Tíminn - 30.10.1933, Side 1

Tíminn - 30.10.1933, Side 1
' (2>faíi>bagí 6 £ a 6 a i it s et 1. júní. ÁtsangBtinit (ostax )0 £r. Reykjavík, 30. okt. 1933. XVIL árg. X Markaður Iðndbúnaðarafurða innan lands og utan I síðastliðnum septembermán- uði skrifaði ég gi-ein í Tímann um kjötverzlun iandsmanna. Ég birti' samanburð á því verði, sem bændur fengu fyrir kjöt sitt í kauptíðinni 1932 hjá þeim sam- vinnufélögum, sem fluttu mestan hluta þess til útlanda, og hjá þeim samvinnufélögum, sem seldu allt kjötið innanlands. Sam- anburður þessi leiddi í Ijós, að innlenda verðið á kjötinu var bændum enganveginn eins hag- kvæmt og flestir höfðu ætlað. Ifefir töluvert þotið í íhalds- blöðum bæjarins út af þessari grein minni. Mbl. fullyrti strax, að ég segði ósatt um verðsaman- burðinn og hefir stöðugt alið á því síðan. Samanburður sá er ég gerði var byggður á skriflegum upplýsingum frá mörgum félög- um víðsvegar um land. Veit ég með vissu, aðfélögin hafa skýrt rétt frá. Hinsvegar var frá því skýrt í ritstjórnargrein í Mbl., að Kaupfélag Eyfirðinga hefði ekki borgað bændum fyrir kjöt í fyrrahaust nema kr. 0.35—0.40 fyrir kg. En það rétta var, að fé- lagið borgaði 60 aura fyrir kg. af bezta dilkakjöti og 55 aura fyrir kg. af lakara dilkakjöti. Mbl. talar mjög gleiðgosalega um það, að álit mitt meðal bænda hafi ekki vaxið við þessi skrif. Eg- býst nú varla við, að blað- snepill þessi hafi neitt umboð frá bændum til að kveða upp dóm yf- ir mér, eða störfum mínum, held- ur muni þessi gremja blaðsins stafa af því, að það hefir árum saman svívirt bændur og þá sem unnið hafa fyrir þá að afurða- sölu inrianlands og til útlanda, fyrir hvað okrað sé á Reykvík- ingum. Þegar ég svo fletti ofan af blekkingunum, sárnar þeim, sem að þessum rógi hafa staðið, sem vonlegt er. Mbl. telur það sönnun þess, að ég fari rangt með um saman- burð á innlenda og erlenda mark- aðnum, að nokkrir bændur norðan úr Húnavatnssýslu og austan af Síðu hafi lagt upp með sláturfé sitt í 9 daga ferðalag til að geta selt það á Reykjavíkurmarkaðn- um. Auðvitað er þetta engin sönn- un. Flestir bændur í þessum byggðarlögum eru í samvinnu- félögum. Félögin ákveða ekki fast verð á liaustin, heldur áætla verðið, og þá venjulega ekki hærra en það, að þau séu viss um, að vörurnar seljist að minnsta kosti fyrir hinu áætlaða verði. Þegar vörurnar svo eru seldar, fá félagsmennirnir hið endanlegá verð greitt fyrir vör- ur sínar. Bændur vita því ekki að jafnaði fyr en kemur fram á vetur eða með vorinu, hvað þeir endanlega bera úr býtum fyrir haustvörurnar. Þeir bændur, sem ráku fé sitt hingað til Reykjavík- ur úr fjarlægum héruðum í haust, vissu ekki, hverju þeir slepptu og vita ekki enn, því enn er tals- vert óselt af sauðfjárafurðum bænda, sem ætlaðar eru til sölu eriendis. Ég hefi fengið upplýsingar um söluverð á sláturfé nokkurra bænda, sem ráku það hingað í haust úr fjarlægum héruðum (9 daga rekstur). Verðið er sem hér segir: Fyrir dilkakjöt, skrokkþyngd 13 kg. og ýfir kr. 0,80 fýrir kg. Dilkakjöt, skrokkþyngd 10—13 kg., kr. 0,70 fyrir kg., undir 10 kg. kr. 0,60 fyrir kg. Gærur kr. 0,60 fyrir kg. Slátur og mör kr. 2,00, Fyrir slátrun á fénu borg- uðu bændurnir kr. 0,80 fyrir hverja kind. Þessar upplýsingar hefi ég fengið frá einum kaup- andanum, sein keypti margt af þessu aðkomufé. Mér er elfki kunnugt um sölu- verð á öllu því fé, sem rekið hef- ir verið hingað norðan og austan, en nálægt þessu mun verðlagið hafa verið, enda er það nokkuð í samræmi við almennt verðlag á sláturfjárafurðum hér í bænum í haust. Ég býst við, að flestir bænd- ur verði mér -sammála urri það, að víð 7—9 daga rekstur seint að iiaustlagi, leggi lömb talsvert af. Hefi ég orð glöggra manna fyrir því, að dilkar muni yfirleitt létt- ast á mör og kjöt um 4—5 pd. og- um 1 pd. á gæru á þessum ianga rekstri, miðað við það, að fcnu væri slátrað í nærliggjandi kauptúni. Að svo liomnu ætla ég ekki að géra endanlega samanburð á verði, sem hér hefir verið skýrt frá; og verði á þeim vörum, sem fluttar verða til útlanda. En ég get stráx getið þess, að gærur eru nú seldar að mestu leyti. Ef verð- ið fellur ekki úr þessu, ætti að vera hægt að borga bændum 80 au. fyrir kg. Saltkjötsverðið er lágt í Nor- egi, en hefir þó heldur hækkað. Býst ég tæpast við, að það jafn- ist á við haustverðið hér í bæn- um. Af því dilkakjöti, sem kaupfé- lögin frystu í haust, sendu þau fullan helming til London með „Brúarfossi". Þetta kjöt er selt, seldist á meðan skipið var á leið- inrii út. Meðalverðið á þessu kjöti þolir fyllilega samanburð við söluverð hér í Reykjavík í haust. Ég læt svo útrætt uiri verðsam- anbuiýinn að sinni. Útflutnings- vörurnar eru ekki allar seldar ennþá, eins og eg"gat um áður, en ég mun gera verðsamanburð strax að lokinni sölu, hver svo sem niðurstaðan verður. Ég liefi bent á það áður að nauðsynlegt er, að einhverra ráða sé leitað til þess að innanlands- markaðurinn verði ekki eyðilagð- ur. Við ráðum ekki því verðlagi, sem hægt er að fá fyrir fram- leiösluvörurnar á erlendum mark- aði, en innanlandsmarkaðinn eig- um við að geta ráðið við. Og mér finnst alveg sjálfsagt, að krefj- ast þess, að bændur beri úr být- um ,,fyrir erfiði sitt sómasamleg laun eins og hverjir aðrir starf- andi menn þjóðfélagsins. Lægsta krafa um afurðaverð á innlend- um markaði, verður að vera það verð, sem hægt er að fá fyrir framleiðsluvörurnar á erlendum markaði. Og sé erlenda markaðs- verðið óeðlilega lágt, eins og það hefir verið tvö undanfarin ár, verður að selja vörurnar hærra verði innánlands og bæta upp verðlagið hjá þeim, sem verða að búa að erlenda markaðnum að mestu eða öllu leyti. Nágranna- þjóðir okkar, Danir og Norð- menn, láta þá sem bændur selja framleiðsluvörur sínar innan- lands, borga víst gjald sem síð- an er riotað til uppbótar á verði útfluttu varanna. Ég hefi hvergi séð að þessu fundið í dönskum eða norskum blöðum, en hér ólát- ast Reykjavíkurblöðin í hvert sinn, sem þau þykjast hafa ástæðu til að ætla að söluverð á kjöti hér á bæjarmarkaðnum sé eitthvað hærra en hægt er að fá fyrir kjöt á erlendum markaði. Oft eru þessar átölur blaðanna til- liæfulausar með öllu, enda virð- ast þau sjaldan gei’a sér far um að vita hið sanna í þessu efni. Það er mjög oft bændum sjálf- um að kenna, að þeim notast lak- ar að innlenda markaðnum en vera þyrfti, og mátti sjá þess glögg merki á markaðnum hér í Reykjavík í sumar og haust, á Akureyri og víðar. Bændur sendu sláturfé sitt til sölu í bæina mjög reglulítið og buðu niður verðið hver fyrir öðrum. Samvinnufélög- in réðu ekki við að halda verðinu uppi vegna hins óreglulegá og óeðlilega framboðs. Ef ekki verður hægt að treysta bændunum sjálfum til svo öfl- ugra samtaka að hægt sé í skjóli þeirra að halda uppi eðlilegu og sanngjörnu verðlagi á afurðum þeirra í landinu sjálfu, verður 'ekki hjá því komizt að þvinga þá ófélagslyndu menn, sem glundroð- anum valda, inn í samtökin, eins og ég benti á í grein minni í Tímanum 9. sept. síðastl. Jón Ámason. Fisksalan eftir Olaf H. Sveinsson, Verðfallið á saltfiskinum 1930 og 1931 færði mönnum ennþá einu sinni heim sanninn um hve taumlaus samkeppni er viðsjált verslunarfyrirkomulag, ekki síst á krepputímum. Fiskútflytjendur buðu fiskinn niður hver fyrir öðr- um og þó gekk salan mjög treg- lega, því innflytjendur í neyzlu- löndunum þorðu ekki að kaupa nema lítið í einu vegna ótta við meira verðfall. Samkeppnin og skipulagsleysið á fisksölunni var þá á góðum vegi að koma allri alþýðu við sjóinn á vonarvöl þrátt fyrir mikinn afla. \s t' * *» • 1 i ) ■ u, Þá gerðu stærstu fiskframleið- endur hér á landi með sér sölu- samtök og stofnuðu Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda eða Fisksölunefndina, sem svo er köll- uð í daglegu tali. Stjóm hennar skipa 3 fulltrúar aðalstofnend- anna og sinn aðili frá hvorum bankanum. Til þess að þessi samtök nái til- gangi sínum, að aftra undirboðum á íslenzkum saltfiski í neyzlulönd- unum og halda uppi fiskiverðinu þurfa þau að ráða yfir öllum salt- fiski, sem út er fluttur. Þetta hef- ir ekki tekizt að öllu leyti. 1932 gekk þó starfsemi nefndarinar yfirleitt vel. Fiskverðið hækkaði að mun, var fastara og fiskút- flutningur reglulegri en áður. Fisksölufélög meðal smærri framleiðenda, sem stofnuð höfðu verið einkum í fjörðunum vestra og eystra studdu Fisksölunefndina eftir mætti. En þar sem engin slík héraðssamtök eru til, eins og víða á sér stað sunnanlands og norðan er verra við að eiga. Þar vantar tryggan grundvöll undir starfsemi nefndarinnar, sem ætti að vera fisksölufélag framleið- enda í hverju einasta héraði eða sveit þar sem fiskveiðar era stundaðar. Þar sem slík samtök eru ekki til, verður nefndin að skifta við hvern einstakan, það gerir starfsrækslu hennar mun dýrari, sem svo kemur fram í lægra fiskverði. Enginn verðmun- ur hefir verið gerður hjá nefnd- inrii, efir fiskmagni, verðið jafnt hvort sem seljandi hefir átt lítinn útgerðarmann á Eskifirði. fisk eða mikinn. Er við búið að þeir sætti sig ekki við þetta til lengdar sem fyrir hallanum verða. Eigi því verðið að haldast jafnt, þurfa að rísa upp fisksölufélög þar sem þau eru ekki áður. Þar sem ekki eru héraðs eða sveitar- samtök til um fisksöluna er og hættara við að einstaklingar skeri sig úr og glæpist á, vegna stund- arhags, að taka yfirboðum frá er- lendum eða innlendum fisksölum, sem eru andstæðir fisksölusam- tökunum og horía ekki í að bjóða hærra verð en eðlilegt er í ein- staka fisksendingar, ef vera kynni að það leiddi til að sundra samtökunum og spilla áliti þeirra innanlands. í ár hefir fisksalan gengið eríiðlegar en í fyrra, markaðir þrengri og verð lægra. Þetta hefir orðið vatn á myllu þeirra, sem fyrir sakir skamm- sýni eða eiginhagsmuna eru and- stæðir fisksölusamtökunum. Menn ljá nú frekar eyra ýmsum mis- jöfnum sögusögnum um Fisksölu- nefndina, enda hefir hún lítið gert til þess að slá niður slíkar sagn- ir, jafnvel ekki enn birt skýrslu um stai’fsemi sína í fyrra. Er hætt við því að þetta allt spilli trausti almennings á nefndinni svo henni takist síður að fá einkaumboð til að selja fiskinn og þeim mun meiri fiskur sem seldur verður ut- an við samtökin, því erfiðari verð- ur aðstaða hennar í neyzlulönd- urium. Er hætt við því að sam- tökin sundrist og mjög líklegt að fiskurinn lækki þá tim 10—15 krónur skippundið. Vegna þess hvernig stofnað er til Fisksölunefndarinnar er í stjórn hennar falið einræði, sem menn sætta sig illa við og er fremur fallið til þess að vekja tortryggni og óvild en traust og samúð, sem verður þó að vera grundvöllur allrar samvinnu ef vil á að fara. Þessi skipulagsgalli hefir sumstaðar skapað forráða- mönnum fisksölufélaganna ýmsa örðugleika og truflað starfsem- ina. öfært er að láta þennan galla spilla fisksölunni. Þar eð hags- munir allra fiskframleiðenda, smárra og stórra, fara hér saman, ætti að mega bæta hann ef vilji og Innþeltnta á Saugaoeg 10. öimt 2353 — :póst£>ól/ 96) 49. tbl. er góður og sanngimi fær að ráða. Fisksölunefndin ætti nú þegar að birta ítarlega skýrslu um starfsemi sína s. 1. ár og síðan að hafa þá reglu að skýra sem oft- ast og greinilegast frá gjörðum sínum og þeim breytingum, sem ské í markaðslöndunum og okkur varða. Það mundi aftra missögn- um. Þá ætti og nefndin að vinna að stofnun fisksölusamlaga, þar sem þau eru ekki áðúr til, og leita til þess aðstoðar félagslyndra at- orkumanna á hverjum stað. Síðan að kalla saxnan fulltrúafimd í Reykjavík frá öllum fisksölufé- iögum í landinu um næstu ára- mót til þess að ráða fram úr, livernig haga skuli starfi og stjórn fisksölusamtakanna fram- vegis. Þar yrði að taka hæfilegt tillit til allra aðila í samtökunum, bæði hinna stærri fiskframleið- enda í Reykjavík og hinna smærri víðsvegar um landið. Þá mundu hinir síðari sætta sig bet- ur við samtökin og stjóm þeirra, líta fremur en nú er á stjórnina sem staríandi fyrir þá og sjálfa sig sem meðlimi með skyldum og ábyrgð jafnframt réttindunum. Viðbúið er að seint takist með frjálsum samtökum að fá alla fiskframleiðendur með í fisksölu- samtökin, en því fleiri því betra, því mjög er áríðandi að stjóra samtakanna ráði yfir öllum salt- fiski, sem út er fluttur, til þess að tryggja innflytjendunum sem hún skiptir við að aðrir geti ekki boðið þar samskonar fisk á sama tima fyrir lægra verð. Litlar fisk- sendingar utan við samtökin, sem boðnar eru á markaðinum undir verði þeirra geta því skapað við- sjár í neyzlulöndunum Fisksölusamtökin hér hafa leitt til þess að svipuð samtök hafa myndast meðal innflytjenda í neyzlulöndunum, um að halda fiskverðinu sem föstustu. Þetta hefir afarmikla þýðingu fyrir ör- yggi sjávarútvegsins hér og skap- ar hærra verð, því með bættu skipulagi á fisksölunni hér og í neyzlulöndunum, fækkar millilið- um, starfsræksla verður kostn- aðarminni og áhættan minnkar. Nú er mikil kreppa meðal fisk- framleiðenda víða um heim um saltfiskmarkaðinn í Suðurlöndum, en engir af keppinautum okkar á því sviði eru eins langt komnir í að skipuleggja fisksöluna og við íslendingar. Er það nú komið undir víðsýni og félagslyndi ís- lenzkra fiskframleiðenda hvort takast megi að færa þetta skipu- lag í betra og starfhæfara horf á lýðræðisgrundvelli eða hvort starf- ið á að stranda á sundrung manna og skammsýni og verður þá að engu hið mikla, sem þegar er unnið. Vonandi verður ekki hið síðara, vonandi taka menn höndum saman um að skapa það öryggi, sem þarf til þess að þorskurinn, þessi aðal- framleiðsla okkar Islendinga geti haldið áfram að fæða okkur og klæða og skapa ríkissjóðnum nauðsynlegar tekjur. Sumir munu telja ríkiseinka- sölu fullkomasta skipulagið á fisk- sölunni. Fræðilega er það sjálf- sagt rétt, en fleira kemur þar til greina Innflytjendur fisksins í Suðurlöndum munu yfirleitt mjög mótfallnir ríkiseinkasölum og mundu fremur forðast viðskipti við slíkar stofnanir. Það skipulag gæti og leitt af sér óþægilegar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.