni í meðallagi
stór.
(Sign.) Kolbeinn Sigurðsson
skipstj.".
Eins og menn sjá á vottorði
Jóns Högnasonar, er skiptipokinn,
sem hann hefir notað, dálítið
stærri en á „Þór“ (35 í stað 32
möskva).
Vottorð Árna Friðrikssonar
fiskifræðings.
Næst sneri hr. Pálmi Loftsson
sér til Fiskifélags Islands og
spurðist fyrir um það, hvað
margir fiskar, að meðaltali myndu
hafa verið í skippundi af venju-
legum togarafiski árið 1932.
Þessari fyrirspurn svarar hr.
Árni Friðriksson fiskifræðingur á
þessa leið:
„Fiskifélag íslands
P. O. Box 81 — Simi 462.
Reykjavík, 27. apríl 1933.
Skipaútgerð ríkisins.
Mér skal ljúft að svara fyrirspurn
þeirri, sem þér hafið beint til mín,
um hve margir fiskar (þorskar)
muni hafa farið í skippundið að
meðaltali, aí fiski, sem veiddist á
Selvogsbanka, og þar í grend síð-
astliðna vertið. Eftir útreikningum,
sem ég tel ekki ástæöu til að birta,
er ég kominn tið þessari niðurstöðu:
Á tímabilinu marz—apríl 1932 fóru
af fiski, sem veiddist á togara:
Við Vestmannaeyjar: ca. 140 í skipp.
Á Selvogsbanka: — 150 - —
Á Suðurköntum: — 124 - —
í Jökuldjúpi: — 130 - —
Ef þess þykir þörf, er ég reiðu-
búinn til þess að gera grein fyrir
livernig ég komst að niðurstöðu
•
þeirri, sem að framan er greind.
Virðingarfyllst
(Sign.) Árni Friðriksson".
Með því að leggja til grund-
vallar ofangTeindar rannsóknir
skipstj óranna og fiskifræðingsins,
er niðurstaðan sú, að í einum
|
poka á Þór muni hafa verið um
300 fiskar eða eftir því sem fiski- |
fræðingurinn segir um tvö skip-
pund eða rúmlega það, eftir því
x) Hér er átt við breidd pokans.
hvar fiskað hefir verið í hvert
sinn, en ekki 4 skippund eins og
„endurskoðandinn“ talar um eins
og viðurkennda staðreynd.
Vottorð Þorsteins Jónssonar.
Þó að þess út af fyrir sig sé
ekki þörf, skal hér ennfremur
birt eftirfarandi vottorð frá hr.
Þorsteini Jónssyni bátsmanni á
„Þór“, sem sýnir til frekari
áherzlu því, sem áður er fram
tekið, hve blygðunarlausar þær
staðhæfingar eru, sem „endur-
skoðandinrí“ leyfir sér að fara
með.
„Vottorð.
Af gefnu tilefni er mér ljúft að
votta það, að ég álít það illmögulegt
að ókveða afla á þór með því að
telja trollpokana, sem skipið fékk.
Pað er að vísu hægt að telja í full-
um og linfullum poka á togara og
fá þannrg út meðalpoka, en þá kem-
u r það til greiríá, að þó pokinn sé
halaður fullur inn er oft mikill part-
ur aí innihaldinu ónothæfur fiskur
og ýmislegt rusl1). þá verður einnig
að taka tillit til þess, að á þór voru
færri menn1) en vanalega eru á togur-
um og þó ekki hægt að draga netið
urídan eins og þarf til þess að pok-
arnir' verði vel fullir.
(Sign.) þorsteinn Jónsson".
Lifrarmagnið.
Og þó er eitt enn, sem benda
verður á ,í þessu sambandi, og
leiðir sterkar líkur að því, sem
raunar liggur í augum uppi, að
„endurskoðandinn“ hefir notað
sidptipokaútreikninginn í ákveðnu
augnamiði. Yfirleitt er afli tog-
ara miðaður við fjölda lifrarfata.
Það var engin ástæða til að
ganga fram hjá þessari almennu
reglu, þegar reiknaður var út
afli „Þórs“, ef ekki bjó eitthvað
annað undir. Um lýsismagnið
lágu fyrir skýrslur, og engin
ástæða. var til að ætla, að lifr-
in hefði ekki verið vel hirt, því
að yfirmenn skipsins áttu hana
sjálfir.
Lýsið úr afla Þórs 1932 var
1789 kg., sem miðað við 30%
bræðslu samsvara 39 tn. lifrar
(166 1. hver tunna). Þetta lifrar-
magn samsvarar, eftir venjuleg-
ujn reikningi, 45—46 tonnum, en
afli „Þórs“ var 49 tonn miðað við
fullstaðinn fisk. Svona útreikn-
ingur er vitanlega ekki alveg ná-
kvæmur (fer eftir lifrarmagni
fiskjarins),en reynslan hefir sýnt,
að aldrei munar mjög miklu til
eða frá. I þessu tilfelli er seldur
fiskur ívið meiri en lifrarmagnið
bendir til, og því forðast „endur-
skoðandinn“ sýnilega eins og
heitan eld að minnast á þetta í
skýrslunni.
En fyrir þessa skýrslu hefir
Magnús Guðmundsson dómsmála-
ráðherra látið borga hátt á fjórða
þúsund krónur í stað þess að hún
í hverju öðru siðuðu ríki myndi
verða borguð með tugthúsvist
handa hverjum þeim opinberlega
skipuðum endurskoðanda, sem
þannig leyfði sér að fara með
dylgjur og falsa staðreyndir í
endurskoðunarskýrslu, sem gefin
er ráðuneyti undir eiðstilboð.
„Svikamyllan“.
í upphafi þessarar greinar er
vakin athygli á þeirri furðu-
legu ráðstöfun, að einmitt Lúð-
vík C. Magnússon, sem nýlega var
sloppinn undan sakamálsrannsókn
fyrir sviksamlegt gjaldþrot, skyldi
vera valinn til þessa starfa. Það
atriði málsins út af fyrir sig
krefst algerlega sérstakrar rann-
sóknar.
Eins og getið er um á öðrum
stað hefir Guðmundi Sveinbjörns-
syni skrifstofustjóra í dómsmála-
ráðuneytinu, nokkrum dögum áð-
ur en stjórnarskiptin urðu og af
því, að málið hafði ekki verið bú-
ið að vekja almenna athygli eða
umtal, tekizt að koma því
svo fyrir, að lögregluréttar-
rannsóknin, sem hafin var út
Heyvinnuvélar.
Nú er farið að veita styrk úr verkfærakaupasj óði til kaupa á
heyvinnuvélum, — allt að einum þiríðja verðs. — Athngið það og
minnist þess að beztu vélarnar eru:
IHERKULES sláttuvélar
DEERING rakstrarvélar
LUNA snúningsvélðr
Samband ísl. samvinnufélagít.
Stálljáirnir (norsku)
frá Brueletto eru komuir.
Þrjár lengdir. — Lækkað verð.
Samband isl. satnvinnuféiaga.
af gjaldþroti L. C. M. skyldi nið-
ur falla og sakamál ekki höfðað.
Ef til vill getur Mbl. gefið al-
menningi upplýsingar um það,
hverskonar „svikamylla“ hafi ver-
ið í gangi í dómsmálaráðuneyt-
inu þessa dagana fyrir og um ráð-
herraskiptin, þegar skrifstofu-
stjórinn, í annríkinu fyrir stjórn-
arskiptin, var að þvo hinn væntan
lega endurskoðanda handa Magn-
úsi Guðmundssyni og hinn til-
komandi dómsmálaráðherra var að
búa sig undir að útvega skrif-
stofustjóranum aftur 4000 kr.,
landhelgisgæzlubitlinginn, sem
hann hafði misst, af því að Skipa-
útgerðin vann verkið betur fyrir
ekki neitt!
Og þegar athuguð er sú aðferð,
sem beitt hefir verið við „endur-
skoðunina“, er ekki alveg víst, að
þeim M. G. og G. Svb. hefði tek-
izt að fá annan mann, jafn vel
fallinn til þess verks, sem „end-
urskoðandanum“ virðist hafa ver-
ið ætlað að vinna.
En allt þetta mál þarf rann-
sóknar við og skal verða rann-
sakað á sínum tíma.
Gjaldþrotamál „endurskoðand-
ans“ Lúðvíks C. Magnússonar,
sem rifjast hefir upp vegna þess-
ara atburða, og skrifstofustjórinn
í fullu heimildarleysi hefir látið
niður falla, á að taka upp aftur
og láta ganga til dóms.
Hver afleiðingin ætti að verða
fyrir skrifstofustjórann og ráð-
herrann, sem sett hafa „svika-
myliuna“ af stað, er of augljóst
til þess að þörf sé að eyða að
því orðum.
En það verður meðal annars
að telja alveg sjálfsagt mál, að
heimta af Magnúsi Guðmunds-
syni, að hann sjálfur endurgreiði
Skipaútgerð ríkisins þá peninga,
hátt á fjórða þúsund króna, sem
hann í fullu heimildarleysi hefir
látið borga af almannafé, alger-
lega óhæfum manni, fyrir óþarfa
vinnu og falsaða skýrslugerð í
embættisnafni.
x) Leturbr. Tímans.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
i Tjarnargötu 39. Sími 4245
Prentsmiðjan Acta.
EFLING
KOMMÚNISMANS
og andóí
JÓNASAR frá HRIFLU
— heitir bæklingum eftir Einar 01-
geirsson. Er hann s'var við grein
J. J„ sem birtist í Samvinnunni síð-
asta hefti. Bæklingurinn er sérprent-
un úr „Rétti" — 40 síður — kr. 0,50.
Afgreiðsla Verklýðsblaðsins, Rvík.
Kaupið innlenda framleiðslu
þegar hún er jöfn erlandri og
ekki dýrari.
framieiffir:
Kristalsápu, grænsápu, stanga-
sápu, handsáiTU, raksápu, þvotta-
efni (Hreins hvítt), kerti a!Us-
konar, skósvertu, skógulu, leóur-
feiti, gólfáburð, vagnáburð, fmgi-
)ög og kreólín-böðlðg.
Kaupið H R E I N S vörur, þser
eru löngu þjóðkunnar og fást í
ílestum vrrziunum landins.
Hi. Hreifín
Skúlagötu. Reykjavfk.
Sími 46S5.
Mynáa- og; rammaverzlmi
Islenzk málverk
Frevjugötu 11. Sími 2105.