Tíminn - 09.05.1934, Síða 3

Tíminn - 09.05.1934, Síða 3
81 T 1 M I N . N með skattaálögum og með því að tak- marga mjög lánveitingar til þeirra. Um leið sé komið upp „smákóngum'^ að nýju, sem hafi „forsjá“ í verzlun og framleiðslu. íhaldsmenn dreymir um að koma á aftur hinu „gamla, góða fyrirkomulagi“, þar sem engin samvinnufélög voru um útgerð eða verzlun, til þess að grípa fram fyrir hendur „hinna útvöldu“. Skilji menn hvert íhaldið stefnir, rætast aldrei draumar þess. Jafnframt því, sem umbótamenn landsins sækja fram til nýrra umbóta og eflingar samstarfi vinnandi fólks, fylkja þeir sér til vamar því, sem þegar hefir áunnizt. Landbúnaðarlánin. Einn liðurinn í baráttu Framsóknar flokksins um veltuféð var og er aukning lánastarfseminnar til landbúnaðarins. Á meðan íhaldsmenn réðu, var landbúnaður- inn algjörlega hafður út undan í þessum efnum, Á stjómartímabili Framsóknar- flokksins varð gjörbreyting á þessu. Þá var stofnaður Byggingar- og landnáms- sjóður og síðar Búnaðarbankinn. Á móti hvorutveggju hafa íhaldsmenn barizt. Þó mikið sé á unnið þarf enn að efla lána- starfsemina til landbúnaðarins og gera lánin hagfelldari, — lengri og vaxta- lægri —. Lánastarfsemi til bygginga í sveiturn verður ekki haldið uppi nægilega hagfelldri nema með tillagi úr ríkissjóði, til þess að bæta lánskjörin — svipað og átt hefir sér stað um Byggingar- og land- námssjóð. Til þess þarf peninga í ríkis- sjóðinn. Þeir verða að takast með skött- um og þó fremur með verzlunargróða. Á móti því eru íhaldsmenn. Þeir vilja leggja niður gróðafyrirtæld ríkissjóðs. Það er á móti þeirra stefnu, að ríkissjóður leggi fram fé til þess að bæta lánskjör á bygg- ingarlánum bænda. Það segja þeir að vísu ekki berum orðum fyrir kosningar, en niðurfelling allra framlaga af þeirri tegund er innifalin í fyrirheitinu um að leggja niður ríkisfyrirtækin, og það er niðurfelling slíkra framlaga, sem á máli íhaldsmanna nefndist „spamaður“. Mögu- leikar bænda og ungra manna búlausra, sem vilja stofna heimili í sveit, til þess að fá nógu ódýrt lánsfé til byggingafram- kvæmda, eru algjörlega komnir undir því, að Framsóknarflokkurinn fái aðstöðu til þess að ráða á næsta Alþingi. Barátta Framsóknarflokksins í veltu- fjármálinu hefir þannig verið tvíþætt. Annarsvegar baráttan um alinenna dreif- ingu veltufjárins og hinsvegar baráttan um lán til landbúnaðarins og framlög rík- issjóðsins til kjarabóta á þeim lánum, einkum til bygginga í sveitum. 1 þessari baráttu hefir hann átt á móti íhaldsmönn- um að sækja og mun eiga framvegis. III. Utanríkisverzlunln. Grundvöllurinn undir sjálfstæði þjóðar- innar er fjárhagslegt sjálfstæði hennar sem heildar. Þegar til lengdar lætur er fjárhagslegt sjálfstæði hennar undir því Ivomið, að hún eyði ekki meira en hún aflar. Á þessu verður að hafa vakandi auga og kjark til þess að gera þær ráð- stafanir, sem með þarf, til þess að greiðslujöfnuður þjóðarinnar sé viðun- andi. Innflutningshöftin 1931 voru sett til að vernda sjálfstæði þjóðarinnar. Eftir að kreppan skal á og verðfall íslenzkra afurða, varð það sýnilegt heil- skygnum mönnum, að þjóðin hafði ekki nægilegt útflutningsverðmæti, til þess að standast þær greiðslur til útlanda, sem inna þurfti af höndum, ef engar hömlur væri settar um innkaup frá útlöndum. Þótt þjóðin í heild væri þannig ekki fær um að annast greiðslur sínar leiddi það af misskiptingu tekna og eigna, að ekki var hægt að búast við að kaupgetan inn- anlands yrði fullnægjandi hemill á inn- flutninginn. Vel gæti svo farið, ef ekkert væri gert, að jafnhliða því, sem A flytti inn skartgripi gæti B ekki aflað sér frá frá útlöndum kornvara og annara nauð- synjavara. Framsóknarflokkurinn sá þessa hættu glöggt og hafði kjark til þess að taka á málinu. Innflutningur óþarfa vam- ings var takmarkaður og bannaður. Sú regla tekin upp, að áður en þjóðin keypti inn óþarfavörur, yrði að sjá henni fyrir nauðsynjavörum og gjaldeyri til vaxtæ- greiðslna af erlendum skuldum o. s. frv. Innflutningshöftin voru sett 1931, seint á árinu. Áhrif þeirra komu glöggt í ljós 1932. Það ár var greiðslujöfnuður þjóð- arinnar við útlönd góður. 1983 aftur lak- ari, enda var þá linari framkvæmd inn- flutningshaftanna — vafalaust að ein- hverju leyti vegna þess að íhaldsmenn höfðu þá náð meiri tökum í landsstjóm- inni. Eiginhagsmunaatefna miililiðanna Fljótt á litið mundu menn sjálfsagt álíta, að ekki mundi ágreiningur um þetta mál. En því er ekki svo farið. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins er málinu and- vígur. Hvernig getur staðið á því? Get- lu það verið, að svo margir líti þannig á, að menn eigi að flytja inn óþarfa, þó að það kosti þjóðina vanskil út á við eða skort nauðsynlegs varnings að öðrum kosti. Nei, því er ekki þannig farið. Það eru þeir, sem ráða í flokknum, er þannig líta á. Þeir, sem vegna innflutningshaft- anna hafa misst aðstöðuna til þess að græða á sölu óþarfs vamings og þeir, sem þeirra vegna hafa orðið að neita sér um einhvern munað. Þó að íhaldsmenn þori aldrei að kannast til fulls við ástæð- una fyrir því, að þeir vilja afnema inn- flutningshöftin, þá eru alltaf fleiri og fleiri að átta sig á því — jafnvel margir, sem hingað til hafa fylgt þeim að mál- um —, að hin raunverulega ástæða er krafa kaupmannanna um að fá að flytja inn ó- þarfavarning til þess að græða á! Ekkert sýnir betur hin afgjörandi áhrif millilið- anna hjá íhaldsmönnum en afstaða þeirra í gjaldeyrismálunum. Milliliðimir sjást ekki fyrir og reka í þessu efni hina skammsýnustu eiginhagsmúnapólitík. í- haldsmenn sýna með afstöðu sinni í gjald- eyrismálinu, að þeir láta sig fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar minna skifta en afkomu milliliðanna- Sú afstaða þeirw sýnist ekki, frekar en önnur verk þeirrn, eiga vel við nafn það, sem flokkurinn hefir valið sér — „Sj álfstæðis“-flokkur! IV. ÁlyktunaroFð. Ég hefi nú rakið nokkuð afstöðu íhalds- manna og umbótamanna í fjármálum. Að lokinni þessari athugun sýnist mér það liggja fyrir, að aðalmunurinn á stefnu íhaldsmanna og Framsóknarmanna er í því fólginn, að íhaldsmenn miða framr- komu sína og stefnu til framdráttar þeim, sem lifa á vinnu annara, yfirráðastéttinni, en Framsóknarflokkurinn miðar sína af- stöðu við þarfir vinnandi fólks, sem minna ber úr býtum en eðlilegt er. eftir heildarafkomu. þjóðarinnar. íhaldsmenn vilja lága beina skatta og litlar fram- lívæmdir. Þeir vilja að bankamir styrki einstaka menn á kostnað fjöldans. Þeir vilja að kaupmennirnir græði á óþarfa varningi, þótt það eyðileggi afkomu þjóðarinnar út á við. Þeir vilja í einu og öllu styðja vald og hag tiltölulega fárra einstaklinga á kostnað allrar alþýðu. Framsóknarmenn vilja háa, beina skatta, verzlunargróða lianda ríkinu og þá jafnframt há framlög til verklegra fyrirtækja og bættrar aðstöðu almenn- íngs. Þeir vilja að bankarnir styðji þá, sem sjálfir vinna að framleiðslunni, til sem beztrar afkomu. Þeir vilja stjóma gjaldeyrismálunum með hag alþjóðar fyr- ir augum, en ekki kaupmannastéttarinn- ar einnar. 1 öllum atriðum fjármálanna — fjár- málum ríkissjóðs, bankamálum og gjald- eyrismálum — eru línumar glöggar ef málin eru krufin til mergjar og afstaða íhaldsmanna skoðuð í réttu ljósi. Framsóknannenn treysta því, að sem flestir kjósendur afli sér þekkingar í þessum málum nú fyrir kosningamar og taki afstöðu til þeirra að lokinni eigin at- hugun. Geri menn þetta, er það víst, að fylking íhaldsmanna og aftaníhnýtinga þeirra, forstjóra „einkafyrirtækisins“, verða þunnskipaðar við kosningamar í vor, en fylking Framsóknarmanna þétt- skipaðri en nokkru sinni fyr. Eysteinu Ján—on. Tilkynnm^ Tek að mér viðgerðir og hreinsun- Orgel- harmonia. Vinnulaun verða ekki ósanngjörn. Útvega eins og áður orgön til kirkna og Skóla. Tek notuð hljóðfæri upp í andvirði nýrra, ef óskað er og um semur. Hagkvæm greiðslukjör. ELI AS BJARNASON Sólvöllum 5, Reykjavík. Tpyggvi Þórhallsson með höfuðbókina Það vakti talsverða eftirtekt og undrun hjá mörgum, hvemig Tryggvi Þórhallsson byrjaði framsöguræður sínar á hinum pólitísku fundum í Ámessýslu á dögunum. Hann byrjaði sem sé á því, að skýra frá framkvæmd sinni sem starfsmanns á lánveit- ingum úr Kreppulánasjóði og í það fór að jafnaði þriðjungur ræðutímans. Hversvegna er Tryggvi Þór- hallsson að skýra frá lánveiting- um Kreppulánasjóðs á pólitískum fundum? Lítur hann sjálfur svo á, að lánveitingamar séu pólitisk- ar? En þessi pólitisku ræðuhöld Tr. Þ. um Kreppulánasjóð eru alveg hliðstæð bréfaskriftum þeirra „bændaflokksmanna“ út um land í vetur. Mikill hluti þeirra bréfa er um lánveitingarn- ar úr Kreppulánasjóði. Þessi aðferð Tr. Þ. og félaga hans — allt þetta umtal um lán- veitingarnar — í pólitískum bréf- um og á pólitiskum fundum — minnir óneitanlega nokkuð mikið á selstöðukaupmennina fyrir 30 - —40 árum, sem mættu með höf- uðbók verzlunarinnar á kjörstað og flettu upp á reikningi kjós- andans í höfuðbókinni um leið og hann gakk að kjörborðinu. Hvað svo sem Tr. Þ. og félag- ar hans meina, þá er þetta skraf þeirra um Kreppulánasjóð við bændur, sem þeir eru að biðja fylgis, í mesta máta ósmekklegt. Tr. Þ. kvað hafa sagt frá því austur í Árnessýslu, að nú þegar væri búið að veita nokkur hundr- uð lána úr Kreppulánasjóði. Þetta er alveg rangt. Úr sjóðnum er ekki, svo að Tímanum sé kunnugt, búið að veita eitt einasta lán enn- þá. Allmargir skuldaskilasamning- ar hafa verið undirritaðir. En lán_ in eru óveitt enn, með því að stjórn sjóðsins hefir ekki ákveðið lánstímann. Sú ákvörðun mætti a. m. k. vera komin áður en Tr. Þ. leggur af stað með „höfuðbókina" í næstu ferð. Ranglæli íhalds- manna í Skagafirði. íhaldsmenn í yfirkjörstjóm Skagafjarðarsýslu, hafa nú alveg nýskeð sýnt af sér þá rangsleitni og yfirgang, sem seint mun fyrn- ast í sögu lýðræðisins hér á landi. Hofshreppur í Skagafirði, sem nú hefir um 330 kjósendur á kjör- skrá hefir farið fram á skiptingu í kjördeildir samkvæmt kosninga- lögunum. Um þetta liggja fyrir bæði lögmætar umsóknir frá hreppsbúum og samþykkt hrepps- nefndar. Engin frambærileg . rök Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi Haraldur Hagan Austurstræti 3. Sími 3890 ftllt með islenskiim skipm! Tilbúinn | | | | 11 áburður liggja til þess að neita um svo sjálfsagða ósk. En yfirkjörstjórn Skagafjarðarsýslu neitar. Af hverju er þetta furðulega gerræði framið? Eingöngu vegna þess, að íhaldsmönnunum í yfir- kjörstjórninni er kunnugt um, að mikill meirihluti af kjósendum í Hofshreppi fylgir Framsóknar- flokknum að málum. Þessvegna á að svifta þá þeirri aðstöðu til að nota atkvæði sín, sem kosninga- lögin tvímælalaust gera ráð fyrir. En ekki nóg með það. Kjós- endur í nyrðra hluta Akrahrepps, sem er einn víðáttumesti hreppur sýslunnar, hafa líka farið fram á að fá sérstaka kjördeild. Þar á Framsóknarflokkurinn einnig alL mikið fylgi. En yfirkjörstjómin neitar líka þessum kjósendum um að fá að hafa sérstaka kjör- deild. Á sama tíma ákveður hún þó nýja kjördeild syðst í hreppn- um, til þess að geta haldið til haga nokkrum íhaldsatKvæðum. Aðferð eins og hér er viðhöfð er nokkuð átakanlegt dæmi þess, að íhaldsmenn svífast einskis og virða enga mannasiði, ef þeim eru lögð slík völd í hendur, sem hér er um að ræða. Um allt land hlýtur svo ódrengi- leg bardagaaðferð að vekja megn- ustu andúð. Undarlega mætti Skagfirðingar vera skapi famir, ef þeir risu ekki gegn þvílíkum yfirgangi sem þessum. Og mjög hljóta íhaldsmenn að óttast um fylgi sitt nú í Skagafirði, úr því að þeir þykjast þurfa að grípa til svona ráða. Þessar tegundir af tilbúnum áburði ern komnar: Nitrophoska I G Kalksaltpétur Noríg • Kalkammonsaltpétur Superfosíat 18°|0 Kali 4O°|0 Brennisteinssúrt Kali Brennisteinssúr stækja Kaupendur í Reykjavík og nærsveitum eru beðnir að vitja pantana sinna sem allra fyrst, 06 varaðir við að láta það dragast lengi. r Aburðarsala ríkísins

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.