Tíminn - 06.07.1933, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1933, Blaðsíða 2
116 TIMINN inn: „Ritstjóra Heimdaliar er mél þetta alveg sérstaklega skylt, af því það var hann, sem fyrstur manna varð til þess að gera kröfur um rótt- látari kjördœmaskipun, eftir að Hann- es Haístein bar fram frv. sitt um þetta efni fyrir nál. 30 árum. — Rit- stjóra Heimdallar hefir aldrei dottið i hug að mikiast af þvi, þótt hann yrði tii þess að hefja baráttuna um þetta lýðréttarmál. ... Greinar um þetta efhi ‘er að finna í blaðinu Vesturiand frá 1924 og af og til eftir það. Vakti fyrsta greinin er í Vestur- iandi birtist (og var rituö af núv. ritstj. Heimdallarj allmikla eftir- tekt. ... Um hitt atriði: rýmkun kosningarréttarins er sama að segja, að það er ritstjóra Heimdallar tals- vert skylt. Hann flutti þetta mál sem gestur í Várðarfólaginu ó önd- verðu ári 1929. Greinar hans í Vesturlandi það ár og oft síðar hafa að geyma gleggstu og föstustu rökin, sem færð hafa verið þvi móli“. — Ritstjórinn mun sérstaklega hafa skrifað þessa grein sína í þeim til- gangí að dreifa blaðinu út meðal Barðstrendinga, sem hann heldur 1 fóvizkú sinni, að vilji kjósa sig á þing. En þrátt fyrir grobbið og löng- unina til að upphefja sjálfan sig, get- ur hártn..ekki fundið eftir margra ára gutl við stjórnmál, sér til vegs- auka, nema nokkrar lítilfjörlegar greinar í blaði, sem hafði eitthvað yfir 100 lesendur og eina ræðu haldna í fámennu klíkufólagi íhalds- maiina í Reykjavík. Er ótrúlegt að Barðstrendingar gangizt fyrir slíkum afreksverkumll Og ekki munu þeir heldur telja hann fýsilegri þing- mannsefni fyrir það, þó hann þykist hafa hafið baráttuna fyrir afnámi sveitakjördæmanna, sem að vísú er ósátt, eii sýnir þó hug mannsins. Og það telja allir þeir, sem þekkja manninn, að ef hann sýni sig á fundum þar vestra, þá fái Barð- strendingar að kynnast manni, sem beri glögg einkenni þess, að vera komihn'' á raupsaldur' n. Styrbjörn. Bævísleg - iyrirhyggja þeir sem fylgjast vel með um störf dómsmálaráðuneytisins hafa veitt því athygli, að um langan tíma hefir' skrifstofustjórinn þar látið aðstoðarmenn sína undirrita hverskonar bréf og tilkynningar ráðuneytisíhs iángt' umfram það sem á sér stað í öðrum stjórnardeildum. Nú hefir runnið upp fyrir mönnum hverskonar fyrirhyggja hér er að vérkí. Er þótta bersýnilega gjört til þess'að þegár álika „erindi" eru á ferðínni eins og „lausnarskjal" Lúð- víks ' C. Mágnússonar, þá sé auðveld- arac að'nota sér „undirmennina" til þéss að skrifa undir og skríða síð- an á bak við þá. Upþ ó hlutl Málshöfðun Lárusar Jóhannessonar gégn - ríkissjóði og kröfur hans um endnrgreiðsíu til „viðskiptavina" víu- verzlunarinnar er eitthvert átakan- legasta dæmi, sem þekkst hefir um frekju óvandaðra fjáraflamanna. Og enginn mun öfunda Lárus af þessu hlutskiptí. Jafnvel Morgunblaðið tekúr svári hans með hangandi hendi og‘ lætur hann verja málstað sinn undir nafni. Og þó er Lárus einn þeirra, sem oftast skrifa nafnlaust nlð í íhaldsblöðin, og hefir, að talið er, verið eínn aðal útgefandi Storms og Frámtíðarinnar. Seyðfirðingar munu fyrir sitt leyti segja til um það þartn 16. júlí nk., hvort þeirn finnist vel viðeigandi, að frambjóð- endur tii þingmennsku ráði sig „upp á hlut“ til að hafa fé af ríkissjóðn- um núna í kreppunni og fá það í hendur þeím mönnum, sem mest skipta við Áiengisver/.lun ríkisins. Ekki skal stelrm yfir stelni standa. í Mbí. 10. f. m. tilkynnir Ólafur Tiiors eftirfarandi i grein um „Sigra Sjálfstæðismanna": „En það skal nú sagt öílum „Sjálfstæðismönnum" skýrt og afdráttariaust, að þingmenn „Sjólfstæðísfíokksins" skilja til fulln- ustu, að það er óhjákvæmilegt nauð- synjaverk að þrífa til eftir Jónas Jónsson. það verk eru þéir albúnir að vinna hvenær sem fffiri gefst“. (Leturbr. Ól. Th.). — þetta, sem þeir ætía að þrifa til, var tilkynnt í þing- inu af Jóni þorlákssyni. það voru meðal annars samþykktir íhalds- þingsins í vetur er leið: Að leggja niður tóbakseinkasöluna, landssmiðj- una, ríkisprentsmiðjuna og leggja ríkisskipin undir Eimskipaíélagið. — „Sjálfstæðismenn" vilja koma þessu öliu undir einkabrask sitt og hafa af rikinu svo hundruð- um þúsunda skiptir í tekjur fyrir utan ýmisskonar annað hagræði og þetta tap ó svo að vinna upp með auknum tollum, eins og t d. við- bótartollum á kaffi og sykri, sem eykur dýrtíðina og hækkar óumflýj- anlega kaup manna. þenna mis- mun verða svo bændur að greiða ekki síður en aðrir. Dálagleg viðbót við aðra örðugleika þeirra. — 14. í. m. birtir Mbl. í dagbók klausu um, að þar geti menn fengið í auglýs- ingum uppiýsingar um ferðir um iand allt. Hefði Framsóknarstjómin ekki með dugnaði sínum tengt sam- an ótal akbrautir um land allt og byggt brýr í tugatali, og í þess stað iiefði ihaldsflokkurinn ráðið og ekkert gert, eins og hans er venja, en þó eytt öilum tekjum, þá hefði Morgunbl. ekki getað birt þessa inerkilegu fregn. Skólana í sveitun- um á að leggja niður, einmitt þœr stofnanirnar, sem reynslan hefir þegar sýnt, að eru færastar um að viðhalda íslenzkri tungu og menn- ingu. — þeir bændur, sem vilja iáta auka dýrtíðina, hækka toliana og hækka að mun kaup þess fóiks, sem þeir nauðsynlega þurfa á að halda, og liækka verðið á neyzluvörum þeirra, kjósa íhaldsmenn. Og þeir bændur, sem vilja þurka burt islenzkt þjóðerni og íslenzka menn- ingu, kjósa einnig ihaldið. En þeir, sem vilja koma i veg fyrir þessi íþyngsla- og hermdarverk, kjósa Framsóknannenn. þeir vilja lækka dýrtiðina og • viðhalda hinum þjóðlegu menningarstofnunum, sveita- skólunum. þeir iáta íhaldið sitja heima, þeir koma i veg fyrir skemmdaræði Ólafs Thors og hans fylgifiska. J. --—o--- María Markan. Ungfrú Maria Markan hefir dvalið liér i Reykjavík nokkrar vikur und- anfarið og sungið nokkrum sinnum við mikla aðsókn. Hafa bæjarbúar notið söngs hennar með aðdáun og undrun yfir miklum framförum þessarár söttgkonu. það mun verða einróma mælt, að María Markan sé gædd ekki ein- ungis einhverjum mestu heldur jafn- framt glæsilegustu raddhæfileikum, sem nokkrum íslendingi hefir hiotn- ast. Og um raddbeitingu hefir hún þegar nóð þeirri leikni og fágun, sem mutt vera einsdæmi í íari ís- lenzkra söngvara og sem nálgast mjög list heimsfrægra söngkvenna. þeir menn, sem eru framast dóm- bærir um sönglist, þykjast sjá, þar sem er list þessarar söngkonu, hylla af meiri vonum um íslenzka söng- frægð en nokkru sinni fyr. Hafa ís- lendingar þó með réttu átt slikar vonir áður, þó oft hafi orðið minna úr en efni stóðu til, vegna þess að söngvarar okkar eiga slíka smóþjóð að baki, ekki nema í meðalíagi fórn- fúsa í þágu lista og lítils megnugra um fjárframlög til annars en þorsk- veiða og jarðræktar. Fyrir nokkru siðan var myndað félag hér í Reykjavík, til þess að stuðla að útgáfu á óprentuðum tón- verkum íslenzks tónskálds. Slík fé- lagsmyndun er eftirtektarvert for- dæmi, án þess að metin séu tilefni eða vonir um árangur. Fátæk þjóð með litlu fé til opinberra ráðstaf- ana þarf að eiga því meira af fórn- fýsi og samtökum borgaranna tii fremdar og til varnar þeim andlegu og listrænu verðmætum, sem þjóð- inni hlotnast, því skrifað stendur: „Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði" — og vissulega eru verð- mæti listarinnar í máli, mynd og tónum hinn eiginlegi arfur óbor- inna kynslóða. Nú mættu fyrri víti um ósigra listarinnar vegna íslenzkrar fátækt- ar verða til varnaðar og til hvatning- ar um samtök góðra manna og nokkurs megnugra til stuðnings þessari söngkonu, unz hún hefir náð settu marki um lærdóm og leikni. Mætti þá svo fara, að nafn hennar yrði á næstu árum skráð meðal binna glæsilegustu nafna og víð- frægustu í heimi listar. Jónas þorbergsson. Ritstjóri: Gísll Onðmnndsson. Tjamargötu 30. Sími 424B PraatemiOJen AaU. Fyrsta nemendamót á Laugarvatni. í þessum mánuði eru iiðin fimm ár frá því að byrjað var að reisa Laugarvatnsskólann, og hefir skól- inn því starfað í fimm vetur. Alis hafa sótt skólann 327 nemendur. Fyrsta skóiaárið voru nemendur að- eins 24, enda hafði skólinn- þó lítinn hluta af því húsrúmi, sem hann hef- ir nú yfir að ráða. Síðastliðinn vet- ur voru nemendur 110, en flestir hafa verið 130 nemendur. það mun óhætt að fullyrða, að eitt af því, sem nemendur og lcennarar skólans minnast með mestri ánægju, frá þessum fimm ára samvistum og starfi, er sá félagsandi, sem rikt hefir í skólanum og sá velvildar- hugur, sem skólinn hefir mætt. Upp af þessum anda er nemenda- samband skólans sprottið. Var það stofnað 20. febrúar 1931, og áttu nemendur upptökin að stofnun þess. Tilgangui- sanibandsins er sá, að við- halda kynningu allra þeirra nem- enda, sem í skólanum hafa dvalið, þótt þeir að loknu námi dreifist út um býggðir landsins, og treysta að samband þeirra við skólann haldist. Einnig iiyggst sambandið eftir mætti að stuðla að gengi skólans. 1 lögum sambandsins er ákveðið, að félagar haldi mót eða þing fimmta hvert ár. Samkvæmt þessu var íyrsta þing nemendasambands- ins háð ó fimm ára starfsafmæli skólans, dagana 10.—13. f. m. þingið sóttu 90—100 manns af þeim rúmum tveim liundruðum, sem í sambandinu eru. Má það heita mjög fjölsótt, því auk þess að fé- lagarnir eru dreifðir um allt land, eiga margir þeirra ekki heiman- gengt um þenna tíma árs, vegna ýra- issa anna til sjávar og sveita. Ýms- ir sóttu langt að, t. d. úr Dalasýslu, Borgarfirði og Skaftafellssýslum og af Vestíjörðum. Við sem þingið sóttum, komum fyrst og fremst til þess að hittast að nýju, tala um áliugamól okkar og rifja upp gamlar minningar. Njóta stuttrar samveru ó svipaðan hátt og þegar við vorum i skólanum. I stuttu máli lifa þrjá daga að hætti Laugvetninga, við íþróttir, söng, leika og störf. Dagskrá þingsins var líka samin með þetta fyrir augum og var það vel farið.' Ýms mál, er snerta störf og fram- tíð skólans og sambandsins voru rædd á þinginu, t. d. aldurstak- mai-kið í héraðsskólunum, bindindi, samskólar eða sérskólar, gjafir og vinna nemenda til skólans, héraðs- skólamir og listirnar, námsefni og starfsliættir skólans o. fl. Lög sam- bandsins voru rækilega endurskoðuð og samþykkt talsvert breytt frá því sem þau áður voru. þá var og kosin stjóm til næstu 5 ára. Er svo fyrir mælt í lögum sam- bandsins, að hún skuli skipuð 5 mönnum og skuli eigi færri en 2 þeirra vera kennarar við skólann. Kosnir voru þessir: Guðmundur Gíslason form., Bergsteinn Krist- jánsson gjaldkeri, Stefán Jónsson rit- ari, Gunnar Eggertsson og Helgi Geirsson. Á meðan þingið stóð yfir kom út fyrstá órsrit sambandsins. Birtist í því Ágrip af sögu héraðsskólamáls Súnnlendinga, eftir Böðvar Magnús- son á Laugárvatni og löng ritgerð eftir Jóhas Jónsson, sem hann kall- ar Draumaf og veruleiki, fjallar hún sérstaklega um afstöðu þings og stjórnar til héraðsskólanna í land- inu. í ritinu eru einnig fréttir af félögunum, skólaskýrsla tveggja síð- ustu ára og fleira. Um ritið og tii- liögun þess var talsvert rætt á þing- inu og var samþykkt að eftirleiðis skyldi það koma út ár hvert. Aúk venjulegra fundarstarfa héldu tveir nemendur fyrirlestra, sem þeir höfðu samið heima með það fyrir augum, að flytja á þinginu. Á kvöldin var glatt á hjalla og skemmtum við okkur við kaffi- drykkju, ræðuhöld, söng og dans. þessir þrir dagar liðu áður en varði. Á þriðjudagskvöld að loknu dags- verki settumst við að kaffidrykkju í liorðsal skólans. Við fundum öll, að nú var kveðjustundin upprunnin og að langt mundi þess að bíða, að svo margir Laugvethingar sætu við sama borð. Sömu tilfinningarnar gripu okkur eins og fyr, þegar við kvöddum skólann — saknaðar- ‘og hlýjutilfinningar. — Margar ræður Vínnufatagerð íslands Reykjavík. — Símskeyti: Vinnufatagerðin. Skrifstofa: Edinborgarliúsinu. Sínri 3(166. - Pósthólf 34. Framleiðir: YINNUBUXUR „OVERALLS" JAKKA SAMSETNINGA fyrir fullorðna og börn, úr bláu nankini, kaki- taui og ýmsum mislit- um efnum. Til franileiðslunuar er notaður fullkomnasti vélaútbúnaður og aðeins beztu fáanleg efnL við kaupfélag Vestur'Húnvetnínga á Hvammstanga er laus, frá næstu áramótum Umsóknir sendist stjórn kaupfólagsins fyrir 1. sept. n. k. Hvammstanga, 13. júní 1933. Stjórnin. Klæðaverksmiðjan Cr e £ j n n Akureyri hefir ávalt fyrirligffjandi fjölbreytt úrval af allskonar fataefn- um karla, kvenna og barna, ennfremur band og lopa. Fjölbreytt úrval af ullarteppum (ferðateppi). Verksmiðjan býr einni gtil stönguð ullarteppi, létt og hlý. Þéssi teppi eru sérlega hentug í útilegum og fyrir sjómenn. Kosta aðeins kr. 12,50. Fást hjá KLÆÐAVERSMIÐJAN GEFJUN, AKUREYRI og GEFJUN, LAUGAVEG 10. Sími 2838 Rvík. voru flúttar um kvöldið og klukkan 11 sleit Guðmundur Gislason for- maður sambandsins þinginu og hver hélt heim til sín auðugri af minn- ingum um góða félaga og sterkari í þeim ásetningi, að vinna að góð- um og nytsömum málefnum. þökk fvrir samveruna, Laugvetn- ingar! x... --—o------ Frá Austurríki. Svo lík er stefna svartTiða á Ítálíu og Hítlersmannaxí þýzkalándi að ótrúlegt er, að þær geti rckizt ó og orðið að fjandsam- legum aðiljum í sama landi. Svo er þó í Austurríki. Nýlega var þingið þár leyst upp og stjórnarforsetinn, Dolfuss að nafni, tók sér einskonar einræðisvald. Sá flokkur, sem styður hann eru svonefndir kristilegir jafn- aðarmenn og er stefna þeirra álika og íhaldsflokksins hér á landi. Auk þess nýtur hann stuðnings flokks- brots eins, sem kallar sig landvarnar- menn og á sinn aðalstyrk í því að hafa vopnuðum liðsveitum á að skipa. þessir flokkar viija hafa sam- vinnu við Ítalíu og að Austurríki haldi áfram að vera sjálfstætt. Við þýzkaland vilja þeir ekkert hafa sarnan að sælda. — En síðan heimsstríðinu lauk og Austurríki var bútað niður til sigurvegaranna, og nú- verandi Austurríki er ekki nema lit- ill hluti af því, sem það var áður, iiefir sú stefna átt mikil ítök i Austurríkismönnum að sameinast þýzkalandi, og þá stefnu hefir aust- urríski Nazistaflokkurinn tekið upp. Milli, Nazistanna og stjórnarflokk- anna er því ríkjandi hinn mesti fjandskapur, sem brýzt oft út í blóð- ugum deiluin, því hvorir tveggja liafa vopnuðu iiði ó að skipa. þessir flokkar vilja afnám alls lýðræðis og einveldisstjórn. Nazistar vilja að Hitler verði þeirra einvaldi, því hann er austurriskur að uppruna. Einn Reykjavík. Sími 1249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauð) óvalt fyrir- liggjandl: Salami-pylsur. Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Dö. —Z, — Do. — 2, mjó Suuða-Hangibjúg'u, gild Do. mjó, ‘Soðnar Svína-rullupyÍBur, Do; KAlfa-rullupylsur, I. Do. Sauða-rullupyliur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, . Do. Mortgdelpylsur, 1 Do. Skinktipylaur, Do. HamborgarpyÍBur, :i Do. Kjötpylsur, 9 Do. Lifrarpyisur, Ii Do. Lyonpylsur, Do. rr Cervelatpyhiur, Vörur þessar eru aliar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- 1 ast — að dómi neytenda — sam- : ánburð við samskonar erlendar. VerðBkrór sendar, og pantanir j.afgreiddar um allt land. foringi þeirra orðar þetta fyrir skemmstu á þá leið, að þeirra aðai- áhugamál væri að „feöra foringja sin- um (Hitler) föðurland sitt sem dýr- lega gjöf“. Mijlj þessara flokka standa jafnaðarmenn, sem vilja við- hald þingræðisins og umbætur í stað æsinganna og úrræðaleysisins. Sain- kvæmt seinustu kosningum hafa þeir með sér 40% af þjóðinni. — Örlög Auslurríkis leika nú á veikum þræði, og óséð er hvernig fára muni, en líklegt þykir að stórir atburðir séu þar í vændum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.