Tíminn - 13.11.1933, Síða 2

Tíminn - 13.11.1933, Síða 2
182 TÍMINN Ég ætla ekki í þetta sinn að fara aö ræða öll rökin, sem að J?ví hníga, að ríkið eignist allt land. En ég vil benda á nokkur atriði þess máls. Menn sjá, hvernig jarða- og ióðaverð hef- ið hækkað fyrir sölur. Margt af þeim hefir eingöngu verið gert til þess að græða. En fyrir hvem slíkan gróða, sem seljandinn fær, hækkar rentan af jarðarverðinu, og bú- skapurinn verður erfiðari, liggi ekki endur- bót á bak við verðhækkunina, en sé hún til staðar, er jafngott að búa, en nú þarf bara að greiða meiri vexti en áður og nemur það nákvæmlega því, sem léttara er að búa á jörðinni. Ég bið menn að hugleiða þetta. Að- gæta hvemig hver ný umbót fer til þess að hækka jarðarverðið, auka vaxtabyrðina, og sanngjam kaupandi vill gefa því meira fyrir jörðina en aðra óendurbætta, sem það er léttara að búa á henni til að fá sama arð og á hinni. Þannig heldur samkeppnin í söl- unni jarðarverðinu stöðugt svo háu, að full- ir vextir fáist af umbótunum, miðað við arð- inn, sem þær gefa, og sjálfar umbætumar geta því ekki létt lífsbaráttu niðjanna eius og vera þyrfti. Vegna þessa þarf allt land að verða ríkiseign, og umbætur á jörðinni að verða jarðarverðinu óviðkomandi, meðan sama ætt heldur jörðinni. Menn sjá hvernig geta hreppsfélaganna smáminnkar við jarðabraskið. Menn, sem búið hafa í áratugi á jörðu, bætt hana og safnað fé, selja hana og flytja í kaupstað. Sá, sem við tekur, kaupir venjulegast allt í skuld. Á þennan hátt smáflytjast verð- mætin úr sveitinni í kaupstaðina. Sveitim- ar standa eftir rúnar. Þar basla meim, sem byrjað hafa með allt í skuld, og gjaldþolið er lítið. Þetta er ein afleiðingin af jarða- braskinu, og hún hefir sín áhrif. Bændur í flestum sveitum þekkja orðið dæmi þess: Menn sjá, hvernig öll börnin sætta sig við að láta selja jörðina, af því að ekkert þeirra gat leyst út hluta hinna. Stundum hafði það verið ætlun foreldraima, að börnin tæki við. Sú hugsun hafði á stundum gefið þeim þrótt til að stríða og strita. En svo kom veruleik- inn. Eignin var bú og jörð, bömin mörg, og ekkert gat leyst út arfahluta hinna. Draumarair hrundu þar með. Allt öðru vísi mundi þetta verða, ef jörðin væri ríkiseign, og gengi í arf eftir vissum reglum, án þess að afgjaldi hennar væri breytt. Menn reyni að hugsa þá hugsun til enda. Menn sjá hvernig ungi, áhugasami mað- urinn verður að festa þetta litla, sem hann á í jörðinni og getur því ekki sett á hana nægilegt bú, og ekki gert henni það til góða, sem hann annars hefði viljað. Bóndi, sem byrjar t. d. búskap og á 3000 kr., stendur ólíkt að vígi, eftir því hvort hann þarf að kaupa jörð, og borga upp í hana t. d. 2000 kr. eða bara taka við jörðinni til ábúðar, en eins tryggt og eins haganlega fyrir hann, eins og hann ætti hana, og hefði 3000 krónurnar óskertar til að koma upp bústofni fyrir og bæta jörðina. Þetta allt og margt, margt fleii-a eru at- riði, sem stuðla að því, að hver sem þau skilur, og það held ég allir sveitamenn geri, sem um þau hugsa, sér nauðsyn þess að ríkið eignist allt land. Og sá, sem hefir séð hvað rétt er, hann á að vinna að þvt Þess- vegna er það rangt að kjósa, t. d. þá menn á þing, sem ekki vilja hugsa svo mikið um þetta mál, að þeir fái á því réttan skilmng, en hann fullyrði ég að hver einn fái, sem um málið vill hugsa í alvöru. Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarið gasprað mikið um þetta mál. Hver greinin annari fjarstæðari hefir staðið um það í dálkum þeirra. Svo langt komst „Heimdall- ur“, að hann sagði: „Með því er ekki aðeins allur eignarréttur upphafinn, heldur allm- tilveruréttur“. Ég veit ekki hvort sjálf íhaldsblöðin hafa flutt meiri vitleysu áður. En þó að greinar þeirra um þetta mál, séu langt frá að vera svaraverðar, þá er í þeim tvennt, sem vert er að vekja athygli á. Annað er, hve gersnauðar þær eru, því að rökræða málið. Það er bókstaflega ekki einn stafur um það, hve skaðlegt það sé, né hve eftirsóknarvert það sé, að allar jarð- ir verði í sjálfsábúð. Aftur er dálkur eftir dálk um það, að þetta sé „stefna kommún- ista, það eigi að „gera bændurna að þræl- um“, það eigi að „afnema óðalsréttinn", „svifta menn frelsinu" o. s. frv. Allt saman blaður út í loftið. Þetta er ekki að ræða mál. Þetta er að reyna að villa mönnum sýn. Hitt er það, hvemig reynt er að smeygja inn vantrausti á þeim mönnum, sem málin flytja, til þess að menn skuli síður fara að hugsa um þau, heldur fleygja öllu frá sér, segjandi eins og kerlingin: „fyrst hann er Framh. á S. dálki á S. «íðu. Verður skyr útílutníngsvara? Allir Reykvíkingar kannast við Sænska frystihúsfélagið. Hitt er líklega á færri manna vitorði, að frumkvæði að þeirri félagsstofnun átti íslendingur, Ingólfur G. S. Espholin frá Ak- ureyri. Nú hefir Espholin komið upp hér í bænum hraðfrysti- stöð, sem hann á sjálfur. Er hraðfrystivélin að öllu leyti smíðuð hér á landi, í Land- smiðjunni og öðmm jámsmiðj- um í Reykjavík. Vélin, sem frysting matvælanna fer fram í, er að allmiklu leyti með ann- ari gerð en þvílíkar vélar hafa áður verið. Hefir Esphólin sótt um einkaleyfi erl. á þeirri vél. Er rannsókn á þeim nýjungum, sem þar er um að ræða nýlok- ið og hafa þær verið teknar til greina. En hinsvegar er einka- leyfið ekki formlega veitt enn- þá, af því að frestur sá, er ekki liðinn, sem um slíkt er á- skilinn. En af því að svo standa sakir, er blaðinu ekki heimilt að lýsa vélinni. Stofnkostnaður frystistöðvar- innar er um 32 þús. kr. Hefir Búnaðarfélag Islands veitt 8000 kr. styrk til fyrirtæki«in» og ríkið 4000 kr. styrk, af fé mjólkurbúa. Frystistöðin er rekin með rafmóturum, 10 og 2 hestafla. I hinni nýju frystistöð Esphólins er hægt að taka í einu lagi til hraðfrystingar um 40 kg. af skyri og tekur hraðfrystingin xfa—s/4 klukku- stund. Er því hægt að frysta rúml. 1000 kg. á sólarhring. 1 sambandi við frystivélamar er geymsluklefi, sem rúmar 5—6 tonn og helzt skyrið þar frosið. önnur uppfynding Espholins er að frysta skyr, svo að það skemmist ekki við frysting- una. Hefir honum lengi verið það mikið áhugamál, að gera íslenzkt skyr að markaðsvöru erlendis. Fram á þenna dag hafa menn haldið að skyr mætti ekki frjósa. En við hraðfryst- ingu Espholins heldur skyrið sínu bezta bragði til hlítar, og sumir, sem bragðað hafa, halda því fram, að kekkjótt skyr batni við frystinguna. Við venjulega frystingu leysist skyrið að nokkru leyti upp, en það verður ekki við hraðfryst- ingu. Um markaðsmöguleika fyrir íslenzkt skyr erlendis segir Ingólfur Espholin, að skyr hafi „flesta þá kosti til að bera, sem neyzluvara þarf að hafa til að eftirspum skapist eftir henni. Skyrið er bragðgott. Það er mjólkurafurð og því nær- andi án þess þó að vera fit- andi. Það er fallegt útlits, lyktargott og hressandi. Til þess má grípa í flýti og bera á borð með augnabliks fyrir- vara, þá hefir skyrið sína merkilegu sögu. Og loks er það ódýrari fæða en flestar aðrar“. Trausti ólafsson efnafræð- ingur og Niels Dungal prófess- or hafa rannsakað isýnishom af skyri, sem fryst er með þess- í ari aðferð og geymt hafði ver- ið i 6 vikur. Trausti ólafsson vottar, að á þeim tíma hafi „ekki verið-um neina súraukn- ingu að ræða í skyrinu" og samkvæmt vottorði Dungals „virðist óhætt að fullyrða, að með þessu móti megi geyma skyr í a. m. k. 6 vikur, án þess að það skemmist". Um leið og við því má bú- ast, að skyrið verði á þennan hátt útflutningsvara, er það fulltryggt að því eykst mark- aður innanlands. Frysta skyrið verður vafalaust mikið keypt á togarana og í allar verstöðv- ar, þar sem erfitt hefir verið að fá mjólkurvörur að þessu. Þetta er því ekki aðeins merkilegt mál fyrir framleið- endur, heldur líka neytendur. UrslU aíkvæðagreiðslurmar fyrsía veirardag. 57,74 % já — 42,26 °/„ nei. I gærkveldi urðu kunn síðustu úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar, sem fram fór fyrsta vetrardag. Það eru úrslitin úr Strandasýslu. Þar hafa 177 sagt já, en 231 nei. 53 seðlar voru ógildir og 4 auðir. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í einstökum héröðum og í land- inu í heild eru þá sem hér segir: Já. Nei. Reykjavík .. 6972 2762 Hafnarfjörður .. .. 552 441 Gullbr. og kjósars. . .886 339 Borgarfj arðarsýsla 811 822 Mýrasýsla 233 189 Snæfellsnessýsla .. 370 349 Dalasýsla 143 154 Barðastrandarsýsla 255 381 V.-lsafjarðarsýsla . 178 512 N.-lsafjarðarsýsla . 279 884 ísafjörður 326 702 Strandasýsla .. .. 177 231 V.-Húnavatnssýsla . 106 132 A.-Húnavatnssýsla . 188 258 Skagafjarðarsýsla . 347 383 Eyjarfjarðarsýsla . 694 609 Akureyri 564 620 S.-Þingeyjarsýsla . 245 547 N.-Þingeyjarsýsla . 155 153 N.-Múlasýsla . . .. 237 236 S.-Múlasýsla .. .. 510 712 Seyðisfjörður .. .. 175 138 A.-Skaftafellssýsla . 68 94 V.-Skaftafellssýsla . 215 142 Rangárvallasýsla .. 527 166 Vestmannaeyjar .. 687 246 Ámessýsla 584 428 Samtals eru þá: Já 15884, nei 11624, já umfram nei 4260. Alls hafa verið greidd í í landinu 27508 gild atkvæði. Þar af hafa 57,74% greitt at- kvæði með afnámi bannlag- anna, en 42,26% á móti af- náminu. I 14 kjördæmum er meiri- hluti atkvæða móti afnámi, en í 13 kjördæmum meirihluti : með afnámi. Þingsályktunin um þjóðar- atkvæðagreiðsluna var sam- þykkt í sameinuðu Alþingi hinn 29. maí s. 1. og var svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að láta fram fara þjóðaratkvæði á þessu ári meðal kjósenda í málefn- um sveitar- og bæjarfjelaga um það, hvort afnema skuli bann það gegn innflutningi. áfengra drykkja, er felst í gildandi áfengislöggjöf". (Sam- þykkt með 26 : 2 atkv.). Trúlofun. Á föstudaginn opinberuðu trúlofun sína ungfrú Elín Guð- mundsdóttir þorbjamarsonar frá Stóra-Hofi og Kjartan ól- afsson húsasmiður frá Laxár- dal í Þistilfirði. Smásöluverð í Reykjavík hefir lækkað að meðaltali í «eptember um 8%. Stafar það aðallega af v«rð- lækkun kjöt* og garðávaxta. Fyrir hönd ættingjanna þakka ég öllum er heiðruðu minn- ingu móður minnar Sesselju Fjeldsted. með nærveru sinni eða á annan hátt, við jarðarför hennar 3. þ. mán. Ferjukoti 5. nóvember 1933. Sigurður Fjeldsted. Þakkarávarp. Hjartans þakkir til sveitunga minna og allra þeirra er sýndu mér hluttekningu og samúð við fráfall mannsins mins, ingólfs Jönssonar, og veittu mér þá margháttaða hjálp og styrk. Gilhaga i Hrútaflrði 1933 Anna Sigurjónsdóttir. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík heldur aðalfund í Sambandshúsinu kl. 8 í kvöld. Þar fara fram lagabreytingar, kosning stjórnar og fulltrúa- ráðsmanna o. fl. Formaður fé- lagsins og formaður fulltrúa- ráðs gefa skýralu um starf- semina á árinu. í utanríkismálanefnd hafa verið kosnir í sameinuðu þingi Bjami Ásgeirsson, Jón Þorláksson, Jónas Jónsson, Magnús Jónsson, Ólafur 'Fhors, Tryggvi Þórhallsson og Héðinn j Valdimarsson. íslenzkir námsmenn í Svíþjóð. Til skamms tíma hefir það verið ótíður viðburður að ísl. námsmehn hafa farið til Sví- þjóðar, en nú er þet.ta tölu- vert að breytast. Mönnum er orðið það ljóst, að þeir geta margt gott sótt til Svíþjóðar. Nú eru þar 8 stúdentar við nám. Lesa þeir þar: 1 bygg- ingafræði, 1 jarðfræði, 1 jarð- ræktarfræði, 2 málfræði, 2 hagfræði og 1 guðfræði, 2 kandidatar í læknisfræði eru þar einnig við nám. Einn piltur er þar á verzlunarskóla og ann- ar á byggingarskóla og 6 ung- lingar eru þar á lýðskóla. Útflutnlngur hrossa. I september voru flutt út 199 hross fyrir kr. 17630,00, eru það tæplega 90 kr. á hross. Alls hafa verið flutt út 420 hross á þessu ári og er það 178 hrossum færra en flutt voru út á sama tíma í fyrra. Bílar. Bílar eru stöðugt að nálgast það að verða útbreiddasta sam- göngutækið. 1920 voru um 6 milj. bíla í notkun í heiminum. Við seinustu áramót var sú tala orðin 36,3 milj. Útbreiðsla þeirra í nokkrum löndum er sem hér segir: I Bandaríkjun- um 1 bíll á 5 íbúa, Canada 1 á 8, Frakkland 1 á 24, Danmörk 1 á 29, England 1 á 32, Sví- þjóð 1 á 41, Þýzkaland 1 á 95, Japan 1 á 643, Rússland 1 á 2300 og Kína 1 á 14000. Útgjöld lækka. Hagstofan reiknar út eftir gildandi verðlagi á hverjum tíma hve mikil útgjöld eru fyr- ir 5 manna fjölskyldu hér í Reykjavík. Eftir yfirliti Hag- stofunnar í október ættu út- gjöld fjölskyldunnar til matar, fata, húsnæðis, skatta og ann- ara nauðsynlegra útgjalda að nema 4067 kr., en eftir verð- lagi því sem var í fyrrahaust mundi tilsvarandi upphæð hafa numið kr. 4150,00. Lækkunin stafar aðallega af því að garð- ávextir og aldin hafa lækkað um 15% og mjólk, ostur og egg um 7%. Mjólkin lækkaði, sem lmnnugt er í nóvember í fyrra úr 44 aur. niður í 40. ísfisksalan. Samkvæmt síðustu hagtíð- indum hefir ísfisksalan í ár verið miklu minni en í fyrra. Á mánuðunum jan. til sept. í fyrra var fluttur út ísfiskur fyrir kr. 2.577.610,00, en á sama tíma í ár fyrir kr. 1.873.840,00. Útflutningur meiri í ár en í fyrra. Samkvæmt skýrslum lög- reglustjóranna hefir heildar- útflutningurinn í ár til aeptem- berloka verið 2,7 milj. króna meiri en á sama tíma í fyrra, eða 32,2 milj. kr. á móti 29,6 milj. á sama tíma í fyrra. Ungur þýzkur vísindamaður að nafni Lamdy kom hingað til lands í sumar til þess að rann- saka gróður og dýralíf í vötn- um. Hafði hann með sér mjög fullkomin tæki, svo vænta má góðs árangurs af rannsóknum þeBsum. Lamdy hefir nú um nokkurt skeið dvalið norður við Mývatn, þar sem hann hefir verið við rannsóknir. Er það ætlun hans að rita doktorsrit- gerð um niðurstöðurnar af rannsókn sinni. Lamdy hefir : áður dvalið um tvö ár hér á landi og talar íslenzku. Akureyrarbær hefir keypt eignir Höepners- verzlunar á Akureyri fyrir 100 þús. kr. Greiðsla á að fara fram á 25 árum með jöfnum afborgunum og 5% ársvöxtum. Aðsókn að skólum í haust er meiri en venja hefir verið áður. Skól- arnir á Eiðum og Hallormsstað eru nú báðir fullskipaðir og varð að vísa mönnum frá. Sama er að segja um Hvanneyrar- skóla. I Laugaskóla eru 70 nemendur og er hann fullskip- aður. Skólinn var settur fyrsta vetrardag. Búið er að raflýsa skólahúsið. 1 húsmæðraskólan- um á Laugum eru 15 nemendur, eða svo margir, sem þar kom- ast fyrir. — (Eftir frásögn ,,Dags“). Kanínurækt. Maður, sem ræktar kanínur, segist hafa 350 fullorðin dýr. Út af þeim fær hann árlega um 12 þús. dýr. Meðalvigtin er 1,4 kg. Kjötframleiðslan af bú- inu verður um 17 þús. kg. Verð á kg. er nú um 1,55 kr. Tekjumar eru þannig 26.250 kr. á ári. Fóðrið kostar 10 þús. krónur. Það sem afgangs verð- ur, er laun eigandans og tveggja stráka, sem hjálpa til og afborganir, viðhald og rentur af höfuðstólnum. Þá er eftir að reikna tekjurnar af skinnunum, en þær em óviss- ar. Hann segist hafa selt skinn- in frá 13 aur. og upp í 80 kr. Skinnin eru svo misjöfn að gæðum og þar af leiðandi mis- jafnt verð. En þau verða betri eftir því sem dýrin lifa á kald- ari stöðum. Meiðyrðamál. Ól. Þ. Kristjánsson kennari í Ilafnarfirði kvað vera búinn að gera ráðstafanir til þess að höfða meiðyrðamál gegn rit- stjórum Morgunblaðsins út af ummælum um hann í blaðinu í sambandi við umræðurnar um kosninguna í Hafnarfirði. Ól- afur hafði gefið skriflega yfir- lýsingu um það, að bæjarfó- geti hefði ekki tilkynnt kosn- ingaskrifstofu Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, sem ólafur stjórnaði, að þeim, sem ky«u heima, yrði veitt aðstoð, en Morgunblaðið kvað ólaf «egja þetta ósatt, og fer illum orð- um um hann. Refarækt. Nokkrir menn í Bæjarhreppi í Hrútafirði hafa stofnað refa- ræktarfélag. Fél. hefir keypt þrjú pör af silfurrefum og ein íslenzk refahjón. Dýrin vortt keypt í Ljárskógum. (FÚ). Úr Skagafirði. Á Sauðárkróki hefir varið slátrað um 85 þú«. fjár á

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.