Tíminn - 30.09.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.09.1933, Blaðsíða 1
(2>jaíbbagi 6 l cs Ö s í n s et J. jání. Sitaangurinn fostar JO ft. S^fgrcibsía og iunþcimta á Saugaccg JO. <3irai 2353 - P6stí>ólf 96 J XVIL árg. Reykjavik, 30. sept. 1933. 45. blað. Launagreiðslur ríkis og eiustaklinga. Villukenningar Mbl. Mbl. hefir í þrem tölublöðum í þessari viku birt greinar með fyrirsögninni: „Starfsmannanald ríkisins og launagreiðslur“ og und- irfyrirsögninni: „Hvenær verð- ur komið á samræmi og réttlæti í launagreiðslum ríkisins?“ — Greinar þessar eru nafnlausar, en munu vera ritaðar af Magnúsi Jónssyni. Eru greiriarnar, eins og við var að búast úr þeirri átt, fullar af röngum upplýsingum, villandi samanburði og fjarstæð- um ájyktunum. En auk þess að greinar þessar þurfa margra leið- réttinga við, gefa þær ýmsav glöggar hugmyndir um ósamræm- ið í fjármálaskrifum íhaldsmanna og framkomu þeirra í landsstjórn, á Alþingi og annarsstaðar, þar sem þeir hafa haft aðstöðu til þess að láta ljós sitt skína. Tvær staðhæfingar eru sérstak- lega áberandi í þessum greinum Mbl.: 1. Að starfsmannalaun við rík- isstofnanir, sem settar voru á stofn í stjórnartíð Framsóknar- manna, séu miklu hærri en sam- bærileg starfsmannalaun annars- staðar. 2. Að eldri starfsmenn ríkisins hafi aflað sér launauppbóta og annara bitlinga, eftir að þessar nýju ríkisstofnanir voru komnar á fót, og að þeir hafi orðið sér úti um þessar aukaborganir, til þess að komast til samræmis við starfsmenn hinna nýju stofnana. Hvorttveggja er algerlega rangt, eins og sannað verður hér á eftir. Launakjör „embættismanna“ og starfsmanna við ríkisstofnanir. Mbl. birtir tvær langar skýrsl- ur um launaupphæðir opinberra starfsmanna. Fyrri skýrslan á að sýna samanburð annarsvegar á launum, sem hinar nýju ríkis- stofnanir greiði starfsmönnum og hinsvegar laun embættismanna hjá ríkinu eða hinum eldri stofn- unum (síma, pósti, vitunum o. s. frv.). Til dæmis um „ábyggileg- heit“ þessarar skýrslu má benda á það m. a. að laun Pálma Lofts- sonar hjá skipaútgerðinni eru í Mbl. talin kr. 12.065,00 árið 1932, en voru raunverulega kr. 9770,00 það ár. Hinsvegar eru laun póst- málastjóra (sem ekki munu vera talin á ábyrgð Framsóknarflokks- ins!) tilfærð kr. 8211,00, en voru kr. 12400,00. 1 síðari skýrslunni er svo í rauninni rifið niður allt, sem fyrri skýrslan á að sanna. Þessi síðari skýrsla sýnir, að þegar öll kurl koma til grafar, þurfa a. m. k. þeir hæstlaunuðu af gömlu embættismönnunum síður en svo að kvarta, þegar þeir bera sig saman við nýju stofnanirnar. Samanburður á hinum föstu laun- um einum saman sýnir nl. engan- veginn hinar raunverulegu tekjur þessara manna, því að þeir, sem sitja í gömlu embættunum, hafa flestir „launuð aukastörf við hlið aðalstarfsins". Mbl. tilgreinir sjálft eftirfarandi árstekjur níu slíkra manna: A. kr. 16.6W B. — 10.190 c. — 12.590 D. — 13.190 E. — 11.552 F. — 15.390 G. — 13.890 H. — 10.545 I. — 11.682 Þessir níu menn, sem hér er átt við, er ekki nema lítill hluti þeirra gömlu embættismanna. sem hafa fyrir löngu fengið laun sín hækkuð með borgun fyrir aukastörf. Laun þessara embætt- ismanna með aukagreiðsluna eru að meðaltali talsvert hærri en laun forstjóranna í hinum nýju ríkisstofnunum. j I þessu sambandi má þó minna á það, að svokallaðir embættis- , menn ríkisins eru skipaðir æfi- . langt, en starfsmenn hinna nýrri ríkisstofnana eru ráðnir til tak- . markaðs tíma og hafa því minna | öryggi en „embættismennirnir". Launagreiðslur íhaldsstjórnai*- innar. Þá er síðari staðhæfing Mbl., sem nefnd var hér að framan: Að „hærri launamennirnir i stjórnarrráðinu og ýmsir aðrir embættismenn muni hafa fengið „launuðu aukastörfin“ til þess að komast í samræmi við starfsmenn ríkisstofnana, sem Framsóknar- flokkurinn hafi komið á fót. Eftir þessari kenningu ættu þá engin launuð aukastörf embættis- manna að hafa verið til fyr en Framsóknarstjómin kom til valda! Allir, sem eitthvað hafa fylgst m.eð í þessum efnum, vita, hvað hæft er í þessu. Hér skulu nefnd tvö dæmi frá því herrans ári 1926, þegar íhaldið fór með land- stjórnina, en Jón Þorláksson var fjármálaráðherra, og forsætis- ráðherra síðara hluta ársins: Einar Arnórsson þáverandi prófessor við háskólann hafði þá laun og aukaborganir, sem hér segir: Embættislaun ........... kr. 9030,00 Skattstjóralaun.......... — 4183,25 Aukav. í stjórnarráðinu — 2575,00 Vinna við lagasafn ... — 1500„00 Setu- og varadómarastörf — 803,16 Nefndarstörf............. — 500,00 Málaflutningur........... — 66,93 Samtals kr. 18658,34 Sama ár hafði Guðmundur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu tekjur, sem hér segir: Embættislaun............. kr. 9030,00 Aukav. í stjórnarráðinu — 2100,00 Endursk. Áfcngisverzl. — 2400,00 Reikningsh. kirkjujarðasj. — 3000,00 Stjórn Landhelgissjóðs — 4000,00 Samtals kr. 20530,00 Aðalpóstmeistari, nú póstmála- stjóri (Sigurður Briem) hafði sama ár 15300 kr. tekjur fyrir embættis- og aukastörf. Hagstofustjórinn, Þorsteinn Þorsteinsson, hafði árstekjur að upphæð kr. 16694,00. j Skrifstofustjórinn í atvinnu- j málaráðuneytinu, Vigfús Einars- | son, hafði í embættis- og auka- tekjur 15400 kr. sama ár. Hvaða „hálaunuð störf við rík- isstofnanir“ höfðu Framsóknar- menn þá sett á stofn, sem þessir embættismenn þyrftu að keppast við? Vitanlega engin. Mbl. hefir hér sem oftar haft algerlega endaskipti á sannleikanum. Bitl- ingarnir og aukastörfin frá íhaldstímabilinu hafa þvert á móti verið og eru enn í dag ein aðalhindrunin á því, að hægt sé að færa niður há laun eða kom- ast hjá að borga hátt kaup fyrir mikilsvarðandi störf. Þar sem íhaldið ræður launimum. ' Loks skal í þessu sambandi minnst á eitt atriði Mbl. til at- hugunar: Hvernig framkvæmir íhaldsflokkurinn launasparnaðinn í Reykjavíkurbæ, þar sem íhaldiö er í hreinum meirahluta og sjáli'- ur Jón Þorláksson er borgar- stjóri? Tíminn hefir, úr bæjar- 1 reikningunum og frá bæjarfull- trúa fengið áreiðanlegar upplýs- 1 ingar um, hvernig sá „sparnað- 1 ur‘ var árið 1932. Borgax-stjóralaunin voru 16800 kr. Rafmagnsstjórinn hafði 22 þús, j kr. föst laun og aukatekjur frá ; bænum. Laun hafnarstjórans voru rúm- lega 18 þús. kr. Að þessu sinni skal ekki tínt fleira til af þessu tagi. En hvar getur Mbl. fundið svona há laun í hinurn „nýju ríkisstofnunum“ ? Og ætli almenningi þyki trúlegt, að sá flokkur, . sem svona laun hefir ákveðið hjá Reykjavíkui’bæ, muni lækka rnikið hæstu launin lijá stai’fsmönnum ríkisins! Getur íhaldið bent á úrræði? f lok greina þeirra um launa- málin, sem birtar hafa verið í Mbl., er bent á fjögur úrræði, sem 'íhaldsflokkurinn sé fylgj- andi: 1. Að skipa milliþinganefnd til að endurskoða launalögin frá 1919 og „setja ný heildarlög um allar launagreiðslur ríkisins. 2. Að leggja niður tóbaks- einkasöluna, viðtækjaverzlunina, 'i’íkisprentsmiðjuna og landssmiðj- una. Er sú ráðstöfun í samræmi við ályktun landsfundar íhalds- manna á s. I. vori. 3. Að Alþingi skuli á ári hverju j semja sérstök lög um „tölu 1 starfsmanna við sérhverja grein j í'íkisstarfrækslunnar". 4. Að dýrtíðaruppbót á laun embættismaima skuli haldast áfram eins og verið hefir. Þetta er þá allur árangurinn af hugleiðingum íhaldsmanna um launasparnaðinn, og er hann nvorki betri né verri en búast má við, þegar helztu eyðsluseggir landsins þykjast ætla að fara að spara l'yrir þjóðarbúið. Mbl. vill láta skipa milliþinga- nefnd til að rannsaka launamálið í heild. Skal það að sjálfsögðu i viðurkennt, að, launalögin og ' launagreiðslufyrirkomulag ríkis- i ins þurfi endui’bóta við og margt mætti þar færa til betra samræm- is en nú. Hinsvegar er a. m. k. nokkuð vafasamt að slík end- urskoðun og ný löggjöf myndi leiða til sparnaðar í heild, því að hjá miklum meirahluta opinberra starfsmanna eru nú uppi kröfur um hækkun launa, og sýna bæði launalögin 1919 og samþykkt dýr- tíðaruppbótarinnar, að þingið á yfirleitt erfitt með að standá gegn slíkum kröfum. Og hvað sem öðru líður, situr það illa á íhalds- mönnum að heimta, að ríkið leggi nú fram kostnað við nýja milliþinganefnd eftir allt það argaþras um nefndaskipanir, sem staðið hefir í íhaldsblöðun- um undanfarin ár. Um 2. lið er það að segja, að á þeim fjórum ríkisstofnunum, sem íhaldið samkvæmt þeim lið ætlar að leggja niður, ef það kemst til valda, græðir ríkissjóð- ui-inn a. m. k. 600 þús. kr. á ári eins og nú standa sakir, að frá- dregnum stai’fsmannalaunum og öllurn öðrum kostnaði*). Þessi „sparnaður“ íhaldsins myndi því kosta i’íkið a. m. k. 600 þús. kr. á ári, en þeir peningar renna í j vasa nokkurra kaupsýslumanna, ' sem nú kosta útgáfu Mbl. Viðvíkjandi þriðja liðnum, að þingið á hverju ári, eigi að gera ráðstafanir urn mannahald í ríkisstofnunum, mun vafalaust verða nokkuð skiptar skoðanir. 1 Hinsvegar er vitanlegt, að starfs- ‘ mannahaldið g etur verið mjög á valdi Alþingis nú, þó að ekki hafi vei'ið venja að semja séi’stök lög um það efni. Um 4. liðinn, að láta dýrtíðar- uppbótina haldast áfram, mun all- ur almenningur vera á * þeirri skoðun, að það sé a. m. k. engin sparnaðarráðstöfun! 1 Loks hefir Mbl. svo bent á 5. úri’æðið, sem er að „fela prestun- um fræðslustörfin“ og svifta þá um leið bai’nakennarana atvinnu. Er þetta sannarlega að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægst- ur, þar sem barnakennarai’nir eru einhver vei’st launaða starfs- mannastétt landsins. Og með allri virðingu fyrir prestastéttinni, verður Tíminn að draga í efa, að hún myndi annast fræðslustarfið betur en bai'nakennararnir nu gera. Kjarni málsins. Hér að framan hefir nú verið gerð nokkur grein fyrir því, sem j íhaldsflokkurinn virðist hafa til I brunns að bera í launamálunum. En það sem eftirtektarverðast er við hin löngu skrif íhaldsblað- anna um þetta efni, er, að þar er vandlega sneitt hjá öllu því sem mestu máli skiptir, þegar um það er að ræða, að færa niður kostn- aðinn við opinbera starfrækslu. Hér í blaðinu hefir áður verið sýnt fram á það (og mun verða endurtekið, ef tilefni gefst1), að launin í ríkisstofnununum hafa farið lækkandi, síðan Framsókn- arflokkuxinn tók við völdum og að hæst launuðu mennirnir i þessum stofnunum hafa raun- verulega miklu lægri laun en ýmsir aðrir af starfsmönnum ríkisins, og ennfremur mjög rniklu lægri laun, en ýmsir af starfsmönnum Reykjavíkurbæjar, þar sem íhaldið ræður lögum og lofum og gæti sparað, ef það hefði nokkum minnsta vilja til. Sannleikurinn er sá, að bæði hjá hinum nýxri ríkisstofnunum og þó miklu fremur hjá ýmsum öðrum starfsmönnum landsins, eru alltof há laun, þegar miðað er við tekjur almennings í land- inu. *) Ilagnaður ríkisins af viðtœkja- verzluninni árið 1931 var 93 þús. kr., af prentsmiðjunni 56 þús. og af lands- smiðjunni 30 þús. Tóbakseinkasalan gaf af sér 350 þús. i hreinan gróða á fyrsta starfsári, en miklu meira i ár. u Timinn 38. tbl. 1932. U tan úr heimi. Frá Danmörku. Samvinnan milli bænda og verkamanna í Danmörku er nú að bera nýjan árangur í nýrri kreppulöggjöf, sem er til með- fei’ðar í ríkisþinginu Hefir stjórnin lagt 12 frumvörp þessa efnis fyrir þingið, og gera blöð- in ráð fyrir, að þeim muni verða lokið á 11 dögum eða áður en þingið hættir fundum að sinni nú um mánaðamótin. Flest þessara frumvarpa fjalla um ráðstafanir til viðreisnar land- búnaðinum, og eru samin af nefnd landbúnaðarfróðx-a manna, sem starfað hefir í sumar. Jafn- framt eru svo nokkrar ráðstaf- anir til að draga úr atvinnuleysi og yfirvofandi bágindum meðal verkamanna í borgunum á kom- anda vetri. Aðaltekjufi’umvarpið tii að standa straum af þessum ráðstöf- unum, er um skatt á vaxtatekj - ur. Upphæð þessa skatts á að miðast við afkomu (rentabilitet) landbúnaðai'ins, og gert ráð fyrir, að skatturinn fari smálækkandi eftir því sem afkoma landbúnað- arins batnar. Mestum hluta af þessum skatti á að verja til að greiða vexti af landbúnaðarlán- um. M. a. á að leggja sérstakt gjakl á innfluttar komfóðurvörur og söluskatt á smjör innanlands, svo að smjörverðið hækki upp í kr. 2,16 pr. kg. Því fé, sem þann- ig kemur inn, verður varið til að kaupa kjöt af bændum og útbýta meðal atvinnulausra verkamanna í borgunum í vetur — og að öðru leyti illa stæðum bændum til hjálpar. Auk þeirra ráðstafana, sem ríkið sjáft gerir til að borga vexti fyrir bændur, eru gerðar sérstakar ráðstafanir um almenna vaxtalækkun af landbúnaðarlán- um. 1 borgunum mun ríkið veita lán til bygginga til að auka atvinn- una og draga úr húsnæðiseklu. Meðal ýmsra íhaldsmanna, sér- staklega í Khöfn, mæta þessar samkomulagsráðstafanir bænda og verkamanna mikilli mót- spymu. En jafnaðarmannastjórn- in heldur því fram í þinginu, að hið „dauða fjánnagn“ verði nú að fara að borga sinn kreppu- skatt, og að eigendur þess megi þakka fyrir, að þjóðfélagið hjálpi þeim til að fá nokkurn arð af fé sínu, þó að hann verði að vera eitthvað minni en áður, þangað til eitthvað lagast um afkomu hinna vinnandi stétta. Eins og geta má nærri hafa kommúnistar í þinginu (þeir eru 2) ekki getað sameinast umbóta- flokknum um þessar hagsbótaráð- stafanir almennings. Þeir pukra út af fyrir sig með sex kreppu- frumvörp, sem eiga að taka ræki- lega í lurginn á auðvaldinu! En litlar sögur fara af þeim frum- vörpum í dönskum blöðum. En hér kemur til greina annað atriði, sem allir þeir, sem um þessi mál hugsa, verða að gera sér ljóst. Hæstu launin fyrir starfræksiu hins opinbera er ekki hægt að lækka til neinna verulegra muná á meðan einstak- lingsreksturinn í landinu — og þar á meðal hálfopinberar stofn- Frh. á 4. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.