Tíminn - 30.09.1933, Blaðsíða 2
168
TlMINN
Á að spara
á kostnað almennings?
byrði rikissjóðsms (úr 581 >ús.
1927 og upp í 967 >ús. 1983)
stafar því nær öll af framlögun-
mn vegna Islandsbanka. Þannig
eru afleiðingar ráðsmemxskunnar
á ',,viðreisnartímabili“! íhalds-
I síðasta tölublað ritaði ég
grein, er ég nefndi „Tvennskon-
ar sparnaður“. Út af þessari
grein hefir tvívegis verið kalsað
til mín í Mbl., í smáklausu á
sunnudaginn og í dag í grein eft-
ir Magnús Jónsson alþm, Það er
að vísu svo, að greinar þessar
gefa eigi mikið tilefni til and-
svara, sökum þess, að máhð er
eigi rökrætt. En ýmislegt kemur
þó fram af grein M. J., sem til-
efni gefur til þess að fara nán-
ar út í málið.
Aðalatriði greinar minnar var
að sýna fram á það, að þegar
um sparnað og niðurskurð út-
gjalda væri að ræða, þá bæri að
gera skarpan greinarmun á bein-
um rekstursútgjöldum ríkisins og
útgjöldum til verklegra fram-
kvæmda. Við ákvarðanir í þess-
um málum bæri fyrst og fremst
að hafa hag heildarinnar fyrir
augum, og hann væri sá, að spara
sem mest á beinum reksturs-
kostnaði, en veita svo ríflega,
sem unnt væri til verklegra fyrir-
tækja. Það væri beint til hags-
bóta fyrir almenning, að skattar
á eyðslu og háar tekjur væri
háir, ef upphæðum þeim, sem
þannig fengjust inn, væri varið til
verklegra fyrirtækja. Með því
batnaði afkoma almennings bæði
sökum atvinnu við framkvæmd-
irnar og vegna bættra skilyrða til
allrar framleiðslu, sem af fram-
kvæmdum leiddi, væri þær skyn-
samlega gerðar.
Um þetta aðalatriði greinarinn-
ar er ekki rætt í Mbl., og á það
minnist ekki M. J.
Hvernig skyldi standa á því, að
M. J. og Mbl. vilja svo lítið ræða
um þetta aðalatriði?
Það er alveg óhætt að fullyrða
það, að ástæðan er sú, að íhalds-
menn eru hræddir við umræður
um þetta atriði, og það einmitt
sökum. þess, að eins og.íhalds-
flokkar allra landa slcoðar flokk-
urinn það sitt hlutverk að vinna
að því, að skattar á háum tekjum
og eyðslu séu sem lægstir. En
slíkt verður vitanlega á kostnað
framkvæmdanna í landinu, eða m,
ö. o. á kostnað alls þorra þjóðar-
innar. Þessu eru íhaldsmennimir
að reyna að leyna í lengstu lög.
Fyrst og fremst með því að telja
fólki trú um, að það sé þess hag-
ur að sem mest sé sparað af út-
gjöldum ríkisins yfirleitt. Forð-
ast þá vitanlega að láta á sér
skilja, að þessi kenning eigi ekki
við nema um nokkurn hluta af
útgjöldunum. Vitanlega vilja allir
flokkar að beinn reksturskostnað-
ur ríkisins sé sem lægstur, þótt
misjafnt reynist þrek stjómend-
anna til þess að þoka honum nið-
ur, og er þó enginn vafi á því að
þar hefir íhaldið verst reynst.
Um hitt stendur deilan, hvort rík-
ið skuli afla sér tekna frá þeim
efnameiri og með verzlunargróða,
til þess að auka framkvæmdir,
eða hvort ríkissjóði beri að af-
sala sér þeim verzlunargróða,
sem hann nú hefir og skera nið-
ur framkvæmdir. Á máh M. J.
heitir hið síðara „þessi gamli
sparnaður, sem við þekkjum öh,
— að fara varlega“.
Ágætt dæmi um sjónarmið í-
haldsmanna er afstaðan til Tó-
bakseinkasölunnar. Hana vilja
þeir umfram allt leggja niður,
af því að hún „gerir ekki
annað en rýra afkomumöguleika
einstaklinganna“, eins og svo
hreinskilnislega er að orði kom-
izt í Mbl. 27. þ. m. M. ö. o. hún
kemur í veg fyrir það, að nokkr-
ar kaupmannasáhr í Rvík græði,
nokkra tugi þúsunda hver á ári.
Afleiðingin af því, ef einkasalan
væri löggð niður, yrði vitanlega
sú, að úr framkvæmdum ríkis-
sjóðsins yrði að draga að sama
skapi. Atvinnuleysið ykist, nokkr-
ar sveitir yrðu akvega- eða síma-
lausar, eða fresta yrði byggingu
einhvers vita eða hafnarmann-
virkis o. s. frv. En frá sjónar-
miði íhaldsmanna gerir þetta
ekkert til, því að „einstaklingur“
á máli þeirra er sýnilega ekki
bóndinn, verkamaðurinn eða sjó-
maðurinn, sem fer á mis við sam-
göngur, atvinnu eða öryggi, held-
ur kaupmenn þeir, sem ekki hafa
aðstöðu til þess að græða á tó-
bakinu á meðan einkasalan er.
I grein minni á laugardaginn
var fór ég fram á það, að í-
haldsmenn gerðu grein fyrir því
með tölum hvemig þeir ætluðu
að gera allt í senn: lækka skatta,
leggja niður gróðafyrirtæki ríkis-
sjóðs og afnema greiðsluhalla
ríkissjóðsins. Þar sem ekki „ring-
ari“ maður, að áhti samherja
hans, en M. J., fór á stúfana til
þess að rita um málið, hefði mátt
búast við, að hann gerði þessu
atriði full skil. En hvað skeður?
Hann minnist ekki á það. Þögn
hans og annara íhaldsmanna um
þetta atriði er ofur skiljanleg,
þegar þess er gætt, að þetta er
ekki hægt nema með því að skera
gífurlega niður verklegar fram-
kvæmdir, einmitt þau útgjöldin,
sem vegna vinnandi manna á
þessu landi mega ekki lækka.
Þögnin um þetta er af sömu rót-
um runnin og þögnin um
„tvennskonar spamað“. Hún á
rætur sínar að rekja til óttans
um það, að menn komi auga á af-
leiðingar fjármálastefnu íhalds-
flokksins fýrir afkomu vinnandi
fólks. Hitt mega íhaldsmenn vera
alveg vissir um, að af þeim verð-
ur krafizt annarar og fullkomn-
ari greinargerðar um þessi mál,
en þeirrar, er felst í sundurlaus-
um „þönkum“ guðfræðiprófess-
orsins í Mbl.
1 grein sinni segir M. J. m. a.,
að nú hafi menn lært þessa ein-
földu stjómmálareglu. „Nú ætl-
um við að láta Sjálfstæðismenn
taka við næsta kjörtímabil og sjá
hvort þeir geta ekki lagfært eitt-
hvað. Hina erum við búnir að
þrautreyna“. Heldur M. J. að
hann geti talið mönnum trú um
það, að sjálfstæðismenn hafi ekki
verið reyndir við stjóm í þessu
landi? Heldur hann að menn viti
það ekki, að sjálfstæðisflokkur-
inn er sami flokkurinn og sá,
sem oftast og lengst hefir farið
með völdin á Islandi á síðari ára-
tugum undir nafninu íhaldsflokk-
ur og fleiri nöfnum? Eða vona
íhaldsmenn, að allt það sé gleymt,
sem gerðist fyrir 1928?
Hitt mun sannara reynast, að
því hefir ekki verið gleymt,
að þegar Framsóknarstjómin
tók við 1927, skuldaði ríkissjóður
um 26 milj., sem ráðherrar, er
Sjálfstæðisfl. skipa, höfðu stofnað.
að mikill hluti þessara skulda
var til orðinn vegna halla á
rekstri ríkisins undir stjóm sömu
manna og að m. a. tvö síðustu ár-
in, sem Jón Þorláksson var fjár-
málaráðherra, var ríkisbúskapur-
inn rekinn með tekjuhalla og var
þá engu illæri um að kenna.
að undir stjóm og „eftirliti"
„fjármálasérfræðinga“ íhalds-
manna var íslandsbanki þannig
kominn, er þeir létu af völdum,
að á síðasta kjörtímabili þurfti
að leggja bankanum til milj.
króna af almannafé.
Ennfremur munu menn minnast
þess, að ef ríkissjóður hefði eigi
þurft að standa straum af gömlu
skuldunum frá íhaldstímunum, þá
hefði verið hægt að framkvæma
öll stórvirki áranna 1928—30 fyr-
ir tekjur ríkissjóðs einar saman
og eigi síður hins að aukin vaxta-
flokksins, og svo talar M. J. um,
að íhaldsmenn hafi ekki verið
reyndir! Þeir hafa sannarlega
verið reyndir, og framangreindar
staðreyndir eru nógu glöggar til
þess, að þeim verður eigi falin
íorustan á ný í þessinn málum.
I Reykjavíkurbæ hefir íhaldið
drottnað og drottnar enn. Þar er
því áreiðanlega hægt að sjá for-
dæmi um stjórn þess í fjármál-
um. Þar hafa sjálfsagt útgjöld
verið lækkuð — ítrasta spamað-
ar gætt — og sköttum létt af.
Þar er víst ekki safnað skuldum?
Ég mun bráðlega hér í blaðinu
gera grein fyrir þessu, en nú þeg-
ar vil ég segja þetta:
Bein^ útgjöld bæjarins fara
hækkandi ár frá ári og eru nú
komin uppí rúml. 3 milj.
Álögur á bæjarbúa hækka stöð-
ugt; voru í ár 53% hærri en
1928.
Bæjarsjóður er rekinn með
halla ár eftir ár, og 1932 jukust
skuldir hans um 420 þús.
íhaldið í bæjarstjórninni stend-
ur ráðþrota.
Menn heimta nú sparnað á
reksturskostnaði ríkisins, en sem
mestar framkvæmdir.
Hátekjumennirnir og kaup-
mennirnir meðal íhaldsmanna
krefjast skattalækkunar og vilja
fá tóbaks og viðtækjagróðann o.
S. frv.
Öhjákvæmileg afleiðing þessa
yi.ði niðurskurður framkvæmda.
Sparnaður á kostnaö almennings
„þessi gamli, sem við þekkjum
öll“.
28. sept. 1933.
Eysteinn Jónsson.
----o----
Atkvaðagreiðslan
um bannið.
Reynslan sýnir hvarvetna í heimin-
um, að því fœrri sem útsölustaðir á-
fengis eru, þvi færri stundir sem á-
fengi er selt á hverjum degi, og því
dýrara sem áfengið er, þvi minna er
neytt af því. þetta eru staðreyndir
sem enginn maður ber á móti, sem
hefir kynnt sér málefnið.
Við Islendingar eigum nú bréð-
um að taka ákvörðun um hvort á að
afnema áfengisbann það er gildir
hér á landi, eða hvort það eigi að
standa áfram. það er viðurkennt af
öllum, að bann þetta sé mjög ófull-
komið. Hinsvegar hljóta allir að við-
urkenna, að svo ófullkomið sem það
er, hefti það þó mikið áfengis-
neyzlu í landinu, enda eru löglegar
útsölur þess ekki nema fáar. En
hver maður getur séð, að áfengis-
nautnin í landinu hlýtur mikið að
aukast við það, ef að lögleg útsala
kemur í öll kauptún, þó ekki væri
nema ein á hverjum stað, en færri
útsölustöðum má ekki gera ráð fyrir
en það, ef bannið verður afnumið.
\
| Margir tala um smyglun, bruggun
og notkun „óþverra" áfengis í sam-
bandi við bannið, og láta í ljós, að
bruggun og smyglun muni hverfa
með afnámi bannsins. En þetta er
; hinn mesti misskilningur. þeir, sem
; lesa útlend blöð, vita, að hvort-
| tveggja á sér stað, smyglun og
j leynibrugg, í löndum þar, sem ekk-
ert aðflutningsbann er, ef að víntoll-
arnir eru nógu háir, til þess að þess-
ir atvinnuvegir borgi sig. En þar
sem enginn gerir ráð fyrir, að verð
. á víni lækkaði hér á landi, þó að-
. flutningsbannið yrði afnumið, má
^ telja víst, að bruggun og smygl héldi
áfram ltér eftir sem áður. Hvað
^ „óþverra" áfenginu viðvikur, þá sýn-
ir reynzlan, að menn deyja úr á-
fengiseitrun í löndum, þar sem ekk-
ert bann er. En að gera greinarmun
á því, hvort heimabruggað brennivín
eða útlent áfengi sé hollara, er næsta
I hlægilegt, því tjónið af áfengisnautn-
l inni verður ekki mælt eftir maga-
verk þess, sem áfengisins neytir,
heldur siðferðislegri hrömun þeirra,
sem að staðaldri neyta þess, og þar
Þegar „fjðllin fóku jóðsött“
og „fæddist lítil mús“!
Svo var að orði kveðið í fornum,
latneskum málshætti, og svo munu
margir menn hafa hugsað, þegar birt
var i bæjarfréttum Mbl. núna í vik-
unni hin yfirlætislausa og fáorða frá-
sögn um dóm Garðars þorsteinsson-
ar setudómara í sakamáli dómsmála-
ráðherrans gegn Einari Einarssyni
skipherra á Ægi.
Blaðalesendum munu enn vera í
fersku minni hinar stórkarialegu
fyrirsagnir í Mbl. fyrir ári síðan,
þegar „kæran" á hendur Einari skip-
herra var fyrst fundin upp í sam-
bandi við Belgaumsmálið. Einar Ein-
arsson, skylduræknasti og ósérhlífn
asti maðurinn, sem gætt hefir ís-
lenzkrar landlielgi og fengið hefir
viðkenningu innan lands og utan,
átti að hafa falsað skipsbækurnar og
haft í frammi stórglæpsamlegt at
hæfi í embættisstarfi sinu. Enginn
maður, sem þá las skrifin um Einar
skipstjóra og mark tók á Morgun-
blaðinu (ef slíkir menn á annað
borð fyrh’íinnast), gat efast um, að
Einar hefði unnið til fangelsisrefsing-
ar og fyrirgert embætti æfilangt. Svo
óskaplega var framferði þessa manns
lýst yíirleitt í íhaldsblöðunum.
Og Magnús Guðmundsson, hinn
„mest misbrúkaði" af öllúm póli-
tiskum þjónum reykvískra stórbrask-
ara, iét heldur ekki standa á sinni
þjónustu. Sjálfur var Magríús þá
undir sakamálsrannsókia, en með
dóminn yofandi yfh- sínu eigin höfði
gaf hann þá með „makt og miklu
veldi“ út fyrirskipun um, að Einar
skyldi víkja úr embætti og skip
hans fengið öðrum í hendur.
Almenningi er að ýmsu kunnugt
um framhald þessarar hneykslan-
legu ofsóknar á hendur Einari skip-
stjóra. Mál hans var sent til rann-
sóknar frá einum dómstóli til ann-
ars. þrátt fyrir bréflegar kröfur
Einars sjálfs um að málinu yrði
hraðað, var það þvælt og tafið sem
lengst. Og á meðan varð landið að
borga Einari full embættislaun, þó
að honum væri varnað að vinna
starf sitt. það var ekki hægt að svifta
hann launum, þar sem engin sök
hafði hjá honum fundizt.
Loksins var Garðar þorsteinsson,
þægasti og vikaliprasti lögfræðingur
ihaldsins, fenginn til að vera setu-
dómari í málinu og kveða upp dóm-
inn yfir Einari. þar átti fram að fara
„harðsnúin réttarrannsókn“ eins og
Mbl. komist að orði. Og í allt liðlangt
sumar hefir allur æstasti íhalds-
skrillinn í Reykjavík hlakkað til
þess eins og barn til jólanna að fá
að lesa „harðsnúna" dóminn frá
Garðari!
En nú hefir ihaldið orðið fyrir
þungum vonbrigðum. Jafnvel Garð-
ari þorsteinssyni hefir orðið hinn
góði málstaður Einars ofurefli. Einar
er ekki dæmdur frá embætti. Hann
er ekki dæmdur í fangelsi. Hinu
„liarðsnúni" íhaldsdómari kemst ekki
lengra en að dæma hann í lítilfjör-
lega 500 kr. sekt. Eitthvað varð það
að heita til máiamynda! Og Mbl.
með stóru fyrirsagnirnar frá. í fyrra,
segir, að þessi sekt sé fyrir „óná-
kvæma bókfærslu"!
Auðvitað dettur Einari Einarssyni
ekki í hug, að viðurkenna, að hann
eigi þessa 500 kr. sekt skilið. Allir
vita nú, að hann er saklaus af þess-
ari ákæru. Hann hefir tafarlaust a-
frýjað dómi Garðars. Hitt á eftír að
koma í ljós, hvort hann nýtur
þairrar velvildar, að fá „hraðsýknun"
á æðri stöðum. það á eftir að sýna
sig, hvort. hæstiréttur verður eins
mildur fyrir næstu jól eins og hann
var fyrir jólin i fyrravetur.
En þó að dómurinn í máli Einars
Einarssonar hafi — eins og dómur-
inn i máli Lárusar læknis — valdið
Mbl.-liðinu í Rvik miklum vonbrigð-
um, hefir þó hin smánarlega ákæra
og framkoma gagnvart Einari Ein-
arssyni unnið eitthvað af því hlut-
verki, sem henni var ætlað að vinna.
Hún hefir vafalaust gefið allmörg-
um mönnum í höfuðstaðnum og ann-
arsstaðar þolinmæði til að hlíta mót-
mælalaust einhverjum mesta hneyksl-
isdómi, sem kveðinn hefir verið upp
hér á landi — dóminum í Belgaum-
málinu á sl. vori.
Til þess voru refarnir skornir!
En hart er að þurfa að þola það
réttarástand, þar sem alsaklausir
menn eru ofsóttir fyrir það eitt, að
gera skyldu sína betur en aðrir
menn — ofsóttir til að þóknast
fjárgírugum gróðafélögum, sem þurfa
að brjóta landslögirí og ófyrirleitnum
dómurum, sem þurfa að leiða at-
liygli almennings frá hlífisemi við
pólitíska samherja.
hefir skozka whiskyið, sem búið er
til með vísindalegri nákvæmni í
stór-verksmiðjunni erlendis, nákvæm-
iega sömu áhrif og „landinn", sem
bruggaður er fyrir aftan og neðan
kýrhalana i Saurbæ. Áhrif áfengis-
nautnarinnar eru því hin sömu,
hvort sem áfengið er innlent eða út-
lont.
þegar tekið er til athugunar hvort
afnema skuli bannið, þá er að at-
huga, hvort tjón þaö sem hlýzt af
aukinni áfengisnautn, er ekki meira
en gagnið af að afnema það. Ég
fyrir mitt leyti álít að geysilegt tjón
og margskonar tjón iríuni stafa ftf
þeirri óhjákvæmilegu aukningu á-
fengisnautnarinnar, sem hlýtur að
leiða af afnámi bannsins. En gagnið
af því að afnema það, hefi ég aldrei
getað komið auga á, þó ég hafi reynt
af mestu sanngirni að kikja eftir því
í allar áttir. Ég hefi reyndar heyrt
andbanninga halda því fram, að
lagabrot myndu minnka, ef bannið
væri afnumið, og finnst mér það á-
líka viturlegt, eins og að segja að
lagabrot myndu minnka ef ekki væri
bannað að stela. Hvorttveggja er auð-
vitað rétt. En engan hefi ég heyrt
minnast á að rétt væri að leiða í
lög, að leyfa að stela, til þess að
forðast lagabrot.
Helmingur þjóðarinnar stundar
sjávarútveg, og er sjósókn hvergi
liættulegri í heiminum, en hér við
land, .enda er mannfallið meðal
sjómannanna svo mikið, að það er
viðlíka og í her, sem er í stríði. ís-
lenzka þjóðin má því ekki við því
ofan á þetta mikla mannfall í orust-
unni við Ægi, að mannslif týnist
vegna áfengisnautnar. þeir eru orðn-
ir ekkert fáir, sjómennirnir okkar,
sem eftir að þeir voru komnir úr
hættunum úti á sjónum, hafa
drukknað við bryggjur og hafnar-
bakka, og þegar ég rita þetta, renna
upp fyrir mér myndir nokkurra
vaskra drengja, sem ég hefi þekkt
persónulega, sem hafa beðið þennan
dauðdaga.
Minnisstæður er mér morguninn
þegar þrjú líls voru dregin upp hér
við eina bryggjuna. þar varð á-
fengisnautn þremur myndarlegum
mönnum að bana i einu. Allir voru
þeir á bezta aldri, og einn þeirra
orðlagður um alla Reykjavík fyrir
framúrskarandi dugnað og verk-
hyggni.
En það er svo sem ekki svo, að
áfengið fari alltaf svona aö, búi
bráðan bana öllum þeim, sem það
fer illa með. það fer miklu ver með
marga, og það er af þvi að horfa
upp á slíkt, að ég er orðinn bann-
maður. Ég hefi séð fjölda marga
unga menn, sem höfðu hæfileika til
þess að verða nýtustu menn, vegna
áfengisnautnar smám saman breytast
og hnigna á líkama og sál, þar til
þeir voru sokknir svo djúpt, að þeir,
sem verið höfðu vinir þeirra, fannst
léttir er áfengið loks banaði þeim að
fullu. Ég hefi þekkt marga unga
menn, sem voru uppáhald foreldra
sinna og allir bjuggust við að yrðu
hinir nýtustu menn, en sem vegna
áfengisnautnar fóru gersamlega í
hundana. Og margir þeirra hafa
verið ákaflega óhamingjusamir
menn, þá sjaldan af þeim hefir
runnið. Ég þekki feður og mæður,
konur, unnustur og systur, sem hafa
áhyggjur og vökunætur vegna þeim
nákominna manna, sem áður voru
mannvænlegir, en nú eru hættir að
vinna, en sjást við og við betlandi
aura til áfengiskaupa á götunum.
Og ég þekki böm, sem ekki svara
hver sé faðir þeirra, af því að þau vita
að allir þekkja hann vegna drykkju-
skapar og aumingjaháttar, og var þó