Tíminn - 15.07.1933, Side 1

Tíminn - 15.07.1933, Side 1
XVIL árg. Reykjavík, 15. júlí 1933. 34. blað. Niður með íhaldið! Á morg-un gengur þjóðin til kosninga. Þetta blað Tímans mun verða komið fyrir sjónir manna í allra næstu nágrannakjördæm- um Rvíkur áður en kosning befst. Því vill Tíminn fara nokkrum orðum um kosninguna í þessum kjördæmum. Hvaðanæfa að af landinu ber- ast þær fregnir, að fylgi íhalds- mannanna fari stórlega þverr- andi. Ber margt til: Ótti almenn- ings við það, ef aftur ætti að koma í landinu samskonar stjórn- aríar og réttleysi og hér var ríkjandi á meðan íhaldsflokkurinn fór með völdin. Ásælni braskara og stórútgerðarmanna, sem nú bíða þess með óþreyju að steypa sér yíir landslýðinn með hermd- arverkum og fjárkúgun, ef eitt- hvað breyttist um áhrif í þing- inu. Og síðast en ekki sízt minn- ist fátækur almenningur til sjáv- ar og sveita hinnar óréttlátu og ómannúðlegu framkomu íhalds- ins í skattamálunum núna í þing- lokin, þegar íhaldsflokkurinn all- ur sem einn maður neitaði að leggja byrðai- kreppunnar á breiðustu bökin. Um það berast nú fregnir ut- an af landinu, og virðast hafa við allþung rök að styðjast, að Magnús Guðmimdsson rnuni falla í Skagafirði, Jón Áuðunn Jóns- son í Norður-ísafjarðarsýslu, Thor Thors á Snæfellsnesi og jafnvel Jón Ólafsson í Rangár- vallasýslu. Og af mörgum er það fullyrt, að íhaldsfulltrúinn, Bjaini Snæbjörnsson muni falla í Hafnarfirði. Ef svo færi, sem þessar fregn- ir benda til, mætti svo heita, að íhaldsflokkurinn í núverandi mynd væri þurkaður út úr þing- inu. Hefir það og verið margra manna mál, og eins innan íhalds- flokksins sjálfs, að flokkurinn með þeirri forystu, sem hann nú hefir og þeim málefnaflutningi, sem hann beitir, sé á fallanda fæti. Og þar við bætast svo hinar eftirminnilegu hrakfarir íhalds- flokksins í útvarpsumræðum nú undanfarið, sem fram hafa farið í áheyrn alls landslýðsins. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Þar eru nú fjórir frambjóð- endur í kjöri. En baráttan stend- ur aðeins um tvo. Frambjóðandi kommúnista mun varla fá með- mælendatöluna, og um frambjóð- anda socialista, Guðbrand Jóns- son, er það einnig vitað, að hann fær ekki mikið fylgi. í síðustu kosningum fékk hann ekki nema 101 atkvæði, og margt af þeim var í Skildinganesi, sem nú er búið að sameina Reykjavíkur- kaupstað Allir þeir, sem vilja fella Ólaf Thors verða að kjósa Klemens Jónsson, frambjóðanda Fram- sóknarflokltsins Hann einn af frambjóðendunum getur fengið nægilega mörg atkvæði til þess að Ólafur falli. Á einu kjörtímabili 1927—31 ferfaldaðist atkvæðatala Fram- sóknarflokksins í sýslunni. Frambjóðandi Framsóknar- flokksins Klemens Jónsson er bú- settur í héraðinu. Hann er þaul- kunnugur ástæðuin almennings um allt héraðið, og hefir gegnt margháttuðum trúnaðarstörfum í sinni sveit og í þágu héraðsins alls. Hann er yfirlætislaus maður, en prýðilega gefinn, gætinn og fastur fyrir og hefir unnið al- manna traust, enda hefir hann í hvívetna látið sér annt um ann- ara hag. Keflavík getur ráðið úrslitun- um. í Keflavík eru nú um 500 kjós- endur. En nú er uppreisn gegn Óiafi Thors í Keflavík. Keflvík- ingar þykjast ekki eiga honum neitt gott upp að unna. Fiskvið- skipti þeirra við Kveldúlf hafa reynzt hörmulega. Og almenning- ur þar er búinn að sjá, að ólafur getur ekki í senn verið bæði full- trúi Keflvíkinga og Kveldúlfs, því að hagsmunirnir fara þar ekki saman. Nú síðasta árið hefir Ólafur marga herfilega útreið fengið á fundum í Keflavík. Hann hefir séð sína fyrverandi fylgismenn sitja þungbúna á bekkjum, van- trúaða á gaspur hans og yfirlæti. Og nú er Ólafur hræddur. Morgundagurinn sker úr um ■ það, hvort sterkara reynist, Ól- afur eða Keflvíkingar. Og enginn vafi er á, hvort sterkara verður, ef Keflvíkingar eru samtaka. Þá fellur Ólafur í Gullbringu- og Kjósarsýslu eins og hinn Kveld- úlfsbróðirinn, á Snæfellsnesinu. Borgarfjarðarsýsla. Þar eigast þeir nú við, Jón Hannesson í Deildartungu og Pét- ur Ottesen. Pétur Ottesen kjósa þeir, sem meta hávaða meira en rök. Gauragangur Ottesens í ræðu- mennsku á Alþingi er mönnum löngu hvimleíður orðinn, og það því fremur, sem hann er þekktur að því að vera.leiðitamur og auð- sveipur skutulsveinn kaupmanna- valdsins í Reykjavík. Er Pétur ekki slæmur maður að upplagi, en skilningssljór á þjóðmál og styð- ur að jafnaði á Alþingi, í blindu flokksfylgi, þau verk, sem hann mest ærist út af á fundum heima fyrir, svo sem fjársóun og bitl- inga. Myndi vel fara sveitungum lians að leysa sál hans úr slíkum þrengingum, með því að endur- kjósa hann ekki inn á Alþingi. Myndh fáir forystumenn aðrir en hann hafa haft seinlæti og hugkvæmdaleysi til þess að láta hina miklu framtíðarmöguleika Akranesskauptúns liggja ónotaða án þess svo að segja að hreyfa legg eða lið, til að hafa forgöngu mála. Myndi Jón í Deildartungu, bæði með tilliti til héraðsins og lands- málanna yfirleitt, reynast liðtæk- ari maður og skilningsbetri á þau úrræði, sem fyrir hendi eru og íramtíðin heimtar. Enda hefir hann eins og vænta mátti um mann með slíka hæfileika, fyrir löngu síðan skipað sér í þann flokk, sem skilningsbeztur er á lífskjör almennings og forgöng- í una hefir í menningarbaráttu i þjóðarinnar. Er hann þar meðal i frjálslyndustu manna og hörðustu | andstæðinga íhaldsins. \ Mýrasýsla. ! Einnig þar stendur bai’áttan Framsóknarflokksins og íhalds- flokksins. Er þar og mikill munur fram- bjóðendanna, þar sem Bjarni Ás- geirsson er meðal glæsilegustu manna, snjall í ræðustóli og hinn ánægjulegasti samstarfsmaður, en Torfi Hjartarson stirð- máll ræðuskussi, útskrifaður úr hinni pólitísku uppeldisstofnun reykvískra ihaldsmanna, Heim- dalli, með litla þekkingu á lands- málum. Munu Mýramenn við kjörborð- ið á morgun minnast þeirra mörgu og stórfelldu umbóta, sem þar hafa orðið í héraði undir for- ystu Framsóknarflokksins, og með atbeina hinna tveggja síð- ustu þingmanna, Péturs Þórðar- sonar og Bjarna Ásgeirssonar. Og fáum mun þar í héraði líklegt þykja, að betur yrði með farið í þeim efnúm, ef íhaldinu yrði fal- in forystan. Árnessýsla. Þar eru nú átta frambjóðendur talsins, frá fjórum flokkum. En átökin munu þar verða eins og annarsstaðar í sveitakjördæmun- um, milli Framsóknarmannarma annarsvegar og íhaldsmannanna hinsvegar. Er þess að vænta, að frjáls- lyndir menn í sýslunni fylki sér um Framsóknarmennina, því að hvert atkvæði, sem þar verður greitt jafnaðarmönnum, eykur vonir íhaldsins. Og eigi er lík- legt, að Árnesingar séu í þeim byltingahug, að þeir greiði kom- múnistum atkvæði. Ætti almenningur í þessu frjó- samasta héraði landsins, með hin nýstofnuðu samvinnufélög, að hafa það fast í huga, hvílík- ur óleikur það mætti verða hér- aðinu og framfaraviðleitni þess, ef íhaldið fengi þar nú valdaað- stöðu. Er þess því að vænta, að Árnesingar fylki sér um hina gömlu og reyndu þingmenn, Magnús Torfason og Jörund Bryn- jólfsson, sem Framsóknarflokkur- inn hefir þar í kjöri, og þar hafa farið með umboð saman síðasta áratuginn. Islenzkur doktor við Kaupmannahafnarháskóla. Hinn 30. júní sl. var Þorkell meistari Jóhannesson frá Fjalli sæmdur doktorsnafnbót við há- skólann i Kaupmannahöfn fyrir bók þá, er hann hefir ritað um „Frjálst verkafólk á Islandi til siðaskipta“. Er bókin gefin út á þýzku, og heitir á því máli: „Die Stellung der freien Arbeiter in Island bis zur Mitte des 16. Jalir- hunderts“. Er hún 256 bls. að stærð í 8 blaða broti og fæst í bókaverzlun E. P. Briem í Reyk- javík og hjá Levin & Munksgaard í Khöfn. Þegar háskóli veitir doktors- nafnbót, fer sú athöfn fram opin- berlega og oft að viðstöddu fjöl- Utan úr heimi. eins og að undanfömu milli Fiskiskipaíloti Reykjavíkur. þegar Jónas Jónsson skýrði frá því, í útvarpsumræðunum 12. þ. m. íiS fiskiskipafloti Reykjavíkur hefði rýrnað úr 41 skipi niður í 27 síðan 1929, vildi Jón porláksson reyna að hrekja það með því að togarar í Reykjavík hefðu aldrei verið fleiri en 27 en væru nú 24. En veit þessi borgarstjóri Reykjavíkur það ekki, að það eru til fleiri skip en togarar? Eða vill hann kalla þessi ummæli Páls Olafssonar framkvæmdarstjóra „rógburð um Reykjavík", sem birt- ust í Mbl. 18. sept. f. á.: „Árið 1929 voru gerð héðan út 41 fiskigufuskip en nú í ár eru þau ekki orðin nema 27 talsins". — — „Með þriðjungs rýrnun á fiskiflotan- um hér í bænum síðustu árin hafa að minnsta kosti 500—600 fjölskyld- ur misst atvinnu sína og lífsfram- færi.-----Hvað myndi sagt um einn bónda, sem þannig væri ástatt um“. pessi beizki sannleikur, um á- standið í Reykjavík, undir stjórn í- haldsins, cr alþjóð kunnur, og verð- ur ekki kveðinn niður af Jóni þor- lákssyni eða öðrum með þeim blekk- ingum að telja aðeins togarana en sleppa linuveiðurunum. Flokksmað- ui' J. p., hr. Páll Ólafsson togaraút- gerðarmaður, vitnar þar á móti hon- um. Dr. Þorkell Jóhannesson. menni. Sérstakir menn eru til þess skipaðir af háskólans hálfu að gagnrýna í heyranda hljóði efni bókarinnar, og eru þeir nefndir andmælendur (opponent- ar, af latn. orðinu opponere = veita mótstöðu), en doktorsefnið stendur fyrir svörum. Slær þá stundum í harðar deilur, því að margt verður vísindamönnum að ágreiningsefni. Andmælendur Þorkels voru þeir Finnur Jónsson fyrv. prófessor í norrænum fræð- um og Erik Arup prófessor í sögu. En margt manna var við- statt, bæði prófessorar og stúd- entar við háskólann, blaðamenn, íslendingar ýmsir, sem búsettir eru eða staddir voru í Khöfn um þetta leyti o. fl. Enda var þessi viðburður talinn hinn merkasti, m. a. af því, að Þorkell er fyrsti fræðimaðurinn af þeim, er stund- að hafa nám hér heima eingöngu, sem doktorsnafnbót hlýtur við Kaupmannahafnarháskóla. En andmælendurnir fóru mjög lofleg- um orðum um verk hans. Vakti próf. Arup sérstaklega athygli á ]?eim kafla bókarinnar, er fjallar um íslenzkar fiskveiðar á fyrri öldum, og hvatti höf. til að skrifa íslandssögu eftir þeirri fyrir- mynd. Engum þeirra, sem þekkja Þor- kel Jóhannesson og ættfólk hans, kemur á óvart sá frami, er hann hefir nú hlotið. Á hann til að telja margra hinna gáfuðustu manna í Þingeyjarsýslu. Jóhannes faðir hans, bóndi á Syðra-Fjalli í Aðaldal, ágætur fræðimaður á al- þýðuvísu, bróðir Indriða skálds á Ytra-Fjalli, er látinn fyrir tveim árum. En móðir hans, Svafa Jónasdóttir frá Hraunkoti er enn á lífi á Syðra-Fjalli. Kom Þorkell seint í skóla en vel heiman búinn, og hafði þá lesið meira en títt er um aðra jafn- aldra, þótt námsmenn séu. Stúd- entsprófi lauk hann við mennta- Samvinna með bænduui og jafn- aðarmönnum i Svíþjóð. Síðastliðið haust unnu jafnað- armejm í Svíþjóð glæsilegan sig- ur í kosningunum og mynduðu eftir það stjórnina. Á þinginu í vetur komu þeir fram með rót- tækar tillögur um minnkun her- Lúnaöar og sýndu fram á, að hægt væri með því að spara 20 milj. króna, sem hægt væri að nota til atvinnubótavinnu fyrir at- vinnuleysingjana, sem voru fjöl- margir. Einnig kröfðust jafnað- armenn mikils styrks frá ríkinu til atvinnubóta að auki. Ihalds- menn börðust af öllum mætti gegn tillögum þessum og fengu 2 smáflokkana 1 lið með sér. En bændaflokkurinn hefir alltaf bar- izt fyrir afvopnun, svo hann gat þarna átt samleið með jafnaðar- mönnum. Við nánari athugun virðist sem báðir þessir flokkar hafi komizt að raun um, að þeir ættu í raun og veru samleið í býsna mörgum málum, og hefir nú tekizt með þeim hin bezta samvinna. Jafnaðarmenn komu í gegn til- lögu sinni um lækkun útgjalda cil herbúnaðar, 200 milj. króna framlagi frá ríkinu til nýs at- vinnureksturs (atvinnubóta) og að þeir menn, sem ynnu að at- vinnubótavinnu fengju sama kaup og aðrir verkamenn á staðnum. Bændur hafa aftur á rnóti fengið tillögur sínar um að skylda kornmyllurnar til þess að blanda ameríska hveitið með sænsku hveiti, sem hefir þau á- Iirif, að verðið á sænska hveitinu hækkar að mun. Sömuleiðis hafa þeir fengið í gegn framleiðslu- toll á smjörlíki. Sá tollur hefir þegar haft þau áhrif, að smjör- verðið hefir hækkað úr kr. 1.70 í kr. 2.30. íhaldsmenn eru vitanlega mjög reiðir yfir samvinnu bænda og verkamanna, því að þeir sjá, að ef þessi samvinna helzt, er alveg útilokað að þeir geti myndað stjóm í bráðina, og sömuleiðis er jafnvægismeistarinn Ekman fyrv. forsætisráðherra harla gramur og sér nú að hann getur ekki lengur ráðið stjórn landsins, með því að semja til skiptis við flokkana, eftir því sem bezt hent- ar fyrir hann í svipinn. Bændur og verkamenn láta aftur á móti mjög í ljós ánægju sína yfir að samvinna skuli nú hafa tekizt milli þessara flokka, milli alþýðufólksins í sveitum og kaupstöðum, sem vitanlega hafi svipuð áhugamál og sömu hags- muna að gæta gagnvart hátekju- stéttum bæjanna. Gl. R. skólann í Reykjavík og meistara- prófi í norrænum fræðum við há- skólann vorið 1927. Var saga sér- námsgrein hans. Að loknu meist- araprófi gegndi hann nokkra vet- ur skólastjórn í Samvinnuskólan- um, meðan Jónas Jónsson var ráðherra, en er nú 1. bókavörð- ur við Landsbókasafnið. I námi sínu og rannsóknum hefir Þorkell lagt sérstaka stund á atvinnuhætti og þjóðhag íslend- inga frá fyrstu tíð fram til vorra daga. Er það merkilegt og lær- dómsríkt viðfangsefni, en lítt rannsakað áður. Þá hefir Þorkell

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.