Tíminn - 04.06.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.06.1934, Blaðsíða 3
T I M 1 N N 101 Alþýðuskólinn á Eiðum starfar í tveimur deildum frá 20. okt. til 1. sunnudags í sumri. / / Námsg'reinir: Islenzka, Islandssaga, mannkynssaga, Danska, stærðfræði, náttúrufræði, landafræði, félagsfræði, teiknun, hannyrðir, smíðar og söngur. Aukanámsgreinir: Enska og Þýzka. Leikfimi og steypiböð dagiega. Síðastliðið skólaár var dvalarkostnaður pilta kr. 290.00—300.00, en stúlkna kr. 240.00—250.00. Nemend- ur greiða ekkert skólagjald. Dvalarkostnaður á Eiðum er því minni en við hina héraðsskólana. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst 1934. Jakoh Krísíiossoo. Hðtum til Heyvagna at beztn gerð, bæði tveggja hesta og eins hests. Satnband ásl. samvinsiuiéiaga BRU Sendiherrahneyksli Magn. Guðmnndssonar Þess var getið í seinasta blaði Tímans, að „sendiherra“ Magnúsar Guðmundssonar væri kominn heim. Þessi maður, Gunnlaugur Jónsson, var send- ur utan af Magnúsi í vetur og átti að rannsaka markað fyrir íslenzka síld. Fortíð hans var alveg samboðin trúnaði Magn- x úsar. Hann hafði með vondan orðstír hrökklast úr Jijónustu við síldareinkasöluna, fengizt síðan við óleyfilega vinsölu, lent í allskonar klandri og ver- ið einu sinni sendur frá út- löndum upp á iandsins kostn- að. Allt þetta var Magnúsi vel kunnugt, eins og líka niðurlag- ið á skipunarbréfi Gunnlaugs sýnir ótvírætt: .. Samkvæmt framan- skráðu sendist yður hér með ríkisávísun fyrir 1420 krónum. En 80 kr. hefir ráðuneytið tek- ' ið til endurgreiðslu á iáni því, er sendiherra íslands í Kaup- manahöfn veitti yður á árinu 1932. M. Guðmundsson. /Páll PáImason.“ Magnúsi mun hafa þótt hann stórslyngur að endurheimta þarna 80 krónurnar, þó að hann yrði til þess að láta 1420 kr. í staðinn. Þegar íhalds- manni einum, sem nú er í framboði, barst til eyrna þetta ráðslag, varð honum að orði: „Það er svo líkt hans stjórn". En j afnfrairt fjáreyðslunni, sem vitað var, að engan árang- ur myndi bera, stofnaði Magn- ús virðingu þjóðarinnar út á við í hættu með því að hefja margreyndan óreglu. og ó- reiðumann til opinberra trún- aðarstarfa. Nú er Gunnlaugur kominn heim. Mun hann ekki hafa kom- izt lengra en til Kaupm.hafn- ar, en ,þó var honum ætlað að fara til Þýzkalands og Pól- lands. Og ferðasaga hans er ekki þar með búin. Sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn varð að taka hann að sér og senda hann heim á ríkissjóðs kostn- að. Tók hann það stranglega fram við brytann á skipinu, að hann mætti ekki fá annað ,,en mat“ í reikning ríkissjóðs. Síðan Árni frá Múla fór Columbusferðina frægu, er þetta alveg einstætt hneyksli á vali opinberra trúnaðar- manna meðal erlendra þjóða. Þjóðin íslenzka mætti þá vera ótrúlega blind á spillingu í opinberu lífi, ef hún afsegði ekki þann ráðherra og þá stjórn, sem með fullri vitund fremur slík glapræði. Og furðulegt mætti það kalla, ef dómur kjósendanna 24. júní sýndi það ekki, að þeir vilja fyrirbyggja það, að slík saga endurtaki sig. Hvað er „BRUSLETTO“ ? Það er ljáaverlcsmiðjan norska, sem fram- leiðir hina góðfrægu handsmíðuðu stál- Ijái. —- Eylandsljái. Þessir ljáir eru eingöngu smíðaðir fyrir oss. Athugið að nafnið „Brusletto“ standi á þjóinu á ljánum. Samband ísi. samvinnufélaga KaupféSög og kaupmenn Sjiyrjist fyrir um yerð á „OODETIA11 hveiti Það reynist ágætlega, Bank’s hveititegundir eru óviðjafnanl. að gæðum Aðalumboðsmaður á íslandi fyrir J. Rank, Ltd. Valdimar E Norðfjorð Sími 2170 — Reykjavík — Símnefni: Valdetnar. Au gnlækningaíerðalag Ferðamenn um Norðurlaxrd 1934 á vegum heílbrigðisstjórnarinnar Dvðl á Húsavílc 26.—30. júní, Kópaskeri 2.—3. júlí, þórshöfn 5. —7. júli, Hólmavík 11.—13. júlí, Borðeyri 15. júlí, I-ívammstanga 17.—19. júlí, Blönduósi 21.—23. júlí, Skagaströnd 25. júli, Sauð- árkróki 27.—31. júlí, Hofsós 1. á- gúst, Siglufirði 3.—7. ágúst. Truflanir á skipaferðum geta haft í för með sér breytingar á áætlun þessari. Akureyri 20. maí 1934. Helgi Skúlason augnlæknir. ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ódýr- um vörum. Frá 1927—30 voru byggðar alls á landinu 120 brýr. Á sama iíma ukust línur landsímans um 1916 kílómetra. Framsóknarmenn, sem ekki geta kosið á kjör- degi 24.. júní,vegna fjarveru, ættu ekki að láta dragast að kjósa og koma atkvæði sínu til skila, svo víst sé að það komi fram á kjördegi. Ihaidið svívirðír Skagfírðinga Hið alræmda 1 j úgvitnamál íhaldsins á hendui' Hermanni Jónassyni lögreglustjóra, er nú að verða því til þeirrar háð- ungar, sem efni stóðu til. Lög- reglustjórinn hefir stefnt Magnúsi Guðmundssyni til hólmgöngu við sig frammi fyr- ir Skagfirðingum, þar sem Magnús hefir átt sitt pólitíska fylgi, og skal þar rætt um dómsmálastjórn Magnúsar. Um þessa ákvörðun lögreglustjór- ans skrifar Vísir í fyrradag: „Hermann Jónasson hefir nú stefnt Magnúsi Guðmundssyni fyrir einhverskonar dóm, — ekki beinlínis ,;guðsdóm“ samt, heldur svonefndan „kolludóm“.“ í ummælum þessum er fólgin hin megnasta fyrirlitning á Skagfirðingum. Álit þeirra á þessum málum er kallað „kollu. dómur“. Og blaðið gerir beint ráð fyrir því fyrirfram, að þeir múni fella þennan „kolludóm" yfir Magnúsi Guðmundssyni. Er samvizkan farin að segja til sín, jafnvel hjá íhaldinu? Það getur ekki dulið vonleysi sitt lengur yfir væntanlegri frammistöðu Magnúsar. En skuldinni á að skella á Skagfirðinga. Þeim er líkt við „Oddgeir“ og „Arnljót" íhalds- ins. Dómur þeirra um Magnús skal heita „kolludómur“ segir Vísir. Z. Frá Ströndum berast fregnir um, að allir sem vetlingi valda sæki fram- boðsfundina. Tr. Þ. vill hafa fundina stutta af því hann get- ur ekki vaz'ið breytni sína síð- an um þingrof. Hei'mann sækir fast á og kreppir að honum í hverju máli. Gagnvart íhalds- mönnum gefst Tr. Þ. algerlega upp. Sýnist treysta þar á at- kvæðastuðning og vináttu. Til hafnarbóta var varið 1927 —30 úr ríkissjóði 531 þús. króna. Styrkur og lán til mjólkurbúa 590 þús. kr. Frá fundum nyrðra. Tr. J>. segir á hverjum fundi að J. J. hafi béðið Saurbæinga að svíkja Þ. Br. í fyrra og kjósa Þ. Þ. sýslumann. Ekki fær Tr. Þ. svo mikið sem Odd- geir Bárðarson sem vitni til stuðnings þessari skáldsögu Þ. Br. En á Broddanesi í gær komu bændur úr Saurbæ á fund til Tr. Þ. og lýstu hann opin- beran ósannindamann að þess- ari sögu. Þótti gömlum vinum Tr. Þ. sárt að sjá hvernig Jón í Dal og Þ. Br. eru búnir að eyðileggja manndóm hans. Á Blönduósfundinum í gær mættu þeir Jörundur í Skál- holti og Steingrímur á Hólum, auk frambjóðendanna. Höfðu Framsóknarmenn þar mest fylgi. Pétur Ottesen sendi orð til íhaldsmanna og bað þá duga ! Jóni í Dal, því að hann ætti j allt gott skilið. Jóni á Akri þótti þetta grálega mælt og ekki af fullum heilindum. En íhaldið er búið að soramarka sér „bændavinina“. Jarisljálftí Síðastliðinn laugardag, Iaust eftir hádegi varð mikils jarð- skjálfta vart víða um land. Mest kvað að honum á Dalvík. Þar hrundu hús en flest eyði- lögðust meira og minna. I sum- um kviknaði við rask, sem varð á eldstóm. Einn maður hand- leggsbrotnaði. Urðu þorpsbúar að hafast við í tjöldum. Á Ak- ureyri skemmdist póst. og síma stöðin töluvert, munir hrundu j af hillum í húsum inni, en al- ; varlegar skemmdir urðu litlar. Á Húsavík var kippurinn svo snarpur, að fólki lá við falli á götuih úti. Víða um Norðurland var kippurinn snarpur, en gætti lítið hér sunnanlands. Þó varð hans vart í Reykjavík. Reistir heimavistarskólar í sveit 1927—30: Brúarlandsskóii í Mostellssveit, Skólahús í Fljóts- hlið, Klébergsskólinn á Kjalar- nesi, Skólinn á Flúðum í Hruna- mannahr., * Reykholtsskólinn i Biskupstungum. in á leigu og byggðu á þeim, en ráku sig fljótt á, hversu ómögulegar stærðarheildir þetta voru, hvernig sem þeir vildu koma sér fyrir. Afleiðingin varð ýmist lzapphlaup um að fá meira land eða öngþveitissölur, Nu komast þeir bezt af í Sogamýrinni, eins og eðlilegt er, sem hafa verið svo heppnir, að ná í umráð yfir að minnsta kosti tvö- faldri landstærð á við það, sem Sigurður loúnaðarmálastjóri ætlaði þeim í upphafi. F rambj óðandi „bændafl.“ í A.-Skafta- fellssýslu — hinn „alvitri“ maður í búnað- armálum — er einn þeirra manna, sem byggðu nýbýli í Sogamýrinni og hann hefir nú einna stærzt land þeirra, sem þar búa. Samtímis því leggur hann ráðin á, að rækt- unarmenn í þorpum kringum land fái 1—2 ha. til ræktunar, þótt þar sé víða méira landrými en í nágrenni Revkjavíkur og þörfin fyrir björgulegar landstærðir óneit- anlega mun meiri þar. Það virðist vera sömu örðugleikuml bundið fvrir þennan „kaupamann" „bændafl." að samræma líf og kenningu, eins og fyrir formann flokksins að samræma það, að bún- aðarfélagsskapurinn eigi vitanlega að vera ópólitískur og að verzla við starfsmenn Bún. Ish, flokknum og þeim til framdráttar. Búi. r A víðavanúi Notkun íhaídsmanna á fé landhelgissjóðs 1925—26, fáein dæmi. 25./11. ’25 Greitt Hótel ísland fyrir veizlur ... kr. 1262.63 16./6. ’26 Veizla fyrir skyttu — 377.95 2T./6. — Keyptir hestar .... — 720.00 • 6./8. — Vindlar, veit. bifr.l. — 124>70 7. /8. — VÍNGLÖS..............— 112.50 16./8. — Greitt fyrir hestahald — 1574.01 20./8. — Gr. Vallhöll f. miðd.v. — 250.00 18./8. — Fyrir veizlu á Seyðisf. — 230.00 8. /9. — Fyrir hey ...........— 720.00 6./U. — 2 GULLÚR .... — 1030.00 31./12. — Móttaka hermála- ráðherrans danska — 3213.00 29./6. ’27 Veizla...............— 423.50 18./8. — Hestahald............— 1130.00 -----— . .sama..............— 623.00 „Vaialiðið“ og þingbændur. Blað sprengimanna hefir nýlega stór orð um það, að 4 góðir og gamlir Framsóknar- menn hætti þingsetu, þ. e. Ingólfur í Fjósa- tungu, Björn á Kópaskeri, Sveinn í Firði og Lárus í Klaustri. Lætur blaðið, sem það harmi burtför þessara manna. En burt- iör allra þessara manna er að kenna klofn- ingsmönnum. Ingólfur og Björn hættu af því að þeir þoldu ekki dekur og undirlægju- hátt klofningsmanna við íhaldið. Sveinn hætti af óánægju út af stjómarfrv., sem Tr. Þ. hafði látið undirbúa og' Þorsteinn Briem knúði fram á þingi 1933. Þá vita s.ömu menn um heilindi þeirra við Lárus. Hann gengur úr flokknum fyrir fortölur varaliðsmanna og tapar við það fylgi sínu í héraði. Varaliðið ætti að hafa þá sómatil- finningu, að minnast ekki á þessa árás þess á bændavald þingsins. Og sjálfu sér má það þakka, ef það álítur afturför að fá Eystein, Gísla ritstjóra og Jónas frá Hriflu í kjördæmi, í stað þeirra bænda, sem frá- villingarnir höfðu hrakið af þingi. V egavinnukaupið. Sigurþór í Kollabæ hefir nýlega ritað vegamálastjórninni út af tilefni óánægj- unnai' þar í sýslu. I fyrravor lét Þ. Briem vinna að fyrirhleðslu við Þverá, á norður- bakka hennar og galt þar kr. 5,50 á dag um vorið og fram á slátt. En við Markar- fljót, við vegi, fyrirhleðslu og steypu á sama tíma kr. 6.50 til 7,50 (auk hálaunamann- anna aðkomnu). Vestur í Ámessýslu borg- aði Þ. Br. kr. 1,50—2,10 meira á dag en við Þverá. Og þegar kom vestur fyrir Kamba, greiddi sami ráðherra kr. 13,60 á dag fyrir sömu vinnu. Sigurþór segir, að mikil óánægja hafi orðið hjá bændum við Þverá út af ranglæti því er þeim var sýnt. Auk þess sáu þeir ekki beina ástæðu til að Rangæingum væri borgað minna en Árnes- ingum. Vinnustöðvun Alþýðusambandsins. Alveg eru það tilhæfulaus ósannindi hjá varaliðinu, að Framsóknarmenn eigi nokk- uvn þátt í ófriði Alþýðusambandsins við Þ. Briem. Framsóknarmenn eru jafn saklausir af þéssum faraldri eins og af því að Hann- es hefir 5 bitlinga, þar af 1000 kr. fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.