Tíminn - 05.03.1934, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1934, Blaðsíða 4
40 TIMINN ómenning þótt það séu notaðir prjónar en ekki prjónavélar, amboð en ekki heyvinnu- vélar o. s. frv., ef það er ekki gert í trássi við þróun tækninnar og ríghaldið við það eftir að möguleikarnir leyfa annað. En það tr vanmenning að standa úrræðalaus og við- leitnislaus gagnvart örðugleikunum og læra ekki af reynzlunni Það var vanmenning að fella úr hor í meðalvetrum eða litlu meir. Og eins er það vanmenning að nota sér ekki hina auknu og nýju tækni þegar aðstæð- ur leyfa að fara að nota hana og sýnt er að hin frumstæðari hrekkur ekki til þótt hún sé vel nýtt og kappsamlega. Hvernig hafa íslenzkir bændur snúizt við þessu á síðari árum ? hafa þeir haldið í hin frum- stæðu vinnubrögð og bolast við hinni nýju tækni og möguleikum, sér til skammar og skaða? Er íslenskur landbúnaður almennt rekinn sem barbarí af þeim sökum? Fyrir rúmum mannsaldri hóf Einar Bene- diktsson ljóðalist sína með kvæðinu íslands- Ijóð. Það er fróðlegt að athuga hvemig hann stm hefir séð allra manna stærstar framtíð- arsýnir í atvinnulífi þjóðarinnar og inenn- ingu, og eygt víðast svið möguleika lands og þjóðar— lýsir ástandinu: Þú fólk með eymd í arf. Snautt og þyrst við gróttir lífsins linda. Svo kemur lýsingin á atvinnuvegunum, sjávarútveginum: Þú býr við lagarband — bjargarlaus við frægu fiskisviðin fangasmár, þótt komizt verði á miðin, en gefur eigi á góðum degi, gjálpi sær við land. Vissirðu hvað Frakkinn fekk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar. Hve skal lengi dorga drengir, dáðlaust upp við sand? Og landbúskapnum: Og horfðu heim á bú. Upp til heiða endalausar beitir, en til byggða níddar, eyddar sveitir. Sinumýrar, rotnar, rýrar reita svörul hjú. Og túnið, — sérðu í blásnu barði bóndi sæll, þar mótar fyrir garði? Svona bjó ann, hingað hjó ann, hann en ekki þú. Það er svo «m jafnt á komið, sá einn munurinn að skáldinu, sem annars miðar allt við möguleikana miklu og óþrjótandi og framtíðina, verður það á að leggja þá lykkju á leið sína að miða túnræktina við það sem áður var. Þannig er lýsingin. Um framtiðina hefir Einar sagt margt vel. Það nægir að nefna það sem stendur í sama kvæðinu: Og garður við garð í bi'eiðum byggðum stóð bjartur eins og sumarsaga, með röðulgljá í rúðum skyggðum, með ræktað engi og beittan liaga. En inni á vog var sem eg sæi að segl væru að húnum dregin og farmanns gnoðum lagt úr lagi — en landsins böm þau áttu fleyin. Eg leit í draumi um dali og strendur sá starfsemd, gleði, hreifar hendur. . Og loks þessi spöku orð, sem vel mættu vera einkunarorð í atvinnumálum þjóðarinn- ar: „Menn höfðu augu á eigin högum með alúð þess sem vill ei skifta", — Leyndar- dómnum við að vera góður búmaður hvort heldur til lands eða sjávar, og jafnvel í hvaða atvinnugrein sem er, verður varla betur lýst en einmitt með þessum orðum: „Að hafa auga á eigin högum með alúð þess sem vill ei skifta“. Skáldið hefir verið svo gæfusamt að sjá „formanns gnoðum lagt úr lagi og landsins böm pau áttu fleyin“, og fleytumar stækk- uðu svo hægt var að sækja á miðin til jafns við Frakkann. En hin hraðaukna tækni útgerðarinnar varð til þess að eymd- ararfur. landbúnaðarins varð enn meira á- berandi. Samtímis fleygði búnaði annara þjóða áfram að tækni við „tröllbrot rafar cg eims“. Miðað við þetta allt átti búnaður vor vafalaust að ýmsu leyti orðið skilið nafngiftina barbarí. En seint koma sumir og koma þó, landbúnaðurinn er nú óðum að taka aukna tælcni í þjónustu sína, sæmilega ört og vel. Það ev aðeins í skjóli kreppunn- ar, eða þekkingar og skilningsskorts á þeim staðreyndum sem marka möguleikana og eðlilega atvinnuhætti, að hægt er að gefa landbúnaði vorum eins og hann er nú að verða reiciim. heildarna:rni'o barbarí. (Meira) Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta. RETEIS J. GRUNO’S ágæta hollenzka reyktóbak VERÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 0,85 V20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 0,90 — — GOLDEN BELL — — 1,05 — — Fæst í öl.um verzlunum HUSQVARNA o g JUNO eru áreiðanlega beztar. Samb. ísl. samvinnufélaga !■ ......--J skilvindurnar eru ætíð þær bestu og sterkustu, sem fáanlegar eru Nýj- asta gerðin er með algerlega sjálfvirkri smurningu, og skálar og skilkarl úr riðfríu efni. Samband isl. samvinnufélaga. Beztu eigaretturrsar í 20 stk. pökkum, sem koata kr. 1.10 — C 0 Westminster eru a n d e r Virginia dgarettur Þassi égteta eigarettutegund fæst ávalt í heildaölu hjá Tóbakseinkasolu ríkiains Búnar til af London Ný bók Bréf Jóns Sigurðssonar Nýtt safn. Gefin út af Bókadeild Menningarsjóðs. XXXVI—334 bls. í stóru broti. Verð 10 kr. ób. porleifur H. Bjarnason, yfirkennari, hefír gefið út þetta nýja satn af bréfum Jóns Sigurðssonar, eins og hið fyrra, er kom út á aldaral- mæli hans. Er þetta safn eigi síður merkilegt en hið fyrra. Bréfin eru alls 130, flest til Eiríks Magnússonar í Cambridge og hafa engin þelrra birzt áður. pað gefur og bókinni gildi, að útgef. hefir látið prcnta framan við safnið nokkurar minnisgreinar, sem hann hefir átt í fórum sínum, þar sem ýmsir samtíðarmenn Jóns SigurSssonar lýsa honum, og birta stuttorðar endurminningar um hann. Loks hefir útgefandí ritað ítarlegar skýringar við hvert bréf, alls um 100 bls., sem gefa þeim enn meira gildi fyrir nútímann. Bókin fæst hjá bóksölum. Aðalútsala hjá: IM'-ltltlilH Hey vinnuvélar Bændur og aðrir sem ætla að fá sér heyvinnuvélar fyrir sumarið ættu að athuga: Að HERK.ULES sláttuvélarnar verða með alger- lega sjálfvírkri smurnÍBgu og mikilvægum endur- bótum framyfir það sem áður hefir þekkst. Að DEERIN& rakstiarvélarnar með stífu tindun- um taka langt fram þeim rykstrarvélum, sem áður hefir verið völ á. Að LUNA snúningsvélar vinna sér nú óðum vin- sældir allra þeirra er sjá og reyna. Veljið réttar vélar, réttar stæl’ðir og rétta gerð. Samband ísl.samvinnufólaga P. W. Jacobsen & Son Timburv^rzlun Símnefni: Granfuru. Stofnaö 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og lieila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sis og umbbðssalar annast pantanir. :: :: :: :: EIK OG EFNI I ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: :: Tækifæriskaup. Nokkur Vidtæki af eldri gerð- um seljum vér næstu daga. með tækííærisverði. i Viðtækjaútsalan Tryggvagötu 28. Rófnafræ „6auta“ gulrófur eru mikið ræktaðar í Svíþjóð, Nor- egi og Finnlandi og eru taldar eitt hið bezta rófnaaf- brigði sem þar þekkist. Fræ af „Gauta“ gulrófum fæst hjá kaupfélög- unum um land allt. Bændur og garðyrkjumenn, trygg- ið ykkur fræ af þessari tegund í tæka tíð fyrir vorið. Samband ísl. samvínnufélaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.