Tíminn - 29.07.1933, Side 1

Tíminn - 29.07.1933, Side 1
XVXL árg. Reykjavík, 29. júlí 1933. 36. blað. L■ rS- Arásin á sveitirnar. „Hvar munum vér staddir eftir nokkra áratugi, ef ekki sitja aðrir við stjóniartauma lands voi’s en tómir lið- léttir heimalningar, þreklaus bændalýður?“ (Morgunblaðið 30. sept. 1919). „Úr því að bændur móðgast svo mjög yfir Reykjavíkur- valdinu, þá væri máske ekki svo fjarri að beita því ofur- lítið meira en verið hefir“. (Morgunblaðið 21. júní 1931). „Og þá getur það hugsast, að það hvarfli að einhverjuin, hvort það geti ekki átt sér stað, að viðreisn landbúnaðar- ins geti orðið of dýru verði keypt“. (Visir 1. apríl 1931). I. Hvað stjórnmálaflokkur er það, sem svona talar um íbúana í sveitakjördæmum landsins ? Hvaða flokkur var það, sem árið 1919 talaði um „þreklausan bænda- lýð“ ? Hvaða flokkur var það, sem 12 árum síðar hafði í hótunum um að beita Reykjavíkurvaldinu „ofurlítið meira en verið hefir“? Það er sami flokkurinn, sem ótt- ast, að „viðreisn landbúnaðarins geti orðið of dýru verði keypt“. Það er flokkur Kveldúlfs. Það er flokkur stórkaupmannanna í Reykjavík. Það er flokkurinn, sem við kosningarnar í sumar bauð fram Thor Thors á Snæfellsnesi, Þor- stein sýslum. í Dölum, Jón Pálma- son í Austur-Húnavatnssýslu, Magnús og Jón í Skagafirði, Gísla Sveinsson í Vestur-Skaftafells- sýslu og bankastjórana tvo í Rangárvallasýslu. Það er íhalds- flokkurinn, sem nú kallar sig „Sj álf stæðisflokk". Það > er flokkurinn, sem nú heimtar aukaþing í sumar, flokk- urinn, sem heimtar vetrarkosn- ingar. H. Miðstjórn íhaldsflokksins hefir s. 1. miðvikudag ritað forsætis- ráðherra bréf, þar sem borin er fram sú krafa, að aukaþing verði kvatt saman í næsta mán- uði og nýjar kosningar látnar fara fram „ekki síðar en fyrsta vetrardag“ (þannig í bréfinu). Bréf þetta er undirritað af ólafi Thors. Einkennilegt er það, þótt ekki skipti miklu máli, að bréfið frá ólafi Thors skuli sent einmitt s. 1. miðvikudag. Miðstjómin var þá eftir því sem fullyrt er alveg nýbúin að kalla þingmenn flokksins saman í Reykjavík til skrafs og ráðagerða, og munu þeir af þingmönnum, sem búsett- ir eru utan bæjarins (en það eru 8 af 20) hafa verið væntanlegir þá næsta dag. Heyrst hefir, að sumir þeirra a. m. k. séu and- vígir aukaþingi, og lítur helzt út fyrir, að Ólafur hafi flýtt sér að senda skjalið í því trausti, að hann yrði ekki gerður ómerkur eftir á. Verður Ólafi vafalaust að þeirri trú sinni, því að ekki munu þingmenn Rangæinga, eða aðrir íhaldsþingmenn, sem í kosningun- um sögðust vera á móti auka- þingi, hafa manndóm í sér til að standa gegn Kveldúlfi í þessu rnáli, a. m. k. ekki þegar búið er að bera kröfuna fram opinberlega „fyrir hönd þingflokks Sjálfstæð- ismanna" eins og það er orðað í bréfinu. Ólafur Thors talar um það í bréfi sínu og sömuleiðis í grein, sem hann ritar í Morgunblaðið í fyrradag, að kosningamar muni fara fram „eigi síðar en fyrsta vetrardag“ (21. okt.). Jafn- vel þótt kosningar yrðu fyrsta vetrardag, væri það fullalvarlegt fyrir þá, sem í sveitunum búa. En líkurnar til þess að kosning- arnar yrðu svo snemma, eru þar á ofan ákaflega litlar. 1 fyrsta lagi gæti þingið ekki komið sam- an fyr en um miðjan ágúst. Og full ástæða er til að ætla, að það myndi eigi standa skemur en 4—6 vikur. Staðhæfing Ó. Th. um að afgreiðsla kosningalaganna þurfi ekki að standa nema 10—14 daga, nær ekki neinni átt. Ýms atriði í kosningalögum verða fyrirsj á- snlega mjög viðkvæmt mál, t. d. kjördagurinn, atkvæðagreiðsla ut- an kjörstaðar (sem misbeitt hefir verið af íhaldsmönnum nú í ltosn- ingunum), nánara fyrirkomuiag landlistanna og úthlutunar upp- bótarsæta o. m. fl. Og fávíslegt er það og ógæfusamlegt í alla staði að hraða kosningalögunum af á skömmum tíma, áður en almenn- ingi hefir gefizt kostur á að átta sig á því máli eða fram hafa farið um það opinberar umræður. Sam- kvæmt þessu yrði þá þingi eigi lokið fyr en um miðjan september í fyrsta lagi og jafnvel ekki fyr en í byrjun október eða e. t. v. síðar. Næst kemur þá framboðs- fresturinn, sem ekki má vera minni en hálfur mánuður, því að einhvern tíma þurfa héruðin og flokkamir til að átta sig á því, hverjir eigi að vera í kjöri, og er ekki létt um fundahöld þá í aðalsláturtíðinni. Gæti þá fram- boðsfrestur dregizt fram í miðj- an oktober eða lengur. En frá því að framboðsfrestur er úti, eiga að líða fjórar vikur til kjördags og færi þá kosning eigi fram fyr en um miðjan nóvember. Og loks er þess að gæta í viðbót, að þeir frestir, sem hér eru nefndir, myndu sjálfsagt í reyndinni verða allt of stuttir, þar sem semja þarf nýjar kjörskrár vegna hinna ungu kjósenda, sem við bætast, og að því loknu þarf að veita nægi- lega langan kærufrest eins og venja er til. Myndi því vel geta farið eins og Tryggvi Þórhallsson alþm. hefir haldið fram, að kosn- ingarnar gætu eigi farið fram fyr en í desembermánuði. Það yrðu vetrarkosningar eða nánar tiltek- ið, skammdegiskosningar. IH. En hver er svo ástæðan til þess, að Ólafi Thors og hans mönnum er svo áfram um að knýja fram aukaþing og vetrar- kosningar? Þær ástæður, sem 0. Th. færir fram í grein sinni tek- ur enginn maður alvarlega úr þeirri átt. Nú á það að vera óbærilegt fyrir unga fólkið, 21— 25 ára, að bíða 1 6 mánuði eftir kosningarréttinum, sem íhalds- menn, flokksbræður 0, Th., stóðu á móti, árum saman! Hitt er sönnu nær, að unga fólkið myndi einmitt hafa hag, af því, að kosn- ingar drægjust, því að varla færi hjá því, ef öllu á að flaustra af nú á skömmum tíma, að eitt- hvað af nýju kjósendunum misstu rétt sinn, af því að kjörskrárnar væru ékki í lagi, og fengi þá ekki tækifæri til að nota hann fyr en eftir 4 ár. Og einkenni- legt má það heita, ef Ólafur stendur í þeirri trú, að hætt yrði að „setja flokkshagsmuni yfir þj óðarhagsmuni“ ef kosningar verða í desember, en annars ekki! Þetta eru heldur ekki ástæð- urnar. Ástæðan er ein — aðeins ein. Reykjavíkuríhaldið, með Kveldúlfsbræður í broddi fylking- ar, ætlar nú að láta til skarar skríða um þ’að að „brjóta bænda- valdið á bak aftur“ eins og ræðu- menn íhaldsins orðuðu þetta á svölum Varðarhússins í „skríl- vikunni" 1931. íhaldið veit, að kjördagurinn eftir veturnætur getur ráðið úrslitum kosning- anna. Skammd'egishríðarbylur einn einasta dag getur gefið íhaldinu hreinan meirahluta á Al- þingi næstu fjögur ár. En þess- um meirahluta er íhaldið vonlaust um að ná, þrátt fyrir uppbótar- sætin, ef kjörsóknin yrði sæmi- leg í sveitunum. íhaldið hefir góðar endurminn- ingar um vetrarkosningar. Árið 1923 fóru síðustu vetrarkosning- arnar fram í kjördæmunum. Upp úr þeim kosningum fékk íhaldið sinn síðasta meirahluta. Síðan hafa farið fram þrennar kjör- dæmakosningar, allar að vor. eða sumarlagi. í öllum þeim kosning- 1 um hefir íhaldið orðið undir, bæði j í atkvæðatölu og þingmanna- ; fjölda- Og þess vegna veit íhaldið | það nú, að vetrarkosningarnar • eru eina bjargráðið fyrir hinn illa málstað í íslenzkum stjórnmálum. Og þessvegna heimtar Ólafur j Thors vetrarkosningar. \ Þetta er síðasta og óvæntasta áhlaupið í herferð braskara- flokksins gegn „bændavaldinu“. 1 Sú herferð er skipulögð með for- sjá. Fyrst er knúin fram á Al- 1 þingi stjórnarskrárbreyting, sem rýrir vald sveitakjördæmanna. En þar með er hinni matbráðu Kveld- úlfspólitík ekki fullnægt. Skamni- degið, norðanáttin og vetrar- gaddurinn eiga að hjálpa til að reyta af sveitafólkinu þau rétt- j indi, sem eftir eru. Og livað mun hann ekki láta bjóða sér hinn „þreklausi bænda- lýður“! Og hvort munu þeir þá ófúsir, Kveldúlfarnir, að beita Reykjavíkurvaldinu „ofurlítið meira en vefið hefir“! Og hvort munu þeir þá lengi leita niðurstöðunnar, hinir reiknings- glöggu íhaldsmenn, að „viðreisn landbúnaðarins“ sé „of dýru verði keypt“! Framtíð laxveíðínnar á Islandi Viðtal við Ólaf Sigurðsson, fiskiræktarráðunaut Ólafur Sigurðsson á Hellulandi fiskiræktarráðunautur Búnaðarfélags- ins kom hingað til bæjarins nýlega úr ferðaiagi um Borgarfjörð og Ár- nessýslu, þar sem hann hefir farið um’ helztu veiðistöðvamar, til þess að leiðbeina mönnum um framkvæmd liinna nýju laxveiðilaga, sem sam- þykkt voru á Alþingi 1932 og gengu i giidi um síðustu áramót. Tíminn hefir átt tal við Ólaf og lagt fyrir hann ýmsar spurningar um álit hans á þessari nýju löggjöf og framtíð laxveiðinnar hér á landi. Eruð þér ánægður með laxveiðilög- gjöfina? Að mestu leyti. Og ég tel liana hafa það þýðingarmikla atriði fram yfir laxveiðilöggjöf annara landa, að hér er laxveiði i sjó algerlega bönnuð. Hefir laxveiðin minnkað í sumar \ið framkva^md laganna? Nei’. Veiðin liefir verið góð og lax- inn stærri en í fyrrasumar. Hvernig er um laxaklakið? Er það mikið? Og er það farið að hafa áhrif? Nú sem stendur eru til 17 klak- stöðvar á landinu, 11 fyrir lax og (i fyrjr silung, en ekki hafa þær all- ar starfað s. 1. ár. Aðalstöðvarnar eru við Ölvusá og Elliðaárnar hjá Rvík. í Borgarfirði eru ekki klakstöðvar ennþá. En bergvatnsárnar þar eru alveg friðaðar fyrir netjum og því fullar af laxi hvert haust. Náttúr- legt klak er þar þvi geisimikið. Árangur af klakinu er að verða sýni- legur í Ölfusá og ánum í Kjósarsýslu. Hugsið þér yður að klakinu verði lialdið áfram með- sama hætti og hingað til? Ég hugsa mér, að af hálfu hins opinbera verði sem allra fyrst að taka upp nýja og áhrifameiri aðferð við klakið og fiskiræktina. það verður að alfriða um 5 ára skeið nokkrar ár, sem enn er í nokkuð af laxi. Við þessar ár þarf að reisa klakhús, sem rúma 1—3 milj. seyða hvert. Eftir þessi 5 friðunarár yrðu þessar ár orðnar fullar af laxi, og þá má fara að veiða. Á, sem hefir göð skilyrði, myndi þá gefa af sér veiði, sem nemur tugum þúsunda á ári. i Hafið þér nokkrar sérstakar ár í huga? Ég gæti nefnt t. d. Laxá í Leirár- sveit,, Straumfjarðará i Hnappadals- sýsiu, Laxá í Suður-þingeyjarsýslu, Vesturdalsá og Hofsá í Vopnafirði, Miðfjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá i Húnavatnssýslu. I öllum þessum ám er dálítil veiði ennþá, en sú liætta vofir yfir, að henni verði út- í'ýmt alveg og gerð arðlaus, eins og nú er komið um margar ár, þar sem áður var mikil veiði, víðsvegar á landinu. Er hægt að fk markað og sæmilcgt ýerð íyrir íslenzkan lax erlendis, og er liægt að búast við, að markaður- inn aukist að sama skapi og veiðin? Nýr lax er mjög verðhá og eftir- spurð vara á heimsmarkaðnum. Markaðserfiðleikarnir eru aðallega í því fólgnir að takast megi að flytja laxinn -óskemmd.aii til neytendanna. það er þýðjngarmikið, að veitt sé sem mest á einum stað í ánni til að losna við aukaflutning og hnjask, ennfremur, að ekki séu til muna netjaför á laxinum eða hreystur falli af honum. Hvernig er laxinn fluttur milli landa? í Noregi t. d. hefir hann aðallega verið fluttur ísvarinn, vafinn í perga- mentpappír. En nú er farið að nota nýja aðferð í Nýfundnalandi, og það er að hraðfrysta laxinn í 70 stiga kulda, og geyma hann síðan á leið- inni i 15—16 stiga kulda. Haldið þér, að það svari kostnaði að fylla árnar af laxi eins og þér talið um? Ég er ekki í neinum vafa um það. Nú er alstaðar verið að leita nýrra úrræða og atvinnumöguleika. því þá að gleýma laxánum, sem geta hæg- iéga gefið eins mikið af sér og allur sauðfjárstofn landsmanna? þær eiga að verða einskonar sjálfsáinn akur í íslenzkum þjóðarbúskap. Og ég er viss um, að þær vei'ða það, ef bænda- stéttin og fjárveitingavaldið hefir augun opin. Utan nr heimi. Bandaríkin og „framtak einstaklingsins“. Hið marglofaða framtak ein- staklingsins“ hefir beðið ósigur í auðugasta landi jarðarinnar, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Og það sem nýstárlegra er. Ósigur- inn hefir verið viðurkenndur af alþjóð manna og stjórnarvöldum landsins. Hvergi hefir „einstaklings- framtakið“ notið sín í jafnríkum mæli og í Bandaríkjunum. Hvergi hefir hið opinbera lagt eins litl- ar hömlur á framtakið. Jafnvel fyrirtæki, sem hvarvetna annars- staðar er talið sjálfsagt að hið opinbera reki, svo sem sími, járn- brautir og póstur, hafa í Banda- ríkjunum verið rekin af einstak- lingum. Hvergi hafa einstakling- arnir haft jafn ótakmarkaða möguleika frá náttúrunnar hálfu og í Bandaríkjunum, landinu, sem á í skauti sínu svo að segja ótak- markaðan forða af öllum lífsgæð- um jarðarinnar. Og einstaklings- framtakið hefir líka í þessu landi, borið þá ávexti, sem af formæl- endum þess eru taldir gæfusam- legastír. Bandaríkin hafa eignast fleiri ríka menn en nokkurt annað land. Auðsafn hinna amerísku miljónamæringa á ekki sinn líka. Bandaríkin eignuðust menn eins og Rochefeller, Morgan og Ford, sem heimurinn horfði til í aðdáun. Og á sama tíma eignaðist Banda- ríkjaþjóðin dásamlegar uppgötv- anir og mikilvirkari framleiðslu- aðferðir en nokkur önnur þjóð í heiminum. En nú er hið mikla veldi ein- staklingsframtaksins hrunið og hrun þess er mikið. Það er búið að sýna sig, að einstaklingsfram- takið, óhindrað, stefnir fram- leiðslunni út í voða og þar með lífsafkomu og menningu þjóðar- innar. Einstaklingamir hafa auð- æfi, dugnað og’ áhuga. En þá skortir yfirlit yfir það, sem gera þarf. Og þá skortir það sjónar- mið framleiðslunnar, sem er hið eina rétta og skynsamlega, að framleiða það sem þarf að nota og meira ekki. Sjónarmið hvers einstaklings er að framleiða til þess að hafa hagnað af. Þess- vegna er af sumum vörutegund- um framleitt alltof mikið í blindri samkeppni. Þessvegna leika sum auðfélög nú orðið þann hörmulega leik að kaupa nýjar uppgötvanir til þess eins að koma í veg fyrir, að þær verði notaðar og útrými eldri framleiðsluaðferðum, því að þá stæðust þær aðferðir ekki samkeppnina. Það eru ekki jafnaðarmenn eða kommúnistar, sem nú hafa kveð- ið upp dauðadóminn yfir ráðs- mennsku einstaklingsframtaksins í Bandaríkjunum. Það er hinn nýkjörni frjálslyndi forseti Bandaríkjanna, Franklin Roose- | welt, maðurinn, sem allra augu vona nú til um lausn kreppunnar um gjörvallan heim. Þegar Roosewelt forseti kom til valda í marzmánuði í vor sem leið voru 10—12 milj. verkfærra manna vinnulausar í Bandaríkj- unum og 30—40 miljónir af fólki þar af leiðandi bjargarlaust og að mestu leyti komið upp á hjálp góðgerðarfélaganna, sem um lang- an aldur hafa verið eina bjarg- ráð hins ameríska einstaklings- framtaks til hjálpar bágstöddum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.