Tíminn - 21.10.1933, Blaðsíða 2
170
TfMINW
það, að smákaupmenn á Austur-
landi hafi enga aðstöðu til
verzlunarkúgunar. Hér naælir
hann enn sýnilega gegn betri vit-
und. Hann veit það vafalaust, að
hvergi hefir verzlun verið óhag-
stæðari á Austfjörðum en þar
sem engin kaupfélög hafa verið
til þess að ráða verðinu og verzl-
unarháttum. Kaupfélögin eystra
hafa verið og eru vemdarar
manna gegn verzlunarkúgun, og
nú er einmitt verið að vinna að
því, að koma upp kaupfélagi í
þeim eina verzlunarstað í Suður-
Múlasýslu, sem kaupmenn hafa
undanfarið verið einráðir í, —
Fáskrúðsfirði. Er ekki annað
sýnt en að þar muni takast sam-
vinna smáframleiðenda, sjómanna
og verkamanna í verzlunarmálum
hvað svo sem.J. G. segir um þá
hluti.
1 einni af greinum sínum segir
J. G. „Af tvennu illu teldi ég
miklu heppilegra að semja við í-
haldið en við Framsókn". I ann-
ari grein segir hann: „Sá flokk-
ur, sem hreinast og ákveðnast
hefir staðið gegn Alþýðuflokkn-
um hingað til, er íhaldið“. —
Hveraig þykir mönmnn samræm-
ið í þessu! Flest, sem hann segir,
Kosningapistlar.
i.
Kosningarnar síðustu, 16. júlí, gefa
tilefni til margskonar hugleiðinga,
einkanlega um bardagaaðferðir og
framtíðartakmörk íhaldsmanna. Kjós-
endur geta lært eitthvað af því, sem
þá kom i dagsljósið.
Aðaleinkenni á framkomu íhaldsins
síðastliðið sumar er að það beitti
öllu afli til að sigra, en að-
íerðin var margskonar, oft blíðmæli
og fagurgali, bandalagstilboð og vin-
átta. Stundum að gera sig arman og
vesælan, oft með hótunum og frekju,
tilbúið að skipuleggja flokka til
hermdarverka, eins og sást bezt á
því þegar vandamenn hinnar „heit-
trúuðu" konu Guðrúnar í Ási töl-
uðu um það á opinberum fundum,
að þeir vildu „klára“ þekktustu starfs-
menn samvinnufélaganna og formenn
bankaráðanna, þá Jón Árnason og
Svavar Guðmundsson. Stundum voru
þeir það mildari, að þeir ráðgerðu
aðeins að gera samvinnumönnum
óvært í bænum. Tilgangurinn sá, að
gera bæinn að skrílbæli með upp-
hlaupum og hermdarverkum.
íhaldið var þannig eins og lithverf-
ingar. það kom fram i allra kvik-
indalíki. Annarsvegar er Guðrún
Lárusdóttir með guðsorð á vörunum,
og „moralskt" yfirlæti, eins og heim-
ili hennar hefði einkaumboð á kristi-
legu siðgæði. Á hinn bóginn er Ást-
valdur og Gísli sonur hennar æstir
valdamenn í hinni órólegu deild
íhaldsins, þeirri sem prédikar meið-
ingar og skrilræði gagnvart bændum
og samvinnumönnum. íhaldið allt
rúmast milli þessara skörpu and-
stæðna í hinnu einkennilega heimili
í Ási.
Annaö dæmi um bardagaaðferð
íhaldsins er frá kosningunum 1931.
Magnús Guðmundsson er þá austur
í Vik að hjálpa Gísla sýslumanni
móti Lárusi í Klaustri. Magnús,
Gísli og þeirra menn gera allt, sem
þeir geta leynt og ljóst til að fella
Lárus. En þegar Magnús kveður Lár-
us, klappar hann á öxlina á honum
og segir: Ég vona að sjá þig aftur
í þinginul Hvað á slík hræsni að
þýða? Til hvers er Magnús kominn
austur? Til að hjálpa til að fella
Lárus. Hann hefir gert það sem hann
gat í þvi skyni, og allur flokkurinn
með. í sjálfu sér er ekkert út á það
að setja. Barátta er barátta. En
hræsni er hræsni. Og hið fláa smjað-
ur Magnúsar um að hann vonist eftir
að andstæðingurinn sigri, er vitan-
lega fals, af lélegustu tegund.
Á Austurlandi virðist íhaldið hafa
blekkt Jónas Guðmundsson fram-
bjóðanda verkamanna í Suður-Múla-
sýslu, þannig að hann skoðar sig og
sinn flokk vera í einlægu fóstbræðra-
lagi við íhaldið. Jónas sagir þetta á
fundum, og biður sína merm að
kjósa íhaldið með sér. Jónas gefur
þá skýrkigu á þessu, að Ihald og
sósíalistar séu bandamenn í kjör-
hnígiir þó að því, að Alþ.fl. eigi
sinn höfuðfjanda þar sem Fram-
sóknarflokkurinn er, a. m. lt. hafa
flokksbræður J. G. skilið grein
hans svo, því að rétt á eftir
greinum hans birtist í Alþ.fl. for-
ystugrein, sem heitir „Höfuðand-
stæðingurinn“ og hrekur lið fyrir
lið skoðanir Jónasar í þessum efn-
um. í henni er sýnt fram á að
íhaldið sé höfuðandstæðingur alls
vinnandi fólks. Verður að telja
líklegt, að augu J. G. opnist nú
fyrir staðreynd þessari.
Hinsvegar er það alveg fullvíst,
að smáframleiðendur, sjómenn og
verkamenn á Austfjörðum munu
hér eftir sem hingað til sækja
kosningar gegn íhaldinu, höfuð-
andstæðingnum, á þann hátt, sem
líklegastur er til þess að verða
því að falli, en jafnframt líkleg-
astur þeirra eigin málstað til
framdráttar. Og þetta mun gert
verða, þrátt fyrir tilraunir J. G.
til þess að auka ágreining þeirra,
sem saman eiga að vinna að
réttu lagi og alveg án tillits til
þeirra kosningasamninga, sem
hann kann að gera fyrir sjálfan
sig.
Eysteinn Jónsson.
dæmamálinu, og það sé eiginlega
sama hvorir þeirra komist að. Niður-
staðan af þessu fláræði er sú að
Magnús sýslumaður fær þa'nnig lán-
að ca. 100 atkv. frá verkamönnum,
en þeir lána ekkert á móti! Jónas
Guðmundsson er hér gintur, og það
nokkuð spaugilega. En þannig fer öll-
um þeim, sem trúa fagurgala íhalds-
ins Svo fjarri fór því, að íhaldið
teldi grið standa milli þeirra og só-
cialista, að á Seyðisfirði gáfu smalar
íhaldsins gjafir, í ýmiskonar fríð-
indum og víni til að auka lið sitt
þar og fella Harald Guðmundsson.
Og í Hafnaríirði beittu íhaldsmenn
öllum ráðurn til að fella socialist-
ann, m. a. reyndu þeir nokkurum
sinnum á kjördaginn að draga mann,
sem lá banaleguna út í bil til að
koma honum á kjörstað vegna
Bjarna Snæbjörnssonar.
Samhliða falsinu var ekki sparað
fé í útgjöld við kosningarnar. íhald-
ið hafði 12 bíla til að flytja kjós-
endur sína í Árnessýslu og aðra í
Rangárvallasýslu, en á móti höfðu
frambjóðendur Framsóknarfl. engan
slíkan farkost. Presturinn á Torfa-
stöðum, sr. Eiríkur bannaði, að
íhaldsbíllinn í Tungunum flytti Fram-
sóknarmenn á kjörstað. í viðbót við
þetta bílafargan íhaldsins hafði
Steindór Einarsson skipað sínum bíl-
stjórum að flytja íhaldsmenn á Suð-
urláglendinu á kjörstað hvar sem til
næðist. Eiríkur frá Hæli, fyrv. bænda-
maður var nú genginn á hönd íhald-
inu. Hann fór heim á hvern bæ í
sumum sveitum og bað menn að gera
sér þann greiða að kjósa sig. Svo
tryggur var hann orðinn íhaldinu
1931, að B. Kr. fór austur á Eyrar-
bakka til að biðja íhaldið að trúa
Eiríki! Hvað myndi Gestur á Hæli
hafa sagt, ef hann mætti líta upp úr
gröf sinni og sjá hinn nýja stuðn-
ingsmann bændavaldsins, B. Kr.?
II.
Ég hefi bent á dæmi um vinnu-
brögð ihaldsins, um tvöfeldni þess,
vináttuloforð ofan á, eins og við Lár-
us í Klaustri og Jónas Guðmundsson
á Norðfirði, en undimiðri staðfastan
ásetning að gera þessum mönnum
málstað þeirra og samherjum allan
þann skaða, unt var. þessi dæmi að-
eins nefnd til skýringar, því að af
miklu er að taka.
íhaldið hefir skilið það, að þegar
það kom hreinskilnislega fram með
málstað sinn, gekk því venjulega illa.
Tilraunir íhaldsins með að bjóða fram
venjulega flokksmenn, án nokkurrar
grímu eða yfirskyns hafa venjulega
gengið illa. Svo fór í Árnessýslu með
Valdimar í Ölfusholti, i Rangárvalla-
ssýlu með Skúla á Móeiöarhvoli, í
Strandasýslu með Magga Magnús', i
Norður-Múlasýslu með Gísla í Skóg-
argerði, í Húnavatnssýslum með
þorstein á Hjaltabakka og við land-
kjör 1926 msð Jón þorláksson og þór-
arinn á Hjaltabakka. Öll þessi fram-
boð voru eðlileg og tvöfelckúslaus.
thaldið bauð þar fram flokksmenn
sina, þá, sem opinberlega voru ráðn-
ir við störf flokksins.
En ihaldið komst að raun um, að
þetta borgaði sig ekki. Að bezt var
að koma með nýjar persónur, sem
höfðu sérstaklega persónufylgi, eða
talið var að hefðu eitthvert áhuga-
mál, dulbúa slíka frambjóðendur,
iæra yfir á þá hið trygga flokks-
fylgi, en ginna svo kjósendur, með
tylliloforðum, þó að þeir annars væru
móti flokknum. Láta svo frambjóð-
endurna alls ekkert gera fyrir hin
svokölluðu áhugamál, og ef með
þyrfti, kasta svo „tálbeitunni" við
næstu kosningar, og fá nýja. þetta
cr nú að verða föst aðferð hjá íhald-
inu, og þessvegna vel þess vert að
slcýra þá starfshætti.
Árið 1922 býður Mbl.-flokkurinn
fram tvo landkjörslista. Annan með
Jóni Magnússyni og Sigurði ráðu-
naut, hinn með Ingibjörgu Bjama-
son. Jón var sá sanni og viðurkenndi
Mbl.-maður. Sigurður ráðunautur var
í- eðli sinu móti Mbl.-stefnunni. En
hann langaði til að vera á þingi, og
trúði tálvonum, sem eyðslufólk
Reykjavíkur gaf honum. Sig. Sig.
flutti þannig persónufylgi sitt yfir á
Jón Magnússon, en hafði ekki
minnstu skilyrði til að komast að
sjálfur. Hann varð bændum „tál-
beita“. Mbi.-menn ætluðu að svíkja
Sig. Sig. þessvegna settu þeir upp
kvennalista með Ingibjörgu Bjama-
son. Ilenni trúði þeir betur en Sig.
Sig. Henni vildu þeir koma að —
einu sinni. Mbl.-menn skiptu fylgi
sínu á I. H. B. og J. M. og komu
báðum að. En mjög mikill hluti af
kjósendum I. H. B. voru konur. þær
kusu I. H. B. af því þeim fannst
eðlilegt að kjósa konu úr því hún
væri í framboði, og væntu þess, að
málum lcvenna yrði eitthvert gagn að
þingsetu hennar. Auk þess hafði I.
II. B. lengi stýrt fjölmennum kvenna-
skóla og vonaðist íhaldið eftir, að
hún. fengi þaðan drjúgan liðsauka.
Á þessum blekkingum fengu listar
Mbl.-manna miklu meira fylgi 1922
heldur en stefnan hafði.
Sig. Sig. var ginntur og hans fylg-
ismenn. Kvenfólkið var líka ginnt
með I. II. B. Hún sat að vísu eitt
lcjörtímabil á þingi. Hún hefir vafa-
laust viljað vinna að áhugamálum
kvenna. En ihaldið vildi engar „hug-
sjónir" á Alþingi, heldur bara „lof-
orð“ um kosningar. Allt sem gert var
til umbóta á uppeldi kvenna í land-
inu meðan I. H. B. sat á þingi var
gert á móti hennar atkvæði, svo sem
húsmæðraskólarnir á Staðarfelli,
Laugum og Hallormsstað, héraðsskól-
arnir, þar sem konur hafa fengið
stórvægileg skilyrði til uppeldis og
þroska o. s. frv. íhaldið vildi aðeins
vinna fyrir eyðsluklær og spekú
lanta. það vinnur á móti umbótum
á kjörum almennings, karla jafnt
sem kvenna. I. H. B. varð að fylgja
flokknum og gerði það. En þegar
kom að kosningum 1930, þá var hún
aðeins venjuleg íhaldsmanneskja. þá
voru engar tálvonir bundnar við
hana. Og þá var henni kastað hlífð-
arlaust. Allir kunnugir vissu, að hún
vildi vera í endurkjöri, og að í þeim
vonum. hafði hún ofurselt sig Mbl.-
stefnunni og þjónað flokknum með
íullkominni tryggð í 8 ár. En þetta
voru launin. íhaldið var ekki að
hugsa um að launa tryggð með
tryggð, heldur að fá nýja „tálbeitu".
íhaldið liafði fengið reynslu um
það 1926 við aukakosningar í stað J.
M., hve gott var að koma með hæfi-
lega mikið af hugsjónum við kosn-
ingar. Sumir vildu þá fá Einar Am-
órsson. En hann var bara flokksmað-
ur. þá fundu þeir Jónas Kristjánsson
lækni. Hann var sagður bindindis-
maður, frömuður heilbrigðismála o.
s. frv. íhaldið hvatti templara til að
fylkja sér fast um J. Kr. og þeir
gerðu það. íhaldið fékk mikinn hluta
af kjörfylgi J. Kr. á falskar vonir.
Sjálfir vissu þeir að J. Kr. var hug-
sjónalaus, skoðanalaus, barnalegur
fram úr hófi, og algerlega án nokk-
urrar stjórnmálaþekkingar. Hann
varð þessvegna aldrei annað en at-
kvæði hjá flokknum. það vissu leið-
togarnir. En um aðalhugsjónina fór
svo, að innan mánaðar af fyrstu þing-
setu sinni var J. Kr. búinn að greiða
atkvæði um áfengismál, eins og
verstu vinsvelgimir vildu, og orðinn
að athlægi um allt land. En hann sat
á þingi í 4 ár, á „hugsjónum“ templ-
ara, og vann allt, sem hann gat fyrir
íhaldið.
1930 gengu I. H. B. og J. Kr. út.
Beeöi höfðu náð þingsetu á tálvon-
um. Bæði höfðu bmgðizt. íhaldið
kastaði báðum. það þurfti nýtt agn.
það var tekinn óþekktur íhaldslög-
lræðingur úr Reykjavík, sem átti að
íljóta á því, að hann átti sæti i
stjóm Byggingar- og landnámssjóðs,
sem íhaldið hafði þó sannarlega ekki
komið af stað. Og með honum var
send Guðrún Lárusdóttir. Hún kom
í stað I. H. B., sem kona. Auk þess
hafði hún staðið að kristilegu riti,
sem danska heimatrúboðið hafði
styrkt hér á landi. Guðrún Lárus-
dóttir átti að vera sverð og skjöldur
kvenna, og auka guðhræðslu og
sannarlegan kristindóm í landinu.
Ýmsir urðu til að trúa þessu. „Tál-
beitan“ gekk aftur nægilega í ýmsa
kjósendur og íhaldið kom þessum
manneskjum að.
Guðrún Lárusdóttir er búin að sitja
á nokkrum þingum. Fyrir hugsjónir
kvenna hefir hún unnið nákvæmlega
eins og I. H. B. — nefnilega ekki
neitt. En fyrir kristindóminn hefir
hún gert enn minna. Úr heimili
hennar hefir sprottið upp stefna, sem
jn'édikar meiðingai' og ofbeldi. Sonur
Guðrúnar og maður hennar eru leið-
togar í þessum félagsskap, sem
áreiðanlega er lengra frá kristin-
dómnum en nokkur önnur „lireyf-
ing“ í þjóðlífinu. Og Guðrún Lárus-
dóttir er íslenzk ættmóðir „hreyfing-
arinnar"! Frh.
J. J.
-----o------
Deildastjórar í Framsóknarfélagi
Reykjavíkur eru beðnir að koma til
viðtals á skrifstofu flokksins, Lauga-
vegi 10, eitthvert kvöld í næstu viku
kl. 8—9.
Kanadasjóður. -Ýmsa lesendur blaðs-
ins mun reka minni til þess, að á
Alþingishátíðinni 1930 var því lýst
yfii', af fulltrúum Vestur-íslendinga
og Kanadamanna, að Kanadaþing
myndi gefa íslendingum nokkra fjár-
upphæð til minningar um hátíðahöld-
in. Leið nokkur tími þangað til að
samkomulag næðist um upphæð fjár-
ins og meðferð. Nú ekki fyrir löngu
hefir féð verið afhent, 25 þús. doll-
arar, og reglugerð sett um meðferð
þess. Hefir af því verið stofnaður svo-
nefndur Kanadasjóður. Er hann
vaxtaður hér á landi og er nokkru af
árlegum vöxtum hans varið til þess
að styrkja íslendinga til náms í
Kanada. Samkvæmt tilkynningu
frá t'orsætisráðherra hefir styrkveit-
ing úr Kanadasjóði nú farið fram í
i'yrsta sinni. Styrkinn hlaut Ófeigur
J. Ofeigsson, kandidat í læknisfræði,
til framhaldsnáms í lyflæknisfræði
við kanadiska háskóla og sjúkrahús.
Hlaut Ófeigur styrkinn óskiptan, þ.
e. alla ársvexti sjóðsins, sem námu
1250 kanadiskum dollurum.
Frá Sigluíirði er símað til FB. 2. þ.
m.: Kve.ikt var á Siglunesvitanum í
fyrsta sinni í gærkveldi. Er vita-
byggingin nú nærri fuligerð. Stærð
liússins er 10,6X10,5 metrar, einlyft
með 9 metra háum vitaturni, allt
byggt úr steinsteypu. Hefir mestallt
efnið verið aðflutt úr Eyjafirði og
Skagafirði, sumt vestan af Aðalvík.
Lendingarlaust má kallast á Sauða-
nesinu. Hefir það tafið verkið auk
þess er bakkinn hár og brattur. Var
þar settur krani og efni dregið upp
með handvindu. Að byggingunni
hafa unnið 20 menn. Vitavarðarhús
er verið að byggja 16.5X7.6 metra,
tvílyft, en verður ekki fullgert í
haust, en þó gert íbúðarfært á neðri
hæð. þangað er verið að leggja
vatnsleiðslu 850 metra, úr steinsteypu-
þró við Engidalsá. Ráðgert er, að all-
mikið land verði lagt til vitans til
ræktunar og afnota vitaverðinum. —
Verið er að byggja dagmerki fyrir
Helluboðann, 12 metra hátt. Verður
byrjað næstu daga að setja niður
hljóðvélarnar. þær eiga ávalt að vera
í gangi þegar dimmviðri er. Vita-
vei-ðir verða tveir, því að gera má
ráð fyrir að hljóðvitinn þurfi oft að
ganga sólarhi-ingum saman. Mun
Siglufjöi'ður einhver bezt merkta höfn
landsins, þegar vitinn er fullger.
Skólar á Akureyri. í menntaskól-
anuin á Akureyri ei'u 190 nemendur,
þar af 73 í lærdómsdeild. Hafa aldrei
verið jafnmargir nemendur í skólan-
um áður. Kennarar skólans eru alls
13 og ei-u hinir sömu og síðastliðið
skólaái'. — í bamaskólanum eru 439
börn. Starfar skólinn í 6 deildum.
Tveir nýir kennarar eru við skólann,
þeir Eiríkur Sigurðsson frá Norðfirði
og Marino Stefánsson, frá Skógum á
Vegna
burtfiutnings vil eg' selja Veitinga-
skálann í Borgarnesi og|selja eða
leigja nýbýlið Bjarg við Borgar-
fjörð (helzt lána býlið góðum
manni gegn endurbótum á því).
Vigfás Ouðmundsson.
þelamörk. — Gagnfræðaskólinn var
settur í dag og eru í honum um 30
nemendur. Einnig var iðnskólinn
settui- og eru i honum um 60 nem-
endur.
þýzka stjórnin hefir lýst yfir þing-
íofi og nýjum kosningum 12. nóv.
næstk. Jafnframt á að fara fram
þjóðaratkvæði um stefnu stjórnarinn-
ar i Mðai’málunum. Heldur Virðist
þingrof þetta þýðingarlítið, þar sem
þingið hefir fyrir löngu afsalað sér
löggjafai-valdinu í hendur ríkisstjórn-
ai’innar!
Frá þýzkalandi. Tilkynnt hefir ver-
ið, að ráðheri'arnir Göhring og Göb-
bels verði leiddir sem vitni út af
þinghallai'brunanum, í sambandi
við staðhæfingar þær, sem fram
hafa komið á prenti í bókinni
„Harðstjórn Hitlers", sem út kom í
Englandi og þar sem sagt er, að þeir
hafi lagt á ráð um þinghallarbrun-
ann. það er þessi bók, um „harð-
stjóm Hitlers", sem almennt gengur
undir nafninu „brúna bókin'1.
Smyglarar við Finnlandsstrendur.
Bi’etland og Finnland hafa gert með
sér samning viðvíkjandi smyglunar-
málum og lieimildum til þess að
stöðva skip og i'annsaka, hvort um
smyglaskip sé að ræða eða ekki.
Samkvæmt , samningum heimilast
finnskum yfirvöldum að stöðva skip,
innan 500 smálesta að stærð, sem
liafa uppi breskt flagg, við strendur
Finnlands, í framannefndum til-
gangi, svo fremi að þau séu eigi svo
langt frá landi, að um klukkutima
siglingu sé að ræða. Búizt er við, að
af samningsgerð þessari leiði að
smyglarar við Finnlandsstrendur
neyðist til að liætta að nota brezk
flögg, en mjög hefir á þvi borið að
undanförnu, að þeir geri það, þótt
skip þeirra séu ekki brezk.
Viðskiptabann gegn þýzkum vörum
í Ameríku. Samband verkalýðsfélag-
anna í Bandaríkjunum hefir lýst því
y-fir', að héðan í frá, unz öðru visi
vei'ður ákveðið, sé félagsmönnum
innan sambandsins bannað að kaupa
vörur, sem framleiddar eru í þýzka-
landi og öðrum löndum, þar sem
ríkisstjórnirnar hafa bannað frjálsan
félagsskap verkalýðsins. Tillaga um
þetta efni var samþykkt á sambands-
fundi, þar sem mættir voru 600 full-
trúar. Tillagan var samþ. með 599
atkvæðum gegn 1. í verkalýðsfélög-
unum, sem eru í sambandinu, eru 2
miljónir verkamanna. Síðar hefir ver-
ið ákveðið, að þessu banni verði fyrst
um sinn aðeins beitt gegn þýzlca-
landi.
Frá aívopnunarráðstelnunni. Eigi
hefir annað þótt sæta meiri tíðindum
nú um hríð en sú fregn, að fulltrú-
ar þjóðverja hefði gengið af fundi í
þjóðabandalaginu og hótað að hætta
þátttöku i störfum afvopnunarráð-
stefnunnai'. Ástæðan til þessara at-
burða er a. m. k. að yfirvarpi sú,
að þjóðverjar vildu ekki þola það, að
aðrar þjóðir hefði nokkurt eftirlit
með vígbúnaði þeirra heimafyrir.
Eins og kunnugt er, urðu þjóðverjar
að gangast undir mjög miklar tak-
markanir á vígbúnaði öllum með
Versalasamningunum, en orð hefir
jafnan leilcið á því, að ekki myndi
þetta með öllu vel haldið af þjóð-
verjum, og hvað eftir annað hafa
frönsk blöð ásakað þjóðverja um ó-
leyfilegan vígbúnað, er stefndi til
friðrofs og nýrrar heimsstyrjaldar.
Tortryggnin gegn þjóðverjum hefir
að vonum ekki minnkað síðan naz-
istar tóku við völdum, heldur vaxið
um allan lielming. Á þessum grun-
semdum og i sambandi við kröfur
þjóðverja um „jafnrétti" til vígbúnað-
ar við hin stórveldin, er reist kraf-
an um eftirlit með hinum þýzka víg-
búnaði. Að þessari kröfu stóðu Ame-
ríkumenn, Englendingai', Frakkar,
ítalir og Pólverjar, og eru taldar lík-
ur til þess að þessi ríki muni fram-
vegis halda þessari afstöðu til máls-
ins og fylgjast að í þeim ráðstöf-
unum, sem gerðai- verða gegn víg-
búnaði þjóðverja. Ýmsir telja nú að
ekki komi til mála að þjóðverjar