Tíminn - 06.07.1933, Blaðsíða 1
XVIL árg.
Reykjavík, 6. júlí 1933.
32. blað.
Lúdvíksmálid
Guðmundur Sveinbjörnsson játar sekt sína.
Það gagn hefir þó hafst upp úr
ofsókn Morgunblaðsins á hendur
hr. Pálma Loftssyni forstjóra
Skipaútgerðar ríkisins, að sann-
ast hefir, að Guðm. Sveinbjöms-
son hefir stórlega misnotað em-
bættisaðstöðu sína sem skrif-
stofustjóri í dómsmálaráðuneyc-
inu.
Þegar bent var á hér í blaðinu
hverskonar persóna „endurskoð-
andinn“ Lúðvík C. Magnússon
væri, að hann var nýsloppinn und-
an sakamálshöfðun, þegar þeir
Magnús Gúðmundsson og G.
Sveinbjörnsson skipuðu hann sem
opinberan endurskoðanda á Skipa-
útgerð ríkisins, þá var Lúðvík
sendur í Morgunblaðið og látinn
gefa þar borginmannlega yfirlýs-
ingu hinn 28. f. m., sem endaði
með þessum orðum:
„Hafi því verið eitthvað at-
hugavert af minni hálfu, þá er
það sök fyrverandi dómsmálaráð-
herra að eigi var höfðað málið.
En trúi því hver, sem vill að
Jónas Jónsson hafi af hlífð við
mig úrskurðað, að ekkert skyldi
frekara aðgert“. (Auðkennt hér).
Menn taki vel eftir því, að
hinn 28. f. m. er það sagt af-
dráttarlaust í Morgunblaðinu, að
það sé Jónas Jónsson, sem hafi
látið svikamál Lúðvíks C. Magn-
ússonar falla niður, og síðan hef-
ir látlaust verið hamrað á því að
það væri J. J., sem ætti hér sök.
Tímanum var frá upphafi kunn-
ugt, að þetta var ósatt. Jónas
Jónsson hafði aldrei séð gögn
þessa máls, og því enga ákvörð-
un um það tekið. Síðastliðinn
laugardag sýndi Tíminn fram á
það, að auðvelt væri að fá skorið
úr í þessu efni, og rakti gang
• vinnubragðanna í dómsmálaráðu-
neytinu, og taldi þá jafnframt
skrifstofustjórann eiga þann einn
kost að leggja fram skriflega
ákvörðun J. J. um afgreiðsiu
málsins, því hún lægi fyrir í
ráðuneytinu, ef málið hefði verið
undir hann borið.
En þá gefst skrifstofustjórinn
upp.
Og í stað þess að koma með
þessa áritun yfirmanns síns, ráð-
herrans, þá birtir hann umsögn
undirmanns síns, með ekki
ákveðnari niðurstöðu en það, að
„líklega“ megi málshöfðun falla
niður.
Og síðar birtir hann áritun
sjálfs síns, sem ekki einungis
sýnir að allt, sem sagt hefir ver-
ið um þetta í Mbl. eru ósann-
indi, heldur sannar að það er
hann sjálfur, skrifstofustjórinn,
sem lætur sakamálshöfðun niður
falla á Lúðvík C. Magnússon.
Jafnframt því, að hann gerir
þessa játningu um sekt sína,
birtir blaðið umsögn Magnúsar
Guðmundssonar núverandi dóms-
málaráðherra um „að það væri
siður í málum sem þessum“, að
væru skrifsofustjóri og fulltrúi
sammála „væri venjulega þar
með útkljáð um málið“.
Er hér bersýnilega um mis-
notkun á umsögn M. G. að ræða.
Því það sem M. G. segir, er ekk-
ert annað en það, að „venjulega“
fallist ráðherrann á álit skrif-
stofustjórans og fulltrúans, séu
þeir sammála, „og þar með sé
útkljáð um málið“. Hinu dirfist
enginn að halda fram, og sízt
dómsmálaráðherra, að skrifstofu-
stjóri hafi nókkra heimild til
þess að taka endanlega ákvörð-
un um slík mál sem þessi, þótt
liann hafi orðið sammála full-
trúa sínum um það „að líklega“
eigi að sleppa manni við saka-
mál!
Auk þess sem það er og á að
vera ófrávíkjanleg regla, að
skrifstofustjórinn leggi slík mál
og það sem hér um ræðir fyrir
ráðherrann, getur Tíminn fullyrt
það, að það var regla G. Svb.,
að bera öll mál sem nokkru
skiftu undir Jónas Jónsson með-
an hann var dómsmálaráðherra.
Þótt G. Svb. brysti ef til vill
samvizkusemi til þess, þá vita
það allir kunnugir, að hann
þorði ekki annað. En undantekn-
ingin um mál L. C. M. er gerð
með ráðnum hug og ekki lítilli
slægð. G. Svb. veit að J. J. er
á förum og M. G. er að koma í
hans stað. Magnús er auðsjáan-
lega flæktur í svikamylluna, vill
ekki beinlínis bera ábyrgð á sak-
aruppgjöf L. C. M. og þá er
þessu svona fyrirkomið, að skrif-
stofustjórinn tekur ákvörðunina
nákvæmlega rétt fyrir stjórnar-
skiptin. Þá fær hann áræðið í
von um að ekki verði um feng-
izt af flokksmönnum J. J., þar
eð þetta gerist í hans ráðherra-
tíð, og ekki hætta á því að í-
haldsmenn færu að hrófla við
málinu, svo sem það var undir
komið.
En þennan „greiða“ skrifstofu-
stjórans launar svo L. C. M. með
hinni alræmdu skýrslu sinni um
Skipaútgerðina, sem átti að frið-
þægja fyrir það, að Einar Ein-
arsson var settur á land, að
Guðm. Sveinbjörnsson var af-
hent yfirstjórn landhelgisgæzl-
unnar ásamt fjögur þúsund
króna bitlingnum. En að sama
skapi óx vegur Magnúsar Guð-
mundssonar hjá þeim, sem mest-
an hag hafa af lélegri landhelgis-
gæzlu.
Svikamyllan er því fullsönnuð.
Skrif stof ustj órinn hefir sjálfur
játað á sig það brot, sem hlýtur
að varða embættismissi. Verður
það því sjálfsögð krafa að Guðm.
Sveinbjömsson víki úr embætti
o g gjaldþrotamál Lúðvíks C.
Magnússonar verði tekið upp á ný.
----o-----
Snorri Sturluson i Reikholti.
í vetur harst mér bréf frá einum af
leiðtogum ungmennafélaganna norsku
þar sem sagt var frá, að undirbún-
ingur væri hafinn í Noregi um það
Jijá endurvakningarmönnum þjóð-
legra fræða þar í landi, að gefa ís-
landi á sjö liundruð ára dánarafmæli
Snorra Sturlusonar líkneski af hin-
um nhkla sagnfræðingi, sem bjargað
liefði hinni glæsilegu söguöld Noregs
frá gleymsku. Leyfði hann mér að
spyrjast fyrir hjá forráðamönnum
Reykholts hvað þeir segðu um að
myndastyttan yrði reist þar 1941.
það leyfi var að vonum auðsótt
hjá presti staðarins, skólanefnd og
skólastjórn. Allir fögnuðu þeir vin-
samlega boði frændþjóðarinnar. Allir
fundu að norskt minnismerki um
Snorra átti hvergi lieima nema í
Reykholti, þar sem hann hafði ritað
sögu Noregs og þar sem liann lét
lífið, í sorglegum umbrotum norræna
stjórninálalifsins.
„Talað við
dómarann“
Út af grein um Lúðvíksmálið,
sem Mbl. birti á sunnudaginn
var, hefir Tíminn snúið sér til
Hermanns Jónassonar lögreglu-
stjóra og spurzt fyrir um, hvort
dómsmálaráðuneytið hafi „talað
við“ hann um málið og hvort
bann hafi lagt til við ráðuneyt-
ið, að sakamálsrannsókn yrði lát-
in niður falla.
Sem svar við þessari fyrir-
spurn hefir lögreglustjórinn leyft
Tímanum að birta eftirfaranda
bréf, sem liann ritaði dómsmála-
ráðuneytinu í gær:
„Hénneö leyfi ég mér virðingar-
fyllst, að snúa mér ti 1 liins liáa
dómsmálaráðuneytis út af eftirfar-
farandi:
Sunnudaginn 2. þ. m. birtist í
Morgunblaðinu grein með fyrirsögn-
inni „Úlfakreppa Tímans". í grem
þessari er birt umsögn fulltrúans i
dómsmáláráöuneytinu, ódagsett, um
gjaldþrotamál Lúðvígs C. Magnús-
sonar, með áritaði'i staðfestingu
skrifstofustjórans í sama ráðuneyti
dags': 21. maí 1932. í þessari um-
sögn fulltrúans, sem hefir verið
greind, er þess getið, að talað hafi
verið við dómarann, og hafi hann
eigi talið sig liafa fundið neitt „sér-
staklega fellandi fyrir gjaldþrota".
— Blaðið gefur svo á þessu þær
skýringar, að það hafi verið taiað
um málið við mig og þetta sýni, að
ég hafi verið þeirrar skoðunar, að
inálið ætti að falla niður.
Ég hafði búizt við, að ráðuneytið
mundi ótilkvatt leiðrétta þá missögn,
sem hér er um að ræða, með þvi að
skjölin, sem missögninni valda, voru
fengin frá ráðuneytinu. En það hef-
ir enn eltki verið gert, mér vitan-
lega. Ég geri ráð fyrir, að þetta
kafi af vangá, og ráðuneytið hafi
ekki veitt missögn blaðsins eftir-
tekt, því að bitt hlýtur ráðuneytinu
að vera fullkunnugt, að það átti
aldrei tal við mig um þetta mál.
þess vegna hefi ég aldrei látið í ljós
það álit, að málið ætti að falla niður.
Hin tilfærðu orð, sem talin eru höfð
eftir dómaranum, geta því ekki ver-
ið höfð eftir mér.
Ég leyfi mér því að óska þess, að
ráðuneytið, þegar í stað, gefi mér
bréflega skýringu á því við hvað er
átt í umsögrj þeirri, sem ráðuneyt-
ið hefir látið birta, þar sem skýrt er
frá að ráðuneytið hafi „talað við
dómarann".
(Sign) Hermann Jónasson.
Til
dómsmálaráðuncytisins, Reykjavík".
Eins og fram kemur í þessu
bréfi lögreglustjórans, er það al-
gerlega tilhæfulaust hjá Mbl., að
dómsmálaráðuneytið hafi' nokk-
urntíma „talað við“ hann um
gjaldþrotamál Lúðvíks C. Magn-
ússonar. Því síður er nokkuð
hæft í því, að hann hafi viljað
láta málið falla niður.
Nú hafa norsku ungmennafélögin
sent íslenzkum ungmennafélögunum
mikið af trjáplöntum, sem þau óska
að verði gróðursettar i Reykholti á
þeim stað, þar sem líkneski Snorra
er búinn staður. Ungmennasamband
Borgfirðinga, sem á svo mikinn þátt
í liyggingu skólans í Reykholti ætl-
ar að gróðursetja trén og annast
um trjágarðinn framvegis. Guðjón
Samúelsson húsamcistari mun í sam-
ráði við forráðamenn staðarins hafa
ákveöið stað, framan við skólann fyr-
ir trjágarðinn og væntanlegt líkneski
liins frægasta manns, sem lifað hefir
á íslandi. Mynd Snorra í Reykholti
verður tákn þess vinarhugar, sem
jafnan þarf að sameina Norðmenn og
i íslendinga. J. J.
Hverjir hafa stofnað ríkisskuldirnar?
2. 6 rr* i // . l] ynilf. 2.6
Z.+ É j Z-4
2.Z. zz
2. O 2.0
ia ia
16 1<o
i-t 14
m 12.
lo 1o
8 8
' b - 6
4- 4
*. I 2
o Hl l o
Svörtu súlurnar í línuritinu sýna:
I. Ríkisskuldir 1916: Tvær miljónir.
Mestmegnis vegna símalagninga.
II. Tuttugu og sex miljónir ríkisskulda, sem urðu til á stjórnar-
tíma íhaldsráðherranna Jóns Magnússonar, Sigurðar Eggerz og
Jóns Þorlákssonar,
til að borga: a. Embættiseyðslu.
b. Skuldatöp íslandsbanka.
c. Skrauthýsin í Reykjavík.
III. Tólf miljónir ríkisskulda, sem urðu til árin 1928—1930 undir
stjórn Framsóknarflokksins.
Til að borga:
a. Stofnfé til banka: Búnaðarbankans (3,6 milj.), Landsbank-
ans (3 milj.), Útvegsbankans (1,5 milj.).
b. Umbótafyrirtæki: Síldarverksmiðjuna á Siglufirði, Lands-
spítalann, Arnarhvol, Súðina, útvarpsstöðina, landssímastöð-
ina nýju.
A víðavanúi.
Kosningin í Reykjavík.
FuRtrúaráð Framsóknarfélaganna í
Réykjavík tók ákvörðun um það
nokkrum dögum áður en framboðs-
frestur rann út, að eigi yrðiyaf Frám-
sóknarflokksins liálfu hafður í kjöri
framboðslisti í Rvík að þéssu sinni.
Astæðurnar eru augljósar. Framsókn-
arflokkurinn hefir enn sem komið
er enga von um að koma að einum
þingmanni af fjórum í Reykjavík.
Úrslit síðustu kosninga sýndu, að
flokkurinn þá myndi hafa komið að
einum, ef þingmenn Rvíkur hefðu
verið sjö. Hinsvegar hefir fylgi
flokksins vaxið það mikið siðan, að
beztu vonir eru um, að koma að ein-
um af sex, ef stjórnarskrárbreytingin
gengúr í gildi. Fulltrúaráðið taldi al-
veg ástæðulaust að baka flokknuin
kostnáð og fyrirhöfn við kosninga-
þátttöku nú. Enda standa nú fyrir
dyrum bæjarstjómarkosningar á
næsta vetri og þar að auki væntan-
legai’ alþingiskosningar á næsta
vori. Mun því flokkurinn hafa ærið
starf uð vinna í höfuðstaðnum nú á
næstunni, þótt hann sitji lijá að
þessu sinni.
Hrakleg málnlok.
Kosnin’gabomba Morgunlilaðsins að
þessu sinni vor ofsókn sú, sem hafin
var á hendur hr. Pálma Loftssy.ni
forstjóra Skipaútgerðar rikisins. Til-
efnið átti að viera það, að P. L. hefði
verið meðeigandi í Fisksölufélagi
Reykjavíkur og uppistaðan í 10—20
dálka greinum blaðsins var sú, að
P. L. hefði selt P. L. fisk (sbr. þeg-
ar .T. þorl. verzlar við borgarstjó!’-
ann í Reykjavík, Th. Krabbe verzl-
ar við vitamálastjórann o. s. frv.).
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Eftir að birt voru félagsiögin sem
sönnuðu að Pálmi gat ekki verið
meðeigandi i, félaginu og auk þess
vottorð frá félagsstjórninni, sem
sannaði að hann liefði heldur aldrei
verið það, þá sjá ritstjórarnir þann
t
kost vænstan að éta allt ofan í sig.
— pá var farið í það að deila á
P. L. fyrir það að þórsútgerðin
mundi tapa 8 þús. hjá Fisksölu-
samlaginu, en þá sannaðist, að þetta
var sök Magnúsar Guðmundssonar,
sem gefið liafði félaginu gjaldfrest.,
sbr. bréf frá félaginu í vörzlum P.
L. Og lokaniðurstaðau af öllu bröit-
inu er orðin sú, að nú er megp-
inu af lesmáli Mbl. varið til þess,
að koma af íhaldsflokknum ábyrgð-
inni á því að ekki skyldi vera höfð-
að sakamál á Lúðvík C. Magnússon,
einmitt á sömu stundinni sepi í-
haldið gerði hann út sem opin-
beran endurskoðanda á Skipaútgerð
ríkisins!
Á raupsaldrinum.
það hendir oft gamla menn, að
látast hafa verið meiri á sinum yngri
árum, en þeir voru í raun réttri og
segja af sér ýmsar ósannar grobb-
sögur, eins og til sönnunar. Er þá
sagt að þeir séu komnir á raups-
aldurinn. — Slíkt vill þó einkurn
koma fyrir menn, sem eru lítilsigldir
og liafa litlu til leiðar komið um dag-
ana. þannig er t. d. með ritstjórann
við blað ungra íhaldsmanna fyrir
nokkru. þó liann ætti að vera ung-
ur maður, eftir stöðunni að dæma, er
hann kominn á gamalsaldur, einmitt
á þann aldur, þegar menn fara að
raupa og hæla ^sér af verkum, sem
þeir hafa aldrei unnið. Maður þessi
sem heitir Sigurður hefur unnið við
allmörg ihaldsblöð, og þó amlóða-
hátturinn og aulabárðarmennskan sé
þar höfð í liávegum, þá liefir hann
hvergi þótt nýtur og alltaf verið lát-
inn fara frá þeim. Nú er hann lát-
inn dingla við ómerkilegasta blað
iandsins. þrátt fyrir þetta, að íhald-
ið, sem , ekki er mannvant, haíi
svona vesælt álit á manninum, þá
íinnst honum ákaflega mikið til um
o.igin persónu, og skrifar í blað sitt
fátt annað en lofgreinar um sjálfan
sig. Skulu hér tilfærð nokkur um-
n.æli úi' einni hólgrein ritstjór-
yns, sem sýna hvert er eðli manns-
ins og á hvaða aldur hann er kom-
\