Tíminn - 04.06.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1934, Blaðsíða 2
100 T 1 M X N N Búfræði „ Í>ændafÍokksÍ2is“ Eitt af því sem einkennir „upplýsinga“- starfsemi „bændaflokksins" er það,hve mjög þeir „slá um sig“ með því, hvert feikna fori'áðavit helztu menn flokksins hafi í öll- um framkvæmdamálum búnaðarins. Alhr þeir, sem einhver afskifti hafa af þeim mál- um, en ekki eru flokksböndum bundnir við „bændaflokkinn“ eða í andstöðuflokkum, verða að peðum móts við hina „forvitru“ „bændaflokks“-forkólfa. Bændum berst ýms nýstárlegur fróðleikur um þessa hluti. Bún- aðaríélag íslands og búnaðarfélagsskapur vor yíirleitt er t. d. sagður vera bezt skipulagði búnaðarfélagsskapur á Norðurlöndum. Það er góð gylling og góður svæfill til þess að hampa, samfara því, sem gengið er frek- lega fram í því að gera B. I. og Búnaðar- þing að aðalvígi flokksins. Hið röksanna er, að búnaðarfélagsskapur vor er að mjög litlu leyti félagslega skipulagður eða þroskaður. Ilann er miklu frekar — því er nú ver og miður — lögskipað kerfi, hálf lífvana og laust í smíðum. — Og Búxnfél. Isl. er í raun og veru enginn félagsskapur. Það er opinber miðstöð búnaðarmála í landinu, sem löggjaf- arvaldið hefir íengið búnaðarsamböndunum nokkurn umráðarétt yfir, sumpart með lög- um og sumpart með þegjandi samþykki. Nú í vikunni skein ný sól í heiði. í stjórn- málaumræðum útv. kunngerði „bænda- flokkurinn“, að hjá sér væri að finna hina einu sönnu þekkingu á nýbýlamálinu og sam. vinnubyggðahugmyndinni o. fl. Allt samein- að hjá einum manni, frambjóðanda flokks- ins í Austur-Skaptafellssýslu. Þetta munu mörgum, sem þekkja, þykja mikil tíðindi og öllum þorra manna munu þau vera alger- lega ný af nálinni*). Þessi tiltölulega nýráðni „kaupamaður“ „bændaflokksins“ hefir um nokkur ár unnið all mikið að mælingum í nágrenni við ýms kauptún landsins, í sambandi við ræktunar- viðleitni manna í kauptúnunum. Engar brigður skulu bornar á það, að hann hafi sýnt dugnað við þessi störf, eftir því sem veður leyfðu, en á hinu hefir þótt leika mjög vafi, hversu mikillar fi-amsýni og þekkingar hefir gætt í því, hvernig ræktun í nágrenni kauptúnanna hefir mótast þar sem „kaupa- maðurinn" hefir verið mest með í ráðum. Þeir menn munu vera til og ekki all fáir, er hafa nokkra aðstöðu til að þekkja þessi mál, en líta svo á, að þar hafi Búnaðarfél. Isl. beint góðu máli á mjög vafasama leið. Víðast er það svo, þar sem ræktun hefir verið „skipulögð“ í nágrenni einhvers kaup- túns, þar hefir landinu verið skift niður í smáspildur, venjuleg stærð 1—4 ha., mjög sjaldan yfir það. Þessar spildur hafa svo einstakir menn fengið til ræktunar, hver fyr. ir sig, samvinnulítið eða samvinnulaust (nema 1 Hornafirði). Stærð landanna er eingöngu miðuð við augnabliks getu þeirra, er löndin fá. Framsýni og þróunarréttmætis er að engu gætt. Þegar menn hafa ræktað þessa bletti, standa þeir ráðalausir, að sönnu með aukið víðsýni — sjá að rangt hefir af stað verið farið — en án möguleika til heppi- legs áframhalds. Blettimir eru of litlir til frekari framkvæmda, óvit að byggja á þeim þótt ýmsir geri það. Þeir eru hvorki fugl né fiskur sem vinnu- og búrekstrarheild, þótt rniðað sé við, að eigendur þeirra stundi aðra atvinnu með smábúskapnum. Glöggt dæmi um þessa hluti er nýbýla- hverfið í Sogamýrinni, rétt við Reykjavík. Sig. Sig., búnaðarmálastjóri, frambjóðandi „bændafl." í Árnessýslu, réði mestu um landstærðir býlanna þar og ekkert býli mátti vera stærra en 4 ha. Menn tóku lönd- *) Ætli Ámesingum finnist ekki um leið vera reittar fjaðrirnar af liinurn „búfróða" frambjóð- anda Bændaflokksins þar, ef einhverjar voru. En það er líka svo óhugsandi að þeir Arnesingar, sem lofa því í gamni að kjósa hann, geri alvöru úr þvi, að þessvcgna getur þetta verið réttmæt „(ignati Ifærzla". að? Enginn veit hvað verður ofan á. Kreppu. stjórnin er að stofna flokk. Hún er öll úti á íramboðsfundum. Hún hefir fulla skrif- stofu af kommúnistum og nazistum. En hún veit ekki fyr en eftir kosningar, hvort það er óhætt að sleppa bændum við minni vexti og afborganir en 61/2%! Menn vona yfirleitt, að eftir kosningar krmi meiri ró yfir Kreppusjóðinn. Sjálfsagt er það þó ekki nóg. Það lítur út fyrir, að það þurfi að umbæta stórvægilega skipulag sjóðsins og líka eitthvað fleira. J. J. íhaldsmenu Ihaldið sekkur i feluleik. á æðarkollunní. Hversvegna ræðir M. J. ekkert um bankamálin og greiðslujöfnuðinn við útlönd? Magnús Jónsson gengur fram- hjá flestum aðalatriðum í er- indi Eysteins skattsstjóra. Hann minnist nær ekkert á tvo meginþættina — bankamálin og greiðslujöfnuðinn við útlönd. Varla er þetta tilviljun ein og skal nú athugað hvaða aðstöðu M. J. og flokkur hans hefir til þess að ræða þessi mál. Á árunum um 1920—1921 stofnuðu hinir stærri kaup- menn og stórútgerðarmennirn- ir — aðalmáttarstólpar íhalds- ins — til óhemjuskulda erlend- is, sem að nokkru hvíldi á þeim persónulega en að nokkru á bönkunum, einkum íslands- banka, sem þá varð að stöðva yfirfærsiur til útlanda. Krónan féll og lánstraustið erlendis þvarr með degi hverjum. B j argráð íhaldsmeirihlutans á Alþingi var að láta Magnús Guðmundson, sem þá var fjár- málaráðherra, taka 11 milj. kr. lán í Englandi með meir en 9% raunverulegum vöxtum. Af þessu ríkisláni lánaði svo M. G. íslandsbanka rúmlega 7 milj. kr. án allrar heimildar frá þing- inu. Máttarstólparnir nutu góðs af þessu, því að nú gat bank- ínn farið að greiða nokkuð af skuldum þeirra erlendis. Og M. G. gerði meira fyrir íhaldið. Þessar 7 milj. voru alls ekki taldar með skuldum ríkisins í landsreikningunum. Almenn- ingur var ekki hræddur með því að láta ríkisskuldirnar hækka í LR, þótt íhaldið léti ríkið taka 11 milj. kr. lán í Englandi! En þessar 7 milj., sem M. G. lánaði íslandsbanka gerðu óþægilega vart við sig 1980. Þá varð íslandsbanki að loka, eftir að hafa gefið máttarstólp- um íhaldsins eftir 21 milj. kr. af skuldum og sjá fram á hálf- an tug milj. viðbótareftirgjöf í nánustu framtíð. Úr rústum íslandsb. var Út- vegsbankinn stofnaður, og þá varð ríkissjóður að taka á sín- ar herðar 3 milj. kr. af þessum 7. milj., sem M. G. afhenti ís- landsbanka af enska láninu 1921, auk lYz milj., sem ríkis- sjóður varð að leggja fram til viðbótar í reiðu fé handa hin- um nýja banka. Þetta hef- ir aukið vaxtabyrði ríkissjóðs um 330 þús. k r. eða sem næst nákvæmlega um þá upphæð, sem vaxtabyrði ríkissjóðs hefir aukizt síðan 1927. Og þetta eru raunveru- lega skuldir máttarstólpa íhaldsins, sem á þennan hátt eru yfirfærðar á ríkissjóðinn. Sagan endurtekur sig: Máttarstólparnir stofna til 15 millj. kr. skulda í útlöndum. Á árunum 1927-—31 hafa skuldir einstaklinga og stofn- ana aukizt um 16.472 þús. kr. eða samtals upp í 19.337 þús. krónur. Hverjir hafa stofnað þessar skuldir Á þessu tímabili er skulda- aukning ríkisstofnana, síldar- einkasölunnar og Samb. ísl. samvinnufélaga nokkuð innan við IÚ2 millj. kr. Máttarstólpar íhaldsins hafa stofnað til hinna 15 millj. kr. skuldaaukningar við útlönd., auk alls þess fjár, sem þeir hafa fengið að láni hjá bönk- unum. Magnús Jónsson er af- sakaður. Er það ekki af framan- | greindum ástæðum, sem M. J. ! vill ekkert ræða um banka- | mál og greiðslujöfnuð? Hann ! 1 og flokkur hans vilja engin : i höft — bara frelsi — til þess 1 ' að flytja inn og stofna til j ! skulda erlendis. Á hitt vill M. J. ekki minn- | ast, að afleiðingin af þessu hlýtur að verða hin sama og 1921, að erlendu skuldirnar i yfirfærast á bankana og frá j bönkunum á ríkissjóðinn. Um hvað eiga kjósend- urnir að velja? Um þetta vilja flokksmenn M. J. ekki ræða — þeir segja bara með almennum orðum, að „þeir vilji spara“ og „þeir vilji styðja gætilega fjármála- stjórn“ og svo ekki meira — engar frekari skýringar. En þeir vilja fá völdin — því þá er skuldayfirfærzlan auðveldari fyrir þá. En hvað segja kjósendurnir? Vilja þeir þennan íhalds- sparnað? Hann er fólginn í yfirfærzlu skulda máttarstólpanna í bank- ana og í ríkissjóðinn og hann er fólginn í sparnaði á öllum þeim gjöldum, sem ganga eiga til sameiginlegra þarfa þjóðfé- lagsins og til hagsbóta fyrir almenning. Hannes Jónsson. Bankaeftirlftsmaður Langstærsti og óþarfasti bitl- ingurinn sem þekkst hefir hér á landi eru laun þau, sem Ja- kob Möller fær greidd fyrir svo. nefnt bankaeftirlit. Jakob Möller hefir gegnt þessu starfi síðan 1. júní 1924. En hann hefir aldrei gert hið rmnnsta handarvik, sem þetta starf útheimtir, er til gagns hefir mátt vera. Bankarnir hafa hvað eftir annað farið fram á það, að em- bætti þetta væri gert þeim ó- viðkomandi, þar sem af því leiddi ekkert gagn. í bréfi frá bankaráði Landsbankans, dags. 4. apr. 1933, segir m. a.: „Nú með því að bankaráðinu er ekki kunnugt um, að eftlr- litsmaðurinn hafi nokkurt eftir. lit rækt í Landsbankanum 2—3 síðustu árin, hefir það ástæðu til að ætla, að eftirlit hans sé óþarft“. Þannig segist peningastofn- ununum sjálfum um starf eft- irlitsmannsins. En á þessu tímabili hefir Ja- kob Möller hirt árlega 12—19 þús. kr. laun, fyrir þetta eink- isverða starf og fengið greitt fyrir það öll árin samtals kr. 160.463.97. ! Það sem kórónar þó alla sví- virðuna er, að Jakob Möller , hefir á sama tíma verið stjórn. ; málaritstjóri Vísis og gerst þar jafnan til að mse^la bót fjár- málaóreiðunni í bönkunum og nú allra seinast ávísana. og ! sjóðþurðasvikunum í vetur. Á þrem seinustu þingum hafa "Framsóknarmenn borið j fram tillögur um afnám þessa | gersamlega óþarfa bitlings. En það hefir verið svæft og eyði- lagt af íhöldunum sameinuð- um, íhaldinu og varaliði ,þess, er nú kallar sig bændaflokk. Þjóðin sker úr því í hönd farandi kosningum, hvort hún álítur þeim mönnum trúandi fyrir ríkissjóðnum, er stutt hafa og viðhaldið jafn viður- styggilega fjársóun og þarna hefir átt sér stað. Það er nú að verða augljóst, hvert verða skal aðalmál íhalds- manna í kosningabaráttunni. Það á ekki að snerta hag- sæld þjóðarinnar, ekki að snú- ast um framfarir í atvinnumál- um, ekki að grípa inn í menn- ingarleg úrlausnarefni, ekki að ræða sjálísforræði hennar né lýðfrelsi, ekki einu sinni að leggja neitt lmpp á „að rétta við fjárhaginn“, eins og þeir hafa þó ásett sér fyrir hverjar kosningar. Þjóðin er sem sé hætt að trúa þeim blekkingum. Og þá er skiljanlegt, að flokkur, sem safnar miljónum króna eyðslu- skuldum — til einkis gagns 0g verra en einkis, hvert sinn og komizt er yfir fjármuni al- mennings, þá er skiljanlegt, að forustumennirnir gefist upp að lokum við svo óaðgengilegt trú- boð, sem það hlýtur að vera, að fá þjóðina til þess að halda að þeir séu að „rétta við“ al- mennings hag. En íhaldsflokkurinn þarf ein- hver málefni, sem takast má að blekkja með. Og þeirra mál er „æðar- kollu“-sagan. Persónulegar árásir eru enn þeirra baráttuvettvangur. Allir muna aðfarimar að J. J. 1930. — Aldrei hafði íhaldið lagst lægra í árásum — og var þó ekki úr háum söðli að detta. Og aldrei hefir þjóðin svarað því eftirminnilegar en þá. Þung og rismikil flóðbylgja hroll- líenndrar andstyggðar féll yfir forgangsmennina og flokkinn og lét þá taka andköf af smán í eigin óhróðri. Nú eru sömu menn með sömu fyrirætlanir aftur risnir á legg. I þetta sinn er andstæð- ingurinn Hermann Jónasson. Hann hefir látið lögin ganga jafnt yfir alla. Og hefnd íhalds. ins skal hitta hann. Þá er ljúgvitnamálið vakið. Vottar eru leiddir. Þeir eru látnir sverja — þeir af þeim, sem fást til þess. Það er svarið gegn staðfestum sannreyndum. Það er svarið gegn skýrslum opinberra stofnana. I stytztu máli: eiður eins gengur gegn eið annars. Það er engu líkara en hvat- irnar, sem er uppistaðan á bak við hjá forsprökkunum, séu komnar neðan úr botnleysi heimskunnar, klæki-lundarinn. ar og vesaldómsins. Mönnum hrýs við því hugur, að forkólf- ar fjölmenns flokks, þrýsti þannig á enni sér svívirðu- stimpli auðvirðilegustu skelm- isverka, í stað þess að berjast undir merki nýtilegra mála. En það er bláber skylda allra ærukærra manna að varna því, eftir megni, að slíku spillingar- eitri sé veitt út í hugarfar al- mennings. Það er hörmulegt, að til skuli vera heill flokkur, sem spegl- ar baráttu foringja sinna í flíkum ódáðum. í báðum þessum ofsóknar- málum gegn J. J. og H. J. er sami tilgangur, að brjóta nið- ur, ef hægt er, umbótaáhrif og umbótaaðstöðu andstæðings. I báðum málunum er unnið nt( 5 samskyns vopnum, flugu- mönnum og ljúg’vitnum. 1930 er þaö lækrnv i ábyrgð- armikilli stöðu, sen: er látinn \itna. Nú eru það menn „af götunni“. Þeir geta ekki gefið yfirlýsingar „í embættisnafni“. þeir verða að „punta upp á framburðinn" með eiði. Þá gugnar aðalvitnið. Það var viðkvæmni, sem íhaldið hélt að naumast gæti komið fyrir „ódáðamann“ og „illvirkja“ eins og Mbl. og Vísir höfðu nefnt j það áður. En fyrst það var ; svona ærukærara en húsbænd- urnir, að kveinka sér við því, að leggja nafn guðs við lýgi, þá var að finna önnur ráð, Og þau ráð fundust. Vitnið gekk af trúnni. j Vesalings Oddgeir gerði mik- ið fyrir sín litlu laun. Ilann sagði sig úr trúarfélagi krist- ! inna manna! Dómarinn gerði sig ánægðan með „drengskap- aryfirlýsingu“ — og málinu var . borgið. j En í þessu er hræðileg al- I vara. Það er ógurlegt tilhugs- j unarefni, ef nota á eiðstafinn fyrir skálkaskjól eftir því sem hverjum óþokkanum sýnist. Og hugur hvers óspillts manns á landinú hlýtur að fyllast geigs og skelfingar, ef svo tillits. og takmarkalaus siðfræði. og manndómsspilling á að ná því að breiðast út í ! hugsunum þjóðarinnar og at- j höfnum. Getur siðuð þjóð unað sið- : lausu réttarfari og siðlausum ; stjórnmálaflokki? Getur hún sætt sig við dóm- ara, sem hagar sér með þeim ; fordæmislausu endemum, er ! hér blasa hverjum manni við j augum? j Og vill siðmenntaður al- j menningur tefla frelsi sínu og réttlætishugsj ónum undir hæl þeirra ódæðisafla, sem standa að æru og mannorðs- skerðingu andstæðinga1 sinna á þann hátt, sem fram hefir komið í þessu síðasta ofsóknar- máli ? ! Framlög ríkissjóðs til vega 1927 —30 4 millj. 837 þús. kr., til brúa 1927—30 1 millj. 583 þús. kr., til síma 1927—30 1 milij. 980 þús. kr. i «®***“ta«aíirri tkiíb ii i iihi \ Framlög í jarðabótastyrk 1927— i . 30 1 millj. 474 þús. kr., til ný- býla og endurbyggðra bæja í sveitum 1 millj. 224 þús. kr. 1927 -30. Friöur eða borgara- | styrjöld. Framh. af 1. síðu. Ef menn með sæmilegu viti og þreki ættu sæti' í stjórn landsins, hefði ekki þurft að koma til hinna sorglegu átaka á Siglufirði, þar sem um 20 menn hlutu meiðsli af völdum kommúnista, fyrir það að þeir vörðu þjóðskipulagið. Með sæmilegum vatnsbíl hefði mátt kæla óróann í blóði hinna grunnfæru æsingamanna, án þess að komið hefði til meið- inga. Leið Framsóknarmanna er j glögglega mörkuð í þessu máli. Þeirra vegna er myndarleg lögregla í Rvík. Þeirra vegna er hófleg og kostnaðarlítil aukalöggæzla. Með þeirra ein- dregna fylgi og samhjálp, er kommúnistasýkin læknuð. — Kjósendur í landinu muna 24. júní hvaða flokkur það er, sern mest hefir gert til að halda uppi lögum og rétti í landinu, án byltinga og herafla. J. J. Reistir skólar 1927—30: Staðar- iellsskólinn, Húsmæðraskóii að Laugurn, Hallormsst.skóli, Laug- arvatnsskóli, Reykholtsskóli og Reykjaskóli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.