Tíminn - 09.05.1934, Blaðsíða 1
(Sfaíbbagi
6 ! q fc o t it ö ec I. Júnl.
jÁtgangutlnn £ostat 10 ft.
xnn. árg.
Reykjavík, 9. maí 1934.
Um fjármál.
Eftír Eystein Jónsson.
Erindi flutt á flokksþingi Framsóknarmanna
18. marz
Hvað eru fjármál?
Það má að vísu
segja, og með
nokkrum rétti, að
flest þau málefni,
sem um er fjallað
á Alþingi og af
ríkisstjómum, séu
að öðrum þræði
fjármál. Hér mun
ég þó halda mig
við að ræða um
þau mál, sem
venjulega eruköll-
uð fjármál og óneitanlega eru það fyrst
og fremst. Þó þau fjármál ein, sem jafn-
framt eru stjórnmál, sem Alþingi ræður
um beint eða óbeint — eða getur ráðið.
Þeim finnst mér gleggst að skipta í
þrennt:
1. Starfsemi ríkissjóðs og afkomu.
2. Starfsemi bankanna.
3. Viðskipti þjóðarinnar við aðrar þjóð-
ir og afkomu hennar út á við.
Meðferð þessara mála fer eftir því
hverjir ráða á Alþingi og því sérstaklega
áríðandi, að menn geri sér nákvæma
grein fyrir viðhorfi stjórnmálaflokkanna
til þeirra.
I.
Ríkissjóðurinn.
Ríkissjóður er notaður til sameiginlegra
]>arfá þjóðarinnar. Úr honum er fyrst og
fremst greiddur kostnaður við að stjórna
landinu, halda uppi dómum og löggæzlu o.
s. frv1. Þetta er hinn beini kostnaður við
þjóðarbúið. Þá eru ennfremur úr ríkissjóði
greiddar háar upphæðir til mennta- og
heilbrigðismála, samgöngumála og margs-
konar verklegra fyrirtækja. Þessi útgjöld
eru yfirleitt annars eðlis en þau fyrtöldu.
Þau miða einkum að því að bæta aðstöðu
þegnanna, auka afkomumöguleika þeirra,
er ei-fiðast eiga og styrkja þá í lífsbarátt-
unni. Með þessari starfsemi ríkissjóðs er
]>ví unnið að jöfnun á kjörum manna.
Eftir því, sem ríkissjóður rækir méira
þessa starfsemi, þarf hann á meira fé að
halda. I reyndinni og þegar til lengdar
lætur, fer alltaf svo í lýðræðislöndum, að
fé til þarfa ríkissjóðs er að meirahluta
tekið hjá þeim, sem veruleg fjánáð hafa.
Þannig verður hin síðamefnda starfsemi
ríkissjóðs til þess að þeir, sem1 betur mega
láta af höndum fé til ríkissjóðs, sem hann
síðar ver almenningi til hagsbóta. Þessi
staðreynd leiðir til þess, að í öllum lönd-
um rísa þeir upp, sem miklu hafa úr að
spila og krefjast þess, að sem lægst heild-
arupphæð sé tekin í ríkissjóðinn — helzt
ekki nema sem svarar beinum kostnaði við
rekstur þjóðarbúsins. Um þessar kröfur
eru myndaðir stjórnmálaflokkar — íhalds.
flokkar. Hér á landi er það svokallaður
Sjálfstæðisflokkur, sem hefir þetta hlut-
verk. í lýðræðislandi má slíkur flokkur
sjálfs sín vegna ekki túlka stefnu sína
á réttan hátt vegna þess, að þeir, sem
bíða tjón af framkvæmdum flokksins eru
miklu fjölmennari en hinir, sem halda
flokknum uppi í eiginhagsmunaskyni, og
mundu ]>ví bera flokkinn ofurliði við kosn-
ingar, ef þeir skildu.hvert stefndi. Þá er
gripið til þess ráðs, að kenna þessa
stefnu við sparnað. Sparnaðartalið lætur
vel í eyrurn þeirra, sem daglega þurfa að
neita sér um allt nema brýnustu lífs-
nauðsynjar. Hinu hafa íhaldsmenn treyst,
og óneitanlega með nokkrum árangri, að
menn gerðu sér yfirleitt ekki grein fyrir
1-934.
því, að „sparnaðurinn“ fyrirhugaði er
í'ólginn í því að skera við nögl greiðslur
iil verklegra framkvæmda, sem öllum al-
menningi er lífsnauðsyn að hafa sem
niestar. Sá eini raunverulegi „sparnaður",
sem íhaldið framkvæmir, eru skattalækk-
anir á þeim mönnum, sem eru kjarninn
í þeirra flokki. En það er ekki sá sparn-
aður, sem horfir til gagns almeriningi.
Lýsing Jóns Þorlákssonar 1908 á tilgangi
og starfsaðferð íhaldsflokka.
Núverandi foringi íhaldsmanna hefir
lýst núverandi stefnu sinni mæta vel í
grein, sem hann skrifaði í Lögréttu 1908.
Get ég ekki stillt mig um að leiða hann
sem vitni í þessu máli. Ilann lætur svo
um mælt:
-pað ern venjulega hinir efnaðri borgarar
í hveriu þjóðfélagi, sem fylla íhaldsflokkinn.
peir eru ánægðir nieð sinn hag, og finna þess
vcgna ekki að þörf sé breytinga eða bóta á
hag þjóðarinnar og vilja ekki láta heimta af
sér skatia í því skyni. Framfara- og umbóta-
íli)l;kana skipa aftur þeir efnalitlu, sem finna,
að þjóðfélagið þarf að gera margt og mikið til
þess að bæta lifsskilyröi alþýðunnar; sömu
stefnu f.vlgja og þeir meðal efnaðri manna,
sem einblína ekki á sína eigin pyngju, heldur
iiafa hag þjóðarinnar í heild sinni fyrir aug-.
um.
íhaldsmenn semja í öllum löndum stefnu-
skrár sínar þannig, að þær gangi sem bezt í
angn atmennings. því að á því veltur fyigið.
þess vegna segja þcir ekki:
Við viljum enga nýja vegi, ekki talsíma,
ekki járnhrautir, ekki hafnir, kærum okkur
ckki um alþýðuskóla o. s. frv.; ef þeir segðu
þeitta, fengju þeir sem- sé lítið fylgi. þeir
scgja sem svo: Við viljum fara sparlega með
landsfé, við viljum styðja gætilega fjármála-
slefnu, við viljum ekki hleypa okkur i
skuldir. Jieir vita það ofur vel, að ef þeir geta
passað, að 'þjóðin komist ekki i landssjóðinn,
þ;i fær þjóðin hvorki alþýðuskóla, járnbrautir,
hafnir eða annað slikt, sem hún telur sig
þurfa, en þeir, ínaldsmennirnir, halda, að hún
geti án verið.
I'etta er evrnamark reglulegs afturhalds-
flokks, hverju nafni sem hann ltýs að nefna
sig, vantrú á landinu, að það svari arði, ef
svnir þess vilja kosta upp á að hlynna að því
og vantrú á þjóðinni, að hún sé fær um að
nota sér þær lyftistengur á leiðinni til hag-
sældar og sjálfstæðis, sem aflmestar hafa
reynzt annarsstaðar. ------“
íhaldsmenn vllja gefa kaupmönnum
gróðann af ríkisfyrirtækjimum.
Eitt af g'leggstu dæpiunum um fjár-
málaviðhorf ómengaðs íhaldsflokks er
f-yrirheit íhaldsmanna um að komist
jteir til valda leggi þeir niður fyrirtæki,
sem ríkissjóður græddi á samtals kr. 766
þús. árið 1933, samkvæmt skýrslu fjár-
málaráðherra*). (Sbr. samþykkt lands-
furidar íhaldsmanna 1933, sem birt hefir
verið).
Nú vita menn, að þrátt fyrir þess-
ar tekjur var greiðsluhalli ríkissjóðs 1988
um 1 milj. króna.
Missti víkissjóður því þessa tekjustofna
og væri skattar þar að auki lækkaðir, eins
og- íhaldið þykist lka ætla að gera, væri
gjörsamlega óhugsandi annað en að fram-
kvæmdir ríkissjóðs væru stórlega minnk-
aðar og jafnvel felldar með öllu niður.
*) Gróði Tóbaksv. kr. 556 þús., Viðtækja-
ssölu 175 þús., Prentsm. 70 þús. = 801 þús. -F
tap á Vélsmiðju 35 þús. = 766 þús.
Til þess að nokkrir kaupmenn í Reykja-
vík geti grætt á tóbaki, viðtækjum o. fl.
ættu landsmenn að vera án nýn-a sam-
göngubóta og framlaga til verklegra fyr-
irtækja, sem afkoma fjölda manna velt-
ur á.
Geta menn búizt við því, að árasir
íhaldsins á afkomumöguleika manna verði
berari en þetta? Ilvernig líst mönnum
á að taka upp fjármálastefnu þessa á
sama tíma, sem það liggur ljóst fyrir, að
eigi fjöldi æslcumanna víðsvegar um land-
íð ekki að fara á vonarvöl, verður ríkið
að .styrkja þá til heimilamyndunar?
Umbótastefnan I fjármálum.
Gegn þeim ófagnaði, sem nú hefir ver-
ið lýst — íhaldsstefnunni í_ fjármálum —
hafa í öllum löndum myndast samtök
manna, til þess að fá því framgengt, að
starfsemi ríkissjóðanna væri beint hæfi-
lega að jöfnun lífskjara þegnanna.
Hér á landi hefir Framsóknarflokkur-
inn haft forystu í baráttunni fyrir þessu,
og átt að sækja, eins og- eðlileg rök liggja
til, gegn íhaldinu. Fyrir hverri verulegri
fjárveitingu til almenningsþarfa hefir
flokkurinn þurft að berjast. Eins og aðrir
umbótaflokkar gerir Framsóknai’flokkur-
inn skarpan gieinarmun á greiðslum rík-
issjóðs eftir því, hvort þær eru almenn-
ingi til styrktar eða beinn kostnaður við
þjóðarbúið. Hinar fymefndu reynir
flokkurinn að hafa sem rífiegastar, með
bliðsjón af tekjuöflunarmöguleikum rík-
issjóðs, hinar síðarnefndu sem lægstar.
Eftir því, sem beinh reksturskostnaður er
lægri, eftir því er úr meiru að spila til
gagnlegra framfara.
íhaldsmenn byggja fylgisvonir sínar á
hví, að menn skilji ekki eðli þessara mála,
og leggja því allt kapp á að leyna hinni
réttu stefnu með sparnaðarhjalinu. Fram-
sóknaiTlokkurinn leggur hinsvegar áherzlu
á að flytja stefnu sína sem greinilegast,
til þess að menn sjái tilgang flokksins —
liann hefir allt að vinna við það, að menn
setji sig sem bezt inn í þessi mál.
Ilvernig á að afla ríkissjóði tekna?
Nú hefi ég- eytt nokkrum tíma til þess
að gera giein fyrir ágreiningnum um það,
hvernig ríkissjóður skuli rækja hlutverk
sitt og hve miklu fé hann skuli hafa yfir
að ráða. Þá verður að minnast þess, að
einnig er mikill ágreiningur um það,
hvernig ríldssjóður skuli afla þess fjár,
sem honum er ætlað til afnota.
Þessi ágreiningur er kunnari og meira
ræddur en sá, sem ég hefi telcið til með-
ferðar nú þegar, og get ég því verið um
hann stuttorðari.
íhaldsmenn krefjast þess, að tekjur
. ríkissjóðs séu sem mest teknar með toll-
um. Af þessu leiðir vitanlega, að eftir
þeirra aðferðum yrðu greiðslurnar í ríkis-
sjóðinn að verulegu ag jafnvel mestu leyti
telaiar af þurftartekjum manna. Vitan-
legt ætti að vera öllum hugsandi mönn-
um, að þessi stefna íhaldsmanna í skatta-
. málum er til orðin vegna þess, að með
tollaaðferðinni greiða þeir minnst tiltölu-
lega, sem mesta hafa getuna, en það eru
einmitt þeir sem halda uppi stjórnmála-
stefnu íhaldsmanna.
Framsóknarmenn krefjast þess hins-
vegar, að sem mests af tekjum ríkissjóðs
sé aflað með beinum sköttum á tekjur og
eignir, eyðsluvörutollum og gróða af
verzlun með álagningarmiklar vöruteg-
undir. Þeir krefjast þess og stefna að því,
að sem mest af greiðslum til ríkissjóðs
sá tekið af tekjum þeim, sem umfram eru
þurftartekjur. Þessi stefna Framsóknar-
manna er í fullu samræmi við þá skoð-
un þeirra, að með starfsemi ríkissjóðsins
eigi að vinna að jöfnun lífskjara í land-
inu. . ) ^ ]
V
Frv. um tekju- og eignaskattsauka
á Alþingi 1933.
Ég hefi áður minnst á afstöðu íhalds-
manna til ríkisverzlananna og tekjuöfl-
unai’ ríkissjóðs með rekstri þeirra. Nú vil
J^feteifesla
inn^elnita d Caugaoeg 10.
©itai 2553 - Póstbólf 961
22. blað.
ég minna á eitt dæmi, til þess að mönn-
um gangi betur að glöggva sig á stefnu
meginflokkanna í skattamálum:
Á Alþingi 1933 flutti Ásgeir Ásgeirs-
son fjármálaráðherra frumvarp um að
leggja á 40—100% tekju- og eignar-
skattsauka vegna þess að ríkissjóður var
mjög tekjuþurfi. Ihaldsmenn höfðu þá
stöðvunarvald i efri-deild, ásamt Alþýðu-
flokknum. Þeir fengu þá Alþýðuflokks-
manninn í efri deild í lið með sér og neit-
uðu frumyarpinu um framgang. íhalds-
menn tjáðu sig hinsvegar tilleiðanlega að
g-anga inn á 40% hækkun, ef það, sem á
vantaði, yrði tekið með kaffi- og sykur-
tclli. Svo var gert. Hvað var það, sem
gerðist? Hér gerðist það, að í stað þess
að þeir, sem höfðu 1932 4500 kr. hreinar
tekjur og þar yfir, greiddu ríkissjóði
það, sem hann þurfti í viðbót við tekjur
sínar, voru allir, sem kaupa kaffi og syk-
ur, skyldaðir til þess að greiða upphæð-
ina. Af því að allmikið skortir á að menn
géri sér grein fyrir eiginhagsmunapóli-
tík íhaldsmanna, skal þess getið, að sam-
livæmt skattskrá Reykjavíkur „sparaði"
einn af forvígismönnum þeirra sjálfum
sér kr. 2404.02 skattgreiðslu með því að
koma i veg fyrir, að frumvarpið yrði að
lögum. Ýmsir aðrir, sem minna ber á í
stjórnmálum „spöruðu“ þó hærri upp-
liæðir. Upphæðirnar, sem þannig spöruð-
ust, voru greiddar af neytendum kaffi
og sykurs — hæstar upphæðir af þeim,
sem flesta höfðu fram að færa.
Fjármálastjórn íhaldsmanna og fjármála-
stjórn Framsólínarmanna. —
Samanburður.
íslendirigar hafa nú reynt stjórn í-
haldsmanna og stjórn umbótamanna. Nú
á mönnum því að vera vorkunnarlaust
að átta sig á þessum málum. Mun ég nú
rekja í örstuttu máli fjármálastjórn
hvorráRveggja.
Allt frá 1916—1927 voru framherjar í-
haldsmanna við völd á íslandi. Oftast
einráðir, en alltaf mestu ráðandi. Á þessu
tímabili náðu umbótamenn aldrei svo
miklum yfirráðum, að þeim tækist að
framkvæma fjármálastefnu sína. 1 lok
]>essa tímabils voru ríkisskuldirnar 28
rniljónir, samkvæmt skýrslu Hagstofunn-
ar. Á umræddu tímabili (1916—1927)
l’.afði verið stofnað til 26 miljóna af
þessum skuldum. Fram að 1924 var stöð-
ug skuldasöfnun. Þá voru skuldirnar
orðnar svo iráar, að flokkarnir samein-
uðust um að auka skatt-tekjur ríkissjóðs,
og næstu ái' var svo greitt töluvert af
skuldum. Þá fór Jón Þorláksson með. fjár-
málastjórnina og íhaldsmenn fóru með
meirahlutavald á Alþingi. Þegar þeir
liöfðu farið með völdin í tvö ár, tóku
þeir að lækka skattana aftur og síðustu
2 árin, sem þeir fóru með völd, var tekju-
halli fíkissjóðs 1.7 millj. króna.
Af þeim 26 millj. króna skuldum, sem
söfnuðust undir forustu íhaldsmanna,
voru um 10 millj. króna vegna halla á
víkissjóðnum sjálfum. 16 milljónir aðal-
iega vegna framlaga til bankanna, og
bankavaxtabréfakaupa, þar á meðal 3
millj. króna, sem ríkið varð að taka á
sig að standa undir 1-930, þegar Islands-
banki gafst upp.
Fjármálastjórn tímabilsins 1916—1927
hefir á sér öll einkenni íhaldsstefn-
unnar, sem eðlilegt er. Framkvæmd-
ir sáralitlar, en samt skuldasöfnun
vegna þess, að íhaldsmenn hlífðu mjög
við skattaálögum, sem harðast hefðu
hlotið að koma niður á kjarna flokks
þeirra. Þegar út yfir tók skuldasöfnunin,
var Jón Þorláksson látinn bregðast við,
skattar hækkaðir og byrjað að greiða af
skuldurri. En það var aðeins til bráða-
birgða, til þess að fleyta ríkissjóðnum yf-
*ir bráðustu hættuna, sem af skuldunum
stafaði. Fljótlega voru skattar lækkaðir
á pý og byrjað að safna aftur eyðslu-
Iskuldum. Þegar J. Þ. lætur af völdum,
1927, er stjórnað nákvæmlega eftir „pró-