Tíminn - 07.10.1933, Qupperneq 1
©jaíbbagi
fclabsins cr 1. júní.
.SXrgangutiiut fostar 10 fr.
IVIL árg.
Reykjavík, 7. október 1933.
^fgreibsla
©8 Innþclmta á Saugaocg 10.
eirnl 2353 - Póstíjólf 96J
46. biað.
Kaupmannihagsmunir og
þjóðarhagsmunir.
Reglug-erðin um innflutnings- j
i
höft á erlendum varningi, sem j
sett var af ráðuneyti Framsókn- j
um tveggja ára tímabil. Á þess-
um tveim árum hafa innflutnings-
höftin sparað þjóðarbúinu margar
miljónir króna. Þetta mikla fé,
sem að öðrum kosti hefði verið
varið til kaupa á ónauðsynlegum
varningi, hefir safnast fyrir í
bönkunum og bætt stórlega hag
þeirra út á við. Þessum árangri
innflutningshaftanna hefir verið
lýst greinilega með tölum í grein,
sem Svafar Guðmundsson fyrv.
formaður innflutningsnefndarinn-
ar ritaði í blaðið „Framsókn" fyr-
ir skömmu síðan.
Hinsveg'ar verður ekki bent á
það með neinum rökum, að inn-
flutningshömlurnar á erlendum
vamingi hafi að neinu leyti kom-
ið hart niður á lífskjörum almenn-
ings í landinu. Það er ekki vitað,
að bændur, sjómenn eða verka-
menn hafi orðið hart úti vegna
innflutningshaftanna, enda ekki
borizt kvartanir frá þeim í þvi
efni. Erfiðisfólkið í landinu hefir
yfirleitt ekki borið það fé úr být-
um fyrir störf sín á þessum ár-
um, að það hafi kært sig um að
verja því til kaupa á lítt þörfum
eða óþörfum varningi. Meirihluti
þjóðarinhar, sem ekki hefir nema
til hnífs og skeiðar, hefir átt
fullt í fangi með að afla sér
hinna brýnustu lífsnauðsynja.
Það þarf engin heilabrot til að
gera sér grein fyrir því, að t. d.
bændur, sem gera ársúttekt, sem
nemur 400—500 kr., muni ekki
gera sér miklar áhyggjur út af
því, þó að hörgull sé á „silfurvör-
um og leikföngum“. Staðhæfingar
sem stundum sjást í Reykjavík-
urblöðunum, um það, að hömlur á
innflutningi þessara vara, séu al-
þýðu manna til tjóns, eru þess-
vegna hlægilegur barnaskapur.
Slík ummæli eru annaðhvort bor-
in fram gegn betri vitund eða
lýsa fádæma vanþekkingu og
skilningsleysi á þeim blákalda
veruleika, sem almenningur hefir
orðið að horfast í augu við und-
anfarin ár.
Hitt er annað mál, að talsverð-
ur hópur af fólki, sem sæmilegar
tekjur hefir og lítið hefir fengið
að kenna á kreppunni hingað til,
virðist kunna því illa, að neita
sér um ýms þægindi, sem það
telur sig hafa ráð á að veita sér,
en verður að takmarka vegna inn-
flutningshaftanna. Innflutnings-
höftin knýja þetta fólk til að
spara nokkuð af þeim peningum,
sem það annars myndi verja til
að afla sér vafasamra verðmæta.
En vel mega slíkir einstaklingar
athuga það, hvort þeir hafi ekki
einmitt ástæðu til að vera þjóð-
félaginu þakklátir fyrir að hjálpa
]æim til að neita sér um að eyða
peningum. Reynslan sýnir, að eng-
in vanþörf er á aðhaldi í þeim
efnum og það þó að á betri tím-
um sé en nú eru.
En háværustu mótmælin gegn
innflutningshöftunum koma eins
og eðlilegt er frá kaupmanna-
stéttinni. Og það skal viðurkennt,
að kaupmannastéttin eða a. m. k.
nokkur hluti hennar, hefir hér
hagsmuna áð gæta. Á þeirri stétt
hafa innflutningshöftin frá upp-
hafi komið óþægilega niður. ;
Takmörkun á erlendum innflutn- ;
ingi þýðir minnkandi umsetningu
hjá þeim, sem verzla með þess-
ar vörur og þar af leiðandi
minnkandi gróða.
En einmitt mótmæli kaupmann-
anna gegn innflutningshöftunum
varpa skýru ljósi yfir afstöðu
j þeirrar stéttar til þjóðfélagsins
yfirleitt. Kaupmannahagsmunir
og hagsmunir þjóðarheildarinnar
fara ekki saman. Kaupmanna-
stéttin er fulltrúi hinnar erlendu
framleiðslu. Þjóðarheildin hefir
hag af því að kaupa svo lítið sem
mögulegt er af því, sem ekki er
framleitt í landinu. En kaup-
mannastéttin hefir hag af því, að
seni mest sé keypt. Vaxandi
eyðsla þjóðarinnar er undirstaða
að velmegun milliliðanna. Vax-
andi sparnaður rýrir gróðamögu-
leika þeirra.
í blöðum reykvíski'a stórkaup-
manna eru nú þessa dagana born-
ar fram háværar kröfur um af-
nám innflutningshaftanna. Það er
krafa milliliðanna um aukna
eyðslu í landinu. Það er krafa um
að taka veltufé frá atvinnuveg-
unum og verja því til að skapa
verzlunargróða í vasa heildsal-
anna.
Þetta er dýr fóm, sem kaup-
mannastéttin heimtar af þjóðinni.
Þola atvinnuvegirnir slíka
fórn ? Þola bankarnir að missa
þetta veltufé og láta það að
meira eða minna leyti hverfa út
úr landinu fyrir fullt og allt? Og
þolir hinn ungi íslenzki iðnaður
og það verkafólk, sem þar hefir
lífsmöguleika nú í kreppunni, að
færa slíka fórn vegna milliliða-
stéttarinnar, sem heimtar að fá
að flytja inn eiiendan varning í
samkeppni við hina innlendu
framleiðslu ? Þolir íslenzkur land-
búnaður, að hrúgað sé á innan-
landsmarkaðinn erlendum land-
búnaðarvörum, sem boðnar kunna
að verða óeðlilega lágu verði út úr
vandræðum ?
Þung ábyrgð hvílir á þeim
mönnum, sem nú vinna að af-
námi innflutningshaftanna, til
hagsmuna fyrir kaupmannastétt-
ina eina, en móti hagsmunum
allra annara stétta í landinu.
Og hvað lengi hefir þjóðfé-
lagið ráð á því að halda uppi
slíkri stétt og því verzlunarfyrir-
fyrirkomulagi, sem svona kröfur
gerir — kröfur um aukna eyðslu,
kröfur um sóun gjaldeyrisins,
kröfur um að veikja fjárhags-
legt sjálfstæði þjóðarinnar út á
við á hinum er'fiðustu tímum!
----o——
Ein bankastjórastaða
er of hátt launuð að dómi Mbl. það
(U' aðalbankastjórastaðan í Búnaðar-
bankanum. Vitanlega er þessi staða
ekki liærra launuð en aðrar banka-
stjórastöður og a. m. k. lielmingi
minna iiorgað þar en Eggert Claes-
sen fékk á sínum tíma fyrir að
stjórna banka, sem tapaði 20 miljón-
um og þótti íhaldinu það til fyrir-
myndar. Mbl. vill gjarnan að banka-
stjórar liafi liá laun, en ef þeir eru
Framsóknarmenn, eiga launin að
lækka!
Skuldasöfnun
og launagreiðslur.
Játningar Morgunblaðsins.
i.
Þann 21. sept. sl. birti Mbl.
grein, með fyrirsögninni: „Eftir
fjögra ára Hriflu-búskap“. Af því
að fyrirsögn greinarinnar gefur
heldur ógreinilega hugmynd um
efni hennar, verður að taka það
fram, að hún fjallar um eða á að
fjalla um það, hversu mikið
skuldir íslenzku þjóðarinnar gagn-
vart útlöndum hafi aukizt frá
árslokum 1927 þangað til í árslok
1931. En á þeim árum sat ráðu-
neyti Framsóknarmanna að völd-
um eins og kunnugt er.
Eins og menn fara nærri um er
tilgangur þessarar greinar sá, að
reyna að færa sönnur á, að fjár-
málastjórn Framsóknarmanna
hafi verið gáleysisleg. En sá til-
gangur hefir algerlega misheppn-
ast. Þvert á móti gerir Mbl.
þarna — sjálfsagt óvart — tvær
mjög eftirtektarverðar játning-
ar:
1. í fyrsta lagi lýsir blaðið nú
yfir því, að skuldir ríkisins í út-
löndum hafi í árslok 1927, eða
þegar íhaldsstjórnin fór frá völd-
um, verið að upphæð 23 milj.
668 þús. kr.* *)
Hingað til hafa blöð íhalds-
flokksins haldið því fram, og
meira að segja staðfest með
línuritum, sem birt voru fyrir
kosningarnar, að ríkisskuldirnar
hafi ekki verið nema rúml. 11 mil-
jónir, þegar Framsóknarflokkur-
inn tók við völdum.
Sú staðhæfing er nú tekin aft-
ur af Mbl. sjálfu, og getur Tím-
inn vel við það unað. Hér eftir
stendur það ómótmælt, sem satt
er, að skuldir ríkisins í útlöndum
voru rúml. 23l/2 milj. kr., þegar
íhaldsstjórnin fór frá 1927 og
skuldir ríkisins samtals (að inn-
anlandsskuldum meðtöldum) 28
miljónir eins og alltaf hefir ver-
ið sagt í blöðum Framsóknar-
manna.
2. í öðru lagi birtir Mbl. sund-
urliðaða skýrslu um það, hvernig
skuldaaukningin gagnvart útlönd-
um á þessu tímabili skiptist nið-
ur á rílcið, bæjarfélög, bankana
og einstaklinga.
Skýrslan er tekin eftir útreikn-
ingum Hagstofunnar, og Mbl.
virðist vera þeirrar skoðunar, að
útreikningar þessir sýni, að
skuldaaukning ríkisins hafi verið
sérstaklega óvarleg á þessum ár-
um. En niðurstöðurnar af athug-
un skýrslunnar hljóta að verða
allt aðrar en blaðið vill vera láta.
Það, sem útreikningar Hag-
stofunnar og skuldaskýrslan í
Mbl. sýnir, er þetta:
Ríkið hefir á árunum 1928—
1931 aukið skuldir sínar í útlönd-
um úr 23 milj. 668 þús. kr. upp
í 36 milj. 55 þús. kr.
Bæjarfélög, bankar og ein-
staklingar hafa á sama tíma auk-
ið skuldir sínar í útlöndum úr
16 milj. 443 þús. kr. upp í 45
niilj. 481 þús. kr.
Þessar tölur sýna, að skulda-
*) Vantar þá auðvitað það, sem
ríkið skuldaði innanlands á þessum i
tíma, en alls voru skuldir ríkisins
þá ca. 28 milj. eins og oft hefir ver-
ið tekið fram hér í blaðinu.
aukning ríkisins í útlöndum á ár-
unum 1928—31 er hlutfallslega
miklu minni en þjóðarinnar í
heild.
Skuldir ríkisins erlendis hafa
samkvæmt þessu aukizt um rúml.
50%, á sama tíma sem skuldir
bankanna erlendis hafa aukizt um í
120% (úr 9206 þús. upp í 21185 j
þús.) og skuldir hins „frjálsa og
óhindraða einstaklingsframtaks“
um ca. 600%! (úr 2865 þús. upp
í 19337 þús.).
Og þó er þess að gæta að nál.
2/'s af skuldaraukningu ríkisins
á þessum tíma, er fé sem ríkið
tók að láni handa bönkunum til
þess að bæta upp það tjón, sem
lánastarfsemin í landinu hafði
beðið af völdum einstaklings-
framtaksins.
Þessar samanburðartölur kveða 1
upp skýran vitnisburð um fjár- '
málastjórn ríkisins undir stjórn
Framsóknarflokksins annarsvegar
og fjármálastjórn einstaklings-
framtaksins hinsvegar á sama
tíma. En það er ekki sá vitnis-
burður, sem Mbl. vill vera láta.
Framsóknarflokkurinn getur
verið vel ánægður með þennan
samanburð fyrir sitt leyti.
„En nú verður blekkingum ekki
framar komið að. Tölurnar hafa
talað“ segir Mbl. í lok hugleiðinga
sinna um „fjögra ára Hriflubú-
skap“.
Tíminn vill taka undir þessi
ummæli andstæðinganna. Tölurn-
ar hafa „talað“. En Mbl. hefir
ekki skilið mál talnanna.
II.
Um leið og bent er á ofan-
greindar játningar íhaldsflokksins
viðvíkjandi skuldunum og mynd-
un þeirra, þykir rétt að taka til
athugunar grein, sem birtist í
Mbl. í gær undir fyrirsögninni:
„Launamálin og Tíminn“. Því að
þar hefir líka verið gerð játning
af hálfu íhaldsflokksins.
Það er sjaldgæft að sjá þriggja
dálka grein um fjármál, þar sem
engin tala sé tilgTeind. En slíkt
fyrirbrigði er þessi síðasta „rök-
ræða“ Mbl. um launamálið. Þar
virðast ritstjórar íhaldsflokksins
alveg horfnir frá því að láta „töl-
urnar tala“. Og það er skiljan-
legt, þegar athugaðar eru stað-
hæfingar og niðurstöður þessar-
ar greinar.
1. Mbl. neitar að hafa farið rangt
með tölur í fyrri greinum sínum
um launamálið. Tíminn hefír bent
á það, að birt hefir verið á
prenti vottorð endurskoðunar-
manns um, að laun forstjórans í
Skipaútgerðinni séu oftalin í Mbl.
um rúml. 2 þúsundir. Mbl. get-
ur heldur ekki mótmælt því að
hafa vantalið laun póstmálastjór-
ans um nál. 4000 krónur. Er
þetta ekki að fara rangt með töl-
ur? Iiitt getur Tíminn skilið, að
ritstjórar Mbl. kunni eins vel að
fara rangt með skýrslur frá fjár-
veitinganefnd og aðrar heimildir,
og það þó að þær séu upphaflega
fengnar „sumpart frá Hagstofunni
og sumpart frá ríkisstofnununum
sjálfum fyrir milligöngu ríkis-
stjórnarinnar" eins og ritstjór-
arnir segja!
Utan úr heimi.
Ríkisþingsbruninn í Berlín.
Sjaldan hafa aukaútgáfur stór-
blaðanna þýzku selst eins vel eins
og í dögun hins 27. febr. í vetur.
Blaðsölumenn hrópa hástöfum fyr-
irsagnirnar: „Kommúnistar hafa
kveikt í þinghúsinu! Brennuvarg-
urinn tekinn við verkið“ o. s. frv.
Einhverjir muna eftir því að
eítir viku eiga að fara fram kosn-
ingar, sem eiga að gera úr um
örlög nazismans í Þýzkalandi, og
láta sér jafnvel detta í hug, að
þarna sé kosningabrella af hendi
Nazista, en þeir fáu sem eru svo
óhamingjusamir að láta uppi
þessa skoðun, eru handteknir og
ekki hafðir á almannafæri. Sjálf
ríkissjórnin er komin á staðinn
(á undan slökkviliðinu!) og öllum
er það ljóst, að hér eru mikil tíð-
indi að gerast. Síðan hefir ekki
verið um neitt meira talað í sam-
bandi við Nazistabyltinguna í
Þýzkalandi, heldur en þetta dular-
fulla fyrirbrigði. Og nú þann 21.
sept. hófst síðasti þátturinn í
rannsókn þessa máls fyrir ríkis-
réttinum í Leipzig og öll veröld-
in fylgist nú með því, sem þar
gerist.
í neðanjarðargöngum milli hall-
ar þingforsetans Görings og þing-
hallarinnar, er strax íkveikjunótt-
ina tekinn ungur mabur og illa
til reika, sem reynist vera Hol-
lendingur að nafni Marinus van
der Lubbe. Hann er með vega-
bréf og flokksskírteini kornmún-
istaflokksins hollenzka, en á þessu
skírteini stendur van der Liibbe
og eru tveir punktar yfir u-inu,
en ii er ekki til í hollenzku.
Sýnlega er eitthvað dularfullt við
þennan unga brennuvarg. Hann
er undir eins settur í varðhald.
.Strax næsta dag kemur ríkis-
stjórnin saman, til að bollaleggja
hvað gera skuli í þessu máli. Hún
gefur strax út tilkynningu, þar
sem hún heitir 20.000 mörkum til
handa hverjum þeim, sem geti út-
vegað sönnunargögn á hendur
þeim mönnum, sem séu meðsekir
van der Lubbe. Hitler lætur sér
þau orð um munn fara, að
brennuvargurinn verði þegar í
stað hengdur. Van der Lubbe er
leiddur fyrir rétt og játar, eftir
því sem stjórnin segir, að vera
kommúnisti, en segist jafnframt
vera hlynntur socialdemókrötum,
og með skírskotun til þessara orða
eru öll blöð jafnaðarmanna í
Þýzkalandi bönnuð strax næsta
dag. Einnig eru grunaðir um að
vera meðsekir þeir Torgler for-
maður þingmanna kommúnista-
Frh. á 4. síðu.
2. Sem dæmi um ráðvendni
Mbl. í staðhæfingum um launa-
málin, er eftirfarandi kafli úr
greininni í gær. Blaðið viður-
kennir, að fjöldi hinna gömlu
embættismanna hafi bitlinga, og
borgun fyrir aukastörf, sem
hækki laun þeira stórkostlega.
Uppruna þessara launaviðbóta
skýrir blaðið á þesa leið:
„Gangur ínálsins er þessi: Sægur
starfsmanna ríkisins, sem Hriflung-
ar') unguðu út, fá miklu hærri laun
*) Ilið nýja nafn Mbl. og Storms
á Framsóknarflokknum. Páll Stefáns-
son frá þverá mun vera höfundur
nafnsins, og er Tíminn honum þakk-
látur fyrir. Öllum Framsóknarmönn-
um þvkir sómi að því að vera kennd-
ir við fæðingarstað Jónasar Jóns-
sonar.