Tíminn - 07.10.1933, Side 3
TÍMINM
168
ingssamar og lélegar útengjar, sem
nú er aðeins slegið úrvalið úr. Hey-
fengurinn er bœði ólíkt betri og
meiri nú, en þó nær þvi helmingi
færra fólk við heyvinnuna en áður.
pó að þessi eini bær sé aðeins nefnd-
ur sem dæmi, þá stefnir í þessa sömu
átt mjög víða hér um Borgarfjörð.
Og svo koma „vitringar" úr and-
stœðingaherbúðum Framsóknarfl. og
margtyggja upp, að framfarir siðustu
ára í sveitunum séu litlar eða jafn-
vel til böivunar. Vatnavextir gerðu
mörgum stórskaða. Töpuðu nokkrir
bændur 200—400 hestum af heyi í
flóðið. Og skaðinn á mannvirkjum
varð stórkostlegur. þykir kunnugum
-mönnum einkennilega lág upphæð á
tjóninu, sem höfð var eftir vega-
málastjóra í útvarpinu um daginn.
Við Borgfirðingar höfum fengið mik-
ið af vegum og brúm undanfarið og
erum þakklátir fyrir það. En of víðn
eru minnismerki um bernsku eða
mistök verkfræðinganna. Kosta þau
almenning tugi og hundruð þús-
unda króna. Allir kannast við Ferju-
kotssýkið, þar sem byggður var fyrst
torfgarður (vegur) með tveim ör-
litlum smávindaugum, er Norðurá
átti að gera svo vel að fara i gegn-
um, en þáði ekki strax í fyrsta flóð-
inu. Á því .eina glappaskoti hefir
ríkissjóði blætt um allmarga tugi
þúsunda króna. — Og nú síðast
skolai- jakalaust vatnsflóð um hd-
sumar nokkrum steinsteypubrúm af,
og það löngu áður en fullvaxið var
i ánum. þótti kunnugum leikmönn-
um alltaf brýrnar byggðar of lágar
og stuttar og ótryggilega búið um
stöplana. En fæstir verkfræðinganna
eru að taka tillit til, hvað sveita-
mennirnir, sem umhverfis vatnsföllin
búa leggja til málanna. Mættu þeir
þó gjarnan hlera eftir því og hafa
það til hliðsjónar. Myndi þá oft bet-
ur fara.
Sigluíjarðarfrétt 2. október. Tíð var
mjög hagstæð liér nyrðra í septem-
bermánuði. Hlýindi óvanaleg síðari
liluta mánaðarins. Oft 15 stiga hiti.
Nú nokkru kaldara. Talsvei-t frost i
nótt. — þorskafli er fremur misjafn
og óvanalega langsóttur á þessum
tíma. Allmargir bátar úr Ólafsfirði
og Eyjafirði stunda veiðar héðan í
liaust. Hafsíldarvart er stöðugt hér
út af firðinum og smokkfiskur
veiðist stöðugt úti. fyrir. Annars mest
beitt freðsíld. — Fjölda mörg hús
eru hér í smíðum, þar af fimm stór
sildargeymsluhús. — Ríkisverksmiðj-
urnar hafa íramleitt 52.380 heilsekki
af síldarmjöli og 2730 smálestir af
síldarlýsi úr 206.928 málum. Tók
þýzkt „tank“-skip liér með fullfermi af
lýsi í siðustu viku. —- Hjalalínsverk-
smiðjan íramleiddi 9850 heilsekki af
síldarmjöli og 780 smálestir af síld-
arlýsi úr 46.668 málum. — Starfstími
verksmiðjanna var 53 og 63 sólar-
hringar.
Dolfuss kauzlara í Austurríki var
sýnt banatilræði núna í vikunni.
Árásarmaðurinn var Nazisti.
-----o-----
Magnús og skólamir.
Magnús Gíslason sýslumaður á
Eskifirði hefir látið svo um mælt,
að alþýðuskólamir í sveitunmn væru
aðeins til bölvunar. þeir gerðu ung-
lingana lata til vinnu, og gerSu þá
óánægða meS kjör sín heima. Magn-
ús sýslumaður hefir með þessu túlk-
að réttilega hugarfar ihaldsins til al-
þýðumenntunar, þó það sé auðvitað
rangt, að skólamir geri unga fólkið
latt til vinnu. þar dæmir sýslumaður
út frá sjálfum sér og jafnöldrum
sínum frá Menntaskólanum. En það
er rétt hjá Magnúsi sýslumanni að
menntunin á alþýðuskólunum gerir
unga fólkið óánægt með léleg lífs-
kjör. En það er einmitt kostur skól-
anna en ekki galli. Ef skólamennt-
uninni fylgdi ekki óánægja með lé-
leg húsakynni, ljót föt og illt fæði,
þá væri hún lítils virði. En sú skóla-
menntun, sem vekur til manndóms
og umbótastarfa í þjóðfélaginu, er
sú eina, sem er til einhvers nýt. —
En það er skiljanlegt, hvers vegna
Magnús sýslumaður telur óánægjuna
með slæm lífskjör hættulega. það er
af því, að það gerir burgeisum íhalds-
ins erfiðara fyrir um að fá ódýran
vinnukraft til þess að vinna fyrir
sér. Stórútgerðarbraskarar, heildsal-
ar, kaupmenn og ýmsir spákaup-
menn, sem gullhneppti maðurinn á
Eskifirði ber fyrir brjósti, líta þess
vegna illu hornauga til alþýðuskól-
anna.
AustffrSingor.
VilhJ. S. Einarsson
Bakka.
Fæddur 16. september 1863.
Dáinn 20. júlí 1033.
í vandamanna og vinahóp
er vegið liér á jörð.
Og eftir standa allt um kring
liin auðu, djúpu skörð.
Já, enn þá dauðans duida hönd
nú drepur liögg á þil.
S\o falla sterkir stofnar hijótt
sem stráin foldar til.
þú áttir, vinur, viljaþrek
og von þig aldrei brast.
þú reyndist æ hinn sterki stofn,
þótt stormar næddu fast.
þin saga stendur sífelt skráð
á syeitar þinnar vang.
Með djörfung lagðir dýran arf
í dalsins mjúka fang.
]Jur geymast störf þín stór og mörg
og stcfna fram á öld.
Ó, mætti ég letra manndóm þinn
sem merki á lífs míns skjöld.
Úr fjarlægð heim til fegra iands
þér fylgir hugur minn.
Ég get ei kvatt þig, góði vin,
við grafarbeðinn þinn.
Ég þakka af lijarta þína ást,
ég þakka göfug ráð.
Ég þakka sæmd er sýndir þú
og sanna kærleiksdáð.
Ég veit þú skynjar hlýjan hug
á hljóðri kveðjustund
frá öllum þeim er þáðu styrk
frá þinni traustu mund.
Ég veit þú hlessar börnin þín
og biður fyrir þeim.
Nú rætist von þín, Vilhjálmur,
að vera „kominn heim“.
Og ofar storð við stjórnvöl þann,
sem sterkari er en Hel.
Nú ríkir ungur andi þinn
um eilífð. Farðu vel!
Tómas R. Jónsson.
----O-----
Kommúnistaflokkurinn sprunginn?
Verklýðsblaðið birtir „opið bréf“
eða einskonar úrskurð frá Alþjóða-
sambandi Kommúnista, þar sem lýst
er yfir því, að „félagi Stefán Pét-
ursson" og ýmsir aðrir menn í
flokknum hafi „truflað með afstöðu
sinni samtaka baráttu flokksins og
liafið byrjun að gersamlega óleyfi-
legri „fraktions" starfsemi". þar er
einnig sagt, að tryggja þurfi „meira-
hluta af verkalýð" í flokknum og
„öllum leiðandi stöðum". Mun þessu
stefnt gegn Einari Olgeirssyni. En
talið er, að Brynjólfur Bjamason
hafi pantað bréfið og samið. Mun
ekki þurfa að tíunda fylgi kommún-
ista lengi héðan af fyrst svona er
komið.
----o-----
SKRIFSTOFA
FRAMSÓKNARFLOXKSINS
er á Laugaveg 10. — — 8ími 8885.
Fasteignabökín
1932.
Eftir Bjöm Bjarnarson í Grafarholti.
Eítir útkomu fasteignabókarinnar
1922 gerði ég við hana nokkrar at-
liugasemdir, er birtust í blöðum. Nú
vil ég með nokkrum orðum minnast
liinnar nýju, er löggilt var 1932. í
henni er margt af því, er ég athug
aði við hina fyrri, tekið til greina,
gerð virðingarverð tilraun að gefa
upplýsingar um ýmislegt, sem ein-
kennir hverja bújörð og er undir-
staða verðgildis hennar, í hlutfalli
við aðrar jarðir í byggðarlaginu.
Upplýsingar þessar eru í 12 dálkum,
milli nafndálksins og verðlagsdálk-
anna. Er dáikur fyrir „eign og á-
búð“, sýnt hvort jörðin er í sjálfsá-
búð, einstaklingseign í leiguábúð,
eign stofnana í þjóðfélaginu, auð (ó-
byggð), o. s. frv.; dálkur er fyrir
„hýsing og þægindi", sýnt hvort á
jörð er bær (torfbær), timburhús,
steinhús, miðstöð, vatnsleiðsla, raf-
magn, o. fl.; dálkur fyrir „túnstærð",
tveix dálkar fyrir „heyafla" (taða,
úthey), tveir fyrir „matjurtir" (garð-
stærð, tunnutal), dálkur fyrir „girð-
ingar“ (um tún, engi, haga, algirt),
dálkur fyrir „hlöðurúm“ og þrír
dálkar fyrir áhöfn búfénaðar (kýr,
sauðfé, hross). Öftustu dálkarnir þrír
eru fyrir „landverð", „húsaverð" og
„verð samtals", allt í 100 krónum. —
Auk þess er í skýringum neðanmáls,
er tilvisunartölui' benda á, getið um
hlynnindi og ýmislegt fleira, er fast-
eignina einkennir. — Skrásetning
þessarar nýju fasteignabókar er og
laglegri cn hinnar fyrri. Nú er nafn
íleirskiftrar jarðar ekki endurprentað
fullum stöfum (allt að 10 sinnum!)
heldur eru nú hin síðari stryksetr,
sem er ólíkt viðkunnanlegra. Fast-
eignir þær (í eldri bókinni nefndar
„viðauki"), sem ekki eru settar i
töluröð með eiginnöfnum í sveitar-
skrá hverri, eru nú færðar undir
nöfnunum: „aðrar skattskyldar eign-
ir“ og „skattfrjálsar almannaeignir",
og er það skárra en hin fráleita"'
skráning i bókinni frá 1922. — í
nýju bókinni er og vottur nokkurrar
viðleltni til að færa nöfn jarða í rétt
horf, og mun ég víkja nánar að því
síðar. — Gerir þetta bókina mikið
viðkunnanlegri og girnilegri tii ilits,
en hinar fyrri jarðamatsbækur, og
mundi stórum auka gildi hennar, ef
treysta mætti upplýsingunum og mat-
ið væri í samræmi við þær og skýr-
ingar, sem bókin gefur.
Ekki mun ég segja eintómt lof um
bók þessa (engri hagsmunavon né
kunningsskapargreiða til að dreifa).
Finnst mér við hana ýmislegt að at-
huga. — í sumum upplýsingadálk-
unum eru tölurnar með tugbroti
(desimal), en þar eru heilu tölurnar,
sem ekki fylgir brot, settar í sæti
brotsins, er gerir dálkana afar-óvið-
kunnanlega. Get ég hvergi í bókinni
fundið, að til þess hafi nauð rekið
rúmsparnaðar vegna (sbr. formálið),
að víkja í þessu frá manna sið.
í stað „skattfrjálsar almannaeign-
ir“ hefði ég kunnað betur við orðið:
GEFJUN
Laugaveg 10. Sími 2838.
Kvenkápur. Drengjaföt.
2. október opnuðum við sérstaka saumastofu fyrir drengjafatnað,
svo sem; rennilásblússur, pokabuxur, stuttar og síðar buxur.
Drengjafötin verða afgreidd með mjög stuttum fyrirvara. Enn-
fremur saumum við telpu- og kvenkápur. Höfum ávalt fyrirliggj-
andi alls konar fataefni, kápu og frakkaefni. — Klæðskerasaumuð
karlmannaföt eru hvergi ódýrari en hjá okkur.
Verzlið við Gefjun, með því móti fáið þér mest fyrir peninga yðar.
Geíjun, sölubúð og saumastofa.
Laugaveg 10. Sími 2838.
Allstaðar hans
áíits gætir,
öllum stéttum
landsins hjá;
Kær er G. S.
kaffibætir
á konunum það
heyra má.
Kaffibætis
G. S. góða,
getur enginn
verið án,
hann til sölu,
hafa og bjóða
hölduni veitir
stærsta lán.
Fæst í öllum búðum
þap sem kaffibætip
er seldur.
B iE K U R AHar fáanlegar íslenzkar
bækur og erlendar bækur
um margskonar efni fyr-
irliggjandi eða útvegaðar
fljótt. Sömuleiðis öll er-
lend blöð og tímarit
R I T F ð H 0 allskonar, fyrir skrifstof-
ur, skóla og heimili, sjálf-
blekungar o. m. fl.
Allar pantanir utan af landi af-
greidar fljótt gegn póstkröfu.
[. P. RRIEM Bókaverzlun, Austurstr. 1.
Sími 2726. REYKJAVÍK.
Úrvals norðlenzkt SALTKJÖT
og nýtt spíkfeitt dilkakjöt.
Kjötbúð Reyk j avíkur,
Vesturgötu 16. Sími 4769.
þjóðfélagseignir; það tekur yfir allt,
sem átt er við, og sem í eldri bók-
inni var nefnt: „opinberar fasteign-
ir“ (eins og hinar allar væru leyni-
legar!).
í flokkinn: „aðrar skattskyldar
oignir" („ruslakistuna") hafa nú
verið látnar flestar hinar smáu
lendur, eitt eða fá hundruð, hús á
þeim, og landlaus hús. Sumstaðar
virðist þó svo, sem allverulegar jarð-
eignir, utan kauptúna, hafi einnig
lent þar, t. d. í Grindavíkum er sá
fl. 252 hndr. landverðs, Hafnahr. 108
h., Gerðahr. 114 h., Seltj. 647 h„ Mos-
f.sv. 94 h.'*) (þar í 3 nýbýli), Kjal-
arn. 122 h. (þar í 2 forn býli), Innri
Akran. 398 h„ Eyrarsv. 125 li„ o. s.
frv. — Ekki lief ég getað fundið að
neinni reglu hafi fylgt verið við að
skipa í þennan flokk, en það ætti að
vel'a fastri reglu bundið.
Eins og í eldri bókinni er í þessari
slengt saman jarðarhúsum og húsum
leiguliða (á leigujörðum), og gefur
það ranga hugmynd um heildarverð-
gildi jarðarinnar (leiguliði getur
ílutt hús sín burt).
Matsmenn era ekki allsstaðar enn
komnir á iag með að meta liverja
eign þar í sveit, sem hún liggur. l'.
d. er í Innri-Akranesshr., samkvæmt
aths neðanmáls, metið með Garða-
landi „nokkurt land keypt undan
Ósi; en Ós er jörð í Skilmannahreppi.
í þeim hreppi (Skilm.) liggur land,
nefnt Slaga, sem lengi hefir tilheyrt
Ytra-Hólmi. þess er ekki getið, né
það metið sérstakt, hvorki í hinni
eldri né þessari fasteignabók. —
Lönd þau, sem í Skorradalshr. eru
talin nr. 23—24, liggja í Andakíls-
hreppi. (— No. 25 í Skorrad. er nefnt
„kirkjuiand Fitja"; það var eign
Fitjakirkju, en er nú afrétt, Skip-
skaginga, mætti heita Botnsheiði).
Eins er ástatt um land það í I-Ivít-
ársíðuhrcppi, er selt var úr Kalmans-
tungu og er nú upprekstrarland frá
öðru héraði; en það er í hvorugri
bókinni nefnt. — Óviss er ég um, að
þórsmörk og Goðaland sé rétt talið
í Fljótshlíð; o. m. fl. — Viða er i
aths. getið um ítök: skóg, veiði, reka
o. fl„ sem liljóta að liggja i fjarlægð,
oft í annarUsveit eða öðru héraði, en
koma ekki fram sem eign þar sem
*) Tala þessi er röng. í ruslakist-
una hefir hér slæðzt nr. 38 í sveitar-
skránni, svo sú eign er tvítalin (18
+ 32 = 50). Hvort svo kann að vera
víðar, hef ég ekki getað rannsakað.
Mynda- og rammaverzlun
Islenzk málverk.
Freyjugötu 11. Sími 2106
KAUPFÉL. REYKJAVÍKUR,
Bankastræti 2, sími 1245.
Ferðamenn hafa bezta tryggingu fyrir
góðum vörum með hæfilegu verði,
verzli þeir við kaupfélagið.
Komið í kaupfélagsbúðina, þegar þið
— — komið til Reykjavíkur. — —
þau liggja. þess er þó að gæta, að
lönd og landsnytjar eru ekki ein-
ungis gjaldstofnar til ríkissjóðs, held-
ur einnig til sveitar- og sýslu-sjóða,
og' ber því að meta hverja fasteign
á sínum stað.
Framh.
----o-----
Heimskreppan. Samkvæmt skýrsl-
um verzlunarráðuneytisins í Banda-
ríkjunum eru viðskipti og atvinna
að aukast í flestum löndum heims.
Skýrslur frá ýmsum löndum herma,
að vinna í verksmiðjum hafi rr.jög
aukizt og að laun séu víðast liærri
en þau hafa verið um langt skeið.
Frá því í vetur sem leið, þegar al-
þjóða verkamannaskrifstofan gizkaði
á, að tala atvinnuleysingja í heimin-
um væri 30 miljónir, hefir atvinnu-
leysingjum fækkað um 5 miljóniv,
þar af hefir atvinnuleysingjum í
Bandaríkjunum fækkað um á þriðju
miljón. — Atvinnuleysingjum hefir
einnig fækkað mikið frá'því janúar
í þýzkalandi, Bretlandi, Frakklandi
og Italíu. — Hagfræðingar amerísku
stjórnarinnar telja enn ekki unnt að
segja fyrir um, hversu varanlegur
þessi viðskiptabati verði, en allar
líkur bendi til, að áfx'am muni miða
allgreitt í áttina til frekari viðreisn-
ar. M. a. er talið líklegt, að aðrar
þjóðir, m. a. Bretar og þjóðverjar,
muni fara að dæmi Bandaríkjanna í
viðreisnarmálunum, en það mum
ásamt viðreisnarframkvæmdunum í
Bandaríkjunum, hafa mikil áhrif til
þess að vinna að fullu bug á krepp-
unni í heiminum. (F.B.).
Tvenn stjórnarskipti hafa orðið á
Spáni síðustu daga. Hefir forsetinn
áformað að rjúfa þingið og boða til
nýrra kosninga.