Tíminn - 13.11.1933, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1933, Blaðsíða 4
184 TfMINN Prjónavélin n FAMA íi Sænska prjónavélin FAMA er frábær að gerð og smíði, enda búin til af^hinum vel þekktu HUSQVaRNA vopnaverksmiðj- um. Vélin hefir alla þá kosti, sem fullkomnustu þýzkar^véíar hafa að bjóða, en verðið er miðað við núverandi kaupgetu. Prjónavélar No. 5 — 80 nálar á hlið kosta kr. 420,00. Do. „ 6 — 96 — ,, „ „ „ 430,00. Leitið tilboða hjá okkur og glæpist ekki á að kaupa dýrari vélar. „FAMA“ px-jónavélin býður yður alla þá kosti, sem krafizt verður. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. vísu er kennari, er ekki í stéttarsamtökum barnakennara eða starfandi við bamaskóla í Iieykjavík eða annarsstaðar. Að þessum upplýsingum gefnum, sér blaðið ekki ástæðu til að birta í heild téða athugasemd frá skólastjóra og kennurum Austurbæjarskól- ans, né heldur þau andmæh, sem þai' eru fram borin gegn ýmsum atriðum áður- nefndrar smágreinar. „Þeir fótumtróðu fánann okkar“. Eitt af kjánatiltækjum kommunistanna er hatröm ofsókn gegn hakakrossmerk- inu, sem þýzkir nazistar hafa gert að stjórnarfána. Er shk barátta vitaskuld þýðingarlaus, því það krenkir stefnuna ekk- ert, hvort íáninn, sem hún notar, er látinn friðlaus eða ekki. Hinsvegar sýnir sú bar- átta skort réttra aðferða, þar sem barizt er gegn hlutum, en ekki málefnum. Er öll framkoma kommúnista hin fíflslegasta í þessu sem öðru. 9. nóv. síðastl. bar það við á kommúnistafundi, að Einar Olgeirsson hampaði fánanum framan í áheyrendunum og tróð hann síðan undir fótunum. Nazistar höfðu veður af þessu, söfnuðust nokkrir þeirra saman fyrir utan húsið og veittu kommúnistum aðgöngu, er þeir komu út. Höfðu nazistar þá fyrir eggj unai-orð: „Þeir fótumtróðu fánann okkar“. Sýnir þetta að piltarair, sem kenna sig við íslenzkt þjóð- erni, afneita íslenzka þjóðfánanum, en kalla fána erlendrar þjóðar. „fánann sinn“. Hafa íslendingar nú fengið tvö góð sönnunargögn fyrir þjóðlegheitum nazistanna, annað það, að þeir þekkja ekki þjóðsönginn, hitt, að þeir afneita þjóðfánanum. Sannir Islending- ar eiga ekki nema einn fána, fánann, sem er einingarmerki þjóðarinnar, fánann, sem er tákn um stjómarfarslegt sjálfstæði þjóð- arinnar. Nazistar afhjúpa sig sem fjandskap- armenn hans með því að vinna undir fána erlends ríkis og kalla hann „fánann sinn“. Shkt hefði einhverntíma þótt frekar benda til landráða, en þjóðarhollustu. Er og grun- að, að vissir menn hafi rekið hér njósnir fyrir Þjóðverja, eða a. m. k. hefir fram- koma við suma íslendinga í Þýzkalandi bent til þess. Sömu menn vilja koma hér á of- beldisstjórnarfarinu er þar ríkir nú, og eru í þeirri starfsemi dyggilega studdir af Jóni Þorlákssyni og Morgunblaðinu. En í Þýzka- landi er nú búið að afnema prentfrelsi, sam- takafrelsi og skoðanafrelsi alþýðunnar. Margar þúsundir manna hafa verið reknar úr landi, ennþá fleiri þúsundir hafa verið fangelsaðar og fjöldamargir drepnir, allt saman af pólitískum ástæðum. Samvinnufé- lögin hafa verið svift sjálfsforræði sínu og stjóm þeirra fengin nazistum. Segja sein- ustu fréttir þaðan, að ætlunin sé, að leigja kaupmönnum búðir fjölmargra samvinnufé- laganna, en félagsmönnum eigi að gera að skyldu, að verzla við kaupmennina. Þannig á að leggja samvinnuhreyfinguna í rústir. Hvað segir þjóðholl, íslenzk æska um slíkt? Hún mun standa sameinuð gegn möimun- um, sem berjast undir þýzka fánanum og kalla hann „fánann sinn“, mönnunum, sem koma vilja á þýzka ofbeldisstjómarfarinu og það mun engin áhrif á hana hafa, þó Morgunblaðið kalli stefnu þeirra „virka við- reisnarstefnu" og Jón Þorláksson segi, að þeir séu menn „með hreinar hugsanir“. Alþingi. (Frh. af 3. slðu). „Leikhússbyggingin er nú komin undir þak og fokheld, en útlit fyrir, að dregizt geti .um nokkur ár, að hún verði fullger. Auk þess er vitað, að byggingin er við vöxt, og að leikhússtjómin hefir miðað innri gerð hússins við þær kröfur, sem ætla má, að gerð- ar verði þegar þjóðin er orðin til muna mannfleiri en nú. I leikhúsbyggingunni er þess- vegna húsrúm, sem leikhúsið þarf síðar meir að nota, en engin ástæða er til að nota fyrst um sinn vegna leikþarfa. Á hinn bóginn er landið í mestu vandræðum með húsa- skjól fyrir fomgripasafnið og allmörg listaverk, er það hefir eignazt. Síðar meir verður vit- anlega reist sérstök bygging fyrir þessi söfn, en líkur eru til, að dráttur verði á þeirri framkvæmd, m. a. meðan há- skólinn er á döfinni. Forngripasafnið er á efsta lofti í landsbókasafnsbygging- unni, undir trésúð og tréskil- rúm milli herbergja. Safnið er þar í mikilli hættu af eldi, og megnið af því verðmæti, sem þar er geymt, er ekki hægt að fá aftur fyrir fé, þótt til væri. Auk þess er húsrúmið allt of lítið, en þó er eldhættan mesti ágallinn. Málverk landsins eru nú geymd í einu herbergi í Amai’hvoli. Þar er ekki eld- hætta, en þar eru þau grafin fjársjóður. Tillagan gerir ráð fyrir því, að nokkur herbergi í leikhús- byggingunni væru fullgerð að innan og sett miðstöð og raf- ljós í þann hluta hússins, og gert ráð fyrir, að þessi tvö söfn yrðu þar geymd næstu 20—30 árin“. Jónas Jónsson flytur enn- fr. frv. til 1. um bygging og ábúð á jörðum, sem eru al- mannaeign; hið sama og hann flutti á síðasta þingi. í 1. gr. frv. er svo fyrir mælt, að allar jarðir og hjáleigur, sem eru eign ríkissjóðs eða kirkna landsins skulu næst er þær losna úr ábúð, eða þegar nú- verandi ábúandi óskar þess, verða byggðar á erfðafestu eftir lögum þessum. Undan- skildar eru þær jarðir, sem ákveðnar eru fyrir bústaði embættismanna, eða til ann- arar opinberrar notkunar. — Afgjald þessara jarða skal ákveðið 3% af þáverandi fast- eignamati landsins og 2% af vei’ða jarðarhúsa og álags, sem á þeim hvílir. — Þá eru ýms ákvæði um erfðafestu- réttinn og fl. fiskiflijlils^ilisiiiijaii er til sölu. Væntanlegir kaupendur sendi tilboð sín sem fyrst. Sjalfs er höndin hollust Landsbanki íslands. Útbúið á Akureyri. Ivaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýraii. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, han.lsápu, raksápu, þvottaei ni (Hreins hvítt), kerii allskonai', Bkósvertu, skógulu, leðurfeit i, gólfáburð, vagn- ábuið, iægllcg og kreólin-bað- lög. Kaupið H R E IN S vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flewtum verzlunum lands- ins. Hf. Hreiim Beztu cigaretturnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1.10 — eru Skúlagötu. Reykjavík. í5ími 4625. Comsnander Westminster Virgini.a cigarettur Þessi ágæta cígarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá Tóbaltseinkasölu ríkisins Búnar til af Umiiiffi Tohacco Compiy lld., London Poteíer - Grönnsaker- Höi tilsalgs i stön'e og mindre partier. lste klasses varer. Fordelaktige pi’iser. G. Meling, Ryfylkekaien, Stavanger, Norge. :■ ■■ '' ' Iliitar, ílmar, heúlar drótt, ' hressir, styrkir, kætir. Æi Fegrar, yngir, færir þrótt . -v<' Freyju kaffibœtir. a * . » I. "51 yXðÆúM. Rviykjavík. Sími 1219 (3 línur) Símnefni: Slátu rfél:;g. Áskurður (á brawð) ávalt fyrirliggjan.li: Hat gibjúgu(Spcgep.)nr.!, gild Do. - 2, - Do. — 2, mjó S:u:ða-Hangibjúgu, gild, Do. n vjó, Soðt ar Svína-rullupy Isur, Do. Kálfarullu-pyl sur, Do. Sauða-rullupy.'sur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malakoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylstir, Do. Iíjötpylsur, ))o. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, I'o. Cervelatpylsur. Vvirur þessar eru allar búnur til á eigin vinnustofu, og standast — aÖ dómi neyt- enda — samanburð viÖ sainskonar erlendar. Vcuð.skrár sendar, og pant- anir afgreiddar um allt l.ind. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR, Bank istræti 2, simi 1245. Ferðamenu hafa bezta tryggingu fyrir góOum \örum með hæfilegu verði verzlu ]»eir við kaupfélagiö. Komið í kaupfélagsbúðina, þegar j’ið komið lil Ileykjvíkur. Kolaverzlun SIGURÐAR ÖLAFSSONAR Simn.: KOL. Reykjavík. Sími 1933. Freyjugötu 11. Sími 2105. Þið, sem viljið og getið ver- ið sh ilvísir kaupendur Tímans, di'agið ekki lengur að senda andvirði blaðsins til afgreiðslu þess. Ritstjóri: Gísll GaSmnndsson, TjarnargCtu 39. Sími 4245. PrentsmiOjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.