Tíminn - 30.10.1933, Síða 2
TfXIXX
174
deilur og flækjur í utanríkismál-
um. Fjöldi fiskframleiðenda hafa
litla trú á ríkiseinkasölu og því
óheppilegt að neyða þá til að búa
við skipulag, sem þeir hafa ótrú
á. Það er og svo um ríkiseinka-
sölur að þeim hættir við að verða
að pólitískum bitlingum mihi
stjórnmálaflokkanoa og almenn-
ingur gerir til þeirra miklar kröf-
ur, en gleymir skyldunum.
Takist ekki að efla fisksöiu-
samtökin á lýðræðisgrundvelh, er
hætt við að endurtakist ástandið
frá 1930 og 1931, en það má aldrei
verða, þeim voða verður að af-
stýra.
---
A viðavanyi
Nýja dagblaSið.
Sá viðburður heíir orðið síðan Tím-
inn kom út seinast, að Framsóknar-
menn eru farnir að gefa út dagblað
i Reykjavík. Hóf það göngu sína s. 1.
laugardag. Til að hrinda þessu mikla
máli í framkvæmd, hefir verið stofn-
að útgáfufélag, „Blaðaútgáfan h.f.“,
og hefir hátt á annað hundrað
manna, í Reykjavík og annarsstaðar,
gerst hluthafar í félaginu. Eru fram-
lögin frá áhugamönnum innan Fram-
sóknarflokksins og ýmsum mönnum
öðrum, sem leggja vilja lið sitt fram,
til þess, ef verða mætti, að koma
upp betra og læsilegra dagblaði en
hingað tii hefir verið völ á hér á
landi. Er hér ekki eingöngu um
skammlift kosningablað að ræða,
heldur varanlega útgáfu, sem ekki
mun verða látin niður falla. Er þegar
von um svo mikið fé, að nægja
myndi til að standa straum af rekst-
urshalla árum saman, þótt svo illa
tækist til, að fyrirtækið bæri sig
ekki fyrst um sinn. Hverskonar til-
raunir, sem gerðar kynnu að vera
að tilhlutun andstæðinganna, til að
eyðileggja blaðið fjárhagslega, myndu
þvi til einskis verða. í stjórn út-
gáfufélagsins eru Sigurður Kristins-
son forstjóri (formaður), Hermann
Jónasson lögreglustjóri og Svafar
Guðmundsson bankaráðsformaður. —
En ritstjóri blaðsins hefir verið ráð-
inn dr. phil. þorkell Jóhannesson frá
Fjalli, kunnur gáfu- og fræðimaður,
sem á s. 1. vori var sæmdur doktors-
nafnbót við Kaupmannahafnar-
háskóla fyrir vísindaiega ritgerð í
þjóðfélagsmálum. Má vafalaust af
honum mikils vænta. Honum til að-
stoðar við blaðið eru m. a. Guðlaug-
ur Rósinkranz liagfræðingur, sem
kynt hefir sér blaðamennsku í Svi-
þjóð, og ritstjórar Framsóknar og
Tímans, Arnór Sigurjónsson og
Gisii Guðmundsson. — Blaðið hefir
hin beztu fréttasambönd innanlands
og utan, og mun eftir megni tryggja
sér aðstoð hinna færustu manna i
landinu, til að rita læsilegar greinar
til fróðieiks og skemmtunar. Fram-
kvæmdastjóri útgáfufélagsins hefir
verið ráðinn Vigfús Guðmundsson frá
Borgarnesi og efast enginn um, sem
til þekkir, að fjármálum blaðsins
rnuni verða vel borgið i hans hönd-
um. — Vill Tíminn árna hinu nýja
iyrirtæki allra heilla, og mun þ'ví
v.erða fagnað um land allt, er ræzt
hafa nú að lokum margra ára óskir
beztu manna Framsóknarflokksins,
um dagblaðsútgáfu í höfuðstaðnum,
og það á svo ánægjulegan hátt, sem
nú er raun á.
Of seint.
íhaldsblöðin eru nú loksins farin
að óttast það, að dekur þeirra við
nazistaskrílinn i Reykjavik, muni
geta orðið vafasöm meðmœli með
frambjóðendum ihaldsflokksins a. m.
k. i sveitunum við næstu kosningar.
Rýkur nú Mbl. upp með andfælum
og segist vera lýðræðisblað (!) og að
hverskonar ofbeldi sé því viður-
styggð. — Aftur á móti séu fulltrúar
bændanna á Alþingi sannkallaður of-
beldisflokkur. það, sem blaðið færir
fram þessu til stuðning, er,' að
Tryggvi þórhallsson hafi ekki viljað
láta taka öll réttindi af sveitakjör-
dæmunum í einu vetfangi og fyrir-
varalaust vorið 1931. Geta bændur
hugleitt þessa einræðiskenningu og
látið i ljós um hana sitt álit. En héð-
an af verður brennimark ofbeldis-
stefnunnar aldrei af íhaldinu þegið.
Skrílvikan i hitteðfyrra mun ekki
gleymast á næstu áratugum. Og
þingræða Jóns þorlákssonar um
„nazista“-æskuna með „hreinu hugs-
anirnar" munu heldur ekki gleym-
ast. Og þaðan af síður munu gleym-
ast aðgerðir íhaldsmeirahlutans í
bæjarstjórn Reykjavíkur, sem á laug-
ardaginn var heimtaði að fá að setja
upp 100 manna flokksher i Reykja-
vik — og neitaði að taka til greina
óhlutdrægt val lögreglustjóra og
reyndustu manna i lögregluliði
Reyltjavíkur, á hinum nýju lögreglu-
þjónum. Slikt eru fullkomin ein-
kenni ósvikinnar einræðis- og of-
beldisstefnu. Aldrei mun almenning-
ur á íslandi vilja eiga líf sitt og limi
undir forsjá slíkra stjórnmálamanna.
Svo hrædd
eru gömlu blöðin í Reykjavík við
útkomu Nýja dagblaðsins, að ekki
liafa þau þorað að geta hennar einu
orði þá tvo daga, sem liðnir eru síð-
an blaðið kom út. Sýnilega af ótta
við, að fregnir af útkomu nýs dag-
blaðs muni draga til sín athygli al-
mennings. Er þetta að vísu barna-
legt tiltæki hjá gömlu blöðunum, því
að varla mun Nýja dagblaðinu verða
skotaskuld úr því að kynna sig i höf-
uðstaðnum.
„þjóðrækni" f&íræðinnar.
í síðasta blaði „íslenzkrar endur-
reisnar" standa þessi eftii-tektarverðu
orð: „Blað flokksins hefir valið sér
fyrir kjörorð hinar frægu og gull-
fögru setningar úr AldamótalJóSum
Hannesar Hafstein:*) Verði gróandi
þjóðlíf með þverrandi tár, sem þrosk-
ast á guðsríkis braut“. — Hvað sýn-
ist nú einlæglega þjóðræknum ís-
lenzkum mönnum um þekkingu
„þjóðemisstefnunnar" á íslenzkum
bókmenntum. Hvorki höfundur grein-
arinnar, né sá, sem próförkina las,
né heldur ábyrgðarmaður blaðsins,
postulinn frá Ási, virðast hafa hug-
mynd um, að þessar „frægu og gull-
fögru setningar" standa í sjálfum
þjóðsöng íslendinga, en ekki í Alda-
mótaljóðum Hannesar Hafsteinsl Og
þó eru þessi kvæði svo ólík að hætti,
að ómögulegt er á þeim að villast,
jafnvel ekki þeim, sem heymarlaus-
ir eru á íslenzkt rím. — Ýmsum mun
vera minnisstætt, þegar Heimdelling-
ar ætluðu að syngja íslendingabrag
utan við hús forsætisráðherrans vor-
ið 1931, en urðu að hætta við af því
að enginn kunni kvæðið! Hver .efast
nú um það lengur, að afturhald og
fáfræði fari saman?
Félag ungra Framsóknarmanna
heldur fund í Sambandshúsinu kl. 9
í kvöld.
Auglýsing.
Börn eða unglingar sem kynnu að
vera fáanleg til að gefa eitt eintak
af íslenzkum „skólaljóðum", eru vin-
samlega beðin að afhenda eintakið
á afgreiðslu Timans, Laugaveg 10,
og merkja við þjóðsönginn með
rauðri eða svartri krít.
þeim eintökum, sem safnast kunna
á þennan hátt, verður varið til út-
býtingar á meðal meðlima „þjóðeris-
hreyfingar íslendinga", og mun
ábyrgðaimaður „íslenzkrar endur-
reisnar" verða beðinn að annast út-
býtinguna.
*) Auðkennt hér.
S>ltJ
1A Jk
Fréttir
Alþingismenn, sem heima eiga ut-
an Reykjavikur, munu nú flestir
koimiir til bæjarins. 1 gær komu að
austan með Esju: Björn Kristjáns-
son, Páll Hermannsson, Haraldur
Guðmundsson, Ingvar Páimason og
þorieifur Jónsson. Jónas Jónsson er
væntanlegur frá útlöndum á morg-
un. þingið verður sett á fimmtudag
2. þ. m.
þorsteinn Jónsson kaupl'élagsstjóri
á Reyðariirði ei' staddur hér i bæn-
um, kom með Esju i gær.
Tíminn kemur út á mánudögum
fyrst um sinn.
Bókaverzlun seld. Kristján Guð-
mundsson bóksali á Akureyri hefir
selt bókaverzlun sina Gunnl. Tr.
Jónssyni ritstjóra íslendings og tek-
ur liann við henni frá næstu áramót-
um.
Tveir íslenzkir prófessorar i Stokk-
hólmi. Sigurður Nordal prófessor er
nú í Stokkliólmi og heldur þar fyrir-
lestra við háskólann um nokkrar ís-
lendingasögur. Mun liann verða þar
til iiátiða. Aðsókn að fyrirlestrum
Nordals liefir verið mjög mikil, hafa
þeir vakið mikla eftirtekt, og miklar
umræður meðal háskólastúdentanna.
— Halldór Hermannsson, sem nokk-
ur ár liefir verið prófessor í Vestur-
lieimi er nú einnig í Stokkhólmi og
er þar að rannsaka gömul handrit á
Konunglega bókasafninu, en þar eru
nokkur mjög merk íslendingasögu-
liandrit. 1 Uppsölum mun hann einn-
ig dvelja nokkuð og verða við hand-
ritarannsóknir á háskólasafninu þar.
í því er geymt eitt elzta handrit, sem
til er af Heimskringlu.
Úr Húnavatnssýslu. Um 16 þús.
sauðfjár hefir verið slátrað á
Hvammstanga á þessu hausti ogj
sauðfjárslátrun er þar nú að fullu
lokið. Um það bil helmingur af kjöt-
inu var frystur. Hálft annað þús.
sauðfjár var rekið í haust úr hér-
aðinu til slátrunar í Borgamesi og
Hafnarfirði. Einnig var síðari hluta
sumars töluvert af heimaslátruðu
dilkakjöti flutt á bílum til Reykja-
'víkur og Hafnarfjarðar. Sauðfé var í
rýrara lagi. Heyfengur var i sumar
bæði mikill og góður og uppskera úr
görðum mun betri en í fyrra. Tíð
hefir verið fremur stillt undanfarna
daga og jörð er auð í byggð. — F. U.
Kol í Færeyjum. Að tilhlutun
dönsku ríkisstjórnarinnar hafa verið
rannsakaðir á siðastliðnu sumri
möguleikarnir fyrir kolavinnslu í
Bleiknr hestur
liefir tapast austur undir Eyja-
fjöllum. Mark: fjöður framan
hægra, með stjörnu í enni. —
Skilist að Velli í Hvolhrepp eða
Dímon, gegn fundarlaunum.
Sigurðux Gunrutrsson.
Færeyjum. Voru tveir sérírœðingar
gerðir út af örkinni og ferðuðust
þeir um eyjamar, athuguðu skilyrði
tii vinnslu og tóku sýnishorn á
nokkrum stöðum. þessi sýnishorn
voru síðan send til Englands og rann-
sökuð þar. Reyndust sum sýnishorn-
in ágætlega. En ekki er vitað, hversu
mikið muni vera til af þeim kola-
tegundum, og eftir því sem annar
sendimaðurinn skýrði frá, mun það
ekki vera jafnmikið og margir hafa
ætiað áður. Frakkneskir menn hafa
tryggt sér ráð yfir miklum hluta af
kolasvæðinu og kostuðu þeir rann-
sóknina að nokkru leyti.
Kvikmyndir. Fyrir nokkrum árum
var almennt búist við því, að ame-
rískar kvikmyndir myndi svo til út-
rýrna brezkum kvikmyndum af
markaðinum á Bretlandseyjum. —
Kvikmyndir, gerðar i Holiywood sá-
ust áður hvarvetna í kvikmynda-
liúsum, en tvennt hefir orðið til þess
að valda miklum breytingum á
þessu. í fyrsta lagi komu fram ali-
almennar kröfur um það, þegar tal-
myndirnar komu tii sögunnar, að
hlutverkin væri leikin af enskum
leikurum, því að amerískur fram-
burður og málhreimur fellur Eng-
lendingum ekki i geð, og í öðru
lagi voru gerðar ráðstafanir tii þess,
af rikisstjórninni, að brezk kvik-
myndahús sýndi ákveðna tölu af
brezkum kvikmyndum. Árangurinn
liefir orðið til mikillar eflingar
brezka kvikmyndaiðnaðinum, sem
áður átti erfitt uppdráttar. Fyrir
þremur árum voru brezkar kvik-
myndir aðeins 7—10% af þeim kvik-
myndum, sem sýndar voru, fyrir
tveimur árum 25% og í fyrra 35%.
Fyrstu átta mánuði yfirstandandi
árs sýndi Gaumont-British Corpora-
tion, sem ræður yfir fleiri kvik-
myndahúsum á Bretlandseyjum en
nokkurt félag annað, aðallega brezk-
ar kvikmyndir eða 70—80%. þetta á
þó einnig rót sína að rekja til þess,
að kvikmyndagerð í Bretlandi hefir
tekið afarmiklum framförum á þeim
tima, sem um er að ræða.
Þróun og samvinna.
Eftir Jón Sigurðsson bónda
i Yzta-Felli.
NiðurL
X.
Mjög mikið hefir verið á síðustu ár-
um talað um, að þjóðin sé að hverfa
frá landbúnaði til annara atvinnu-
vega. þetta mál þarf rannsóknar við,
en því miður hefi ég ekki í höndum
þau hagfræðilegu skilríki, sem þyrfti
til þess að gera þarna rækilega rann-
sókn. En þó má draga hér fram
staðreyndir, sem öllum eru kunnar
og leitast við að draga af þeim álykt-
anir.
Eitt aðaleinkenni atvinnulífsins á
19. og 20. öld, er sífellt vaxandi verk-
skipting. Áður urðu allir að vera
þúsund þjala smiðir. þetta átti eink-
um og sérstaklega við íslenzka bænd-
ur. Fjöldinn allur varð að véra allt
I senn: Bændur, sjómenn, iðnaðar-
menn o. fl. o. fl.
þróun síðustu áratuga hefir ekkl
verið hvarf frá landbúnaði heldur
skilgreining starfanna. í stað þess,
að fyrir 50 árum var engin ná-
kvæm skilgreining á iðnaði, landbún-
aði og fiskiveiðum, hinir sömu menn
sinntu öllum þessu mstörfum, hafa
þessar stéttir greinizt í sundur. það
er risin upp mjög fjölmenn sjó-
mannastétt og all margmenn iðnaðar-
mannastétt. Flestir þessir menn búa
í bæjunum. þa eru og allmargir menn,
sem hafa atvinnu af flutningum á
sjó og landi og mörgum öðrum störf-
um, sem áður voru hjáverk landbún-
aðarins. þetta er aðalástæðan til þess,
að þeim hefir fækkað, sem lifa á
landbúnaði, sem aðalatvinnu. f stað
þess að bændur voru áður sjómenn,
smiðir, klæðagerðarmenn, önnuðust
flutninga o. s. frv., eru þessi störf nú
komin í hendur manna, sem búa í
bæjum. þrátt fyrir það þó fólkinu
hafi fækkað í sveitunum, hefir af-
rakstur af landbúnaði vaxið, Fénað-
ur í landinu er eins margur nú og
nokkru sinni áður, en fénaðarafurðir
efalaust miklu meiri vegna bættrar
meðferðar alls fénaðar og aukinnar
ræktunar. En landbúnaður hefir jafn-
framt þessu tekið stórfelldri þróun
á 20. öld. Fram um síðustu aldamót
máttum við teljast í flokki þeirra
þjóða, er höfðu frumstæðan búnað,
líkt og hirðingjaþjóðir. Túnrækt og
garðrækt voru aukaatriði. Aðaltekjur
þjóðarinnar voru af óræktuðu landi
og af veiði. Við beit og engjaheyskap
ganga kostir landsins til þurðar,
landið hlýtur af þessum orsökum að
veita verri og verri skilyrði búnaði.
í sama stíl voru allar okkar fram-
kvæmdir, engir vegir eða brýr og
engin hús er staðið gætu, torfkofar
og timburhús, sem stóðu í lengsta
iagi mannsaldur. I þessu var falin
fátækt landsins. Meðan þessi stefna
hélzt, hlutum við alltaf að vera fá-
tækir og fátæktin vaxandi.
Sjávarútvegur okkar heldur áfram
sömu stefnu. Hann skapar engin
verðmæti, er erfast frá kynslóð til
kynslóðar. Með tímanum og vaxandi
veiði hlýtur fiskimergðin frekar að
minnka. Skip og útgerðartæki verða
lieidur ekki kynslóðararfur.
Allar okkar nágrannaþjóðir hafa
um langan aldur haft ræktunarbún-
að. Hver kynslóð hefir aukið hið
ræktaða land. Skilað nýjum og nýj-
um steinbyggingum, er staðið geta
öldum saman, bæði bóndabæjum,
iveruhúsum í borgum og verksmiðj-
um. Skilað nýjum og nýjum vegum
er lengi vara, brúm og jámbrautum.
þessi ræktunarstefna eða lands-
bótastefna er nú fyrst að hefjast hér-
lendis á þessari öld. Menn eru nú
fyrst þess meövitandi, að vegi eígi
að leggja, brýr að byggja og hús, er
staðið geti öldum saman. Að betur
borgi sig að rækta land en ræna.
Geysimikið fé hefir verið bundið i
vegi og brýr, steinbyggingar og rækt-
un, allt verk, sem eru varanleg.
Ýmsum finnst, að þetta fé sé bezt
geyma í húsum kauptúna. En slíkt
er harla vafasamt. Tökum til dæmis
steinbyggingar á Hólum í Hjaltadal
og á Siglufirði. Á Hólum í Hjaltadal
fylgir byggingunum stórfelld ræktun.
þar hlýtur ætíð að vera þörf fyrir
þær byggingar, sem nú eru, og miklu
meiri, því ræktun þar gæti hundrað-
íaldast. Byggingar á Siglufirði byggj-
ast aftur á móti á ráni fiskimiða, á
stopulum sjávarafla, eins og raunar
öll okkar kauptún. Enginn getur
sagt, hversu lengi fiskgnægð muni
endast. það er víst, að ýmsar fiski-
tegundir eins og t. d. lúða, hafa
þorrið, að fiskur gengur ekki inn á
firði svo sem áður. Annarsstaðar
hafa líka íiskimið mjög rýrnað fyr-
ir of mikla veiði, t. d. í Norðursjón-
um. Og víst er um það, að örðugt
mun að rækta sjóinn á sama hátt
og landið. þessar byggingar á „möl-
inni“ við sjóinn, hafa því raunar
miklu minna framtíðarverðmæti en
þær sem byggðar eru á grónu landi
vaxandi ræktar, — þó almenningur
hafi aðra skoðun á þessum hlutum.
Aðeins einn útgerðarmaður virðist
hafa séð þetta. Thor Jensen hefir
lagt útvegsgróða sinn hinn mikla í
steinbyggingar uppi í sveit og rækt-
un kringum þær. Ef til vill hefir
honum verið þetta ljósara af því
hann er fæddur í landi þar sem
ræktunarstefnan í atvinnuvegum hef-
ir ráðið öldum saman, og sá hugs-
unarháttur, sem henni fylgir. En
fleiri útgerðarmönnum þyríti að
verða ljóst, hvílíkur voði er á ferð-
um, ef sjórinn bregst þá verða öll
hin miklu mannvirki Reykjavíkur
og annara fiskiþorpa næsta verðlítil.
það er í raun og veru óafsakanlegt,
að þjóðin skuli hafa safnað geysi-
skuldum, er hafa svo ótrygg verð-
mæti að baki. Skuldir landbúnaðar-
ins eru tíu sinnum minni og hafa
þó tíu sinnum tryggara verðmæti að
bakhjarli.
XI.
Ég hefi bent hér til ræktunar og
bygginga á Korpúlfsstöðum. Korp-
úlfsstaðir eru meðaljörð eða tæplega
það. Mér er sagt að þar séu um 200
kýr. Nú sýnir reynslan, að góðu lífi
má lifa i sveit, fyrir einyrkja fjöl-
skyldu, á tíu kýrfóðrum af töðu,
hvort sem á því eru fóðraðar kýr
eingöngu eða bæði ær og kýr. þetta
er hið sama og að hvert meðal
býli á landinu geti tvítugfalda«t, ef
allt væri fullræktað. Á landinu lifa
nú um 40 þúsundir manna á land-
búnaði, en ef öll láglendi yrðu full-
ræktuð, allar jarðir á við Korpúlfs-
staði, mundi geta lifað á þeirri rækt-
un 800 þúsundir manna. þetta eru að
vísu fjarlægir möguleikar, en mögu-
leikar þó. En rétt er að gera sér
ljóst, að stefnubreyting er orðin i
búnaði okkar og hið liðna kemur
aldrei aftur. þegar iðnaður og fiski:
veiðar vinna með vélum, sem gera
hvert dagsverk margfalt að afkasti,
er auðséð að búnaður verður undir
i samkeppninni, ef haldið er fast við
handverkfæri ein og miðaldahætti í
verknaði.
Búnaður íramtíðarinnar verður að
byggjast á vélavlnnu á ræktuðu
landi. Hvert býli verður að hafa bíl-
færan veg beim í hlað. Engjahey-
skapur og beit á óræktað land verður
aukaatriði. En af þessu leiðir aftur
á móti að kostir dreifbýlis og land-
rýmis verða léttvægir móts við kosti
þéttbýlis.
Við verðum að ganga út frá því,
að kreppa sú, sem nú stendur, sé
aðeins skaminæ. Hvað sem að nú
liður, mun veröldin alltaf þarfnast
ullar og skinna, kjöts og mjólkuraf-
urða og garðávaxta. Allt láglendi á
íslandi hefir óvenjugóð skilyrði til
íramleiðslu þessara hluta.
það er trygging fyrir að búnaður
getur vaxið svo að segja ótakmark-
að á íslandi. Aftur á móti er engin
trygging fyrir því, að útvegur sá,
sem nú er, vaxi, eða jafnvel standi
í stað, eins og áður hefir verið
sýnt.
Gerum nú ráð fyrir, að framsókn
sú i búnaði, sem hafin er, haldi á-
fram. Að hér hefjist ný landnáms-
öld sem byggist á ræktun. Hvaða fó-
lagsskipun mun verða í hinum nýja
búnaði?
Hugsanlegt væri, að býlunum fjölg-
aði ekki. það yrði Korpúlfsstaða-
skipulag. Einn bóndi ætti hundrað
hektara tún og hefði fjölda verka-
fólks. En þetta er fjarska ósennilegt.
„Kapitals"- eða auðvaldsskipulagið er
nú á þessum árum allsstaðar að
verða gjaldþrota. það er ósennilegt,
að það nemi ný lönd, allra sízt það
vinni landbúnað undir sig. í öllum
Norðurálfulöndum stefnir að smækk-
andi jörðum með vaxandi rækt, og
fækkandi „herragörðum".
þá getum við hugsað okkur, að
jarðirnar skiftist mjög óreglulega.
Býlin dreifist án allrar skipunar,
jafnt um alla landareign stórjarða,
upp um heiðar og afdali. Nýbýli síð-
ustu ára benda til þessa. En margt
bendir til, að dreifðu býlin séu aö-
eins arfui' frá ránbúnaöarstefnunni,
sem heimtaði sem allra mesta dreif-
ingu býlanna. þegar ræktunarstefn-
an nær fullum völdum, mun hún
heimta fast skipulag byggðarinnar á
þann veg, að allar samgöngur og
samnot menningartækja verði sem
auðveldust.
Sklpulag hlns nýje lendnáma
munu verQe sambýll, runnlð el