Tíminn - 11.09.1934, Qupperneq 2

Tíminn - 11.09.1934, Qupperneq 2
T 1 M I N N ,Einkafynrtækið‘ snýst af trnnni Þegar bráðabirgðalögin um kjötsöluna komu út að tilhlutan landbúnaðarráðherra Ilermanns Jónassonar, reyndi „einkafyrir- tækið“ að eigna bræðingsstjórninni gömlu heiðurinn af þeim. Því miður var frá hendi íhaldsstjórnar- innar ekki um neinn heiður að ræða í þessu efni, heldur vansæmd, vanvirðu aðgerða- leysisins. 1 tvö ár hafði stjórn íhalds og „einkafyr- irtækisins" setið og ekki tekizt að bæta neitt afurðasölu landbúnaðarins. Nýja stjórnin hratt umbótinni fram á tæpum mánuði. Sprengimennirnir gutu- öfundaraugum til svo skjótra og röskra framkvæmda — og eignuðu sjálfum sér. Þeim þótti lögin góð, en þau væru sín verk. En það verður ekki sagt um þá sprengi- menn, að þeir séu „staðfastir í trúnni“. í málgagni sínu, Framsókn, er þessu öllu snú- ið við s. 1. laugard. 8. sept. Skipulag kjötsölunnar er farið að verka, orðið vinsælt og hagfelt, en um leið er einkafyrirtækið orðið sannfært um, að þýðingarlaust sé að telja lögin og ákvæði l’eirra sitt verk. Því trúi enginn. Sann- reyndirnar séu of augljósar. Og þá umhveríist „bændaumhyggjan“ í hatur og úlfbúð til skipulagsins. Það er kallað hvorki meira né minna en „eignarnám“ 0g stjórnarskrárbrot. Löggjöf- in, sem þessir fylgissnauðu sprengilegátar þóttust eiga í hvert bein og hældu sér fyrir, er nú allt í einu orðinn sá háskagrip- ur, er rofið hefir „eignaréttinn“ og stjórn- arskrána. Þeir menn sem svona vinna og rita, hljóta að bera alveg takmarkalausa fyrir- litningu fyrir dómgreind og rökhugsun bændanna, sem blað þeirra er ætlað. Það er því líkast, sem ritstjórn að blaði þeirra, sé ekki með öllum mjalla. Blaðið fullyrðir, að fram að þessu hafi „bændumir ráðið verðlaginu á þessum iramleiðsluvöruni“, þ. e. afurðum búanna. Hafi bændur ráðið verði á afurðum sín- um, hví var það verð þá svo lágt, að at- vmnuvegur þeirra bar sig ekki? Settu þeir sjálfir svo lágt verð á mjólk, kjöt, gærur og ull, að búskapurinn komst í hina greipilegustu neyð? Voru þeir sjálfviljugir að hrapa lífsafkomu sinni og barna sinna niður í örbirgð og rústir. Voru þeir með verrðfellingu á sínum1 eigin framleiðsluvör- um — svo gífurlegri sem hún hefir verið — að hrinda sínum eigin atvinnuvegi niður í gaþandi tortímingu? Vill ritspekingur sprengimanna halda slíku fram? Ef ekki, þá er hér farið með svo furðulegt fleipur og svo prakkaraleg ó- tannindi, að jafnvel Mbl. mætti vera stolt af. Sannleikurinn er sá, að bændur hafa nær aldrei ráðið verði afurða sinna. Þess vegna er þeirra eigin atvinnuvegur í svo þungum vanda staddur, sem undanfamir tímar hafa sýnt. Nú fyrst er bændum gert kleift með samræmdu lögfestu heildarskipulagi — þar sem fulltrúar sjálfra þeirra eru í meiri hluta — að ákveða söluverð kjöts (og bráðlega mjólkur) með viturlegu og rétt- látu tilliti sinna brýnu þarfa og kaupgetu neytenda. Þetta skilja allir heilvita menn. Jafnvel grunnúðugustu þjónar rógsiðjunnar, hljóta að hafa af því eitthvert veður. En þeir trúa svo blint á vanþroska ísl. liændastéttar, dómgreindarleysi og skort á alyktunargáfu, að þeir hætta sér út í kvik- syndi heimskulegustu ósanninda og mót- sagna. En hin falsaða framkoma hefnir sín. Deyjandi einkafyrirtæki, sem keppist við íiialdsblöðin um að afflytja og rægja stærstu hagsmunamál íslenzkra bænda, fær iðju sína goldna í hæfilegu fylgisleysi og skopkendri fyrirlitningu mannanna, sem fá- menn embættismannaklíka í Rvík hefir gert þá vansæmd að kenna sig við. Kaupfálag Eyfirðinga hefir nú sent á markað- inn nýendurbætt Flóra-smjörlíki, og þá lækkað j.ifnframt verð þess. I Reykjavik hefir smá- söluverð á smjörlíki verið kr. 1,70 -1,80 kg., í?ji Flóra-smjörlíkið er nú auglýst í smasölu í Rvík ú kr. 1,30 kg. Er þetta um 25% Jækkun. — Fer vel á því, ef samvinnumönnum tekst að lœkka til muna verð á nauðsvnjavcirum til neytend- anna, en framleiða þær þó með góðum hagnaði fyrir þá, sem að framleiðslunni vinna. Oþarkarnir og afleiðingar þeirra Veðuráttan hefir nú í sumar verið á þann veg, sem bezt mátti verða til að auka gras- sprettu, hlýindi og miklar úr- komur. En í mörgum sveitum hefir veðurfarið stórspilt og jafnvel eyðilagt mikinn hluta heyfengsins. 1 mörgum héruð- um austan- og norðanlands er útlitið með afkomu bænda eins og eftir eldgos og öskufall. Of- an á þetta bætist óvenjulegt aflaleysi, einkum á smábáta, sumstaðar í þeim sýslum, sem mest tjón bíða af óþurkunum.« Afleiðingar þessa harðæris eru auðsjáanlegar. Þar sem heyfengur er lítill og skemmd- ur', verður bændunum fyrst hugsað til fóðurbætiskaupa, og þar næst að fækka fénu, svo að sá bústofn, sem settur verður á, lend i ekki í voða á vetri komandi. Þegar sýnt var hvert stefndi um hinar miklu heyskemmdir, gerði landstjómin tvær ráð- stafanir til að reyna að bægja frá mestu hættunni: Úrræða- og aðgerðaleysinu. Stjómin mun -hafa lagt fyrir stjórn verksmiðjunnar á Siglufirði að halda óseldu miklu meira af síldarmjöli, heldur en seldist innanlands í fyrrasumar. Og jafnframt þessu fól stjómiri Páli Zophóníassyni ráðunaut að safna sem gleggstum skýrslum um ástandið í óþurkahéruð- unum, um heyfenginn, fóður- bætisþörfina og þau úrræði, sem gripið væri til á hverjum stað. Síðustu daga hefir P. Z. gert sitt ítrasta til símleiðis, að fá bráðabirgðayfirlit um á- standið í mestu rigningarhér- uðunum. En þeirri starfsemi verður að halda áfram fram á haust, meðan barizt er við að bjarga heyfeng þeim, sem bú- ið er að slá. Einhver veruleg mistök hafa orðið hjá meirahlutanum í stjórn síldarbræðslunnar á hverju héraði vill grípa til, eins og nú stendur á. Allir geta væntanlega nú þegar sameinast um það tvennt, að óska þess, að allar þær stofnanir, sem vinna | sameiginlega að málum bænda, ! starfi nú ötullega að því að koma skipulagi á fóðurbætis- málið, og í öðru lagi að gætt j verði hófs með ásetning í haust. En þetta mikla áfall þarf jafnframt að verða til þess, að knýja alla bændastétt landsins til að notfæra sér milclu betur en nú er gert þá þekkingu, sem þó er til í landinu um votheys- og súrheysgerð. — Reynslan hefir nú sýnt í öll- um fjórðungum landsins, að hver einasti bóndi á landinu þarf að vera undir það búinn j að bjarga árlega nokkrum hluta af heyfeng sínum á þann hátt. Hætta sú, sem óþurk- arnir leiða nú yfir bygðir landsins, getur þannig orðið til að kenna þjóðinni, að búa sig betur undir baráttuna við hma mislyndu sumarveðráttu, heldur en verið hefir hingað til. J. J. i Hvar er Jói Þorláksson? Það þótti mörgum undar- legt, þegar yfir því var lýst í vor, að Jón Þorláksson yrði hvergi í kjöri af hálfu íhálds- flokksins í kosningunum. Jón var formaður flokksins, einn af elztu mönnum hans á þingi, 1. landskjörinn þingmaður og fyrv. forsætisráðherra flokks- ins. En nú var hann ekki hafð- ur í framboði. | Það var auðsætt, að hér hlaut að vera um veðrabrigði að ræða í flokknum. Kveldúlf- arnir voru að taka völdin. Naz- | isminn var að ryðja sér til j íúms, og þá þótti Jón ekki sigurstranglegur byltingarfor- ingi eða einræðisherra. Honum var því sparkað. En jafnframt Siglufirði, þeim Sveini Bene- diktssyni og Jóni Þórðarsyni starfsmanni Kveldúlfs á Siglu- firði. Sveinn og Jón Þórðar- son hafa selt Kveldúlfi handa búi hans í Mosfellssveit, mikið af síldarmjöli frá ríkisverk- smiðjunni, fyrstú dagana í september, til þess að Kveld- úlfur geti 'Setið að hækkandi verði erlendis með framleiðslu sína frá Vestfjörðum. Ihaldið lagði Framsóknar- mönnum mjög til lasts, að láta Þór veiða síld til fóður- bætis, jafnhliða gæzlu. Ef til vill sjá sumir íhaldskjósendur nú um - seinan, að þar var stefnt í rétta átt, og vel myndu nú margir kunna, að Þór hefði veitt í sumar, og að sá afli hefði verið til fóður- bætis í þeim héruðum, sem nú eru mest aðþrengd. Það er fullljóst, að síldar- mjöl það, sem nú er til hjá ríkisverksmiðjunni handa bændum landsins, er of lítið. Það þarf meiri fóðurbæti til að bjarga við málum bænda- stéttarinnar í yfirvofandi hættu. En hver bóndi er nú önnum kafinn við framleiðslubarátt- una. Búnaðarfélagið hefði ef til vill átt að taka að sér for- göngu um bjargráðin. Menn vita ekki til, að það hafi hafizt handa. Því nauðsyn- legra er að bændur í rigning- arhéruðunum gefi þeim manni sem landstjómin hefir valið til að stýra undirbúningi bjargráðanna, sem ítarlegasta vitneskju um aðstöðuna í hverrí sveit og sýslu, og um þær leiðir, sem bændastéttin í fékk hann þó birta mynd af sér í Mbl. og ísafold, þar sem hann jafnframt varð að gefa yfirlýsingu um að hann færi út úr þinginu af fúsum vilja af því að hann hefði svo mikið að gera (hann hefir tvo við- talsíma á viku í borgarstjóra- skrifstofunni!) og af því að hinir „ungu Sjálfstæðismenn" (Heimdellingar) væru svo ein- staklega efnilegir! Hvorug ástæðan var tekin mjög alvarlega. Enda létu íhaldsmenn það boð út ganga, að ef þeir fengju hreinan meirahluta í þinginu, ætti Jón að verða forsætisráðherra. Ekki gat það þó orðið til að létta af honum vinnu. Eitthvað hlaut að vera bogið við heilind- in. Nú eftir kosningar er það líka opinberlega játað af Sig- urði Kristjánssyni alþm., að íhaldsmenn hafi aldrei búizt við að fá meirahluta í kosning- unum nema með „Bændaflokkn um“. Þeir hafa því aldrei gert ráð fyrir þeim möguleika, að Jón gæti orðið forsætisráð- herra. Allt, sem gefið var í skyn um það, hefir verið sagt til að blekkja hikandi íhalds- kjósendur — eða þá gamla manninn sjálfan. Rétt upp úr kosningunum hröklaðist Jón til útlanda. Nú er hann kominn heim. Morgun- blaðið hafði ekki einu sinni svo mikið við að birta nafnið á „formanni Sjálfstæðisflokks- ins“ í farþega-lista sínum1. Það þarf ekki að birta viðtal við hann nú, ekki mynd af honum enga lofrollu um afrek hans, eins og vant hefir þó verið, Alyktanir Landsíundar kyenna vorið 1984. f bindindismálum: I. „Landsfundur kvenna á- lyktar að beina því til hins háa Alþingis, er samin verður ný áfengislöggjöf, að þá verði lagt á vald hvers héraðs, hvort þar verði leyfð sala áfengis. Telur funudrinn að útsölu ætti ekki að leyfa nema 3/4 hlutar kjós- enda æski þess“. : „Þá vill fundurinn alvarlega beina því til hins háa Alþingis, að það styðji bindindisstarf- ! semi í landinu með ríflegum fjárframlögum og geri yfirleitt allt sem í þess valdi stendur til þess að draga úr skaðlegum afleiðingum áfengisnautnarinn- | ar“. II. „Landsfundur kvenna mælist til, að eftirfarandi á- kvæði komizt inn í væntanlega ' áfengislöggjöf þjóðarinnar: 1. Að unglingum innan 18 ára aldurs verði alls ekki selt eða afhent áfengi og engum þeim, sem sekt hefir hlotið fyrir áfengis- lagabrot. 2. Að vín verði ekki selt á laugardögum eftir hádegi og alls ekki selt daga fyr- ir stórhátíðir. 3. Að ríkið láti reisa og starf. rækja drykkjumannahæli, eitt eða fleiri, eftir þörf- um. Það er ennfremur álit fund- arins, að nauðsyn beri til þess að rækileg bindindisfræðsla verði látin fara fram í öllum bama. og unglingaskólum lands ins“. III. „Landsfundur kvenna telur konum skylt að gjöra sitt til, að heimabruggi víns verði útrýmt úr landinu". f atvinnumálum kvenna: 1. „4. landsfundur kvenna fúíorar á ríkisstjórn og Alþingi að bi-eyta lögum frá 1911 um aðgang kvenna til opinberra embætta á þá leið, að jafnrétti þetta nái til allra starfa, sem launuð eru af ríkisfé, þannig, að konur fái alltaf sömu laun fyrir sömu vinnu og sömu hækkunarmöguleika og karlar.“ II. 1. „4. landsfundur kvenna samþykkir að skipa nefnd með fulltrúum stéttar- félaga þeirra, er tekið hafa þátt í landsfundinum. Nefnd læssi heiti atvinnumálanefnd og beiti hún sér fyrir atvinnu- málum kvenna.“ 2. „Fundurinn felur atvinnu- málanefnd að fylgjast með gangi launamálanna á næsta þingi og gæta þess að launin verði samræmd samkvæmt kröf um um jafnrétti kvenna til atvinnu". Samvinnunefnd, er kosin var í byrjun fundarins, lagði fram eftirfarandi tillögur um tilhögun landsfunda eftirleiðis, og um markalínur fyrir sam- vinnu íslenzkra kvenna á hlut- lausum grundvelli. Voru tillög- I urnar samþykktar af fundin- um: I. „Kvenréttindafélag ís- lands stendur fyrir Landsfund- unum og hefir framkvæmd allar í sambandi við þá, ásamt þremur þar til kosnum konum af landsfundunum. Hefir það (K. R. F. í.) undir höndum það fé, sem veitt er af opin- beru fé til fundanna, eða þegar hann hefir komið úr ut- anlandsferðum. Jón heldur enga ræðu. Hann skrifar enga blaða- grein. Jafnvel íhaldsmenn skopast að honum fyrir lög- regluþjónamálið. Laun heimsins eru vanþakk- læti! safnazt til þeirra á annan hátt. Skulu reikningar hvers landsfundar lagðir fyrir næsta landsfund á eftir til úrskurð- ar. Rétt til þess að senda 1 full- trúa á landsfund hefir hvert það félag, sem borgar 5 krón- ur í ferðasjóð fulltrúanna, en nefnd, kosin af landsfundum, úthlutar á hverj um fundi styrk úr þeim sjóði til þeirra full- trúa, sem helzt þurfa þess með. Kvenréttindafélagið sækir um styrk af opinberu fé til fundahalda, ferðastyrks handa fulltrúunum, og til þess að halda sambandinu við á milli funda. Það reynir að útvega niðursett fargjöld með skipum og að sjá fulltrúum fyrir ó- keypis verustað á meðan á fundunum stendur, ef þess er óskað. Landsfundiniir kjósa 3 kon- ur í Reykjavík á hverjum landsfundi til þess að vinna að undirbúningi næsta fundar með st j órn Kvenréttindafé- lagsins. Félög, sem vilja standa í sambandi við Kvenréttindafé- lagið á framangreindum grund- velli, skulu kjósa nefnd eða sérstaka konu í félaginu, til þess að hafa á hendi afgreiðslu þeirra mála, sem þetta sam- band varða. Framkvæmdanefndin boðar til landsfundanna og ákveður hvað oft þeir skulu haldnir“. II. „4. landsfundur íslenzkra kvenna, haldinn í Reykjavík sumarið 1934, álitur að fyrsta og nauðs.vnlegasta skilyrðið fyrir þroska íslenzkra kvenna og skilningi þeirra á þjóðfé- laginu, sé - vel ritað sérstakt blað, sem taki hin ýmsu mál kvenna til umræðu og skýring- ar á algerlega flokkslausum pólitískum grundvelli. Stefna blaðsins sé: Fullt jafnrétti kvenna á öllum sviðum á við karlmenn, bæði að lögum og í framkvæmd laganna. Sömu atvinnuréttindi með sömu skil- yrðum og laúnum sem karl- menn hafa. Að þær fái, bæði að lögum og í reyndinni, sömu launahækkunarskilyrði og karl- menn. Að tekið sé fullt tillit í öllum fræðslugreinum kvenna til þeirra sérstöku aðstöðu, sem þær hafa í þjóðfélaginu og skólafræðslu þeirra hagað eftir því. Landsfundur kvenna leggur því til: Að tilraunum þeim, sem Kvenréttindafélag íslands hef- ir hafið til að stofna sérstakt kvennablað á þeim grundvelli, sem markar alla stefnu lands- fundanna, og undirbúi málin undir þá, sé sem fyrst hrund- ið í framkvæmd undir forustu Kvenréttindafélags Islands og hinna ýmsu félaga, sem þegar hafa heitið þessu máli bæði fylgi og fjárstyrk. Tillög þau, sem þegar hefir verið heitið, leggur landsfund- urinn til að send verði stjórn Kvenréttindafélags íslands fyr- ir lok septembermánaðar næst- komandi, sem leggi þau í sér- stakan sjóð í Landsbanka Is- lands, er nefnist: „Stofnsjóður samvinnublaðs ísl. kvenna“. Samvinnunefnd landsfund- anna, sem skipuð verður í lok þessa landsfundar, vinni að því bæði í kaupstöðum og í sveitum, að fá um allt land sem flest kvenfélög og ein- staklinga, konur sem karla, til að veita blaðamáli þessu ein- lægan stuðning og fylgi, bæði utan og innan kvenfélaganna. Þegar nægilegt fé hefir safn- azt í Stofnsjóð blaðsins, eftir rekstraráætlun, sem Kvenrétt- indafélag Islands þá leggur fram, tekur það að sér útgáf- una og ritstjórn blaðsins, eftir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.