Tíminn - 26.08.1933, Qupperneq 3

Tíminn - 26.08.1933, Qupperneq 3
TlMINN 189 Tónlistarskólinn (Námsár 1933—1934) tekur til starfa 15. september næstkomandi. Kennt verður pianospil, fiðluspil, orgolspil, hljómfræði og tónlistarsaga. Einnig verður kennt að leika á ýms blásturshlj óðfæri. Kennarar verða: Dr. Franz Mixa og Árni Krist- jánsson (piano), Hans Stepanek (fiðla), Páll ísólfs- son (orgel- og hljómfræði) og Hellmuth Fiddicke (blásturhljóðfæri). Umsóknir sendist undirrituðum, eða í póstbox 263, og séu komnar fyrir þ. 9. september. Athygli skal vakin á að skólinn starfar mánuði lengur en undanfarin ár, þ. e. hefst 15. september og lýkur störfum 15. maí. — Kennslugjald verður sama og áður, kr. 200,00 fyrir námsárið og greiðist í tvennu lagi, 15. september og 15. janúar. Páll ísólfsson, skólastjóri, Sjafnargötu 11. Samvinnuskólinn byrjar eins og að undanförnu 1. okt. og stendur til síð- asta apríl. Námsgreinar eru: íslenzka, sænska, enska, þýzka, reikningur, bókfærsla, félagsfræði, hagfræði, samvinnusaga, verzlunarlandafræði, skrift og vélritun. Inntökupróf fyrir nýja nemendur verður 2. og 3. okt. I fjarveru skólastjóra annast undirritaður skólastjórn, og skulu umsóknir vera komnar fyrir 25. sept. n. k. Heima kl. 6—8 síðd. Sími 2503. F. h. skólastjóra Guðlaugur Rósinkranz Tjarnargötu 48. Selskinn og gæruskinn kaupír ætíð hæsta verði XHeildverzlun Þöroddar Jónssonar, Hafnarstræti 15, Reykjavík, Sími 2036. ir um hríð verið, og er enn, elstur allra núlifandi presta ..." Mun eng- um þykja það merkilegt, að Ólafur skuli vera enn sá elsti, fyrst hann cr búinn að vera það um hríð, nema spekingum Morgunblaðsins. Er þeim ekki grunlaust að einhver af klerk- um landsins lumi á því athæfi að ná metinu af sr. Ólafi og fari fram úr honum. — Sama dag er skýrt frá 2 innbrotsþjófnuðum og segir þar: „litlu fémætu var stolið á hvoruginn staðnum". — Ekki er hægt að segja, að Mogginn fari versnandi. HaUgrímshátiðln, sem haldin var í Saurbæ í sumar gaf í hreinar tekj- ur kr. 3095,90, sem lagðar voru í sparisjóðsbók Hallgrímskirkju. Að svona mikill ágóði varð, var að þakka því, hve margir unnu mikið og vel að þessari samkomu og gáfu starf sitt og léðu skip ókeypis upp í Hvalfjörð á hátíðina. Vildi líka sér- staklega vel til með veður. -■ o Haupfélao Reykjavfknr Kaupfélag Reykjavíkur fer mynd- arlega af stað í hinni nýju, snotru búð sinni í Bankastræti. Viðskifta- mönnum fjölgar smátt og smátt. Er utanfélagsmönnum, sem verzla við félagið, gert hægt fyrir að vinna sig inn í félagið með því að láta við- skiftahagnað þeirra safnast saman upp í hið tilskilda stofnsjóðsgjald og varasjóðsgjald. Slíkir menn þurfa aðeins að tilkynna starfsfólki félags- ins, að þeir hafi í huga að vinna sig inn í félagið og fá þá kvittaðar nót- ur eða viðskiftamiða, sem gefa rétt til tekjuafgangs. Stofnsjóðsgjaldið er 100 kr. og er það séreign viðkomandi manns í fé- laginu og greiðir félagið árlega sparisjóðsvexti af þvi. Einnig leggst 2% af viðskiptaveltu hvers félags- manns við stofnfé hans. Stofnsjóður- inn er veltufé félagsins og þá um leið hvers félagsmanns, sem skiftir við félagið. Varasjóðsgjaldiö, sem er um leið inntökugjald, er aðeins 10 kr. og svo 1% af viðskiptaveltunni og er það sameiginlegur sjóður fé- lagsmanna, sem mætir þeim óhöpp- um, er kunna að verða. Er mikill hægðarauki fyrir fólk, sem litil fjárráð hefir, að geta safn- að saman verzlunarhagnaðinum, sem annars færi til kaupmánnsins, og greiða með honum inntöku- og stofnsjóðsgjald. Og fá síðan viðskipta- hagnaðinn útborgaðann og auknar sjóðeignir í sínu eigin félagi. Viða utanlands tiðkast það, að konurnar eru félagar í kaupfélögun- um og sjá um verzlunina við þau og íiafa sérráð á verzlunarágóðanum og sjóðeignum í félögunum. Hér ætti slíkt að geta alveg eins átt við. Kaupfélag Reykjavíkur er líklegt til að verða öflug stofnun í höfuð- staðnum, sem hjálpi vinnandi og skilsömum mönnum til betri og tryggari afkomu. V. Afkoma '■ manna er viða erfið á þessu landi. Sumt af því eru sjálfskaparvíti. Mestu veldur hið geysilega verðfall afurðanna, en þar næst er hið mikla erlenda skran, sem dyngt heíir ver- ið inn í landið, margt óþarft og margt sem landsmenn sjálfir gætu unnið. Út yfir tók þó árið 1930. því var oft spáð, að það yrði erfitt ár fyrir fjárhag landsmanna og sú stjórn yrði 'ekki öfundsverð eftir á, sem þá færi með völd. Ugglaust hafa líka orðið ýms mistök lijá þáverandi stjórn, sem sjá má á eftir, þó að allt slíkt sé úr lagi fært hjá andstæð- ingunum í ræðum og ritum. Og flest- ir eru sammála um, að tildrið hefði þó orðið margfalt meira hefði íhalds- stjóm setið að völdum. En þó eyðsl- an yrði þá talsverð af opinberu fé, sem alltaf varð að verða nokkur, þá liggur aðaleyðslan hjá almenningi. Samkvæmt nýprentuðum verzlunar- skýrslum hefir innflutningur það ár verið meiri en nokkuru sLnni fyr eða síðar, eða um 72 miljónir króna. En þó sérstakt góðæri væri þá hér á KAUPFÉL. HEYKJAVÍKUR, Bankastræti 2, sími 1245. Ferðamenn hafa bezta tryggingu fyrir góðum vörum með hæfilegu verði, verzli þeir við kaupfélagið. Komið í kaupfélagsbúðina, þegar þið ----komið til Reykjavíkur. — — Kolaverzlun SIOURÐAR ÓLAF8SOIVAR Sinm.: Kol. Reykjnvfk. Hml 1033. Mynda- og rammaverzlun Islenzk: málverk Frevjugötu 11. Sími 2105. KJÖTBÚÐ REYKJAVÍKUR Vesturgötu 16. Sími 4763. Bezt kjöt og pylsur í borginni. B Æ K U R. Allar fáanlegar íslenzkar bækur og erlendar bækur um margskonar efni fyrirliggjandi eða útvegaðar fljótt. — Sömu- leiðis öll erlend blöð og tíma- rit. RIT F Ö N G allskonar, fyrir skrif- stofur, skóla og heimili, sjálf- blekungar o. m. fl. Allar pantanir utan af landi af- greiddar fljótt gegn póstkröfu. — E, P. BRKEM Bókaverzl., Austurstr. 1. Sími 2726. Reykjavík. (nagla) og Máliiuanirir lítvegar undirritaður ó- dýrast, beint frá verksm. Fyrirliggjandi allskonar málningarvörur. Kaupmenn og kaupfélög! Spyrjist fyrir um verð. Hlörtur Hanssou umboðssali. Laugaveg 28. Sími 4361 landi, varð útflutningurinn aðeins 60 miljónir. Slíkur halli (12 milj- ónir) á verzlunarjöfnuðinum, er hverri þjóð hættulegastur, miklu hættulegri en þó að ríkissjóður tæm- ist vegna framkvæmda innan lands. Mest af þeim peningum, sem gréidd- ir eru fyrir vinnu í landinu, eru að- eins tilfærsla á milli landsmanna, en alls ekki tap fyrir þjóðarheildina. En þær miljónir, sem fara fyrir mis- jafnlega þarfar útlendar vörur, eru að kalla eytt og tapað fé. — Margir af andstæðingum Framsóknarflokks- ins heimta nú innflutningshöftin af- numin, þ. e. frjálsar hendur fyrir verzlunarstéttina að moka inn er- lendum vörum til að græða á út- lilutun þeirra til almennings. Ef þeim tekst að fá óhindraðan inn- flutning á allskonar óþarfa skrani, eða vörum, sem íslendingar geta vel framleitt sjálfir, þá er voði vís. Lands- menn eiga þá með lamaða atvinnu- vegi og kolfallnar afurðir, að mæta stórvaxandi flóði af erlendum vörum Umsóknir um námsstyrk samkvæmt ákvörðun Menntamál a ráðs, sem veittur er á fjárlögum ársins 1934, sendist Menntamálaráði á skrifstofu ritara þees. Austurstræti 1. Reykjavík, fyrir 1. október 1933. Styrkinn má veita konum sem körlum, til hvers þesa náms, er Menntamálaráðið telur nauðsyn að styrkja. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt . : Frevju kaffibætir. IPfiS F óðursíld. Ennþá er óselt nokkuð af ágætri fóður- síld úr búi Síldareinkasölu íslands, Síldin kostar kr. 5.50 tunnan, komin á allar hafnir, sem strandferðaskip ríkissjóðs hafa viðkomu á. Sendið pantanir ykkar hið allra fyrsta, svo hægt sé að afgreiða síldina með sept- emberferð „Súðarinnar". Skilanefnd r Síldareinkasölu Islands, Sírni 4733. Gieirsgötu — Reykjavík — Sími 2255 Hefir ætíð fyrirliggjandi bestu tegundir, sem til landsins flytjast af KOKSI og- KOLUM Koksið er smámulið og kolin hörpuð, og því sallalaus. Hvergi lægra verö. yfir landið og má búast við, að það leiði til mikillar ógæfu, sennilega til algerðs hruns þjóðarbúskaparins. V. Klæðist islenzkum fötum! KaupiS íslenzkar iðnaðarvörur! Borðið íslenzkan matl

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.